Lögberg - 29.07.1948, Blaðsíða 5

Lögberg - 29.07.1948, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. JÚLÍ, 1948 21 heim undir eins og þú getur skil- ið við Ben. Eg hræðist það sem kann að koma fyrir í Piedmont.” Þegar hann hafði sent þessi ummæli sín, þá settist hann vanalega niðrn- og skrifaði í of- ur litla dagbók sem hann hélt. “Annar angistardagur. Ó, herra, hvað margir fleiri? Aðeins að taka einu sinni í hendina á henni og einn einasta koss og þá er ég ánægður. Eg hefi enga löngun til að lifa — ég er svo þreyttur.” Þessi skilaboð fangavarðarins höfðu engin áhrif á frú Cameron. Með hugboði, sem alltaf hafði knýtt hennar líf við hans og sem engar fangelsisdyr náðu að hefta, var hún æ hjá honum. Þó að hann hefði rist hinar rauna- legu hugsanir sínar með knífi á hjarta henni, þá hefðu þær ekki getað verið henni sárari. Á stundum lá hún og grét, og svo frá hinum þögula og leyndar dómsfulla umheimi fann hún hjartaslög hins eilífa kærleika, sem gaf sálu hennar frið og styrk, svo hún gat aftur risið með bros á vör til verka sinna. í júlí mánuði sá hún frú Surratt, ásamt þeim Payne, Herold og Atzerot tekin úr Capitol fangelsinu og flutt á af- tökustaðinn. Þau voru öll ásök- uð um, að hafa verið þátttakend- ur í morði forsetans. Herréttur- inn, sem lék þennan skrípaleik í nafni réttvísinnar, óttaðist staðlyndi meinsærisræflanna sem svarið höfðu lífið af frú Surratt, hafði með dómsúrskurði sínum, sent ósk um vægð að því er frúna snerti til Johnson for- seta. — Forsetinn sá þá vægðarbón aldrei. Henni var leynilega skot- ið undan og ekki skilað á sinn stað í hermáladeildinni, fyr en eftir að forsetinn hafði undirrit- að dauðadóminn. Árangurslaust reyndi dóttir hennar Annie Surratt, að ná fundi forsetans, daginn sem af- takan fór fram. Hún gat ekki fengið sig til að trúa því, að móðir sín yrði myrt, eftir að henni hefði verið beðið vægðar. En hin ægilega stund var kom- in, og hún sneri í burtu frá Hvíta húsinu með fölar kinnar, harm í hjarta og bölbæn á vör- um. — Forsetinn sat í skrifstofu sinni og hafði ekki minstu hugmynd um þann andstyggilega sorgar- leik, sem verið var að leika í hans nafni. Þegar að hann komst að svívirðingunni, sem hann hafði verið látinn fremja, með því að gjörast banamaður sak- lausrar konu, þá heimtaði hann að Edwin M. Stanton segði tafar laust af sér, en hann þverneitaði að verða við þeirri kröfu, og var það í fyrsta sinni sem komið hafði fyrir, að maður í ríkis- stjórn Bandaríkjanna neitaði að víkja úr embætti þegar heiður hans var í veði. Congralulations lo ihe Icelandic People on the Occasion of their 59th National Celebration ai Gimli, August 2nd, 1948. • West End Pharmacy DANIEL GUTKIN, PhC. 799 St. Maiihews Ave. Winnipeg (Corner Arlington St.) PHONE 33 733 MANITOBA Iðnaðarþróun eykur á öryggi íbúanna Hin mikla og margbreytta iðnaðarþróun innan vébanda fylkisins á undangengnum síðustu árum, eykur mjög á velmegun og öryggi íbúanna í Manitoba. Iðnaðargreinir svo sem námuvinsla, grá- vöruframleiðsla, skógarhögg, fiskiveiðar og aukinn ferðamannaátraumur, vaxa að gildi með hverju ári. Þessu til viðbótar koma raflagnir til ljósa og stóriðju, sem auka mjög efnahagslega vel- farnan Manitoba fylkis. Manitoba er ákjósanlegur staður til þess að leggja með hagnaði fé í. Department »i Mines - Natural Resources WINNIPEG, MANITOBA HON. J. S. McDIARMID Minister D. M. STEPHENS, Deputy Minister Sumrner Classes Our Sutumer air-cooled and air- conditioned classrooms make it pleasant for study. Classes will continue tliroughout the Summer without any interruption. Fall Term Opens Mondayr Augusl 23rd. If you prefer to enroll either before or after this date, however, you may do so. Our classes will be conducted throughout the summer without any interruption. MAKE YOUR RESERVATION NOW! For our Fall Term we have already received many advance registrations from near and far-distant points in Western Canada. To reserve your desk, write us, call at our office, or telephone. Ask for a copy of our illustrated Prospectus, with which we will mail you a registration form. Telephone 96 434 C/&e Cf CfC . / CfC // C£m. - Sfícam loommeraal loomae The Air-Condiiioned College of Higher Standards PORTAGE AVE. aí EDMONTON ST. WINNIPEG JxcJiz it bette/i Ccmada'o (ma£/áJc&cL wtt-fMftyoóe/lowi W s 'Tka 'Tavoxite ofj HOMEBAKERS Jjtom ýanatation to jcnaxation

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.