Lögberg - 29.07.1948, Blaðsíða 6

Lögberg - 29.07.1948, Blaðsíða 6
22 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. ÁGÚST, 1948 FJAÐRAFOK Úr bréfi Þegar Matthías Jochumsson var nýlega kominn að Odda, skrifaði hann vini sínum Eggert Ó. Briem og byrjar bréfið þannig: / — Hefirðu komið á Rangár- völlu? Nei. Komdu! Tvö brauð í Holtunum, hæfileg þér, hanga sem laus, eins og froða við sker. Sæktu nú, sæktu nú, grallara- grér: gæfan hér strokkar nóg smjer! Og svo lýsir hann búskap sín- um: Börnin 4 en 15 hross, 50 rollur, 8 kýr guðimir hafa gefið oss; í gildara lagi karlinn býr Séra Ólafur Jónsson fékk Garðaprestakall eftir föð ur sinn, Jón prest Kráksson, sem einu sinni var í Laugarnesi. — Hann kallaði sig alltaf Ólaf Jóns son Kráksson. Var hann orðinn prestur 1609 og jafnvel fyr. Hann er talinn fæddur 1570. Var ein- lægur maður, fordildarlaus í orðum og allri hegðun, hræsnaði ekki við neinn, hver sem í hlut átti. Var því ekki ætíð í stórum kærleikum við fyrirmenn á Bessastöðum, og helzt getið við Holger Rosenkranz höfuðs- manns. Séra Ólafur giftist ekki og var aldrei við konu kendur. Er þetta haft eftir honum: Böl er búskapur, kvöl er hjúskapur, aumt er einlífi og það elska ég. Og einnig þetta: “Gott kall Garðar ef ekki væri Ófriðarstað ir og Óttarstaðir í sókninni”. — —Lbs. hndr. Jósep sterki prestur á Ólafsvöllum, dóttur- sonur Ödds biskups, var mikill maður og hinn mesti söngmað- ur. Var hann stundum í Skál- holti. Hann gerði það eitt sinn til þrekraunar að hann óð Hvítá hjá Vörðuskeri fyrir ofan ferjustað á Skálholtshamri. Var þetta um vetur í frosti og vatnið svo djúpt að náði honum í höku. Hann studdist við járnstaf. En er hann kom í Skálholt settist hann á bæjarþröskuld og drakk 6 eða 7 merkur af kaldri sýru, “en eftir það sló að honum hroll; þá leysti Brynjólfur biskup hann fyrir ofdirfð”. Þorsteinn Erlingsson hefir kveðið um þetta í “Eiðnum”. Staka eflir Guðmund Ketilsson Þegar niðurskurðaræðið gekk um Húnavatnsþing 1857 voru fengnir til sérstakir menn í hverri sveit að skera féð, þeir er öruggastir þóttu. Var Guðmund- ur Ketilsson þá gamall og í horn- inu hjá Ögn dóttur sinni og Jóni Árnasyni manni hennar á Illuga stöðum á Vatnsnesi. Þangað komu niðurskurðarmenn á laug ardag og gistu. Vildu þeir byrja sláturstörfin á sunnudagsmorg- un, en bóndi vildi lesa húslestur inn fyrst, sem þá var föst venja. Varð úr þessu nokkuð karp. Þá sagði Guðmundur: Tvennslags aga var ég varð, vaknaði saga um húsin. Hvort vill draga hitt um garð helgidagur og lúsin. Slórt högg Séra Þórður Þorgrímsson í Otradal var kvæntur Guðrúnu dóttur Sveinbjamar Egilssonar skálds. Þórður var annálaður kraftamaður ög eru margar sög- ur um aflraunir hans. Guðrún stökk frá honum og þótti mönn- um hún mjög sneyða heimilið af þeim hlutum, er mikil eign var í og hún gat komist á brott með. Prestur horfði á heiman- búnað konu sinnar með mestu rósemd og stillingu, eins og ekk ert væri um að vera. En þegar hún var komin á stað, gengur prestur upp á loft og svalar gremju sinni með því að slá hnefa sínum á einn sperrulegg- inn í baðstofunni, sem var undir skarsúð, og færðist hann þá úr stað, svo að þess sáust glögg merki á öllum borðunum, sem lágu á sperruleggnum. Skarsúð- in var þó gerð á venjulegan hátt, fótur sperruleggsins negldur með sterkum nagla ofan í syll- una og hvert borð í súðinni neglt í sperrulegginn. Hvers son? “Hvers son er hann Jón Giss- urarson á Bakkanum?” spurði kerling aðra kerlingu. — “Er hann ekki Pálsson?” — “Jú, rétt er það”, svaraði hin kerlingin, “hann mun vera sonur hans Bjarna Pálssonar í Nesi”. — Sögn Þorst. Erlingssonar. Lesbók Mbl. Þeir VITRU sögðu: William Morris: “Svo hat- ramlegt er staérilæti sumra manna, að ef þeir eiga ekki kost á því að vera allra manna beztir, vilja þeir vera verstir allra”. Ruskin: “Venjulega er allur misskilningur sprottinn af stæri- læti fólks”. Erasmus af Rotterdam: “Þjóð- höfðingjar eru til vegna ríkj- anna, en ríkin ekki vegna þjóð- höfðingjanna”. Joubert: “Refsing lélegra þjóð höfðingja er í því fólgin, að fólk heldur þá verri en þeir eru í raun og sannleika”. Woodrow Wilson: “Tignustu ménnirnir í veröldinni eru þeir, sem gleyma sjálfum sér og þjóna mannkyninu”. Ónefndur höfundur: “Sá þjóð- höfðingi, sem margir óttast, hlýtur sjálfur að óttast marga”. Munurinn á greifanum og þjóni hans, er aðeins einn: Báðir reykja sömu vindlana, en aðeins annar þeirra borgar þá. ♦ Tommi litli var að leika sér úti en þegar hann kom inn, varð hann þess var, að Jóna frænka hans var komin í heimsókn. — Tommi ætlaði að skjótast út aft- ur, en mamma hans kallaði á hann: — Komdu hérna, Tommi minn og kystu hana frænku þína, en farðu svo upp á loft og þvoðu Vér óskum íslenzkum viðskiptavinum vorum til heilla á þjóðminningardegi þeirra á Gimli 2. ágúst 1948. H. P. TERGESEN GIMLI MANITOBA þér. The LISGAR Þar sem góðhugurinn ríkir óskar íslendingum góðs gengis og að Þjóðminningar- dagur peirra á Gimli 2. ágúst 1948 verði ánægjulegur. H. PAULEY, ráðsmaður SELKIRK MANITOBA Congratulations io the Icelandic People on the Occasion of their 59th National Celebration at Gimli, August 2nd, 1948. \ IPoodutard's BaLenj First Class Lunch Service 613 Sargent Avenue Phone 24 894 Carefully Graded Lumber . . . Means You Get Just What You Pay For. “One Piece or a Carload” McDonald Dure Lumber Co. Ltd. 812 WALL STREET WINNIPEG Vér óskum íslenzkum viðskiptavinum vorum til heilla á þjóðminningardegi þeirra á Gimli 2. ágúst 1948. • K. I. Johtison, M.D. gimli MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.