Lögberg - 04.11.1948, Side 2

Lögberg - 04.11.1948, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. NÓVEMBER, 1948 ) í.0QÖfrg Gefi8 út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED C95 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA UtanásJcrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The- “Lögberg'’ is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Ný og falleg Ijóðabók Sú hin nýja ljóðabók, sem hér verður minst, er eftir Bjarna heitinn Þorsteinsson frá Höfn í Borgarfirði hinum eystra, sem lengi átti heima í þessu landi og kunnur er löngu íslendingum vestan hafs vegna Ijóða sinna, er árum saman birtustu í vestur-íslenzku viku- blöðunum; og nú hafa börn Bjarna skálds auðsýnt minningu föður þeirra þá fögru ræktarsemi, að safna kvæðunum og birta þau í vandaðri heildarútgáfu. Gísli Jónsson bjó ljóðabók þessa til prentunar, og ritar glöggan og vel saminn formála að ljóðunum, ásamt skilmerkilegri lýsingu á höfuhdi þeirra, sérkennum hans og æfistarfi; auka þessi formálsorð allverulega á gildi bókarinnar; bókin er prentuð í prentsmiðju The Columbia Press Limited, og svo vönduð að frágangi, að naumast getur betur; hún er 294 blaðsíður að stærð og fagurlega bundin inn. Maðurinn er það, sem hann hugsar; í formi hins skráða máls berast fegurstu hugsýnir mannsandans frá kynslóð til kynslóðar og tengja þær saman. Ýmsir menn leggja lítið upp úr ljóðformi og líkja því við tildur eða hégóma; slíkt gera þó venjulegast þeir einir, sem sjálfir eru roggnir og klaufafengnir og tútna út af ímynduðum frumleika í hugsun; ljóðformið er byggingarlist, sem ekkert kvæði má án vera. — Ljóð Bjarna Þorsteinssonar frá Höfn eru ekki stór- brotin, og um þau verður ekki sagt að í þeim kenni arnsúgs í flugnum; þó búa þau eigi að síður yfir hreint ekki svo litlum verðmætum; yfir þeim hvílir drengileg- ur blær leitandi alvörumanns, sem eitthvað vill á sig leggja til að skilja afstöðu sína til uppsprettu lífsins og samferðamannanna. Snarprar ádeilu verður víða vart í kvæðum Bjarna gagnvart hópmorðum og vígaferlum, eins og sjá má af kvæðinu Darraðar drótt, bls., 109: Sýnist mér roði á niðslæðum nætur, í norðri og austri, þar háværast lætur rángirnin óðfús til glæpa og glapa, glóandi víti í heimi að skapa. Heiftúðin grimma þar hart slær á skjöldinn, helstefna og lífsþráin berjast um völdin. Ekki er roðinn þó árdegisbjarmi, en endurskin glóðar á skýflóka-barmi. Hvort blikar á skývanga bláloftin viður blygðunarroði, er líta þau niður? Þar skriðdrekar, ládrekar, flugdrekar fljúga og fnæsandi, hvæsandi glóðinni spúa. Leyndardómur Kjarnorkunnar Eftir RITCHIE CALDER 1 VERÖLD sem stynur undir vantrausti, ótta og óvissu er Frakkland smámsaman að ná fótfestu á ný sem heimkynni list- arinnar, mannvitsins og vísindanna. Frakkar eiga engin atóm- leyndarmál til að ógna eða lokka með, engin einkaleyfi sem þeii' verða að 'geyma eins og sjáaldur auga síns, ekkert járntjald, hvorki til austurs eða vesturs. En sem meðlimur Sameinuðu þjóðanna hefir Frakkland lofað því hátíðlega að vinna að því kjamorkan verið notuð til friðsamlegra starfa og mannkyninu til hagsbóta, en ekki í þágu styrjanlda. Forustu frönsku atómrannsóknanna hefir óháður vísindamaður, sem gerir sér fulla grein fyrir ábyrgð- inni, sem á honum hvílir: Frédéric Joliot-Curie prófessor, kvæntur Iréne dóttur Marie og Pierre Curie. Frönsku vísindamennirnir eru ekki lausir við kviða — enginn sem þekkir hina geigvænlegu möguleika atómsprengjunnar getur verið það—, en gagnstætt því sem gerist um starfsbræður þeirra í Bandaríkjunum, Bret- landi og Rússlandi eru þeir al- veg óháðir boði og banni ríkis- stjórnar sinnar. Þeir geta því betur litið á málið frá sjónar- miði heimsborgarans, og því er ekki ástæðulaust að vona, að besta lausn málsins geti komið frá þeim, um það hvernig hafa skuli eftirlit með atómorkunni, innan vébanda UNO. Joliot-Curie gæti gefið not hæfa ‘uppskrift’ að atómsprengju þó að ekki yrði hún eftir amer- íkanskri fyrirmynd, en hann ætl- ar sér ekki að gera það. Hann tekur þvert fyrir að búa til atóm- sprengjur og segist byggja þá neitun sína á frönsku raunhæfu hugarfari. Bæði hann og aðrir franskir atómví^indamenn vita, að ef til styrjaldar kæmi gætu Frakkar ekki haldið uppi atóm- sprengjuframleðslu því að fyrir- tækin mundu standa berskjöldið fyrir að verða eyðilögð á svip- stundu. Og auk þess hafa vísindin jafn- an haft friðland og verið alþjóð- legs eðlis með hinni frönsku þjóð. Að því er atómrannsóknir sérstaklega snertir þá neitaði próf. Joliot-Curie, að frásögn ameríkönsku atómnefndarinar, að gangast undir að halda leynd- um uppgötvunum sem hann kynni að gera í sambandi við klofning atómsins. Það gerði hann 1939, og þá var hann fremsti vísindamaður heimsins í þessari grein. Eftir að þjóðverj- jarnir Otto Hahn og Strassmann, við Kaiser Wilhelm-stofnunina í París, höfðu uppgötvað að úran- atómið klofnar í tvennt, fundu þau Lies Meitner og Frisch, sem bæði höfðu flúið frá Hitler-Þýska landi, hina fræðilegu skýringu á þessu. Þau störfuðu þá hjá Niels Bohr í Kaupmannahöfn. Síðan fundu þeir Joliot-Curie, Halban og Kowarski neutron-geislunina við þennan klofning og sýndu fram á hagnýta þýðingu hinna svonefndu “keðjureaktiona”. Við “keðjureaktion” leysist hin bundna orka atómsins stig af stigi og veldur hinum ægilegu sprengingum, sem heimurinn kynntist fyrst í Hiroshima sum- árið 1945. En það er líka hægt að tempra þessa orku og hafa taum hald á henni og nota hana sem ■rekstursafl fyrir vélar og sam- göngutæki. Undir vissum kring- umstæðum er hægt að nota úran á þennan hátt, og Joliot Curie og samverkamenn hans hafa sýnt fram á hvernig skuli fara að því. Neutron, sem sprengir sig inn í úran 235 klýfur það í ýms frum- efni og um leið myndast kjarn- orka og fleiri neutrónar. Ef fleiri en einn af þessum framkomnu neutrónum hitta önnur úranatóm endurtekst klofningin hvað eftir annað og orkuframleiðslan eykst og margfaldast. En í náttúrunni sjálfri virðast neutrónarnir hverfa án þess að valda klofningi atóma. Joliot-Curie sýndi fram á hvernig hægt er að draga úr hraða neutrónanna með því að láta þá rekast á þimgavatnsatóm, þannig að þeir hrökkvi til baka eins og billiardkúla sem rekst á, uns þeir loks hitta úran-atóm, sem gleypir þá. Til þessara til- rauna fékk Joliot-Curie talsvert (Framh. á bls. 4) Hér eru þúsundir, miljónir manna marðir í gnístrunum drápsvéla tanna. Ofbeldið drambsamt til atlögu kallar; ætlar sér völdin um heimsálfur allar. Borussi-andinn til áhlaupa mestur, útbreiddur löngu á hafsströndu vestur. Dynja úr skýjunum helskeytin hörðu, hrjóðandi mannvirki smjúga í jörðu. En hetjur ei æðrast við eldhríðir þéttar; -með óbifað hugrekki traustar sem klettar. Þór sló með hamrinum Skrýmnis á skalla: “Hvort skynjaði eg akarn á höfuð mér falla?” Hvílíkur glæpur, þau hefndarverk æfa heimsmenning aldanna í blóði að kæfa. Nær munu þjóðirnar opna sín augu, afskola grimmdina í mannúðar-laugu; haturs og íllgirnis eiturjurt svarta upprætt svo fái úr mannlegu hjarta? Kvæðið Morgun, bls. 19, er góður skáldskapur, sem holt er að kynnast; síðasta erindið er á þessa leið: Vek þú upp frá íllum draumi alla sem í tryldunj glaumi fljóta eins og fis með straumi, fáskiftnir um líf og hag, svalla um nótt og sofa um dag. Lát þá skilja, að lífið krefur liðs af þeim, sem afl það gefur. Þeim, er verk sitt vandað hefur verður rótt um sólarlag. Þeim, sem skylduverk sitt vanda veri heiður. Góðan dag! Mörgu kvæði Bjarna skálds lúta að árstíðum og hinum mismunandi svipbrigðum þeirra; flest eru þau ljóðræn og liðlega kveðin, en sjaldnast það styrk, að veruleg áhrif veki; þó er íhyglisvert kvæðið Á nýári, bls. 57, er lýkur með þessu erindi: í hrímskeggið Þorri mun þusa að vanda; og þrálát hún Góa, með stinnings él. Svo gengur inn vorið með vinarþel og vekur til starfanna framsækinn anda. Að vinna með gróandans vaxtarþrá er vorsálar hugsjónin, kröfuhá; og syngja með hækkandi hljóði í heimslífsins mikla óði. Kvæðið í grafreitnum, bls. 77, sem er um alt eitt fegursta og gagnhugsaðasta kvæðið í áminstri ljóðabók, hefst með þessu erindi: Göngum hægt um helga reitinn; hérna sefur liðna sveitin grafin undir grænan svörð. Draga skyldum skó af fótum, skrafa þýtt, í lágum nótum, því að hér er heilög jörð. 0 Einn flokkurinn í ljóðabók Bjarna skálds, nefnist Gamankvæði, og mun það verða töluvert álitamál hvort þar sé með öllu um réttnefni að ræða; þessi flokkur hefst með kvæðinu Leti, bls. 129. Tvö fyrstu erindin hljóða á þessa leið: Letin allra meina mest mig hefir þjáð um æfidaga; tafið störf, í framkvæmd, flest — fjárhagnum að tjóni og baga. Auðsæll því ég aldrei var — átti tæpast bót á rassinn. Alt að sama brunni bar: brauðlaust húsið, tómur kassinn. Þó ættjarðarljóð Bjarna skálds séu að vísu svip- hrein, skortir þau þann hjartahita er tíðum hefir auð- kent kvæði flestra skálda, er dvalið hafa lengi fjarvist- um við ísland. Talsvert er af þýðingum í áminstri ljóðabók, og er þeirra veigamest Eg líkbrendi Sam McGee, eftir Robert W. Service. Börn Bjarna Þorsteinssonar hafa, eins og fyr var vikið að, unnið þarft verk með söfnun og útgáfu áminstra ljóða, og er þess að vænta, að starf þeirra verði launað með víðtækri útbreiðslu bókarinnar. Bókin kostar í vönduðu bandi $3.95 og fæst hjá frú Önnu Magnússon c/o Thor Gift Shop í Selkirk, og í Björnsson’s Book Store 702 Sargent Avenue, Winnipeg. 4HLGAMAL IWENNA RiUtjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ÁRDÍS Ársril Bandalags Lúierskra Kvenna, 16. hefii Riisijórar: Flora Benson og Þjóðbjörg Henrickson Víðstækustu og sterkustu félagssamtök íslenzkra kvenna í Vesturheimi eru óneitanlega þau samtök, sem ganga undir nafninu Bandalag Lúterskra Kvenna. Samkvæmt skýrslum á tuttugasta afmæli bandalagsins, 1945, tilheyrðu því 19 kvennfélög og meðlima talan var 500. Hefir þeim sennilega fjölgað síðan, því engin deyfð né drungi er í þessum félagsskap; þess bera vitni afköst félagsins á þessum árum, kristindóms fræðsla ungmenna og sumarbúðimar. Eitt af mikilvægari afrekum bandalagsins má telja útgáfu- starfsemi þess. Á borðinu fyrir framan mig liggur nú sextánda hefti ársritsins, Ardís, vandað að öllum frágangi og fróðlegt til lesturs. Maður finnur til metnað- ar yfir því, að konur hafa haldið uppi útgáfu þessa myndarlega rits í sextán ár og munu halda því áfram í mörg ókomin ár, því enga afturför er að merka á þessum árgangi, nema síður sé. Árdis er vitaskuld fyrst og fremst félagsrit og er gefið út í þeim tilgangi að styrkja málefni félagsins. Hver ein einasta hinna 500 félagskvenna ættu því að gera sér það að skyldu að út- vega sér ritið strax og það kem- ur út og sýna þannig rækt og trúmensku við sinn félagsskap. Að sjálfsögðu gera þær það, ekki síst ef forsetar hinn ýmsu kvenn- félaga hafa með sér upplag af ritinu á fundunum. Verð ritsins er svo lágt að enga munar um það. Á ársþingum bandalagsins flytja venjulega þektar og rit- færar konur erindi sem síðan eru birt í ritinu. Þar að auk birtast þar þingtíðindin og skýrslur for- seta og annara embættiskvenna. Allar félagskonur, hvert sem þær sækja þingið eða ekki, eiga þann- ig kost á að fylgjast með því, sem þar hefir gerst og allri starfsemi félagsins. 1 þessum árgangi birtast: Ávarp 1U Bandalags Lúterskra kvenna eftir ungfrú Svanhildi Sigurgeirsdóttur; How To Live Your Faith eftir frú Ellen Fáfnis: Bindindi eftir frú Margéti Bardal og fyrri hluti hins innviðamikla fyrirlesturs frú Rannveigar K. G. Sigbjörnsson, Hvernig getur konan bezt styrkt heimsfriðinn. Var allra þessara erinda getið að nokkru í þessum dálkum stuttu eftir að þau voru flutt, á þinginu. Árdís er ekki einungis félags- rit; það hefir einnig, að geyma nokkurt safn til sögu Vestur Is- lendinga; ritið á því erindi til fleiri en félagskvenna. Mér hefir ávalt fundist konur vera fremur afskiftar þegar ritaðir hafa verið landnámsþættir og saga íslend- inga í þessari álfu, þessvegna er þakkarvert að ritið hefir flutt drög til sögu ýmsra kvennfélaga og umsagnir um merkar vestur íslenzkar konur. í þetta skipti skrifar frú Ingibjörg J. ólafsson, forseti bandalagsins, prýðilega ritgerð, eins og vænta mátti frá hennar penna, Kvenníélag Sel- kirk Safnaðar 50 ára, þá eru og stuttar minningargreinar, eftir ýmsa höfunda um ellefu félags- konur, er látist hafa á árinu, og fylgja þeim myndir. En galli er það að ekki er alstaðar getið hverra ætta þær voru á íslandi, en það er mjög áríðandi frá sögu- legu sjónarmiði séð. Hin fallega grein ungfrú Lilju M. Guttormson, Galileuvatn Nýja íslands, sem birtist í Sameining- unni og síðar í Lögbergi er hér endurprentuð, þá er undurfögur grein, Tónverkið "The Messiah" þýdd af Ingibjörgu J. Ólafsson. Eg hafði ættlað að leiða hjá mér frekari umræður um Sum- arbúða nafnið, en eftir að hafa lesið skýrslu forsetans er óhjá- kvæmilegt að eg bendi henni á að þótt menn vilji velja íslenzk nöfn fyrir stofnanir, sem íslend- ingar standa að, er slíkt alls ekki vottur þess að þeir unni ekki landi sínu, Canada eða Banda- ríkjimum. Þótt við vörpum öll- um íslenzkum nöfnum, fyrir borð — íslenzkum mannanöfn- um, félagsnöfnum og stofnanna- nöfnum, mun það aldrei verða talið okkur til ágætis eða sem merki sérstakrar þegnhollustu.— Nokkrar leiðinlegar prentvill- ur og skekkjur í ljóðlínum hefi eg orðið vör við í ritinu. 1 erindi frú Rannveigar er ekki farið rétt með tvö ljóð, sem þar er vitnað í, og hendir það margan, sem er ljóðelskur, að hann treystir á minnið og flettir ekki upp ljóða- bókurjum. Ljóð Hannesar Haf- steins er svona: “öllum hafís verri er hjartans ís, er heltekur skyldunnar þor. Ef hann grípur þjóð, þá er glölunin vís “o.s.fr. þriðja lína í versinu bls. 28 á að vera svona: “Svo angruð sála aðsioð finni” A blaðsíðu 42 er vers úr passíu- sálmunum; í síðustu línu er orð- ið “bugðum”, en á að vera byggð- um. 1 bæninni Gæt þú mín eftir S.J.J. bls. 55, hlýtur þriðja línan að vera röng; hún á sennilega að vera svona,%“Mun nokkuð geta hlýft sem hendi þín.” — Nafnið Sigþóra á bls. 82 er og afskræmt. Á ensku er “Þ” skrifað sem “Th” nafnið á því að vera, Sigthora. Annars er frágangur ritsins prýðilegur, eins og áður er sagt, ekki síst þegar tekið er tillit til þess að ritstjórar og starfsmenn þess vinna að því í hjáverkum. Það er og prýtt, auk þeirra mynda, sem áður er getið, nokkr- um myndum af ýmsum atburð- um í sögu kirkjunnar og presta hennar á liðnu ári, og er um alt hið eigulegasta. Ritið sem er selt fyrir alt of lágt verð, aðeins 50 cents, fæst hjá forsetum kvennfélaganna og eftirgreindum konum: Mrs. Ing- unn Gillies, 680 Banning Str., Winnipeg, Mrs. Guðrún Erlend- son, Arborg, Man., Mrs. ’Laura Finnbogason Langruth, Man. og Mrs. Sarah Childerhose, Little Britain, Man. Phone 21101 ESTIMATES FREE j. H. INGIMUNÐSON Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs 632 Simcoe St. Wlnnipeg, Man. The Swan Manufacturing Co. Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Sttan Eigandi Heimili 912 Jessie Ave. 281 James Sl. Phone 22 641 SEND YOUR FALL GLEANING AND LAUNDRY NOW F0R FAST SERVICE Use Perth’s Carry and Save Store or Phone 37 261 PERTH’S

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.