Lögberg - 20.05.1948, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.05.1948, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. MAÍ, 1948 Ættmaðurinn Eftir THOMAS DIXON, Jr. I. KAPÍTULI Hinn brákaði reyr Bjartleita stúlkan, sem var að leika á fiðluna og syngja í sjúkrasal her- mannanna, þagnaði, sneri sér að lækn- inum og spurði hljóðlega: “Hvað er þetta? Það líkist múgæði”. Þau gengu bæði út að glugga á spít- alanum, sem stóð opinn, og hlustuðu. Á vorlofts-bylgjunum þýðu, barst hávaði og hróp fólksmergðarinnar sem var á ferðinni eftir stígnum sem liggur frá hvíta húsinu til þinghússins. En yfir köll og hróp þessa fólks tóku þó hljóð blaðadrengjanna, þar sem að þeir skutust áfram og hrópuðu: “Extra”. — Aukablað; — einn þeirra hljóp fyrir hornið á spítalanum og hrópaði í sí- fellu: “Extra! Extra! Friður, sigur!” Gluggar voru opnaðir og kvennfólkið rak höfuðin út úr þeim, eða þutu út á götuna og þyrptust utan um blaða- drenginn til að ná í blað. Hann henti blöðunum til hægri og vinstri og tók á móti peningunum og enginn bað um býtti. Hann létti aldrei á að hrópa “Extra! Friður! Sigur! Lee hefir gefist upp!” — Því var þá að síðustu lokið. í Norður-ríkjunum, þar sem miljónir af hraustu fólki átti heima, og óupp- ausanlegur auður náttúrunnar var hul- inn, var fyrsta fallbyssuskotinu, sem skotið var á Sunter, lítill gaumur gefinn, því allur fjöldi manna áttuðu sig ekki á, að þar væri um neina alvarlega hættu að ræða. Fáeinar herdeildir voru send- ar til þess að bæla niður hreyfinguna, sem menn bjuggust við áð yrði bæði létt verk, eða leikur einn. Þrettánda her- deildin frá Brooklyn lagði á stað á suð- urleið og menn þeirrar deildar bjuggust við að verða um mánaðartíma í leið- angrinum. Þeir voru allir með riffla sína og um þá höfðu þeir bundið snæri, eða mjóum kaðal, sem hver og einn þeirra ætluðu að nota til að binda um hálsinn á fanga frá Suður-ríkjunum sem þeir ætluðu sér að koma með til baka til sýn- is og skemtunar heimafólki sínu. Það væri miskunarleysi, að segja frá því, hvað um þessa kaðla spotta varð, þeg- ar að þeir sumu menn sneru heimleið- is eftir fyrstu orustuna sem þeir tóku þátt í við Bull Run. Sunnan-menn, með jafn mikla herreynslu og hinir fyr- nefndu héldu hugglaðir í norður átt, og voru nokkurn veginn vissir um, að hver þeirra gæti ráðið niðurlögum fimm Norðan-manna, fyrir dagmál fyrsta dag inn sem þeir mættu þeim, en líka þeir urðu að mæta óvæntum erfiðleikum. Það var margt sem báðir urðu að læra, og þeir lærðu þær lexíur í skóla, þar sem hugsunarfræðin nær fullkomn- ar takmarki í Háskóla Helvítís — garg arnarinnar, ylfur úlfanna, gelt tígris- dýranna, org ljónanna, öllu saman stefnt í fangbrögð dauðans, og frá hverri hreyfing, logaði ótamið hatur mannanna. En angist sú var nú á enda. Klukkum borgarinnar var nú hringt. Virkis-fallbyssurnar tóku undir og dynkir þeirra og drunur jukust, unz jörðin sjálf virtist leika á reiði skjálfi. Hinu megin í götunni var kona að lesa fréttirnar. Þegar hún hafði geng- ið úr skugga um, hvað var að gjörast, sneri hún sér við og greip dreng, sem stóð þar hjá henni, í faðm sér og tár þakklætis og gleði hrundu henni af augum. Hann hafði verið einn á meðal 500.000 sem síðast voru kallaðir til her- þjónustu, en voru enn ófarnir til víg- vallanna. Fólkið í höfuðborg Norður- ríkjanna var að vakna og velta af sér kvíðanum og hörmungunum sem á því höfðu legið eins og mara. Oftar en einu sinni hafði það staðið á öndinni út af aðsókn hinna fílhraustu og gráklæddu Sunnan-manna, og herlúðrar þeirra höfðu vakið kvíða og ótta á meðal íbú- anna, er jafnvel náði til hins hjarta- prúða forseta, þar sem hann sat við skrifborð sitt. Hvað eftir annað hafði framtíð lýð- veldisins leikið á þræði, og í hverri eld- rauninni eftir aðra hafði lukkan, forlög- in, Guð, verið með því. Hópur Sunnan-manna, sem gefist höfðu upp og gengið Norðan-mönnum á vald koma eftir götunni og gengu fram hjá spítalanum, án þess að gefa hinn minsta gaum að því sem fram var að fara undir umsjón nokkurra varð manna. Þeir voru þreytnlegir, illa klædd ir og óhreinir. Grái einkennisbúningur- inn þeirra bar nú lit moldarinnar. Sum- ir í bláum buxum, sumir í bláum vest- um, en aðrir í bláum treyjum, sem þeir höfðu náð í á blóðvellinum. En aðrir höfðu gólfdúksræmu, eða pokadruslu um herðarnar. Hópar þessir höfðu far- ið eftir þessari götu svo vikum skifti og enginn veitt þeim eftirtekt. “Einn af leyndardómunum í sam- bandi við uppgjöfina”, sagði Barnes læknir, “er sá, að hr. Lincoln hefir ver- ið á vígstöðvunum svo vikum skiftir að leita til friðar og lofað vægð, ef þeir fengjust til að leggja niður vopnin og ylur sálargöfgi hans mátti sín meira, en hugvitssnild Lees og bros hans þýddi huga herfylkinganna gráklæddu eins og sólin þýðir hjarnið”. “Þú ert mikill aðdáandi Lincolns”, sagði stúlkan og brosti einkennilega. “Já, ungfrú Elsie, og það eru allir sem þekkja hann”. Elsie sneri sér frá glugganum, án þess að svara. Það var eins og skuggi færð- ist yfir andlitið á henni, þegar að hún leit eftir röðunum af rúmum, þar sem Norðan-menn lágu, þar til að augu hennar staðnæmdust við eitt, þar sem ungur foringi Sunnan-manna hvíldi, einn á meðal óvina sinna. Læknirinn sneri sér með henni frá glugganum og að sjúklingunum særðu. “Heldurðu að hann lifi?” spurði hún. “Já, til þess að verða hengdur”. “Fyrir hvað?” spurði stúlkan ólundar lega. “Herrétturinn . hefir fundið hann sekann um þátttöku í skæru-áhlaupum. Það er vitaskuld lýgi á hann — en það er eitthvert ofurvald á bak við það allt — einhver óskiljanleg áhrif frá háttsett um valdhöfum. Drengurinn var naum- ast með réttu ráði, þegar að hann var kallaður fyrir réttinn”. “Við verðum að klaga þetta fyrir hr. Stanton”. “Það mætti eins vel leita á náðir djöfulsins. Þeir segja að skipunin hafi komið frá honum eða skrifstofunni hans”. — “Nítján ára gamall drengur!” stundi stúlkan upp. “Hvílík svívirðing. Eg er að líta eftir móðir hans. Þú sagðir mér að síma til Richmond eftir henni.” “Já. Eg gleymi aldrei hljóðunum í honum hérna um nóttina, þau voru skerandi og barnsleg. Eg hefi heyrt kvala- og neyðaróp, en á allri æfi minni hefi ég ekkert heyrt svo hjartasker- andi, eins og þegar þessi drengur í hita veikisóráði var að tala við hana móðir sína. Málrómur hans einkennilega mjúk ur og gegnum-smjúgandi. Hann smýg- ur gegnum hug manns og hjarta og hrífur mann á vald sitt, svo maður verð ur að ljá honum eyra og svo knýjandi, að maður heldur að það sé bróðir, syst- ir, ástmögur, eða móðir, sem er að tala. Þú hefðir átt að sjá hann daginn sem hann féll. Guð minn góður, hvílík fram- koma og glæsimenska. Phil skrifaði mér um hugdyrfsku hans og bað mig að líta eftir honum. Varst þú þar?” “Já, með deildinni sem hann bróðir þinn stjórnaði. Hann var höfðingi upp- reisnar sveitarinnar sem gengt okkur yar hjá Peterburg. Richmond var dauða dæmd ,og mótstaða óhugsanleg, en þarna voru þeir, úttaugaðir og hungr- aðir — dálítill hópur — ekki fleiri en fjögur hundruð, og byssustingirnir þeirra iðuðu og glömpuðu í sólskininu. Svo komu þeir þessir fáu menn á móti látlausri kúlnahríðinni frá okkar mönn- um og blátt áfram ráku okkur úr skot- gröfunum. Byssum okkar var sérstak- lega stefnt á hann, þar sem hann kraup á bak við moldarhrúguna. Fjöldi af okk- ar mönnum lágu utan við skotgrafirnar dauðir, deyjandi og særðir. Þegar að of- urlítið hlé varð á skothríðinni^ heyrðum við til þeirra biðja um vatn. Allt í einu stökk þessi drengur upp á víggarðinn. Hann var klæddur í nýjan, gráan yfirliðabúning, sem móðir hans í hrifningarhuga hafði sent honum. Hann var glæsilegur ásýndum, hár grannur og beinvaxinn. Um mittið bar hann gulan borða, með gyltu kögri. í hendinni hélt hann á sverði sínu sem sólin skein á, en á höfðinu hafði hann svartann flókahatt, linann, með lafandi borðum og var arnarf jöður stungið und- ir þverbandið á honum. Við héldum að hann ætlaði að gera annað áhlaup, en rétt í því að við ætl- uðum að hefja skothríðina, þá gekk hann ofan af varnargarðinum og undir byssuopin hjá okkur, með vatn handa okkar eigin mönnum til að drekka. Við létum byssurnar síga og horfðum á hann. Eftir að hann hafði slökkt þorsta eins margra og vatnið, sem hann hafði, náði til, gekk hann aftur til skot- grafanna og þegar að hann kom upp á skotgrafarvegginn, dróg hann sverð sitt úr sliðrum og veifaði því yfir höfði sér og þessir órökuðu og illa klæddu menn þutu allir upp og réðust að okkur eins og hungraðir úlfar. Þeir voru ekki fleiri en, ef þeir hafa verið þrjú hundruð, — en þeir komu samt með hræðilegri áhlaupaeggjan við hvert spor, sem þeir tóku — það var kall veiðimannsins, er hann sér bráð sína frá tindi fjallsins! Allir Suðurríkjamenn eru veiðimenn og þessu kalli veiðimannsins var nú breytt í eitthvað ægilegt, þegar það kom sam- hljóða frá munnum manna svo hundr- uðum skifti og var nú stefnt að mönn- um, í stað dýra. Auðvitað var þetta von- laust. Við hröktum þá ofan hæðina eins og fokstrá. Þegar að síðasti maðurinn af þessum þrjú hundruðum var kominn til baka í skotgrafirnar, eða fallinn, þá kom þessi drengur einn á móti okkur með fána sem hann hafði gripið úr hendi fallandi manns á meðal manna hans, eins og að hann væri í broddi miljón manna og að sigurinn væri hon- um vís. — Hann var berhöfðaður, því hatturinn hafði verið skotinn af honum, og við sá- um blóðið renna ofan andlitið á honum, annarsvegar. Hann kom beint upp að opinu á einni fallbyssunni með bros á vörum og hugprýði, sem nær út yfir gröf og dauða, logandi úr augunum dökku, keyrði hann fánann, sem hann hélt á inn í fallbyssuopið, riðaði svo of- urlítið á fótunum, og féll. Óp undrunar og aðdáunar reis upp frá hverjum ein- asta af okkar mönnum. Rétt í því að þessi undraverði æskumaður var að falla, hljóp bróðir þinn til hans og greip hann í faðm sér, og^þegar við stóðum yfir honum, þar sem að hann lág með- vitundarlaus, sagði hann: “Guð minn góður, læknir, líttu á hann! Hann er svo líkur mér að ég veit naumast hvort að það er ég, eða hann sem þarna liggur. Þeir voru eins líkir og nokkrir tvíburar gátu verið, eini mismunurinn sem sjá- anlegur var á þeim var, að sá fallni var dökkhærðari. Eg skal segja þér, Elise. Það er synd að taka slíka menn af lífi. Einn slíkur maður er þjóðinni meira virði en allir flatfættu Negrarnir, sem stigið hafa á land í þessari álfu!” Stúlkunni hafði vöknað um augu á meðan að hún hlustaði á þessa sögu. “Eg leita til forsetans”, sagði hún einbeitt. “Það er eina vonin. En hann hefir í mörg horn að líta. Vinsamlega skipun hans um að flytja Virginia-þingið aftur til Richmond var að engu höfð af hon- um. Samsæri á meðal Congressmanna er hafið til þess að svifta forsetann öllu valdi sem hendi meistarans stýrir. Þeir fordæma vægðar- og veglyndisstefnu hans og nefna hann þrekleysi, og hafa svarið að Suðurríkin skuli aldrei verða annað en hjálega Norður-ríkjanna. — Slagorð þeirra er hefnd og eignarán. — Fjórir fimnltu af fylgismönnum hans í þjóðþinginu eru með í þessu samsæri á móti honum. Það eru færri en tólf menn í þjóðþinginu, sem hann getuf reitt sig á og eru honum trúir. Sama er að segja um Senatið. Þeir segja, að Stanton eigi að vera sjálfráður og þá verða böðlarnir ekki aðgjörðalausir. Og þessi afturköll- un skipunar forsetans í sambandi við Virginia-þingið, bendir til þess, að þetta muni vera satt”. “Eg skal reyna að tala við Stanton”, sagði stúlkan einbeittlega. “Eg óska þér til hamingju, systir góð, þú lætur mig vita, ef að ég get nokkuð hjálpað”, sagði læknirinn glaðlega, og fór svo til þess að annast embættisverk sín. — Elsie Stoneman gekk aftur að rúmi æskumannsins særða frá Suður-ríkjun- um, settist niður við það og fór að syngja og leika á hljóðfærið sitt, þýtt og mjúkt Skammt frá í sömu röðinni og rúm æskumanns Suður-ríkjanna var stóð annað rúm og í því lág maður, sem var aðframkomin dauða. Kraftar hans voru þrotnir og dauða-hrygglan frá brjósti hans barst til eyrna Elsie. Maður sat við rúmið hans, sem ekki vildi þaðan fara fyrri en öll von væri úti. Hið vana- lega skraf, umgangur og ys var þar í sjúkrasalnum, sem virtist vera tilfinn- ingalítið fyrir friði, sigrum, lífi eða dauða. Allt úti og inni snerist um þarfir þeirra sjúku sem þar voru inni — sumir sárþjáðir, aðrir hressari og skemtu sér við samræður, spil, tafl og gamanyrði, eða þá, að þeir lásu sér til afþreyingar. Þegar Elsie byrjaði að syngja, varð stein þögn í sjúkrasalnum. Menn lögðu frá sér spilin, töflin og létu aftur bækurnar. Banjo hafði borist til Washington með Sunnan-mönnum, helzt Negrum, svo Elsie hafði lagt guitarinn til síðu og lært að leika á hið nýja hljóðfæri og líka hina vekjandi Negra-söngva Suðurríkj- anna. Hún hafði lága, viðkvæma og milda rödd, sem hreif alla sem inni í salnum voru og til hennar heyrðu. Á meðan að hún söng þessa söngva sem Suðurríkja-æskumanninum voru kærir, horfði hún stöðugt augum meðaumk- unar á andlit hans, sem var sólbrent, dregið, holdskarpt með hitaveikisroða. Hann svaf svefni hvíldarleysisins. Hún gat séð hin óreglulegu hjartaslög hans á æðinni stóru í hálsinum á honum. — Varirnar voru þurrar og eins og brend- ar, og upp á yfirvaraskeggið litla, var snúið. Hann fór að tala í hálfgjörðu ó- ráði og hún hlustaði gaumgæfilega — móðir hans — systir hans, já, og hún var viss um, þegar að hún lagði eyrað sem bezt við — unnustan sem átti heima í næstu dyrum við hann. — Þeir eiga allir unnustur þessir Suðurríkja- menn. Svo var hann að gæla við hund- inn sinn — og var svo aftur kominn á orustuvöllinn. Að síðustu opnaði hann augun. Stór, dökkbrún augu, óvanalega skýr, og þau hvíldu á Elsie með undra seiðmagni. — Hann reyndi til að brosa og sagði í veik- um rómi: Það er fluga á vinstra eyranu á mér, sem ég get einhvernveginn ekki náð til; getur þú ekki —”. Hún spratt á fætur og strauk fluguna af honum. Hann opnaði augun aftur. “Fyrirgefðu spurninguna. Eír ég lif- andi?” — “Já, sannarlega ertu lifandi”, svaraði hún glaðlega. “Nú, jæja, er það þá ég sjálfur sem ligg hérna, eða ekki. Varð ég fyrir fall- byssuskoti, eða hefir djöfullinn náð í mig?” “Það ert þú sem ert hér, og þú varðst ekki fyrir fallbyssuskoti, heldur fyrir riffilkúlum og djöfullinn hefir ekki enn náð í þig, en hann gjörir það máske, ef þú verður ekki góður”. “Eg skal vera góður, ef þú ferð ekki frá mér —”. Elsie brosti og sneri sér frá honum. “En ég veit að ég er dauður. Eg ligg á legubekk með hvelfingu yfir. Mig hungrar ekki framar og það hefir engill svifið yfir mér og leikið á gullna hörpu”. “Það hefir aðeins verið lítil Norður- ríkja-stúlka sem leikið hefif á banjo”. “Þú getur ekki vilt mig. — Eg er kom- inn til himnaríkis”. “Þú ert hér á sjúkrahúsi”. “Það er undarlegt sjúkrahús — sjáðu hörpuna og stóru trumbuna sem hang- ir þar rétt hjá —Jpað er trumban hans Gabríels —”. “Nei”, svaraði Elsie og brosti. Þetta^ er “Patent” byggingin rúmgóða, sem notuð hefir verið fyrir sjúkrahús um tíma. Það eru sjötíu þúsund særðir og veikir hermenn í bænum, og við þá tölu bætist með hverri einustu farþegalest sem til hans kemur. Sjúkrahúsin í bæn- um eru þrjátíu og fimm og meira en troðfull”. Hann lokaði aftur augunum um stund þegjandi, svo tók hann aftur til máls í lágum og óstyrkum róm: “Eg er hræddur um að þú vitir ekki hver ég er. Eg get ekki níðst á þér. Eg er upphlaupsmaður —”. “Já, ég veit það. Þú ert Ben Eameron, sveitarhöfðingi. Það gjörir engan mis- mun til mín nú með hverjum að þú barðist”. “Eg er þá í himnaríki — hefi verið dauður lengi. Eg get sannað það, ef þú vilt gjöra svo vel að leika á hljóðfærið fyrir mig aftur”. “Hvað á ég að leika?” “Fyrst, Ó, Johnny Booker Help this Nigger”. Hún lék og söng það meistaralega.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.