Lögberg - 11.11.1948, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. NÓVEMBER, 1948
S
4H UGAMAL
IWENNA
RiUtjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
ÞRAUTSEGJA OG KJARKUR
HARRY S. TRUMAN, Bandaríkjaforseti hefiir gefið hverjum
einstakling, sem fylgst hefir með þroskaferli hans lærdómsríkt
dæmi um það hve mikill máttur býr með manninum, máttur sem
getur sigrast á hverskonatr erfiðleikum.
Aðstaða Harry S. Trumans
PARÍSARBRÉF:
Afstaða íslendinga
til nefndakosninga á þingi S. Þ.
Ræða Marshalls — “Verndarpólititik” Maliks —
Tímasprengja og verkföll
PARÍS, 24. SEPT.—MÁLTÆKIÐ SEGIR: Hverjum gefur, sem
hann er góður til. Sé það sannmæli, þá ætti alt að fara vel á þessu
alþjóðaþingi.
Yndislegra veður er ekki hægt að hugsa sér en hér er þessa
dagana, skýlaus himinn hvelfist yfir Parísarborg dag eftir dag.
Helmingi meiri kartöfluuppskera
í Rvík en í fyrra
Kartöflur voru fluttar inn fyrir 2.9
millj. kr. á fyrra helmingi þessa árs.
- GERA MÁ ráð fyrir, að kartöfluupskeran í haust nemi í
Reykjavík einni nálægt 20 þúsund tunnum. Ef miðað er við 72
kr. verð fyrir hverja tunnu, mun gjaldeyrissparnaður fyrir þetta
unpskerumagn nema 1.44 millj. kr.
var ekki eftirsóknarverð, þegar
hann varð fyrirvaralaust að tak-
ast á hendur og reyna að feta í
fótspor hins látna mikilmennis
Franklins D. Roosevelt, enda bað
hann þá þjóðina, í sinni fyrstu
forseta ræðu, að biðja fyrir sér.
Roosevelt bar af Truman í flest
um efnum, ættgöfgi, mentun og
glæsimensku. Hann var ekki ein-
ungis viðurkendur sem hinn
mikli leiðtogi þjóðar sinnar, held-
ur og heimsins. Það var engin
furða þótt hinum smávaxna fata-
sölumanni frá Missouri lægi við
að týnast í skugga þessa manns.
En þessum tveim möxmum var
eitt sameiginlegt; það var fá-
dæma kjarkur og þrautsegja, sem
ekkert gat bugað. Harry S. Tru-
man fann máttinn, sem bjó með
honum sjálfum og það bjargaði
honum.
•
Öllum er kunnugt um þá erfið-
leika, sem hann hefir átt við að
etja síðan hann varð forseti. Á
hans stjórn féll sú mikla ábyrgð
að koma málum þjóðarinnar á
réttan kjöl að stríðinu loknu og
semja friðinn; hann varð að berj-
ast við þjóðþing, sem var hon-
um fjandsamlegt og virti vilja
hans að vettugi, en það sem
verra var, snerust margir af hans
eigin flokksmönnum á móti hon-
um vegna afstöðu hans gagnvart
réttindum svertingja. Flokks-
þinginu var líkt við útför. Flokk-
urinn hafði setið við völd í sextán
ár samfleitt og virtist hafa týnt
allri von um endurkosningu, ekki
síst með forustu Trumans. Flest
blöð landsins og allir skoðana
könnunar menn spáðu því að
Truman og flokkur hans myndu
fara hina mestu hrakför við
kosningarnar.
En Truman lét hvorki háð,
spott né hrakspár hafa áhrif á
sig; hann lagði út í kosningar-
hríðina og barðist eins og hann
var maður til. Hann ferðaðist
meira og flutti fleiri ræður en
nokkurt annað forsetefni hefir
gert. Fólkið kom og hlustaði á
hann, og fólkið réði úrslitunum
en ekki skoðana könnunarmenn-
irnir, blöðin eða flokkstjórnirn-
ar. Það endurkaus ekki einungis
Harry S. Truman sem forseta
heldur og flokksmenn hans svo
þeir urðu í meiri hluta í báðum
málstofum þingsins.
Flestum kemur saman um að
þessi kosningasigur sé aðallega
að þakka kjarki og þrautsegju
þessa eina manns. Hann lagði
aldrei árar í bát, hvað sem á móti
blés og bar því frægan sigur úr
býtum.
MARGARET PRINSESSA
ÞANN 21. ágúst síðasl. átti
Rose Margret prinsessa, yngri
dóttir brezku konungshjónanna,
18 ára afmæli. Þetta afmæli
markaði tíma mót í æfi hennar,
því að eftirleiðis mun hún hafa
miklu meira frjálsræði en áður
og mun koma fram einsömul fyr-
ir hönd konungshjónanna við
ýms hátíðleg tækifæri. T. d.
mætti hún fyrir þeirra hönd við
krýningu Júlíönu Hollandsprins-
essu.
Síðan Elísabet krónprinsessa
giftist og dró sig í hlé vegna vænt
anlegs erfingja, hefir borið stöð-
ugt meira á Margaret prinsessu
og hún áunnið sér miklar vinsæld
ir. Á ýmsan hátt minna vinsæld-
ir. hennar á þá lýðhylli, sem
föðurbróðir hennar, núv. hertogi
af Windsor, naut meðan hann var
krónprins. Sennilega líkist hún
honum líka á ýmsan hátt.
Ólíkar syslur.
Þær systuirnar Elísabet og
Margaret voru mjög samrýmdar
og fylgdust alltaf að eftir að þær
komust á leg. Það urðu því mikil
viðbrigði fyrir Margaret, þegar
Eliísabet fór að heiman. Hin góða
sambúð þeirra stafaði þó ekki af
því, að þær væru sérstaklega
skaplíkar, heldur eru þær þvert
á móti ólíkar á ýmsan hátt.
Elísabet krónprinsessa er sögð
fremur alvörugefin og hefir fyrst
og fremst hugsað um að búa sig
undir hið vandasama starf, er
bíður hennar. Hún hefir m. a.
fengið orð fyrir að fylgjast minna
með tízkunni en flestar jafnöldr-
ur hennar, því að hugur hennar
hefir meira verið bundinn við
annað.
Rose Margaret er hins vegar
sögð léttlynd og jafnvel eiga það
til að vera æringi, sem hefir
gaman af smábrellum. Hún er
sögð glettin og hnyttin í tilsvör-
um og er oftar en einu sinni sögð
hafa óskað þess, að hún gæti
komizt þangað, þar sem hún
hefði ekki af neinum konung-
dómi að segja. Hún hefir gaman
af að skemmta sér, einkum
þykir henni gaman að dansa.
Hún fylgist m j ö g vel með
tízkunni og býr sig jafnan
mjög smekklega. Bláir og ljós-
rauðir litir eru sagðir uppáhalds-
litir hennar.
Margaret varð fyrri til en bæði
móðir hennar og systir að taka
upp síðu kjólatízkuna. Nýlega er
hún talin hafa fundið það upp,
að henni færi vel að láta hring-
aðan hárlokk lafa fram á ennið,
en móðir hennar er talin hafa
bannað henni að greiða sér þann-
ig, því að konunglegar persónur
verði að gæta þess að ekkert
skýli andlitinu við myndatökur.
Falleg prinsessa
í enskum blöðum er Margaret
prinsessu oft lýst mjög nákvæm-
lega og jafnt talið fram það, sem
prýðir hana og lýtir. Hún er 158
cm. há, mittismálið, er 58,5 cm.,
brjótmálið 84 cm. Hún samsvarar
sér því vel, en virðist þó í
grennra lagi Hún hefir góða og
viðfelldna framkomu. Hún er
heldur toginleit, en hefir frítt
andlitsfall, blá augu og óvenju-
lega fallegt hörund. Hárið er
ljósbrúnt. Það sem einkum er
talið óprýða hana, er það, að hún
er lítið eitt hjólbeinótt, en þó
ekki svo, að það sé til lýta.
Margaret prinsessa fær yfir-
leitt þá dóma, að hún sé fríð
stúlka, en þó ber þess að gæta,
að hún er tæpast enn komin af
gelgjuskeiðinu. Útlit hennar er
sagt vinna henni mikla aðdáun
þeirra ungu karlmanna, sem hún
umgengst.
Hver verður maður
prinsessunnar?
Þótt Margret sé enn ekki nema
18 ára, er þegar farið að stinga
saman nefjum um væntanlegt
mannsefni hennar. Um skeið í
fyrra vetur var George Danapr-
ins, sem vinnur við danska sendi-
ráðið í London, talin mjög koma
til greina og var sitthvað um það
rætt í dönsku blöðunum. Sein-
ustu mánuðina hefir einn frændi
Ræða Marshalls.
Þetta er fjórði dagur þingsins.
í gær hélt Marshall sína miklu
ræðu, sem lesendur blaðsins hafa
haft tækifæri til að kynna sér. í
forystugrein í Le Figaro segir í
dag, að það sé að vísu ekki nóg
að lesa þá ræðu. Maður þyrfti að
sjá og heyra ræðumanninn,
heyra hvernig áherslu hann lagði
í orðin.
Þegar hann stóð upp og gekk
að ræðustólnum, varð steinhljóð
í salnum. En öll framkoma
mannsins bar vott um festu og
styrk.
Sumir kunna að hafa saknað
eldmóðsins. En átti hann við
þarna? Var það ekki einmitt
svona, sem skýra átti frá aðal-
atriðum stefnunnar, sem vest-
rænar þjóðir fylgja?
Eg spurði Thor Thors sendi-
herra og formann íslensku nefnd-
arinnar að því, eftir fundinn,
hvernig hann vildi skýra frá
ræðunni í fáum orðum. Hann
sagði:
“Marshall lýsti því yfir, að
Bandaríkin vildu draga úr
“spenningnum”, sem nú er milli
þjóðanna, án þess að fórna
nokkru af stefnumálum sínum”.
Nákvæmlega sömu orðin eru í
fyrirsögnum blaðsins í dag.
Ritvélakliður.
Bækistöðvar blaðamanna eru
hátt uppi í Chaillot-höll. Þar
hripa eg niður þessar línur með
Effelt. beint fyrir framan mig,
hjúpaðan kvöldskini. Hér er rit-
vélakliðurinn svo mikill, að lík-
astur er hann helliskúr, sem
dynur á bárujárnsþaki,-
Ákaflega viðkunnanlegur klið-
ur.
Hóf fyrir forselafrúna.
Forsetafrúin okkar, frú Georg-
ia Björnsson, kom hingað í fyrra-
kvöld. Pétur ^enediktsson sendi-
herra og frú hans höfðu síðdegis-
boð fyrir hana í gær. Þar voru
um 30 íslendingar, er nutu gestr-
isni sendiherrahjónanna. En í
dag bauð sendinefndin forseta-
Churchills, Blandford lávarður,
verið oftast tilnefndur. Hann er
væntanlgur hertogi af Marlbor-
ough, en það er eitt virðulegasta
aðalsnafnið í Bretlandi. Bland-
ford lávarður er 22 ára gamall,
gegnir foringjastarfi í lífverðin-
um og er hið mesta glæsimenni.
Hann og Margaret hafa oft farið
saman á dansklúbba, og munu
áðurgreindar sögusagnir sprottn-
ar af því.
Það er ekki talið líklegt, að trú-
lofun Margaret prinsessu verði
tilkynnt fyrr en eftir 2—3 ár og
margt getur breizt á þeim tíma.
Margaret er ekki háð neinum
venjum, eins og systir hennar um
það, hverjum hún megi giftast,
þar sem hún er ekki krónprins-
essa. Hún getur því allt eins vel
gifst verkamanni eða amerískum
auðkýfingi, ef svo vill verkast.
Hvorugt er þó trúlegt. Margaret
er sögð ólíkt frjálslegri í um-
gengni við karlmenn en Elísabet
var, enda er hún talin hafa eign-
ast marga góða kunningja í hópi
þeirra. En hún hefir aldrei enn
fengið að vera ein með neinum
þeirra, því að hún fer aldrei svo
út ,að ekki sé einhver hirðmey
með til eftirlits. Annars hefir hún
sótt skemmtanir miklu meira og
lifað óþvingaðra lífi síðan Elísa-
bet giftist og leiðir þeirra skyldu
að mestu.
TÍMINN 1. sept.
frúnni til hádegisverðar hér í
þinghöllinni, í aðalveitingasal
hallarinnar, ásamt sendiherran-
um og starfsmönnum sendisveit-
arinnar.
Eg spurði Thor Thors að því
hvað væri að segja um þátttöku
Íslendinga í þingstörfum fram
til þessa. Hann skýrði m. a. svo
frá:
l
íslendingar kusu Tékka
og Pólverja.
Eftir fyrsta þingdaginn höfðu
Rússar og bandamenn þeirra
engann formann fastanefnda
fengið kosinn eftir sínu höfði, og
yfirleitt engann í neina virðing-
arstöðu þingsins.
Þetta þótti eftir á ekki frið-
vænlegt, og óþarflega einstreng
ingslegt, á þingi, þar sem ekki
er bætandi á ólguna sem fyrir er.
Þegar búið var að kjósa for-
menn í 5 fastanefndir þingsins,
en þær eru alls sex, var þeirri
kosningu frestað. Kom síðan
uppástunga um að kjósa Tékka
í þetta formannssæti. íslensku
nefndini þótti rétt að sýna þá
tilhliðrunarsemi að kjósa Tékka
sem formann þessarar nefndar.
Var hann kosinn með tveggja at-
k-væða meirihluta.
Það horfði svo í fyrstu, að þeir
austrænu fengju ekki heldur
neinn af sínum kosna, sem vara-
forseta þingsins, en þeir eru alls
sjö. Spaak, hinn belgíski stakk
upp á að fresta þeirri kosningu
og var það gert til næsta dags.
Fengu stórveldin 5 þar hvert sinn
fulltrúa og auk þess var þar kos-
inn Mexikó maður og Pólverji.
íslenska nefndin gl-eiddi Pólverj-
anum atkvæði og hélt þar með
áfram á þeirri braut, að styðja
heldur þá stefnu, sem að sáttum
hnígur.
"Verndarpólitík”.
Þessi fjórði dagur þingsins var
heldur tíðindalítill. Á morgun er
búist við, að Vishinsky hinn
rússneski svari Marshall. Og svo
komi einhver mikil ræða frá
Bretum eftir helgina.
Einn af fulltrúum Rússa,
Malik, tók til máls í dag, við
framhaldsumræður um dagskrá
þingsins. En Chile hefir farið
fram á, að þingið fjalli um bann
það, sem Moskvastjórnin hefir
lagt á, að rússneskar konur, sem
giftast útlendingum, fái að fara
úr landi.
Sendiherra Chile í Moskva
giftist rússneskfi konu. En er
hann hvarf heim til sín, varð
kona hans að vera eftir í Moskvu.
Hinn rússneski fulltrúi lýsti
því í ræðu sinni í dag, með mörg-
um orðum, að Moskvastjórnin
hefið séð sig tilneydda að banna
rússneskum konum að fara úr
landi, vegna þess, að með ýms-
um þjóðum væri ímugustur
gegn Rússum eins og menn
kynnu að hafa tekið eftir. Rússn-
eskar konur gætu orðið fyrir ó-
þægindum og ómaklegu aðkasti,
ef þær færu út um heim. Og svo
væri það nauðsynlegt, það væri
beinlínis skylda Moskvastjórnar-
innar að vernda kvenþjóð sína
frá því böli, með því að banna
þeim með öllu að fara að heiman.
Þó hér væri ekki um stórmál
að ræða, sem í sjálfu sér skifti
miklu fyrir heiminn í heild sinni,
þá var gaman að því að sjá og
heyra manninn halda fram þess-
ari sérstæðu “verndarpólitík”.
Ræktuunarráðunautur Rvíkur
Edv. Malmquist, hefir tjáð Vísi
að kartöfluuppskeran í Reykja-
vík hafi verið í góðu meðallagi
í haust, og langt fram yfir það,
sem vonir stóðu til í vor. Veðrátt-
an var köld allt fram í júní, en
auk þess hörgull eða jafnvel
vöntun á góðu útsæði, sem orsak-
aðist af uppskerubrestinum í
fyrra.
Samkvæmt sýnishornum, sem
tekin hafa verið af handahófi í
kartöflugörðum Reykjavíkur,
má búast við að heildar upp-
skerumagnið í haust verði yfir
20 þús. tunnur hér í bænum, eða
rösklega helmingi meira en í
fyrra.
Segja má, að áhugi fyrir kart-
öflurækt og annari garðrækt fari
sívaxandi, og* reynist orðið full
erfitt fyrir bæinn að láta í té
hentugt og fullnægjandi land til
þessarar starfsemi. Ennfremur
hefir gengið erfiðlega að fá full-
nægjandi áburð til aukinnar kart
öfluræktar.
Innflullar kartöflur
fyrir 2.9 millj. kr.
Á fyrra helmingi þessa árs
hafa kartöflur verið fluttar inn
fyrir 2.9 millj. kr. En á árinu sem
leið var áburður til alls landsins
fluttur inn fyrir aðeins 5.3 millj.
kr. Malmquist kvaðst telja það
illa farið, að við skulum neyðast
til að flytja inn kartöflur fyrir
jafn mikið fjármagn og raun ber
vitni, miðað við áburðarkaup
landsmanna.
Þá kvaðst ræktunrráðunautur-
inn vera þess fullviss, að á með-
an verzlunarháttum væri eins
hagað og nú er, og með verðupp-
bótum á kartöflum, yrði það tví-
mælalaust til þess að draga mjög
úr ræktunaráhuga manna. Væri
það líka eðlilegt þar sem það er
beinn hagnaður fyrir framleið-
endur að leggja vöru sina inn í
verzlanir og kaupa hana þar aft-
ur.
"T í maspreng j a".
Einn fulltrúi Suður-Afríku,
Louw, tók til máls í morgun og
var með skæting í garð Samein-
uðu þjóðanna. Var það að vísu
rósamál, sem hægt er að leggja
út á ýmsan hátt.
Fréttaritari Daily News í Chi-
cago, Barrow, er var í Reykja-
vík á dögunum, er hér fyrir blað
sitt. Hann kallaði þessa ræðu
Suður Afríkumannsins “tíma-
sprengju”, sem gæti sprungið þá
og þegar, þannig að Búamir seg-
ðu sig úr samtökum Sameinuðu
þjóðanna. Og gæti þá dregið til
stórtíðinda.
Verkföll.
Annars hefur það einkum bor-
ið til tíðindaJiér í Parísarborg
í dag ,að hér hefur verið tveggja
tíma verkfall í flestum starfs-
greinum. Neðanjarðarlestir voru
stöðvaðar í allan dag, en leigu-
bílar hættu að ganga frá kl. 4
til sex. Nema vagnar þeir, sem
notaðir eru til mannflutninga til
og frá Chaillothöllinni.
Verkfall þetta eða verkföll eru
í mótmælaskyni við nýja skatta,
til að minna á að gera þ u r f i
gagngerðar ráðstafanir til þess að
bæta kjör hins vinnandi fólks í
landinu .Og mun síst vera van-
þörf á því.
Það hefur tekist að gera verð-
bólguna hér svo mikla, að eng-
um dettur í hug, sem fer inn í
veitingahús til að fá sér mat, að
greiða verðinn með minni seðl-
um en þeim, er hljóða á þúsund
franka. V. St.
Mbl. 20. sept.
Geymsla kartaflna.
Með tilliti til þess hve útsæðið
var slæmt og enn fremur vegna
þess, að hætt er við einhverjum
skemmdum í kartöflum, verður
aldrei of oft brýnt fyrir fólki að
vanda til geymslu þeirra. Og þó
að segja megi að geymslukostn-
aðurinn verði í sumum tilfeliun-
um nokkuð hár, vegur það hins-
vegar fyllilega á móti minni rýrn
un í kartöfluuppskerunni, auk
þess sem heimilin eiga fyrir
bragðið kartöflur fram eftir ári
þegar annars er venjulega hörg-
ull á þeim.
Og þar sem aðstaðan til kart-
öflugeymslu er nú orðin stórum
bætt m. a. með jarðhúsunum við
Elliðaár, kvaðst ræktunarráðu-
nautur naumast trúa því að jafn
auðræktuð matjurt sem kartöfl-
ur eru, yrði framvegis fluttar inn
í landið og eytt fyrir þær stórfé
í gjaldeyri.
Að lokum gat ræktunarráðu-
nauturinn þess, að fengizt hefðu
fljótvirkari og betri tæki til þess
að halda kartöflumyglunni niðri,
og hefðu þau borið góðan árang-
ur í sumar.
Vísir, 7. okt.
EKIÐ 2000 KM. í
ÓBYGÐUM
Páll Arason hefir farið 70 ferð-
ir austur að Heklu síðan hún
gaus fyrst og fór hann seinustu
ferðina um s. 1. helgi.
Alls hafa farið með Páli í þess-
um ferðum um 500 farþegar. í
þrem ferðum hefir hann farið
með farþega alla ieið upp á hæsta
tind Heklu, en 12 sinnum með
farþega upp að hraunagýg. Á
sumrinu hefir Páll Arason einn-
ig farið með um 120 farþega um
öræfi landsins og ekið 2000 kíló-
metra í óbyggðum. Sérstaklega
má nefna ferð um Sprengisand
og Brúaröræfi. Ennfremur um
Kjöl og norður á Blönduós þá
leið tvisvar inn í Landmanna-
laugar. Auk þess hefir hann farið
með farþega styttxi og kunnari
leiðir eins og inn á Þórsmörk.
Canadian Pacific Express
VISTA
PENINGA
AVÍSANIR
Hve fljó t, hve auðvelt að
senda vistir til Bretlands
og Evrópu
Má skipta fyrir fæði
Engin skömtunar stig
•Lítið inn á Canadian
P a c i f i c skrifstofu,
greiðið $10.00 og fáið
kvitteringu. V i n i r
handan hafs velja úr
63 fæðitegundum,
sem nefndar eru á
baki ávísunarinnar.
Fæðan, sem valin verð
ur, er send frítt frá
Danmörku. F i n n i ð
Canadian Pacific um-
boðsmann.