Lögberg - 17.03.1949, Blaðsíða 3

Lögberg - 17.03.1949, Blaðsíða 3
JLÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. MARZ, 1949 3 Þj óðrœknisþingið 1949 Það er naumast hægt að segja, að það hafi verið athafna ríkt að því er afköst þingsins sjálfs snertir. Sára fá ný mál rædd, og sára fáar nýjar hugsanir frambornar. En þrátt fyrir það, var þingið þýðingar mikið. Þau hafa öll verið þýðingarmikil þjóðræknisþingin sem haldin hafa verið. Ekki að eins sökum mála þeirra sem á þeim hafa verið rædd, eða athafna þeirra sem á þeim og í sambandi við þau hafa verið framkvæmd, heldur líka þess, að þau hafa verið, og eru enn, haldin á þeim tíma árs, þegar skuggar skamaadegisins hvíla enn þungir á herðum manna, þegar veturinn í veldi sínu kreppa hvað harðast að mönnum og þeir þurfa hvað mezt á and- legri uppörfun að halda. Þetta atriði og einmitt þetta atriði, vakti ljóst fyrir stofnend- um félagsins fyrir þrjátíu árum, er félagið var stofnað, og við þann hugsjóna púnkt, eða það hugsjóna atriði, hefir trúlaga verið haldið síðan og lyfting sú og þróun, sem að hann hefur ver- ið íslenzku félagslífi er ómæli- leg, og ómetanleg. Vitanlegt er, að það er mikl- um erviðleikum bundið fyrir erindreka og fólk, eða bændur, sem langt eiga að sækja að kom- ast á þing á þessum tíma árs, þegar ervitt er um ferðir, og brautir oft ílla færar. En ekkert það í lífi mannanna, sem er þess vert að halda, fæst án fyrirhafnar, hvorki þjóðræknis- þing sem þess er vert að sækja, né heldur neitt annað. Þetta er hér sagt í sambandi við breyt- ingu sem komin er upp í félag- inu sem fer fram á breyta þing tímanum frá febrúar mánuði til júnímánaðar og síðar verður sagt frá. Þetta síðasta þing sóttu á milli tuttugu og þrjátíu fulltrúar fr£ öllum deildum félagsins í Mani- toba, nema deildinni ísland 1 Brown sem sökum íllra vega gat engan sent. Deildirnar í Saskat- chewan sendu enga fulltrúa, en allar skýrslur, um starf sitt á árinu. Aðal málin sem þing þetta fjallaði um voru: 1. Útbreiðslumál í því máli kom ekki fram neitt nýmæli að- eins lögð áherzla á, að stjórnar- nefndin heimsækti deildir fé- lagsins einu sinni á ári, eða ein- hver þar til kjörinn fulltrúi fyrir hennar hönd. Hvatti til að feng- in væri talmynd af íslandi og Islenzku þjóðlífi, helzt í litlum til að sýna á samkomum deild- anna hér vestra. Ennfremur benti þingnefndin í þessu máli á og það álit, eða tillaga hennar var samþykt, að æskilegt væri, að stjórnarnefndin vsgri sér út um hæfa menn og konur, víðs- vegar meðal Islendinga sem fús eða fáanleg væru til að aðstoðar fámennar deildir félagsins í sam- bandi við samkomuhöld og aðr- ar opinberar athafnir þeirra. Hugmyndin með þessu var, að fá dálítinn hóp manna og kvenna til að gefa kost á sér til þessa verks, og tilkynna deildunum nöfn þeirra svo þær sjálfar gætu valið hvern eða hverja þær kysu til aðstoðar. í sambandi við þessa fræðslu- mála starfsemi féalgsins, er þess vert að geta, að nýmælið um sérstakann vakningamann, og fræðslumálastjóra, sem upp var tekið á tuttugasta og áttunda árs þingi félagsins og frú Hólmfríð- ur Danielsson gengdi um tíma með rausn prýði og góðum ár- angri, var á þessu þingi lagt niður. Samvinna við tsland hefir ekki HIS blandaSa úrval af húsplantna- fræl inniheldur 15 mismunandl tegundir, sem hafa veriS þaul- reyndar og geflst meS ágætum tll heimilsræktunar. ViS getum ekki- úbyrgst aS hafa allar tegunlrnar ávalt viS hendl, en flestar þeirra, PaS sparar fé aB fá þessar fögru húsplöntur. (Pk. 15c) 2 Pk. 75 pöst- fritt. Vor stóra 1949 frce og ræktunarbók. aðeins verið ljúf á árinu, heldur fór hún vaxandi. Samband þjóð- ræknisfélagsins við þjóðræknis- félag íslands hefir verið og er hið ákjósanlegasta. Vér höfum notið góðvildar og drengilegrar samvinnu við það félag og for- ystumenn þess og njótum enn og er sú samvinna nú annar sterk- asti tengiliðurinn á milli íslend- inganna í dreifingunni vestra og ættlandsins. Annað þýðingar mikið atriði í sambandi við sam- vinnu vora við ísland eru presta skiftin sem áttu sér stað á milli séra Eiríks Brynjólfssonar á Útskálum og séra Valdimars J. Eylands í Winnipeg. Slík hag- kvæm mannaskifti á milli þjóð- arinnar heima og þjóðarbrotsins vestra, geta haft mikla þýðingu fyrir báða hlutaðeigendur í framtíðinni, ef þau haldast og vel er með þau farið. Engin ný breyting í því máli kom fram á þinginu. Aðeins end- urtekin sú bending til stjórnar þjóðræknisfélagsins, að æskilegt væri ef að hún gæti stuðlað að heimsóknum merkra Islendinga til fyrirlestra halds og annarar þjóðlegrar starfsemi vor á meðal. Kennara embætti við hákóla Manitoba jylkis. Þetta er eitt af elstu og lífrænustu málum vest- ur Islendinga. Það var fyrst borið fram, þó það væri í annari mynd, en það er nú af Frímann B. Arngrímssyni árið 1883 á fundi íslendinga í Winnipeg. Talið þar æksilegt, en ofurefli fyrir íslendinga eins og þá stóð á fyrir þeim. Næst logar þessi sama hugmynd upp hjá Dr. Jóni Bjarnasyni á kirkjuþingi um aldamótin síðustu, eða rétt fyrir þau. Með þeirri afleiðing að kirkjufélagið Lúterska í Vestur- heimi tekur sér forustu í málinu reisir skóla og starfrækir hannt hátt upp í fjórðung aldar. Þjóðræknisfélagið er stofnað 1919. Það félag er naumast tekið til starfa þegar þessi sama hugs- un — þessi sama þrá, kemur þar fram. Forgöngumenn hennar voru einkum þeir séra Hjörtur Leo og séra Albert Kristjánsson. En málið strandaði ár eftir ár í tillögum og skort á forustu. Þeg- ar þrengja fór að fjárhag Jóns Bjarnasonarskóla út af klofningi kirkjumannanna sjálfra og sjá- anlegt var, að framtíð þeirrar stofnunar var í veði, þá fóru menn úr stjórnarnefnd þeirrar- stofnunar, ásamt Dr. Rögnvaldi Péturssyni sem þá var forseti þjóðræknisfélagsins á fund for- seta háskóla Manitoba fylkis og fóru fram á við hann að Jóns Bjarnasonar skólinn fengi inn- göngu í háskólasamband fylkis- ins. Forsetinn tók því mjög vel svo framarlega að skólinn gæti mætt þeim ákvæðum sem sam- bandið krefðist frá mentalegu og fjárhagslegu sjónarmiði, en slíkt var vafamál, einkanlega þó, hvað fjármála hliðina snerti, svo ekk- ert varð af því. En hugsunin um þetta var þó vakin hjá forsetan- um og háskólaráðinu. Enn fellur þetta mál í dvala, að því er virðist, nema hvað það lifði þó altaf í þjóðræknisfélag- inu sem von, máske veik von, en von samt, sem er eina skjól málanna, þegar framtökin bresta. Um þessar mundir þegar hljóðast var um þetta mál, tek- ur Hjálmar lögfræðingur Berg- mann sæti í háskólaráð í Manito- ba fylkis. Bergmann var þannig skapifarinn að hann annaðhvort tók róttækan þátt í málum, eða skifti sér ekkert af þeim. Hann gerðist nú forvígismaður þessa máls og veitti því allan sinn stuðning og hann var mikill, bæði við meðráðamenn sína í háskólaráðinu og aðra og vann því alt það gagn sem hann mátti á meðan heilsa hans og kraftar leyfðu. Næsta stórsporið í þessu máli stígur Ásmundur Pétur Jóhannson með því, að gefa $50,000.00 til stofnunar embætt- inu með þeim skilyrðum að Is- lendingar leggðu fram jafn mikla upphæð innan viss tíma. Var það rausnarlega gjört og höfðinglega. En þó noklcrar upphæðir kæmu inn í sjóðinn frá íslendingum, hér og þar, var það auðsætt, að þær nægðu ekki til að mæta skilyrðum þeim er Ás- mundur setti fyrir gjöf sinni, og það er þá, sem stærsta og síðasta sporið er stigið í málinu. Nýr maður Þorbjörn læknir Þorláks- son tekur að sér forustu í mál- inu með þeirri risnu, og skör- ungsskap, að ekki var aðeins mætt, ákvæði Ásmundar, þó með nokkurri tilhliðrun frá hans hendi, heldur er nú söfnun fjár þess, sem nauðsynlegt er til tryggingar þessa kennara em- bætti við háskólann svo langt á veg komið, að embættið verður án efa stofnað. Ástæða mín fyrir að fara eins mörgum orðum um þetta mál, og að ég hefi gjört er, að minna á og sýna hve afar máttugt að lífsmagn þess er. Sagan segir, að á öllum tímum hafi einstaklingar og þjóðir reist minnisvarða þeim mönnum, mál- efnum og viðburðum sem mikils verðir voru til minningar um þá, og virðingar við þau og þá. Minnisvarða úr blágrýti, úr marmara og dýrum malmi. Kennara embættið verður minn- isvarði, eða minnismerki vestur- íslendinga um, að þeir komu í framandi land og reistu þar bygðir og bú. Þetta hafa nú aðrir áður gjört— það er reistir Minn- isvarða, eða merki, þeir og þau, eru um alt þetta land. En þetta minnismerki sem Vestur-lslend- ingar eru nú að reisa er frá brugðið öðrum minnismerkjum, að því leyti að það er ekki reist úr blágrýti, ekki heldur úr mar- mara, eða málmi, heldur úr sál Heilrar þjóðar, sem um ókomnar ára raðir mun senda boðskap sinn um Norænann manndóm og blik sitt um Islenzt mann út meðal fólksins, í landi Leifs heppna. Ekki getur hjá því farið, að heiður Islenzku þjóðarinnar vaxi ekki við að hafa átt konur og menn af sínum stofni í Vestur- heimi sem áttu manndóm og á- ræði til að færast slíkt stórræði í fang. Þorbjörn læknir Þorláksson gaf ítarlega skýrslu um starf nefndarinnar á árinu og framtíð- arhorfur málsins. Byggingarmál. Þing samþyktir frá fyrra ár þingi — (1948) end- urtekin, sem sé að þjóðræknis- félagið taki að sér forustu í því máli. Að henni sé veitt heimild til að selja byggingu félagsins þegar hún sjái framkvæmda skilyrði fyrir hendi að ný bygg- ing verði reist og að verja $500.00 úr félagssjóði til að festa kaup í byggingarlóð. Önnur grein þingsamþyktarinnar frá 1948 í því máli var feld úr tillögun þingnefndarinnar það ár, sem ákvað að þingið skipi þriggja manna nefnd til að vinna með stjórnarnefndinni að þessu máli. I stað hennar var samþykt að þingið kjósi tvo menn til sam- vinnu við nefndina í málinu og að eftirfarandi félög séu beðin að tilnefna tvo menn hvert, til samvinnu. Good Tempalara fé- lögin, The Icelandic Canadian Club, Jóns Sigurðsonar félagið og Islendingadags nefndin. Þjóð- ræknisnefndinni ennfremur gef- ið leyfi til að bæta við þennan mann afla ef þörf gerist. Framhald. Sextíu ára afmœli stúknanna “Heklu” og “Skuldar” I.O.G.T. (Frh. aj bls. 2-) sinni hefur átt sér stað, því að það er aðalrótin, sem leyni vín- salarnir (Bootleggers) lifa á. Jafn skjótt og þessi nýju lög gengu í gildi, gat stjórnin ekki lengur haft nægilegt eftirlit með áfengissölunni; leynisölunum fjölgaði óðum. I upphafi var ekkert takmark sett fyrir því hversu mikið mætti selja í senn; en eftir nokkra mán- uði var settur mæliskvarði; mátti þá hver maður fá tvo kassa af öli og einn kassa af sterkara á- fengi í hverri viku. Lögbrjótarn- ir fengu þennan stóra skamt og margir notuðu hann til að selja hann aftur og eins héldu þeir áfram að búa til áfengi heima hjá sér. Ájengissölu lögbrot, aðeins já sýnishorn. 1. Arið 1925 var meira en 61% af öli sem til var búið í fylkinu selt án þess að stjórnin hefði vitneskju um það; Hún tapaði því öllum tolli sem af því hefði átt að greiðast. 2. Arið 1926 var það talið nauðsynlegt að loka 40 af 46 sölu kompum í fylkinu. 3. Sama ár voru ölgerðar menn sektaðir þrjátíu og tvisvar sinnum fyrir það að brjóta lögin. Staðhæjing um stjómar söluna. “Okkur vínsölulög eru þannig úr garði gjörð, að enginn maður, hversu fær sem hann kann að vera, eða með hvaða hjálp, sem hann kynni að hafa, gæti gert nokkuð til þess að stöðva alla ‘Þá ólöglegu vínsölu, sem nú á sér stað í Manitoba.” J. V. Dunham í jebrúar 1926. “Hér í Manitoba, kaupa alls konar flökkusalar heimatilbúið áfengi frá þeim sem lögin brjóta í stórum stíl, selja það síðan á næturnar í flöskum og græða 35 til 40 cent á hverri flösku.” Webb borgarstjóri í Winnipeg árið 1926. “Sölureglur stjórnarinnar opna margar og stjórar dyr hjá litlu leynslsölu kompunum; en þær nota tækifærin til þess að ná í þá sem líklegir eru til þess að kaupa.” Mail and Empire Stajj Corres- pondent 1926. Þó þeir láti af hendi seinasta centið, sem til þess átti að vera að kaupa bita handa sveltandi barni, það meiðir ekki samvizku eitursalanna. “I þrjár nætur hverja eftir aðra, þegar lögreglan leitaði að drykkjukrám, fann hún dyrnar upp á gátt í mörgum þeirra, og 30—40 menn og konur í hverri þeirra; var þetta fólk svo á sig komið að hvorki verður með orðum lýst né með penna skráð.” L. P. Roy dómari, í október, 1926. A Þetta sannar okkur það að nóg er verkefni fyrir höndum til þess að Goodtemplarar og aðrir bind- indis og siðbótamenn geti haft nægilegt að gera. Enn er ekki tími til svefns og aðgerðaleysis. Vínsölu vinirnir vinna dag og nótthugsa ekki um neitt nema gróðann. Bindindis fylkingarnar hljóta að vera á verði til þess að bjarga yngri kynslóðinni, sem er í hættu einmitt nú. Þér er boð- ið að gæta bróður þíns íhugar þú það þegar þú sérð hann velt- ast hjálparlausan, eða slangra um göturnar þannig á sig kom- inn að mannsmyndin er horfin og hann er orðinn verrri en skyn- laus skepna? Gætir þú þess þá að hann er veikur á sál og líkama og að það er skylda þín að rétta honum líknar hönd? Jesús sagði: “Tréð þekkist af ávöxtunum.” Hvað þýðir það gagnvart þér eða mér? Okkar dyr eru opnar. A. S. BARDAL S.T. Business and Professional Cards SELKIRK METAL PRODUCH LTD. j j Reykháfar, öruggasta eldsvörn, | og ávalt hreinir. Hitaeining, ný | uppfynding, sparar eldiviS, heldur hita. KELLT 8VKINSSON Simi 54 358. 187 Sutherland Ave., Winnápeg. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg Phone 924 624 Office Ph, 925 668 Res, 404 319 N0RMAN S. BERGMAN, B.A..LLJ. Barrister, Solidtor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA MIDSTiEPi ■ JEWELLERS ■ 447 Portage Ave, Aím> 123 TENTH ST. BRAN00N Ph, 926 885 Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovltch, framkv.stj. Verzla t heiidsölu meB nýjan og froslnn ftsk. 303 OWENA STREET Skrifst.stmi 25 355 Heima 55 463 DR. A. V. JOHNSON Denttst 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Taistmi 925 826 Heimills 53 893 DR. K. J. AUSTMANN BérfrœfHngur i augna, eyma, nef og hverka sfúkdómum. 109 Medlc&l Arts Bldg. Stofutlml: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK BérfrtsfHngur i augna, eyma, nef og hdlssfúkdómum. 401 MKDICAL ARTS BLDQ / Grah&m and Kennedy St. Skrifstofuslmi 923 851 Hetmadml 403 794 PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers • Solicilors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561 JOHN A. HILLSMAN. M.D.. Ch. M. (27 Medlcal Arts. Bldg. OFFICE 929 349 Home 403 288 Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6 — 652 HOME ST, 594 Agnea St. Vlötalsttml 3—5 eftir hádegi DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Offtce 26 — Ree. 330 Offlce Phone Res Phono 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDO. Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlceknar 406 TORONTO QEN. TRU8TB BUILDINO Cor. Portage Ave. og Smith 8t. Phone 926 952 WINNIPEG Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointments Phone 924 908 Offloe Hours 9—6 404 TORONTO OEN TRU8T8 BdlUDINO 283 PORTAOE AVE. Wlnnlpecr, Man. SARGENT TAX1 Phons 722 401 FOR QUICK RELIABUB 8KRVICK EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenzkur lyfsali Fölk getur pantaC meCul og annaC meC pðsti. Fljöt afgreiOsla. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPQ. Fastelgnasalar. Lelgja hds. Ot- >, vega penlngalán og eldaáhyrgfl. bifreiCaábyrgC, o. s. frv. Phone 927 538 A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur Ukklstur og annast um tlt- farlr. Allur útbúnaCur sá bezti. Ennfremur selur hann aliskonar mtnnlsvarGa og iegsteina. Skrlfstofu talstmi 27 324 KeimlUs talslml 26 444 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœtHngar 209BANK OF NOVA 8COTIA BO. Portage og Garry St. Phone 928 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC SL Mary’s and Vaughan, Wpg. Ph, 928 231 GUNDRY PYMORE Limited British QuaUty Fish Nettimg 58 VICTORIA 8T„ WINNIPEO Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDBON Your patronage will be appredatad Phone 924 981 H. J. H. PALMASON and Company Chartered Accountants 319 MoINTyRE BLOCK WlnnlpegL Canada C A N A D 1 A N FISH PRODUCERS, LTD. J. B. PAOB, Managing Director Wholesale Distributors oí Fraah and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREBT Offlce Ph. 26 828 Ree. Ph. 78 917 Phone 49 469 Radlo Service SpeciaUsts ELECTRONIC LABS. B. TBORKBLSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST„ WINNIPEO J O. F. Jonasson, Pres. & Man. Dtr. Keystone Fisherles Limited 404 SCOTT BLK, Slmi 925 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FI8H

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.