Lögberg


Lögberg - 30.12.1948, Qupperneq 3

Lögberg - 30.12.1948, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30. DESEMBER, 1948 3 Jólaminningar frá Æskuárunum Endurprentun úr Sameiningunni Eftir INGIBJÖRGU JÓNSSON Ritstjóri Sameiningarinnar bað mig að skxifa jólaminn- ingar frá æskuárum mínum í Mikley, en þegar ég fór að reyna að rifja þær upp, brá svo undarlega við að það voru aðeins tvenn jól, sem ég mundi glögt eftir; öll hin voru horf- in; ég gat ekki kallað þau framúr djúpi hugans. — Og þessar minningar eru eiginlega ekki staðbundnar, umhverfið átti lítinn þátt í þeim. Og þær eru mörgum börnum sameigin- legar, hvar sem þau eru í sveit sett. Bernskan er ávalt gljúp; gleðin og sorgin hafa djúp áhrif á barnshjörtun. — Eg var á ellefta ári, jólin voru í nánd; í heila viku hafði hugurinn verið altekinn af hugsununni um jólin, og eg gat varla ráðið mér fyrir tilhlökkun. — Mamma var önnum kafin alla daga, stundum langt fram á nótt, að þvo og hreinsa, baka og sauma; það síðasta, sem ég heyrði á kveldin var niðurinn í saumavélinni. Pabbi hafði nýlega fært henni fallega saumavél, sem var stígin en ekki snúið með hendinni. Og nú var hún að keppast við að sauma ýmislegt, sem hún vildi ekki að við sæjum strax, en eg vissi að hún var að búa eitthvað til handa mér og handa okkur öllum. Eg hafði séð fallegu dúkana þegar hún hengdi þá út til þerris. — 1 þá daga var ekki úr miklu að spila hjá foreldrum mínum, fremur en öðrum, og við systkinin voru mörg — við vorum sex á lífi. En mamma kunni að nota það, sem fyrir hendi var og búa til úr því fallega hluti. Þegar hún hafði ekki annað fataefni, sauð hún stafina úr hveitipokunum og litaði þá síðan, rauða, bláa og græna, og sneið úr þeim og saumaði hin fallegustu föt, að okkur þótti. — Það var svo óseganlega notalegt og sælt að sofna við að hlusta á mömmu raula ánægjulega, þar sem hún sat og steig saumavélina sína; að finna umhyggju hennar umvefja sig. Loks rennur upp hinn margþráði dagur — aðfangadagur jóla. Elstu bræðurnir tveir fara á fætur eldsnemma, taka exi og handsleða og fara upp í skóg. Við hin yngri, vitum hvað til stendur þeir ætla að fara að leita að jólatré og það er ekki hlaupið að því. Að vísu er nóg af grenitrjám í skógn- um, en jólatréð verður að vera alveg sérstakt að vænleik og fegurð, bolurinn teinréttur, greinarnar þéttar og vaxnar þannig að tréð sé sem þríhyrningur í lögun. — Við biðum óþolinmóð, og þeir eru drjúgan tíma í buirtu, en loks heyr- um við hlátur og sköll úti, eldhúshurðin sprettur opin, 'giast- urinn stendur inn um dyrnar og myndar gufukóf í eldhúsinu og inn í það vaða kapparnir sigrihrósandi og bera á milli sín stórt jólatré. Þeir eru laghentir og innan stundar eru þeir búnir að smíða fót fyrir tréð og koma því fyrir í framher- berginu. Þetta er víst það fallegasta jólatré, sem þeir hafa nokk- urntíma fundið, iðgrænt og föngulegt og ilminn leggur um alt húsið, reglulegur jólailmur ! Jafnast nokkur ilmur á við þennan ilm ? — Við hin yngri horfum hugfangin á, og hoppum og dönsum í kring af gleði. Jafnvel yngsti bróðir finnur að mikið stendur til, en hann verður að gera sér að góðu að skríða í kring um tréð, þar til einhver grípur hann á loft og sýnir honum þessa dýrð. Nú er tekið til óspiltra málanna að skreyta tréð og það gerum við sjálf með rauðum og grænum sílkipappír, sem mamma gefur okkur. Við skerum hann í ræmur og búum til keðjur, og hengjum á greinarnar, þar að auk hjörtu, tígla körfur og poka, og svo stóra stjörnu úr silfurpappír fyrir trjá- toppinn og að síðustu festum við litlu marglitu kertunum á mjóar tréslár og leggjum þær á greinarnar. Nú er tréð til- búið að taka móti bögglunum, sem við vitum að munu verð- ar hengdir á það síðar í dag. Ekki dugar að eyða of miklum tíma í að standa og dáðst að trénu, nú verðum við að reyna að hjálpa pabba og mömmu ofurlítið, bræðurnir við útiverkin, við systunar við inni verkin. Þeir bera inn vatn og fylla eldviðarkassann; við systumar þvoum og fyllum lampana með steinolíu, fægjum lampaglösin, tökum niður hengilampann og fægjum hann þa/r til hann skín sem gull, og svo verðum við auðvitað að passa yngstu bræðurna tvo. Alt verður að vera komið í lag áður en hátíðin byrjar klukkan sex: kýrnar mjólkaðar; mjólkin að skilin, og við búin að baða okkur, klæða okkur og borða. Og alt kemst einhvernveginn í gegn, þó ekki sé eigin- lega nema um tvær hendur að ræða innanhúss, hendurnar hennar mömmu. Klukkan er orðin sex, mamma er sest í ruggustólinn sinn í framherberginu, með yngsta bróðir í fanginu og við hin í kringum hana, þvegin, greidd og klædd nýju fötunum okkar. Kjóllinn minn er blátt pils með slögum yfir herðarn- ar og hvít treyja úr fínu efni, og systir min er í kjól sem er alveg eins, en vitanlega miklu minni. — Aldrei fyr eða síðar — hefir mér fundist ég vera eins fallega klædd. — Nokkrir smábögglar hanga á trénu og við horfum á þá með mikilli eftirvæntingu og reynum að geta okkur til hvað sé í þeim. En það má ekki kveikja á kertunum strax — ekki alveg strax. — Mamma flettir upp biblíunni sinni og les fyrir okkur einu sinni enn, söguna um barnið, sem fæddist þessa nótt, í Betlehem fyrir meir en nítján öldum síðan. Og þegar við hlustum á hina blíðu skíru rödd hennar, skiljum við þetta alt, og okkur finst að við sjá alla við- burðina. Við sjáum barnið liggandi í jötunni, og móður þess, fjárhirðanna og hjarðir þeirra, og birtuna sem ljómar í kringum þá og hinn bjarta vængjaða engil. Og þegar mamma les boðskap engilsins og orðin, “í dag er yður frelsari fædd- ur, sem er Drottinn Kristur” þá finnum við í hrifningu að jólin eru komin, að jóla helgin breiðir sig yfir okkur og heimilið. Og okkur finst sem við heyrum söng englaskarans: “Dýrð sé guði í upphæðum, friður á jörðu og velþóknan yfir mönnunum.” Jólagleðin brýst út í söng og við syngjum með mömmu: “í Bethlehem er barn oss fætt” og svo “Heims um ból helg eru jól”, og þá er alt í einu tekið undir í djúpum bassaróm; pabbi stendur í dyrunum, og horfir brosandi á okkur; hann hafði orðið ofurlítið síðbúinn. Nú kveikjum við á jóla kertunum, tréð lifnar við. Við tökum saman höndum og dönsum syngjandi í kringum það. Svo tekur pabbi bögglana af trénu, lés nöfnin á þeim og fær okkur þá. Nú eru handtökin fljót og umbúðunum svift af; gleðióp gjalla við, “Littu á hvað eg fékk, littu á hvað eg fékk!” Eg fæ litla brúðu með glerhöfuð, hún er klædd alveg eins og ég. — Ekki man ég nú hvað hin fengu, nema ég man glöggt eftir þriggja ára bróður mínum, þar sem hann þýtur í kringum tréð með ofurlítinn vagn. Hann er klæddur rauðum fötum prýddum hvítum leggingum, sem mamma hafði rétt lokið við að sauma þá um daginn. Hann er eins og lítill jólasveinn. Svo man eg að pafebi gengur til mömmu, strýkur henni um vangann og segjir: “Legðu þig fyrir ofurlitla stund vina mín, þú ert orðin fjarska þreytt.” Eg horfi á mömmu og finn til óljósrar óttakendar. Pabbi tekur yngsta bróðir, sem nú er sofnaður, og þau ganga inn í svefnherbergið og loka sig frá háreistinni í okkur systkinunum. Einhver undarleg kvíða og saknaðar tilfinning grípur mig, en eg hristi hana af mér og fer að leika mér; mamma er ekki langt í burtu; hún kemur líka brátt aftur með allavega jóla góðgæti að borða. Næsta dag, jóladaginn, förum við eldri systkinin að heim- sækja afa og ömmu; það er einn aðal þátturinn í jólahátíð- inni og hann ekki síztur. Við erum eins og sendimenn milli heimilanna með jólakveðjur og smágjafir. Afi og amma fagna okkur svo undurvel, þar eru líka tveir b r æ ð u r mömmu, fullorðnir menn, en þeir leika við okkur, stríða okkur, hlægja og hafa gaman að okkur, svo þar er glatt á hjalla. En svo er líka ávalt lesinn þar húslestur á helgum dögum og á hann verðum við að hlýða ef svo ber undir, og það verðum við að gera í þetfca skipti. Afi sezt við endan á langa borðinu í borðstofunni og heimilisfólkið í kringum borðið og við líka. Afi setur upp gleraugun, lýkur upp all- stórri bók og byrjar að lesa, en á meðan megum við ekki bæra á okkur. Heldur finst okkur lesturinn langur, en ef við förum að ókyrrast, þarf afi ekki annað en að líta á okkur yfir gleraugun sín, þá verðum við grafkyr. Loks er lestrinum lokið, við kyssum afa og ömmu og alla sem þar eru og þau bjóða okkur “góðar stundir” og óska okkur gleðilegra jóla. — Svo setur amma upp stóra hvíta svuntu og sýður súkkulaðis mjólk og gefur okkur, ásamt alskonar sætabrauði; alt sem hún býr til bragðast svo undur- vel, jafnvel þótt hún beri ekki mikið í það. — Svo vefur hún upp ýmislegt í smá böggla og styngur að okkur, við kveðjum og hlaupum heim aftur til mömmu og pabba, sæl og södd. 4- ♦ ♦ Eitt ár er liðið; á ný er kominn aðfangadagur jóla. Við systkinin erum aðeins fjögur heima núna, þó hafði lítill bróðir bætst við í hópinn í vetur sem leið. — Ekki man eg eftir neinum viðbúnaði eða tilhlökkun til jólanna í þetta skipt. — Jú, bræðurnir fóru upp í skóg í morgun og sóttu jólatré; það hefir staðið inn í framherberginu í allan dag, en enginn hefir reynt að skreyta það, þeir hafa verið úti mest allan daginn að snúast í hinu og öðru — þeir vilja ekki vera inni. Litlu bróðir er sá eini, sem er inni að leika sér; hann er nú orðinn fjögra ára. Eg er nýbúin að klæða hahn í rauðu fötin, frá því í fyrra, en þau eru orðin helzt til lítil á hann. Pabbi kemur af og til inn og talar þá helzt við litla bróður. “Við feðgarnir” segjir pabbi við hann, og fer með hann inn í svefriherbergið. Eg heyri glaðværðina og skrafið í þeim litla; hann er sá eini áheimilinu, sem er léttlyndur, því hann skilur ekki enn alvöru lífsins, Guði sé lof fyrir það, þess- vegna finnur pabbi helzt fróun í því að vera sem mest með honum. Mér verður oft reikað að norðurglugganum á eldhús- inu; skamt fyrir norðan er kirkjan og grafreiturinn. — Það er skafrenningur í dag og eg sé svo glögt leiðið, sem enn er ógróið — hvernig snjórinn þyrlast um það. Mér finst hann þyrlast um sjálfa mig þar sem eg stend við gluggann og kuldinn heltaka mig. — Nei, það verða engin jól hér í kvöld, en á morgun fer eg suður til afa of ömmu og þar mun eg finna jólin. — Einhvern vegin tekur þessi dagur enda eins og aðrir dagar. Næsta dag, jóladaginn, flýti ég mér með húsverkin og þegar við erum búin að borða miðdegisverð og búið er að þvo upp, hleyp eg eins og fætur toga suður, en — þar finn ég ekki jólin heldur. Afi og amma eru elskuleg eins og altaf, en þegar amma kyssir mig, þá eru tár í augum hennar. Og bræður mömmu hvorki spauga né leika við mig í þetta skipti. Þar er systir mín en eg hefi ekkert gaman að leika við hana. — Eg bíð ekki eftir húslestrinum en rangla heim ,eftir skamma stund. Það eru engin jól til lengur, því það var mamma, sem í raun og veru hafði komið með jólin. — Það er um að gera að hugsa ekki lengur um þau, að reyna að gera d a g i n n hyerdagslegan, þá verður hann ekki eins þung- bær. — Eg dreg niður gluggablæjumar í eldhúsinu, byrja að sópa og hreinsa, margt er ógert, og síðan að matbúa eittthvað. Þegar hendurnar eru ö n n u m kafnar, fylgjir hugurinn þeim, og daprar hugsanir komast ekki að. Um kveldið kemur stúlkan, sem hjálpar við húsverkin. Hún hefir verið heima hjá foreldrum sínum um jólin. Mikið er eg fegin að sjá hana; á henni hvíla engin þyngsli; hún hlær, gerir að gamni sínu og er mér góð. — “Hvað eigum við að gera til að skemta okkur í kveld ? segjir hún. “Eigum við ekki að spila Marías ?” “Marías ! En við megum ekki spila á jólunum!” Gamla konan, sem þvoði þvottinn hafði sagt mér margar sögur og ein var um það að einu sinni hefði fólk verið að spila á jólunum og þá kom alt í einu auka tígulkóngur í spilin — það var “sá vondi”! Já, það er synd að spila á jólunum — en nú er eg ein- mitt komin í það skap að eg vil syndga, vil gera eitthvað sem eg má ekki gera, eitthvað sem er ljótt, bara til að bjóða öllu og öllum byrginn. — “Eg skal spila Marías!” ' Við tökum að spila og þetta er gaman, eg get líka hlegið, sérstaklega þegar ég má betur. — Alt í einu flegi eg spil- unum á borðið og horfi á þau með skelfingu — þarna liggja tveir tígulkóngar ! Eg get ekki tekið augun af þeim. “Hvað gengur að þér? Vertu ekki svona hrædd”, segir vinkona min og hlær, en henni lýst víst ekki á fölvan á and- litinu á mér, “Eg kom með tígulkóng að heiman og laum- aði honum í stokkinn, til að sjá hvernig þér yrði við. Við skulum halda áfram að spila.” En nú langar mig ekki lengur til að spila. Eg vil fara að sofa; eg er afar þreytt; leitin eftir þessum jólum hefir verið svo ósegjanlega erfið. ♦■♦■♦• Þannig liðu þessi jól framhjá og jól æskuáranna, sem á eftir komu eru mér að mestu gleymd, sennilega vegna þess að jólin ýfðu ávalt upp sárin á ný og eg reyndi því að gleyma þeim. -^En tíminn græðir og þegar fólk kemst af bernskuskeiðinu, víkkar sjóndeildarhringur þess og samúðin með öðrum mönnum eykst. Maður finnur jólin aftur í jólagleði annara bama og í dýpri skilningi á fagnaðaríkum boðskap jólanna: Dýrð sé Guði í upphæðum, firíður á jörðu og velþóknan yfir mönnunum. Business and Professional Cards SELKIRK METAL PROOUCIS LTD. Heykhá.far, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeining, ný uppfynding, sparar eldiviö, heldur hita. RELLY SVKINSSON Sími 54 358. 187 Sutherbuid Ave., Wlnnipeg. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg Phone 94 624 Office Ph. 95 668 Res. 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. Barrister, Solicitor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA JOHN A. HILLSMAN, M.D.. Ch. M. 827 Medical Arts. Bldg. Office 99 349 Home 403 288 PHONE 87493 I Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APT8. 594 Agnes SL ViCtalstlini 3—5 eftlr hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offlee hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Reg. 230 IeudsteD EWELLEF 447 Porlage Ave. Wimýpeg Also 123 TENTH ST. BRANOON Oífice Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson t 628 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stf. Verzla f helldsölu meB nýjan ok frosinn flsk 303 OWENA STREET Skrifst.stml 25 356 Hetma 55 462 Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUST8 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth 8t. PHONE 96 962 WINNIPEG DR. A. V. JOHNSON Dentiat 606 SOMERSET BUILDINQ Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Dr. Charles R. Oke Tannlasknir For Aopointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRU8T8 BTTILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. Taisfmi 95 826 Heimilis 63 898 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOincrur l augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medlcal Arts Bldg. Stofutlml: 2.00 til 6.00 e. h. SARGENT TAXI Phone 76 001 FOR QUICK RELIABLE SERVICE J. J. SWANSON & CO. 0 LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot- vega penlngalán og eidsábyrgC. blfreiBaAhyrgC, o. s. frv. PHONE 97 538 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK, islenzkur lyfsali Fölk getur pantaS meBul og annaC meB pósti. Fljót afgreíCsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkklstur og annast um Qt- farir. Allur Qtbönaöur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. Skrifstofu talsími 27 324 Heimills talslmi 26 444 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC SL Marv’s and Vaughan, Ph. 96 441 PHONE 94 981 H. J. H. PALMASON and Company Chartered Accountants 219 McINTYRE BLOCK Winnlpegv Canada Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Stmi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettinp 58 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALD80N Your patronage will be appreclated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Frssh and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 96 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur i augna, eyrna, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BL.DG Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 93 851 Heimasíml 403 794 Phone 49 469 Radio Service Speciallsts ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipinent System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEO Bus. Phone 27 989 Res. Phone 38 131 | Rovaizos Flower Shop Our Speclalties WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mrs. S. J. Rovatzos, Proprletress Formerly Robínson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANTTORA

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.