Lögberg - 11.11.1948, Qupperneq 7
I
Fréttabréf úr Skagafirði
SLÆTTI ER NÚ lokið. Sumarið fram um höfuðdag var eitt
hið hagstæðasta til heyskapar sem elstu menn muna. Eftir höfuð-
dag brá til óþurka svo að enn eru hey víða úti en spillast minna
sökum þess hve veðrið er kalt. Snjór er í fjöllum og í dag er hríðar-
veður og stórhríð til fjalla. Sauðfé reynist vel til frálags, kemur
sér það vel því nú á að lóga öllu fé vestan Héraðs vatna vegna
fyrirhug aðra fjárskifta.
Framkvæmdir í héraði.
Framkvæmdir hafa verið all
miklar í héraðinu í vor og sum-
ar, og hefðu þó orðið miklu meiri
ef ekki skorti efni, vélar og vinnu
afl.
íbúðarhús eru fleiri í smíðum
en undanfarin ár, einkum í sveit-
unum, auk þess er byggt talsvert
af peningshúsum, hlöðum og súr-
heystóftum,^þar á meðal er verið
að endurbyggja fjósið á skólabú-
inu á Hólum og stækka það um
helming. Enn fermur er verið að
byggja heimavistarbarnaskóla
fyrir Lýtingsstaðahrepp við
Steinstaðalaug.
I vor og sumar hafa starfað
hér í héraðinu 5 jarðýtur og 2
skurðgröfur auk smærri jarð
vinnsluvéla, en þrátt fyrir þenna
vélakost hefir ekki reynst unt að
fullnægja eftirspurninni eftir
þessum jarðvinnsluvélum, sér-
staklega er skorturinn á skurð-
gröfum til finnanlegur.
Á Sauðárkrók og Hofsós er
unnið að allmikilli lengingu
hafnargarðanna á báðum þess
um stöðum.
Virkjun Gönguskarðsár hjá
Sauðárkróki sem ríkið lætur
framkvæma er nú lokið og verið
að enda við að leggja vatnsleið-
slustokkana. Vélahúsið er í smíð-
um og verður að sögn full gert
innan skamms en vélarnar eru
enn ókomnar þótt þeim væri
lofað í júnímánuði s.l. Rafveita
þessi á að selja Sauðárkróksbú-
um og bændum í nálægum hrepp
um ^afmagni til heimilisþarfa og
iðnaðar. Þá er Sigurður Þorvalds
son hreppstj. á Sleitustöðum 1
Kolbeinsdal, ásamt sonum sínum
og tengda syni, að reisa stóra og
myndarlega rafstöð fyrir heimili
þeirra til ljósa, suðu og hitunar
og auk þess til afnota fyrir véla-
við gerðarverkstæði sem þeir eru
að koma upp.
Vegagerð um héraðið hefir
miðað hægt áfram á þessu ári
og fé það er sýlsusjóði er ætl-
að, gjörir lítið meira en hrökkva
fyrir nauðsynlegu v i ð haldi
vegna hins háa kaupgjalds og
stórvaxandi umferðar af bifreið-
um, og er þó vélskófla sem sýsl-
an á, notuð við malburðinn.
í imdirbúningi er að leggja í
haust síma um Viðvíkurhrepp
svo hann komist á hvert býli en
þar eru aðeins 2 bæir í talsíma-
sambandi.
Nýtt mjólkursamlagshús.
Þá má geta þess sem mér
gleymdist er eg drap á nýbygg-
ingar í héraðinu að Kaupfélag
Skagfirðinga er að byggja stórt
og vandað mjólkursamlagshús
á Sauðárkrók nokkuð fyrir inn-
an bæinn. Þegar það er full gert
kemur það í stað núverandi
mjólkursamlagshúss sem er mjög
aðkreppt og innilokað í miðjum
bænum, og talið úrellt og óhent-
ugt.
Mannalát.
Loks má geta þess að á þessu
sumri hefir dauðin lagt að velli
á stuttum tíma fleiri merka
menn og konur í héraðinu en títt
er þegar ekki ganga yfir stór-
sóttir. Skal hér nokkura getið
stuttlega, og minna en vert væri.
1. í júlímánuði andaðist Ólafur
Jónsson bóndi í Efra-Haganesi í
Fljótum fæddur 6. apríl 1868 á
Valdastöðum í Kjós. Búfræð-
ingur frá Hvanneyri 1893. Flutt-
ist eftir aldamótin norður að
Barði í Fljótum til systur sinnar
og mágs síns séra Jónmundar
Halldórssonar. Kvæntist nokkru
síðar Jórunni Stefánsdóttur
bónda í Efra-Haganesi, ágætri
konu og reisti þar bú á eignar-
jörð hennar. Ólafur var um langt
skeið einn besti bóndinn í Vestur
Fljótum og sveitar stoð. Hann var
hreppsnefndaroddviti um hríð og
lengi í hreppsnefnd og gengdi ým
sum öðrum trúnaðarstörfum.
2. Aðfaranótt þess 4. ágúst and-
aðist Sigríður Benediktsdóttir
húsfreyja í Litlu Gröf á Lang-
holti. Hún var fædd 9. júní 1886
að Hofi í Hjaltadal, var faðir
hennar sonarsonur hins kunna
merkisprests og héraðs höfð-
ingja, Benedikts Vigfússonar
prófasts á Hólum í Hjaltadal.
Sigríður giftist 1920 eftirlifandi
manni sínum, Árngrími Sigurðs-
syni hreppsnefndarroddvita í
Litlu Gröf og reistu þau bú á
föðurleyfð hans, Litlu Gröf, og
hafa ávallt búið þar góðu búi.
Sigríður var greind kona og
vel menntuð og hafði dvalið
erlendis um hríð. Hún var um
hyggjusöm húsmóðir, og bjó
heimili sitt þannig, að það vakti
athygli manna, sakir smekkvísi
og snyrtimennsku.
Hún var fróð kona og þó sér-
staklega um skagfirskar ættir.
3. þann 4. ág. andaðist Hartmann
Ásgrímssoin bóndi í Ásgarði
í Viðvíkursveit, áður bóndi í Kol-
kuósi. Hann var fæddur 2. sept.
1874. Gagnfræðingur frá Möðru-
völlum 1895. Hóf verslun í Kol-
kuósi 1898 og rak hana um langt
skeið. Jafnframt stofnaði hann
þar samnefnt nýbýli, hafði þar
gott bú sem hann rak jafnhliða
versluninni, þar til hann afhenti
býlið syni sínum en fluttist sjálf-
ur á aðra eignarjörð sípa, Ásgarð
og bjó þar eftir það.
Hartmann var mikill áhuga og
dugnaðarmaður, varð því vel til
fjár og kunni að gæta þess. Hann
var hreppstjóri og hreppsnefnd-
aroddviti um hríð, og gengdi ýms
um öðrum trúnaðarstörfum.
Hann var um langt ske^ð einn af
máttarstólpum sveitar sinnar.
Kona hans var Kristín Símonar
dóttir frá Brimnesi er lifir mann
sinn, merk kona og manni sínum
samhent.
4. Þann 5. ágúst andaðist á
Sauðárkrók Guðmundur Guð-
mundsson, háaldraður öldungur,
fæddur 11. júní 1853 á Flögu í
Vatnsdal, en fluttist eftir tvítugs-
aldur til Skagafjarðar, og dvaldi
þar eftir það á ýmsum stöðum
t.d. leng iá Hólum í Hjaltadal og
var því oft kenndur við þann
stað.
Hann var mikill gleðimaður,
prýðilega greindur og áhugasam-
uir starfsmaður og hélt hvoru
tveggju, glaðværðinni og vinnu-
gleðinni til hins síðasta. Guðmun
dur var nafnkunnur hestamaður,
einn af þeim sem sagt er um að
yæri hestamaður af guðs náð, og
hlaut fyrir það sérstaka viður-
kenningu Búnaðarfélags Islands.
Kona hans var Þóra Friðbjarn-
ardóttir frá Stóragerði í Óslands
hlíð. Þau skildu samvistir. Síð-
ustu 30 árin bjó Guðmundur
með Ólínu Jónasdóttir skáld-
konu, sem stundaði hann af frá-
bærri alúð eftir að kraftar hans
fóru að þverra.
5. Þann 11. ágúst andaðist frú
Bergljót Tómasdóttir Blöndal, f.
19. sept. 1873 í Kasthvammi í Suð
ur Þingeyjarsýslu. Hún var ekkja
séra Björns Blöndals prests í
Hvammi í Laxárdal hér í sýslu
dáinn 1906. Eftir lát manns síns,
dvaldi hún á Sauðárkróki til æfi-
loka. Frú Bergljót var mikil
starfsmanneskja og ágætiskona
að allra dómi. Hún andaðist hjá
einkasyni sínum Lárusi Blöndal
verslunarmanni á Sauðárkrók.
6. Loks andaðist bændaöld ung
urinn Eiríkur Jónsson í Djúpa-
dal þann 16. sept. Hann var fædd
ur í Djúpadal 24. maí 1862 og ól
þar allan aldur sinn. Hann hóf
búskap í Djúpadal eftir föður
sinn og brá búi er Jón sonur hans
reisti þar bú. Hefir Djúpidalur
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. NÓVEMBER, 1948
7
Flugstöðvarbyggingin í Keflavik
ein fullkomnasta í Evrópu
Mikill viðbúnaður til að taka á
móti væntanlegri Hvalf jarðarsíld
Fleiri byggingarframkvæmdir áætlaðar
Flugstöðin nýja á Keflavíkurflugvelli verður sennilega tilbúin
um áramótpi. Er það glæsileg bygging, þar sem farþegaafgreiðsla
verður, skrifstofur flugfélaga, veitingasalir og gistihús, sem tekur
80 manns. Lokið er við byggingu birgðaskemmu þvottahúss og
fleiri byggingar eru fyrirhugaðar á vellinum. Flugstöðabygg-
ingin verður ein fullkomnasta í Evrópu.
Góð samvinna milli Islendinga
og Bandarikjamanna.
Blaðamenn frá Reykjavík fóru
til Keflavíkur í gær í boði flug-
stjórnarinnar og Lockheed Air-
craft Overseas Corporation, sem
nú rekur þjónustu á vellinum
fyrir Bandaríkjastjórn. 1 hádegis
verði, sem félagið hélt blaða-
mönnum skýrði Agnar Kofoed
Hansen flugvallarstjóri frá því,
að samvinna væri hin besta milli
íslenzku flugstjórnarinnar og
Bandaríkjamanna, sem á vellin-
um störfuðu Flugvallastjóri gat
þess að H. Bjarnason skipulags-
stjóri og hann hefði stöðugt eftir-
lit með byggingum á vellinum og
gæfi Hörður skýrslu um fram-
kvæmdir í viku hverri til ríkis-
stjórnarinar og flugstjórnarinn-
ar. Mr. Gribbon, forstjóri amerí-
ska félagsins, þakkaði íslensku
flugstjórninni fyrir góða sam-
virmu.
*
Mannvirki skoðuð.
Blaðamenn fóru flugleiðis til
Keflavíkur í annari björgunar-
flugvél Keflavíkurvallar og
skoðuðu öryggisútbúnað, sem á
vellinum er til taks. Síðan var
flugstöðin nýja skoðuð og önnur
mannvirki með leiðsögn Harðar
Bjarnasonar. Flugstöðin er mik-
ið hús og taldi Hörður, að hún
myndi verða ein af fullkomnustu
flugstöðvum í Evrópu og hefði
ekkert verið til sparað til að gera
hann sem best úr garði.
0
Nýjar framkvaemdir.
Það er séð, að gistihúsið í
hinni nýju byggingu verður of
lítið, því umferð hefir aukist
gífurlega um völlinn undanfar-
ið og útlit fyirir að hún aukist
enn. Hefir því verið samþykt,
að bygt verði nýtt gistihús,
frá því sem nú er að verða til-
búið, sem taki 50 næturgesti, en
þar verða ekki veitingar. Þá er
í ráði að byggja loftskeytastöð.
14 íbúðarhús fyrir starfslið vall-
arins og er þegar búið að grafa
fyrir grunni 6 húsa. Þá er ráð-
gert að byggja kirkju og skóla og
fleiri byggingar, sem nauðsyn-
legar eru fyrir starfsfólk vall-
arins.
Mr. J. Roe, blaðafulltrúi Lock-
heed Aircraft Overseas Corpora-
tion fylgdi blaðamönnum um
Keflavíkurvöllinn ásamt - þeim,
sem fyr eru nefndir.
Mgnbl. 24. okt.
Fimm Íslendingar heiðraðir fyrir
björgunarafrek
Heiðursverðlaun frá breskum stjórnarvöldum
SENDIHERRA BRETA, C. W. Baxter og frú hans buðu stjórn
Slysavarnafélags Islands og nokkrum öðrum gestum heim til sín
í gærd. í tilefni af því, að Bretakonugungur hefur sæmt 5 íslend-
inga heiðurspening úr silfri fyrir hreysti við björgun skipshafn-
arinnar á breska togaranum Dhoon, sem strandaði við Látrabjarg
í desember í fyrra. Auk stjómar Slysavarnafélagsins voru við-
staddir Emil Jónsson, samgöngumálaráðherra Guðmundur Vil-
hjálnasson, forstjóri Eimskipafélags Islands, Geir Zoega, umboðs-
maður breskra útgerðarfélaga og fleiri.
Mennirnir, sem voru
heiðraðir
Mennirnir fimm, sem Breta
konugur heiðraði eru:
Daniel Eggertsson, sem stjórn
aði björguninni, Þórður Jónsson
Hafliði Halldórsson, allir frá
Látrum. Andrés Karlsson frá
Kollsvík og Bjarni Sigurbjörns-
son frá Hænuvík.
Þeir gátu eigi verið viðstaddir
athöfnina og verða heiðurspen-
ingamir sendir þeim síðar.
Þá afhenti sendiherrann Guð-
bjarti Ólafssyni, forseta Slysa-
varnafélagsins, silfurbikar frá
breska * samgöngumálaráðuneyt-
inu, sem það hefur gefið SVFl
til minningar um aðstoð þá, sem
konur og karlar veittu skipbrots-
mönnum.
sem er gamalt höfuðból verið í
eign og ábúð þessara ættar í meir
en 200 ár og er enn.
Þótt Eiríkur byggi búi sínu um
langt skeið var hann fyrst og
fremst frábær hagleiksmaður og
smiður. Hann lærði trésmíði á
æskuárum og var um langt skeið
einn af bestu smiðum héraðsins
liggur mikið verk eftir hann á
því sviði.
Eiríkur var mikill starfmaður
alla æfi, gekk t. d. að slætti
skömmu áður en hann andaðist.
Hann var gleðimaður, vel gefin,
skemtilegur og ágætis drengur,
er vann sér vináttu allra er kynni
höfðu af honum.
Eiríkur var kvæntur frænd-
konu sinni, Sigríði Hannesdóttur,
prýðilegri konu, er lifir mann
sinn.
Mbl. 29. sept.
Einsiakl björgunarafrek
Mr. Baxter, sendiherra rakti
í ræðu, sem hann hélt, sögu björg
unarinar og sagði, að menn um
allan heim hefðu lesið um þessa
hetjudáð. Hann talaði um hið
mikla starf, sem Slysavarnafé-
lagið hefði unnið undanfarin 20
ár og minntist frásagnar skip-
brotsmannanna af hinni miklu
hjálp og gestrisni, sem þeir hefðu
notið.
Ennfremur las hann upp frétta
tilkynningu, sem samgöngumál-
aráðuneytið hreska gaf út fyrir
skömmu, er það varð kunnugt að
Bretakonungur hefði sæmt þessa
menn heiðurspeningunum. — í
þessari fréttatilkynningu er rak-
in saga strandsins og björgunar-
innar en sú saga er íslenskum
blaðalesendum kunn.
Forseti SVFÍ þakkar
Guðbjartur Ólafsson, forseti
Slysavarnafélagsins, þakkaði
sendiherranum fyrir þá sæmd,
sem Bretakonungur og samgöngu
málaráðuneytið hefði veitt ís-
lendingum.
Mbl. 25. sept.
SEND YOUR
FALL CLEANING
AND LAUNDRY
NOW
F0R FAST SERVICE
Use Perth’s Carry and
Save Store or
Phone 37 261
PERTH’S
Nýjar verksmiðjur bygðar og aukið
við eldri með aðstoð Marshalllánsins
MIKILL UNDIRBÚNINGAR hefur verið að því að taka á
móti væntanlegri síldveiði hér í Hvalfiði á vetri komanda, en senn
fer að líða að því, að síldin sé væntanleg í Faxaflóa, ef síldin gengur
hér inn í Hvalfjörð og sundin í vetur eins og undanfarna vetur.
Nýjar síldaxverksmiSjur
1 byggingu eru nokkrar nýjar
síldarverksmiðjur hér sunnan-
lands. Reykvíkingar hafa tekið
eftir því, að í örfirisey er að rísa
upp hin nýja verksmiðja Reykja
víkurbæjar og Kveldúlfs og er
ætlast til að hún verði tilbúin
í vetur.
“Hæringur”, síldarbræðslu-
skipið er á leið til landsins frá
Ameríku, en skipið kemur alla
leið frá Kyrrahafsströnd Banda-1
ríkjanna um Panamaskurð. Er |
það um 10,000 mílna löng leið.
í Hafnarfirði er verið að reisa
nýja síldarverksmiðju, sem verð- I
ur tilbúin á næstu vikum.
Þá er verið að auka við, eða
endurbæta til meiri afkasta
síldarverksmiðjur í Njarðvíkum,
að Kletti hér við Viðeyjarsund
og á Akranesi.
Marshalllán til kaupa á
vélum og síldarnótum
Marshalllánið, 2.3 milljónir
dollara, sem tekið var í sumar
hefur hjálpað til, að hægt var
að útvega með stuttum fyrirvara
ýmsar vélar í þessar nýju verk-
smiðjur og ennfremur hafa verið
keyptar síldarnætur vegna kom-
andi síladarvertíðar, fyrir hluta
af þessu láni. Er sumt af þessum
vörum og vélum þegar komið til
landsins, en annað er á leiðinni
eða væntanlegt.
Mbl. 30. sept.
Aðalfundur Prestafélags Austurlands
Dagana 5. og 6. sept. þ. á. var aðalfundur Prestafélags Austur-
lands haldinn að Hallormsstað, að afloknum héraðsfundum beggja
Múlaprófastsdæma.
Fundinn sátu 8 prestar, og auk
þess 7 safnaðarfulltrúar, sem var
boðið að taka þátt í umræðunum
um aðaldagskrármál fundarins,
en það var: “Getur öruggt og
almennt siðgæði þróast án trú-
ar?” — Málshefjandi séra Pétur
Magnússon. — Allmiklar umræð-
ur urðu um málið.
í lok fundarins vakti séra Sig-
mar Torfason máls á þeirri hreif-
ingu, sem vöknuð er út af vænt-
anlegri endurreisn Skálholtsstað-
ar. Eftir nokkrar umræður um
málið samþykkti fundurinn svo-
hljóðandi ályktun:
“Aðalfundur Prestafélags Aust
urlands skorar á hlutaðeigandi
stjórnarvöld að hraða endurreisn
Skálholtsstaðar svo sem mest má
verða. Leggur fundurinn sér-
staka áhersla á það, að fram-
kvæmd endurreisnarinnar verði
hagað í samræmi við hinar sögu-
legu minningar og helgi staðar-
ins, og að kirkjuleg endurreisn
sitji fyrir öðrum framkvæmd-
um”.
Síðari fundardaginn flutti séra
Pétur Magnússon erindi, sem
hann nefndi: “Á að rísa gegn
meing j örðamanninum? ”
1 sambandi við fundin var
messað í 6 kirkjum í prófasts-
dæmunum auk Hallormsstaðar.
Stjórn félagsins skipa næsta
ár: Séra Ingvar Sigurðsson, Séra
Sigurjón Jónsson og Þórarinn
þórarinsson, skólastjóri.
Kirkjubl. 4. okt.
Albert Guðmundsson hand-
tekinn — og látinn laus —
í Milanó
Taldi að brolnir hafi verið á sér
samningar og æílaði frá llalíu
Frá fréttaritara Morgunblaðsins í
Kaupmannahöfn.
Kaupmannahafnarblaðið “Pol-
itiken” skýrir frá því, að íslenski
knattspyrnumaðurin Albert Guð
mundsson hafi verið handtekinn
í Milano s.l. fimtudag, er hann
var í þann veg að fara frá ítalíu.
Hann var þó látin laus aftur, en
lögreglan hélt eftir vegabréfi
hans og er ekki vitað hvernig
máli hans lyktar en Albert hefir
hótað, að kæra fyrir alþjóða
knattspyrnusambandinu og ís-
lenska ræðismanninum í Genoa.
bert frá því, að Milanó-félagið
hefði “keypt” sig af Nancy-knatt-
spyrnufélaginu og auk launa
hafi sér verið lofuð íbúð í Milanó,
en þar sem þetta var svikið þrátt
fyrir itrekaða beiðni Alberts,
hefði hann skoðað sig lausan
allar mála við Milanófélagið og
ákveðið að fara heim.
Keyptur fyrir 130,000 kr.
Formaður Milaöfélagsins sagði*
á lögreglustöðinni, að félag hans
hefið “keypt” Albert fyrir um
130,000 kronur af Nancy-félag-
inu. Ef Albert vildi greiða þetta
fé til baka gæti hann farið hvert
sem hann vildi. Lögreglan lét
Albert lausan, en hélt eftir vega-
bréfi hans og öðrum skjölum.
Vill ekki leika lengur
á ílalíu
Taldi ítali
hafa brotið á sér samninga
Albert ætlaði úr landi, sam-
kvæmt fréttinni í Poitiken, vegna
þess, að hann taldi ítalska knatt-
spyrnufélagið, sem hann var ráð-
inn hjá hafa brotið á sér samn-
inga.
Á lögreglustöðinni skýrði Al-
Albert Guðmundsson hefur til
kynt, að hann muni ekki leika
knattspyrnu framar á ítalskri
grund. Fái hann ekki þegar í
stað vegabréf sitt, þá muni hann
kæra fyrir alþjóða knattspyrnu-
sambandinu og tilkynna íslenska
ræðismanninum í Genóa um
málið.
Mbl. 28. sept.
♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
TIL KAUPENDA
LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU
Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum
vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein-
dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á
þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en
þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði.
Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur.
Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn.
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
THE VIKING PRESS LIMITED
♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦