Lögberg


Lögberg - 13.01.1949, Qupperneq 2

Lögberg - 13.01.1949, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 13. DESEMBER, 1949 JLofitJtrg Gefið flt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa RÖDD NORÐUR-AMERÍKU í hvert sinn og Bandaríki Norður-Ameríku láta til sín heyra, hlusta flestar þjóðir heims, jafnvel Rússinn líka; þetta er í sjálfu sér auðskilið, þar sem vitað er, að Bandaríkjaþjóðin er nú á tímum ein allra voldugasta forustuþjóð mannkynsins. Er forseti Bandaríkjanna ávarpar sameinað þing, hver svo sem hann er í það og það skiptið, er það eigi aðeins heimaþjóðin, sem hlustar, heldur svo að segja allur heimurinn. Það kom því engum á óvart, að ræðu Trumans forseta væri beðið með mikilli eftirvæntingu, er hann ávarpaði þing þjóðar sinnar á miðvikudaginn í vikunni, sem leið; það var ekki einasta, að hann kæmi þar per- sónulega fram með skýlaust valdaumboð frá þjóð sinni, heldur hafði hann einnig aflað Demokrataflokknum álitlegs meirihluta í báðum deildum þings; við áminsta þingsetningu, var forseti svo ákaft hyltur, að slíks mun fá dæmi í stjórnmálasögu Bandaríkjaþjóðarinnar. Meginhlutinn af ræðu Mr. Trumans fjallaði eins og vænta mátti um innanríkismálin, eða hag þjóðarinn- ar yfirleitt; leiddi hann ljós rök að því, hve velmegun almennings væri jafnari og stæði á traustari grunni, en venja hafði verið til; atvinnulífið stæði í sjaldgjæfum blóma, þó sýnt væri jafnframt að ekkert mætti verða ógert látið, er tryggt gæti viðgang þess á komandi ár- um; hann lagði ríka áherslu á það, að lágmark verka- launa mætti eigi lægra vera en 75 cents á klukkstund; hann fór fram á umboð af hálfu þings til að setja há- marksverð á neyzluvörur ef svo byði við að horfa, mælti með víðtæku og skipulags bundnu kerfi nýrra húsa- bygginga og auknu samfélagsöryggi; í flestum atriðum var ræða Mr. Trumans svipmerkt af hugsjónum fyrir- rennara hans, Mr. Roosevelts, þó hún á hinn bóginn vísaði í ýmsum efnum enn ákveðnar til vinstri. Á þinginu í fyrra, þar sem Republianar réðu lofum og lögum í báðum þingdeildum, voru afgreidd hin íll- ræmdu Taft-Hartley lög, er svo þjökuðu samtakarétti verkamanna, að til endema mun jafnan talið verða; þessum lögum synjaði Mr. Truman tvisvar staðfest- ingar, en alt kom fyrir ekki; hann varð ofurliði borinn af andvígum þingmeiri hluta. í síðustu forsetakosningum lýsti Mr. Truman skýrt og ákveðið yfir því, að í því falli að hann ynni kosningu, myndi hann leggja kapp á að Taft-Hartley lögin yrði numin úr gildi, og í áminstri ræðu sinni skoraði hann á þingið, að hlutast til um, að slíkt yrði sem allra fyrst gert; þarf ekki að efa að hann fái vilja sínum framgengt í þetta sinn. Á þinginu 1948 gerði Mr. Truman tilraun til þess að fá samþykta yfirlýsingu, er trygði Negrum Suður- ríkjanna fullkomið jafnrétti við hvíta menn, en fékk slíku eigi framgengt; hann barðist eins og hetja fyrir þessu stefnuskráratriði sínu í kosningahríðinni, tapaði við það fylgi sinna eigin flokksmanna í Suðurríkjunum, en vann þrátt fyrir það forsetakosninguna eins og í ekkert hefði skorist; nú hefir hann krafist þess á ný, að þingið fallist á áminsta mannréttinda yfirlýsingu tafarlaust og vafningalaust. Hvað svo sem jim Mr. Tru- man að öðruleyti má segja, verður honum aldrei rétti- lega borið bleyðiorð á brýn. Þá er Mr. Truman ekki heldur myrkur í máli varð- andi fjármál þjóðar sinnar; hann krefst þess að skattar verði hækkaðir um fjórar biljónir dollara, en þetta er nákvæmlega sama upphæðin, sem Republicana meiri- hlutinn, auðsjáanlega af pólitískum ástæðum, sneið af fjárlögunum á þinginu í fyrra, þrátt fyrir synjun for- seta. Mr. Truman segir að það verði stóriðju og stór- gróðafélögin, er mestmegnis greiði þessa auknu skatta; tekjuskattur manna með hátekjur og miðlungstekjur hækki nokkuð, en tekjuskattur láglaunastéttanna hækki ekki um cent. Varðandi stefnu Bandaríkjanna í utanríkismálun- um, segir Mr. Truman að hún í öllum meginatriðum, haldist óbreytt; stefna þjóðarinnar sé hrein og ákveðin friðarstefna, þó augum á hinn bóginn verði eigi lokað fyrir þeirri staðreynd, að eins og nú hagi til á vettvangi alheimsmálanna, verði heimsfriðnum þannig bezt borg- ið, að þjóðin heima fyrir sé sem sterkust og við öllu búin; með hliðsjón af afskiptum Rússa varðandi Berlínar- deiluna, kvað hann þá engrar vægðar þurfa að vænta frá sinni hendi eða stjórnar sinnar; í þeim efnum stæðu Vesturveldin saman sem einn maður, sem ein sál. Mr. Truman lýsti eindregnu fylgi sínu við frjálsa verzlun og alhliða gagnskiptasamninga þjóða á milli; ennfremur mælti hann eindregið með því, að hafist yrði handa eins fljótt og því yrði viðkomið af hálfu Banda- ríkjanna og Canada um fullgeming St. Lawence skipa- skurðarins og sameiginlega virkjun til raforku á þeim stöðvum; hefir þetta mikilvæga mál lengi verið á dag- skrá þjóðanna beggja, en jafnan verið svæft í efri mál- stofu Bandaríkjaþingsins vegna þrálátrar andspyrnu af hálfu NewYorkríkis, er óttast hefir um að missa spón úr askinum sínum. Vafasamt mun það, að Mr. Tmman fái framgengt Störf íslenzka sendiráðsins (Frh. af hls. 1) Fulltrúi dvergsmárrar þjóðar “Er ekki stundum dálítið örð- ugt og óviðkunnanlegt að vera fulltrúi 130 þúsund manna þjóð- ar meðal fulltrú stórveldanna?” “Spurningin: “Hvað eru ann- ar margir íbúar á Islandi?” dyn- ur stöðugt á mamni. Svarið er ó- neitanlega stundum óþægilegt. En auðvitað ber að forðast minnimáttarkennd út af því og öllum hugsandi mönnum finnst það aðalsmerki, að við getum, svo fáir, haldið uppi menningar- ríki og mætt sem fullgildir aðilar víð umræður og ákvarðanir um vandamál heimsins. Á þessari öld stórveldanna skiptir ekki neinu meginmáli, hvort þjóð tel- ur 130 þúsund eða nokkrar millj- ónir. Risarnir geta auðvitað ráði, ef í harðbakka slær, en dvergamir hafa málfrelsi, og ráð þeirra eru oft virt.” Bandaríkjamenn eru velviljaSir. “Hvernig hafa Bandaríkja- menn reynzt í viðskiptum sínum við sendiráðið?” “Því er fljótsvararð af minni hendi: Með ágætum. Stjómar- völd Bandaríkjanna hafa ætíð sýnt fyllsta skilning á vandamál- um okkar og gjört sér hið ýtrasta far um að verða við óskum okk- ar. Velvild Bandaríkjanna í okk- ar garð kom greinilegast fram, er stjórn Bandaríkjanna þegar í ágústmánuði 1941 féllst á að greiða okkur dollara fyrir afurð- ir okkar, er seldar vom til Bret- lands, og igjörði okkur á þann hátt kleift að kaupa nauðsynjar okkar hér vestan hafs öll stríðs- árin. Ennfremur, er stjórnin fékk okkur ávallt nægan skipakost til að flytja lífsnauðsynjar okkar heim. Með þessu móti héldu Bandaríkin beinlínis lífinu í ís- lenzku þjóðinni öll stríðsárin. Að vísu má segja, að við hefðum nokkuð unnið til velvildar Bandajríkjanna með því að ljá land okkar í þágu stríðsreksturs þeirra, en sú ákvörðun okkar var ekki Bandaríkjunum einum til hagsbóta, heldur einnig og eigi síður bandamönnum þeinra, Bretum og Rússum. En hugur Bandaríkjanna tli Islands hefur ekki breytzt, þótt styrjöldinni lyki, eins og margvísleg aðstoð okkur til handa ber vott um, svo sem að framan er nokkuð rætt. Síðasta dæmi þessa er það, að fulltrúar Bandaríkjanna gjörð- ust beinlínis talsmenn íslend- inga til að fá því framgengt. að flugþjónustan á íslandi, sem ár- lega kostaði margar milljónir, ■ yrði greidd af Alþjóða flugmála- stofnuninni, en vitanlega er framlag Bandaríkjanna í því skyni langsamlega mest. Einnig má benda á, hvernig stjórn Bandaríkjanna knúði í gegn samninginn um ísfisksölu tog- aranna til Þýzkalands. Um Marshall-aðstoðina. “Hvað viltu segja um Marsh- allaðstoðina Islandi til handa?” “Ég tel, að óhjákvæmilegt hafi verið fyrir Island að taka þátt í Marshall-ráðagerðunum með öllum öðrum löndum Vestur- Evrópu. Ef við einir hefðum skorizt úr leik, hefði það verið skoðað sem tákn þess, að við óskuðum að segja okkur úr lög- um við nágrannaþjóðir okkar í austri og vestri. Enn er óreynt, hve mikil not við höfum af Mar- shallhjálpinni, þótt þau séu þeg- ar orðin veruleg. En ég get ekki látið hjá líða að geta þess, að mér finnst sum ákvæði Marshall laganna þannig orðuð, að þau séu betur til þess fallin að geðj- ast amerískum kjósendum og skattborgurum en að vekja ánægju í samningslöndum. Ég er þess þó fullviss, af viðræðum mínum og viðkynningu við stjórn Bandaríkjanna, að ásetn- ingur þeirar er mun betri en einstök ákvæði Marshall-lag- anna kunna að benda til.” Tilkomumiklir menn “Hvaða stjórnmálamenn hef- ur þú hitt, sem þér finnst mest til um?” “Um jólaleytið 1941 var ég ásamt sendiherrum nokkurra annara Evrópuríkja skyndilega kallaður á fund í Hvíta húsinu. Fundarboðendur voru Roosevelt forseti og Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands. Bandaríkin voru þá nýkomin í stríðið, og Bretar áttu í vök að verjast einkum vegna lofárása Þjóðverja. Útlitið var allt ann- að en glæsilegt, Þessir tveir leið- togar heimsins lýstu af sinni mergjuðu mælsku, á hvern hátt óvinurinn skyldi yfirbugaður. Tölur þær, sem Roosevelt forseti hafði yfir um hergagnaframleið- slu Bandaríkjanna, einkum um flugvélasmíði, virtust langt uppi í skýjunum, en þær reyndust síðar réttar. Ég dáðist jafnt að báðum þessum mikilmennum. Göfugmennska Cordells Hull hefur jafnan heillað mig. — Á þingum S.þ. hef ég séð og kynnzt mörgum helztu stjórn- málaleiðtogum heimsins og hef dáðst að mörgum þeirra. Rögg- semi og mælska Spaaks, forsæt- isráðherra Belgíu, sem var for- seti þingsins 1946, er mér minn- isstæð. Framkoma senator Aust- ins, fulltrúa Bandaríkjanna hjá S.þ., og einnig talsmanns Breta, Hector McNeils, varautanríkis- ráðherra Bretlands og Sir Hart- ley Shawcross, hefur oft vakið hrifningu mína. Ennfremur hef ég oft dáðst að mælsku Vishin- skys, varautanríkisráðherra Rússa, og Manuilskys, utanríkis- ráðherra Ukraine. En þessir hafa verið aðalbardagamennir- nir á þingum S.þ. Um framtíð Islands “Hverjum augum lítur þú á framtíð íslands og að hverju tel- ur þú, að íslendingum beri eink- um að stefna í framtíðinni sem þjóðarheild?” “Minn draumur er sá, að ís- lendingar megi áfram vera ein af Sameinuðu þjóðunum í vingj- arnlegum félagsskap allra þjóða heimsins. Þetta táknar bæði það, að Island haldi óskertu sjálf- stæði sínu og að S.þ. megi reyn- ast trúar hugsjónum sínum. Bregðist þetta — reynist þessi aldagamla hugsjón mannkyns- ins ennþá óframkvæmanleg — þá hlýtur hnattstaða íslands að ráða um framtíð vora. ísland liggur milli Bandaríkjanna og Bretlands, langt úti í Atlants- hafi, en ekki í Eystrasaltinu. Við erum á vesturhveli jarðar, hvort sem okkur er það ljúft eða leitt. Tilvera okkar hlýtur því að byggjast á þessari staðreynd. Við erum lýðræðisþjóð. Það er okkur í blóð borið. íslendingar vilja sjálfir ráða málum sínum og sjálfir frjálslega kjósa sína menn til að fara með þau.” Álit íslendinga vestra . “Hvernig álits njóta íslend- ingar í Bandaríkjunum? Hefur íslenzkt námsfólk getið sér sæmilegt orð vestan hafs?” (Frh. á hls. 3) öllum hinum mörgu löggjafar nýmælum sínum, þó von- andi sé að hann komi að minstakosti þeim allra mikil- vægustu í örugga höfn. Mr. Truman er vaskur maður og batnandi. Hver veit nema píanoleikarinn frá Missouri eigi eftir að komast í tölu þeirra stærri spámanna, er forráð höfðu í Hvíta- húsinu í Washington? Margt hefir skeð ólíklegra en það. 4HU6AHÁL IWENNA Riisljóri: INGIBJÖRG JÓNSSON UM ALÞJÓÐASAMTÖK KENNARA FORRÁÐAMENN ÞJÓÐANNA hafa oft af stórpólitískri of- birtu mist sjónar af þeirri staðreynd, sem felst í þessum fornu spakmælum: Hvað ungur nemur, gamall temur. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Kenn þeim unga þann veg, sem hann á að ganga, og þegar hann eldist mun hann ekki af honum víkja. Gefðu mér yfirráð yfir barninu fyrstu sjö árin, síðan má það fara hvert sem er. . . . . . . í þjóðabandalaginu var mikið gert til að tryggja rétt- læti í viðskiptum stjórnenda landanna rrieð alþjóðadómstóli. Þar var mikið talað um rétt smáþjóða, og mörg fleiri nytja- mál voru þar til meðferðar, en en uppeldismálin gleymdust. Þar kom þó fram ein rödd um að þjóðabandalagið stofnaði upp- eldismálaskrifstofu, er leitaðist þó fram ein rödd um að þjóða- bandalagið stofnaði uppeldis- málaskrifstofu, er leitaðist við við að sjá um, að æskan í öllum löndum yrði uppalin til friðar og samúðar með öllum þjóðum. Þessi rödd kom frá litla lýðveld- inu á eynni Haiti í Mið-Ameríku, og hún var ekki heyrð. Ekki gleymdu allar þjóðir uppeldismálunum. í löndum, sem síðar fengu nafnið Öxul- veldi, sáu stjórnirnar hvar fisk- ur lá undir steini. Þar var stórfé og vísindalegri hugsun og fyrir- höfn ríkulega beitt að uppeldi með sérstakt mark fyrir augum og það jafnvel löngu áður en þorað var að setja kraft á dráps- véla framleiðsluna. Tilraunin heppnaðist með af- brigðum vel. Heil kynslóð óx upp, sem líkari var dýrum en mönnum að grimd, hreysti og harðfengi, og með “glampa rán- dýrsins í augunum, eins og for- inginn hafði óskað eftir. Þetta hefur, öðru fremur, opn- að augu manna fyrir, því, hví- líkt afl uppeldið er, og hverju má afreka til góðs, ef viti og fyrirhöfn og fé er beitt að því, að uppala æsku landanna til vinsamlegrar samvinnu í anda friðar og samúðar.----- ----Sá maðurinn, sem hér er dómbærastur, álítur, að al- heimsfriður verði aldrei tryggð- ur með aðgerðum stjórnenda og stjórnmálamanna. Hvar er þá úrlausnar að leita? Sú staðreynd er nú að verða æ fleiri mönnum ljós, að al- heims-samtök stjórnenda og al- þjóða-samþykktir ganga lítt ef ekki eru á bak við slíkt upplýst- ar þjóðir og velviljaðar. Heim- inum ríður á samtökum þjóða fremur en þjóðhöfðingja einna. Það er lífsnauðsyn á alþjóða samtökum í uppeldismálum. Það verður að byrja á undir- stöðunni, mótun þeirrar afstöðu allra manna, er veldur vinsam- legum viðskiptum þjóða á milli. Þeir einu meðal allra stétta, sem ná til allra á æskuskeiði, eru kennarar. Sameiginleg al- heims atök þeirra geta ein lagt grundvöll að framtíðar friði. Þótt almennur skilningur á þessu megi heita nýlunda, er þó hugmyndin æva forn. Upphafs- maður að henni var sá er sagði: “Slíðraðu sverðið, elskaðu ná- unga þinn, og gerið allar þjóðir að lærisveinum.” Þykkheyrðar hafa þjóðirnar verið á þessi síendurteknu orð, enda hefur jafnan látið hátt í hertýgjum og peningum hinna kristnu þjóða. Svo langt var Meistarinn mikli á undan sam- tíð sinni, að mörg hundruð ár urðu að líða, unz nokkrum auðn- aðist víðsýn til þess að hugsa á alþjóða-vísu eins og hann gerði. Ef til vill eiga enn eftir, að líða aldir unz mannkyninu skilst, að andleg verðmæti eru öllum efn- isauði dýrmætari, og máttur mannkærleikans öflugri öllum hervörnum — og hið eina bindi- efni ,er sameinað geti átök al- þjóða. Á 17 öld stakk Comenius hinn mikli snillingur, upp á alþjóða- samtökum kennara til afnáms öllum styrjöldum. En margar kynslóðir áttu enn eftir að koma og hverfa, áður en menn skildu hvað hann var að fara. Á 19 öld spáði hinn spaki skáldjöfur, Victor Hugo, að eftir hundrað ár yrði hvergi nein hergögn nema á söfnum, til þess að sýna menn- ingarleysi og grimmd horfinna kynslóða. LANDNÁM I NÝJUM HEIMA eftir Steingrím Arason SKÖLLÓTTUR þarf enginn að verða framar, segja tveir japanskir prófessorar við Nagoyaháskólann. þeir sprauta lyfi inn í sköllótta menn og hárið fer að vaxa. STYRK OG STÁLHRAUST DVERG-RUNNA JARÐARBER Ávextir frá fyrsta árs fræi; auðræktuð, sterk og varanleg; þroskast ágætlega fyrripart sumars unz þau deyja ■ af frosti eru sérlega bragðgðð og líkjast safaríkum, villijarð- berjum; þau eru mjög falleg útlits, engu síður en nytsöm, og prýða hvaða stað sem er, Pó þau séu smærri en algeng jarðarber, sem höfð eru að verzlunarvöru, eru þau þó stærst sinnar tegundar og skera sig úr, og skreyta garða,’ Vegna þess hve fræsýnishorn eru takmörkuð, er vissara að panta snemma, (Pakki 25c) (3 pakkar — 50c) póst fritt, cVor stðra 1949 KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON Mávahlíð 37, Reykjavík.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.