Lögberg - 27.05.1948, Page 5

Lögberg - 27.05.1948, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. MAÍ, 1948 5 AHUGA/HAL UVENNA » Kitstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Dr. Björn Stefánsson: Til hvers á Reykjavík að stækka? um víkingaöld kom það í ljós Norðurlandabúa, að þeir voru hópsæknir og gefnari fyrir það en flestir aðrir Evrópumenn miðalda að reisa verzlunarborg- ir og gera þær að miðstöðvum ríkja sinna. Bretar telja eigin- leikann meginfeng sinn frá vík- ingum og þaðan af skapist allir helztu kaupstaðir Bretlands- eyja með norrænum tilstyrk, nema Lundúnir voru eldri við- skiptaborg. Enn greinilegra er norræna framtakið í borga- myndun Rússlands á víkinga- öld og myndun Garðaríkis með samtökum þeirra borga. ísland virðist undantekning frá reglu, því að hér fundu landsmenn engan stað, sem þá væri unnt að gera að verzlunar bæ fyrir meginhluta þjóðar. En í þess stað komu þeir upp fjöl- sóttu alþingi og tíðum samkom- um öðrum, svo að merkir erlend ir fræðimenn undrast stórum borgarbúaeðlið hjá Forn-íslend- ingum. “Iceland was a city” er frægt orðtak eftir einhvern skarp skyggnasta Englending, sem rannsakað hefir íslenzkar bók- menntir. “ísland var borgríki”. Hvernig birtist þetta eðli í stækkun borganna á Norður- löndum á 20. öld? Höfuðborgir þeirra landa hafa dregið að sér Furðulegur goluþytur Mrs. Elma Gíslason Húsmóðir, söngkona og kennari Þegar ég geng-heim að húsinu 738 Warsaw Avenue, sé ég mörg lítil þríhjóluð reiðhjól standa í röð við gangstéttina upp að húsinu. Eg drep á dyr og hin unga, glaðlega húsmóðir heim-' ilins, Elma Gíslason, kemur til dyra og býður mér í bæinn. — Þegar inn kemur sé ég, að ég er stödd í all-stórri skólastofu og þar er samankomið fólkið, sem komið hafði á reiðhjólunum, en það eru tíu litlir hnokkar á aldr- inum 3 til 6 ára. Þetta er fjörug- ur og fallegur hópur. Þau eru öll að leika sér með allskonar barna glingur, því þetta er leiktími þeirra, kortér í 11. Þau horfa á mig stórum augum, kennarinn kynnir mig og þau bjóða mér öll góðan morgun í einum rómi. — “Nú er hvíldartíminn kominn”, segir kennarinn og klappar sam- an lófunum tvisvar; þau mynda röð og ganga hvert af öðru upp að skáp og taka úr honum litlar mottur, breiða þær á gólfið og leggjast á þær; sum hafa brúð- ur, teddy, eða eitthvað annað uppáhaldsleikfang í faðminum. Þau loka augunum og allt er komið í kyrð. “Verið þið nú góð, og hvílið ykkur vel”, segir kennarinn, og býður mér svo að koma með sér út í bakhluta hússins; þar hitti ég húsbóndann, Ragnar Gíslason ásamt yngstu • dóttur þeirra hjóna 16 mánaða. Mr. Gíslason vinnur á skrifstofu pósthússins, en vinnutími hans byrjar ekki fyr en um hádegi. Rjúkandi kaffi er á könnunni og meðan við sitjum við borðið og drekk- um það, spyr ég þau spjörunum úr. Hvenær byrjaðir þú þennan ungbarnaskóla, — kindergarten? “Síðastliðinn marz, ég ætlaði að byrja fyrr en það gekk afar- langur tími í það að fá hin og önnur skilríki, sem krafist er, áður en leyft er að starfrækja svona skóla”, segir Mrs. Gísla- son. “Þú gætir ekki trúað því, í hve margar skrifstofur við urðum að fara til þess að fá leyfi til að byrja þetta starf — mentamála- deildarinnar, heilbrigðisnefnð- ar bæjarins, lögreglunnar og fleiri”, bætir Mr. Gíslason við. “Hvað kom þér til að byrja á þessu starfi?” spurði ég Mrs. Gíslason. “Eg hafði oft brotið heilann um það, hvað ég, sem húsmóðir gæti gert, til þess að auka tekj- ur heimilisins, án þess þó að stunda vinnu utan heimilis, því ég á ekki heimangengt. Þegar dóttir mín, sem nú er í skóla var lítil, óskaði ég þess oft, að ég gæti sent hana í ungbarna skóla, en engin slíkur skóli var í ná- grenninu. Svo datt mér í hug að margar nágrannakonur mínar myndu vafalaust óska þess sama, að geta sent smábörn sín í nokkrar stundir á dag, í stað þar sefn þau væru óhult, gætu leikið sér með öðrum börnum og lært ýmislegt undir umsjón kennara. Þannig myndu þær fá frí til að sinna öðrum störfum án þess að hafa áhyggjur út af, börnunum þá stundina, Þetta varð til þess að ég réðst í að stofna þennan skóla. Það kom strax í ljós að þörf var fyrir hann; konurnar í nágrenninu sendu strax börn sín og ég fékk eins mörg eins og plássið rúm- ar. Seinna er ég að hugsa um að taka á móti öðrum hóp eftir há- degi?” “Hefir þú fengist við svona störf áður?” “Nei, en ég hefi ósegjanlega mikla ánægju af starfinu. Mér þykir vænt um börn, það er fyrsta skilyrðið til þess að geta tekið þetta að sér. Það myndi verða þreytandi fyrir þá, sem eru óvanir börnum. Eg á fjögur börn sjálf á aldrinum 16 mánaða til 10 ára og ætti því að vera vön þeftn”, sagði Mrs. Gíslason bros- andi. — Eg er að hugsa um að taka kindergarten námsskeið í sum- ar”, bætti Mrs. Gíslason við, en mér datt í hug að hún hefði þeg- ar notið hins bezta námskeiðs, sem hægt var að hugsa sér þeirrar æfingar sem skilningsrík og umhyggjusöm móðir nýtur. Tíu eða fimmtán mínútur eru liðnar; við förum aftur fram í skólastofuna. — Þar hyíla börn- in, indæl og góð sum hálfsof- andi. Kennarinn klappar saman lófum; þau á fætur, brjóta sam- an motturnar og láta þær inn í skápinn. Hún hrósar þeim fyrir hvað þau voru góð meðan hún var í burtu og segir þeim að nú eigi þau að skemta gestinum með söngvum sínum og leikjum. Þau verða himinlifandi, því á- valt þykir börnum gaman að sýna hinum fullorðnu hvað þau geti gert. Þau syngja nursery (Frh. af hls. 4) ur T. T. sjálfur fram ástæðurn- ar og þær eru þessar: æfingar- leysi hljómsveitarinnar og að söngfólkið hafi verið “Amatör- ar”, en ekki atvinnulistamenn — professionals. Eru þessar ástæður gildar og eru þær þær einu? Hvað hljóm- sveitinni viðvíkur, mun það ekki hafa verið algerlega að kenna æfingarleysi að tvö fyrstu lögin fóru út um þúfur, heldur hinu jafnframt, að hljómsveitin var ekki öll til staðar. Frá þessu var ekki skýrt, sem þó hefði átt að vera gjört allra aðilja vegna. Þegar þetta er tekið til greina, gegnir það furðu hve vel hún náði sér á strik í síðasta laginu, enda er hljómsveit þessi talin ágæt. Um hina ástæðuna er það að segja, að það er enginn mæli- kvarði á gildi listar hvort hún er gerð að atvinnu eða ekki. — Margt fólk syngur vel þótt það geri ekki söng að atvinnu sinni. Og mér finst lítil sanngirni í því að skella allri skuldinni á söng- fólkið í þessu tilfelli, eins og T. T. virðist gera og þeir, er hvöttu hann til þessara skrifa. Ætli megi ekki líka telja sem gilda ástæðu fyrir því, að ekki tókst betur, hvernig var búið í pott- inn fyrir söngfólkið? Því var ekki tónskáldunum og söngfólkinu sá sómi sýndur að vanda til um val samkomuhúss, þannig að tryggt væri um hljóm- hæfni þess — acoustics? — Hljómhæfni samkomuhússins er þó frumskilyrði þess að söng- fólkið og söngurinn njóti sín. — Átti söngfólkið kost á leiðbein íngum frá æfðum söngstjóra? Ætla mætti að slíkt væri nauð- synlegt, sérstaklega þegar um óþekkt lög er að ræða og ljóð, sem eru, ef til vill, söngfólkinu torskilin. Var það skynsamlegt að hafa söngskrána svona langa? — Það verður að vera alveg framúr- skarandi vel sungið til að vekja hrifningu hjá hlustendum, sem eru búnir að stritast við að að sitja á hörðum sætum hátt á þriðju klukkustund. Það er líka erfitt fyrir söngvara að syngja yfir þreyttu fólki; þeir fara á mis við þá uppörvun, sem hlust- endur í móttækilegu skapi veita þeim. — Lá nokkuð á að “presentéra” svona mörg tón- skáld í einu? Hefði ekki verið betra að færast minna í fang í þetta skipti, en halda aðra sam- komu seinna, segjum næsta ár? Þessa hlið málsins ættu T. T. og þeir, sem hvöttu hann til að skrifa, að taka til athugunnar, en skella ekki allri skuldinni æ “Amatörana”. • Læt ég nú útrætt um þessa hljómleika, en verð að segja að mér finst furðulegur sá golu- þytur, sem orðið hefir um hina fáu meinlausu orð, sem ég skrif- aði um þá. I. J. svo mikinn hlut fólksfjölgunar- innar, að engar aðrar borgir þeirra nema Gautaborg hafa náð stórborgarstærð. Stórborgir á Norðurlandamælikvarða eru því Osló, Gautaborg og Helsing- fors með um 300 þús. íbúa hver, Stokkhólmur, sem er helmingi stærri, og Kaupmannahöfn, sem er þrefalt stærri, þegar með er talið Friðriksberg og útborgir hennar. Næststærstu borgirnar, Árósar, sem er höfuðborg Jót- lands, Björgvin, sem hefir um aldaraðir verið siglingamiðstöð og forystubær Noregsstranda að vestan, og Málmey, sem er meg inborg Skánar og keppinautur Kaupmarinahafnar við Eyrar- sund, eru smáborgir af annarri vaxtarhægari tegund, þótt mannfjöldi Árósa og Málmeyjar sé meiri en Islands alls. — Sú smáborgartegund rúmar alla þá bæi, sem talsverðan iðnað hafa eignast auk verzlunar sinnar, fiskveiða eða landbúnaðar. Segja má, að Akureyri, sem hefir nærri eins fjölbreyttar at- vinnugreinar og Reykjavík og vísi til myndarlegra menningar stofnana, sé komin upp á smá- borgarstigið, en allir smærri bæ- ir íslands eru kaupstaðir eða fiskiþorp. Reykjavík þætti góð og gild smáborg á þennan mæli- kvarða, þótt fjölgun hennar á 20. öld hefði litlu meiri orðið en Akureyri, og Reykjavík yrði ekki nema smáborg, eftir sem áður, þótt allir landsmenn sett- ust að í henni. Það, sem greinir Reykjavík í eðli sínu jafnt frá Akureyri og 100 þúsunda smáborgum Norð- urlanda, er því ekki mannfjöld- inn, heldur það hlutverk að vera (Frh. á bls. 8) rhymes og leika þær um leið, og kennarinn spilar eða syngur með þeim, þau fara með vísur og að lokum fallega bæn. Meðan skemmtiskráin fer fram, lít ég um stofuna. Þar eru tvö löng og lág borð og við þau litlir stólar fyrir skólafólkið. Þetta hefir Mr. Gíslason smíðað; hann hefir framúrskarandi haga hönd. Við borðin hefir litla fólkið sitið þennan morgun og verið að draga myndir; þarna eru blöð með myndum af fílum, fhigum, trjám og fleiru, í öllum regnbog ans litum. En nú verð ég að fara þótt mér hefði þótt gaman af að vera lengur. Eg kveð með þakk- læti fyrir skemtunina. Þegar ég geng niður strætið er ég að hugsa hve óvenjumiklu þreki og elju þessi unga kona sé gædd. Flestar konur myndi nú þykjast hafa nóg að gera, að ann* ast fjögur börn og heimili, en þessi kona tekst á hendur, auk þess, umsjón 10 barna 2Vi klst. á dag, en ekki nóg með það; hún kennir nokkrum nemendum söng og heldur jafnframt áfram sínu eigin söngnámi; hún er sólóisti í Sambandskirkjunni og er ein með vinsælustu söngkonum ís- lendinga og er jafnan fús til að skemta á samkomum þeirra með söng sínum. Þrátt fyrir allar þessar annir er hún ávalt á- hyggjulaus í framkomu og bros- hýr. — Mrs. Elma Gíslason er fædd í Glenboro, Manitoba Foreldrar hennar eru þau Ingólfur Árna- son og kona hans María. Elma naut fyrst tilsagnar í píanóleik hjá Miss Björgu Frederickson, Glenboro og síðar hjá tónskáld- inu og píanókennaranum S. K. Hall, í Winnipeg. Hún stundaði theory hjá Gwenda Owen Davies. Hún varð Associate of the Toronto Conservatory of Music árið 1932 og Registered teacher with the Manitoba Music Teachers. Kennarar henn ar í sönglist voru Mrs. Sigríður Olsson og Mrs. Nina Dempsey, en nú stundar hún nám hjá Mr. Roberto Wood. Mrs. Gíslason kendi píanoleik í sjö ár en síðast liðinn tvö ár hefir hún gefið sig að söngkenslu. Auk þess að syngja á sam- komum íslendinga hefir Mrs Gíslason oft sungið á samkom- um annarsstaðar, meðal annars í Glee club, þar sem hún hefir oft kynt íslenzk lög og í eitt skipti tók hún algerlega að sér sam- komu fyrir Mrs. Dempsey Studio club, söng þar íslenzk þjóðlög og flutti erindi um íslenzka hljómlist. Næstkomandi þriðjudag 1 júní, heldur Mrs. Elma Gísla son söngsamkomu í Sambands kirkjunni á Banning street: Er það fyrsta “Recital” hennar meðal íslendinga. Hún verður aðstoðuð af- fíolinleikaranum Mrs. Irene Thorolfson. Mun fólk vafalaust nota þetta tækifæri að hlýða á þessar ágætu listakonur Sendið okkur fyrirspurnir um Raf- og gas-motora. Borð- og hand viSarsagir. Sagar- V blöð af öllum togundum. Miklar birgðir af V. ÍK-ltum og línuhjólum. — Vatns- pumpur at öllum gorðum. Máldreifinga og þrýstiafls- áhöld. Jámsmíða verk- smiðjuvélar og smiðjuvélar af öllum gerðum, nýjar og notaðar. LUKE'S ELECTRIC MOTORS & MACHINERY C0. 324 Notre Dame Ave Winnipeg Manitoba Vegna hvers svo margir stórbændur kjósa MASSEY-HARRIS COMBINES ‘NÆR ÖLLU KORNINU’ Allir eigendur erui upp með sér af þvi, hve vel Massey-IIarris No. 21 vinnur verk sitt. Kkki eitt einasta liveitikom eyðilegst. Þér getið þreskt part af upp- skeru jafnskjótt og kom er þroskað. ljíka má þreskja seinna eftir því, sem ásta-ður leyfa. NákVænmrl nðgreining koms og liisinis óliugsanleg. ‘AFKASTAR GEISIVINNU Á DAG'’ Kappsamir liændur, er sannmcta gildi upp- slierutímans, staðhæfa að Massey-Harris No. 21 skari fram úr að sparnaði. Kinn maður stjómar vélinui klnkkustundum saman án þrej-tu. Afkastar hlutverki sínu hvernig, sem ástatt er. Ijosar kom úr livaða tseki, sem er, án stöðvunar. ‘FER JAFN VEL MEÐ ALLA UPPSKERU’ Bændum. sem rækta nmrgar tegundir, falla vel hin auðveldu vinnubrögð Massey- ^larris No. 21 og hve lmndhæg vélin er; hún er jafn liagkvæm við hafra, hjgg, hör eða hveiti. “JAFN SEM AUÐVELD VIÐ MESTU MINSTU UPPSKERU” Birndur, sem eiga Massey-Harris em upp með sér af hve No. 21 komur miklu í verk þegnr um stóruppskeru ræðir, og segja að með núverandi mannafla liefðu slík störf reynst litt kleif án eombines frá Níassey- Harris. |j CSI’NDIIl hænda um Canada þvert og endilangt, dást að Massey-Harris Combines og öðruin Massey-Harris áhöldum. Þeir segja, að Massej-Harris búvélar afkasti eigi einungis miklu, lieldur séu þær auðsmurðar og aðgerðir við þær auð- veldar.. þ;er spara mikið fé, og þetta lmfa bændur í huga við vélakaup sín. Farið beint til Massey-llarris umboðsmanns, þér gerið engin inistök með því að kaupa Massey-Harris. MASSEY HARRIS C0MPANY LIMITED Esta blished 1847 WINNIPEG BRANOON REGINA SASKATOON YORKTON SWIET CURRENT CAIGARY EOMONTON VANCOUVER MONTREAl MONCTON TORONTO

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.