Lögberg - 24.06.1948, Side 8

Lögberg - 24.06.1948, Side 8
8 LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 24. JÚNÍ, 1948 Ur borg og bygð íslenzkir sjúklingar, sem liggja á sjúkrahúsum hér í borginni, eða aðstandendur þeirra, eru vinsamlega beðnir að síma Mrs. C. Ólafson, Ste. 1 Ruth Apts., Maryland St., Phone 30 017, el æskt er eftir heimsókn eða ís- lenzku blöðunum. Birt að lilsluðlan Djákna- nefndar Fyrsia lút. safn. ♦ Hin kunna söngkona Rósa Hermannsson — Vernon, verð- ur aðal sopranósöngvari á árs- þingi canadiskra hljómlistar- kennara; sem haldið verður í Banff, dagana frá 5.—7. júlí næstkomandi; syngur hún hlut- verk sín þar vestra þann 6. júlí; systir hennar, frú ^jörg Isfeld, verður við hljóðfærið. Miss Ethel Guðlaugsson frá Peace River, sem stundað hefir undanfarin fjögur ár hljómlist- arnám við Toronto Conseratory of Music og jafnframt gegnt þar kenslustörfum, var nýlega stödd hér í borginni á leið til Peace River. Miss Guðlaugsson var um hríð nemandi Rósu Her- mannsson — Vernon. -f Notuð kaffikvörn, sem þarf að vera í góðu ásigkomulagi, ósk- ast til kaups. Upplýsingar á skrifstofu Lögbergs. f Athygli skal hér með leidd að því, að tveir ungir menn, Frank Frið- finnsson og Donald Barr, hafa nýverið opnað vinnustofu að 512 Notre Dame Avenue, þar sem þeir hreinsa og endurnýja karl- mannahatta og bua til kvenr hatta; þetta nýja fyrirtæki gengur undir nafninu Vogue Hat Works. — Taka einnig á móti fötum til hreinsunar og pressunar; vandað verk ábyrgst. Hreinsun lokið innan tveeggja daga. Sími 80 877. -f Mr. Jóhannes A. Johnson frá Oak View, man., var staddur í bæmun fyrir helgina ásamt syni sínum; var hann að leita sér lækningar. -f Mr. Ásgeir Jörundson frá Lundar, Man., leit inn á skrif- stofu Lögbergs fyrir helgina. -f Stúkan Skuld heldur næsta fund sinn á venjulegum stað og tíma, mánu- daginn 28. þ. m. —Þar verður skemtiskrá og kaffi. — Fjöl- mennið. — Minnist BETEL í erfðaslcrám y8ar Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs aml Insnlated Siding — Repairs 332 SIMOOE ST. Winnipeg. Man. U ICELAND Scandinavia OVERNIGHT Travel the modern way and fly in four-engine airships. MAKE RESERVATIONS NOW, IF PLANNING TO TRAVEL THIS SUMMER We will help you arrange your trip. NO extra charge. C We also make Hotel Reservations. For Domestic and Overseas Travel Contact VIKING TRAVEL SERVICE (Gunnar Paulsson, Manager) 165 Broadway, New Vork City PHONE: REctor 2-0211 Mr. Árni Brandson frá Hnausa, Man., lagði af stað í skemtiferð loftleiðis heim til Islands héðan úr borg, sunnudag inn var; hann er ættaður aí Vestfjörðum og bjóst við að dvelja um tveggja mánaðatíma heima. ♦ Mrs. Salome Backman lagði af stað vestur til Vancouver á þriðjudaginn var í heimsókn til dóttur sinnar, sem þar á heima, og Ólafs bróður síns, sem bú- settur er í Seattle. f Þær systur Margrét og Sol- veig Thompson, sem um allmörg ár hafa átt heima hér í borg, fóru vestur til Vancouver á þriðjudaginn, og munu dvelja þar óákveðinn tíma. -f Mr. og Mrs. H. F. Danielsson lögðu af stað vestur til Vancou- ver síðastliðinn þriðjudag, þar sem Mrs. Danielsson flytur ræðu á Islendinggmóti, eins og frá er skýrt á öðrum stað hér í blaðinu í fréttabréfi S. Guð- mundssonar frá Vancouver. ♦ Mr. og Mrs. B. Thorvaldson frá Los Angeles Cal., hafa verið hér á ferð undanfarandi í heim- sókn til ættingja og vina. •* Miss Thorey Pálmason, sem nokkur undanfarin ár hefir starfað hjá Canada Metal Co., hér í borg er nýflutt vtil Van- couver þar sem hún hefir verið hækkuð upp í skrifstofustjóra- stöðu hjá félaginu. -f DÁNARFREGN Síðastliðið föstudagskvöld lézt að heimili sínu í Sherman Oaks, Californiu, Eugenia Feldsted, kona Péturs Feldsted, málara, eftir tveggja ára þungbæra legu. Hún var fædd á Gimli árið 1882 og var dóttir landnemans Jónas- ar Stefánssonar frá Þverá í Blönduhlíð og konu hans Stein- unnar Grímsdóttur. — Eftir nokkurra ára aðsetur í Winnipeg flutti hún fyrir tuttugu og sjö ár- um með manni sínum og börn- um til Californiu, þar sem þau hafa dvalið síðan. Hún var félags lynd og studdi bæði kirkju- og bindindismál eftir mætti á með- al íslendinga. Auk eiginmannsins, sem veitti henni alveg einstaka umhyggju og nákvæmni í hennar langa dauðastríði, syrgja hana fjórar dætur: Clara, Mrs. J. Rowe; Birdie, Mrs. Geo Antill; Jónina Emily, Mrs. W. Mason og Norma Guðrún, Mrs. Freeman Good- mundson, í Californiu; sex barna börn og eitt barna-barna-barn. Einnig tvær systur, Mrs. A. N. Sommerville, St. Vital, Man., og Mrs. V. B. Abrahamson, Leslie, Saskatchewan. — Jarðarförin fór fram í gærdag, þriðjudag, frá “The Wee Kirk of the Heather’, og hún var lögð til hvíldar í Forest Lawn grafreitnum, Glen- dale, California. ♦ Gefið til Sunrise Lutheran Camp For the Children’s Trust fund. Langruth Lutheran Congre- tion, $25.00. Mr. George Funk. Selkirk, $10.00, for camp fund; Mr. og Mrs. F. M. Einarson, Mountain, $5.00, in memory of /Justice H. G. Bergman. — Með innilegu 'þakklæti. Anna Magnússon, Box 296, Selkirk, Man. -f Gefið til Sunrise Lutheran Camp Junior Ladies Aid of Lutheran Church, Selkirk, $25.00; Mr. og Mrs. Albert Wathne, Winnipeg, $15.00; Kvennfélagið “Björk”, Lundar, $15.00. Á nýafstöðnu þingi Bandalags Lúterskra kvenna, var myndað- ur sjóður sem verður notaður til að borga fyrir þau börn sem þurfa þess með, sem dvelja í sumarbúðunum. Sjóðurinn heit- MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Ensk messa kl. 11 f. h. — Is- lenzk messa kl. 7e. h. — Börn, sem ætla að sækja sunnudaga- skólann, eru beðin að mæta í kirkjunni kl. 12,15. — Ávarp og söngur. Eiríkur S. Brynjólfsson. 776 Victor St. Wpg. Fyrsta lúterska kirkja Sunnudaginn 27. júní verða kveðjuguðsþjónustur, — ensk messa að morgni, en íslenzk messa að kvöldinu. Séra Eiríkur S. Brynjólfsson prédikar við báðar guðsþjónusturpar. -f Islenzk guðsþjónusta í Þing- vallakirkju sunnudaginn 27. júní kl. eitt eftir hádegi. s. s. c. Argyle prestakall Sunnudaginn 27. júní, 5. sunnud. eftir Trínitatis: Glen- boro kl. 8 e. h. — Allir velkomnir. Eric H. Sigmar. Gimli prestakall Júní 27. — Fermingar-messa og altarisganga, að Húsavick, kl. 2 e. h. — Allir boðnir velkomnir. Skúli Sigurgeirsson. -f Messað verður á Lundar sunnu daginn þann 3. júlí kl. 2 e. h. — Umræðuefni: Jerúsalem hin helga með hliðsjón af hinni frægu sögu Selmu Lagerloff. H. E. Johnson. ir: Childrens trust fund Sunrise Lutheran Camp. — Sjóðurinn var stofnaður með gjöfum á þing inu sem námu $73.55; — öllum, sem finna hvöt til, er boðið að styrkja sjóðinn. — Með innilegu þakklæti. Anna Magnússon Box 296, Selkirk, Man. •♦■ Aðfaranótt síðastliðins sunnu- dags lézt á Johnson Memorial Hospital á Gimli, Mrs. C. P. Paulson þar í bænum, 82ja ára að aldri; góð kona og merk; auk eiginmanns síns, lætur hún eft- ir sig tvö börn, Gordon lögfræð- ing og Mrs. Ingimar Ingjaldson; systurdóttir hinnar látnu er Mrs. B. S. Benson, Winnipeg. — Út- för Mrs. Paulson fór fram í gær og hófst með kveðjuathöfn í kirkju Gimlisafnaðar að morgni þar sem séra Skúli Sigurgeirs- son flutti kveðjumál, en frá Fyrstu lútersku kirkju í Winni- peg kl. 2 e. h., undir forustu séra Rúnólfs Marteinssonar með að- stoð séra Eiríks S. Brynjólfsson- ar. — -♦ Eins og skýrt var frá í síðasta blaði, verður sýnd í Norwegian Lutheran Church, Portage og Minto Street, hin fagra, danska kvikmynd, “What about little Denmark?”, á miðvikudags- kvöldið þann 23. þ. m. kl. 8. — Danskur blaðamaður, Dan Andersen sýnir myndina og flyt- ur einnig erindi á ensku um af- komu og lifnaðarháttu í Dan- mörku. — Daginn eftir, kl. 12.15 á hádegi efnir fél. “The Viking Club til dagverðar á Marl- borough-hótelinu, þar sem Mr. Andersen verður aðalræðumað- ur. — -f Prófessor Skúli Johnson kenn- ari í klassiskum tungum við Manitoba háskólann, er nýkom- inn heim úr hálfsmánaðar fyrir- lestraferð vestur á Kyrrahafs- strönd. Sextíu ára afmæli átti Sigurþór Sigurðson, 594 Alverstone St., á laugardaginn þann 19. þ. m. Hópur vina hans heimsóttu hann, og stóð veizla langt fram eftir kvöldi. Var hon- um afhent gjöf frá gestunum til minningar um daginn. Sigurþór er vinamargur og vel kyntur fyr ir glaðværð sína og gestrisni. — Var honum einnig flutt kvæði það sem hér fylgir: Sigurþór Sigurðson, sextugur “Góða veizlu gera skal”, Gleðihörpu stilla; Sextíu ára ungan hal, örlátan, skal hylla. íslendingsins mælir mál meðan ofar jarðar. Drenglyndur með söng í sál; sonur Borgarfjarðar. Þú átt lund sem hefir leitt ljós um vegu svarta. Þú átt bros sem hefir breitt birtu að mörgu hjarta. Mörgum vini veittir þú vorsins yl í geði. Bjartsýnis þú boðar trú bróðurhug og gleði. Þökkum sérhvern skemtifund, sólbjört ellin veri. Lifðu heill um langa stund, ljóssins merkisberi. Bergthór Emil Johnson. Mót Hið þriðja ársmót, hins lút- erska sunnudagaskóla-kennara- sambands, verður haldið í Sun- rise Lutheran Camp, Húsavick, Man., dagana 26. og 27. júní’, n.k. Starfsskráin hefst kl. 2 e. h. á laugardaginn, en skyldi vera ein hver sem vill koma á föstudags- kvöld, þá er það velkomið, því nokkrir meðlimir Bandalags Lút erskra Kvenna, verða þar við- búnar að taka á móti hverjum sem kemur. Æskt er eftir því að allir kennarar, o. fl., tilkynni fyr- irfram hvern daginn þeir búast við að koma. Miss Josephine Ól- afsson, 498 Maryland Street, Winnipeg, tekur á móti öllum bréfum í þessu sambandi. Á laugardagskvöldið fer fram skemtiskrá, þar sem sunnudaga- skólabörn frá Árborg, Riverton og Winnipeg, skemta með söng Séra Sigurður Ólafsson flytur þar erindi. Einnig verður sýnd hljóm-kvikmynd, “The Good Samaritan”. Á sunnudagsmorg- uninn fer fram “Sunrise Ser- vice” við vatnið kl. 8 f.h. Miss Eleanore Gillstrom talar um kennsluaðferðir kl. 10 f.h. Að lok inni starfsskrá, þá fer fram stutt guðsþjónusta á milli kl. 3 og 4 e. h. Ýmsum S. S. blöðum og bækl- ingum verður útbýtt til þeirra sem óska eftir þeim. Tækifæri gefst til þess að leggja spurning ar, að svara þeim og að íhuga ýms vandamál í sambandi við starfið. Mótið í fyrra var vel sótt og þótti bæði skemtilegt og upp- byggilegt, og ekki mun þetta mót verða síður. öllum sunnudaga- skólakennurum, embættismönn- um starfsins, og öllum prestum, ásamt hverjum þeim sem kann að hafa áhuga fyrir málinu, þó hann ekki kenni, er boðið að koma og taka þátt í því sem fram fer. — Allir eru velkomnir á laugar- dagskvöldið kl. 7.30, eins á sunnudagsmorguninn kl. 8, og eftir hádegi, kl. 3, til þess að hlusta á guðsþjónusturnar tvær. Nefndin. Garðeigandinn, við strák sem er a ðstela eplum frá honum: — Komdu strax niður úr trénu, strákormur, eða ég skal tala við hann föður þinn. Strákur: — Talaðu bara við hann pabba; hann er líka hérna uppi í trénu. FRÁ BLAINE, Fyrir nokkru síðan var þess getið í íslenzku blöðunum, að elliheimilið í Blaine hefði verið löggilt og að stjórnarnefnd hefði verið kosin. Voru nöfn hinna níu nefndarmanna þar skráð. ♦ Hin nýja nefnd hefir setið tíð- um á rökstólum síðan til þess að finna ráð til að koma byggingu heimilisins í framkvæmd. Mesta vandamálið í því sambandi er, auðvitað, að hafa það^fé saman, sem til þ e s s þarf. Hækkandi verðlag á öllu hefir ekki dregið úr þeim vanda. Þó hefir nefndin verið ófús á, að víkja frá sínum upprunalega tilgangi, sem var sá að gjöra þetta heimili þannig úr garði að það yrði landanum til sóma og hinum öldruði til sem mestra þæginda. En þrátt fyrir það þó nefndin hafi nú með höndum aðeins tæpan helming þess fjár, sem áætlunin krefst —eða um $30.000— h e f i r hún ekki séð sér fært að draga það lengur að hefja byggingar starf. Það er þegar byrjað á byggingu og verður henni haldið áfram viðstöðulaust svo langt sem þeir peningar ná sem nú eru fyrir- liggjandi og sem nefndinni ber- ast höndur í næstu framtíð. Á þessu svæði hafa þegar allmarg- ir tjáð sig fúsa til að tvöfalda sitt upprunalega framlag. Eng- inn þeirra er ríkur. Þessvegna er nefndinni nú þörf á, að finna nokkra efnamenn, sem unna fyr- irtækinu og taka feginshendi þessu tækifæri til þess að leggja fram stærri upphæðir vegna þess að þeir kannast við skuld sína við eldri íslendingana sem ruddu þeim veginn til gengis og frama í þessu 1 a n d i. Nefndin hefir hafið starfið í þeirri trú að drenglyndi landans styrki hendur þeirra og létti aldrei fyr en takmarkinu er náð. E 1 d r a fólkið okkar hér er sífelt að spyrja: Hvenær verður byrjað að starfrækja heimilið? Hvenær mundi ég mega vonast eftir skjóli þar? Landar góðir! Svörin við þessum spurningum verður nefndin að sækja til þeirra sem geta og vilja leggja fram féð, sem með þarf. Látið þetta ekki dragast. — Meðan eg er að skrifa þessar línur berst mér sú fregn að nokkrir nefndar manna hafi farið til Point Roberts að þeim hafi þar verið tekið hið besta, og að landarnir þar hafi lagt fram um $700.00 í viðbót við það sem þeir höfðu áður gefið og lætur næri að þeir hafi með þyí tvöfaldað sín fyrri framlög. — “Far þú og gjör hið sama.” Ef einhverjir æskja eftir frekari upplýsingum um fyrirtækið, snúi þeir sér til ritara nefndar- innar, Mr. Andrew Danielsson í Blaine, eða forseta, Mr. Einar Simonarson, í Lynden. Pening- ar og ávísanir sendist til Mr. J. J. Straumfjörð, féhirðis í Blaine. -♦• Islendingadags nefndin hefir ákveðið að halda íslendingadag eins og að undanförnu, í Peace Arch Park, Sunnudaginn, 25. júlí. Skemtiskrá er þegar að mestu fullgjörð og verður hún auglýst síðar. Veðrið hefir ekki brugðist enn og svo mun enn verða. Síð- WASHINGTON an samvinna um íslendingadag hér hófst, milli Vancouver, Point Roberts, Blaine og Bellingham, hefir hver dagurinn orðið öðrum betri og skemtilegri og svo mun það reynast í sumar. -♦ Þjóðræknisdeildin, “Aldan” efndi til samkomu eins og að undanförnu, hinn 17. júní, til þess að halda hátíðlegan frelsis dag Islands, var samkoman haldin í samkomusal Fríkirkj- unnar í Blaine. Þar fluttu stutt- ar ræður þeir séra A. E. Krist- jánsson og Mr. Andrew Daniels son; hinn fyrnefndi um fram- tíðarhorfur og skilyrði fyrir sjálfstæði og frelsi Islands; — hinn síðarnefndi um afrek Vestur-Islendinga í liðinni tíð og skyldur þeirra að vernda það bezta í ættferni sínu í framtíðinni. Söngflokkur, und- ir stjórn hins vel þekta tón- skálds H. S. Helgasonar, söng nokkur lög, meðal þeirra “Heim til fjalla”, eftir Jónas Pálsson. Einsöngva sungu Mr. E. K. Breiðfjörð, í Blaine og Mrs. O. Laxdal frá Mt. Vernon, Washington. Var hinn besti rómur gjörður að skemtiskránni yfirleitt. Þess hefði átt að vera getið í byrjun að skemtiskráin hófst með því að allir sungu: Ó, guð vors lands”, og endaði með því að allir sungu: “Eld- gamla Isafold” og ‘My country’. Eg hefi oft furðast það, hve margir landar hér vestra geta enn sungið, “Ó, guð vors lands” Að lokinni skemtiskrá voru framreiddar ágætar veitingar, fólk rabbaði saman og skein gleðibros á hverju andliti. Virt- ist mér sem allar sálir yrðu þarna að einni sál — íslenzkri sál. Kvöddust menn að lokum með kossum og haridabandi og fór hver glaður til síns heimilis. A. E. K. Hótelstýra: — Það er bannað að kvenfólk heimsæki gesti mína á kvöldin. Gesturinn: — En karlmenn. Hótelstýran: — Nei því ég ekk ert á móti. Gesturinn: — Afbragð, þá tek ég herbergið bara í nafni kær- ustunnar minnar. -♦- Móðirin: — Elsa mín, hvaða karlmaður' var nú að kyssa þig í gær? Elsa: — Það er nú bágt að segja; hvenær dagsins áttu við? ♦ — Þessa bíla seljum við í tylftavís. — Jæja, og hvað kostar þá tylftin? ♦ — Af hverju éturðu sósuna með hnífnum? — Gaffallinn lekur. The Swan Manufacturing Co. Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi Heimili 912 Jessie Ave. 281 James Sl. Phone 22 G41 TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.