Lögberg - 11.11.1948, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. NÓVEMBER, 1948
Hogtocrg
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Margt fer öðruvísi en ætlað er
Síðustu forsetakosingar í Bandaríkjunum, leiddu enn sem fyr
hið fomkveðna í ljós, að margt fer öðruvísi en ætlað er, því í pól-
itískum skilningi var Harry S. Truman naumast hugað líf; flokks-
bræður hans margir hverjir, sneru við honum baki, einkum í Suð-
urríkjunum, og skoðanakannana stofnanir víðsvegar um landið
töldu Republiconum með Mr. Dewey í fararbroddi frægan sigur
vísan; en hér fór nokkuð á annan veg, því það var ekki einasta að
Mr. Truman ynni alveg sérstæðan persónusigur með kosningu
sinni til forseta embættis, heldur fengu Demokratar einnig álit-
legan meirihluta í báðum deildum þjóðþingsins.
Svo vissir þóttust Republicanar í sinni sök, að löngu áður en
talning atkvæða var hálfnuð, fluttu ýms helztu flokksblöð þeirra
forsíðumyndir af Mr. Dewey með feitletruðum fyrirsögnum um
sigur næsta húsbóndans í Hvíta húsinu í Washington; öll þessi dig-
urmæli urðu áður en varði innantóm orð; eftir því sem lengra leið
á kvöldið fóru horfur Mr. Trumans batnandi og jafnvel þrátt fyr-
ir það þó hann biði lægra hlut í New York og Pennsylvaníu, þeim
ríkjunum, sem hæzta hafa kjörmannatölna; um ellefuleytið morg-
uninn eftir kosninguna, viðurkendi Mr. Dewey formlega sigur Mr.
Trumans og sendi forseta árnaðaróskarskeyti; eftir það varð hljótt
í herbúðum Republicana.
Svo voru Demokratar lengi vel vondaufir um kosningasigur, að
þeir útnefndu Mr. Truman með hangandi hendi og höfðu gert til-
raunir í þá átt, að fá Eisenhower hershöfðingja til að takast á
hendur flokksforustuna. En Mr. Truman sat við keip með óbilandi
sjálfstraust og viljaþrek; hann ferðaðist náttfari og dagfari um
landið þvert og endilangt og flutti langtum fleiri ræður en nokk-
ur forseti hafði áður gert í kosningarhríð; hann talaði til fólksins
á því máli, sem allir skilja, hispurslaust og án skrúðmælgi, aðsókn
að fundum hans óx jafnt og þétt; hann úthúðaði Republicana meiri
hlutanum í báðum þingdeildum fyrir smásálarskap og hugsjóna-
skort og kvað hann að öllu ábyrgan um hina íllræmdu verka-
mannalöggjöf, sem gengur undir nafninu Taft-Hartley löggjöfin
og mjög þappar að samtakarétti hinna ýmsu verkalýðsfélaga; —
hann bar Republiconum það á brýn, að stefnuskrá þeirra væri í
rauninni hvorki fugl né fiskur nema í þá átt að, tryggja sem mest
og bezt hagsmuni forréttinda-stéttanna innan vébanda þjóðfélags-
ings, og honum tókst að sannfæra meirihluta kjósenda um, að hann
hefði lög að mæla.
Verkamenn og bændur réðu mestu um kosningu Mr. Trumans;
Þeir höfðu auðsjáanlega íllan bifur á Mr. Dewey, eða réttara sagt á
viðhorfi hans til málefna bænda og verkamanna og vildu þar afleið-
andi ekkert eiga á hættu; þeim var það ljóst að Mr. Truman stæði
nær og þess vegna fylktu þeir um hann liði; sigur hans var sigur
amerískrar alþýðu.
Persónusigur Mr. Trumans er alveg einstæður í sinni röð, en hann
er annað og meira en það; hann er stórsigur fyrir lýðræði hinnar
miklu Bandaríkjaþjóðar og hjartastyrking fyrir hugsjónir lýð-
ræðisins vítt um heim.
Stéfna Bandaríkjanna í utanríkismálum barst naumast í tal í
áminstum forsetakosningum, og má það til nýlundu telja; á þeim
vettvangi bar í rauninni lítið á milli, því eins og vitað er, veittu
forustumenn Republicana, svo sem Senator Vandenberg, Mr. Tru-
man í þeim efnum jafnan að málum.
Naumast verður um það deilt, að í áminstum kosningum hafi
andi Roosevelts svifið yfir vötnunum og komið til liðs við Mr. Tru-
mans og Demókrata flokkinn í heild. Skipulagið nýja eða hið svo
nefnda Roosevelts New Deal, kom mjög á dagskrá í kosningabar-
áttu Demókrata, og verður sennilega endurvakið í einhverri mynd,
er hið nýkosna þing kemur saman, því margir hinna nýkosnu þing-
manna hallast ábærilega til vinstri í skoðimum sínum, og það ger-
ir Mr. Truman líka.
Hin sjaldgæfi, kyngimagnaði viljakraftur Mr. Trumans réði
miklu um úrslit kosninganna ,og sannar enn sem fyr, hve góður vilji
er sigursæll.
Kosningu Mr. Trumans hefir hvarvetna verið vel fagnað nema á
Rússlandi, þar sem höfuðpaurarnir vildu hann feigan í stjómmála-
legum skilningi.
Skipt um stjórnarforustu
Frá Bókamarkaðinum
Marcel Ayné: Maðurinn, sem
breytti um andlit. Karl ísíeld ís-
lenzkaði. Bókaútgáfan Drápa. —
Reykjavík 1948.
Höfundur skáldsögu þessarar
er ekki als ókunnur íslenzkum
lesendum, því að í fyrra eða hitt-
ið fyrra kom út eftir hann önnur
skáldsaga, Vér lifum á líðandi
stundu, í íslenzkri þýðingu eftir
Karl ísfeld ristjóra. Mun sú saga
hafa verið mikið keypt og lesin,
enda nýstárleg um margt og vel
skrifuð, þótt efnið væri ekki sér-
iega hrjálegt. Hin nýja saga þessa
höfundar, er nú hefir verið gefin
út á íslenzku, er raunar ennþá
iurðulegri samsetningur en sú
hin fyrri, Hún er skrifuð af miklu
fjöri, hugkvæmni og stílfágun, en
eínið er ævintýraleg kynjasaga,
“draumi líkust og dikti”, fjar-
stæðukennd og óraunhæf, en í
hina röndina er sagan þó harla
nýtízkuleg og “harðsoðin” á am-
eríska vísu, engu síðar en sögur
Don Tracys eða James M. Cains,
svo einhverjir slíkir riddarar
nýrra bókmennta séu nefndir.
Það er enginn viðvaningsbragur
á vitleysunni, og tilraunin held-
ur ekki alls ómerk sem sálfræði-
leg rissmynd, þegar söguhetjan
verður fyrir því áfalli að missa
sitt eigið andlit, — breytast líkam
lega úr miðaldra, hversdagsleg-
um og fremur ófríðum kaup-
sýslumanni í ungan og fríðan
flagara, sem fer á fjörurnar við
sína eigin ektakvinnu og gerist
Kokkáll sjálfs sín, svo að dæmi
séu nefnd um hinar hugvitsam-
legu fjarstæður, sem einkenna
bók þessa.
♦
John Galsworihy: Svipur kyn-
slóðanna. Gísli Guðmundsson ís-
lenzkaði. Bókaútgáfan Norði. —
Akureyri 1948.
Varla getur ólíkari skáldbók-
menntir en frönsku nútímasög-
una, er nefnd var hér að framan,
og frásagnaflokk þann eftir
brezka skáldjöfurinn Galsworthy
sem Gísli Guðmundsson hefir nú
þýtt með mikilli prýði á íslenzku
og Norði gefið út í vandaðri út-
gáfu. Eigi skal það dregið í efa,
að Marcel Ayné sé í hópi hinna
sérkennilegustu yngstu rithöf-
unda Frakka, og sennilega má
hann heita dágott sýnishorn og
fulltrúi þeirrar rótlausu mann-
tegundar og sjúklegu hugar-
stefnu, sem er á síðustu áratug-
um smám saman að stjaka hinu
glæsilega franska þjóðveldi fram
á yztu heljarþröm félagslegrar
óreiðu og viðnámslausrar ringul-
reiðar. — En þá er Galsworthy á
hinn bógin myndugur og heil-
steyptur fulltrúi flests hins bezta
og heilbrigðasta í brezku þjóð-
lífi, — ágætt sýnishorn rótfastrar
og hviklausrar erfðamenningar,
— kannske ofurlítið svifaseinn-
ar og þunglamalegrar menning-
ar, en hins vegar þó svo kjarn-
góður og kynfastur, að hún hefir,
hverri annarri þjóðmenningu bet
ur, staðist herhlaup hverskyns
voða, “blóð, strit, tár og sveita.”
— Annars er “Svipur kynslóð-
anna (á frummálinu: "On Forsyle
Change") ein af sex bindum í
hinum mikla sagnabálki Gals-
worthys um sögu Forsyte-ættar-
innar, en sá sagnaflokkur er í
heild talin neitt merkasta skáld-
verk Breta á þessari öld. Er þar
lýst af mikilli snilld æviferli
enskrar borgarafjölskyldu í þrjá
ættliði, eða nær alla 19. öldina
og fram til vopnahlésins 11. nóv.
1918. í þessu bindi er gefið furðu
lega glöggt yfirlit yfir þróun og
æviferil ættarinnar, og þó er bók
in raunar aðeins nokkrar smá-
sögur, — er hver um sig myndar
allsjálfstæða heild, — þar sem
sagt er frá ýmsum einstakling-
um ættarinar og skapgerð þeirra,
lífsviðhorfum og skoðunum lýst
með miklum ágætum í ekki
lengra máli en hér er um að
ræða. Væri vissulega mikill feng-
ur að því að fá alla sögu Forsyte-
ættarinnar þýdda og útgefna á ís-
lenzku, því að auk þess sem sag-
an er hið merkilegasta skáldverk
að öðru leyti, veitir hún furðu-
lega glögga innsýn og skilning
á brezku þjóðar eðli og sögu á
einu mesta þroskaskeiði þessarr-
ar gagnmerku frændþjóðar okk-
ar, “Viktoríu-öldinni”. Ætti út-
gefandi og þýðandi þesssarrar
bókar að taka þessa uppástungu
til athugunar og framkvæmda,
því að sannarlega er enginn
svikinn á slíkum bókmenntum.
Þar er að finna — eins og segir
í öðru sambandi á síðustu síðu
bókarinnar — “enskt berg, ensk
bein! Þögult, gamalt og gott!”
•♦■
Werner Jasperl: Konnungur
valsanna. Bókaútgáfan Norði.—
Akureyri 1948.
Þetta er bókin um Jóhann
Strauss, valsakónginn heims-
fræga, sagan um ævi hans og
baráttu, sögð í léttu skáldsögu-
formi. Ekki er hér um mikið
bókmenntaafrek að ræða, enda
mun ekki til þess ætlazt, en nokk
uð mun hæft í því, sem segir í
eftirmála þeim, er dr. Eberhard
Dannheim hefir ritað með ísl.
þýðingunni, en þar er m.a. svo
að orði komizt: — “Og hvers
vegna birtist einmitt í dag bók
um hreimfagra hljóma Vínar-
valsins? Það er sökum þess, að
börn vorra tíma þrá í raun og
veru heitar en nokkru sinni áður
sanna gleði og djúpa og hreina
ást. Og það er einmitt það sem
bók þessi birtir og veitir. Hún
birtir mynd mikilmennis og göf-
ugmennis, einlæga ást hans til
kvenna þeirra, sem mættu hon-
um á lífsleiðinni og gæddu hann
sköpunarmætti til að syngja lifs-
gleði sína yfir milljónum manna
í hinum fögru völsum sínum.”—
Ætti slík bók ekki að eiga erindi
til vor á þessarri kjarnorku
sprengjunnar ógnaröld?
J. Fr.
Dagur, 29. sept.
Ögmundur J. Bildíell, 82 ára
að aldri, lezt á Almenna spítalan-
um hér í borgini; á mánudaginn
hann laetur eftir ekkju og tvö
börn. Ögmundur var hinn mesti
sæmdjarmaður.
Þeir atburðir hafa gerst, að forsætisráðherra Manitobafylkis,
Hon. Stuart S. Garson hefir ákveðið að láta af stjómarforustu og
leita kosningar til sambandsþings; er það almælt, að hann takist
þá og þegar á hendur dómsmálaráðherraembætti í sambands-
stjóminni.
Mr. Glen náttúrufríðindaráðherra sambandsstjómarinnar, hefir
sagt af sér þingmensku, en í kjördæmi hans, Marquette, býður Mr.
Garson sig fram af hálfu Liberala, en aukakosning í áminstu sam-
bandskjördæmi fer fram 20. desember næstkomandi; ekki verður
Mr. Garson einn um hituna, því C.C.F.-sinnar hafa þegar kunngert
að þeir séu staðráðnir í að setja út mann til höfuðs honum, og senni-
legt að íhaldsmenn geri eitt og hið sama.
Við stjórnarforustu í Manitoba tekur Hon. D. L. Campbell nú-
verandi landbúnaðarráðherra. Hon. Errick F. Willis verður aðstoð-
arforsætiráðherra, en þess jafnframt getið til, að íhaldsmönnum
bættist nýtt ráðherraembætti í stjóminni, og munu þá líkur á, að
við slíku embætti taki Mr. G. S. Thorvaldson einn af þingmönnum
W innipegborgar.
Mr Garson er einn sá allra hæfasti forsætisráðherra, sem Mani-
tobafylki hefir nokkru sinni átt á að skipa, og í hans stjórnartíð
hefir fjárhagur fylkisins komist á traustari grundvöll en nokkru
sinni fyr. Sambandsstjórn græðist góður liðsauki þar sem Mr. Gar-
son á í hlut, og engan veginn er ólíklegt að hann á sínum tíma tak-
ist á hendur forustu Liberalaflokksins og verði forsætisráðherra í
Canada. •
Eftirmaður Mr. Garsons, Mr. Campbell er hagsýnn áhugamaður,
sem góðs eins má af vænta.
Vekur á sér athygli
William E. Benedickson, sambandsþingmaður fyrir Kenora kjör-
dæmið í Ontario, sem er íslenzkur í föðurætt, er stöðugt að auka á
sér athygli vegna mælsku og margþættra hæfileika; nú er svo
komið, að helztu áhrifamenn Liberalflokksins þar eystra vilja óðir
og uppvægir að hann taki að sér flokksforustu í fylkinu í stað Mr.
Olivers, sem sýnist altaf hafa verið að tapa, þó versta fengi hann
og flokkur hans útreiðina í kosningunum, sem haldnar voru í
sumar.
Hvort Mr. Benedickson verður fáanlegur til að draga sig í hlé af
vettvangi sambandstjórnmálanna og reyna að blása fylkisflokkn-
um lífsanda í nasir, eins og Walter Tucker gerði í Saskatchewan,
er enn eigi vitað, þó miklar líkur séu á, að hann gæti unnið þar
kraftaverk.
ÓFEIGUR LÆKNIR ÓFEIGSSON
—Hugsað á barnasamkomu í Winnipeg vorið 1947—
Sem teinrétt björk í íslands æsku að vera
þér örlög skópu, en sú var gjöfin bezt:
að höfuð jafnt og herðar svip þann bera,
sem hetjur landsins fornu prýddu mest.
Og upp sín höfuð allar konur teygja,
er augum líta glæsivöxtinn þinn,
en karlar þeirra í lotning lotnir beygja
sín ljósgrá höfuð bak við maka sinn.
Þú sveifst um háloft hærra en flýgur örninn
og hittir sólguð þar um miðjan veg
og tókst hann með þór svo að blessuð börnin
sér betur leikið gætu í Winnipeg.
Þér fanst ei nóg um “Vestrið vilta” að dreyma.
Nú veiztu hverju ævin hér er lík
og næst um því átt hérna eins vel heima
og höfuðpaurum með í Winnipeg.
Og þú ert okkur feginsfengur mestur,
sem forlög báru á þjóða reginsæ,
en verður heima dáðadrengur beztur
hin djúpu mein að lækna í sveit og bæ.
Við skiljum glögt við erum framtíð faldir,
sem fluttum brott úr okkar sönnu hjörð,
en lands vors guðs er með þér ár og aldir
í íslenzkunar ríki hér á jörð.
Þ. Þ. Þ.
Líklegt að Fisksölusamlag Eyfirðinga
hefji ísfiskútflutning á ný
Hefur þegar ákveðið að greiða útgerðarmönnum
95% af ábyrgðar verði fiskiútflutningsins í vor
Stjóm Fisksölusamlags Eyfirð-
inga, sem stofnað var hér á sl.
vori til þess að annast fisksölu
og fiskútflutning á samvinnu-
grundvelli hér við Eyljafjörð,
ákvað nýlega á fundi sínum að
athuga möguleika á því að hefja
á ný ísfiskútflutning í haust. Hef-
ir Samlagið snúið sér til útvegs
manna og fiskimanna hér við
fjþrðinn og spurzt fyrir um þátt-
töku þeirra.
Ennþá er of snemmt að full-
yrða, hvort úr þessari starfsemi
getur orðið að sinni, en miklar
líkur eru þó til þess.
Góður afli.
Um þessar mundir er góður
afli á línubáta hér og veiðist
mikið af ýsu. Flest hraðfrysti-
húsanna eru full og geta ekki
veitt fiski móttöku. Einnig skort-
ir geymslupláss yfrir saltfisk.
Augljóst er að róðrar hefjast
ekki almennt hér við fjörðinn
nema tryggt sé að hægt sé að
koma fiskinum í verð. Líklegasta
leiðin til þess, eins og á stendur,
er að flytja hann ísvarinn á mark
að erlendis. Eftirgrennslanir
Fisksölusamlagsins miða að því.
95% af ábyrðarverði verður
greitt.
Ennþá er ekki að fullu lokið
fjárhagsuppgjöri á fiskflutning-
unum í fyrra, þar sem Fisksölu-
samlagið á ennþá nokkuð af salt-
fiski, sem er óútfluttur. Verður
ekki hægt að ljúka uppgjörinu
fyrr en þessi fiskur er seldur.
Hins vegar eru ekki horfur á að
fullt ábyrgðarverð náist fyrir
fiskinn, enda þótt ríkissjóður
hafi greitt uppbót á hvert út-
flutt fiskkíló. Samlagið hefir
þegar greitt 85% af ábyrgðar-
verðinu og stjórn þess ákvað á
fundi nú fyrir skemstu að greiða
10% til viðbótar. Eru þá greidd
95% af ábyrgðarverði, en ákvörð
un um frekari greiðslu mun bíða
unz saltfiskurinn er farinn.
Samvinnuleiðin bezt
Ósennilegt er að fiskútflutning
ur héðan hefði hafizt á sl. vori
ef ekki hefði verið hafizt handa
um að leysa málið á samvinnu-
grundvelli með stofnun Fisksölu-
samlagsins. Svipaðar aðstæður
eru nú fyrir hendi. Aframhald-
andi framleiðsla og gjaldeyrisöfl-
un er nauðsyn fyrir þjóðarbú-
skapinn. Með því að skapa mark-
aðsmöguleika fyrir bátaflotann
hér og koma framleiðslu hans á
erlendan markað, vinnur Sam-
lagið þjóðnýtt starf. Fiskimenn
og flutningaskipaeigendur bera
það úr býtum, sem framleiðslan
þolir. Starf Fisksölusamlagsins er
ábending um starfshætti við
framleiðsluna, sem landsmenn
þurfa að gefa meiri gaum hér
eftir en hingað til.
Dagur, 22. sept.
ALÞINGI VAR
SETT í GÆR
1 gær kl. 2 fór fram setning
Alþingis og hófst þingsetningin
með guðþjónustu í Dómkirkjunni
og flutti sr. Jón Guðjónsson,
prestur á Akranesi, prédikun.
Síðan gengu þingmenn í skrúð-
göngu út í Alþingishús og söfn-
uðust saman í neðri deildar sal
þingsins. Þar las Forseti íslands,
herra Sveinn Björnsson, upp for-
setabréf um samkomudag Alþing
is og lýsti þingið sett. Forsetinn
bað síðan þingmenn að hrópa
ferfalt húrra fyrir ætjörðinni og
risu þingmenn úr sætum sínum,
en forstinn gekk úr fundarsal.
Þá tók Björn Kristjánsson frá
Kópaskeri, þingmaður Norður-
Þingeyjarsýslu, aldursforseti
þingsins, við fundarstjórn. Hann
minntist Péturs Magnússonar, 1.
þingmanns Reykvíkinga, er lézt
í Boston 26. júní s.l. Síðan minnt-
ist hann tveggja fyrrverandi
þingmanna, Magnúsar Torfason-
ar og Héðins Valdimarssonar, er
báðir hafa látizt á þessu ári. Risu
þingmenn úr sætum sínum til
þess að votta þessum látnu þing-
mönnum virðingu sína.
Þá fór fram rannsókn á kjör-
bréfi Björns Ólafssonar fyrrv.
ráðherra, en hann tekur við þing-
sæti í stað Péturs Magnússonar
og var það samþykkt athuga-
semdalaust. Auður Auðuns mun
einnig taka sæti á þingi í stað
Hallgríms Benediktssonar. Fund-
um var síðan frestað þangað til
í dag, en þá verða kosnir þing-
forsetar og aðrir embættismenn
þingsins.
Vísir, 12. okt.
Stoltur Ameríkani sýndi eitt
sinn skotzkum vini sínum Niag-
arafossana, og spurði hann, hvort
hann væri ekki hrifinn af þeim.
Jú, svaraði Skotinn, en heima
í Skotlandi sá eg einu sinni hænu
með tréfót.