Lögberg - 24.03.1949, Blaðsíða 2

Lögberg - 24.03.1949, Blaðsíða 2
2 J-iÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. MARZ, 1949 THE * 695 HoQfatrs GefiS út hvern fimtudag af COLUMBIA PRESS LIMITED SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Vtandskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa NORÐUR-ATLANTSHAFS BANDALAGIÐ Eíins og almenningi er fyrir löngu kunnugt um, hafa lengi verið á döfinni málaleitanir um öflugt varnar- bandalag meðal hinna vestrænu lýðræðisþjóða; var þetta talið óhjákvæmilegt vegna hinna óvægilegu áróðurs- og yfirdrotnunarstefnu rússnesku ráðstjórn- arríkjanna; frumkvæði að hugmyndinni um áminst varnarbandalag áttu Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Holland, Belgía og Luxembourg. Canadísk stjórnarvöld voru frá upphafi vega hlynt málinu og hafa nú fyrir alllöngu heitið því eindregnu fylgi; nú hefir Noregur nýlega bæzt í hópinn, og Danmörku, íslandi, Portugal og ítalíu, verið boðin þátttaka. Síðastliðinn föstudag gerðust þau tíðindin, að grundvallaratriði hins fyrirhugaða varnarbandalags voru kunngerð öllum þjóðum heims, og síðan hefir um fátt annað verið talað eða ritað, og ber það í rauninni sízt að undra, þar sem annað eins stórmál átti hlut. Manitoba s First Telephone Operator Miaa Ida Cates Mra. Robert Steel (In 1885-1886) (Photoqraphed January 1949) On January 20th, 1949, Manitoba's íirst woman telephone operator celebrated her 83rd birthday anniversary. Formerly Miss Ida Cates, she became Mrs. Robert Steel on July 14th. 1890. resign- ing her position of chief operator in the Winnipeg exchange. Today, Mrs. Steel lives with her son Frederick in Great Falls, Montana, having lost her husband there in March. 1948. Active and in good health, she has many interesting recollections of days when the telephone was young. MARGRÉT INDRIÐADÓTTIR: 1 heimsókn hjá Mormonum Ég var lengi búin að hlakka til þess, að heimsækja mormóna- fylkið Utah í Bandaríkjunum. Einkum og sérstaklega vegna þess, að ég gerði mér í hugarlund að þar byggi óvenjulegur hópur manna, sem myndi tilbreytni í að kynnast. E!ins og vænta mátti hylla Vesturveldin í megin- atriðum þennan nýja sáttmála, og staðhæfa að með honum sé stígið óvenju mikilvægt spor til varanlegs friðar. Rússinn er ekki alveg á sömu skoðun, og hið sama er að segja um leppríki hans. Grundvallaratriði varnarbandalagsins, þau, sem mestu máli skipta, eru á þessa leið: Vopnuð árás á einhverja þeirra þjóða, er að banda- laginu standa, skal skoðast sem árás gegn hinum þjóð- unum öllum, er með undirskrift sinni hafa staðfest tilgang og tilverurétt bandalagsins, og skal þá gripið til þeirra ráða, er öruggust þykja, að inniföldum vopna- burði, ef svo býður við að horfa. Bandalagsþjóðimar skulu viðhalda og byggja upp þau viðnámstæki gegn vopnuðum árásum, er í þeirra eigin valdi stendur, og leita einnig á samvinnugmndvelli sáttmála um varnarsamtök. Þeir aðiljar, er undirskrifað hafa varnarsáttmálann, skulu ráðgast um það í sam- einingu hverjar ráðstafanir skuli teknar, ef þjóð innan bandalagsins lítur þannig á, að land sitt og pólitískt sjálfstæði sé í hættu. Sérhver bandalagsþjóð geri sér alt far um að þroska sínar eigin frjálsu stofnanir og vinni að því í anda þeirra, að skapa innbyrðisfestu og vellíðan. Með árás er átt við hvaða tegund yfirgangs, sem er, gagnvart bandalagsþjóð eða nýlendum hennar, eða gagnvart hernámsliði bandaþjóða hennar í Evrópu. Tilkynning um árás á bandalagsþjóð skal send öryggisráði sameinuðu þjóðanna til meðferðar, og jafn- skjótt og þær hafa aflað sér nauðsynlegs styrks til að binda enda á slíka árás, skulu sáttmálaþjóðimar eigi lengur beita valdi í því tilefni. Nefnd skal sett á laggir til að hrinda í framkvæmd ákvæðum vamarbapdalagsins, og skal hver hlutaðeig- andi þjóð eiga fulltrúa í nefndinni. Sérhver þjóð, er þess æskir, getur fengið inngöngu í varnarbandalagið, ef allar þær þjóðir, sem að sátt- málanum standa, era slíkri umsókn samþykkar. í því falli að einhver þjóð vilji segja sig úr vamar- bandalaginu, er henni það heimilt gegn árs fyrirvara, að tuttugu ámm liðnum. Þannig em þá innviðir hins nýja varnarsáttmála í megin dráttum; hér er ekki farið í felur með neitt, heldur eru spilin lögð á borðið eins og þau em, og verður slíkt að teljast holl nýbreytni frá baktjaldabralli hins gamla skóla. Utanríkisráðherra Breta, Mr. Bevin, lýsti yfir því í brezka þinginu við mikla hrifningu þingheims, að með Atlantshafssáttmálanum hefðu Bandaríkin í fyrsta sinn í sögunni beitt sér fyrir um það, að bindast á friðar- tímum sáttmála um sameiginlegar varnir við Evrópu. Forsætisráðherranum í Canada, Mr. St. Laurent fómst meðal annars þannig orð um leið og hann lagði fram í báðum deildum hins Canadíska þjóðþings, fulln- aðartexta vamarsáttmálans: ■ ■■ "i 11 . “Þessi nýji sáttmáli er annað og meira en gamal- dags hernaðarsáttmáli; hann er fyrst og síðast frið- arsáttmáli, og ég er ekki í neinum vafa um að Canadíska þjóðin muni alment fagna staðfestingu hans.” Utanríkismálaráðherra Hollendinga kvaðst ekki í neinum vafa um það, að hvaða yfirgangsþjóð, sem væri, mundi hugsa sig um tvisvar áður en trygt þætti, að veita atlögu þeim 250 miljónum manna, er að hinum nýja varaarbandalagi stæði. Ég held helzt að ég hafi gert mér vonir um að hitta þar sér- stök afbrigði homo sapiens, er hvergi væru til annarsstaðar. Raunin varð hins vegar sú, að ég hitti þar ósköp venjulegt fólk,— sem er rétt eins og þú og ég, að öðru leyti en því, að það játar aðra trú. Og kannske er það ein- mitt trú þeirra, sem gerir morm- ónana hraustlegri, glaðlegri og ánægðari með lífið og tilveruna en þú og ég erum. Utah hefir ýmislegt til síns á- gætis, framyfir önnur fylki í Bandaríkjunum. Alþýðufræðsla er þar á hærra stigi en annars- staðar og þar fæðast að meðal- tali fleiri börn, en í nokkru öðru fylki, enda segja mormónar að helzta samgöngutæki þeirra sé barnavagninn. I fylkinu er at- vinnuleysi óþekkt fyrirbæri og velmegun því almenn. Við vorum þrír fslendingar á ferð saman í Utah, sumarið 1947. Við dvöldum nokkra daga í höfuðborginni og heimsóttum einnig smábæi og þorp í ná- grenninu. Saltvatnsborgin (Salt Lake City) hefir um 183 þús. íbúa. Það er fögur borg og með afbrigðum hreinleg. Fyrst og fremst tekur maður eftir götun- um. Þær eru breiðar og tandur- hreinar, nærri því eins og hvít- skúrað baðstofugólf. Við land- arnir sögðum hvert við annað, með spekingssvip, að íslenzkir verkfræðingar myndu víst geta lært sitthvað um gatnagerð af mormónunum. Saltvatnsborgin stendur hátt, eða 4354 fet yfir sjávarmáli og er loftslag þar mjög heilnæmt. Hún liggur við rætur Klettaf jall- anna og húsin, sem eru óvenju lágreist og flest umkringd fögr- um skrúðgörðum, teygja sig upp í hlíðar- þeirra. Skammt frá borginni er Saltavatnið mikla, sem hún dregur nafn sitt af. Furðurlegt þótti okkur löndun- um að “synda” þar. Vatnið er sjö sinnum saltara en sjórinn og vitanlega ranghermi að tala um að synda í því. Maður sekkur ekki — situr bara ofan á vatninu, eins og dúnmjúkum sessi, og horfir upp í bláan himininn. Fyrsta daginn okkar í' borg- inni heimsóttum við Musteris- torgið (Temple Square), sem er Mekka mormónanna. Þar er hið fræga musteri þeirra, sem var 40 ár í smíðum, enda hin fegursta bygging. öllum óviðkomandi er bannaður aðgangur og það eru meira að segja tiltölulega fáir mormónar, sem fá að koma þang- að inn, eða aðeins þeir, sem í einu og öllu hlýða boðorði kirkjunn- ar. í upplýsingaskrifstofunni hitt- um við mann einn aldraðan og spurðum hvort ekki væri nokkur leið að við, sem værum hér í pílagrímsferð alla leið frá ís- landi, gætum fengið að skoða musterið. — Jú, ekkert er auðveldara, svaraði kauði og varð stríðnis- legur á svip. Þið þurfið ekki að gera annað en aðhyllast trú okk- ar, hætta að drekka áfengi, kaffi og te, hætta að neyta tóbaks og láta tíunda hlutann af tekjum ykkar renna til kirkjunnar. Það eru einu skilyrðin til þess að fá inngöngu í musterið. Við héldum að maðurinn væri að gera gys að okkur, fáfróðum útlendingunum, og strunsuðum út. En seinna fékk ég eftirfarandi upplýsingar: Rétttrúaðir mormónar nota ekki tóbak drekka ekki áfenga drykki, te né kaffi. Hinsvegar er enginn fótur fyrir því, að þeim sé bannað að nota pipar og ann- að krydd. Drykkurinn kóka-kóla hefir einnig verið fordæmdur af Kínverzkir Kommúnistar úthúðuðu sáttmálanum á allar lundir, en kyrjuðu Stalin óspart lof. Forsætisráðherra Belgíubúa Paul Henri Spaak, kvað það ábyggilega vera einsdæmi í sögu milli-þjóða samninga, að texti slíks samnings lægi til umræðu og væri birtur orði til orðs, löngu áður en hann kæmi til framkvæmda; slíkt yrði að skoðast sem góðs viti, og yrði vafalaust metið að makleikum. Stjórnarvöld Austurríkis tjáðu sig hlynt vamarsátt- málanum og vilja gjarnan leita þar sem allra fyrst skjóls. Ritari sameinuðu þjóðanna, Tryggve Lie, gaf stór- veldunum ádrepu fyrir ósamkomulag þeirra og áfeldist þau fyrir að hafa ekki farið að ráðum sínum varðandi lausn Berlínardeilunnar; en orðalag sáttmálans vildi hann ekki gera að umtalsefni eins og á stóð. Nú er það talið nokkurn veginn víst, að áminstur vamarsáttmáli verði undirskrifaður í Washington fyrstu vikuna í Aprílmánuði næstkomandi. kirkjunni á þeim forsendum, að hann innihaldi eiturefnið “coffe- in.” Spámaðurinn Joseph Smith, faðir mormónatrúarinnar, hélt því fram að hverskonar eitur- lyfjanautn gerði manninn skammlífari. Mormónar (sem eru furðanlega langlífir) vilja lifa eins lengi og mögulegt er. Auk þess verða þeir að notast við sama líkamann í milljónir ára eftir “dauðann” (mormónar “deyja” ekki) og er því ofur skiljanlegt að þeir vilji annast sem bezt um hann í þessu lífi. Annan daginn okkar í borg- inni heimsóttum við þinghúsið, sem er merkilegt að því leyti, að það er jafnframt notað sem safn. Allir gangar þess eru fullir af gömlum munum, sem frum- byggjarnir höfðu með sér — allt frá íslenzkum vettlingum, sem vekja athygli af því að þeir hafa tvo þumla, og upp í stóra flutn- ingsvagna. í þinghúsinu hittum við konu af íslenzkum ættum, Mrs. Carter. Hún er forseti víð- tæks félagskapar, sem heitir Landnámsmanadætur Utah, og er auk þess þekktur rithöfundur. Hún tók okkur af mikilli alúð og gaf okkur heimilisfang bróð- ur síns, John Bearnson í Spring- ville, sem er smábær skammt frá höfuðborginni. Nokkrum dögum seinna heim- sóttum við Bearnson og konu hans, sem reyndust vera hið elskulegasta fólk. Þau tóku okkur tveim höndum og dvöld- um við hjá þeim 1 góðu yfirlæti. Þau sögðu okkur margt úr sögu mormónanna, sem er hin merk- asta. (Frh. á hls. 4) STEEELE-BRIGGS' FORAGE CROP SEEDS Carefully Cleaned io Grade on Our Own Equipmeni BROME CERTIFIED No. 1 SEED TIMOTHY No. 1 SEED FLAX DAKOTA CERTIFIED No. 1 SEED DAKOTA No. 1 SEED FLAX RED WING No. 1 SEED ALFALFA GRIMM REGISTERED No. 1 SEED ALFALFA GRIMM No. 1 SEED PEAS DASHAWAY CERTIFIED No. 1 SEED Ask for Price List STEELE, BRI6GS SEED (0., LIMITED WINNIPEG. MAN. TELEPHONE 928 551 Also at Regina and Edmonton DO YOU WANT • An upsiairs finished • Floors laid or sanded • Decorating and painting • Roof repairs or renewed • A fence or garage built • A kilchen or bathroom modernized • Insulaling work • Concrele walks or garage floors. etc. • Heating system • Or any other type of home improvement lf you do, we are prepared to do this for you under our HOME IMPROVEMENT CREDIT PLAN On ierms io suii your budget. Free Estimates — No Ohligation Galaugher Agencies Lld. REALTORS — CONTRACTORS 4ih Floor Crown Trusi Bldg. Phone 927 958 Evenings or Weekends 41 644 or 404 691 Dehorn Your Cattle And Avoid the $1.00 Marketing Penalty Plan Dehorning Campaigns — Caustic Young Calves Consult Your Agricultural Representative or write to THE LIVESTOCK BRANCH Treat All Cattle for Warbles Get Warble Fly Powder through your Municipal Office. Get started on this job now — It will pay dividends. Control Contagious Abortion By Vaccinating Calves 4 to 8 months of age with Strain 19. Vaccination must be done by a Registered Veterinarian. Department will pay $1.00 for each Calf Vaccinated. Improve the Quality of Your Cattle By using a Pure Bred Bull. Department provides 20% of Purchase Price. Maximum grant not to exceed $80.00. Policy available to owners of Grade Herds. AUCTION SALES WINTER FAIR BUILDING, BRANDON BRED SOW SALE Tuesday, April 7th—1.00 p.m. PURE BRED BULLS AND FEMALES Friday, April 8th—12.00 Noon Sáles imder auspices of the Swine and Cattle Breeders’ Associations. For further particulars, apply to the LIVE STOCK BRANCH Department of Agriculture, Legislative Building, Winnipeg, Manitoba.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.