Lögberg - 23.12.1948, Blaðsíða 3

Lögberg - 23.12.1948, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. DESEMBER, 1948 3 PRÉDIKUN flutt á Prestastefnu íslands, í Dómkirkju Reykjavíkur, 20. júní 1 948 i "En engill Drotiins opnaði um nótt dyr fangelsisins og leiddi þá út og sagði: Farið, og gangið fram, og talið í helgidóminum ±11 lýðsins öll þessi lífsins orð." P. 5:20 Fyrst eftir að Kristur stofnaði kirkju sína, er oss sagt að hún hafi vaxið og margfaldast daglega. Gæddir krafti Guðs anda, prédikuðu postularnir hinn lifandi Krist, og staðfestu kenningu sína með kraftaverkum. Daglega skipuð- ust margir hinna vantxúuðu og verktrúuðu Gyðinga undir krossmerki kristinnar trúar. En þá skeði það sem sagt er £rá í versunum næstu á undan texta mínum. “En æðsti prest- urinn reis upp, og allir þeir sem með honum voru sem voru flokkur Saddukeanna — og þeir fyltust vandlæti—; og þeir lögðu hendur á postulana og settu þá í almenningsvarðhald.” (17. v.) Ritningin getur um tvo öfluga flokka sem létu mjög til sín taka á meðal Gýðinga á þeim dögum sem hér um ræðir. Annars vegar voru farísearnir, sem á götum úti, og í viðurvist þeirra er hlusta vildu, þökkuðu Guði fyrir að þeir væri ekki eins og aðrir menn, heldur miklu betri. Þeir •treystu sínum eigin verðleikum, héngu í hinum dauða bók- staf kreddu og laga, en hjörtu þeirra voru oft stirnuð og löngu hætt að slá. Því miður finst lífsskoðun þeirra, endur- borin, einnig á vorri tíð. Kemur hún fram á meðal vor í sjálfbirgingsskap, hroka og mannhatri. Hinn flokkurinn voru saddukearnir, en þeir voru vantrúarmenn þeirrar aldar, sem neituðu að trúa öllu sem ekki varð tekið á, eða hægt var að vega á metaskálum mannlegrar reynzlu og skynsemi. Þannig höfnuðu þeir kenningunni um upprisu dauðra, vit- undarlífi mannsins handan við gröf og dauða, og hugmynd- um kristindómsins um umbun eða hegningu annars heims. Saddukearnir hafa látið eftir sig fjölmarga andlega erfingja, einnig á vorri tíð. Það eru þeir sem segja og skrifa ljóst og leynt á þessa leið: Hversvegna ættum vér að eyða tíma í þetta hjal um einstaklings-ábyrgð, og eilíf verðmæti? Hví ekki að láta sér nægja eina tilveru í senn, taka það sem hendi er næst, tæma hvern bikar sem býðst, slíta upp hverja rós sem á vegi verður? Það má vel vera að Guð sé til, segja þeir, og reyndar ekki ósennilegt að um einhverja framhaldstil- veru geti verið að ræða, en lífið og starfið með öllum braða þess og miskunnarlausu samkeppni leyfir ekki heilabrot um þessi efni. Andspænis þessari köldu hagsmunahyggju setjum vér hina sígildu spurningu Krists: Hvað gagnar það mannin- um þótt hann eignist allan heiminn, ef hann líður tjón á sálu sinni?” Þessir tveir flokkar, farisearnir og saddukearnir, tóku þegar í öndverðu höndum saman til að h e f t a framgang kirkju Jesú Krists. Og þegar það tókst ekki eins vel og til var ætlast, gripu þeir til þess sem í enskum talshætti er nefnt síðasta röksemd heimskingjans, en það er ofbeldi, lík- amlegar árásir; postulum Krists var varpað í fangelsi. En einmitt þegar þessir guðsmenn urðu að láta fyrirberast í myrkrastofu um nótt, þegar líkamleg og andleg sjón þeirra var hulin blæju myrkurs og vonleysis um eigin hag þeirra, og framgang þess málefnis sem þeir höfðu helgað líf sitt, þá skeði undrið mikla sem teksti minn greinir frá Engill Drottins opnaði dyr fangelsisins, leiddi þá út og sagði: “Farið og gangið fram, og talið í helgidóminum til lýðsins öll þessi lífsins orð.” “Farið, og gangið fram . . Óhætt er að fyllyrða, að það sem einkum einkennir það sem liðið er af tuttugustu öldinni, er einmitt framsókn og framfarir. Þetta er augljóst á sviðum iðnaðar, verzlunar, mennta og samgöngu-mála, og að því er land vort snertir einnig á sviði stjórnmálanna. Það er hverjum Íslending sem dvalið hefir langvistum erlendis, og kemur svo aftur heim til ættlands síns og átthaga, hið mesta undrunar og þakkarefni að sjá hversu vel land vort og þjóð hefir fylgst með í þessum efnum, hversu þjóðin gengur nú hugrökk og bjartsýn á móti nýjum degi á sviðum verk- legra framkvæmda, og hve miklu glæsilegri hagur allra landsins barna er nú en nokkru sinni fyr. Þeir íslendingar sem búa vestan hafs fyllast oft metnaði vegna stofnþjóðar sinnar, er þeir heyra um hinar undursamlegu og stórstígu framfarir sem hér hafa orðið á öllum sviðum síðustu ára- tugina. En sá metnaður er þó blandinn sársauka hvað. marga af oss snertir, vegna þess að oss hefir, vegna fjaríægðar vorrar og kringumstæðna, verið fyrirmunað að eiga virka hlutdeild í þessari glæsilegu framsókn yðar. Þetta minnir oss stundum óþægilega á ummæli hershöfðingjans fræga, sem að lokinni örlagaríkri orustu ávarpaði einn liðsforingja sinn, sem var fjarverandi er orustan var háð, með þessum orðum: “Farðu og hengdu þig — vér höfum unnið sigur, en þú varst þar ekki.” En vér vitum að þér hér heima hafið enga tilhneigirigu til að ávarpa oss Vestur-íslendinga, þann- ig. Þvert á móti. Þér réttið oss styrka og hlýja bróður- hönd yfir hafið. Vér höfum ávalt viljað, og viljum enn taka í hönd yðar. Vér viljum enn halda áfram að vinna Islandi hvert það gagn sem oss er auðið. Vér tökum enn undir með fjallaskáldinu og segjum: “Hvar sem eg ferðast um firnindi og lönd eg flyt með þá von mína eina, • að hvað sem þú föðurland fréttir um mig sé frægð þinni hugnun. Eg elskaði þig.” Þessa daga skiftast þjóðkirkja Islands og Hið evangel- iska lúterska kirkjufélag íslendinga í Vesturheimi sem nú situr 64. ársþing sitt að Gimli í Manitoba, á heillaóskaskeyt- um. íslenzk kristni er samstilt í anda og starfi, að boða börnum þessa lands, beggja megin hafsins lífsins orð. Þjóð- kirkja íslands á mætan fulltrúa á meðal vor Vestur íslend- inga, þar sem séra Eiríkur Brynjólfsson er, en hann hefir sem kunnugt er starfað árlangt sem prestur Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Og eg hefi notið þess einstæða tæki- færis að starfa hér sem prestur hinnar íslenzku þjóðkirk.ju um jafnlagt tímabil. Þetta hefir verið mér ógleymanleg reynzla, og eg hverf héðan með margar ljúfar endurminn- ingar frá samstarfi mínu við söfnuðina í Útskála og Staðar prestaköllum, og þá fjölmörgu ágætismenn aðra sem eg hefi kynst utan kirkju og innan. Eg tel mig ríkari en áður eftir að hafa kynst að nokkru prestastétt landsins og öðrum áhugamönnum í starfsliði hennar. Þessir menn eru vissulega stétt sinni og kirkjunni til sóma. Eg sé ýmis vormerki á akri íslenzkrar kristni. Þar til má nefna æskulýðshreifinguna, og vaxandi áhuga fyrir bættum kirkjusöng. I prestaköllun- um suður með sjó, þar sem eg er kunnugastur láta menn sér ant um kirkjur sínar, leitast við að prýða þær og um- hverfi þeirra á ýmsan hátt. Og þeir sækja kirkjur sínar mjög sæmilega, eins þótt oft sé messað, og ef til vill einkum vegna þess. Þannig ætti þetta að vera um land alt. í landi og á tímum stórstígra framfara má kirkjan ekki dragast aftur úr. Hún verður um fram alt að ganga samhliða og í takt við önnur heilbrigð framkvæmdaöfl í landinu. Að draga sig í hlé, og fá öðrum forystuna í hendur í þeim málum sem hana varða er ekki aðeins óheppilegt, heldur ranglátt gagnvart kirkj- unni sjálfri. í boðskap engilsins til postulanna og eftir- manna þeirra er fyrsta orðið: Farið-gangið fram, talið í helgi- dóminum til lýðsins öll þessi lífsins orð.” Enda þótt hin íslenska þjóðkirkja hafi mörgum prýði- lega menntuðum og áhugasömum starfsmönnum á að skipa bæði meðal leikmanna og presta, hygg eg að þessi postullegu hvatningarorð eigi erindi til hennar, eins og til vor Vestur íslendinga, og annara deilda kirkjunnar víða um heim. Það er þýðingarlaust að neita því að kirkjan hefir víða dregist aftur úr fylkingum framsóknarinnar, og í stað þess að skipa það öndvegi sem henni ber, samkvæmt eðli sínu og köllun, lifir hún nú alt of víða á molum þeim sem falla af borðum manna, hvað áhuga þeirra snertir og þátttöku í starfi hennar. En þeir molar verða oft bæði fáir og smáir, því það er svo margt sem kallar að í striti og önnum hins daglega lífs. “Farið—talið—” segir engill Drottins við kirkju sína. En eg heyri ótal raddir, vestan hafs og austan, sundurleitar í tungutaki en samstiltar í hugsun, segja: Já, en góði, eg get ekkert farið, og þó eg tali, fæ eg oft litla áheyrn. Eg er líka haldinn margvíslegum fjötrum; fátækt, lasleiki, erfiðar heimilisástæður, hið kalda vald vanans, og sinnuleysi fjöldans hefta mig í bönd. Rökfimi saddúkeanna dregur úr mér kjarkinn, og hræsni farísea nútímans særir réttlætis- tilfinningu mína. Þannig situr kirkjan víða hnípin og taiar í afsökunartón, þegar hún annars lætur til sín heyra. En um leið og þessu fer fram heyrast aðrar raddir; þær tala oft með myndugleika, en þær túlka ekki hugsjónastefnu eða lífs orð kirstindómsins. Síðan eg kom hingað til landsins hefi eg leitast við að kynnast sem flestu, og hlusta á sem flestar raddir þeirra sem telja sig, og sem þjóðin sjálf, eða ávalt nokkur hluti hennar, telur leiðtoga sína. Eg tel mig ekki ofsatrúarmann, ekki öfgafullan afturhaldssegg né mein- lætamann, en þó verð eg að segja að margt hefir komið mér kynlega fyrir af því sem eg hefi heyrt og séð. Þar til má telja skáldsagnagerð þá sem mest er dáð með þjóðinni nú. Það er naumast hægt að segja að þar sé túlkað fagurt mann- líf, og ekki heldur á leiksviðinu, oft og tíðum. Hér í höfðuð- staðnum var eg eitt sinn á samkomu þar sem hermt var eftir nokkrum þjóðkunnum mönnum, þar á meðal tveimur eða þremur merkisprestum. Þótti að þessu hin besta skemtun. Þetta fanst mér mjög óviðkunnanlegt, og efast eg um að almenningsálitið líði eða leyfi slíkt á samkomum virðulegra borgara, með öðrum þjóðum. Kirkja Krists sætir ekki lengur líkamlegum ofsóknum í lýðfrjálsum löndum, en aldarandinn er henni andvígur, víða og starfsmenn hennar meðal presta og leikmanna eru marg- víslegum viðjum vafðir. En það er oss, kirkjunnar mönnum, ekki gild afsökun til undanhalds eða afsláttar á sannfæringu vorri. Vér þurfum að eignast meira af anda postulakirkj- unnar, meiri trú, fornarlund og áhuga. Oss má ekki verða of starsýnt á oss sjálfa, takmarkanir vorar og erfðileika. Miklu fremur ber oss að beina sjón vorri að hinu stóra hlut- verki sem oss er falið, og að honum sem gefur oss máttinn, mitt í veikleika vorum. Þegar Drottinn býður oss að fara og gera eitthvað, þá gefur hann oss ávalt um leið máttinn tii framkvæmda. Þegar hann til forna bauð verði, þá varð það. Þegar hann skipaði: “Statt upp og gakk”, þá skorti ekki máttinn. Þegar hann gaf lærisveinum sínum hina hinztu fyrirskipun: “Farið, og gjörið allar þjóðir að lærisveinum”, gaf hann þeim um leið kraftinn til framkvæmda. Þegar Drottinn býður kirkju nútímans að fara og þegar menn hlýða þeirri skipun, fullvissir um mátt hans og náðar- nálægð, þá opnast æfinlega öll hlið, hversu rambyggilega sem þau kunna að virðast lokuð. En hvert á að fara? Inní helgi- dóminn til lýðsins. En ef nú lýðurinn fyrirfinst ekki í helgi- dómum þeim sem venjulega eru nefndir því nafni, hvað þá? Þá eiga starfsmenn kirkjunnar að fara þangað sem lýðurinn er, til sjómannsins, verkamansins, verzlunarmans- sins, iðjuhöldanna, til allra stétta, og eins til þeirra sem engri stétt tilheyra, og enga stöðu skipa. Líf mannanna og starf er sá helgidómur sem kirkjan þarf að ná til með boðskap sínum. Þar sem starfsmenn kirkj- unnar eru áhugasamir og óþreytandi í þeirri viðleitni að ná til fólksins á heimilum þess og við hin daglegu störf, og ræða við það sem vinur þess og jafningi, þótt ekki sé það í prédikunartón, eða æfinlega um krikjuleg efni, fer ekki hjá því að fólkið fái brátt áhuga fyrir kirkjunni og málefnum hennar. Þetta er þrautreynt í hinu mikla fjölmenni með öðrum þjóðum. Merkur enskur prestur hefir sagt að góður árangur af prestsstarfinu sé 90% undir skóleðri prestsins komin. Með þessu er ekki gert lítið úr námi prestsins, and- legum hæfileikum hans, eða undirbúningi hans undir hina venjulega helgidagaþjónustu, heldur er áherzla á það lögð að presturinn þurfi að vera vinur fólksins og félagi. Ef prest- urinn er hjartahlýr, áhugasamur, bjartsýnn og hjálpsamur, þykir fólkinu brátt vænt um hann, og þá einnig stofnunina sem hann þjónar og þann málstað sem hann er talsmaður fyrir. En hvað á svo að tala um, þegar í sjálfan helgidóminn, kirkjuna er komið? Hvert er hlutverk kirkjunnar og hið eina erindisbréf hennar? Skyldi það vera það að flytja þar það mál sem menn vilja helzt heyra og kenna? Eiga menn að flytja þar hugboð sitt og ímyndanir, það sem menn vilja eða óska að sé þannig, eða hinsvegin? Eiga menn að flytja þar hálfan sannleikann, og skirrast við að minnast á það sem mönnum er ógeðfelt, sem oft eru þó einmitt þau atriði sem mestu varða fyrir siðferði, andlegt líf og sálarheill manna? Eða eiga menn að tala um hin staðbundnu dægurmál? Vafa- laust er það leyfilegt og sjálfsagt getur það oft verið gagn- legt að tala um eitthvað af þessu, eða þetta alt, eftir stað- háttum. En ekkert af þessu kemur englinum í hug er hann skipar postulunum að fara út úr myrkrastofunni, heldur segir hann: "Talið öll þessi lífsins orð”. Þessum mönnum var deginum ljósara hvað í skipaninni fólst, og að hún var í fylsta samræmi við síðustu ummæli Krists sjálfs, er hann sagði: Farið og kennið alt. — Þeir áttu að segja allan sann- leikann sem Guð hafði birt um veru sína og vilja, um alt sem snerti sáluhjálp syndugra manna, um alt sem snerti dæmi Jesú og dauða, fórn hans og frelsandi mátt. Þeir áttu (Frh. á bls. 4) Business and Professional Cards SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn. og ávalt hreinir. Hitaeining, ný uppfynding, sparar eldiviíS, heldur hita. RELLY SVEINSSON Sími 54 358. • 187 Sutherltuid Ave., Wlnnipeg. JOHN A. HILLSMAN. M.D., Ch. M. 627 Medical Arts. Bldg. Office 99 349 Home 403 288 S. o. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg Phone 94 624 PHONE 87493 I Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APT8. 594 Agnee St. Vlötalstlmi 3—5 eftlr hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selklrk, Man. Offlee hrs. 2.30-—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Offlce Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 628 MEDICAL ARTS BLDO. Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlceknar 406 TORONTO GEN. TRUST8 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 96 952 WINNIPEG Dr. Charles R. Oke Tannlæknlr For Appolntments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Wlnnipeg, Man. Talsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN BérfræOingur i augna, eyma, nef og kverka ajúkdómum. 209 Medlcal Arts Bldg. Stofutimi: 2.00 tll 6.00 e. h. DR. ROBERT BLACK BérfrœOingur ( augna, eyrna, nef og hdlsajúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrlfstofusimi 93 851 Heimaslmi 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. lalenzkur lyfaali Fólk getur pantaö rneöul og annaö meB pósU. Fljðt afgreiösla. ---------- I GUNDRY PYMORE Limited Britlah Quality Fiah Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDBON Your patronage will be appreciated Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Ph. 96 441 PHONE 94 981 H. J. H. PALMASON and Company Chartered Accountants 219 McINTYRE BLOCK Winnipegt, Canada Bus. Phone 27 989 Res. Phone 36 151 | Rovatzos Flower Shop Our Speclalties WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mrs. S. J. Rovatzos, Proprletreee Formerly Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNTPEG MANITOBA Phone 49 469 Radlo Service Spectallsts ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop The most up-to-date Sound Equipment Systein. 130 OSBORNE ST., WINNIPEO Q. F. Jonajsson. Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 96 227 Wholeaale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH CANADIAN FISH PRODUCERS. LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Fraab and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 828 Res Ph. 73 917 A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur lfkkistur og annast um Ot- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. Skrifstofu talsfmi 27 324 HeimiHs talsfmi 26 444 SARGENT TAXI Phone 76 001 FOR QUICK RELIABLE 8ERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgB. blfreiCaábyrgC, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœöingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Stmi 98 291

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.