Lögberg - 17.03.1949, Blaðsíða 5

Lögberg - 17.03.1949, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. MARZ, 1949 5 x Áii4 míi KVENNA Riisljóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ÓHJÁKVÆMILEG ATHUGASEMD í síðasta hefti Icelandic Canadian ársfjórðungsritsins birtist grein, sem nefnist Canadian Book Week, eftir T. J. O. og H. Th.; munu höfundarnir vera þeir félagar, prófessor Tryggvi J. Oleson og Heimir Thorgrímsson. Greinin er skrifuð í tilefni af þeirri auglýsinga starfsemi, sem nú á sér stað árlega í fyrstu viku nóvem- ber mánaðar, og gerð er í þeim tilgangi að draga sérstaka athygli að nýútkomnum bókum eftir Canadíska höfunda. — Grein þessi er að mestu upptalning þeirra bóka er gefnar hafa verið út á síðastliðnum fjórum árum og merkastar hafa þótt. Alls er minst á sextán bækur; meðal þeirra eru þessar: Unknown Country eftir Bruce Hutchinson, gefin út í New York 1942, endurprentuð í Canada, 1945. Brave Harvest, Kennethe M. Haig (1945). Colony to a Nation, A. R. M. Lower (1946). Haida, William Sclater (1946). Tin Flute, Gabrielle Roy (á ensku 1947). Poems of the People, Dorothy Livesay (1947). Viking Heart, Laura Goodman Salverson (endurprentun 1948). Það kemur óneitanlega kyn- lega fyrir sjónir að það skuli hafa þurft tvo menn til þess að semja þessa stuttu grein, sem ekki hefir annan fróðleik að geyma en þann, sem hver og einn getur aflað sér með því að yfirvega hina venjulegu bóka- lista, sem gefnir eru út af bóka- verzlununum. En það, í sjálfu sér, er ekki saknæmt; hitt er furðulegra og má alls ekki sleppa athugasemdalaust að þeir ljúka þessari ritsmíð sinni með staðhæfingu út í bláinn, sem ekki hefir við nein rök að styðj- ast og er algjörlega villandi fyrir þá, sem ekki lesa íslenzku og ekki eru kunnugir bóka útgáfu Vestur-íslendinga. Málsgreinin er svona: “It is to be regretted that the contributions to Canadian Lett- ers in other languages than English and French are given little publicity through Book Week or by reviewers of Canad- iana in general. Not that this would have made much differ- ence as far as Icelandic produc- tions in the last year or so are concerned for in both the field of fiction and non-fiction output has been almost negligible, al- though poetical works of some merit have appeared.” Það er orð að sönnu að það má harma það að ekki skuli vera getið þess skerfs, sem lagður er fram til Canadískra bókmenta á öðrum tungumálum en ensku og frönsku, en hitt lýsir van- þekkingu eða þá vanmati að staðhæfa að slíkt geri lítið til hvað útgáfu íslenzkra bóka snerti, því hún hafi verið sama sem engin á síðasta ári eða svo, þó nokkrar ljóðabækur “ of some merit” hafi verið gefnar út. Ég hefi samið lista yfir bækur eftir Vestur-íslendinga í Canada ritaðar á íslenzku, sem gefnar voru út á tímabilinu 1945 til 1948, og finst mér það sanngjarnt úr því að listi þeirra T.J.O. og H. Th. nær yfir það tímabil eins og augljóst er af þeim bókum, sem tilgreindar eru hér. Ekki er ég viss um að þessi listi sé full- kominn enn hann nægjir til að afsanna sleggjudóm þeirra fé- laga. Listinn er þessi: Saga Islendinga í Vesturheimi III Sindi, eftir Þ. Þ. Þorsteinsson (1945). Björninn úr Bjarmalandi, eftir Þ. Þorsteinsson (1945). Kviðlingar og Kvæði, K. N. Júlíus (1945). Á Heiðarbrún, kvæði eftir Dr. S. Björnson (1945). ^agshríðar spor, tólf sögur eftir (^uðrúnu H. Finnsdóttur (1946). og Ræður eftir Dr. Jón ^jarnason (1946). Ljóðmæli, eftir séra Jónas A. Sigurðsson (1946). Skilarétt, kvæði eftir Pál S. Pálsson, (1947). Eldflugur, kvæði eftir Vigfús J. Guttormsson (1947). Heildarverk, J. M. Bjarnasonar (1947). Það á meðal dagbók hans, sem ekki hefir áður komið á prent. Kvœði, eftir Bjarna Thorsteins- son (1948). Heildarverk, Guttorms J. Gutt- ormssonar (1948). Þar á meðal nokkur kvæði sem ekki hafa birst áður. Á þessu tímabili hafa og bréf Stefáns G. Stefánssonar verið gefin út. Nokkrar þessara bóka hafa verið gefnar út á íslandi en það skiftir ekki máli; þær eru ritaðar hér, af Canadískum höf- undum af íslenzkum stofni. Þetta er þá sá skerfur sem ís- lendingar hér í landi hafa lagt fram á íslenzku til Canadískra bókmenta á þessum árum, og legg ég það undir dóm lesenda hvort hann sé lítill sem enginn og ljóðabækurnar séu aðeins “of some merit”. í grein sinni skýra höfundar- nir frá því að útgáfa Canadískra bóka, er hafa bókmentalegt gildi, sé um 100 á ári. Ég hygg að Is- lendingar í Canada, sem örsmár hluti af tólf miljóna þjóð, þurfi ekki að þjást af neinni minni- máttar kend hvað afrek þeirra á bókmentasviðinu snertir; ég ef- ast um að nokkur þjóðflokkur hafi tiltölulega afkastað meiru. En hitt finnst mér alvarlegt áhyggjuefni að nokkrir skuli finnast þeirra á meðal, sem ekki fylgast með því sem er að gerast rétt við nefið á þeim á þessu sviði, ekki síst þegar það eru menn sem vitað er að hafa gefið sig að sögufróðleik og bókment- um. Það er ekki úr vegi að fara fram á það við T.J.O. og H. Th. að gæta meiri varúðar framvegis, í staðhæfingum sínum og dóm- um varðandi íslenzk málefni, sérstaklega þegar þeir bera þá á borð fyrir enskumælandi lesend- ur, sem ekki eiga kost á að rann- saka hvort dómarnir séu rétt- mætir og á rökum bygðir. Það er heldur ekki nema sanngjarnt að fara fram á að þeir leiðrétti missögn sína í því riti, sem birti grein^þeirra. Læknir nr. 1: — Hélstu spegl- inum að vitum hennar til þess að vita hvort hún andaði ennþá? Læknir nr. 2: — Já. Hún opn- aði fyrst annað augað, síðan hitt, rak svo upp ógurlegt hljóð og þreif til púðurdósarinnar. •f Sherlock Holmes: — Hvað er Watson, ég sé að þú hefur farið í ullarnærbuxurnar þínar í dag. Watson: — Stórkostlegt, Holmes, stórkostlegt. Hvernig fórstu að finna þetta út? Holmes: — Það var ekki svo mjög erfitt, þar sem þú hefur gleymt að fara í utanyfirbuxurn- ar. -f “Hvað ert þú svona niður- sokkinn í að lesa í Mogganum??” “Frásögnina um seinasta inn- brotið mitt.” Teldu ekki œvina í árum Það er rétt af kvenfólki, að segja ekki til aldurs síns. Eftir DELLA F. LUTES Ég er ein meðal þeirra miljóna kvenna, sem ekki vilja segja til aldurs síns. Og rökin fyrir því getið þið fundið í þessari grein. Kona, sem ég hafði þekt um þrjátíu ára skeið ,og hafði gegnt þýðingarmiklu starfi, varð að láta af því. Aldrei hafði ég haft hug- mynd um hvað hún var gömul, og ég kærði mig ekkert um að vita það. Hún var með hvítt hár þegar ég kyntist henni fyrst, en hún er sú yngsta og fallegasta kona, sem ég hefi séð. Það flaug aldrei að mér að giska á aldur hennar, því að árin höfðu engin áhrif á hana. Altaf var hún glöð, altaf full af áhuga. Augu hennar gátu tindr- að af brennandi hugsjónaeldi og þau gátu orðið djúp af víðtækum skilningi. Starfi hennar var svo háttað að hún hlaut að kynnast fjölda manna og kvenna og öll- um þótti vænt um hana. Menn keptust um að bjóða henni heim og hún var aufúsugestur alls staðar. Mér hnykti við þegar ég heyrði að hún væri að láta af starfi sínu fyrir aldurs sakir. Mér hafði altaf fundist líf henn- ar vera eins og lækur, sem líður áfram endalaust og er altaf sam- ur og jafn. —Hvað heldurðu að ég sé gömul? spurði hún. Mér var þessi spurning ógeð- feld. Mér hafði altaf fundist hún standa í stað. Þegar ég læt af starfi mínu í júní, þá er ég rúmlega 83 ára gömul, sagði hún. Hafi hún ætlast til að þetta kæmi flatt upp á mig, þá varð henni að þeirri ósk sinni. Og svo bætti hún við: —Ef húsbændur mínir hefðu vitað hvað ég er gömul, þá mundu þeir hafa sagt mér upp fyrir mörgum árum. Það var ekki von að húsbænd- ur hennar hefði neinn grun um aldur hennar fremur en ég. Og ég vildi að hún hefði ekki sagt mér frá þessu. Altaf hafði mér fundist hún vera ímynd þess lífs, þar sem enginn tími er til. En nú varð ég að hugsa mér hana sem gamalmenni, rúmlega 83 að aldri! Öðrvasa gamalmenni, sem varð að hætta að vinna og leggja árar í bát. Um leið og ég vissi hvað hún var gömul, breyttist alt. Nú varð ég að hugsa mér hana sem konu er “á fárra fóta- lengd fram á grafarbakkann.” Hún hafði aldrei skeytt neitt um tímann, alla sína löngu ævi. Hún hafði látið sig berast með straumnum, sem hvorki á upp- haf né endir. Hún hugsaði aldrei um annað en verða til gagns í lífinu. Þegar við kvöddumst voru báðar breyttar- í svip mínum var áhyggja og ótti, í svip hennar uppgjöf — vonleysi. Svo er að segja frá forstöðu- konu kvennaskóla. Hún hafði notið framúrskarandi hylli nem- enda sinna fyrir háttprýði og vináttu. Til hennar leituðu þær allar með einkamál sín. Hún var trúnaðar maður þeirra allra. Einu sinni sagði hún við þær: — Stúlkur, hvað haldið þið að ég sé gömul? Þær litu allar undrandi á hana. Engri þeirra hafði nokkuru sinni komið til hugar að giska á aldur hennar. Þær höfðu altaf hugsað sér hana sem fullkomna konu, er ætíð hlyti að vera full- komin. Nú störðu þær á hana fullkomin. Nú störðu þær á hana eins og eitthvað sem þær höfðu aldrei séð. —Ég sé hvað þessi spurning kemur flatt upp á ykkur, sagði hún, og það er besta viðurkenn- ingin, sem þið gátuð gefið mér. Ég haði altaf vonað að svo mundi verða. En vegna þess að ég er nú að fara frá skólanum, þá þótti mér rétt, um leið og ég kveð ykkur, að láta ykkur vita hvað ég er gömul. Ég veit þó, að um leið og ég hafi sagt ykkur það, þá mun afstaða ykkar til mín breytast. Fram að þessu hefir ykkur fundist það svo sem sjálf- ykkar, kennari og leiðbeinandi. Og mér þykir sérstaklega vænt um það að þið hafið skoðað mig sem vin. En þegar ég segi ykkur nú að ég er 75 ára gömul, þá veit ég að ykkur mun hnykkja við. Það er eðilileg afleiðing af þeirri óbeit, sem æskan hefir af ellinni. Hún þagnaði og raunasvipur kom á hana, eins og yfir hana bæri skugga þessarar staðhæf- ingar. Og á þessu sama augnabliki breyttist viðmót allra nemenda hennar, sem höfðu þó notið handleiðlsu hennar í fjögur ár. Þarna stóð nú gömul kona frammi fyrir þeim. Nú var engin von til þess framar að þær gæti leitað til hennar sem trúnaðar- manns. Hvaða heilræði gat göm- ul kerling lagt í ástamálum? Hvaða skilning hafði hún á vandamálum barna og foreldra? Auðvitað var hún altaf á móti ástinni. Auðvitað mundi hún alt- af draga taum foreldranna. —Ástæðan til þess, að ég hefi sagt ykkur þetta, mælti hún enn, er sú, að mig langar til þess að þið ætlið mig ekki hóti eldri en ég var rétt áðan. Finst ykkur ég hafi elst við það að segja ykkur að ég er 75 ára? Hún sá að svipur þeirra var breyttur. Hún mælti þá: —Ég hefi aldrei fyr minst á aldur minn, bæði vegna þess að ég kærði mig ekkert um það sjálf að mæla ævi mína í árum, né heldur að aðrir gerðu það. ,Á hinn bóginn hefi ég aldrei reynt að leyna því að aldur færðist yfir mig. En ég hefi kappkostað að láta hvorki hugann né hjartað eldast, ég hefi ástundað að lifa heilbrigðu lífi og vera altaf þrif- in og vel til fara. Með öðrum orð- um, ég hefi reynt að fylgjast með tímanum, án þess að tíminn hefði áhrif á mig. Ég veit að þið eruð enn svo ungar, að það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig það er þegar “ellin kemur með sín gráu hár.” Og það er til þess að búa ykkur undir þá reynslu og styrkja ykkur gagnvart henni, að ég hefi sagt ykkur þetta. En ég skal aldrei framar minnast á það hvað ég er gömul. Ég hefi aðeins sagt ykkur það til þess að koma ykkur í skilning um það, að hvert tímabil ævinnar hefir sína kosti. Æskan lifir og hrær- ist í skemtunum, hugaræsing, ævintýrum. Um miðjan aldur kemur þroskinn, ákvörðun, af- köst. Með ellinni kemur mildin, skilningur, dómgreind, þolin- mæði, og þá blómgvast og ber ávöxt alt það sem manni var mest hugleikið á öðrum stigum ævinnar. Þið skuluð því ekki mæla ævi ykkar í árum. Takið dæmi af læknum, sem leitar fram og verður æ vatnsmeiri og fegurri. Hvers vegna leynum við aldri okkar? Hvers vegna gefumst við ekki upp þegar hárið fer að þynnast, tennurnar bila, æðarn- ar bila, æðarnar kalka, vöðvarn- ir stirðna og önnur einkenni ald- ursins sækja á okkur? Hvers vegna viljum við dylja það fyrir öðrum og jafnvel fyrir okkur sjálfum? Er það tilvinnandi? Já, það er tilvinnandi. Ég tel það nauðsynlegt til þess að halda sér uppi. Við vitum, að ef við förum að tala um veikindi, þá getur svo farið að við verðum veik sjálf. Læknar segja okkur að þetta komi fyrir. En hvað um gamlar, ef við erum altaf að við verðum gamlar, ef við erum telja árin? Þess vegna er það, að ef ein- hver spyr mig að því hvað ég sé gömul, þá segi ég: “Það kemur þér ekki við.” Og ef hann vil ólmur fá að vita það, þá segi ég aðeins: “Við skulum tala um eitthvað annað.” En ef einhver skyldi fara að giska á það ,hvað ég sé gömul, þá trúðu honum ekki, og trúðu ekki heldur þín- um eigin augum. Lesbók Mbl. Húsbóndinn var setstur við morgunverðarborðið, þ e g a r vinnustúlkan kom inn og hvísl- aði einhverju að húsmóðurinn. — Stúlkan var að segja, sagði frúin, að hafragrauturinn hefði brunnið við, svo að þú getur ekki fengið hann í dag ,en þetta er nú í fyrsta sinn í sjö ár, sem það kemur fyrir. — Það gerir ekkert, sagði mað- urinn, ef ég á að vera algerlega hreinskilinn, hefur mér alltaf þótt hafragrautur vondur. BLÖÐ OG TÍMARIT Jörð IX. árg. er nýkomið út. Efni er: Guðmundur Gíslason Hagalín fimmtugur, Á fimmtugs- mæli Hagalíns, eftir Ragnar Jó- hannesson skólastjóra, Seiður- inn, saga eftir Hagalín, Hesta- gátur, eftir Valdimar Briem, Grein um ljóðskáld og ljóðagerð eftir Steindór Sigurðsson, Tvö kvæði eftir Heiðrek Guðmunds- son, Bókmenntirnar og vanda- málin, eftir Hagalín. Skíðaferð langafa, eftir Jóhan Falkberget, Bókabálkur eftir Hagalín, Viðtal við fólkið í landinu, eftir Vil- hjálm S. Vilhjálmsson, Undir beru lofti, saga eftir Ingólf Kristjánson, Andsvar um iðnað- armál til Helga Hermanns, eftir Gísla Halldórsson, Ráðstjórinin og raunvísindin, eftir T. S. Doug- las, Evrópa og vestrænt sam- band, eftir Sebastiian Haffner, Getur þjóð verið aðili fyrir guði, eftir Björn O. Björnsson. sagt að ég væri trúnaðarvinur er þá eðililegra en að við verð- ^lhUth! THE GREATEST MEN’S CLOTHING VALUES IN WINNIPEG! Men — Does a REAL SAVING of $10 lo $15 mean anything to you? INVESTIGATE! COMPARE! I can and DO sell for much less! It will certainly pay you to come in during the week if you find that we cannot wait on you on Saturday. Frank McComb “The Biggest Little Clothes Shop in Town” 403 PORTAGE AVE. SMART SHORT HAIR FASHIOJNS Combined With Amazing New Cold Curl • So Loose • So Soft • So Easy lo Manage • No Heat • No Machines • Long or Short Hair SPECIAL INCLUDING HAIR TREATMENT Evenings by Appointment s 4. 75 WILLA ANDERSON WILL LOOK AFTER YOU. SHE IS EFFICIENT AND ARTISTIC. Tru-Art Beauty Salon 206 TIME BLDG., 333 Portage Avenue. Corner Hargrave Phone 924 137 KREFJIST YALFRELSIS áður en það er oí seint! Gætið hagsmuna yðar áður en það er of seint. Skrifið eða símið fylkisþingmanni yðar og krefjist frjálsfræðis varðandi sölu korns. SAMK.EPNI LÝKUR 16 APRlL Póstið umsögn — Þér getið unnið verðlaun Ljúki8 við eftirfarandi yftriýsingru I ekki yfir 300 orðum, "Ég trúi á ÓRJÚFANDI VALFRELSl GAGNVART SÖLU KORNS Vegna þess....................." 34 I* WINNIPEG GRAIN EXCHANGE PFNINC A- < WINNIPEG, MAMTOUA < Gerið svo vel að senda mér ókeypis sintak af VFRDI AI IN1 ! bæ,<lin^ri yí'ar “DEAR DAD” til ekýringa v ^ á samkepni þessari og kornsölu aðferðum. a^s S Nafn .........*............... $3.000.00 ' Heimilisfang ................ ^ * l (Utanáskrift sé greinileg)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.