Lögberg - 24.03.1949, Blaðsíða 1

Lögberg - 24.03.1949, Blaðsíða 1
PHONE 21374 »nrieTS Clc0Tl W VS-^^Xfr. A Complete Cleaning Institulion PHONE 21374 vwéS i rd 0* Gt ^ deTe'" %XO*** LaU ® A Complete Cleaning Institution 62. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 24. MARZ, 1949 NÚMER 12 Samstiltir kraftar lyfta Grettistaki Skýrsla um framgang háskólamálsins og áskorun um fjárhagslegan stuðning af hálfu almennings. í síðastliðnar nokkrar vikur, hafa fréttagreinar, ritstjórnargreinar og bréf birst í íslenzku vikublöðunum og dagblöðum Winnipeg borgar, varðandi stofnun hins fyrirhugaða kenslustóls í íslenzkri tungu og íslenzkum bókmentum við háskólann í Manitoba. Meir að segja hafa ritstjórar þriggja dagblaðanna í þessari borg sam- ið merkar forustugreinar um þetta málefni Þessar yfir- lýsingar að hafa hrifið hjörtu sérhvers íslendings á þessu meginlandi og endurvakið áhuga þeirra allra, er kost áttu á að lesa þær. Stjórnarvöld og embætt- ismenn háskólans hafa opinberlega þ a k k a ð ís- lenzka mannfélaginu, hér um slóðir fyrir höfðingskap þess varðandi fjárframlög til stofnunar deildar í ís- lenzkum fræðum, sem að þeirra dómi, mun vekja athygli, eigi aðeins á hin- um menningarlegu verð- mætum, sem þessi nýja deild veitir háskólanum, sérstaklega deildum hans í e n s k u og germönskum tungum, heldur einnig als- herjar menningarlegu gildi íslenzkra fræða. Samskonar yfirlýsingar hafa borist frá mörgum háskólaforsetum bæði í Canada og Bandaríkjun- um. í bréfi frá Dr. Sidney Smith, forseta háskólans í Toronto, standa ummæli, sem eru þýðingarmikil í þessu sambandi: “Það er vel tilfallið.^bæði vegna landfræðilegrar og þjóðfræðilegrar afstöðu, að öflug íslenzkukensla eigi sér stað við Manitobahá- skólann. Aðrir háskólar í Canada munu viðurkenna þá yfirburði, og senda nemendur sína til Manito- ba, sem þess æskja að gerast hluttakendur í ís- lenzkri menningu. Þetta embætti gerir háskólanum í Manitoba kleyft að koma við rannsóknum í saman- burðarmálfræði, er síðar munu enduróma til aukn- ingar Canadískri fræði- mensku.” Sendiherra íslands í Canada og Bandaríkjun- um, Thor Thors, sem nýlega heimsótti Winnipeg í tilefni af þrítugasta af- mæli þjóðræknisfélagsins, mintist í ræðum við ýms tækifæri hinna mikilvægu menningarlegu tengsla, er s t o f n u n kenslustólsins myndi skapa milli íslend- inga austan hafs og vestan. Sendiherran f 1 u 11 i á þinginu kveðjur frá for- seta íslands, rektor há- skólans, mentamálaráð- herranum og b i s k u p i íslands fyrir hönd þjóð- ræknisfélagsins á íslandi, er í sér fólu hamingjuóskir til fólks af íslenzkri ætt í Canada og Bandaríkjunum, er beitt hefði sér fyrir stofnun kenslustólsins í íslenzku við Manitoba há- skólann, — Það var ekki einasta að sendiherrann dáði í ræðu hugsjónina um stofnun kenslustóls í ís- lenzku, heldur veitti hann fyrirtækinu stuðning með persónulegu fjárframlagi og gerðist með því, í félagi við íslendinga í Bandaríkj- _ i unum og Canada, einn af stofnendum háskólastóls- ins. Á það verður aldrei ofmikil áherzla lögð, að þeir, sem leggja fé í þennan sjóð, eru að ná þremur mikilvægum markmiðum: í fyrsta lagi eru þeir að endurstaðfesta á virkan hátt virðingu sína og aðdá- un fyrir þeirra eigin menn- ingarlegum og bókmenta legum verðmætum. í öðru lagi eru þeir að reisa á sviði æðri mentunar minnis- merki um þrek og hugsjónir íslenzkra frumbyggja á þessu mikla meginlandi Norður Ameríku, sem ís- lendingurinn Leifur Eriks- son, varð fyrstur Norður- álfumanna til að leggja undir fót. Og í þriðja lagi, með þessari höfðinglegu gjöf er háskóla Manitoba fylkislögð á herðar, þá ekki sér skjalfest, ábyrgð um að viðhalda virkum áhuga á íslenzkum listum og bók- mentum. Vert er að þess sé getið þeim til skilningsauka, er af einni eða annari ástæðu hafa haldið því fram, að háskólinn sjálfur hefði átt að stofna áminstan ken- slustól, án fjárhagslegs stuðnings af hálfu íslend- inga hér í álfu, að háskólinn hefir ekki úr miklu að spila frá fjárhagslegu sjónarmiði séð; að kröfur á hendur honum um nýjar og auknar umbætur á þeim deildum, sem hann nú þegar ber ábyrgð á að starfrækja og umbæta, eru miklar og að- kallandi. En jafnvel þótt háskólinn hefði séð sér fært að stíga slíkt spor, myndi það ekki hafa vakið jafn almenpan áhuga. — Með stofnun þessarar deildar við háskólann ná þær hjartfólgnu vonir fyll- ingu, er íslenzkir frumherj- ar og afkomendur þeirra hafa borið í brjósti, að komið yrði á fót stofnun til verndar hér í álfu fegursta kjarnanum í íslenzkri menningu, tungu og bók- mentum. Hugsjónum þess- um til stuðnings hafa á undaförnum árum verið fluttar ræður og ritgerðir samdar af leiðandi mönn- um og konum hins íslenzka kynflokks. Hreyfingin hefir fengið byr í segl vegna opinberra yfirlýsinga hátt- settra vina íslendinga, svo sem þeirra Dufferin 1 á v a r ð a r, Tweedsmuir lávarðar og jarlsins af Ath- lone, er allir voru ríkis- stjórar í Canada, heimsóttu frumbygðir ís- lendinga við Winnipegvatn og fluttu ræður á Gimli. Þetta skýrir þá í stuttu máli ástæðurnar fyrir hin- um vaxandi áhuga á þessu málefni og hinum víðtæka stuðningi, sem það hefir hlotið með framlögum ein- staklinga og virkri sam vinnu leiðandi, íslenzkra mannfélagssamtaka í Am- eríku, með bækistöðvar í Winnipeg. Þessar félags- stofnanir eru: Þjóðræknis- félag íslendinga í Vestur- heimi ásamt deildum þess; Icelandic Canadian Club; íslendingadagsnefndin; ís- lenzkir Good Templarar í Winnipeg, Jóns Sigurðson- ar félagið I.O.D.E.; ritstjór- ar íslenzku vikublaðanna og Icelandic Canadian. Þar að auk eiga íslenzku kirk- jufélögin tvö áhrifamikla fulltrúa í framkvæmdar- nefndinni. ' Það er áríðandi að fram- angreind atriði séu skýrð með sterkum dráttum vegna þess að í þeim felast tvenn megin skilyrði: æski- legur árangur fjársöfnun- arinnar og framhalds áhugi stofnana og einstaklinga varðandi útbreiðslu ís- lenzkrar fræðimenzku.— Manitobaháskólinn hefir lýst því yfir fyrir munn forseta síns Dr. A. H. S. Gill son, að jafnskjótt og mark- m i ð i f jársöfnunarinnar hafi verið náð, verði komið á fót við háskólann kenslu- deild í íslenzku og íslenzk- um bókmentum, u n d i r umsjón prófessors, sem njóti jafnrar aðstöðu við aðra prófessora háskólans. Ákveðið hefir verið að safna 200,000 dollurum til fulltryggingar hinni nýju fræðslu deild. Eins og sakir standa hafa safnast í fram- lögum og loforðum $140,- 000.0Ó og af því hefir há- skólinn veitt $115,000.00 viðtöku. Til þess að loka- markinu verði náð, er enn þörf á $60,000.00. Um þetta lokaátak ber okkur öllum að sameinast, sem berum fyrir brjósti framgang þessa mikilvæga menning- armáls. Fjársöfnunarnefndinni er það áhugamál að hver og éin íslenzk bygð sýni virka þáttöku á einhvern þann hátt, er hér er skýrt frá: (1) Að bygðarfélög taki að sér að safna 1000.00 upp- hæð og með því verði nöfn þeirra varanlega skrásett við háskólann, sem stofn- enda félög.—Á nýafstöðnu ársþingi þjóðræknisfélags- ins, setti félagið sér sem markmið að safna 15 þús- und dollurum í viðbót. — Vonandi er að fram- kvæmdarnefndir annara félaga eigi frumkvæði að því að mynda stofnenda hópa. — (2) Að einstakl- ingar í byggðunum gerist sjálfir stofnendur með þús- und dollara tillagi eða þar yfir í sjóðinn. (3) Að fjöl- skyldur leggist á eitt um að heiðra minningu foreldra með þúsund dollara fram- lagi eða þar yfir: (4) Að vinir forustumdínna í sér- hverri byggð sameini fjár- framlög sín í því augnamiði að nöfn slíkra manna kom- ist á stofnenda skrá, með því verði minningu þeirra heiðruð og haldið á lofti og forusta þeirra og nytjastörf í þágu byggðarlagsins við urkend. í fullnaðar skýrslum há- SAMNINGUR UM SÖLU HVEITIS Þær fréttir bárust út um heim frá Washington, D.C. á laugar- daginn var, að fjörutíu og sjö þjóðir hefðu þar komist að samningum um innflutning og útflutning hveitis yfir tímabil næstu fjögurra ára; hliðstæðar samningatilraunir voru á döfinni í fyrra en strönduðu þá vegna andspyrnu þjóðþingsins í Wash- ington; nú hefir samist svo til að lágmarksverð hveitis verði $1.50 á mæli, en hámarksverð $1.80. Sumum þjóðum er flytja út hveiti, þykir verðlag þess of lágt, og má þar meðal annara tiltelja Ástralíu, en stjórnarvöld þeirrar þjóðar kenna Bretum um hið lága verð, því þeir afsegi að borga meira; áætlað er að á á- minstu tímabili muni árlegur út- flutningur, eða millilandaflutn- ingur hveitis nema 450,000,000 mæla, og verður Canada þar efst á blaði 200,000,000 mæla á ári. ALGERT HLUTLEYSI Sænska þingið afgreiddi þann 18. þ.m. 230 miljón dollara fjár- veitingu til hervarna fyrir yfir- standandi ár, en lýsti jafnframt yfir algerðu hlutleysi þjóðarinn- ar án tillits þeirra sáttmála eða hervarnabandalaga, sem aðrar þjóðir kynnu að stofna til á næstunni. Frá því í sumar, sem leið, voru haldnir margir fundir í Stokk- hólmi, Danmörku og Oslo með það fyrir augum, að sameina þessar þrjár Norðurálfuþjóðir um sameiginlegar hervarnir, eða sameiginlega afstöðu til her- varna yfirleitt með hliðsjón af viðhorfinu á vettvangi heims- málanna; en allar tilraunir strönduðu á sérskoðunum hinna sænsku stjórnaravalda og yfir- lýsingum þeirra um algert hlut- leysi. Ur borg og bygð MINNISVARÐI UM JÓN ARASON f SKÁLHOLTI? Jónas Jónsson flytur í samein- uðu þingi tillögu til þingsálykt- unar um, að alþingi álykti að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því, að reist verði 1 Skálholti árið 1950 minnismerki um Jón biskup Arason, á fjögur hundruð ára dánarafmæli hans. 1 greinargerð segir, að Jón Arason sé eini maður á Islandi, sem látið hafi líf sitt fyri? frelsi þjóðar sinnar í baráttu við erlent vald. Hafi Skagfirðingar safnað fé til að reisa við Hóladómkirkju minningarturn um þennan þjóð- skörung, en nauðsynlegt erlent efni í þá byggingu virðist ekki fánalegt að svo stöddu. Hins vegar hafi Einar Jónsson fyrir allmörgum árum gert mjög and- ríka táknmynd um líf of hetju- dauða Jóns Araspnar, en hún eigi hvergi heima nema á dánar- stað hans. Alþýðb. 25. feb. Brauðgerðarverkfallið Verkfall brauðgerðarmanna hér í borg, sem skýrt var frá í fyrri viku, stendur enn yfir og tvísýnt um lausn ágreiningsefna. Brauðgerðarfélögin hafa til- kynt verkfallsmönnum, að ann- aðhvort verði þeir að hefja tafarlaust vinnu með sömu kjör- um og áður, eða leita sér atvinnu annarsstaðar; verkfallsmenn hafa þverneitað að verða við slíkri kröfu. Starfsmenn Brown’s brauð- gerðarinnar í Selkir, hafa gert samúðarverkfall. SIGURÐUR SKÁLD Á ARNARVATNI LÁTINN HÚSAVÍK, 25. febr. — í gær andaðist Sigurður Jónsson, skáld, að Arnarvatni. Hann hefir átt við vanheilsu að búa s.l. ár og legið rúmfastur á Akureyrar- spítala síðan í haust. Hann lætur eftir sig konu, Hólmfríði Pétursdóttur frá Gaut- löndum, og 11 uppkomin börn. Mgbl. Vill grafhellur á leiði þriggja látinna stórskálda Jónas Jónsson flytur í sam- einuðu þingi tillögu til þings- álytkunar um, að alþingi álykti að skora á ríkisstjórnina að láta nú í ár steypa á leiði þriggja stórskálda grafhellur, sams kon- ar og notaðar eru í þjóðgrafreitn- um á Þingvelli. Skáld þessi eru Bjarni Thorar- ensen, sem hvílir að Möðruvöll- um, Bólu-Hjálmar er hvílir að Mikalbæ, og Grímur Thomsen, sem hvílir að Bessastöðum. Alþb. feb. 25. Sex lömunarsjúklingar héðan farnir til Kaup- mannah&fnar 1 morgun fór Snorri Sigfússon námsstjóri flugleiðis til Kaup- mannahafnar, til dvalar á hress- ingarstofnun vegna lömunar. Eru þeir þá orðnir 6 lömunar- veikissjúklingarnir, sem búið er að flytja héðan til Kaupmanna- hafnar. Fimm þeirra dvelja á Kommune Hospitalet og mun liðan þeirra allra góð og um framför að ræða hjá öllum, þótt hægt fari. Dagur 16. feb. ERFIÐIR DAGAR FYRIR INNANLANDSFLUGIÐ Innanlandsflug hefur gengið treglega og er ástæðan fyrir því hið mjög svo óhagstæða tíðarfar sem hefur verið hér síðastliðna mánuði. Aðeins 12 flugdagar hafa verið síðan á ára mótun, flognir hafa verið 11160 kíló- metrar á 52.15 klst. fluttir hafa verið 203 farþegar, 2505 kíló af farangri, 329 kíló af flutningi og 2123_ kíló af pósti. Til saman- burðar má geta þess að á sama tíma í fyrra flutti félagið 768 farþega, 8019 kíló af farngri, 310 kíló af flutningi og 9085 kíló af pósti og var þó tíðarfar ekki meira en sæmilegt í janúar og febrúar 1948. Mgbl. 3. marz skólans um þetta mál verður framlag hvers ein- staklings skrásett og viður- kent. Fyrir hönd nefndarinnar í kenslustólsmálinu, P. H. T. THORLAKSON, formaSur MARGRÉT PÉTVRSBON, skrifari Strangari skömtun kjöts Birgðaráðuneytið brezka hefir tekið þá ákvörðun, að lækka kjötskamt á Bretlandi um 16 af hunaraði frá því, sem nú er; sú ástæða er gefin fyrir þessari ráðstöfun, að Argentína hafi hvergi nærri fullnægt samning- um við Bretland um birgðir nautakjöts þaðan úr landi. Mikill rekstarhalli Þær fréttir hafa borist frá Ottawa, að rekstrarhalli þjóð- eignabrautanna, Canadian Nat- ional Railways á árinu, sem leið, muni nema 47 miljónum dollara. Laugardaginn þ. 12. þ.m. voru gefin saman í hjónaband af séra S. S. Christopherson í grend við Churchbridge, Sask. Þau Ingi- björg Grace Hinrikson og Glen Howard Davis. Brúðirin er dóttir Björns E. Hinriksonar, forsetá Konkordiasafnaðar og konu hans Vilborgar, sem er forseti kvenn- félags safnaðarins. Brúðguminn er sonur Mr. Qg Mrs. Herbert Davis, sem eru til heimilis innan bygðar. Miss Rúna Magnúson var brúðar- meyja og Richard Davis bróðir brúðgumans stóð upp með hon- um. Fór athöfnin fram á heimili Mr. og Mrs. Hinrikson við marg- menni vina og vandamanna. Voru frambornar að lokinni gift- ingu miklar og ágætar veitingar. Brúðarkaka var prýðileg, og stundin mjög ánægjuleg. Kæri herra ritstjóril Við erum tvær íslenzkar stúlk- ur, sem langar til að komast í bréfasambönd við Vestur-lslend inga á aldrinum 15—18 ára. Þess vegna datt okkur í hug að biðja yður að birta nöfnin okkar í yðar vinsæla blaði “Lögberg.” Við skrifum einnig ensku. Með fyrirfram þökk, Ása Hauksdóttir Norðurgötu 53, Akureyri, íslandi. og Dagfríður Finnsdóttir, Grundarfirði, Snæfellsnessýslu, íslandi. Sixth Annual Viking Banquet and Ball will be held Thursday, March 31, at 6:30 p.m. in the Marlborough Hotel, 8th floor. Guest speaker: Mr. Tryggvi T. Olson, profesor in history, Unit- ed College, who will respond to the toast to “The Immortal Vik- ing Spirit.” Chairman: H. Jacob Hansen, presidenj of The Viking Club. Solo-singers Alec Johnson, Icelandic baritone, accompanied at the piano by Dr. Gerda Alli- son. Community-Singing will again be led by Mr. Paul Bardal, and a special song-sheet will be pro- vided. Honored guests: His Worship Mayor Garnet Coulter and Mrs. Coulter, who will open the ball with the grand march at 9:00 p.m. Dance Music will again this year be to the tunes of Jimmie Gowler’s orchestra, which has proved to be very popular with the Scandinavians. Programme Committee: J. G. Johannsson (chairman): Carl Simonson, Fred Hansen, Mrs. Gretsingar, Mrs. M. Norlen, O. S. Clefstad, Mrs. E. J. Hallonquist, • H. A. Brodahl and H. Jacob Hansen. Tickets: Banquet and Dance, — $2.00. Dance alone, — ,75c. Tickets should be reserved early to avoid disappointment, and may be had from committee members or fram the treasurer: Mrs. E. J. Hallonquist, 518 Mclntyre Block, Phone 927 781 Come all, and let us make this annual event the biggest and best ever. For The Programme Commitee H. A. BRODAHL, Secretary.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.