Lögberg - 03.03.1949, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. MARZ, 1949
5
AHtGAHAL
IWtNNA
«
Ritsíjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
KÆRKOMNIR GESTIR
Minni íslands
FRÚ ÁGÚSTA THORS
Koma íslenzku sendiherra hjónanna Thor Thors og Ágústu
Thors til Winnipeg síðastliðna viku, var íslendingum hér mikið
ánægjuefni. Heimsóknir glæsilegra fulltrúa ættlandsins vekja
jafnan hjá okkur Vestur-íslendingum fögnuð, sem stundum nálgast
barnslega gleði, og liggja til þess orsakir, sem frændum okkar á
ættlandinu eru ef til vill ekki ljósar.
Þegar Islendingar komu fyrst
til þessa lands fyrir 75 árum síð-
an, var litið á þá sem hvern ann-
an útlendan ruslaralýð; þeir
voru bláfátækir, kunnu ekki
tungu landsins, ókunnugir öllum
atvinnuvegum hér, urðu því að
sætta sig við erfiðustu stritvinnu
og lægsta kaup, til þess að geta
haldið lífinu í sér og sínum. jafn-
vel ómentaður almúgi þessa
lands leyfði sér þá að líta niður
á þá með fyrirlitningu. —
I sambandi við það mikla
menningar skref er íslendingar
nú stíga með stofnun íslenzku
deildar við Manitoba háskólann,
hefir mikið verið vitnað í ræð-
ur Dufferin lávarðar og er það
ekki að ástæðulausu. Engum
einum manni eiga Vestur-Islend-
ingar eins mikið upp að unna.
Hann heimsótti nýlendu þeirra
á Gimli á því tímabili, er þeir
máttu sín minst, sumarið eftir
að þeir höfðu þolað hinar ægi-
legu hörmungar og sorgir, er
bólusóttinni voru samfara.
Hann hughreysti þá og talaði í
þá kjark. Hann hafði heimsótt
Island og kynt sér menningu
þjóðarinnar, og kunni því að
meta andlegt atgerfi þessara
innflytjenda, þótt þeir væru ekki
ásjálegir að ytra útliti og híbýli
þeirra væru fátækleg. — “Þér
eigið í ríkari mæli en fólk gerir
sér grein fyrir, eitt það, sem er
kjarninn í og grundVöllurinn að
öllum yfirburðum en það eru
gáfur, mentun og fjölbreytt and-
iegt líf.” — Þannig leitaðist hinn
göfugi lávarður við að glæða
sjálfsvirðingu þeirra og sjálfs-
traust. Hann vissi sem var að ef
þeir héldu þjóðarmetnaði sínum
óskertum, myndi þeim borgið. I
heiðurssamsæti, sem lávarðinum
var haldið í Winnipeg, fór hann
líkum orðum um íslendinga og á
Gimli og varð þannig fyrstur
fnálsmetandi manna í þessu
landi til þess að hefja þá til virð-
mgar í augum hinna enskumæl-
andi samborgara þeirra.
Einn aðalþátturinn í sögu
yestur-íslendinga og driffjöðrin
1 framsókn þeirra til þessa, hefur
verið barátta þeirra í þá átt að
hefja þjóðflokk sinn til virðing-
ar, og frama, þannig að hann
ekki stæði í nokkru að baki öðr-
um þjóðflokkum hér í land. Þess-
vegna finst okkur mikið til um
öll afrek Islendinga og höldum
þeim á lofti. Og þessvegna fögn-
um við heimsóknum virðulegra
fulltrúa frá ættlandinu, er varpa
ljóma á ættstofninn.
Eins og þegar hefir verið mak-
lega minst í ræðu, riti og ljóði,
í sambandi við þessa heimsókn,
hefir fáum auðnast að auka á
virðingu íslands og íslendinga á
erlendum vettvangi eins og Thor
Thors sendiherra, en hann hefir
líka við hlið sér glæsilegan full-
trúa íslenzku kvennþjóðarinnar
þar sem frú Ágústa er. Eins og
kunnugt er, fylgir það sendi-
herra embættinu að taka mikinn
þátt í félagslífinu, og er sá þátt-
ur afar þýðingarmikill; munu
vinsældir þeirra hjóna í Wash-
ington, og þá um leið Islands,
ekki síst því að þakka, hve
vel og virðulega frú Ágústa
hefir leyst hlutverk sitt af hendi
á því sviði. Megum við íslenzkar
konur vera stoltar af því að eiga
slíkan fulltrúa í höfuðborg Ame-
ríku. Hún hefir áunnið sér
marga vini hér með sínu hlýja
viðmóti og aðlaðandi persónu-
leik.
Foreldrar frú Ágústu eru Ing-
ólfur læknir Gíslason og frú
Oddný Vigfússdóttir, munu
margir minnast hinnar ánægju-
legu heimsóknar þeirra ágætu
hjóna til Winnipeg fyrir nokkr-
um árum.
Thors hjónin eiga þrjú börn;
Margrét, 21 árs að aldri, er út-
skrifuð úr Briarcliffe Junior Col-
lege, New York; ;Ingólfur 18 ára
og Thor 14 ára.
Þau hjónin fóru flugleiðis til
Washington á föstudaginn. Þökk
sé þeim fyrir komuna.
♦
ÍSLAND í VÍÐLESNU
UNGLINGABLAÐI
I febrúarhefti hins víðlesna
unglingablaðs Ameríska Rauða
Framháld
sínu lærði hann fyrir eigin ram-
leik ensku og frönsku, svo að
hann gat lesið Gibbon og Thier á
frummálinu. Eitthvað er varið
í þjóð þar, sem menn leggja svo
mikla rækt við anda sinn.
Oft hefir það vakið undrun
mína, hversu menn af algjörlega
óíslenzkum stofni hafa stundum
eignast miklar mætur á íslenzkri
tungu og íslenzkum bókmentum,
menn eins og Sir William
Craigie á Englandi, Pilcher bisk-
up og Percy Grainger í Ástralíu
og fjöldi annara manna í mörg-
um löndum. Hvað kom Banda-
ríkjamanninum, próf. Willard
Fiske til þess að nema íslenzka
tungu, ferðast til íslands og
verja feikna fjárupphæð til þess
að kaupa hverja einustu íslenzka
bók, nærri hvern smámiða
prentaðan á íslenzku máli, sem
unt var að ná í, gefa svo alt
safnið Cornell háskólanum á-
samt álitelgri fjárupphæð til að
halda safninu við og auka það?
Þetta er að sýna trú í verki. Hér
var maður, sem kunni að meta
íslenzka gullið. Ætti ekki þetta
að kenna oss að meta, eða minsta
kosti að aðgæta, vora eigin fjár-
sjóðu?
Rétt nýlega birtist í íslenzku
blöðumim ritgjörð eftir Dr. Sig-
urð Nordal, þar sem saman fer
þekking óg sangirni. Efnið er:
“Hvar eru íslnezku handritin
bezt komin?” Spurning þessi
bendir á eitt afreksverk íslend-
inga, ritlistina.
Ritlistin var ávöxtur af þeirri
menningu, sem kristindómurinn
flutti til íslands. Hálfri öld eftir
að skólar hófust þar, var sam-
þykt að færa í letur nokkurn
jhluta af lögum Islands. Með því
hófst ritlist íslendinga, því þó
einhverjir örfáir menn hafi áður
þekt til rúnaleturs gætir þess að
Krossins, “American Junior Red
Cross News”, birtist frásögn og
kvæði um ísland eftir frú Mekk-
inu Sveinson Perkins í Washing-
ton, D.C. Hún er áður að góðu
kunn fyrir greinar um íslenzk
efni í amerískum tímaritum og
þó sérstaklega fyrir prýðilegar
þýðingar sínar af íslenzkum
smásögum á ensku, en margar
þeirra voru prentaðar í þýðinga-
safninu Icelandic Poems and
Stories (New York, 1943) og
hlutu að verðleikum lofsamlega
dóma.
Fyrrgreind frásögn frú Perk-
ins nefnist “The Old Farmhouse
in Iceland” (Gamli íslenzki
sveitarbærinn), og segir frá litl-
um dreng, sem heima á í Reykja-
vík, og ferðast, ásamt móður
sinni, flugleiðis í heimsókn til
ömmu sinnar, en hún er búsett
á sveitarbæ á Norðurlandi. Er
frásögnin mjög greinilega og
lipurlega samin, og bregður upp
glöggum svipmyndum af ís-
lenzku landslagi og þjóðlífi að
fornu og nýju, þó að þar sé eðli-
lega stiklað á stærstu steinum.
Kvæði frú Perkins heitir
“How Iceland Got Its Name”
(Hvernig Island hlaut nafn sitt),
og lýsir skemmtilega ferð
Hrafna-Flóka til íslands, sumar-
dvöl hans þar, og ástæðunum til
þess, að hann valdi landinu ís-
landsheitið. Er kvæðið létt og
liðugt, og má bæði um það og
frásögnina segja, að hvort-
tveggja sé ágætlega við unglinga
hæfi.
Þegar í minni er borið, að
þetta unglingablað Rauða Kross-
ins fer til skóla um land allt í
Bandaríkjunum, má ætla, að
þessi fræðsla um ísland gefi
mörgum unglingum þarlendis
gleggri og sannari mynd af landi
og þjóð, en annars yrði raunin,
og veki, ef til vill, hjá þeim löng-
un eftir meiri fróðleik í þeim
efnum. Er hér því um þakkar-
verða landkynningarviðleitni að
ræða.
RICHARD BECK
mjög litlu, en úr þessu tóku Is-
lendingar að rita, og þegar ég
tala um ritlistina eftir það, á ég
við efnið, sem ritað var fremur
en skriftina.
Notkun ritlistarinnar á íslandi
er eitt af hinu undraverða, ég vil
segja, í mannkynssögunni. Það
lítur út fyrir, að þjóðin hafi tekið
við þessari nýju list eins og
dauðþyrstur maður tekur við
hressandi svalakdrykk. Fram á
14. öld að minstakosti, var kapp-
samlega að því unnið að rita ís-
lendingasögur og varðveita
Edduljóðin. Með aðdáanlegri og
óþreytandi áhuga var alt gjört,
sem unt var, til að geyma alt, er
íslendingar þá áttu og þeim
sýndist dýrmætt. Snorri Sturlu-
son samdi Snorra Eddu og Nor-
egskonungasögur. Hvert lista-
verkið rak annað.
Engu minni aðdáun vekur það
í huga mínum að þessar göfugu
og listrænu bókmentir voru á
íslandi, um all-langt skeið, mjög
alment notaðar.
Hvernig mátti slíkt verða áð-
ur en prentverk var komið á
stofn og meðan pappír var ekki
til. Ritin voru skrifuð á skinn.
Ósvikið var að því unnið að
skrifa og lesa.
“Áhrif frá Eddum og forsög-
unum,” segir Dr. Nordal, “hafa
markað djúp spor í menningu og
sögu íslendinga jafnan síðan.
Ýkjulaust má telja þær klassik-
astar allra miðalda bókmenta í
Evrópu, og ef til vill eru þær
hið frumlegasta og varnalegasta,
sem Norðurlönd hafa yfirleitt
lagt af mörkum til heimsbók-
mentanna.”
Þá harmssögu, hvernig öll
skinnhandrit þessara bókmenta,
sem einu sinni voru svo að segja
á hverju strái á íslandi, eru nú
með öllu horfin þaðan get ég
ekki sagt hér, en þess vildum vér
allib óska, að þjóðinni auðnaðist,
með einlægri vinsemd allra hlut-
eigenda, að eignast aftur sem
mest af þeim íslenzku skinn
handritum, sem til eru.
Áþján og síðar viðreisn ís-
lands er eftirtektaverð saga, sér-
staklega fyrir það hvernig Is-
land reyndist í því stríði.
Harmar íslands voru harðir.
Upphafið var sundurlyndi ís-
lenzkra höfðingja, sem leiddi þá
að samningi um yfirstjórn Nor-
egs á 13. öld. Að vísu var samn-
ingurinn, að mestu leyti, gjörður
eins og tvær sjálfstæðar þjóðir
væru að semja, en útlendu
böndin urðu sterkari eftir því
sem árin og aldirnar liðu, þótt
alþing lifði og íslenzk lög ættu
að vera í gildi. jsland varð að
sæta erlendri kúgun, verða
magndofa af skattálögum og líða
hræðilegt tjón af verzlunar ó-
frelsi. Á 17. öld voru íslendingar
neyddir til að undirskrifa ein-
veldi Danakonungs. Þeir liðu
skelfingar fyrir drepsóttir í
mönnum og skepnum og af mis-
kunarlausum náttúruöflum. Eitt
sinn var ástandið svo ömurlegt,
að uppá því var stungið af flytja
alla íslendinga burt af landinu
og setja þá niður á Jótlands heið-
um. Árið 1800 voru þeir sviftir
Alþingi.
Þrátt fyrir allar þessar hörm-
ungar, hygg ég það satt, að Is-
lendingar hafi aldrei hætt að
unna frelsi og sjálfstæði, hafi
aldrei glatað listhneigðinni,
hafi aldrei yfirgefið Jesúm Krist
hinn krossfesta. Á neyðartíð
samdi Hallgrímur Pétursson hin
Guð-innblásnu og ódauðlegu
ljóð sín. Við fyrsta tækifæri
vakti Guð upp menn til þess að
kveikja nýjan eld frelsis og fram
fara í þjakaðri þjóð, og hún eign-
aðist líf og vöxt eins og frækorn
í sólskini vorsins. Má vera að
hugblær fólksins þá hafi verið
eitthvað líkur því sem Jakobína
Johnson lýsir í þessu ljóði.
“Sérhver kló og kvistur
krýnist, þúsund sinnum,
þúsund björtum blómum.
Blíða angan finnum
streyma Ijúft og lengi,
líkt og vorsins blíða
vilji vefja örmum
vonleysi og kvíða;
vilji vekja, af svefni
vetrar magns og kulda,
meðvitund um máttinn
mikla, þögla, dulda
lífs og Ijóss, er skapar
fegurð vors og blíðu.”
Jónas Hallgrímsson, skáld hins
endurfædda máls, kom fram og
söng lífþrungna fegurð inn í sál-
ir íslendinga, ásamt öðrum
Fjölnismönnum, sem einnig
lögðu kapp á stjórnfrelsi. Marg-
ir göfugir menn lögðu hönd á
það að slíta ófrelsisböndin og
leggja veg til farsældar. Jón Sig-
urðsson varð foringi einn hlnn
allra göfugasti og hæfasti frelsis-
leiðtogi, sem nokkur þjóð hefir
eignast. Island fékk þingbundna
stjórn 1874, samdi við Danmörku
um nærfelt fullveldi 1918, varð
sjálfstætt lýðveldi, 17. júní, 1944.
Á meðan þessu fór fram, reis
upp ný blómaöld í bókmentum.
Fjöldi skálda söng af aðdáanlegri
list og miklum krafti. Listir
blómguðust í söng og myndum.
Hinn frábæri listamaður Einar
Jónsson kom fram á sjónarsviðið
og leysti fegurð úr fjötrum. Hag-
ur fólksins og hýbýli tóku lofs-
verðum framförum. fsland er
endurborið, bæði þjóð og land.
Vér ávörpum þig ísland, með
orðum Lárusar Sigurjónssonar:
“Hef þig, ísland himnum móti,
heilög, tigin, fósturjörð.
Heill þín, Island, aldrei þrjóti
um þig haldi Drottinn vörð.
Vestur-íslendingar,
“Þið þekkið fold með blíðri brá
og bláum tindi fjalla,”
af heitu hjarta biðjum vér allir:
“drjúpi hana blessun Drottins á
um daga heimsins alla.”
ÆFIMINNING
Þann 20. desember síðastliðinn
lést að heimili sínu í grend við
Milton N. Dak. bóndinn Gunnar
Gunnarson, eftir langvarandi
heilsubilun. Hann var fæddur á
Kjalvarðsstöðum, Reykholtsdal á
Jslandi, 14. febrúar 1886. For-
eldrar hans voru Þorleifur
Gunnarson og Sigríður Jónsdótt-
ir. Með þeim fluttist hann til
Ameríku 1887. 30. október 1912
giftist Gunnar eftirlifandi ekkju,
Guðrúnu Friðrikson, að Hallson,
D. D. Átta börn eru á lífi, ein
dóttir dó ungabarn. Börnin eru,
Briet, Mrs. C. I. Gudmundson,
Mountain, Margrét, Mrs. R. N.
Morken, Osnabrock, Aurora,
Mrs. E. Nelson, Emerado, Esther,
Mrs. A. C. Christopher, Key
West, Florida. Alice, Mrs. D.
Morrison, Milton, Fridrik, Wilm-
ar og Marvin, allir til heimilis
að Milton. Svo eru tólf barna-
börn. Einnig lifir ein systir, Mrs.
Briet Dalmann, Tacoma, Wash-
ington, og einn bróðir Jón, De-
troit, Michigan. Föðurbróðir,
Kristinn Gunnarson lifir í Dul-
uth, Minn. nú 90 ára gamall.
Útförin fór fram frá heimilinu
og Fjallakirkju 23. desember.
Séar E. H. Fafnis jarðsöng.
DÁNARFREGN
Guðmundur Davidson, frá
Riverton, Manitoba andaðist í
sjúkrahúsinu á Gimli, Manitoba
19. febrúar s.l., 81 ára gamall.
Ungur lærði hann trésmíði, og
stundaði þá atvinnugrein ásamt
fiskiveiðum næstum því æfi-
langt. Kona hans, Sigurlaug Sig-
urðardóttir, andaðist í Riverton
árið 1922. Af fjórum börnum
þeirra, lifa tvær dætur, báðar
búsettar í Riverton. Þær eru:
Hólmfríður Lilja (Mrs. Jóhannes
T. Jónasson), og Daisy Emily
(Mrs. Grámann Jónasson). Einn-
ig eru á lífi 15 barnabörn. og 18
barnabarnabörn. Jarðarför Guð-
mundar sál. fór fram þ. 24. feb-
rúar frá lútersku kirkjunni í
Riverton. Séra B. A. Bjarnason
jarðsöng.
“ÁTTHAGA-FLUG”
Árlegar hóp-flugferðir til
ISLANDS
I Bandaríkjunum og Canada
búa Islendingar, og fólk af ís-
lensku bergi, svo skiftir þúsund-
um. Vitað er, að fjöldi þessa
fólks hefir ekki átt þess kost, að
skreppa “heim” til að líta aftur
hina dásamlegu náttúrufegurð
íslands, sjá þær miklu framfarir
er orðið hafa með þjóðinni á
síðustu árum og til að heilsa
uppá ættingja og vini, vegna
þess, að þar til nýlega, ec flug-
ferðir hófust, var ekki um að
ræða annan farkost en járn-
brautir og skip. Varð þá oftast
ekki komist til Islands, nema
með því að sigla fyrst til Eng-
lands eða Danmerkur, vegna
skorts á beinum ferðum, enda
fór allt að tveim mánuðum í
ferðalagið fram og aftur. En síð-
an beinar skipaferðir hófust
milli N^w York og Islands, tek-
ur tæpan mánuð að sigla þessa
leið fram og aftur. Jafnvel það
er of langur tími fyrir þá sem fá
aðeins tveggja vikna sumarfrí,
en eru annars bundnir við störf
sín hér vestra.
En, eins og kunnugt er, hafa
flugvélar nútímans stytt allar
fjarlægðir svo mjög, að nú er að-
eins um 13 stunda flug frá New
York til íslands, sem þýðir: hér
í dag, en þar á morgun. Með því
að fljúga, er því auðvelt að
skreppa til íslands frá Vestur-
álfu í venjulegu sumarfríi.
Flestir þeir, sem einusinni
hafa flogið, eru sammála um það,
að varla sé hægt að hugsa sér
öllu þægilegra ferðalag. Flug-
vélarnar fljúga venjulega ofan-
við ský og vinda, í um 10 til 12
þúsund feta hæð, enda er líkast
því sem menn sitji í góðum bíl
á rennisléttum vegi. Hraða flug-
vélarinnar verður ekki vart, eft-
ir að hún er komin til flugs, enda
þótt flogið sé með um 300 mílna
hraða á klukkustund. Flugfar-
þegum fer stöðugt fjölgandi,
eins og skýrslur bera vitni, og er
öryggi flugsins talið jafnvel
meira en með öðrum farkosti.
Á því er enginn vafi, að í náinni
framtíð mun fólk almennt
skreppa flugleiðis í sumar- og
vetrarfríum til hinna fjarlæg-
ustu staða á jörðinni.
Nú hefir oss hughvæmst að
stofna til árlegra hópferða milli
Ameríku og Islands, er kalla
mætti “átthaga flug.” Islending-
og vestanhafs og aðrir, sem taka
vildu þátt í slíku hóplugi, gætu
þannig flogið saman í sérstakri
flugvél, og nokkuð ódýrara en
ella. Um 30 farþegar gætu verið í
hverjum hóp, og mundi farar-
stjóri varða kosinn, þeim til
fræðslu og leiðbeiningar. Jafn-
framt er gert ráð fyrir að með
hverjum hóp sé vanur kvik-
myndari, er taki litfilmur af allri
förinni. Filmurnar yrðu síðan
sýndar opinberlega bæði á Is-
landi og meðal Islendinga vest-
anhafs, og rynni ágóðinn af slík-
um sýningum til eflingar á
starfsemi Þjóðræknisfélagsins,
til aukinnar kynningar og skiln-
ings milli íslendinga og Ame-
ríkumanna.
Væri nú æskilegt að þeir sem
áhuga kynnu að hafa á að taka
þátt í slíkum hópferðum til Is-
lands, skrifuðu undirrituðum
sem fyrst, og tilkynntu hvaða
tími hentaði þeim best og hve
lengi þeir kysu að dvelja á ís-
landi. Ferðalaginu mundi síðan
hagað sem mest í samræmi við
óskir meirihluta væntanlegra
þátttakenda.
Þess skal og getið, að reynt
verður að finna möguleika til
þess, að stofna til hliðstæðra hóp-
ferða íslandi til Vesturheims,
enda þótt miklir annmarkar séu
á að koma því í framkvæmd,
v e g n a gjaldeyrisvandræða
þeirra, sem íslendingar nú við
búa.
GUNNAR R. PAULSSON
165 Broadway,
New York 6, N.Y.