Lögberg - 07.04.1949, Síða 2

Lögberg - 07.04.1949, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGLNN, 7. APRÍL, 1949 Hogterg Gefit5 út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SAKGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBEKG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Liögberg" is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa NEWFOUNDLAND GENGUR í FYLKJASAMBANDIÐ Um miðnætti milli hins 31. marz s.l. og þess 1. þ.m., gerðist sá merki, söguríki atburður, að Newfoundland var formlega viðurkent sem tíunda fylkið í fylkjasam- bandinu Canadíska; við þessa nýju fullnaðarráðstöfun hlutaðeigandi stjórnarvalda, stækkar Canada landnám sitt um 154,000 fermílur, auk þess sem íbúatala þjóðar- innar eykst í sömu andránni um 280,000. Rétt er að þess sé getið, að það var síður en svo að Canada sæktist eftir auknu landrými, enda var slíks ekki undir neinum kringumstæðum þörf, alt aðrar ástæður liggja til grundvallar. Sú hefir löngum verið skoðun þess fólks, er New- foundland byggir, að með því að ganga í bandalag við vestræna nágranna, annaðhvort Canada eða Banda- ríkin, myndi það að verulegum mun bæta hag sinn og tryggja framtíð sína, og hallaðist það þá jafnan að Canada; þrennar tilraunir hafa að minsta kosti verið til þess gerðar, að sameina Newfoundland og Canada, og hafa þær allar átt upptök sín hjá íbúum hins fyr- nefnda aðila; að loknu þjóðaratkvæði á Newfoundland í fyrra, er leiddi í ljós að álitlegur meirihluti þeirra, er atkvæði greiddu, var meðmæltur sameiningu við Canada, hófust milli hlutaðeigandi stjórnarvalda samn- ingar um bindandi úrslit málsins, og sá tími ákveðinn, er samningarnir skyldu koma til framkvæmda eins og nú er komið á daginn. Telja má alveg víst, að þegar alt kemur til alls, verði inngangá Newfoundlands í fylkjasambandið báð- um aðilum til heilla, því sá var líka auðsæilega tilgang- urinn; frá f járhagslegu sjónarmiði séð, verður hagnaður Canada ekki þungur á metum fyrstu árin nema síður sé, en þegar fram í sækir, mun alt annað verða ofan á teningnum, því þá fer að verða lögð full áherzla á vinslu þeirra náttúrufríðinda, sem Newfoundland býr yfir, svo sem timburtekju og fiskiveiðar; eins og sakir standa fellur bróðurhluti hagnaðarins hinum nýju Canadaþegnum, íbúum Newfoundlands, fyrst og fremst í vil. Vegna þess hve Newfoundland hefir fram að þessu haft yfir smávægilegum tekjum að ráða, hafa íbúar þess orðið að fara margra, ef ekki flestra þeirra hlunn- inda á mis, er Canadamenn hafa til margra ára notið; elhstyrkur í Canada hefir, eins og vitað er, verið öldung- is ófullnægjandi; þó mætti hann ríkulegan kalla borið saman við það, sem við hefir gengist á Newfoundland því þar hefir gift fólk, sem náð hefir 70 ára aldri fengið tíu doUara á mánuði, en einhleypt fólk sex dollara; nú verður lífeyrir gamalmenna á Newfoundland hinn sami og annarstaðar í Canada, auk þess sem þar verður þegar í stað hrundið í framkvæmd gagngerðri breytingu til bóta varaðndi fræðslu og heilbrigðismál; þá kemur og þegar til framkvæmda á Newfoundland lög- gjöfin um framfærslustyrk barna, sem komið hefir Canadísku þjóðinni að ómetanlegum notum um nokkur undanfarandi ár, og mun engu síður verða fagnað af hinum nýju þegnum hennar. Strqndur Newfoundlands umlykja auðug fiskimið, meðal hinna auðugustu^ í heimi; til þess að nytfæra sér þau sem skyldi, hefir íbúana skort fjárhagslegt bol- magn, sem nú mun von bráðar verða bætt úr, og mun hins sama mega vænta um aðrar greinar iðnaðar og framleiðslu. Um stjórnarfar Newfounlands hefir oltið á ýmsu; um nokkurt skeið naut þjóðin sjálfsforæðis, en tapaði því vegna óstjórnar og spillingar á vettvangi fjármál- anna; en um mörg undanfarinn ár, hefir sex manna umboðsstjórn farið með völd í landinu og þótt gefast sæmilega; þó létu ávalt til sín heyra háværar raddir, er ýmist kröfðust fullkomins sjálfsforræðis, eða þá sameiningar við Canada; nú hefir málið, verið þannig leyst, að báðir aðilar mega vel við una. Nú þegar sögu svo var komið, að Newfoundland öðlaðist fylkisréttindi í Canadíska fylkjasambandinu, varð það hið fyrsta verk hins Canadíska forsætisráð- ráðherra að skipa þar fylkisstjóra, og varð fyrir valinu Sir Albert Walsh, er þykir um alt hinn mesti ágætismaður; en til þess að mynda hið fyrsta ráðu- neyti og undirbúa fylkiskosningu, var valinn Joseph R. Smallwood, kunnur blaðamaður, er barist hafði manna mest fyrir sameiningu við Canada; sér til að- stoðar hefir hann valið sér átta ráðherra, og nú þykja líkur á að svo skipist til, að hinar fyrstu fylkiskosningar á Newfoundland fari fram einhvem hinna síðustu daga í næstkomandi maímánuði eða þá fyrst í júní. Sæti í Sambandsstjórn sem ráðherra fyrir hönd Newfound- lands, hefir tekið Mr. Gordon Bradley, er tekið hefir við ríkisritaraembætti; er hann sagður að vera bygg- inn maður og stefnufastur. Inngöngu Newfoundlands í fylkjasambandið, var vel fagnað í Ottawa og eins í St. Johns, höfuðborg hins nýja fylkis; barst báður aðiljum sægur mikill hamingju- óskaskeyta, þar á meðal frá Hans Hátign, Georg, kon- ungi Breta. MINNING MERKISKONU Þá eik í stormi hrynur háa, hamra því beltin skýra frá; en þegar fjólan fellur bláa, fallið það enginn heyra má — en ilmur horfinn innir fyrst urta-byggðin hvers hefir misst. Víst segja fáir hauðrið hrapa húsfreyju góðrar viður lát; en hverju venzla-vinir tapa, vottinn má sjá á þeirra grát; af döggu slíkri á gröfum grær góðrar minningar rósin skær. Viturlega mælist Bjarna Thorarensen skaldi í þessum minn- ingarljóðum sínum um íslenzka öndvegiskonu sinnar tíðar, og þau sígildu orð hans verða mér ofarlega í huga, er ég minnist nýlega látinnar íslenzkrar merkiskonu, Mrs. Guðrúnar Arason, er lést á sjúkrahúsi í Grand Forks, Norður-Dakota, 30. október, 1948, eftir stutta legu. Starfsemi Mrs. Arason og áhrif höfðu að vísu, svo sem nán- ar verður vikið að, náð langt út fyrir heimili hennar, en á þeim vettvangi var þó aðal-og ávaxta- ríkasta starf hennar, eins og jafnan er um góðar eiginkonur og mæður. Því er einnig nánustu ástvinum hennar sárastur harm- ur kveðinn með fráfalli hennar, börnum og þeirra fjöískyldum, systkinum hennar og öldungnum föður hennar, er nú hefir orðið á bak að sjá með stuttu millibili þrem óvenjulega mannvænleg- um börnum sínum um aldur fram. En þó kominn sé á níðis- aldur, ber hann hinn þunga harm sinn með norrænni hetju- lund, gengur æðrulaus að dag- legum störfum sínum og hefir, sem áður, lifandi áhuga á menn- ingar-og félagsmálum ættlands- ins og fósturlandsin, bókmennt- um og hverskonar fróðleik. Guðrún Arason var dóttir hinna góðkunnu hjóna Gamalíels Thor- leifssonar og Katrínar Tómas- dóttur, fædd 29. nóvember 1889 í Hallfríðarstaðakoti í Hörgár- héraði í Eyjafirði, en þá bjuggu foreldrar hennar þar. Fluttist hún síðan með þeim vestur um haf 1891, er hún vor komin nokk- uð á annað ár. Lagði fjöskyldan af stað frá Akureyri 16. júní og fór eins hratt og faratæki þeirra tíma leyfðu til Winnipeg og það- an suður í Garðar-byggð í N. Dakota, og var þangað komið 21. júlí. Þar í byggð dvaldist Guðrún öll sín uppvaxtarár, byrjaði að ganga á skóla á 6. ári (1894), og var snemma mjög til hennar tekið fyrir orðheppni og hnittin andsvör, enda auðkenndi það hana jafnan síðan. Námið var henni leikur og jafnframt sýndi hún þá þegar forystuhæfi- leika, og fylgdi það henni til æviloka. Hefir gagnkunnugur maður lýst henni þannig: “Það leiddi frá henni einhvern styrk til allra, sem með henni voru, strax á unga aldri.” Hún varð prýðilega að sér í ensku og kunni einnig ágætlega sitt íslenzka móðurmál. Að loknu gagnfræðaskólaprófi, stundaði hún vetrarlangt nám í hússtjóm- arfræði á Landbúnaðarháskólan- um (State Agricultural College) í Fargo, N. Dakota. Guðrún giftist Sigurði Ara- son frá Mountain (syni Jakobs og Sólveigar Arason) að Garðar 11. júní 1915, og framkvæmdi séra Magnús Jónsson (síðar guð- fræðiprófessor) hjónavísgsluna, en hann gegndi þá prestsstörfum þar í byggð. Bjuggu þau hjón síðan samfleytt að Mountain þangað til 1934, og vann Sigurð- ur þar að verzlunarstörfum, en að þeim tíma liðnum fluttust þau til Grand Forks, þar sem hann rekur nú matvöruverzlun. Þeim Sigurði og Guðrúnu varð 9 barna auðið, og eru þessi á lifi: Edith (Mrs. E. F. Starkey), Dev- ils Lake, N. Dakota; Katrín (Mrs. Guðmundur Björnson), Bremer- ton, Washington; Jakob Pétur, áður búsettur í Arlington, Vir- ginia, nú við nám á ríkisháskól- anum í Grand Forks, (giftur Marylou Oddson, dóttur Bjöms Oddson í Virginia og bróður Sveins prentara í Winnipeg); Sylvia (Mrs. Orval Monson, er Mrs. Guðrún Arason ,rekur verzlunina með tengda- föður sínum og er umsjónarmað- ur hjá “State Lieense Depart- ment”; Jón Arni í Bandaríkja- hernum, sem stendur í Califor- nia, hefir verið í hernum allmörg undanfarin ár; Luella Svafa Lára, á förum til íslands í þjón- ustu Utanríkisráðuneytis Banda- ríkjanna, og Lawrence Sigurður, sem stundar nám á ríkisháskól- anum í Grand Forks. Sverja börn þeirra Sigurðar ®g Guðrúnar sig í ætt um mynd- arskap og aðra hæfileika. En tvö börn þeirra eru látin; dóttir að nafni Ida Þora Cecilia, er dó á fyrsta ári 1923, og sonur, Gamlíel Theodore, hinn mesti efnispiltur, er druknaði af amerísku herskipi nálægt íslandsströndum í febrú- ar 1943, 21 árs að aldri. Þá eiga þau hjón nokkur barnabörn, og er ættleggurinn því fjölmennur orðinn vestur hér. Guðrún Arason var ástrík dóttur aldurhnignum föður og jafn framúrskarandi móðir og húsfreyja. Þar sem hún var elsta barn foreldra sinna, varð hún snemma að vera til aðstoðar á heimilinu, bæði innan húss og utan, og fórst henni það hið bezta úr hendi. Gætti þess eigi síður, þá er hún var orðin móðir og húsfreyja á fjölmennu heim- ili, enda var hún starfskona mik- il, hagsýn og forsjál, og var orð á því gert, hve henni gat orðið mikið úr litlu og hver myndar- bragur var á allri hússtjórn hennar. Kom það sér einnig vel, því að gestkvæmt mjög var jafn- an á heimili þeirra hjóna, bæði á Mountain og í Grand Forks; áttu landar þeirra þar örugt athvarf, því að gestrisni að góð- um íslenzkum sið ríkti þar í ríkum mæli, og sannaðist á þeim hjónum, að þar sem hjartarúm er, þar er húsrými nóg. Guðrún var kona svipmikil og bauð af sér ágætan þokka, heil- steypt og hrein í lund, skörung- ur að skapgerð, sem hélt vel á hlut sínum, en jafnframt glað- lynd og ljúflynd, og tók með jafnaðargeði öllu, sem að hönd- um bar. Það átti, sem fyrr er gefið í skyn, vel við skap hennar að vera í annríki og afkasta miklu; einnig var hún mjög félagslynd. Hin mörgu ár, sem þau hjón bjuggu að Mountain, tók hún mikinn þátt í kvenfélags- og kirkjustörfum og, sem sagt, öll- um félagsskap í byggðinni. 1 Grand Forks var hún einnig starfandi í Kvelfélagi Samein- uðu lútersku kirkjunnar þar í borg. Hún unni sönglist, var gædd góðri söngrödd og söng ár- um saman í söngflokki Víkur- kirkju að Mountain og öðrum songflökkum hyggðarinnar, enda er sönggáfan rík í ættinni, með- al annars var faðir hennar söng- maður ágætur. Einnig tók Guð- rún löngum þátt í íslenzkum söngflökkum hyggðarinnar enda ur en hún giftist, og eins á Moun- tain; má og hið sama segja um Sigurð mann hennar um þátt- töku bæði í leiksýningum og öðru félagstarfi. Guðrún var einnig bókhneigð, eins og hún átti kyn til, hafði mikið yndi af skáldskap og kunni sæg af kvæðum og vísum. Hún var kona rammíslenzk í anda, og ættrækin og frændræk- in, bar djúpan ræktarhug til ætt- lands síns, þó að hún færi þaðan barn að aldri; kunni, í einu orði sagt, ágætlega að meta íslenzku þjóðina, tungu hennar, sögu og menningu. Guðrún Arnason var jarðsung- in að Mountain 4. nóvember s.l., og flutti sóknarpresturinn, séra Egill H. Fáfnis, kveðjumálin, að viðstöddu mjög miklu fjölmenni, sem vottaði með þeim hætti hinni látnu merkiskonu virðingu sína og þökk fyrir langa og góða samfylgd, vinarhug og dreng- skap. Fundu sveitungar hennar að vonum til þess, hvert skarð var höggvið í hópinn, og þá eigi síður fámennur flokkur landa hennar í Grand Forks. Næst var þó höggvið ættmennum hennar og öðru sifjaliði, en þeim er harmabót hugljúf minningin um gengna ágætiskonu, “góðrar minningar rósin skær,” svo að aftur séu viðhöfð orð hins spaka skálds. RICHARD BECK JOHN J. ARKLIE Optometrist and Optician (Eyes Examlned) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE r-------^— • • • • • •----l — The Swan Mamifacfuring Co. Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi Heimili 912 Jessie Ave. 281 James St. Phone 22 641 Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulatcd Slding — Repalri 632 Slmcoc St. Wlnnlpeg, Man. GESTUR FRÁ ÍSLANDI í bókabúð Davíðs Björnssonar dvelur um þessar mundir gestur frá íslandi, sem allir íslendingar þurfa að sjá og kynnast. Gestur þessi er Rithandabók. Er þess óskað, að sem flestir íslendingar riti nöfn sín í hana ásamt nokkr- um fögrum óskaskéytum til Is- lands í bundnu eða óbundnu máli, ef þeir vilja. Gestur þessi dvelur hér vestanhafs þar til hann hefir kynnst, helst öllum íslendingum vestan hafs, eftir það leggur hann leið sína heim til Islands aftur. Nánar verður sagt frá þessum gesti 1 næstu blöðum. Mr. og Mrs. Neil S. Craig, 386 Riverton Avenue, Winnipeg urðu fyrir þeirri sorg að missa son sinn, 14 mánaða gamlan Ian Dennis, að nafni, einkar efni- legt ag indælt barn, er andaðist á Childrens’ Hospital í Winnipeg þann 29. marz. Jarðarför hins litla sveins fór fram 1. apríl, frá Clark-Leatherdale útfarar- stofu, að mörgu fólki viðstöddu. Jarðað var í Elmwood grafreitn- um. Séra Sigurður Ólafsson þjónaði við útförina. + Gefið til Sunrise Lutheran Camp Kvennfélag Herðubreiðar- safnaðar Langruth $10.00 (Til Children’s Trust Fund) Gísli Thordarson, Amaranth 1.00 Meðtekið með innilegu þakk- læti. ANNA MAGNUSSON Box 296 Selkirk, Man. HOUSEHOLDERS ATTENTION! We can supply your fuel needs with all the standard brands of coal and coke such as Saunders Creek, Foothills, Drumheller, Black Nugget, Briquettes, Saskatchewan Lignite, Zenith and Winneco Coke. Stoker Coals in Various Mixtures Our Specialty MCfURDY CUPPLY fO. LTD. V/ BUILDERS* U SUPPLIES AND COAL Erin and Sargent Phone 37251

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.