Lögberg - 19.05.1949, Síða 1

Lögberg - 19.05.1949, Síða 1
Myndin sem hér fylgir er af mönnunum sem fóru til Drummondville, Que., í orlofsferð með Mr. Park, meðlim framkvæmdarnefndar Park-Hannesson Ltd., Winnipeg. — Þessi mynd var tekin 1 íslenzka veizlu-salnum í New York, (The Iceland Restaurant). Þessir ferðamenn fóru héðan beint til Montreal, og þaðan fóru þeir til Drummondville, Que., þar sem hinar stóru fiskineta verksmiðjur hafa bækistöð. Svo var haldið til New York, og á heim- íeiðinni var komið við í Niagara Falls og Toronto. Vinstri til hægri, þeir sem sitja: Norman Stevens, Gimli; R. E. Park, Winnipeg; Victor Sigurd- son, Riverton; Joe Stephanson, Selkirk; Dori Peterson, Gimli; Hannes Kristjanson, Gimli; Frank Needham, The Pas; Gusti Stephanson, Selkirk: Þeir sem standa: John Bodner, The Pas; Lawrence Stevens, Gimli; Mundi Peterson, Gimli; J. H. Johnson, Winnipeg. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylanda. Heimili 776 Vi^tor Street. Sími 29017. — Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11:00 f.h. Á íslenzku kl. 7:00 e.h. — Sunnu- dagaskóli kl. 12:15 e.h. — Allir sefinlega velkomnir. ♦ Gimli prestakall 22 maí—Messa á Mikley kl. 2 e.h. 29 maí—Ferming og altaris- ganga, á Gimli kl. 2 e.h. ■^llir boðnir velkomnir Skúli Sigurgeirson ♦ Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 22. maí, 5. sunnu- ^ag eftir páska. Ensk messa kl. 11:00 árd. Sunnudagskóli kl. 12:00. fslenzk messa kl. 7:00 síðdegis. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson ♦ Arborg —Riverton Prestakall 22. maí — Riverton, ferming °g altarisganga kl. 2 e.h. Hnausa ^assa og safnaðarfundur kl.8.30 e.h. 29. maí — Arborg, ferming og altarisganga kl.2 e.h. Vidir, ^slenzk messa kl. 8.30 e.h. B. A. Bjarnason. ♦ Ar9yle Prestakall: Sunnudaginn 22 maí. Grund kl. 2 e.h. Ársfundur eftir messu kl. 3. e.h. Baldur kl. 7 eftir hádegi. ^undUr aj]ra Safnaðar fulltrúa, ajnt meeting of the trustees of 2,e Parish.) mánudagskveldið g W. 8. 30 að heimili Mrs. 011 y Sigmar. Eric Sigmar ÚTVARP FRÁ FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU Árdegisguðsþjónustunni frá Fyrstu lútersku kirkju á sunnudaginn kemur 22. maí kl. 11:00 (Winnipeg tíma) verð- ur útvarpað frá stöðinni CBW. Alverlegir skógareldar Síðastliðina viku geisuðu í Saskatchewan og Alberta alvar- legir skógareldar, er lítt þóttu viðráðanlegir og gerðu usla, enk- um þó í hinu síðarnefnda fylki. þar sem allmargar fjölskyldur urðu til þess neyddar að hverfa frá óðölum sínum; all miklu vægari hafa skógareldarnir ver- ið í Manitoba, að því er yfirskóg- arverði fylkisstjórnarinnar segist frá; nokkuð höfðu þó eldar út- breiðst norðan við Riverton og eins við Fisher Bay, þar sem all- mikill timburflæmi svo að segja jöfnuðust við jörðu; leikur grun- ur á að sumir eldarnir stafi frá íkveikjum íllræðismanna. Alvarlegt og langvint verkfall Námumanna verkfallið í As- bestos, Quebec, sem hófst í feb- rúarmánuði síðastliðnum, stend- ur enn yfir, og munu samkomu- lagshorfur vægast sagt, vera harla daufar; verkfallsmenn fóru fram á 15 centa launahækkun á klukkustund, en að slíku voru eigendur námanna ófáanlegir með öllu að ganga. Orð leikur á að vegur verka- málaráðuneytis Quebecfylkis muni lítt hafa vaxið af völdum verkfalls þessa, því slælega muni af hálfu þess hafa verið gengið fram með það fyrir augum, að reyna að koma á sáttum. ICELANDIC CANADIAN CLUB NEWS Dr. Sig. Júl. Johannesson was presented with an Honorary Life Membership to the Icelandic Canadian Club at a meeting of the Club held in the I.O.G.T. Hall, May 9, 1949. Mr. W. Krist- janson traced the journalistic, political, and medical career of Dr. Johannesson. The program consisted of: Piano solo: Thora Asgeirson; Vocal Solo: Mrs. Lincoln Johnson — accompan- ied by Sigrid Bardal. Reading of Dr. Johannesson’s poems by Mr. B. E. Johnson. M. Halldorson, Sec’y. 75 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ WINNIPEGBORGAR Nefndin, sem sér um þátttöku íslendinga í hátíðinni hélt fund á sunnudaginn. Gissur Eliasson, listamaður lagði fram uppdrátt, og hafði honum tekist að sam- eina ýmsar hugmyndir sem fram höfðu komið viðvíkjandi skrúð- vagninum “Float”. Eftir upp- drættinum að dæma fanst nefnd- inni að vagninn myndi verða mjög tilkomumikill og tákn- rænn. Hún fól því Gissuri Elias- syni að útbúa skrúðvagninn sam- kvæmt þessum uppdrætti. Ber öll nefndin mikið traust til hans; hann er kunnur fyrir listhæfni sína og smekkvísi, og hefir þar að auk mikinn áhuga fyrir þessu máli. Verkið á skrúðvagninum er þegar hafið. — Aftur viljum vér vekja athygli á því að Winnipegborg mun heiðra á sérstakan hátt alt það fólk, sem búsett var í borginni fyrir 31 desember, 1885. Það fólk er beðið að fylla inn eyðublöð sem allra fyrst, þau fást á skrif- stofum íslenzku blaðanna. Nefndin heldur aftur fund á fimtudagskveldið 20. á heimili Gissurs Eliassonar, 890 Domin- ion St. Verða þá kosnar nefndir til að velja fólk á skrúðvagninn og sjá um búninga. Upplýsinganefndin MINNI CANADA í tilefni af 60 ára afmælishá- tíð Islendingadagsins, sem hald- in verður á Gimli 6. ágúst n.k., hefir íslendingadags nefndin ákveðið að veita $50.00 verðlaun fyrir bezta kvæðið á ensku máli fyrir minni Canada, sem henni berst í hendur fyrir 1. júlí n.k. Nefndin mun fá þrjá hæfa menn til að dæma um gildi kvæð- anna og verða nöfn þeirra birt í Vestur-ísl. blöðunum á næst- unni. Við eigum mörg og góð kvæði sem orkt hafa verið á íslenzku fyrir minni Canada en nú er von- ast til þess að þeir ísl. hér í landi, sem yrkja á enskri tungu, sýni það í verki að þeir hafi ekki al- veg tapað skáldskapargáfunni sem þeir fengu í erfðir frá for- eldrum sínum. Nánari upplýsingar um þessa samkepni er að finna í auglýs- ingu á öðrum stað í þessu blaði. H. Thorgrimson f.h. íslendingadagsnefndarinnar Úr borg og bygð GIFTING Gordon David Morden og Ellen Oddný Sigurdson, voru gefin saman í hjónaband af séra Skúla Sigurgeirsyni, 30 apríl s.l. í Lútersku kirkjunni á Gimli. Btúðguminn er af skoskum ætt- umtog er í þjónustu Kanadíska flughersins. Brúðurin er dóttir þeirra C. B. Sigurdsonar og frúar sem búa í grend við Gimli. svara- menn voru Philip Keohane. Mlss L. Jrhnson, Miss a. Stevens og Miss M. Thorarinson. Litla Carol Dianne, systir brúðarinnar var blómamær. Chris, bróðir brúðarinnar og C. Johnson vís- uðu til sætis. Sigríður Sigurgeir- son söng, “O Perfect Love” og “When Song is Sweet”. Miss Anna Nordal var við hljóðfærið. Að giftingunni afstaðinni var setin fjölmenn veizla á Gimli Hotel. Séra Skúli mælti fyrir minni brúðarinnar; svo bar brúð guminn fram vel valin þakklæt- is orð. Heimili ungu hjónanna verður að Rivers, Maniaoba. ♦ Gefin saman í hjónaband í Lútersku kirkjunni í Selkirk þann 7 maí, Mike Roy Kelly, Peguis, Man., og May Guðmund- ina Goodman, Selkirk, Man.,við giftinguna aðstoðuðu Gwendo- lyn Bell„ frændkona brúðarinn- ar og Mundy Kelly bróðir brúð- gumans. Brúðurin er dóttir Kolbeins Goodman, og frúar hans við Gimli, Man., Brúðguminn er sonur Andrew Kelly, bónda í Peguis, Man. Brúðhjónin setjast að í Peguis. Margir voru viðstaddir gifting- una. -t- HJÓNAVÍGSLUATHÖFN Síðastliðinn laugardag voru ,gefin saman í hjónaband í St. Matthews kirkunni hér í borg- inni Richard Leonard Beck raf- urmagnsverkfræðingur og ung- frú Barbara Whitehead. Séra J. Burton Thomas gifti. Brúðguminn er sonur J. T. Beck prentsmiðjustjóra og frú Svanhvítar Beck, en brúðurin er dóttir Roberts Whitehead og frúar hans, að 840 Sherburn str. Svaramaður brúðgumans var R. Publow, en brúðarmeyjar ung- frú Margrét Beck, ungfrú Jó- hanna Beck og ungfrú Knowles. Að vígsluathöfn aflokinni var setin fjölmenn og vegleg brúð- kaupsveizla í salarkynnum Valor Road Legion, Burnell og Port- age Avenue. Ungu hjónin fóru í brúðkaups- ferð til Kenora, en framtíðar- heimili þeirra verður í Toronto. Meðal utanbæjargesta voru Dr. Richard Beck ásamt frú og dóttur og hr. Paul Vidston frá Grand Forks North Dakota. -f GIFTING Gefin voru saman í hjónaband í St. Vincent De Paul kirkjunni í Toronto, Ont., 14. maí, Miss Anna Bjarnason, dóttir Mr. og Mrs. Olafur Bjarnason, Gimli, Man. og James Bernard O Brien, einkason Mr. og Mrs. John James O’Brien, Toronto, Ont. Vegleg veizla var haldin að the Hearth- stone, 80 Bloor St., Toronto West. Að henni afstaðinni lögðu ungu hjónin á stað til Winnipeg og komu hér á mánudaginn var, fóru samdægurs til Gimli, þar sem þau ætla að eyða hveiti- brauðsdögunum. Framtíðarheim- ili hinna ungu hjóna verður í Toronto. Gjafir í Skrúðvagnssjóðinn (Float) 75 ára afmæli Winnipegborgar, 1949 Eiríkur Helgason, Wpg. $ 5.00 Carl K. Thorlakson 2.00 S. Johnson, Wpg. 5.00 Mr. og Mrs. E. H. Sigúrðsson 2.00 f Miss Louise Bergman 5.00 Vigfús Pálsson 5.00 Arni Sigurðsson, Seven Sisters Falls 20.00 Jónbjörn Gíslason 5.00 Mr. og Mrs. Albert Wathne 5.00 Mrs. J. J. Henry, Petersfield 5.00 Mrs. Henrietta Johnson 1.00 Dr. Hjaltason 1.00 $ 61.00 Áður auglýst 902.00 Samtals alls $963.00 Davíð Björnsson, Féhirðir Fær inngöngu í Þjóða- bandalagið Israelsríki hið nýja hefir nú formlega fengið inngöngu í Bandalag sameinuðu þjóðanna með miklu afli atkvæða. Araba- ríkin greiddu öll atkvœði gegn inngöngu Israelsríkis, og Bretar voru lengi vel mótfallnir áminstri ráðstöfun. HÁSKÓLAPRÓFIN í MANITOBA Bachelor of Arts: Böðvar Jón Skúli Böðvarson, Leifur Júlíus Hallgrímson, Lindal Joy Hallgrímson, Engilbert Sigurdson Irene Thorbjörg Sigurdson, Thor Thorgrimson, Elenor Edna Thorvaldson Gunnar örn Eggertson, Glen Allenby Eyford Elizabeth Jo Lindal Gloria Audrey Johnson, Bachelor of Science: Inez Bonnie Bjarnason Guðmundur Myrdal Sigursteinn Thorarinson, Paul Richard Frederickson. Bachelor of Science in Civil Engineering: Raymond Ólafur Jónasson, Electrical Engineering: Richard Leonard Beck Mechanical Engineering: Kristján Magnús Oddson, John Aaron Christianson Bachelor of Architecture: David Frederick Thordarson Bachelor of Education: Jón Kristinn Laxdal Karl Baldwin Thorkelson, B.A. Bachelor of Interior Design: Laura Raquell Austman Diploma in Agriculture: Baldur Stefánson Marvin Goodman. Bachelor of Commerce: Jean Thorunn Law, B.A. Bachelor of Laws: Hallgrímur Peterson Sigurstein A. Thorarinson, B.Sc. Doctor of Medicine: Harold Blondal, B.Sc.,E.E Robert Henry Thorlakson Thorburn Kenneth Thorlakson. Bachelor of Science in Home Economics: Isobel June Bjarnason, Margret Anne Stevens Joyce Irene Thorkelson, Doreen Norma Johnson Barbara Thompson Margret Edith Johnson Bachélor of Science in Agriculture: Wilmer Espolin Torfason Diploma in Education: Wilfred Halldor Baldwin, B.A. Constance Lillian Johanneson, B.Sc. (H.Ec.) Guðmundur Myrdal, B.Sc. Certificate in Nursing Education — Public Heálth Nursing: Valdine Sigvaldson Diploma in Social Work: Eleanor Olson, B.Sc. (H.Ec.) Bachelor of Science in Pharmacy: Robert Louis Stephenson. Vera má að einhver nöfn hafi fallið úr og eru þá aðstendendur vinsamlega beðnir að gera Lögbergi aðvart. BANNI LÉTT AF Á aðfaranótt síðastliðins fimtu- dags var samgöngu og aðflutn- ingabanninu við Berlín létt af og tóku þá járnbrautarlestir að streyma inn í borgina; vakti þetta svo mikla hrifningu meðal borgarbúa að dansað var og sungið á strætum úti; fyrstu lest- irnar fluttu til borgarinnar kol og miklar byrgðir matvæla; flutningasambönd milli Berlínar og Hamborgar hófust á mánu- daginn var. FRAMBJÓÐANDI f SELKIRK L. A. Regnier lögfræðingur hefir verið útnefndur sem þing- mannsefni Liberalflokksins í Selkirkkjördæmi við næstu sam- bandskosningar. SVAR TIL Þ.K.K. Sættir engar þurftir þú; þín var gremjan eina. En skammir frá þér fyr og nú frékar styrkja mína trú, Að hugarleið mín liggi um veginn beina. Orðið vœri eitthvað spilt inst í vitund minni findist þér og þínum skylt það að dá og taka gylt, þótt drottinn eigi að “stýra stefnu þinni.” Hafi vinskaps tognað taug, til þess fann ég ekki. Eigin hugsun að þér laug og þér fæddi slœman draug, er sjálfs þín enda taugar hélt um hlekki. Heiðni mínnar húsi í ég held að fáir krýnist, er sœlir mála í sultar kví. Þó set ég stól við dyr á ný — og seztu, vinur, í hann ef þér sýnist. P.B.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.