Lögberg - 11.11.1948, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. NÓVEMBER, 1948
3
ÁSKELL BRANDSON
1875 — 1948
Mrs. Þórdís Johnson
MINNINGARORÐ
“Skjótt hefir sól brugðið sumri”, kvað skáldið eftir vin sinn
látinn. Hið sama máttu vinir Kela Brandsonar (en svo nefndi
hann sig jafnan) segja við hið óvænta og sviplega fráfall hans,
föstudagskveldið 2. júlí síðastliðinn. Kl. 8 það kvöld fékk hann
aðsvif og var dáinn um kl. 9. Hafði hann gengið að störfum sínum
þann dag eins og hann var vanur.
Keli Brandson var fæddur 5.
desember, 1875 að Brekku í Dala-
sýslu. Til Ameríku kom hann
með foreldrum sínum 2 ára gam-
all. Settust þau fyrst að í Minne-
sóta. Dvöldu þau þar ekki lengi
og fluttu þaðan til North Dakota.
Foreldrar hins voru hin vel
þektu hjón, Jón Brandssoá og
Margrjet Guðbrandsdóttir frá
Hvítárdal. Dvaldi Keli að mestu
heima í foreldrahúsum þar til
hann flutti til Saskatchewan ár-
ið 1903. Þar nam hann land, 2
milur norður frá Elfros og gift-
ist hann 15. febrúar, 1906 eftir-
lifandi konu sinni, Oddnýu Hjál-
marson. Höfðu foreldrar hennar
flutt frá Dakota til Saskatchewan
árið 1904. Þau Keli og Oddný
bjuggu á þessari landnámsjörð
til ársins 1911, en fluttu þá til
Montana og námu land í grend
við Ethridge. Þrjú heimili bygg-
ðu þau úr auðn í Montana. Hið
síðasta í Lewis and Clark Coun-
ty, 65 mílur vestur frá Great
Falls. Árið 1921 fluttu þau vest-
ur að Kyrrahafi og keyptu bú-
jörð skamt frá Blaine, Washing-
ton, þar sem þau hafa búið síðan.
Þetta heimili endurbyggði Keli,
svo það má heita svo, að hann
hafi reist heimili að nýju á 5
bújörðum. öll voru þessi heim-
ili þannig gjörð að byggðar
prýði mátti telja. Þó mun heim-
ilið í Lewis and Clark County
hafa verið þeim reisulegast og,
hefi eg heyrt mikið af því lát-
ið, enda var Keli búhöldur góð-
ur og var myndarbragur á öllu,
bæði utan og innan húss. Var
Kona hans í öllu þessu starfi hon-
um samhent og samstarfandi.
Þau hjónin eignuðust eitt
barn, en það dó í fæðingunni. En
þau hafa alið upp 2 fósturbörn:
Helgu Pálsdóttir, Jóhannson
(systurdóttir Oddnýjar) og John
Eyford. Helga er gift Óskari
Klebeck og búa þau í Saskat-
chewan. Kona John Eyford er
Wanda Fayette og búa þau í
Bellingham. Helga á 7 börn og
1 barabarn, en John á 2 börn.
Keli Brandson var ágætur heim-
ilisfaðir og reyndust þau hjón
fósturbörnum sínum sem beztu
foreldrar og létu sér ætíð ant um
hag þeirra, engu síður eftir að
þau voru farin að spila upp á
eigin spítur.
Keli var fáskiftinn um almenn
mál. Þetta var þó alls ekki af
því, að hann léti sig þau litlu
skifta — því það var þvert á
móti — heldur vegna skapferlis,
sem hamlaði honum frá því að
láta sín að nokkru getið. Var vin-
um hans þetta að bæði ráðgáta og
raun, því hann var skýr hugs-
aður og mannvlnur. Hann til-
heyrði þó samvmnufélagi Hæns-
aræktanamanna frá byrjun þess
Áskell Brandson
félagsskapar hér og studdi hann
með ráði og dáð, máske þó meira
með dáð. Því afskifti hans af
hverju sem var, var ætíð meira
“á borði” en “í orði”. Einnig til-
heyrði hann tafl klúbb hér því
hann hafði yndi af manntafli og
var ágætur taflmaður. Eitt sinn
er Canada og Bandaríkjamenn
háðu fjölment kapptefli hér á
landamærunum, varð mér geng-
ið framhjá borði því er Keíi
tefldi við. Canada maðurinn var
farinn. Spurði eg Kela um leiks-
lok. Hann sagði ekki elns og
flestir mundu hafa sagt: Eg vann
taflið. Heldur sagði hann, og var
seinmæltur að vanda: “Hinn
maðurinn tapaði”. Eg get þessa
atviks vegna þess, að það var
mér svo sláandi dæmi þess, hve
ómögulegt honum virtist vera að
segja, “ég”, í sambandi við
unnin afrek. I bréfi til mín, frá
einum af vinum hans og nábú-
um, segir meðal annars svo: “Eg
frétti um lát Kela og sakna hans
eins og fleiri munu gjöra. Eg
þekti hann betur en margir aðr-
ir, og fanst samt eg ekki þekkja
hann til fulls. Þetta var vits og
mannkosta maður, sem samtíðin
hafði aldrei fullnot af.” Þetta
finst mér hverju orði sannara
og gæti vel gjört þessi ummæli
að mínum eigin. — En nú finst
mér vinur minn hvísla í eyru
mér: Hættu nú! Þetta er nú orð-
ið miklu meira en nóg um mig.
Eg hlýði Keli, vinur minn, en
ekki meinar þú mér þó að kveðja
þig. Vertu sæll íslenzki land-
námsmaður, afreksmaður, “Vits
og mannkosta maður”. Ef hver
sú sál sem nær ekki að njóta sín
hér, á framhald fyrir höndum,
þá liggur för þín nú mót hækk-
andi sól og mikil framtíð bíður
þín.
Far þú í Guðs friði. A.E.K.
Þessar hendingar komu mér í
hug við lát Kela Brandssonar:
Á hafið eg stari hljóður
Og hugsandi um það spyr: —
Er vinur minn genginn er góður
Um gullnar sólarlags dyr —
Hvort munum við sjást um síðir,
Við sólaruppkomu dyr,
Og tala um liðnar tíðir
Og tarráðnar gátur, sem fyr?
En hún sem að heitast þér unni,
Og háði sitt lífsstríð með þér,
Nú lýtur að lífsins brunni
Og leitar þar fróimar sér.
Ó, gef henni úr grátstöfum smíða
Og geislum í tárunum, brú
Til landsins, sem allir er líða
Fá litið í von og trú.
A. E. K.
ISLENZKU BLÖÐIN hafa sagt frá láti hennar. Hún var fædd
á Vatnsenda í Borgarfjarðarsýslu, á Islandi, 5. júlí 1869. Foreldrar
hennar voru þau hjón — Þorsteinn Þorsteinsson og Þóra Odds-
dóttir. Hún flutti vestur um haf árið 1894, og átti heima í Winnipeg.
Þar giftist hún árið 1897 Filippusi Johnson, er ættaður var úr
Rangárvallasýslu. Þau bjuggu þar til ársins 1903, en þá fluttu þau
í svonefnda Grunnavatnsbygð.
Árið 1924 skiftu þau um bújörð,
fluttu á land rétt fyrir austan
Lundar-bæ. Þar dó hann árið
1937. Hún hélt áfram búskap þar,
með aðstoð yngsta sonar síns,
Þorsteins. Þegar ellin lamaði
krafta hennar, flutti hún til
Tengdasonar og dóttur, Mr. og
Mrs. Frank Líndal er búa að 684
Ingersoll St., í Winnipeg. Þar var
hún síðustu 4 ár æfinnar.
Æfistarf sitt leysti Þórdís af
hendi með prýði. Hún hafði góða
hæfileika til líkarna og sálar og
notaði þá með samvizkusemi og
velvild, ástvinum sínum til bless-
unar og mannfélaginu til góðs,
eftir því sem unt var. Hún unni
kirkju og kristindómi og lagði
góðum málefnum af alhug lið-
veizlu. Hún átti skýra hugsun,
góða dómgreind og ágætt jafn-
vægi.
Þau hjónin eignuðust 7 börn.
Eitt þeirra lézt ungt. Son Gil-
bert' mistu þau í fyrra veraldar
stríðinu. Hann var afbragðs-
námsmaður og drengur hinn
bezti. Á lífi eru:
1. Steinthora Guðríður, í mik-
ilhæfri stöðu í Ottawa; 2. Pálína
Vilborg, gift Ernest Smith, bú-
sett í Winipeg; 3. Valtýr Guð-
jón kvæntur maðuir í Winnipeg,
4. Thorsteinn Óskar, einnig í
Winnipeg; 5. Laufey, Sigríður,
gift Frank Líndal búsett í Win-
nipeg.
Systir Þórdísar, Vilborg, kom
með henni vestur, og átti heim-
ili hjá þeim hjónum og einnig á
heimilinu eftir að Filippus dó.
Heilsu hafði Þórdís fremur
góða og starfþrek ágætt. Á seinni
heiisu og dapra sjón, en að öðru
árum bjó hún við dvínandi
leyti var líðan hennar eítir von-
um. Veik var hún síðast aðeins
rúma viku, en hvíldina fékk hún
fimtu dagin.n 21. október.
Jarðneskar leifar hennar voru
fluttar norður í gömlu átthagana.
Útfarar athöfnin fór fram aðal-
lega í Lútersku kirkjunni á Lun-
dar sunnudaginn, 24. okt. Kirkj-
an var alskipuð fólki, söngflokk-
ur á palli, og Mr. Vigfús Gutt-
ormsson við orgelið. Séra Rún-
ólfur Marteinsson flutti kveðju-
málin. Líkið var flutt austur í
grafreitinn við Grunnavatns-
kirkjuna og þar jarðað. Þar hvíl-
ir líkami hennar við hlið mann-
sins hennar. Þau voru sameinuð
í jarðneska lífinu; þau eru sam-
einuð í dauðanum og eilífa lífinu.
“Þá lind hún fann,
sem hylst í dagsins glaumi
það heilagt gull,
sem dylst í fleygum straumi.
Rúnólfur Marteinsson
Séra Asgeir Asgeirsson præp. hon.
Sjötugur
Aldraðir Islendingar líta unglegar út en áður. Fáum, sem ekki
þekkja til, mundi koma til hugar að sér Ásgeir ætti 70 ár að baki.
Daglega má sjá hann ganga til vinnu sinnar eins og miðaldra
maður væri á ferðinni. Þó eru árin orðin þetta mörg og margþætt
lífsreynslan, sem hann hefur gengið í gegnum.
Það var stór vinahópur, sem
kom á heimili sér Ásgeirs hinn
22. f. m. er hann átti sjötíu ára
afmælisdag sinn. Þar voru ætt-
ingjar og vinir og aldraðir sam-
ferðamenn, sem minntust liðinna
daga, samstarfs of langrar vin-
áttu og þar átti einnig æskan
marga glæsilega fulltrúa. Því síð-
an sér Ásgeir hættu embættis-
störfum hefur hann imnið með
ungu fólki í skriftstofum “Al-
mennarar Tryggingar h. f.” í
Reykjavík.
Það var bjart yfir afmælisdegi
séra Ásgeirs. Sólin skein inn um
gluggana. í hverri vistarveru
hússins voru vinir, sem komu
með óskir sínar til afmælisbam-
sins. Á neðri hæð hússins búa
þau hjónin frú Ragnhildur Ingi-
björg dóttir þeirra séra Ásgeirs
og Ragnhildar konu hans og
Ófeigur Ófeigsson læknir, en
þau séra Ásgeir og kona hans á
efri hæð. En húsið er vitaskuld
allt eins og eitt heimili. Minnst
var þenna dag hins merkilega
stairfsferils séra Ásgeirs, prest-
sins, prófastsins og leiðtogans um
héraðs- og menningarmál og
þakkir til hans farmbomar fyr-
ir störfin er hann vann. Margs
var minnst, sem á dagana hafði
drifið og kom það fallega og
glöggt fram í orðum séra Ásgeirs
er hann mælti þann dag, að hann
bar ríkar þakkir í huga til Guðs
fyrir handleiðslu hans og vernd
á æviveginum og að hann minnt-
ist með sérstöku þakklæti ár-
anna sem hann dvaldi í Dölum
vestur hjá sóknarbörnum sín-
um.
Það var eins og svo oft áður
viðkvæmt mál þenna dag, að frú
Ra^nhildur, kona séra Ásgeirs
var á sjúkrabeði sínum. Hún er
búin að vera þar flestum stund-
um um áratugi. En vinátta þeirra
hefur aldrei fölnað. Að sjúkra-
beði henar sótti hann styrk og
birtu og fegurð. “Þar sem hún
er”, sagði hann “fann eg mestu
gæfu lífs míns”.
Það er lærdómsríkt fyrir þá
sem æðrast og kvarta yfir smá-
munum, sem á móti ganga, að
koma að þessum sjúkrabeði.
♦
Séra Ásgeir var í þjónustu
kirkjunnar í nærfelt 39 ár og
hefði sennilega orðið það nokkru
lengur, ef heilsubrestur hefði
ekki knúð hann til að hætta. Nú
er heilsan aftur betri og fer hann
glaður og ánægður að morgni
hvers dags til starfa og að kvöldi
heim, þangað, sem hann unir
bezt.
Séra Ásgeir er sæmdarmaður,
og drengur hinn bezti.
S. S . Kirkjubl. 4. okt.
KAUPENDUR LÖGBERGS OG
HEIMSKRINGLU Á ISLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað.
Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐM UNDSSON
Mávahlíð 37, Reykjavík.
Business and Professional Cards
SELKIRK METAL PR0DUCTS LTD.
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeining, ný
uppíynding, sparar eldiviö,
heldur hita.
KJELJjY sveinsson
Simi 64 368.
187 Sutherland Ave., Winnlpeg.
JOHN A. HILLSMAN.
M.D., Ch. M.
$27 Medical Arts. Bldg.
Office 99 349 Home 403 288
S. o. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh Sl. Winnipeg
Phone 94 624
PHONE 87423
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 7 VINBORG APT8.
694 Agnee St.
Viötalstlmi 3—6 eftlr hádegl
Office Ph. 95 668 Res. 404 319
N0RMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B.
Barrister, Sollcitor, etc.
411 Childs Bldg,
WINNIPEG CANADA
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk, Man.
Offlee hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Office 26 — Res. 230
ÍEÉÍSTM
JEWELLERS
jgNJlipí
447 Portage Ave.
A Imo
123
TENTH ST.
BRANOON
Winnipeg
Office Phone Res Phone
94 762 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment
Manitoba Fisheries
WINNIPEG, MAN.
T. Bercovitch, framkv.st).
Verzla t helldsölu meö nýjan og
froeinn fisk.
303 OWENA STREET
Skrlfert.simi 26 365 Heima 56 482
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
t
606 SOMERSET BUILDING
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
Talsími 96 826 Heimilis 53 893
DR. K. J. AUSTMANN
BérfrœOinour i augna, eyma, nef
oo kverka sjúkdómum.
209 Medlcal Arts Bldg.
Stofutimi: 2.00 til 6.00 e. h.
DR. ROBERT BLACK
BérfrœOinour i auona, eyma,
nef oo hdlssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusimi 93 851
Heimasími 403 794
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N. DAK.
Islenzkur Xyfsali
Pölk getur pantaö meöul og
annað meö pósti.
Fljöt afgreiðsla.
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur llkklstur og annast um öt-
farir. Allur Otbúnaöur sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
mlnnisvaröa og legsteina.
Skriístofu talsíml 27 324
Heimilis talsimi 26 444
Geo. R. Waldren, M. D.
Physician and Buryeon
Cavalier, N. D.
Office Phone 96. House 108.
PHONE 94 981
H. J. H. PALMASON
and Company
Chartered Accountants
119 McINTYRE BLOCK
Winnipegv Canada
__ Phone 49 469
Radio Service Specialiste
ELECTRONIC LABS.
H. THORKEIjBOH. Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
130 OSBORNE 8T„ WINNIPEG
Drs. H. R. and H. W.
TWEED
Tannloeknar
406 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 96 952 WINNIPEG
Dr. Charles R. Oke
Tannlœknir
For Appointments Phone 94 908
Office Hours 9—6
404 TORONTO GEN. TRUST8
BUILDINÖ
283 PORTAGB AVE.
Wlnnipeg, Man.
SARGENT TAXI
Phone 76 001
FOR QUICK RELLABLE
SERVICE
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG WPG.
Fasteignasalar. Leigja hús. Ot-
vega penlngalán og eldsábyrgð.
bifreiöaábyrgö, o. s. frv.
PHONE 97 538
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
LöofrœOinoar
209BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
Siml 98 291
GUNDRY PYMORE
Limited
British QuaUty Fish Nettino
58 VICTORIA ST„ WINNIPEG
Phone 98 211
Manager T. R. THORVALiDBON
Your patronage will be appreciated
C A N A D I A N FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAOE, Manaoing Director
Wholesale Distributors of Fraeh
and Frozen Fish.
311 CHAMBERS STREET
Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLOCK SIMI 96 227
Wholesale Distributors of
FREJSH AND FROZEN FISH
Bus. Phone 27 989 Rei. Phone 3$ líl
Rovatzos Flower Shop
Our speclaltles
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
Mrs. S. J. Rovatxoi, Proprietress
Formerly Roblnson 8c Co.
253 Notre Dame Ave.
WINNIPEG MANTTOBA