Lögberg - 27.05.1948, Side 4

Lögberg - 27.05.1948, Side 4
•1 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. MAÍ, 1948 --------Hogbers--------------------- GefiB út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED Ö95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utan&skrift ritatjórans: EDITOR LÖGBERG 59.S Sargent Ave., Winnipeg, Man Ritstjori: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The ‘ Lögberg" is printed and pubiished by The Columbia Press. Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as-S>cond Ciass Mail, Post Oí'fice Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Guðmundur Daníelsson: A langferðaleiðum ísafoldarprentsmiðja H. F. 1948 Guðmundur Daníelsson er enn mað- ur á ungum aldri, en þrátt fyrir það, liggja þegar eftir hann mikil afköst á vettvangi bókmentaiðjunnar, eins og ráða má af eftirgreindri skrá yfir rit- verk hans: Eg heilsa þér. Ljóð 1933. Ilmur dag- anna. Skáldsaga. 1936. Gegnum lysti- garðinn. Skáldsaga. 1938. Á bökkum Bolafljóts. 1.—2. Skáldsaga. 1940. Af jörðu ertu kominn. 1. Eldur. Skáldsaga. 1941. Sandur. Skáldsaga. 1942. Landið handan landsins. Skáldsaga. 1944. Heldri menn á húsgangi. Smásögur. 1944. Kveðið á glugga. Ljóð. 1946. Það fanst gull í dalnum. Leikrit. 1946. Á langferðaleiðum. Ferðasaga. 1948. Guðmundur skáld gefur sig við skóla- kenslu á Eyrarbakka og fellur sá starfi vel; ritstörf hans eru því mestmegnis aukaverk, eins og títt er um langflesta íslenzka rithöfunda; hann er maður frjór að hugsunum, og ræður yfir óvenju sprækilegum stílþrótti, í bundnu máli jafnt sem óbundnu. Veturinn 1945 veitti Mentamálaráð íslands Guðmundi skáldi þrjú þúsund krónur til utanfarar, og ætlaðist til að hann færi til Ameríku og lærði þar eitt- hvað þarflegt. Jú. Hann kvaðst skjótt hafa orðið þess áskynja, að enskukunn- áttu sinni myndi nokkuð ábótava.nt, og að í þeim efnum væri ekki óhugsandi að liðka mætti eitthvað til í henni í Ameríku; út úr þessum hugleiðingum kemst svo höfundur ferðasögunnar þannig að orði: “En það var vitanlega ekki nóg að læra eitt fag, ég yrði að leggja mikið á mig eins og aðrir námsmenn, vaka og helzt svelta, verða horaður og tjekinn til augnanna, jafnvel sprengja út nokkur grá hár í gagnaugunum. Hvaða fag gat ég fundið svo strembið? Skordýra- fræði? — Sálfræði? — Stjörnuspá- fræði? — Bókmentir? — Eg tek þetta alt”. — Guðmundur skáld ríður hugarflugs gandreið í ferðasögu sinni frá því, er hann af Keflavíkurflugvelli svífur upp í háloftin blá unz hann kemur heim aftur; hann ferðast náttfari og dagfari um hina víðu Vesturálfu með öllum hugs- anlegum samgöngutækjum, jafnvel á hestum postulanna, þegar öðru er ekki til að dreifq,; hann fellur í hendur ræn- ingjum, sem losa hann við skotsilfur sitt, þótt eigi sé þess getið, að þeir veitti honum áverka; þetta gerir æfin- týramanninum, sem kennir sig við Guttormshaga, í rauninni hvorki til né frá; hann stælist því meir, sem fleiri hættur steðja að, og gengur jafnan sigrandi af hólmi. Innan um furðulegar og fljúgandi frá- sagnir, fléttar Guðmundur skáld fagur- meitluð snildarljóð, gagnfrumleg að hugsun og málfari; sum þessara Ijóða lét höfundur Lögbergi í té, er hann var hér á ferð 1945, og vöktu þau að vonum aðdáun lesenda; en nótt eina, “meðan myrkrið huldi appelsínuekrurnar” vest- rænu, verður þetta undurfagra kvæði til, sem eigi hafði áður birst á prenti: “Mætt hef ég einum Sóleyjarsyni suðrænum undir pálmavið og hlyni. Appoló sjálfan átti ég að vini einvali úr norðri, gæddur listaskyni. Sat hann að hörpu. Chopins tónar dimdu, silfrin og gullin blóm af strengjum hrundu ómhendur þau í sveiga saman bundu, söngvængjuð beina leið til hjartans fundu Áfram mig báru óskir ferðaþyrstar, ei var og honum gjarnt til langrar vistar. Hann var á leið til himinfjalla listar, hamingjuvörum þrár hans munu kystar. Guðmundur skáld kallar Sky-master- flugvélina “Himnameistara”, eða “Himnahúsbónda”; hann þýðir nafnið þannig, og þegar það er nefnt, hugsar hann svo með sjálfum sér: “Nú, það hlýtur að vera sjálfur himnafaðirinn, sem þeir meina, og ég slæ því föstu og ég er ánægður yfir því að flugvélin skuli heita þetta. Æ-já, með himnaföðurnum hlýtur að vera gott að ferðast”. Höfundur áminstrar ferðasögu hefir auðsjáanlega ‘varið vel þéim tíma, er hann átti yfir að ráða vestan hafs; hann lýsir allnákvæmlega helztu borgunum, er hann heimsótti og rekur þróunarsögu þeirra í megindráttum, þó hratt sé vit- anlega farið yfir; verður hver sá, er með gaumgæfni les, maður all fróðari að loknum lestri; hann segir nokkuð frá íslendingum, er á vegi hans urðu beggja vegna landamæranna, en Bandaríkja- meginn koma einkum við sögu Dr. Richard Beck prófessor í Grand Forks, N.-Dak., og frú; Dr. Helgi P. Briem, þá- verandi aðalræðismaður íslands í New York og frú, Thor Thors sendiherra ís- lands í Washington og frú; séra O. S. Thorlakson og frú í Berkeley, frú Mekkin Perkins í Washington og þeir prófessorarnir Dr. Halldór Hermanns- son í Cornell og Dr. Stefán Einarsson í Baltimore, Maryland. Canadamegin koma mest við sögu þau G. F. Jónasson forstjóri í Winnipeg og frú hans, Kristín, en á heimili þeirra naut Guðmundur skáld ríkulegrar gisti- vináttu þann tíma, sem hann dvaldi hér í borginni; eru í bókinni þeilsíðumyndir af hvoru hjónanna um sig; birtist frú frú Kristín í Fjallkonubúningi; þá er og all-ítarlega minst séra Valdimars J. Eylands, Sveins Thorvaldssonar M. B. E. í Riverton, og Halldórs Methúsalems- sonar — Dóri Swan — frá Bustarfelli í Vopnafirði, er ók skáldinu í bíl sínum norður til Riverton til fundar við bónd- ann á Víðivöllum við íslendingafljót, Guttorm J. Guttormsson skáld; fer Guðmundur hlýjum orðum um þenna vestur-íslenzka skáldbróður, en ver til þess litlu rúmi; hlýlega er og minst Grettis L. Jóhannssonar ræðismanns og nokkurra annarra, er höfundur komst í kynni við. “Eg hafði ekki gist nema eina nótt í Winnipeg”, segir Guðmundur skáld”, er hann — séra Valdimar kom í bifreið sinni og bauð mér fylgd sína, hvert sem ég kysi. — Eg kaus mér að kynnast fleiri mætum mönnum og bað hann ráða ferðinni. — Hann valdi veginn niður á Sargent Avenue, þar sem íslendingar búa sem þéttast. Þar urðu tveir ritstjór- ar fyrstir til að bjóða mig velkominn, þeir Einar Páll Jónsson skáld og Stefán Einarsson. Eg ætla ekki að fara út í neinn mann- jöfnuð á þeim ritstjórunum, né heldur dæma um, hvort framar standi að ágæti Lögberg eða Heimskringla, en atvikin höguðu því svo, að ég kyntist meir Einari Páli og Lögbergi, og þau kynni voru óklökk og hressandi”. — Framan af var Guðmundi Daníelssyni fundið það til foráttu, að hann væri að meira eða minna leyti bergmál af Hall- dóri Kiljan Laxness; vera má, að ein- hverra slíkra áhrifa hafi í fyrstu gætt, en þeirra gætir þá vissulega ekki leng- ur; nú fer hann alveg sínar eigin götur og hefir skapað sér sjálfstæðan frásagn arstíl, eins og hvað glegst kemur í ljós í hinni afarsnjöllu skáldsögu hans, “Landið handan landsins”. Guðmundur Daníelsson er óvenju bersögull rithöfundur og lætur ekki alt sér fyrir brjósti brenna; svo má segja, að hann láti alla skapaða hluti /fjúka, er hið öra ímyndunarafl hans skapar, jafnvel þó slíkt kynni að höggva óþægi- lega nærri honum sjálfum; ferðasaga hans “Á langferða leiðum”, er frá upp- hafi til enda óvenjulega hressandi skemtilestur, þar sem við ekkert er hik- að og í ekkert horft; — öllu vogað og allt látið fjúka. Ritstjóri Lögbergs kann Guðmundi skáldi beztu þökk fyrir sendingu þess- arar skemtilegu bókar, sem prýdd er vinsamlegri kveðju með eigin handar áletrun höfundar. Óhugnanleg tíðindi Síðastliðinn laugardag fluttu blöð og útvarp þau óhugnanlegu og því nær ó- hugsanlegu tíðindi, að í þessu landi hefði orðið uppvíst um að, börn væri seld á svörtum markaði, og að verðið hefði í sumum tilfellum komist upp í 15 hundruð dollara; frétt þessi var sím- uð frá borginni Saint John í New Brunswick, og þess jafnframt getið að forsætisráðherra fylkisins hefði leitað aðstoðar utanríkisráðuneytisins í Ottawa og rannsóknarlögreglunnar í Canada og Bandaríkjunum, með það fyrir augum, að grafa fyrir ræturnar og stemma stigu fyrir útbreiðslu þessa óvinafagnaðar; það fylgir sögu, að þessi félegi “hringur” nái alla leið suð- ur til New York, New Jersey og Dela- ware; vonandi er að rösklega verði í þessu efni gengið til verks og umsvifa- laust stungið á kýlinu, því naumast má gera alla skapaða hluti að verzlunar- vöru átölulaust. Sufrfi&it t£e CHILÞREN’S HOSPITAL $1,500,000 BUILDING FUND Furðulegur goluþytur í Lögbergi síðastliðna viku skrifar Tryggve Thorstensen at- hugasemdir við greinarkorn, er ég skrifaði um hljómleika Icel. Can. Club; biður hann mig “náð- arsamlegast” að taka þær Jil at- hugunar. Það er mér ljúft. T. T. finnur mér og greininni það aðalega til foráttu að ég hafi ekki sérþekkingu á þeim við- fangsefnum, sem átt var þar við, og sé því ekki hæf að skrifa um téða hljómleika. Hinsvegar seg- ir hann um sjálfan sig, — eftir að hafa felt dóm á bæði mig og hljómleikana, — “þykist ég mega þetta mæla og skrifa, þar sem ég hefi fengist við hljómlistarstörf í um 20 ár”. Hver er ég, borið saman við þessi ósköp? Aðeins fífukveikur og blaktandi strá; aðeins ein af .almúganum, sem borgaði sig inn á hljómleikana þetta kveld. En — hvort sem mönnum líkar bet- ur eða ver — þykist almenning- ur mega dæma um ágæti þess, sem honum er boðið að hlusta á opinberlega, og vera frjáls að tala um það og skrifa; hann er heldur ekki svo skyni skroppinn að hann geti ekki greint kjarna frá hismni; orðstýr tónverks, söngvara og leikara er undir því komin, hvort það eða þeir finna veg að hjarta fjöldans. — Þótt ég sé eins og fólk er flest, sem sækir þessa tegund skemtanna, hafi ánægju af hljómlist, styðj- ist ekki við 20 ára sérfræðslu í þeirri grein, en hafi þó einhvers staðar heyrt getið um “brevis og longa” — áskil ég mér þann rétt að láta í ljós mína persþnulega skoðun um það, sem ég hlusta á, eins og hver annar. — Vitanlega gerði ég enga tilraun að gagn- rýna áminsta hljómleika, lét að- eins í ljós persónuleg heildar- áhrif. — “T.’T. skrifar: “Með því að hafa alt á hornum sér, eins og I. J. virðist hafa, í sambandi við umgetna hljómleika, þá er það ágæt leið til að kyrkja í fæðingu alla viðleitni Vestur-Islendinga um að kynna tónsmíðar vestur- íslenzkra tónskálda hér í álfu”. Að sjálfsögðu skrifar T. T. þannig vegna ókunnleika. Hér var ekkert í fæðingu í þeim skiln ingi að hér væri um nýbreytni að ræða, að nú væri í fyrsta sinn verið að kynna tónverk vestur-íslenzkra tónskálda. — Hlustendur könnuðust við fjölda af lögunym, sem þarna voru sungin, vegna þess að þau hafa verið kynt áður; meira að segja lög eftir yngri tónskáldin, eins og t. d. Visnar vonir, hafa ver- ið margsungin. Á undanförnum árum hafa Icelandic Choral Society, Karlakór íslendinga í Winnipeg og einsöngvarar, af og til, kynt tónsmíðar eftir Vestur- íslenzk tónskáld og gert það oft vel. Þetta hljómlistarkveld var því ekkert nýtt fyrirbrigði að því leyti; það var aðeins fram- hald af þessari kynningarstarf- semi á sviði v.-íslenzkra tónlist- ar. En það var engu að síður virðingarvert fyrir það. Þarna var, auk hinna kunnu tónverka, sungin og leikin lög, sem áður yoru ekki kunn. Eg gat þess í grein minni að mér hefði ekki fundist vel farið með sum þess- ara sönglaga og að það væri sér- staklega áríðandi að vanda með- feíð þeirra laga, sem sungin væru í fyrsta sinn. — Ekki kalla ég þetta, “að hafa alt á hornum sér”. Mér dettur heldur ekki í hug að fáein orð af minni hálfu geti haft þau áhrif að “kyrkja” nokkuð það, sem lífsgildi hefir í tónlistarlífinu hér; ég veit held- ur ekki til að ég hafi gert nokkra tilraun til þess að kyrkja það sem er fallegt, gott og uppbyggi- legt. En það er ekki holt að hæla því, sem aflaga fer. Því hefði ég átt að gera það? Hér var ekki um börn eða byrjendur að ræða, sem kikna, ef fundið er að við þau; hér átti hlut að máli þrosk- að fólk og flestir þátttakendur í skemtiskránni hafa áður hlotið almenna viðurkenningu, og að verðugu, eins og merkja má á því, að sóst er eftir þessu fólki til að skemta á samkomum hér. Eg hygg að fólk, sem þetta, sé nógu þroskað til þess að taka smávægilegum aðfinslum, án þess að blikna eða blána. i Eins og vænta mátti, var þarna ýmislegt, á skemtiskrá,. sem fór vel, en ég fann enga á- stæðu til þess að fara að itrekí margítrekað lof um þá söngvara eða hljóðfæraleikendur, sem kunnir eru að ágætri tóntúlkun í öllum bænum, ekki sízt vegna þess að mér fanst að þeim hafi oft tekist betur en í þetta sinn. í sinni “gagnrýni” kannast líka T. T. við að “ekki fór eins vel og menn hefðu kosið á hljómleikum þessum”. Og enn- fremur skrifar hann: “Að mín- um dómi tel ég, að eftir efnum og ástæðum hafi tónleikarnir tekist sæmilega vel. — Leturbr. mín, — og er þá ekki mikið sagt. Og hann ætti að vita hvað hann syngur með sín 20 ára hljóm- listarstörf að baki. — Þá spyr T. T. hversvegna ég hafi ekki skýrt frá þeim gildu ástæðum, sem lágu fyrir því að ekki fór betur. Því er auðvelt að svara. Almenningi var ekki skýrt frá þeim. — En svo legg- (Frh. á bls. 5) TVÆR Vestur Canada Alþjóðar byggþrautir ÁRIÐ 1948 STÓR PENINGA VERÐLAUN - EIN FYRIR BÆNDUR - Fyrir vagnhlass af korni frá byggsvœðum Vestur Canada. VERÐSKRÁ FYRIR SAMKEPNI BÆNDA 9 SVÆÐA KEPNI 3 svæði í hverju fylki — Manitoba, Saskatchewan og Alberta (Peace River héraS meStaliS) FYRSTU LAUN $100; önnur $80, þriðju 70, fjórðu $60, fimtu $50. 3 FYLKIS ÞRAUTIR. Fyrstu verðlaun, $400, önnur verðlaun $300, þriðju verðlaun $200. MILLIFYLKJA KEPNI. Fyrstu verðlaun, $1000, önnur verðlaun, $500. ÖNNUR FYRIR FRÆRÆKT Fyrir 500 mæla af skrásettu fræi frá byggstæSum í Vestur Canada. FRÆRÆKTAR SAMKEPNI 3 FYLKIS ÞRAUTIR. Fyrstu verðlaun. $275, önnur, $175, þriðju, $125, fjórðu, $100. Millifylkja kepni. Fyrstu verðl. $1000, önnur, $500 Allir bændur og fræræktendur samkepnisfærir. ASeins ein sýning frá hverju ræktarsvæSi Búið yður undir verðlaunavinning byggs 1948 UPPLÝSINGAR OG EYÐUBLÖÐ HJÁ • BÚNA»ARFULLTRÚA • KORNHLÖÐUSTJÓRA eða • FYLKISUMBOÐSMANNI UPPSKERU. •RESEARCH Sponsored by the Brewing and Malting 206 GRAIN EXCHANGE BLDG. ECONOMICÍ Industxics of Canada WINNIPEG

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.