Lögberg - 23.12.1948, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.12.1948, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. DESEMBER, 1948 PREDIKUN (Frh. af bls. 3) að segja þetta alt hreinskilnislega og afdráttarlaust, en segja það í kærleika, eins og Jesú sjálfur mundi hafa gjört. Þetta var þá strax erfitt verk, og stundum óvinsælt í bili, en reyndist þó jafnan er til lengdar lét, tilefni til hinna mestu vinsælda. Þannig er það einnig enn í dag. Þetta er heimsiiis einasta von, og hin eina von hvers manns: að vera sjálfum sér og Guði trúr. Þetta er erindi kirkjunnar til hverrar kyn- slóðar, og það eina sem gefur henni sérstakan tilverurétt, gerir hana maklega fyrir hinn mesta heiður í meðvitund lýðsins í hverju landi: að hún er ávalt fús til að fara og svara kalli skyldu sinnar hver sem í hlut á og hvernig sem á stendur að hún boðar í einkalííi og opinberu starfi þjóna sinna öll lífsins orð, að hún kynokar sér ekki fyrir að bera vitni um trú sína frammi fyrir fariseum og saddukeum, trúar- veikum og trúarlausum mönnum. Þetta er hið sígilda boð og afdráttarlausa fyrirskipan frá herra kirkjunnar til allra meðlima hennar í hinu almenna og sérstaka prestembætti “Farið og talið til lýðsins, öll þessi lífsins orð . . . Guð blessi kirkju íslands og kirkjur Islendinga um all- an heim. Amen. Valdimar J. Eylands Or borg og bygð Séra Halldór E. Johnson legg- ur af stað á sunnudaginn kemur til Victoria, B.C. og mun dvelj- ast þar í þrjá eða fjóra mánuði. Heimilisfang hans verður að 160 Beachwood Avenue, Victoria, B.C. Miðvikudaginn þann 17. nóv- ember lézt merkiskonan María Guðbrandsdóttir Eyjólfson að heimili sonar síns og konu hans Margrétar í Churchbridge, Sask. Hún var frá Firði við Breiða- fjörð. Eiginmaður Maríu, Konráð Minnitt BETEL í ©rföaskrám yðar Eyjólfson er frá Kálfárdal í Lax- árdal í Dalasýslu. Er hann til heimilis hjá Guðbrandi syni þeirra hjóna. Jarðarförin fór fram þann 21. s.m. Var stutt kveðjuathöfn að heimilinu, og síðan í kirkju Konkordiasafnaðar, sem var and- legt heimili þeirra hjóna. Fjöldi manns sótti athöfnina aí Islend- ingum og annar þjóða mönnum; kistan var skreytt blómum. María skilur eftir, auk manns síns sex börn fullorðin og eina stjúpdóttur. Og einn bróðir Sig- urð í Manitoba. Líkmenn voru þeir Magnús Bjarnason, Jón Freyeteinson, Valdimar og Guðmundur Hin- rikson, og Ólafur og Jón John- son. Séra S. S. Cbristopherson söng yfir. — “Margs er að minnast. Margt er hér að^ þakka.” ar nóvember-desember í einu hefti sérlega vandað að öllum frágangi, fæst keypt í lausasölu á .35 cents. Pantanir ásamt and- virði, sendist Mrs. B. S. Benson, The Columbia Press Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg. ♦ LJÓÐMÆLI K.N. Nokkur eintök af ljóðmælum JCristjáns N. Júlíusar, sem alment gekk sem skáld undir nafninu K.N., fást enn til kaups hjá bróðurdóttur skáldsins, Mrs. B. S. Benson, The Columbia Press Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg. Ljóðabók þessi í vönduðu bandi, kostar $7.50. ME85UBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017. — Guðsþjónustur á ' hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. — Sunnu- dagaskóli kl. 12:15 e. h. — Allir æfinlega velkomnir. -f HÁTÍÐAMESSUR í íslenzka lúterska söfnuðinum í Vancouver Sunnudaginn 26. desember kl. 3:00 e.h. Aðal jólaguðþjónusta safnaðarins, sem fram fer á ensku og íslenzku. Stuttar prédikanir. Hátíða- söngur. Jólatré í kirkjunni, og prýdd á viðeigandi hátt. 2. janúar, Áramóta guðsþjón- usta á ensku. 9. janúar, Áramóta guðsþjón- usta á íslenzku. Allar guðsþjónusturnar haldn- ar í Dönsku kirkjunni á horninu á East 19th. Avenue, og Prince Albert Street. Takið eftir nafninu á strætinu við hlið Dönsku kirkjunnar hefir verið breytt, — var áður Burns Street, er nú Prince Albert St. Gleðileg jól. Gott blessað nýár. Sækið hátíðaguðsþjónustur ís- lenzka lúterska safnaðarins í Vancouver, og allar guðsþjónust- ur hans. Allir velkomnir. H. Sigmar, Prestur Lúíerska kirkjan í Selkirk: Aðfangadagskvöld jóla kl. 7:30. Jólahátíð sunnudagaskólans, jóla tré. Jóladagsmorgun kl. 11:00 ár- degis íslenzk hátíðamesa. Allir boðnir og velkomnir. S. Ólafsson FREE STOH AGE FOR YOUR SUMMER GARMENTS IN CANADA’S FINEST STORAGE VAULTS • “Celletone” Dry Cleaned « Free Minor Repairs • Fully Insured • Nothing to Pay Till Spring ALL FOR THE COST OF Regular Dry Cleaning Use Perth's Carry & Save or Phone 37 261 PERTH’S JÓLABLAÐ Sameingingarinn- r 3 S * { | I Megi hátíðirnar, sem í hönd fara, verða vinum og viðskiftavinum hinar ánægjulegustu. % 1 3 ð s I I SARGENT GARAGE Phone 31142 TED EPP and MICHAEL KUMKA Maniloba Birds WHOOPING CRANE (Grus americana) A very large, white, heron-like bird with black primaries and bare, dull red lores, crown, and face streak. Juve- niles have not as much colour on bare parts of head and face and are more or less overwashed with rusty, strongly resembling iron that stains the white parts of many water birds. Dislinction:—There is no other white crane-like bird of equal size with which it can be confused. Deep sonorous trumpeting in course of flight. Field Marks:—A great white Crane with a red face, standing about four feet in height. In flight, the out- stretched neck and legs are distinctive. Nesling:—On the ground in the midst of wide marshes. Dislribution:—North America. In Canada West of the Great Lakes to the foothills. While this bird is very rare, it frequents the bare prairies and open sloughs. At present it is listed among the birds that are protected at all times. This space contributed by Shea's Winnipeg Brewery Limiled MD223 Œttmaðurinn Eftir THOMAS DIXON, Jr. Drengurinn rangkvolfdi augunum, þóttalegur á svip. “Þér er þá betra að kalla mig ekki negra!” “Hvern heldur þú að þú sért að tala við, meistari? Þú getur hreytt gapaskap þínum að þeim hvítu, en góðurinn minn þú ert að glettast til við dauðan núna.” “Eg er ekki negri — eg er herramað- ur, eg er,” svaraði strákur þrjóskulega. “Hvað ertu gamall?” spurði Aleck í mildari málróm. “JMóðir mín sagði mér að ég væri sextán — en maðurinn í félagsstjórn- inni sagði mér í gær, að ég yrði tuttugu og eins árs í dag, kosningardaginn.” “Hefurðu greitt atkvæði í dag?” “Já, greitt atkvæði á öllum kjörstöð- unum nema þessum sjáðu þennan miða er hann merktur rétt?” Aleck sem hvorki kunni að lesa, eða skrifa tók miðan með rottumyndinni á og skoðaði hann í krók og kring. “Hvað er að honum?” spurði hann að síðustu. Drengurinn benti á myndina af rott- unni. “Hvað er þessi rotta að gjöra liggjandi á bakinu með fæturnar uppí loftið — mér finst að rottan ætti að standa á fótunum?” Aleck skoðaði myndina nákvæmlega, og svo brosti hann ýbyggilega og leit framan í dreng- inn. “Heimskan í þessu fólki. Hvernig heldurður að færi ef ég væri ekki við hendina til þess að skýra hlutina og hefði vit og vald til þess?” “Þú vissulega hefir andann,” sagði drengurinn ósvifnislega og benti á eina flöskuna. Aleck lét sem hann heyrði ekki glettni drengsins og horfði bros- andi á miðan með rottumyndinni á. “Erum við ekki að greiða atkvæði um stjórnarskrána í dag, sem á að taka atkvæðisréttinn frá hvíta fólkinu og gefa hann til negranna — mér er spurn?” Drengurinn stakk fingrunum í vest- isbarm sér og svaraði “Jú Herra!” “Þá meinar þetta ratification (sam- þykking) stjónarskrárinnar?” Phil fór að skellihlæja. Fylgdi drengjunum eftir og sá þá brjóta mið- ana saman, fara inn þangað sem at- kvæðin voru greidd og láta miðan með rottumyndinni í atkvæðakassann. Ben Cameron sneri sér að öldruðum hvítum manni með grátt skegg sem stóð og horfði á það sem fram fór. Hann var einlægur safnaðarlimur í Presbytera söfnuðinum, en í dag var enginn helgi blær á andliti hans. Hon- um hafði verið neitað um atkvæðisrétt sökum þess að hann hafði hjúkrað tveimur særðum unglingum sem til- heyrðu suðurríkja hernum. Hann heilsaði Ben kurteislega. “Hvað finst þér um þetta Hr. Mc- Allister?” “Nú Sveitarhöfðingi, eg hefi verið í söfnuði í meira en fjörtutíu ár. Eg hefi aldrei vanið mig á blótsyrði, en ég hafði ekki getað ímyndað mér að það sem ég hefi séð í dag gæti nokkurntíma fyrir augu mín borið. Eg hefi gengt borgara- skyldum mínum, eins vel og ég hefi vit á hér í þessu ríki í meir en fimtíu ár. Nú fæ ég ekki að greiða atkvæði, en í dag á að kjósa negra til að tala máli mínu á ríkisþinginu. Hvorki þú sveitar- foringi né hann faðir þinn eruð atkvæð- isbærir. Allir negrar frá sextán ára ald- urs og upp hafa greitt atkvæði í dag — Eg er ekki blótgjarn maður, og ég segji sjaldan blóts yrði, en ég verð að segja að ef helvítis svívirðing er til — þá er hún þetta.” “Eg held Hr. McAllister, að Gabriel engill hefði fyrirgefið þér, þó þú heföir undan skilið ‘efið’!” “Guð einn veit hvað úr þessu verður — Ek veit þaö ekki,” sagði gamli maður- urinn með beiskju mikilli. “Eg er hrædd- ur við að láta konuna mína og dóttir fara út úr húsinu, eða vera í því einar.” Ben Cameron færði sig nær Mc All- ister og hvíslaði að honum: “Komdu á skrifstofuna til mín í kveld klukkan tíu, eg þarf að tala við þig um alvarlegt mál.” Gamli maðurinn tók fast í hendina á Cameron. “Á ég að koma með drengina?” spurði hann. Ben Cameron brosti. “Nei ég er búinn að tala við þá, fyrir löngu.” IIV Kapítuli. LJÓSBLIK Kosningarkveldið hélt frú Lenoir dansleik á gestgjafahúsinu í tilefni af að dóttir hennar Marion var þá að taka stöðu sína sem gjafvaxta mær í mann- félaginu. Hún var að vísu ekki nema á sextánda árinu, en þó eldri, en móðir liennar var þegar að hún tókst hús- stjórn á hendur. Móðir hennar var það mikið áhugamál, að henni mætti auðnast að vinna traust tiltrú og ástúð einhvers ábyggilegs manns og eignast heimili í námunda við heimili þeirra í rósauðuga garðinum við rönd skógarinns. í þessum draumi um Marion og nýja heimilið hennar, fann móðirin ljúfan og lyfandi mátt sem kon- 'an ein þekkir. Danssamkoman hafði auk þess að vera til skemtunar, stjórnmálalega þýðingu, sem herforinginn þar í bænum skildi ofur vel. Hann vissi og reyndar allir, að hvíta fólkið í Piedmont var með henni að sýna fyrirlitning sína á kosn- inga farganinu, sem fram hafði farið, og að það léti sér með öllu standa á sama um úrslit þess, sem básúnuð yrðu þá um kveldið með stórskota dynkjum. Unga fólkið í bænum var alt komið á dansleikinn. Marion var hversmanns hugljúfi. Prúðmenska, háttprýði og æskufegurð þessara fimtánára suður- ríkja stúlku, var samstillt hógværu og viðkvæmu upplagi. í fátækt, sem var til- finnanleg, dvaldi hugur hennar ósjálf- rátt við óhamingju og erviðleika annara, og hún var eina persónan í bænum sem allir unnu. í bænum þar sem Marion átti heima meinti auðurinn ekkert. Hún var í heimi andlegraóðalssinna, skálda feg- urðar og hinna innri verðmæta, og fólk hennar þekti engin önnur. Hún stóð í borðsalnum sem var lengri, en hvað hann var breiður, klædd í hvítann ‘organdí’ kjól, borðalagðann og sá á axlir hennar í gegnum gluggótt- an kjólinn ýmynd ánægju og gleði um- kringd hálfri tylft ungra mannam sem héngu á hverju hennar orði eins og á spásögnum. í hendinni hélt hún á hvít- um fornum blævang með hvítum dún bryddingum, á þann hátt, sem er eink- aréttur æskumeyja suðurríkjanna. Af og til leit hún til dyranna, eins og hún ætti von á einhverjum sem var enn ekki kominn. Phil sýndi henni virðingu á viðeig- andi hátt og Marion tók undir það með því að hvísla að honum. “Margret hefir heldur enn ekki haldið sér til í kveld í himinbláum kjól og roði kinna hennar, hárið dökka og augu hennar hafa aldrei blikað eins fagurlega eins og í kveld. Hún dansar ekki vegna sunnudagsskóla hennar — þetta er alt fyrir þig.” Phil brosti og roðnaði. “Presturinn verður ekki hérna?” “Gamli presturinn verður.” “Hann er góður drengur, mér þykir vænt um hann, ungfrú Marion, hún móðir þín er undursamleg. Eg vona að hún geti koinið á stað svona samkomu aftur.” Klukkan vor orðin hálf ellefu þegar Ben Cameron kom með Elsie sem var hálf ergileg yfir því hvað seint að hann hefði komið, en Ben slóg því öllu upp í gaman. Elsie hafði orðið vör við eitthvert lenyd- armál hjá Ben, sem hún fékk engar skýringar á og þótti miður. Ben Cameron var í sveitarforingja búningi sínum samkvæmt tilmælum frú Lenior, til virðingar við þessa liátíö Marion og líka til virðingar við minning föður hennar sem hafði ort útaf einu eftirminnanlegu áhlaupi sem Ben hafði gjört í stríðinu. Hann hafði aldrei verið í honum síðan hann f éll og Phil tók hann að sér. Enginn sem þarna var staddur hafði áður séð Ben Cameron í þessum búningi. Gulu borðarnir um hálsmálið og gull kögrið var farið að mást, og það voru tvö kúluför á treyjunni. Aðdáun drengjanna og andvörp stúlknanna liðu um herbergið, þegar að hann kom inn og tók í hendina á Marion og kysti á hana, en uagu hennar dönsuðu og geisl- ar þeirra ummvöfðu hann í einlægri að- dáun. “Ben þú ert sú fallegasta persóna sem að ég hefi séð.” sagði hún blíðlega,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.