Lögberg - 24.06.1948, Side 1

Lögberg - 24.06.1948, Side 1
 Cleaning Inslilulion 61. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 24. JÚNÍ, 1948 NÚMER 26 ATVIKAVÍSUR Sumar-blíða Lifga straumar lilju ból, litir flauma blossa, jörðu sauma silki kjól sælu-drauma-hnossa. Yfir skál Margt þó brjáli bölið menn, best við skál þeirii seriiur; Tvískift sál og eðli enn oft til mála kemur! /Vfsökun Lífs um torg þó leiki’ ég mér laus við sörgir “hálfur”, engan korg af iðrun ber, ef ég borga sjálfur! Pálmi Falleg hátíð Lýðveldishátíð sú, sem Islend- ingar í Norður-Nýja-íslandi efndu til að Iðavelli við Hnausa síðastliðinn laugardag, var fal- leg og hin virðulegasta um alt; aðsókn var dágóð og einmuna blíða hvíldi yfir þessu vingjarn- lega umhverfi allan daginn; eitt, sem meðal annars svipmerkti há tíð þessa var það, að nú voru lið- in 75 ár frá því, er öndvegissúlur íslenzkra frumherja bar að landi við strendur Winnipeg- vatns; var þessa merka atburðar skilmerkilega minst, eins og sjá má af þar að lútandi ræðu frú Ingibjargar Ólafsson, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu. Frú Elinborg Lárusdóttir rit- höfundur mælti fagurlega fyrir Minni íslands, og var ræða hennar frá upphafi til enda, full af margháttuðum fróðleik. — Heimir Thorgrímsson mintist Canada í ræðu, og mæltist hið bezta. Ungmeyjaflokkur frá Árborg, er Mrs. Florence Broadly stjórn- aði, skemti með nokkrum ísl. söngvum, er vöktu almenna hrifningu; þá var og tvísöngur þeirra Fjeldstedsbræðra frá Ár- borg, að verðugu mjög rómaður. Eskimói nokkur frá Baffinsey kvað rímur, eða eitthvað þar um líkt, á landsvísu þjóðflokks síns. Tvö góð kvæði eftir Lárus B. Nordal á Gimli voru lesin á há- tíðinni; annað þeirra las höfund- urinn sjálfur, en hitt Guttormur J. Guttormsson skáld. Fjallkona hátíðarinnar var Mrs. S. W. Sigurgeirsson frá Riverton, en hirðmeyjar hennar Steinunn Pálsson og Colly Bald- vinsson, einnig frá Riverton; var það í almæli á samkomunni hve Fjallkonan hefði komið tígulega fyrir sjónir og flutt skilmerki- lega boðskap sinn; hið sama mátti segja um Miss Canada — Borgu Sigurðson, er hafði sér til fylgdar Vigdísi systur sína og Emily Sigvaldason úr Geysis- bygð. Forsæti á áminstri Lýðveldis- hátíð skipaði Gunnar Sæmunds- son og fórst sá starfi rösklega úr hendi; þetta var sönn þjóðrækn- ishátíð, þar sem íslenzk tunga skipaði öndvegi. Sextán ára cellósnillingur heldur hljómleika hér Á leið á heimsfrægan bandarísk- an skóla I kvöld heldur 16 ára gamall cellóleikari, Erling Blöndal Bengtsen, hljómleika í Austur- bæjarbíó. Erling er sonur sjón- anna Sigríðar Nielsen og Valdi- mars Bengtsen. Héðan fer hann bráðlega til Bandaríkjanna og ætlar að fullkomna sig , í list sinni við hinn heimsfræga Curtis hljómlistarskóla í Philadelphíu, cn þangað komast aðeins þeir, sem fremst standa á því sviði, og fer öll kennslan fram endur- gjaldslaust. Verða allir nemend- ur að gangast undir próf, er þangað vilja komast, en Erling fékk undanþágu vegna hæfileika sinna. Gerir hann ráð fyrir að hann muni dveljast þar 1—2 ár ril þess að þjálfa sig og hlusta á músik. Dr. Guðmundur Lambertsen Lýkur prófi í læknisfræði Þann 19. maí síðastliðinn, lauk þessi ungi og gjörvulegi maður fullnaðarprófi í læknisfræði með ágætiseinkunn við Manitobahá- skólann, og á hann óvenju glæsi legan námsferil að baki; að loknu námi við alþýðuskóla Glenboro-bæjar, ákvað Guð- mundur að leita sér æðri ment- unar og varð þá nám í læknis- fræði honum hugstæðast; þess vegna innritaðist hann við lækna vísindadeild háskólans og fékk brátt orð á sig fyrir frábæra námshæfileika, ástundan og vilja þrek; leið eigi á löngu að hann ynni ein námsverðlaunin af öðr- um; um sumarið 1942 varð Guð- mundur fyrir þeirri sæmd, að hljóta námsverðlaun menta- málaráðs Manitobafylkis ti' tveggja ára, $650.00 fyrir hvort árið um sig; árið eftir vann hann hin svonefndu David A. Stewart verðlaun og óx í áliti kennara sinna með hverju líðandi ári. Guðmundur læknir er af góðu og gáfuðu fólki kominn; hann er sonur Guðmundar Lambert- sen gullsmiðs og stórbónda frá Glenboro, sem fyrir skömmu er látinn, og eftirlifandi ekkju hans Brynjólfnýjar Ásmundsdóttur, sem ættuð er úr Núpasveit í Þing eyjarþingi. — Þessi ungi og efnilegi læknir, er þegar hefir aukið all-verulega á hróður íslenzka þjóðarbrotsins í þessu landi, hefir afráðið að setjast að í Brandon og stunda þar lækningar í félagi við Dr. Fjeldsted frá Gimli. Heimsfrægir menn við skólann Þar sem skólinn tekur ekki til starfa fyr en í haust, þá hefir Gregor Piergorskí, sem er pró- fessor við skólann, boðið honum að koma og dveljast með sér í sumarbústað sínum og njóta ti sagnar hans. Skólinn nýtur afar mikils álits og hefir sína eigin hljómsveit sem heimsfrægir menn eins og Stokowsky og Kussewitsky stjórna. — Meðal kennara þar er Serkin, píanó- snillingurinn heimsfrægi. Vakti hrifningu Adolfs Busch Erling, sem margir kalla undra barnið, hélt fyrsta konsertinn þegar hann var tæplega 5 ára. Síðan hefir hann haldið marga konserta og m. a. hér í Reykja- vík fyrir tveimur árum, þegar Busch-kvartettinn var hér. Vakti hann þegar hrifningu Adolfs Busch og þeirra félaga, sem hann lék með og er það fyrir milligöngu þeirra, tónlistarfélags ins og margra annarra að honum býðst þetta einstaka tækifæri. Mbl. 26. maí. Silfurbrúðkaup Síðastliðinn laugardag áttu hin mætu og vinsælu hjón, W. J. Jóhannsson leikhússtjóri í Pine Falls, Man. og frú Kristín Jó- hannsson, aldarfjórðungs hjóna- bands-afmæli; heimsóttu þau þá um daginn meðlimir fjölskyld- unnar, flestir frá Winnipeg, og nutu þar eftirminnilegs mann- fagnaðar; silfurbrúðguminn er sonur Ásmundar P. Jóhannsson- ar byggingameistara og fyrri konu hans, Sigríðar, en silfur- brúðurin dóttir þeirra Mr. og Mrs. J. J. Thorvardson; njóta þau mikillar hylli í byggðarlagi sínu, og er heimili þeirra rómað fyrir alúð og risnu. Að kvöldi hins áminsta dags, efndu samborgarar silfurbrúð- hjónanna í Pine Falls til dans- leiks og veizlu þeim til heiðurs. Lögberg flytur silfurbrúðhjón- unum innilegar árnaðaróskir í tilefni af þessum merka áfanga í lífi þeirra. Samvinna um heilbrigðismál , Fyrir rúmum hálfum mánuði kunngerði King forsætisráð- heri*a stjórnum hinna einstöku fylkja, að sambandsstjórn væri fús á að leggja fram þrjátíu milj. dala með það fyrir augum, að koma heilbrigðismálum þjóðar- innar í æskilegra horf, en fram að þessu hefði gengist við, svo sem með byggingu nýrra sjúkra- húsa, þar sem þörfin væri mest aðkallandi; það skilyrði var fylkjunum sett, að þau héldi á- fram að starfrækja sérhverjar þær heilbrigðisstofnanir, sem þegar væri fyrir hendi, auk þeirra, sem bættust við; nú hafa flest fylkin gengið að þessu til- boði, jafnvel Ontario og Quebec, sem jafnaðarlegast hafa hrundið einu kostaboðinu af öðru af hálfu núverandi sambandsstjórn ar. — Æskulýðshöllinni úthlutað lóð Væntanlegri æskulýðshöll hef ir verið úthlutað lóð. Skautahöllin h.f. hefir boðið Bandalagi æskulýðsfélaganna í Reykjavík, sem ætla að reisa æskulýðshöllina, lóð félagsins inn við Tungu. 1 gær samþykti bæjarráð þessa ráðstöfun lóðar- innar. Stjórn æskulýðshallarinnar hefir áformað, að láta fara fram hugmyndasamkeppni um upp- drætti að byggingunni. Telur stjórnin, að grunnflötur hússins megi ekki vera minni en 900 ferm. — Tíminn, 15. maí 1948 Próf. Alexander Jóhannesson kjörinn rektor í gær fór fram í Háskólanum rektorkjör fyrir stofnunina. — Kjörinn var próf. Alexander Jó- hannesson. Rektorskjör fer fram þriðja hvert ár og var próf. Alexander því kjorinn til næstu þriggja ára. Hann tekur við af próf. Ólafi Lárussyni rektor, á hausti kom- anda, er næsta missiri hefst. Mbl. 15., maí. Séra Valdimar J. Eylands Sæmdur riddarakrossi Þann 17. þ. m., var prestur Fyrsta lútefska safnaðar í Winni peg, séra Valdimar J. Eylands, sem þjónað hefir árlangt Útskála prestakalli, sæmdur riddara- krossi hinnar íslenzku Fálka- orðu^ fór afhending orðunnar fram á Gimli, heimili biskups í Reykjavík, að viðstaddri fjöl- skyldu prestsins og all-mörgum öðrum gestum. — Sigurgeir biskup afhenti orðuna fyrtr hönd forseta íslands. Verkföll og róstur Undanfarna viku logaði allt í verkföllum á Suður-Frakklandi, og leiddi þetta til alvarlegra götubardaga, meiðsla og blóðsút hellinga; stjórnin kvaddi herlið á vettvang og þúsundir lögreglu- jjóna; eftir langa mæðu tókst yfirvöldunum loksins að skakka leikinn og höfðu þá yfir fimm hundruð særðra manna verið fluttir á sjúkrahús; hinir æstu verkfallsmenn létu flöskur með hinum og þessum eitursýrum í, dynja á lögreglunni, og leiddi Detta til þess, að all-margir lög- reglumenn mistu sjónina. Morrænt ljóðasafn getið út í New York Kvæði efíir mörg íslenzk 13 óð- skáld í New York er í undirbúningi útgáfa á stóru safni af nútíma ljóðum frá öllum Norðurlöndun um fimm, bæði á frummálunum og með enskum þýðingum. Bók- in verður um 800 síður. Aðalrit- stjóri er Martin S. Allwood. — Tilefnið er að Svíar í Ameríku halda upp á fimmtugs afmæli Augustana Synod á Rock Island í Illinois í sumar. Erkibiskupinn yfir Svíþjóð og ýmsir aðrir hátt settir Svíar munu þá fara og heimsækja landa sína vestra. TiLútgáfunar hefir verið vand að eftir beztu getu. Auk ljóð- anna verða stuttar ritgerðir um ljóðagerð hvers lands skrifaðar af hinum færustu mönnum. Um íslenzka hluta bókarinnar sjá þeir Stefán Einarsson, prófessor í Baltimore og Magn- ús Á. Árnason, listamaður í Reykjavík. Sá síðarnefndi mun hafa gert flestar þýðingarnar, en auk þess verða þar nokkrar þýðingar eftir Stefán Einarsson og nýjar þýðingar eftir frú Jakobínu Johnson o. fl. Skáldin, sem þar koma fram og ekki hafa birst þýðingar eftir áður t. d. í Icelandic Lyrics, eru: Þórberg ur Þórðarson, Halldór Kiljan Laxness, Jóhannes úr Kötlum, Tómas Guðmundsson, Guðmund ur Böðvarsson, Snorri Hjartar- son, Steinn Steinar o. fl. ísafold mun hafa tryggt sér hluta af upplaginu til sölu hér á landi. — Tíminn, 10. maí. Stærsta gróðurhús hérlendis í Hveragerði Á garðyrkjustöðinni Fagri- hvammur h. f. í Hveragerði voru fyrir nokkru tekin í notkun 2 stærstu gróðurhús sem reist hafa verið hér á landi. Er grunn flötur hvors þeirra um 1050 fer- metrar. Hús þessi eru byggð úr járni og eru mjög björt og svo rúmgóð að unnið er með 2 drátt- arvélum samtímis að jarðvinslu í þeim. Þá er það og nýjung við hús þessi að upphitun þeirra fer ffam á þann hátt að heitu lofti er dælt í þau frá sérstökum loft hiturum sem komið er fyrir í klefa milli húsanna. Garðyrkju- stöðin Fagrihvammur er við aukningu þessa stærst slíkra stöðva í Hveragerði eða um 4000 ferm. undir gleri. Aðalframleiðsla stöðvarinnar eru rósir úm 250 þús. laukblóm 100 þús. og tómatar um 15 þús. smálestir árlega. Er framleiðslan geymd í sérstökum kæliklefa frá því hún er uppskorin og þar til henni er komið á markað. — Stöðin er rekin af Ingimar Sig- urðssyni og Þráni Sigurðssyni. Mbl. 20. maí. MORGUN Á EGILSSTÖÐUM (Helgað frú Fanney Jónsdóttur á Egilsstöðum á Völlum í tilefni af ógleymanlegri heimsókn okkar hjóna 1946). Eftir nótt á Egilsstöéum árla morguns risið er. Angan töðu, ilm úr skógi, alt í senn að vitum ber. Lygnir byljir Lagarfljótsins litum skipta fyrir sól. Engan man ég morgun fegri mála íslenzkt höfuðból. Hýr á svip og hlý í fasi húsfreyjan með lokk um kinn leiðir okkur út á hólinn utanvert við bæinn sinn. Alt ber vitni áræðinu — engi ræktað, stækkað tún; er þó sem af öllu fögru allra tignust sýnist hún. Óðalsrækt og aðalslyndi eiga sterkar rætur hér; hérna keðja kynslóðanna konungsmerki íslenzkt ber. Sáluhjálp í sögu landsins, sveitarræktin fegurst skín, þar er íslands æðsta framtíð altarisganga og messuvín. Hér í lífsins lærða skóla Lagarfljótsins bakka við, þróast kjarninn ættar erfða enn í dag að fornum sið; vakir þó í öllum áttum orkuflug hins nýja manns, sem að fann í fylling tímans frelsismátt síns heimaranns. Svip á bæ og sveitarmenning setur konan jafnan fyrst; þangað sækir svölun æðstu sálin ferðamannsins þyrst. Hér er tekið opnum örmum öllum, sem að garði ber. Auður í Hvammi Austfirðinga endurborin virðist mér. Hér við ljóð hins ljósa morguns les ég íslenzkt Faðir vor; « finn í öllu unað lífsins, íslands sæmd og gæfuspor. Alt er þakið iðjagróðri, engin merki foks né sands. Hér má sjá í einu og öllu ást til guðs og föðurlands. Einar P. Jónsson.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.