Lögberg


Lögberg - 24.06.1948, Qupperneq 3

Lögberg - 24.06.1948, Qupperneq 3
LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 24. JÚNI, 1948 3 FRÁ VANCOUVER, B.C. 16. júní 1948 KVEÐJA, DR. PÉTUR B. GUTTORMSSON Flult í Kveðjusamsæti sem honum var haldið af gamalmenna heimilis-nefndinni í Vancouver B. C. Nú á dögum er talað mest um vatnsflóðið hér, það er á allra vörum. Nú er það að fjara út aft- ur þessa seinustu daga, svo það er ekki búist við meiri skemd- um af því, enn sem komið er. — Það er talið að skemdirnar muni nema um 50 til 60 miljón- um dollara, en það er samt bara ágiskun, því ennþá hefir engin áreiðanleg skýrsla verið gefin út um það. En það er víst, að skað- inn, sem þetta flóð hefir valdið, er gífurleg upphæð. Elztu menn hér muna eftir álíka flóði i Fraserárdalnum, fyrir eitthvað yfir fimtíu árum síðan, en þá var þessi byggð að mestu leyti óbygð svo það fóru ekki miklar sögur um það. Þeir, sem höfðu tekið sér bólfestu í Fraserár-dalnum þá, mistu margir aleigu sína. — Nú er fólkið, sem flúði frá heim ilum sínum til að forða lífi sínu og sinna, farið að fara heim aft- ur, og er það í flestum tilfellum ömurleg heimkoma. í mörgum tilfellum hafa húsin flotið í burtu og liggja í flekum, langt í burtu frá því sem þau voru áður. Einn af þessum mönnum, sem hafa farið heim aftur, segir svo frá því: “Þegar ég gat opnað hurðina til að komast inn, þá var niargra þumlunga þykt lag á gólf inu af aurleðju, sem við fórum strax að moka út, þegar ég ætl- aði að færa til píanóið konunnar ttiinnar, þá liðaðist það alt í sundur, og eins var með öll hús gögnin sem þar voru inni. Lím- ið hafði alt leysts upp í þeim, svo alt féll í stafi þegar hreift var við þeim”. Mestur er samt skaðinn í því að allar afurðir á þessu svæði, er algjörlega tapað ar þetta ár. Það er líka álitið, að það taki tvö til þrjú ár, þar til ttiikið af því landi, sem flætt hef ir yfir, verði komið í rækt aft- ttr, vegna aurleðjunnar sem nú er yfir alt. Það er alveg undrun arlegt hvað fólkið er ákaft með að komast aftur heim til sín, til að koma öllu í lag hjá sér aftur, Nn það tekur fleiri ár til þess svo margt af gamla fólkinu lifir okki nógu lengi, til að sjá því öllu komið í lag. Samskot hafa verið tekin hér í British Colum- bia til hjálpar þessu nauðstadda fólki, og hefir það tekist mæta vel. Hafa auðfélögin komið þar rausnarlega fram, og gefið marg ar þúsundir hvert í þann sjóð, svo hann nemur nú á aðra miljón dollars. Bæði fylkisstjómin og sambandsstjórnin í Ottawa, hafa lofast til að hjálpa þessu fólki til að koma því aftur á fót efnalega, með fjárveitingum. — Nú hefir Ottawa stjórnin tekið UPP á dagskrá sína að tekið sé strax, að byggja öfluga flóð- garða með fram Fraser-ánni, svo þessi vandræði geti ekki komið fyrir aftur, er búist við að Bandaríkin taki þátt í því, því þetta flóð hér, hefir flætt suður fyrir landamærin, og engir inn- Nytjenda agentar hafa getað komið í veg fyrir það. Síðan þetta flóð byrjaði hafa mörg þúsund manns unnið við það dag °g nótt, að halda við flóðgörð- unum og byggja upp í skörðfn Þar sem vatnið braut sér farveg í gegn. Var það gert mest með að hlaða sandpokum alsstaðar, sem virtist vera að gefa sig, og tókst það ótrúlega vel.. Það er víst óhætt að geta þess til að flest allir pokar í landinu séu nú komnir hingað til British Col- umbia. Þeir voru fluttir inn hing að frá austurströndinni og úr öllum áttum, mest með flugvél- um, því það þoldi enga bið. Eg skýri frá því seinna 'hvernig gengur með að koma hér öllu í lag aftur. íslendingadags-nefndin, sem kosin var til að halda hátíðlegan fullveldisdag Islands, varð að breyta um daginn, sökum þess að ekki var hægt að fá Mrs. H. F. Daníelson frá Winnipeg þann dag, til að flytja þar erindi. Svo nú hefir nefndin auglýst það, að samkoman verði haldin þann 25. júní kl. 8.15 e. h., í neðri salnum í Hasting Auditorium, þar sem Mrs. Danielson flytur fyrirlest- ur sem hún nefnir “Island í ljóma minninganna”. Líka verður þar á dagskrá til að skemta, söng- flokkur íslenzka lúterska safn- aðarins, undir stjórn Mr. Stef- áns Sölvasonar, sem syngur valda, íslenzka söngva. Ýmislegt fleira verður þar til skemtunar, ef tími leyfir. Vonast er til að íslendingar sæki þessa samkomu vel, og sleppi ekki þessu tæki- færi að heyra Mrs. Danielson, sem er annáluð sem fyrirlesari. Á seinasta safnaðarfundi sem haldin vaiyvoru þau Mr. Stefán Sölfason og Mrs. Jón Sigurðson kosin erindrekar héðan á næsta kirkjuþing. — Þann 15. júní lagði á stað héðan Mrs. Gudny Egilson, skemtiför til íslands. Hún fer loftleiðis alla leið og bjóst við að lenda á Keflavíkur-flugvellinum og ferðast svo með fólksflutn- ingabíl til Akureyrar, þangað, sem ferðinni er heitið. Mrs. Egilson á þar bróðir og systir og fleiri ættmenni sem hún er að heimsækja. Verður hún á því ferðalagi um tveggja mánaða tíma. Maður hennar sem er lát- inn, var Bjarni Egilson frá Laugavatni í Laugardal í Árnes- sýslu. Mrs. Egilson er önnur konan sem fer heim til fslands í sumar, héðan frá Vancouver. — Mrs. Egilson bauð mér að heim- sækja sig þegar hún kemur aft ur til baka, og skildi hún þá segja mer eitthvað af ferðalagi sínu Eg sagðist taka þessu boði henn- ar með þakklæti. Þann 29. maí var fjölment kveðjusamsæti haldið á gamal- menna heimilinu, þeim Dr. og Mrs. P. B. Guttormsson, sem eru á förum héðan til Saskatchewan Var það “Chatham House Hospi talið” sem stóð fyrir því. — Dr Guttormson hefir stundað þar læknisstörf og er þar í miklu á• liti. Þetta Hospital er prívat stofnun sem Mrs. Alla Bárda’ Jones hefir veitt forstöðu í mörg ár. Þar voru saman komnir menn og konur af ýmsum þjóð flokkum, ásamt Islendingum sem læknirinn hefir sjálfsagt hjálpað í veikindum, og komið þeim í “circlation” aftur. Mrs Jones stjórnaði samsætinu. Voru sungnir bæði enskir og íslenzkir KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. björn guðmundsson Mávahlíð 37, Reykjavík. Hann skárar, hlífarnar skífir, sé í skóginum ruðningsstaður. Þá falla þau jafnt ’in fríðu tré, sem fauskurinn háaldraður. En mörkinni finnst hann vega í vé. Sá víðkunni sláttumaður. En, lífinu koma læknar þá til liðveizlu — hnekkja vanda: I varnarstöðu, þeir hildi há og herskörum dauðans granda. Svo skrúðtré og blóm, fyrir skörð í hans ljá, í skáranum uppi standa. Að framtíðin verði — þó sækist seint — samúðarfyllri, betri. Því vér höfum — sjáandi — séð og reynt í gróandans spora letri. • Og fyrirheitin vér getum greint, hann, Samarítann, í Pétri. A. B. söngvar og ræðuhöld. Dr. Gutt- ormson var gefin mjög vönduð i'erðataska, og Mrs. Guttormson minni ■ ferðataska fyrir hennar dót. Þökkuðu þau bæði fyrir gjafirnar og þá velvild sem þeim væri sýnd með þessu samsæti. Seinast báru konurnar fram taffi og trakteringar eins og hvern listi. Þann 12. maí var haldið annað kveðjusamsæti fyrir þau Dr. og Mrs. Guttormson, á Gamalmenna Heimilinu. Var það Gamal- menna Heimilis-nefndin sem stóð fyrir því. Eins og kunnugt er, þá hefir Dr. Guttormson ver- ið féhirðir nefndarinnar, næst- um frá því í byrjun. Stýrði pessu samsæti formaður nefnd- arinnar, Mr. G. F. Gislason. Flutti hann snjalt ávarp til Deirra hjónanna, og Mrs. Thora Orr, skrifari nefndarinnar. — Kveðju ávarp í bundnu máli flutti Mr. Ármann Björnson, og afhenti hann lækninum það skrautritað, sem dóttir Mr. Björnson hafði gjört ljómandi vel. Þá fékk forsetinn lækninum gjöf frá nefndinni sem var lindar-gullpenni og blýantur af nýjustu sort, en Mrs. Guttorm- son var gefið skrautleg “Center piece of Artificial Flowers”. — Þökkuðu þau bæði fyrir gjafirn ar og þá góðvild sem þeim væri sýnd. Það var auðheyrt að allir söknuðu þeirra hjóna úr okkar fámenna íslenzka félagsskap, svo læknirinn gat þess í sinni ræðu, að það væri ekkert ólík- legt að þau kæmu hingað aftur. Til skemtunar var sungið bæði á íslenzku og ensku, og spilaði Mrs. Gail Johnson undir á píanóið með söngfólkinu. Leikflokkurinn, sem lék hér Happið” nýlega, fór til Seattle og lék þar. Það fékk ekki eins góða aðsókn, eins og það hafði gert sér von um, það hafði ekki verið auglýst nógu vel. Leikfólk- ið lét samt vel yfir ferðinni Business and Professional Cards þangað. Það tók inn nóg til að borga allan kostnað. Mrs. Halldór Friðleifsson sem ég gat um að hefði fengið slag, og var þá alveg rúmföst, er nú kominn til heilsu aftur, svo að hún fer allra sinna ferða, og var á samkomunni sem haldin var þann 12. maí. Hefir Dr. Friðleifsson, sonur hennar, stundað hana, og tekist það svona vel. Er það gleðiefni fyrir hina mörgu vini þeirra hjóna, og er það ósk þeirra allra að Mrs. Friðleifsson komist til góðrar heilsu aftur. Mr. Elías Vatnsdal, sem hefir verið búsettur hér um nokkurt skeið, hefir selt eignir sínar hér, og er á förum til California. — Bjóst hann við, að hann mundi setjast þar að. Enginn veit hvaJS átt hefir, fyr en mist hefir, segir gamall máls- háttur. Mér hefir oft dottið þessi málsháttur í hug, þegar ég heyri landana vera að bölsótast yfir því, hvað íslenzku blöðin hafa komið óreglulega nú í seinni tíð. Maður mætti halda að þeir hefðu ekkert til að lesa sér til skemtunar. Það broslegasta við þetta er, að spmir þeirra sem sem háværastir eru út’af þessari óreglu eru menn, sem hvorugt blaðið kaupa, heldur fá þau hjá öðrum til að lesa þau fyrir ekk- ert. Nú ættu þeir að sjá hvað íslenzku blöðin eru ^mikils virði til þeirra, svo nú ættu þeir að gjörast kaupendur þeirra, og með því stuðla til þess að þau geti komið út til þeirra sem lengst. Þetta ferðafólk hefi ég orðið var við síðan ég skrifaði seinast Guðmundur Johnson, Mr. og Mrs. J. Scheving, Mrs. T. C. Goodman, Seattle Wash., Mr. og Mrs. Einar Vigfússon, Mr. og Mrs. Oddur Dalmann, Tacoma Wash., Margaret A. Anderson, Melborne, Australia. S. Gudmundsson. A öndverðum meið Hinn víðkunni hershöfðingi Frakka, Charles de Gaulle, er auðsjáanlega á öndverðum meið við vesturveldin sex, er komu sér nýlega saman um stofnun þingbundinnar stjórnar fyrir vesturhluta Þýzkalands; er hann eindregið þeirrar skoðunar, að þetta muni leiða til enn frekari samkeppni milli Rússlands og Bandaríkjanna, en fram að þessu hafi átt sér stað, og sé þá vafa- mál, hvort slíkt geti eigi leitt til nýrra vígaferla, þótt hann á hinn bóginn haldi því fram, að vegna legu sinnar og afstöðu, hafi Bandaríkin í raun og veru lítið að óttast; de Gaulle er hat- ursmaður rússneskra kommún- ista, og vill ekki að vesturveldin stigi nokkurt það skref, er blásið geti þeim byr í segl. Vesturveldin sex, Bretland, Frakkland, Bandaríkin, Holland, Belgía og Luxembourg, mæla með því, að hin auðugu Ruhr- hépöð, verði falin alþjóða umsjá til meðferðar og starfrækslu fyrst um sinn; út af þessu eru Rússar óðir og uppyægir og g§fa í skyn, að slíkt ráðabrugg eigi rót sína að rekja til Breta og Bandaríkjamanna, er hugsi sér að mata krókinn persónulega í auðlindum áminstra námuhér- aða. Hjáverk Nýlega var maður nokkur í Englandi, John Sweatman að nafni, dæmdur í 40 sterlings- punda sekt fyrir það að hafa á almannafæri æst menn upp gegn Gyðingum og hvatt til að brjóta rúður í búðargluggum þeirra. Þegar dómurinn var felldur, sagði Sweatman: “I hjáverkum mínum vinn ég ýmislegt fyrir Gyðinga. — Þeir hafa vinsam- lega lofað að greiða sektina fyr- ir mig”. SELKiRK METAL PR0DUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeining, ný uppfynding, sparar eldiviö, heldur hita. . KEIiUY SVEINSSON Sími 54 558. 187 Sutherland Ave., Winnipeg. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smiih Sl. Winnipeg Office Ph. 95 668 Res. 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. Bjirrister. Soiicitor, etc. 617 Mclntyre Block WINNIPEG CANADA Aho 123 TENTH ST. BRAND0N Winnipeg Prófessor, annars hugar, mæt- ir syni sínum og segir: — Sæll, Georg, hvernig hefir pabbi þinn það? Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla I heildsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.slmi 26 355 Heima 66 462 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Taislmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœðingur i augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 6.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Bérfrœðingur i augna, eyrna, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAi, ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 93 851 Heimasími 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenzkur lyfsali Fðlk getur pantað meðul og annað með pðsU. Fljðt afgreiðsla. -----------------\ A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur likkistur og annast um Ot- farir. Allur útbflnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 27 324 Heimilis talsími 26 444 Geo. R. Waldren, M. D. Physician and Surgeon Cavalier, N. D. Office Phone 95. House 108. PHONE 94 981 H. J. H. PALMASON and Company Chartered Accountants 219 McINTYRE BLOCK Winnlpeg1, Canada Phone 49 469 Radio Service Speciallsts ELECTRONIC LABS. H. THORKELBON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG JOHN A. HILLSMAN, M.D., Ch. M. 627 Medical Arts. Bldg. \ Of f ice-99 349 Home-403 233 PHONE 87493 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APTS. 594 Agnes St. Viðtalstimi 3—5 eftir hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offlce hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Offlce Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEfJ. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 556 For Quick Reliahle Service J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgí, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews,- Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrceðingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Slmi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated C A N A D I A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Frísh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.