Lögberg - 23.12.1948, Blaðsíða 1
Cleaning
Inslilulion
61. ARGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 23. DESEMBER, 1948
PHONE 21374
ZTcxt'**'
\VtV^rerers
Þ°/U' ■£■$?>■ ® A Complele
Cleaning
Institution
NÚMER 5*
Framleiðsla og sala smjör-
líkis heimiluð í Canada
Á þriðjudaginn þann 14. þ.m.
ikvað hæztiréttur Canada upp
úrskurð um það, að lögum sam-
kvæmt væri úr þessu heimilt að
framleiða og selja smjörlíki í
landinu; tveir dómarar voru þó
andvígir úrskurðinum.
Ýmsum mun af skiljanlegum
ástæðum koma það kynlega fyr-
ir, að það skyldi taka meira en
sextíu ár, að komast að áminstri
niðurstöðu vegna þess hve mál
þetta hefir verið tíðum á dagskrá
jafnt utan þings sem innan, en
til hvers er að deila við dómar-
ann; kappsamalegar umræður
um málið á síðasta þingi, er eink-
um þeir Senator Euler og Mr.
Sinclair frá Vancouvei North
beittu sér fyrir, leiddu til þess
að stjórnin fann þann kost
vænstan, að láta hæstarétt greiða
úr flækjunni.
Áminstur úrskurður hefir sætt
harla misjöfnum undirtektum,
einkum þó af háKu þeirra sam-
taka, er að smjörframleiðslu
vinna.
Forsætisráðherrann í Quebec,
Mr. Duplessis, staðhæfir, að með
áminstum úrskurði sé stofnað til
fjörráða við smjörframleiðsluna
í fylki sínu og vill láta áfrýja
málinu til hæztaréttar Breta.
VAKNAR TIL LÍFS
Sá atburður gerðist nýlega í
Mound City í Illinoisríkinu að
nýfætt barn, sem lá líkbörunum
í útfarastofu Bay Gunns og beið
smurningar, vaknaði til lífs og
var flutt á sjúkrahús til um-
mönnunar; útfarastjórinn hafði
brugðið sér allra snöggvast burtu
frá hinum litla líkama; en er
hann kemur til baka, virðist hon-
um varir barnsins með annarleg-
um lit og tekur þegar að gera
lífgunartilraunir og fer þá bless-
aður litli hnokkinn brátt að
draga andann, og er nú, að sögn,
kominn til beztu heilsu.
SÖGULEGUR ATBURÐUR
Þann 11. þ.m., gerðist sá sögu-
legi atburður, að samningair voru
undirskrifaðir í Ottawa, er að því
lutu, að Newfoundland yrði
tíunda fylkið í fylkjasambandinu
Canadíska; fyrir hönd Canada
undirrituðu samningana forsæt-
isiráðherra, Mr. St. Laurent og
hermálaráðherrann, Mr. Claxt-
on, en af hálfu Newfoundlands,
Mr. Walsh formaður samninga-
nefndarinnar þaðan úr landi; at-
höfnin fór fram í þingsal efri
málstofunnar; meðal vistaddra
gesta var fyrverandi forsætisráð-
herra Mr. King, og sá þar rætast
einn af sínum mörgu og mark-
verðu stjórnmáladraumum.
Áminstir samningar verða að
hljóta samþykki brezka þingsins
sem og þjóðþingsins í Canada, og
munu þeir á hvorum staðnum
um sig, fá skjóta afgreiðslu.
Samningar þessir koma ekki
til framkvæmda fyr en þann 1.
marz, 1949.
BEITA SYNJUNARVALDI
Er það kom til tals í öryggis-
ráði sameinuðu þjóðanna þann
15. þ.m., að veita Ceylon inn-
göngu í bandalagið beittu Rúss-
ar synjunarvaldi sínu í tuttug-
asta og níunda sinn, til þess að
koma í veg fyrir að inngöngu-
beiðnin næði fram að ganga.
JÓLAMESSUR í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU
Aðfangadagskvöld, kl. 7:45. Samkoma Sunnudaga-
skólans. Jóladag kl. 11 (laugardag) Guðsþjónusta
á íslenzku (Guðsþjónusta þessi verður sniðin eftir
messuformi þjóðkirkjunnar á íslandi.) Sunnudag-
inn 26. desember, Guðsþjónusta á enksu kl. 11.
DÁNARFREGN
ERFÐAPRINS SKÍRÐUR
Á miðvikudaginn í fyrri viku
var hinn mánaðargamli erfða-
prins, sonur Elízabetar ríkistarfa
og Philips hertoga af Edinbuirgh
skírður í Buckingham höll, og
hlaut nafnið Charles Philip Ar-
thur George. Dr. Geoffrey Fish-
er, erkibiskup af Kantaraborg
framkvæmdi sikírnarathöfnina,
að viðstöddu miklu stórmenni.
OPIÐ BRÉF
Frá gamalmenna-heimilis-
nefnd "Hafnar" Vancouver,
British Columbia.
Nefndin er sárhrygg í seinni
tíð, sér að um þessi jóla horfa
þau fleiri til ‘Hafnar” — gamal-
mermin, en hægt er að veita
skjól. En ætlar á komandi ári
með aðstoð og hækkandi sól að
færi út kvíjarnar svo, að minsta
kosti öllum þeim, sem brýnust
nauðsyn knýr til að hjálpað sé
verði að vild sinni. Á síðasta
fundi nefndarinnar var mér fal-
ið á hendur sú vandasama — en
mér jafnframt sú ljúfa kvöð- að
vekja athygli manna á nauðsyn
þessarar framkvæmda í blöðun-
um okkar. Nefndin ætlast ekki
til stórgjafa — þótt vitanlega
kæmu slíkar sér vel — en veit
af reynslunni að “margt smátt
gerir eitt stórt” m.ö.o. “Safnast
þá saman kemur.” Allar gjafir,
sem unnendur fyrirtækisins sjá
sér fært að láta af höndum rakna,
sendist til gjaldkera nefndarinn-
ar Dr. B. T. H. Marteinsson, 925
West Geo. Vancouver, B.C.
Nú sem mig fýsti vild, til þess
að gera kvöð nefndarinnar sem
bezt skil — en mér jafnvel örð-
ugra um tungutak í óbundnu
máli en bundnu, kvaddi eg —
krypplinginn dísu mína til full-
tingis- og úrurðin var þessi.
HJÁLPA ÞÚ MÉR, í "HÖFN"
Vilhjálmur Peterson, ættaður
úr Árnessýslu á Islandi, andað-
ist, eftir stutta legu en all-langa
heilsubilun, á heimili sínu í
Langruth-bygð, miðvikudaginn,
1. desember, 76 ára að aldri.
Hann var jarðsunginn af séra
Rúnólfi Marteinsyni, sunnudag-
inn 5. desember. Kveðjumálin
voru flutt í íslenzku kirkjunni
í Langruth og í grafreit norðan-
vert við bæinn.
Synir hans sex, Pétur Bene-
dikt Theodor, Jónas, Vilhjálmur,
Franklin og Ralph báru hann til
grafar. Einn þeirra, Jónas, kom
alla leið frá Vancouver. Dætur
hans báðar, Mrs. Halla Jónasson,
og Mrs. Margrét Carson voru þar
einnig, svo öll börnin voru til
huggunar móður sínni, Helgu
Peterson við útförina sem var
fjöljpenn. Hann lifa eiimig tvö,
systkini hans: Magnús Peterson
í Gladstone, Manitoba, og Guð-
rún Jónasson í Reykjavík. Vil-
hjálmur var mætur maður.
Heill sé þér birkibeinn
og broddgöngumaður,
annmarka óvinur
og alda þoftur,
aldinn unglingur
óþreýtandi,
gunnfáka glaðheima
gjörðum spennir.
Válynda vindgapa
vasklega skékur
Báleygs boghæfni
og boðnar lögur.
Dusilmanns dritvetni
dæmir þú landræk,
en drepur úr dróma
Dvalins hyggju.
TEKUR EMBÆTTISEIÐ
Þann 14. þ.m., tók hið nýja
Campbell-ráðuneyti í Manitoba
embættiseið í viðurvist fylkis-
stjórans, Hon. R. F. McWilliams.
Tveir nýjir ráðherrar bættust í
hópinn, Hon. W. C. Miller, í-
haldsflokksþingmaður f y r i r
Morden-Rhineland kjördæmið,
sem var skipaður fylkisritari og
Hon. F. C. Bell, er tekur við
forustu landbúnaðarráðuneytis-
ins; hann telst til Liberal-Pro-
gressive fylkingarinnar og á sæti
á þingi fyrir Birtlekjördæmi.
Hon. Rhodes C. Smith var gerð-
ur að mentamálaráðherra, en
Hon. Mr. Dryden tekst á hendur
í j ármálaráðherraembættið.
ÍHALDSMENN VINNA
ÞINGSÆTI
Við aukakosningu til sam-
bandsþings, sem fram fór í Dig-
by Annapolis-Kings kjördæminu
í Nova Scotia þann 13. þ.m., gekk
frambjóðandi íhaldsflokksins,
Mr. George Nowlan lögfræðing-
ur sigrandi af hólmi; hann fékk
13,980 atkvæði; merkisberi Lib-
erala, J. O. McKenzie, hlaut 11,-
758 atkvæði, en frambjóðandi C.
C.F.-sinna rak lestina og fékk
eingungis, 1,994 atkvæði.
Fyrverandi þingmaður áminsts
kjördæmis var Mr. Ilsley, fyrr-
um fjármálaráðherra sambands-
stjórnarinnar.
Kátir í kreddunnar
kristalls húsi
Niflungar Niðheima -
net sín riða
og tipla á töplum
talhlýðninnar
í skylduskóla
skilningsleysis.
En Gangleri gumalda
glæstur stendur
andspænis óvitrum
og illsinnuðum
fjanda fylkingum
og friðar spillum
og bíður þeim byrginn
með bros á vör.
BRODDGÖNGUMAÐURINN EÐA GANGLERI
GUMALDA
Tileinkað skáldinu, Guilormi J. Guiiormsson í Riverion,
á sjölíu ára afmæli hans, í nóvember, 1948
I húsvitjun-gjafmild góðvild
guðar í hugskot nianns:
“Nú eru í aðsígi jólin,
afmælisdagur hans
sem sagði: “Gef og þér gefast
gjafir — Kærleikans.”
Hún segir oss söguna bróðir
um samvörjann, geislastaf
frá hugboði hækkandi sólar,
sem hátíðin ljómar af.
Þér; söguna um ekkjuna, systir
er síðasta peninginn gaf.
Á hrakningi — gömlum og
hrjáðum
hrikaleg ægir Dröfn.
Þeir heita á guð til hjálpar,
hrópa allra nöfn:
Hryndið, björgunarbátnum!
Bjargið okkur í “Höfn”!
Samúðin hljóðnæm hlustar.
Hrópandans — neyðin sár
gengur henni til hjarta,
höfug fellir tár.
Hvíslar: Guð friður gefi
þér, gleðileg jól og ár.
Vancouver, B.C. Dec. 4, 1948.
Á.B.
E.S.
Kvæðalaun mér gildust góð,
—Gleði þér án efa —.
Hafir þú í “Hafnarsjóð”
hugsun á að gefa.
Ógreið er ótroðin
andþrengzla gata
í gallsteina gollhúsi
g j örhygg j unnar.
En sjáandi sólbreiður
svifreiðanna,
Gangleri gumalda
glottir við tönn.
Brenna úr brandskörpum
brúnáljósum,
eldtugur, alvæpni
orku linda.
Alhyggðar andvaki
Áróru ljósa,
dulmyndir dagroðans
í djúpið sækja.
Andrammir íhaldsmenn
og okurjaxlar
og laungotar Loka
Laufeyjar sonar,
liggja í laggjótum
lágsinnanna
og skreyta með skotlögum
skykkju þína.
Grunar mig, Gangleri
að grimlundaður
fjanda faraldur
fái ei staðist
frá andans afli
eldvígð skeytin. —
En rammt er reiptog
raunverunnar.
Brynjaður broddstöfum
beinskeytanna
gegn andþrengzla alvæpni
ófresk liða,
mótaður magnhafi
megingjarða,
Gengleri gumalda
gengur fram.
Sjötugan segja menn
Sjafnar niðja,
skáldið Skapríka
og skorinorða,
vitran víking
í Vesturheimi,
íslenzkra ætta
óðmæring.
Heill sé þér birkibeinn
og broddgöngumaður,
annmarka óvinur
og alda þoftur,
aldinn unglingur
önnum kafinn
að yrkja jörð
og eilíf ljóð.
Heill skal hilla
og helgar vættir
hús og haga
og húsfrú góða,
böm og buru,
broddgöngumann,
sjö sínnum sjötíu
sólrík ár.
Davíð Björnsson
Æfilöng drottninhollusta — $1.00 á dag
Fólkið á ellisíyrk liíandi lík
“Stórglæpamenn í Canada,
sem í fangelsum búa, kosta
stjórnina $2.00 á dag, auk húsn-
æðis. En sá sem ellistyrks nýtur
— sem oft er hinn verulegi frum-
búi, og lagt hefir grundvöllinn
að framtíð lands og þjóðar — er
skoðaður sem lifandi lík og lát-
inn tóra á $1.00 á dag.”
Þessa yfirlýsingu gerðu yfir 50
manns — gamaimenni á fundi 8.
þ.m. í Trinity Salnum. Þetta fólk ’
var alt frá 70 til 89 ára gamalt,
og alt á ellisstyrk. Umræðuefni
fundarins var það hversu ómögu-
legt það væri að lifa á $30.00 á
mánuði.
Ómögulegt að halda í sér lífinu
Engin beizkja lýsti sér í um-
ræðunum. Flestir voru glaðir og
kátir, en þeim kom öllum saman
um það, að sér væri ómögulegt
— eftir því sem alt væri dýrt —
að lifa á hinu “rausnarsamlega
lítilræði” sem hin góðgjarna
stjórn léti þeim í té.
Fundurinn var kallaður til
þess að kjósa embættismenn fyr-
ir félag ellistyrks fólksins í
Manitoba.
Einn hvíthærður öldungur bar
fram tillögu um það að semja
bænarskrá og fá hana undirrit-
aða af 50,000 borgurum, þess
efnis að biðja um hækkaðan
styrk fyrir gamalt fólk. “Eg
skora á hvaða stjórnmálamann
sem er” sagði hann, “hvort sem
hann á heima í Otttawa eða ann-
arstaðar, að lifa þó ekki sé leng-
ur en eina þrjá mánuði á því
rausnarlega tillagi — einum doll-
ar á dag — sem okkur er veitt.
Þeir tóku það ekki nærri sér að
greiða atkvæði með því að veita
sjálfum sér $2000 aukalaun á ári.
En þegar til okkar kemur!— Við
erum aðeins lifandi lík.
Tími til að krefjasl
“Það er auðvelt að veita pen-
inga til stríðs; en það er ervitt
að veita fé þeim til styrktar, sem
bæði í stríði og friði hafa varið
allri æfi sinni í þjónustu lands
og þjóðar.”
Annar maður stakk upp á því
að boða á fund all fjóra þing-
mennina í Winnipeg og ræða við
þá málið með fullri einurð.
Þetta fólk er orðið gamalt, en
það á samt talsvert eftir af ein-
urð og hugrekki. Og þótt hver
þeirra hafi ekki hærri tekjur en
$1.00 á dag þá gleymdi það ekki
þeim sem enn þá ver vom stadd-
ir. Fundurinn samþýkti að veita
$5.00 í St. Johns Ambulance sjóð-
inn.
Embættismenn fyrir árið 1949
voru kosnir sem hér segir:
Peter Cooper 75 ára formaður
endurkosinn, J. C. Thomas 81
árs, varformaður Rebekka Lev-
itt hún kvaðst hafa hætt að segja
aldur sinn þegar hún varð 100
ára, endurkosin fjármálaritari.
Mr. Cooper lofaðist að leiða fé-
lagsmenn í baráttunni fyrir aukn
um ellistyrk: “Eg fæ $30.00 á
mánuði, skrifa nafnið mitt á
ávísunina og afhendi hana hús-
eigandanum; hún er nákvæm-
lega það sem ég verð að borga í
húsaleigu. Eg verð svo að krafsa
mér fyrir fötum og fæði.” Þann-
ig mælti 75 ára ungur ellisstyrks
þegi. Og svo söng alt þetta fólk:
“O, Canada” það var auðheyrt á
röddunum að gamalt fólk var að
syngja:— Sumar raddirnar voru
lamaðar, margar hjáróma, en
það söng samt: “We stand on
guard for thee.” Það söng með
leiftrandi augum, uppréttum
höfðum og upplyftum öxlum —
Söng með athygli.
Drottinhollusta er sú gáfa sem
ekki verður keypt.
Gömlu mennirnir og gömlu
konurnar sungu sönginn með
andagift, það var ekki einungis -
eitthvað sönglum söngl. Þeim
var alvara með hvert einasta orð
í söngnum — Verðlaun þeirra
fyrir æfilanga drottinshollustu ?
— $1.00 á dag.
Siff. Júl, Jóhannesson þyddi úr
Winnipeg Citizen eftir beiffni.
AUKAKOSNINGAR TIL
SAMBANDSÞINGS
Síðastliðinn mánudag fóru
fram þrennar aukakosningar til
sambandsþings, og lauk þeim á
■þann veg, að Liberalar unnu tvö
þingsæti en íhaldsmenn eitt.
í Marquette kjördæminu í
Manitoba, vann Hon. Stuart S.
Garson, hinn nýi dómsmálaráð-
herra sambandsstjómarinnar
hinn glæsilegasta sigur, og hið
sama er að segja um frambjóð-
anda Liberala í Laval-Two
Mountains kjördæminu í Que-
bec, Mr. Leopold Demers.
Hinn nýkjörni foringi íhalds-
flokksins, Mr. Drew vann fræki-
legan sigur í Carleton kjördæm-
inu í Ontario, og bæði þar og
eins í Marquette, töpuðu fram-
bjóðendur C.C.F.-sinna trygging-
arfé sínu. Svo fór um sjóferð þá.
RÖSKLEGA GENGIÐ TIL
VERKS
Síðastliðið laugardagskvöld
opnuðu Gimlibúar og tóku til
afnota mikinn og veglegan
skautahring þar í bænum, er
kostaði stór fé, sem bæjarbúar
höfðu lagt fram með frjálsum
samskotum; þessi nýju skauta-
hringur, sem ber fagurt vitni
semheldni og framtaki borgar-
anna í Gimlibæ, verður vafa-
laust æsku- og uppeldismálum
bæjarins til ómetanlegrar holl-
ustu; vel sé öllum þeim, er for-
ustu höfðu um mál þetta og
leiddu það til sigurs.
LÆKNING VIÐ
KOMMÚNISMA
Þar eð meira er nú rætt og
ritað um kommúnisma heldur en
nokkuð annað í okkar ömurlega
heimi, er það aðlaðandi að at-
huga svo lítinn útdrátt úr ræðu,
sem Angus Macdonald forsætis-
ráðherra Nova Scotia hélt nýlega
suður í Washington, D.C.
Hann talar án haturs eða hita
og færir rök fyrir sínu máli á
þessa leið: “Kommúnismi getur
ekki þróast þar sem fólk hefur
hús og heimili og nægilegt til
fæðis og klæðis, heilbrigt félags-
líf, mentunarskildyrði, sam-
vinnufélög, til innkaupa og út-
sölu, “Credit Unions” til aðstoð-
ar í peninga málum. Forsætis-
ráðherranum talast svo til, að í
Nova Scotia séu öll þessi framan
skráðu skilyrði fyrir hendi í svo
ríkum mæli, að óhugsandi sé að
kommúnismi kvikni eða geti
þróast.”
Mr. Macdonald hefur óneitan-
lega mikið til síns máls.
V. J.
Þann 18. þ.m. lést að heimili
sínu 245 Arlington Street hér í
borginni frú Sigríður Bergson,
kona Rafnkels Bergsonar bygg-
ingarmeistara, mæt kona og vel-
metin; hún var 78 ára að aldri,
ættuð úr Hornafirði, útförin fór
fram frá Fýrstu lútersku kirkju
síðastliðinn þriðjudag. Séra
Valdimar J. Eylands flutti
kveðjumál.
i