Lögberg - 17.03.1949, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.03.1949, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. MARZ, 1949 Œttmaðurinn Eftir THOMAS DIXON, Jr. “Ég er stríðsmaður.” Elsie spratt á fætur, í sárri geðs- hræring og rétti fram hendina: “Vertu sæll. Ég þekki þig ekki leng- ur. Þú ert mér enn ókunnur.” Hann tók í hönd hennar og hélt fast í hana. “Við megum ekki skilja ósátt,” sagði hann seint. “Ég hefi hættulegt verk að vinna í nótt. Við ef til vill, sjáumst ekki aftur.” Elsie leiddi hest sinn að sætinu og stökk á bak, án þess að bíða eftir hans aðstoð. “Ertu ekki hræddur um, að ég segi frá leyndarmáli þínu?” spurði hún. Ben reið fast að hliðinni á h e s t i hennar og hvíslaði: Leyndarmáli mitt er eins vel borgið hjá þér, eins og þó að það væri í hendi Guðs” í klökkvakendum rómi svaraði hún. “Ef annar glæpur verður framinn af þessu ‘Klani’ þínu hér í héraðinu þá sjáumst við aldrei framar.” Hann fylgdi henni til bæjarins og hvorugt þeirra sagði or. Hann tók þegj- andi í hendina á henni þegar þau skildu. Sneri hestinum og hvarf inn í nóttina, í áttina til Norður Carolína. IV Kapítuli DREKA MERKIÐ Ben Cameron reið léttan, þar til að hann kom til varðmanna þeirra sem áttu að mæta fylkingunum, sem hann átti von á, og eftir að gefa þeim nauð- synlegar fyrirskipanir, fór hann heim til sín og borðaði kveldverð. Þegar hann kom út úr borðsalnum mætti hann Phil og þeir fóru og settust undir stóru eyk- ina í garðinum fyrir utan húsið. “Cameron gamli kunningi ég er í mestu vandræðum,” sagði Phil. “Ég hefi átt orðakast við föður minn og systir þín hefir gjört mig ringlaðan með því að senda mér trúlofunar hringinn. Ég þarf á einhverri upplyftingu að halda til að friða taugarnar. Ég heyrði á Elsie að þú værir ef til vill í hættu staddur. Ef að lendir í slag, þá vil ég vera í honum með þér.” Ben tók í hendina á honum: “Þú ert maður sem ég vildi eiga fyr- ir bróðir, og ég skal reyna að vera þér innan handar með ástmálin — en að því er stríð snertir — þá er það ekki þitt stríð. Við þurfum ekki á neinni hjálp að halda.” Klukkan tíu fór Ben á fund héraðs “Den” deildarinnar á hinum sameigin- lega fundarstað þeirra, til þess að undir- búa næturverkið. Fjörutíu menn voru á staðnum, og stóðu fyrir framan Ben í tveimur deild- um, tuttugu í hvorri. Bræður,” sagði Ben alveralega, “Ég hefi stefnt ykkur hingað í kveld til þess; að ráðast í fyrir- tæki, sem ekki er unt að hika við, eða snúa frá, við ætlum að gjöra djarfa til- raun sem er ákaflega þýðingarmikil. EJf nokkur meðal ykkar er hugdeygur, þá skuluð þið segja til þess nú og draga ykkur til baka —” “Við fylgjum þér allir,” var einróma svar, mannanna. “Það eru lög okkar kynstofns, eidri en draumar frjálsra hvítra mann, um stofnun þessa lýðveldis, sem skamm- sýnir menn hafa afnumið á pappírnum. Feður ykkar, sem stofnuðu þetta þjóð- félag voru fyrst samsærismenn, svo uppreisnar menn, en nú eru þeir föður- lands vinir og helgir m e n n. Ég þarf í nótt tíu sjálfboða fé- lagsmenn, til að vísa ættmennum, sem við eigum von á, veg um þetta hérað og afvopna hvern einasta negra sem í því býr. Það má enginn þekkja mennina frá Norður Carolínu. Hver einn ykkar verð- ur að sæta þeirir ábyrgð. Þessi ferð ykkar verður tvöfalt hættulegri fyrir það, sem framkvæmt verður í sambandi við herbúðirnar í Piedmont undir minni umsjón. Ég bið þessa tíu menn, að ferð- ast í alla nótt, jafnvel mót sínum eigin dauða, því, þeir ferðast í þjónustu Guðs ætlandsins, og heiðurs kvennþjóðar suðurríkjanna” “Hverjum þeim manni, sem þetta erindi tekst á hendur, hefi ég ekki ann- að hvílurúm að bjóða, en jörðina, ekkert þak, annað en himininn, steina fyrir brauð; og sverðsodda frá torgum her- mannanna. Vermd sú sem ég iofa ykk- ur er útlegð, fangelsi og dauði! Stígi þeir menn framm fjögur spor sem gangast vilja inn á slík kjör.” Samtundis stigu allir mennirnir fjörutíu fram hin ákveðnu spor. Leið- toginn tók í hendina á hverjum þeirra og sagði klökkur: “Ef þið standið þannig saman, þá mega hersveitir fara fram og aftur um landið, án þess að við þurfum að óttast þær, og við frelsum líf fólks vors.” Leiðsögumennirnir tíu sem “Grand Dragon” valdi riðu tafarlaust á stað og hver þeirra vísaði deild af hundrað mönnum veginn um hin tíu sveitahéruð í Ulster héraðinu og afvopnuðu hvern einasta Negra í þeim án blóðsúthelling- ar. Hinn partur liðsins tvöhundruð og fimtíu menn, sem aðallega voru frá Hambright undir stjórn “Grand Titan” frá vestur hæða héruðunum leiddi Ben Cameron sjálfur inn til Piedmont á milli klukkan tólf og eitt um nóttina. Leið þeirra lá fram hjá húsi Stone- man, sem stóð við sömu götu og herbú- irnar en ofurlítið neðar. Þegar hersveitin reið eftir stein- lagðri götunni vakti hófadynurinn hvert einasta mannsbarn í bænum. Stoneman staulaðist að glugganum á herbergi sínu, og horfði á þá fara framhjá, hann neri haman höndunum í ^dúpri geðs- hræring. Fylkingin, draugaleg og dularfull, seig áfram hægt, en ákveðið og einbeitt. Rauði hringurinn á dularbúningi mann- anna sást ‘glöggt við dyraljósið fyrir framan hús Stonemans og eins rauðu stafirnir, K.K.K. á bógum hestanna. í miðri fylkingunni blaktaði herfáni Klan-sins á stöng með gullroðnum broddi efst. Þegar að fylkingin fór fram hjá húsdyrum Stonemans, sá hann fán- ann skýrst, drekann dökka, með gló- andi rauð augu, og tungu; eins og að hann væri að skríða yfir skýbólstra. Við gluggann upp á loftinu stóð Elsie og horfði á fánann og fylkinguna fara framhjá hrygg í huga. Phil stóð við annan glugga brosandi af aðdáun og hugrekki þeirra, sem framhjá fóru. “Það gjörir manni gott, að fylgjast með í þessu, það fær ekkert yfirunnið slíkan kynstofn.” Áhorfendurnir voru ekki lengi> í vafa um hvert erindi þessara manila var. Þeir slógu hring um herskálann. Það var blásið í herlúður, og samstundis riðu tvö hundruð og fimtíu riflisskot af og hver gluggi í byggingunni var brot- inn í möl. Varðmenn herbúðanna höfðu þegar gjört aðvart um komu mannanna, og Negrunum var frekar hverft við er þeir voru kallaðir til varnar. Þeir skutu tvisvar á komumenn sem héldu óslit- inni skothríð uppi, í tíu mínútur. En þá lögðu Negrarnir niður vopnin og gáfust upp. Allir sem í herbúðunum voru fengu að fara heim til sín og taka með sér þá er særst höfðu. Þrír menn sem höfðu verið í vitorði með yfirmönnum sínum um glæpsamlegt fremferði voru teknir fastir og farið með þá í burtu, og eftir fáar mínútur heyrðist skothríð sem sagði frá afdrifum þeirra. Elsie drap á dyrnar hjá bróður sín- um,. kom inn til hanns lagði óstyrka hendina á handlegg hans og sagði: “Phil góði farðu á gestgjafahúsið, og komstu að, hvað skeð hefir og hverjir hafa særst, eða fallið — þú skilur.” Hann kysti systir sína og svaraði: “Já, systir mín, ég skil.” t i V Kapítuli ÆTTMENNIRNIR TAKA VÖLDIN Með óstöðvandi hraða, fylgdu ætt- mennirnir fyrirmynd Ulster-manna og vopnin sem fengin voru í hendur Negr- unum af því opinbera, og ríkisvaldið var komið í hendur þeim. Sambands félagið, liðaðist, riðlaðist, og dó í angist. Áhugi og eldmóður, fyllti hjörtu hvíta kynflokksins. Andlega, síðferði- lega, og persónulega. Byltingin, sem varð í lífi hans út af fyrsta glæpnum sem framainn var á ættsystir þeirra leiddi í ljós, hið sameinaða lífsafl ættstofns- ins. Á einni viku hafði þetta fólk; lifað hundrað ár. Andi Suðurríkja fólksins, hafði að síðustu ekki aðeins vaknað, heldur log- að upp, og krafist athafna — sameigin- legra athafna, orðs og æðis, dugandi manna, sem inan fárra daga, þó fætur þeirra stæðu á auðn og í ösku spentu greipar um hálsa harðstjóranna, flag- aranna og þjófanna. Það var ómótstæðileg framsókn heils kynflokks, en ekki neins eins sér- staks manns. Leynivopnið sem þeir notuðu, var hið ægilegasta og áhrifa- mesta sem menn þekkja — þetta hvít- klædda riddara lið! Atlögur þess voru óforsjáanlegar, og óttalegar. Það gerði áhlaup sín þar sem viðnámið var veik- ast, og viðbúnaðurinn minstur. Endur- sókn var óhugsanleg, því enginn af þessum mönnum þekktist, og allar at- hafnir þeirra skipulagðar svo að hvergi bar útaf. Sakadólgar þeirra voru hand- teknir, yfirheyrðir og teknir af lífi af leynirétti, án vægðar, eða áfrýjunar. Athafnir Klans-mannanna voru eins og sigurverk í klukku, orðalaust; nema fyr- ir hljóðpípu blástur. Næturhaukanna, skambyssuhvelli, og hófatak fótfrárra hesta sem báru fyrir eins og í draumi og hurfu inn í mistur og skugga. Maðurinn með staurfótinn, hafði í öllu sínu hatursfulla ráðabruggi og pólitíska valdi; gleymt að taka sátt- málamennina (Covenaters) kjarnann úr fólkinu í suðurríkjunum með í reikn- inginn. Þessir menn höfðu nú snúist á móti honum. Kystofn þeirra hafði boðið konungum Bretlands byrginn í áratugi, kent Englendingum að verða af með konunga sína og stofna lýðveldi og þeg- ar þeir voru flæmdir í útlegð eða eyði- merkur Ameríku, þar sem þeir stóðu í fremstu röð í frelsisstríðinu og leiddu svo fólk sitt til hæöanna sunnlægu og lögðu undir sig allt vesturlandið. Eins og ungi ættjarðarvinurinn þýski, hafði undirbúið átökin fyrir trygging frelsi þjóðar sinnar 1812; und- ir nefinu á Napoleon, eins hafði Ben Cameron átt fund með leiðtogum æt- sofnsins, í Nashville, Tennessee í rúst- um gamals heimilis, um kringdur þrjá- tíu og fimm þúsundum óvinveittra her- manna, þar sem hann og þeir lögðu grundvöllinn að, og mynduðu veldið ó- sýnilega, (The Invisible Empire). Á fáum mánuðum var þetta ósýni- lega veldi búið læsa sig um svæði sem var víðtækara en nútíðar Evrópa. í kosningunum sem í hönd fóru sóttu hvítu mennirnir fram alstaðar, með þeim einbeitta ásetningi að velta negr- unum sem völdin höfðu hrifsað úr sessi. Takmarkið sem þeir stefndu að, var göfugt. Þeir höfðu risið upp til að hrifsa valdið úr höndum ósigurs og dauða. Und ir forustu Klan-sambandsin hafði æt- fólkið þeirra í suðurríkjunum vaxið jötunmóður ljónsins, kænska úlfanna, og ódauðlegur styrkur trúarinnar. Hugsun þeirra og áform í einingu var í fullu samræmi við hugsun og vilja aðal yfirmannsins “Grand Wizard” frá Memphis. Konur og börn höfðu augun opin og eyrun, en sáu hvorki né heyrðu. Meira en fjögur þúsund dularbúningar fyrir menn og hesta voru búnir til af Suður- ríkja kvennfólkinu, en ekki einu einasta leyndarmáli var ljóstað upp. Á bak við sorgarleikinn sem fram fór í sambandi við endurreysnina stóð maðurinn með staurfótinn, sem með járnvhja sínum hafði keyrt endurreisn- ar lögin með ofsa og ótal brögðum í gegnum þjóðþingið í uppþotinu sem varð eftir að fyrsta forseta morðið í Bandaríkjunum var framið. Þegar hann stóð við gluggann á herberginu og horf- ði á leikinn sem fór fram hjá herbúðun- um, í fyrsta sinni að grundvöUurinn undir máli hans og gjörðum væri ekki eins öruggur og hann hafði haldið, og þegar að hann sá Negrana riðlast og flýja, en hversu djarflega að þeir hvít- klæddu sóttu fram og börðust, vissi hann líka að hann hafði mætt máttugri móstpyrnu sem hann hafði aldrie tekið með í reikninginn. Hann sneri sér frá glugganum kreppti henfana og bölvaði í hljóði. “Ég skal láta hengja þennann mann, þó það verði mitt síðasta verk!” Morgun eftir voru Negrarnir, æfin- týramennirnir, og umskiftingarnir í Ulster óttaslegnir. Dagurinn rann upp bjartur og heiður, en dálítil þokuslæða lá yfir ánni og dalnum sem gerði fossa- niðinn í ánni meira áberandi en ella. Um klukkann níu dróg biksvart ský sig saman yfir Piedmont og innan stundar var orðið hálf rökkur yfir bænum sem ekki jók all lítið á ótta hinna fymefndu manna. Fólk stóð í smá hópum og horfði á með ímigusti á skýmyrkvann og hélt að steypilfóð, eða haglbylur væri í að- sigi. Negrar svo hundruðum skifti fóru að syngja, hrópa og biðja. Svo skall á steypi regn, en eftir litla stund létti því, og sólin skein aftur í heiði, og Negrarn- * ir stóðu á fætur og hrópuðu og húrruðu í gleði sinni út af því, að heiminum hafði enn verið hlýft við tormtíming. En það voru ekki margir þeirra sem þegar höfðu ekki gjört sér grein fyrir því að yfirráðum þeirra í landi hinna hvítu manna var þegar lokið. Atvikin sem fyrir komu nóttina áður, vom nægi- leg sönnun þess, þó að náttúm undrin fæm ekki að bera vitni um það líka. ' Stoneman gamli sendi eftir Lynch en fann hann ekki, því hann var flúinn til Columbia. Hann sendi þá eftir eina lögfræðinginum í bænum, sem Lynch hafði sagt honum að hægt væri að treysta. Lögfræðingurinn var hinn kurteis- asti maður, en þegar að Stoneman fór að fara þess á leit við hann, að höfða mál á móti þessum “Klan-”mönnum, þá þvertók hann fyrir það. “Ég er syndug- ur maður, herra minn,” sagði hann, og brosti. “Og svo þar fyrirutan, kýs ég samkvæmt vanlegu lífslögmál, frekar, að hfa, en að deyja.” “Ég skal borga þér vel,” hélt gamli maðurinn áfram, og ef þú færð hann Ben Cameron sakfeldann, manninn sem við höldum að sé leiðtogi þessa ‘Klans’, þá skal ég borga þér tíu þúsund dollara.” Lögfræðingurinn var að tálga greni spítu með hníf sínum og virtist vera mjög hugsi. “Það eru stór miklir pening- ar eins og nú árar. Mér þætti vænt um að eiga þá, en ég er hræddur um, að þeir muni ekki vera gjaldgengir á bankanum hinu meginn. Ég kýs heldur grænu akr- ana í Suður Carolína, en Eden. Harpan mín er hjáróm.” Stoneman fnsaði fyrirlitlega. “Viltu biðja borgstjórann að finna mig undireins?” “Við höfum engann borgarstjóra,” sagði lögfræðingurinn. “Þessir ‘Klan’- menn heimsóttu hann í morgun klukk- an þrjú, sem var nokkuð snemmt, þegar um emmbættis erindi var að ræða. Þeir gáfu honum fjörutíu og níu vandarhögg á bert bakið og sannfærðu hann um, að loftið í Piedmont væri ekki holt fyrir hann. Hans hátign Bizzel borgarstjóri, fór úr bænum í morgun, með konu sína og krakka hóp, þangað sem hann átti áður heima, óþokkalegasta parti Cleve- land bæjar, í Ohio. Við höfum mist þá fyrirmynd. Það er ekki víst að hann sé vitrari maður, en þegar hann kom hing- að, en hann er áreiðanlega miklu sorg- bitnari maöur.” Stoneman sendi þennan skapprúða félaga í lögfræðingafélaginu frá sér, en símaði Lynch að koma tafarlaust aftur til Piedmont. Hann ásetti sér að flytja sjálfur málið móti Ben Cameron og með aðstoð Lynch ríkisstjóra tókst honum að fá mann til að staðfesta stefnuskjal á hendur Ben. Til að byrja með var Cameron sak- aður um, að brjóta landslögin að því er endurreisnar lög suðurríkjanna snerti og skyldi málið vera rannsakað af um- boðsmanni stjórnarinnar. Elsie reyndi alt sem hún gat til að aftra föður sínum frá, að sækja þetta mál í rannsóknarréttinum, en árang- urslaust. í fjarveru Marshalls Banda- ríkjanna var stefnan fengin í hendur sýslumanni Ulster sýslunnar, eða sveit- arinnar til byrtingar, með þeirri fyrir- skipan, að hún yrði að hafa verið birt ákæranda ekki síðar en klukkan tíu að morgni dagsins sem málið átti að koma fyrir réttinn. Sýslumaðurinn í Ulster héraðinu var Uncle Aleck, sem hafði sagt af sér þingmenskunni og verið veitt sýslumannsstaðan, af því að hún var betur borguð, eða meira uppúr henni að hafa. Það varð löng bið, áður en rann- sónin hófst í málinu. Klukkan 10:30 um morguninn, var ekki eitt einasta vitni komið á staðinn, og ekki heldur hinn ákærði. Stoneman var kominn og virtist ó- þolinmóður og í íllu skapi, ásamt dóm- aranum, og Phil sem kominn var til að sjá og heyra. “Sendu eftir sýslumanninum, sagði Stoneman við dómarann, hast. En rétt í því kom Aleck, og beygði sig auðmjúklega og hneigði, fyrir valds- mönnum rettarinns, einkum dómaran- um og sagði: “Marse Ben be here in minute Sah. He s eatin his berakfus. I run erlong erhead.” Stoneman þrútnaði í framan af reiði, stóð upp og starði á Aleck. “Marse Ben? Sagðirðu Marse Ben? Hver er það?” Aleck hneigði sig. “De young Colonel, Sah — Marse Cameron.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.