Lögberg - 26.08.1948, Qupperneq 1
STARFRÆKJA STÓRFYRIRTÆKI
GRETTIR EGGERTSON, RAGNAR EGGERTSON,
forseti. varaforseti.
Þeir vinsælu og valinkunnu bræður, Grettir Eggertson rafur-
magnsverkfræðingur og Capt. Ragnar Eggertson, starfrækja nú
fyrir eigin reikning tvö mikil viðskiptafyrirtæki að 123 Princess
Street hér í borginni; heitir annað þeirra Westem Elvator and
Motor Company Limited, en hitt Power and Mine Supply
Company Limited; þessir áhugasömu atorkumenn, eru synir
hinna kunnu sæmdarhjóna, Árna Eggertssonar bæjarráðsmanns
og fasteignakaupmanns, og fyrri konu hans frú Oddnýjar Egg-
ertsson, sem bæði eru látin. — Það er gott til þess að vita, er
menn af íslenzkum uppruna ryðja sér braut til frama, eins og
þeir Eggertson-bræður þegar hafa gert.
Nýr stjórnmálaflokkur
Að því er nýjar fregnir frá
Montreal herma, mun nú í upp-
siglingu nýr stjórnmálaflokkur í
þessu landi, sem nefnast mun
Canadíski flokkurinn, eða Cana-
dian Party; Aðallega eru það
Quebec-búar, sem að þessum
nýju stjórnmálasamtökum
standa, en forsprakki þeirra er
borgarstjórinn í Montreal,
Camillien Houde, sem sællar
minningar, gegndi um skeið for-
ustu afturhaldsflokksins þar í
fylkinu; hann fylgdi fast að mál
um Duphlessis forsætisráðherra
í síðustu fylkiskosningum, og
mun leika á því lítill vafi, að
hinn nýi flokkur hans sé einung-
is glímuklæddur afturhaldsflokk
ur, sem koma eigi til liðs við Mr.
Drew, eða hvern þann annan,
sem verður eftirmaður Braskens
og tekst á hendur forustu aftur-
haldsaflanna við næstu sam-
bandskosningar; hvað Mr.
Houde kann að verða ágengt,
getur orðið álitamál, og engan
veginn víst, að kjósendur í
Quebec bíti eins auðveldlega á
agnið og til er ætlast.
Og þegar til átaka og úrslita
kemur í Quebecfylki við kosn-
Twilight’s IVeaving
By Helen Swinburne
Twilight is weaving
Dusky gray shadows,
Filmy as gossamer
Length upon length,
On her silent loom;
Weaving and weaving,
Till shadows like silken
Cobwebs are creeping,
And slipping and gliding
Over the grasses
And over the bushes
That glistened so green
In the noonday sun.
Down by the water
The shadows are dipping,
And bathing in blueness
And drinking of coolness.
The note of a vesper
Sparrow falls clear,
Like a flash in the grayness.
Where twilight is weaving
And weaving her shadows,
Length upon length
On her silent loom.
ingar til sambandsþings. bendir
flest til þess, að áhrifa Mr. St.
Laurents gæti þar í ríkara
mæli en Mr. Houdes.
Ur borg og bygð
Miss Lena Sigurdsson frá
Seattle, Wash., kom til borgar-
innar í fyrri viku í heimsókn til
ættingja og vina.
♦
Mrs. Ingibjörg Magnússon frá
Gimli, lézt á Almenna spítalan-
um í Winnipeg síðastliðinn föstu
dag. —
♦
Á föstudaginn þann 20. þ. m.,
voru gefin saman í hjónaband í
fyrstu lútersku kirkju þau
Alexander Ewart Burton og
Alda Jakobína Johnson. Séra
«i Valdimar J. Eylands gifti; brúð-
guminn er af skozkum ættum og
starfar hjá C. P. R.-félaginu hér
í borg, en brúðurin dóttir frú
Jakobínu Johnson og Steingríms
heitins manns hennar, sem lengi
bjuggu í grend við bæinn Wyny-
ard í Saskatchewan; fjölmenn
og vegleg brúðkaupsyeizla var
setin í salarkynnum Grayson
Arms. — Brúðhjónin fóru í hálfs
mánaðar skemtiferð til Van-
couver, en framtíðarheimili
þeirra verður í Winnipeg.
GUÐNI THORSTEINSSON
Á tveim stöðum í einu?
Um daginn, þegar sr. Valdi-
mar Eylands var að leggja af
stað til Ameríku, átti hann að
tala í útvarp, rétt áður en hann
færi. En flugvélin var fyrr á
ferðinni, en við var búist, svo
hann hefði naumast getað lokið
við útvarpslestur sinn á þeim
tíma, sem honum var ætlaður í
dagskránni, og náð síðan suður
í Keflavíkurflugvöll áður en
flugvélin legði af stað þaðan. —
Því var það, að ávarp hans var
tekið á plötu fyrr um daginn,
svo hann gæti lagt af stað héðan
úr bænum, áður en útvarpstím-
inn var kominn, sem honum var
ætlaður.
Hann var þó ekki kominn
lengra áleiðis suður á flugvöll, er
flutningur hans byrjaði í útvarp
inu, en suður undir Hafnarfjörð.
í Hafnarfirði býr góð kunn-
ingjakona þeirra Eylandshjón-
anna, sem þau áttu eftir að
kveðja. Þegar sr. Eylands hring-
ir dyrabjöllunni hjá þessari
konu, var ávarp hans í útvarp-
inu vel byrjað. Hann hringir og
hringir. En enginn kemur lengi
vel til dyra. Því heimafólkið
vildi með engu móti missa af
því, sem þessi góðvinur þeirra
hafði að segja útvarpshlustend-
um, er hann var að yfirgefa
landið. En sr. Eylands mátti ekki
missa af flugvélinni vestur, og
hringir því og hringir kröftug-
lega, þangað til loks að konan
rífur sig frá útvarpstækinu, til
þess að sinna þessum manni,
sem svo mjög truflaði hana með
því að hringja dyrabjöllunni í
ákafa.
En undrun hennar var ekki
lítil, er hún opnaði hurðina, og
sér að þar var einmitt kominn
sr. Valdimar Eylands, sem hún
var að hlusta á inni í stofu sinni.
Sem betur fór, vissi konan skil
á “kúnstum” útvarpsins, að taka
hið talaða orð á plötur, og setja
það til flutnings, þó flytjendur
væru allir á bak og burt. Hefði
hún ekki vitað skil á því, er ekki
að vita, nema undrun hennar
hefði orðið helzt til mikil.
Mbl., 28. júlí.
Hámarksverð sett
Sambandsstjórn hefir innleitt
að nýju hámarksverð á hveiti-
mjöli og brauði; má nú eigi selja
þessar vörur hærra verði en
viðgekkst þann 31. júlí síðastlið-
inn; búist er við að brauð lækki
eitthvað í verði innan næstu
daga.
Nú eru menn að stinga saman
nefjum um það, hvort eigi þætti
hlýða, að teknar yrði einhverj-
ar ráðstafanir af hálfu þess opin-
bera viðvíkjandi verðlagi kjöts.
Flokksþing
GC.F.-sinna
C. C. F.-flokkurinn í Canada
hélt þriggja daga flokksþing sitt
í Winnipeg í fyrri viku; aðalræðu
menn voru leiðtogi flokksins,
Mr. M. J. Coldwell, og Mr.
Douglas forsætisráðherra í
Saskatchewan. 1 stefnuskrá
sinni leggur flokkurinn megin-
áherzlu á þjóðnýting náttúru-
fríðinda og iðnaðar.
Hér fara á eftir helztu stefnu-
skráratriði:
Þjóðnýting Central bankans
og hinna löggiltu einkareksturs-
banka; varðandi samgöngumál,
er flokkurinn hlyntur, að svo
miklu leyti, sem auðið megi
verða þjóðnýting járnbrauta, og
samgöngutækja á legi og í loíti;
þjóðnýting C.P.R.-járnbrautar-
félagsins, án þess að hróflað sé
við núverandi mannafla né for-
réttindum einstakra starfs-
manna; að væntanleg C. C. F.-
stjórn í samráði við fylkin,
beiti sér fyrir aukinni fram-
leiðslu málma og annara nátt-
úrufríðinda með þjóðnýtingu,
með hagsmuni allrar þjóðarinn-
ar jafnt fyrir augum; að stuðl-
að verði að þjóðnýting sláturhús
ana og framleiðslu búnaðarverk-
færa; að kol, stál og gas verði
þjóðnýtt; fjárhagsleg aðstoð við
fylkin varðandi vinslu náttúru-
fríðinda; stuðningur við sam-
vinnu fyrirtæki og hvatning til
nýrra stofnana á þeim vettvangi;
efling og útvíkkun félagslegs ör-
yggis; víðtæk heilbrigðislöggjöf,
er nái til allra þegna þjóðfélags-
ins; róttæk og skipulagsbundin
löggjöf um aukinn og bættan
húsakost frá hafi til hafs.
Þingið lýsti einhuga trausti á
núverandi leiðtoga flokksins,
Mr. M. J. Coldwell.
Hinn 3. júní s. 1. andaðist
Guðni Thorsteinsson, póstmeist-
ari, að heimili sínu á Gimli. —
Hann var fæddur 25. nóv. 1854
að Haugi í Árnessýslu á íslandi.
Foreldrar hans voru hjónin
Felix Þorsteinsson og Helga
Jónsdóttir. — Guðni fluttist til
þessa lands 1885 og settist að á
Gimli, þar sem hann bjó æ síðan.
Hann var tvíkvæntur. Lifir hann
seinni kona hans, Kristín og
þrjár dætur þeirra, Mrs. Sylvía
Kardal, Mrs. Violet Olson og
Mrs. Ethel Young.
Með Guðna Thorsteinssyni er
horfinn úr hópi vorum mjög
merkilegur maður og mætti
margt telja því til sönnunar,
þótt fátt eitt verði sagt í þessum
línum. Hann var góðum náms-
hæfileikum gæddur og byrjaði
ungur að nema. Heima á íslandi
stundaði hann barnakenslu og
nam þar meðal annars smá-
skamtalækningar, er hann stund
aði hér. Var hann maður hjálp-
samur og þarfur á því sviði, og
tókst vel í læknisstarfi sínu. —
Hann hafði bæði trú og löngun
til að lækna menn af líkamleg-
um kvillum þeirra, en ennþá
meiri trú á því, að þeir væru and
lega heilbrigðir. Hann leit svo
á, að ráðið til þess væri mentun
og upplýsing, félagsleg starf-
semi og menning á sem flestum
sviðum. Að þessari skoðun vann
hann eftir mætti um langan ald-
ur. Hann var brautryðjandi á
mörgum sviðum, stofnaði skóla
á Gimli og í Húsavick og kendi
þar sjálfur um tíma. — Hann
vann að því af miklu kappi að
barnaskólar yrðu settir í byggð-
inni; var lengi í skólaráði Gimli
bæjar og lét sér alla æfi ant um
fræðslumál og lærdóm. Hann
var algerlega samþykkur þess-
um orðum skáldsins:
“Vísindin efla alla dáð,
orkuna styrkja,viljan hvessa,
vonina glæða, hugann hressa,
farsældum vefja lýð og láð”.
Það var trú Guðna. Hann
unni lærdómi, var sí-lesandi og
altaf að leita að meiri og meiri
sannleika, og varð með tímanum
allra manna fróðastur á mörg-
um sviðum. Menn kveikja ekki
ljós til að setja það undir mæli-
ker. Það gerði hann ekki heldur.
Hinn mikli fróðleikur hans varð
að góðum notum öllum, sem til
hans leituðu, og hinn brennandi
áhugi hans á sviðum framfara
og menningar bar ávexti í starfi
hans að almennings heill, er
hann ásamt öðrum, sem sömu
skoðun höfðu, ruddu braut að
hærra marki fyrir hina kom-
andi kynslóð þessa landnáms-
íslendinga á bakka Winnipeg
vatnsins.
Frumbýlinginn skorti margt,
oftast flest alt, en eitt skortir
hann aldrei og það eru verkefn-
in; nú er gæfa og gengi í því fólg
oð að hann sjái þau í réttu ljósi
og hefjist handa til að ráða fram
úr þeim á réttan hátt. Góðir leið-
togar eru ómetanl. hjálp á þess-.
um sviðum. Guðni var slíkur mað
ur. Hann var eigi aðeins fræði-.
maður heldur fræðari. — Hann
skildi einnig þýðingu og nauð-
sýn samtakanna, og skipulags-
ins, og að því vann hann á fyrri
árum. Hann var lengi í stjórn
sveitarinnar, fyrst ritari og fé-
hirðir hennar, og oddviti hennar
nokkur ár eftir aldamótin. —.
Einnig var hann fyrsti lögreglu-
dómari á Gimli.
Hann vann að mörgum félags-
málum, þar á meðal kirkjumál-
um. Hann var maður trúhneigð-
ur og frjálslyndur í trúmálum.
Frjálslyndi hans fólst í þessu, að
hann taldi sig og aðra hafa rétt
til þess að rannsaka sannleiks-
gildi trúar heimildanna og þeirra
kenninga á þeim sem hann hafði
að erfðum fengið og samtíðin
hélt fram. Engin sannindi ættu
að tapa á því, að menn rannsaki
þau með huga, sem haldinn er
af einlægri ást til sannleikans,
miklu fremur hljóta þau að
græða við það og ná betur til-
gangi sínum. Trú Guðna beið
ekkert tjón við frjálslyndi hans.
Hún bætti líf hans og þroskaði
hann eftir því sem árin liðu, —
veitti honum frið, og gaf honum
traust til að horfa ókvíðinn
fram á veginn.
Aðaláhugamál hans var að
fræðast og leita sannleikans á
(Frh. á bls. 3)
DOCTOR and MRS. THOMPSON
at 25th. Wedding Anniversary
PART ONE
With a warm and friendly feeling,
I would sing my verse to-day
I would linger on the outskirts
I would not be far away.
Always, when my friends are honored,
There is where I like to be.
There to add another stanza
To the tune that sings in me.
We could add another chapter
To promote a better life,
If we cared to learn a lesson
From the Doctor and his wife.
By their splendid contribution
To the welfare of our land,
They have earned our admiration,
They have claimed our heart and hand.
PART TWO
I would like to tell you something,
That we took him for a ride.
We could then control his actions
If we had him by our side.
We crossed the streams and crossed the channels,
Crossed Niagara’s mighty roar —
We thought we were the conquering heroes,
But stranded on “The Bridge of Thór”*
We together crossed the country
Where the largest rivers flow,
We have seen the House of Commons,
We have added to the show.
There the country’s greatest leaders
All their party slogan’s bring
There was Doc in all his glory
He embraced McKenzie King.
4» Thor Lífman is an outstanding bridge player and when he wanted a game
we had to stop the car then and there —
G. O. Einarsson