Lögberg


Lögberg - 27.01.1949, Qupperneq 1

Lögberg - 27.01.1949, Qupperneq 1
PHONE 21 374 iot< ,4«^ #*** \ ' CVe^cTS VfV Zr »ó A Complele Cleaning Institution 62. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 27. JANÚAR, 1949 NÚMER 4 ÞING KEMUR SAMAN Nú hefir formlega verið kunn- gert, að fylkisþingið í Manitoba komi saman til funda þann 8. febrúar næstkomandi; búist er við að meðal þeirra mála, er þingið taki til meðferðar verði frumvarp til laga um nýja kjör- dæmaskipun, frumvarp um raf- orkumálin og tillögur um dýrtíð- aruppbót opinberra starfsmanna fylkisins. Þetta verður fyrsta þingið undir forustu Mr. Cambells. ÍSRAELSRÍKI FÆR LÁN Banki sá 1 Bandaríkjunum, sem gengur undir nafninu Ex- port-Import Bank, hefir veitt Israelsríki 35 miljón dollara lán, og verður fé þessu aðallega var- ið til kaupa á búnaðarverkfær- um og hráefnum til iðnaðar- framleiðslu.. Um sömu mundir og þetta gerðist, viðurkendi stjórn Frakka hið nýja Israelsríki með því skilyrði, að hagsmunum frönsku þjóðarinnar í Palestínu yrði að fullu og öllu borgið. GUNNAR GUNNARSSON ALFARINN ÚR FLJÓTSDAL Gunnar Gunnarsson rithöf- undur, kona hans og skyldulið er um þessar mundir að flytja búferlum af Austurlandi til Reykjavíkur. Kemur Gunnar og fólk hans hingað með Herðu- breið. Héraðsbúar kvöddu skáldið og fjölskyldu hans með miklum virktum, áður en hann fór, og þykir mörgum skarð fyrir skildi, er hann er nú fluttur brott. Hef- ir hann meðal annars verið skeleggur og ótrauður málsvari byggðar sinnar í ýmsum málum, þar sem honum þykir hlutur hennar hafa verið fyrir borð borinn, og hvergi vikið undan, þótt við ríkan væri að etja. TÍMINN, 18. nóv. FYRIRHUGAÐ AÐ 8YGGJA ÚTVARPSSTÖÐ f FÆREYRUM Engin útvarpsstöð er ennþá komin upp í Færeyrjum, en að undanförnu hafa verið uppi all- miklar umræður þar um bygg- ingu útvarpsstöðvar.— Dagblað- ið í Færeyjum ber fram tillögu um það, að Færeyingar fari þeg- ar að greiða útvarpsgjöld og renni þau í sjóð til byggingar út- varpsstöðvar. Færeyingar hafa hins vegar að undanförnu greitt útvarps notendagjöld til danska útvarp- sins, og eru Færeyingar mjög ó- ánægðir með það. — Færeyingar hlusta líka lítið á danska útvarp- ið, en miklu meira á það norska. Nú hefir Færeyjum hins vegar verið úthlutað bylgjulengd og leyft að byggja útvarsstöð, en orka hennar á ekki vera meiri en 5 kw. Mun heyrast til þeirrar stöðvar um eyjarnar, en skip úti á hafi munu ekki heyra til henn- ar nema í mjög góðum tækjum. Hingað til lands mundi heldur ekki heyrast til hennar nema á mjög góð tæki. Eru Færeyingar óánægðir með að fá ekki að kyggja sterkari útvarpsstöð. TÍMINN STÓRKOSTLEGUR ELDSVOÐI í REGINA Á sunnudaginn var þjakaði svo ægilegur eldsvoði að íbúurn Re- ginaborgar í Saskatchewan, að til einsdæma má teljast í sögu Vest- urlandsins; brann þar til kaldra kola mikið af strætisvögnum borgarinnar ásamt fjölda fólks- flutningabíla; eignatjón er metið á aðra miljón dollara; frostharka var mikil og umferð um borgina hin örðugasta. Borgarbúum bárust víða að til- boð um hjálp, þar á meðal frá Halifax og Winnipeg.— Sporbrautafélag Winnipeg borgar bauð Reginabúum að hjálpa þeim um 6 fólksflutninga- bíla. ÁKVÆÐISVERÐ HVEITIS I lok fyrri viku gerði forsætis- ráðherrann í Canada það lýðum ljóst, að samningar hefðu tekist milli Canada annarsvegar og brezkra stjórnarvalda hinsveg- ar, um verð þess hveitis, er Bret- ar kaupi héðan úr landi yfir uppskeruárið 1949—1950. Hefir lágmarkasverð verið sett fyrir no. 1 Northern í Fort William, é Port Arthur og Vancouver, $2.00 á hvert bushel. Samningar standa yfir milli brezkra og Canadadískra stjórn- arvalda um verðlags uppbót af hálfu Breta á því hveiti, sem þeir keyptu hér í fyrra, og var nokkuð neðan við verðlag al- þjóða hveitimarkaðs. Samkvæmt ákvæðum áminsts samnings, kaupa Bretar hér í landi næsta uppskeruár, að minstakosti 140 miljónir bushela af hveiti. ÚTVARPÁ SUNNUDAGINN Á sunnudaginn kemur, 30. jan. verður árdegisguðsþjónustunni frá Fyrstu lútersku kirkju út- varpað frá stöðinni CBW. Mrs. Pearl Johnson syngur einsöng, og yngri söngflokkurirm undir stjórn Mr. Paul Bardal aðstoðar einnig með sérstökum hátíða- RÁÐIÐ FRAM ÚR VANDAMÁLI Stjómin í Manitoþa hefir haf- ist handa um lagningu akbraut- ar frá Washow Bay á Winnipeg vatni og til stöðva, sem liggja gagnvart Matthesoney; er hér um C0 mílna vegalengd að ræða. Frá tildrögum þessa máls var skýrt í fyrri viku, en þau voru í því falin, hverjum erfiðleikum það var bundið að koma til Win- nipeg vétrarfiskinum, sem í vatn inu hafði veiðst á yfirstandandi vertíð. Svo hefir skipast tiL að fiski- menn, og þeir sem um flutninga annast, leggi fram nálega $2000 en stjámin igreiði um $8000 til lagningar áminstri .akbraut; tek- ið var til starfa við lagningu veg- arins um miðja fyrri viku. Vel sé þeim öllum, er hófust handa um framkvæmdir þessa máls, því að öðmm kosti hefði hagmunum fiskimanna á Winni- pegvatni verið stofnað í mikinn háska. FRAMVINDA BORGARA- STRÍÐSINS í KÍNA Þó ekki sé ávalt auðvelt að henda reiður á fréttaflutningi frá Kína um þessar mundir, þá er það engu að síður deginum ljósara, að her Nationalista fer daglega eina hrakförina annari meiri, og sýnist í rapninni ekki eiga annað eftir en gefast alveg upp; nú eru hersveitir Kommun- ista svo að segja komnar að borgarhliðunum í Nanking, og nú er svo komið að helztu em- bættismenn stjórnarinnar eru í óða önn að hypja sig á brott þaðan með alt sitt hafurtask. Síðastliðinn laugardag skýrðu blöð og útvarp frá því, að forseti Kínaveldis, Chiang Kai-Shek, hefði látið af embætti með það fyrir augum, að þá kynni að reynast auðveldara að semja frið við Kommunista; á mánudaginn var sú fregn borin til baka, og því bætt við, að forsetinn hefði komið sér upp stjómaretri á öðr- um stað. DR. ARNOLD SETTLAGE MERKUR ÍSLANDSVINUR Eins og sagan sýnir, hefir ís- landi oft orðið vel til vina fyr og síðar, þar sem erlendt fólk hefir tekið órofatrygð við land og þjóð, og sýnt slíkt engu síður í verki enn í orði. Þessum úrvals- hóp merkra manna og kvenna, hefir enn á ný bæzt góður liðs- maður, og er sá kunnur og mik- ilsmetinn læknir í Los Angeles, Dr. Arnold Settlage, sem nú á síðustu árum hefir flutt fjölda fræðandi fyrirlestra um ísland frá dvöl sinni þar, er Bandaríkja- herinn var þar fjölmennastur. Einn slíkan fyrirlestur flutti þessi mæti maður á samkomu um síðastliðin jól, sem Islend- ingar stofnuðu til í Danish Audi- torium hér í Los Angeles, en þar komu samari yfir hundrað og fimmtíu manns. Jafnvel þó Dr. Settlage við- hafi enga gullhamra í látlausri frásögn sinni, getur það ekki far- ið fram hjá neinum- hve góðvild hans, ásamt næmum skilningi á högum þjóðarinnar, rennur eins og rauður þráður gegnum það alt, sem hann leggur til mála; hann kom víða við bæði í gamni og alvöru; sagði hann einkar skemtilega frá laxaveiðum í Norðurá, silungsveiðum í Þing- vallavtni og Hvítá hinni eystri; hann dáði og mjög íslenzku gæð- ingana fyrir .það hvað þeir væru fótvissir fjörugir og snarir í snúningum. I sambandi við fyrirlestra sína sýnir Dr. Settlage myndir og minjagripi frá íslandi, svo sem fagurlega ofna ábreiðu úr ull með öllum sínum eðlilegum lit- um; svo og margar tegundir fá- séðra steina, sem einkennilegir eru hvað lit og lögun snertir; heimili hans stendur á fögrum stað í Los Angeles, og er það prýtt fjölda af mynda- og fræði- bókum; þar minnir svo margt á ísland, að óhjákvæmilegt er að slíkt veki hjá manni undrun. Dr. Settlage hefir sterka löng- un til að heimsækja Island á ný og kynnast þjóðinni undir öðr- um kringumstæðum en hann gerði þann tíma, sem hann dvaldi á íslandi á hernámsárun- um frá 1943—1945. Mér finst ekki mega minna vera, en athygli sé beint að mönnum eins og Dr. Settlage, sem leggja á sig hvers konar ómök til að fræða landa sína um þjóð okkar og land. Dr. Settlage er óvenju glæsi- legur maður, bjartur yfirlitum og mikill að vallarsýn. Islendingar í Los Angeleseiga hauk í horni þar sem eru þau ágætu hjón Katherine og Dr. Arnold Settlage. Los Angeles California 10 janúar 1949. Skúli Bjarnason 0r borg og bygð Þau hjónin Mr. og Mrs. Walt- er Reykdal, að Siglunes, Man., urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa dóttur sína Dianne Paul- ine, nærri þriggja ára gamla, fimtudaginn, 6. janúar, eftir stutta legu í mislingum er sner- ust upp í lungnabólgu. Hún var jarðsungin, af séra Rúnólfi Marteinssyni, mánudaginn 10. janúar. Kveðjuathöfnin fór fram í kirkjunni og grafreitnum að Vogar. Mr. T. J. Clemens var útfarstjórinn, Mrs. Johnson var organistinn. All-stór hópur fólks var viðstaddur. ♦ Síðastliðinn föstudag lézt á Deer Lodge sjúkrahúsinu hér í borginni Adolph Stanley Zator lögfræðinemi við Manitobahá- skólann, 25 ára að aldri; hann var fæddur í Arborg og kvæntur Jóhönnu dóttur Carls Vopni tré- smíðameistara; auk konu sinnar lifa Mr. Zator tvö börn, Ralph og Constance; einnig lætur hann eftir sig móður í Arborg og fimm systkini. Útförin fór fram í Ar- borg á mánudaginn undir um- sjón Bardals. Lögberg vottar sifjaliði hins látna, unga manns, innilega hlut- tekningu í hinum þunga harmi, sem að því er kveðinn. ‘ ♦ The Annual Meeting of the Jon Sigurdson Chapter, IODE, will be held on Thursday Even- ing, February 3, at 8:00 o’clock at the home of Mrs. E. Isfeld, 668 Alverstone Street. -f Þann 20. þ.m. voru gefin sam- an hjónabandi þau Lilian John- son, elzta dóttir Mrs. Emil John- son í Cypress River bygðinni, og John Jardine Roberts 431 Charles Street hér í borginni Rev. W. Gordon MacLean fram- kvæmdi hjónavígslunathöfnina, er fram fór í kirkju Presbytera. Svaramenn voru systir brúðgu- mans, Sylvia G. Roberts og B. Buelow. Brúðkaupsveizla var haldin í Fort Garry hótelinu, og sátu hana nánustu ættingjar og vinir. Að veizlunni afstaðinni fóru brúðhjónin í skemtiferð suður til Minneapolis. Pramtíð- arheimili þeirra verður í Winni- peg. -f Gefin saman í hjónaband að prestsheimilinu í Selkirk þann 22. janúar: Bamey August Vogen, Selkirk og Helen Sawchuck, sama staðar. Einnig Carl Guðmundson, Vo- gen, og Elizabeth Sowchuck sama staðar. Giftingarvottar voru: Audrey Thelma McDonald og Edward Henry Sabel. Ungu hjónin setjast að í Selkirk. ♦ Síðastliðinn föstudag lézt í bænum Geraldton í Ontariofylk- inu, frú Helga Freden 42 ára að aldri eftir langt og strangt sjúk- dómsstríð; hún var dóttir Jónas- ar heitins Pálssonar og eftirlif- andi ekkju hans frú Emilíu Páls- son, frú Helga var ágætlega gef- in kona og fyrirtaks pianoleik- ari; hún var tvígift, fyrri maður hennar, Skarphéðin Tighe, féll í síðasta stríði; þau áttu þrjú böm, sem öll lifa, Mrs. Barbara Joel, Vancouver, B.C. Stearne Tighe. Blue River, B.C. og Brian Tighe, Wisconsin. Seinni maður Helgu, Mr. Freden er á lífi í Geraldton, Ont. Einnig lætur frú Helga eftir sig þrjár systur, Svöla, Olgu, og öldu. DÁNARFREGN Föstudaginn, 14. janúar and- aðist á sjúkrahúsinu í Eriksdale, Manitoba, Mrs. Jónína Nelson, eftir tveggja ára heilsubilun. Hún ól allan sinn aldur í Lundar-bygð, var fædd, þar 21 júní 1921, dóttir hjónanna Guð- jóns og Guðríðar Stefaníu Erik- son. Fyrir 5 árum giftist hún Fred- erick Phillip Nelson, manni af sænskum ættum. Þau bjuggu á landi í grend við Lundar-bæ. Þangað til síðasliðið haust, að þau fluttu í bæinn. Þau eignuð- ust eina. dóttur, Phyllis Gerald- ine, sem nú er tveggja ára. Mrs. Nelson var jarðsungin, af séra Rúnólfi Marteinssyni, föstu daginn, 21. janúar og var margt manna viðstatt. Ahöfnin fór fram í Lútersku kirkjunni á Lundar og í grafreit skamt frá bænum. Systkini hinnar látnu eru. Sig- urlína, Mrs. Robert Pentland, búsett í grend við Holland, Man. og tveir bræður, Guðjón og Sig- urður Júlíus, er báðir eiga heima á Lundar. Þungur harmur er kveðinn að ástvinum þessarar ungu, ágætu konu. ♦ A Silver Tea and a sale of Home Cooking in aid of the First Lutheran Church, to be held in the church parlors by the Senior Ladies Aid on February 2, 1949 from 2:30 to 5:00 p.m. and also in the evening from 8:00 p.m. to 10:00 p.m. A short program in the evening at 8:30 including songs by Erlingur Eggertson and Corrine Day. There will also be a film in Technicolor shown by the National Film Board. Everybody welcome. ♦ “Wings og the Wind” Athygli skal hér leidd á ný, að hinni einkar laglegu ljóðabók Alberts Halldórssonar. sem getið var í síðasta jólablaði Lögbergs; í bókinni, sem er 80 blaðsíður að stærð, er margt íhyglisverðra ljóða. Bókin kostar einn dollar og fæst hjá höfundinum, 357 Beverley Street, Winnipeg. -f Fulltrúa kosningar Icelandic Good Templars of Winnipeg fara fram á Heklu fundi þann 10. feb. næstkomandi, eru eftirfylgandi Stúkumeðlimir í vali Áríðandi að allir meðlimir mæti á fundi. BECK, J. T. BJARNASON. G. «M. EYDAL, S. GÍSLASON, HJÁLMAR ISFELD, FRED ISFELD, HRINGUR JOHANNSON, ROSA MAGNUSON, ARNY MAGNUSSON, VALA PAULSON, S. FLYTUR RÆÐU f PRINCE ALBERT Þann 2. febrúar næstkomandi flytur hinn heimsfrægi land- könnunarmaður og rithöfundur- Dr. Vilhjálmur Stefánson, ræðu í Prince Albert, Sask., og fjallar ræðan um “Social and economic Value of a general development of our great North.” Dr. Vil- hjálmur flytur ræðu þessa að til- hlutun þess félagsskapar, sem gengur undir nafninu Hudson Bay Route Association, er það hlutverk hefir með höndum, að beina athygli almennings í Vest- urlandinu að þeim hlunnindum, sem flutningar með Hudsons- flóabrautinni hafi til brunns að bera. söng. GUTTORMUR J. GUTTORMSON OG FRÚ Á sjötugsafmæli skáldsins 14. nóvember, 1948 Sjötugan skáldjöfur hyllum viÖ hér, honum er örðugt að gleyma. Sannlega Ijóðin hans lifa hjá mér og lifa hjá Ipjóðinni heima. í sjöunda himinn þar hafinn hann er, • höfðingi talinn og metinn. Af vitrustu mönnum að viti hann ber í Vínlandi fæddur og getinn. Þá Guttormur skáld er að lesa sín Ijóð lætur hann menn verða káta; hlustendum finst þau svo hnyttin og góð, þeir hlæja um leið og þeir gráta. Ungur fór Guttormur eitt sinn á ról, því ástin í brjóstinu grœr; þar fann hann í bygðinni sannefnda sól, sólirnar skinu þá tvær. Af konunnar völdum hann hafinn er hæðst og hamingjuþráðurinn spunninn. - Það vita það flestir að ástin er æðst, frá almættis kærleika runnin. Þú ert í bragsnilli fleygur og fær og flýgur með aldrinum hærra. Svo ertu í byðinni konunum kær. um karlana tala ég færra. 1 Ég óska að þið hjónin lifið sem lengst og lof ykkar fari sem víðast. Gangið þann veginn sem gatan er þrengst og gistið í Paradís síðast. FRIÐRIK P. SIGURÐSSON

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.