Lögberg - 19.05.1949, Blaðsíða 3

Lögberg - 19.05.1949, Blaðsíða 3
I LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 19. MAÍ, 1949 3 AHUGAMAL LVEfNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON GÆTIÐ GRÁA HÁRSINS Grátt hár getur verið afar fallegt, þótt þeir, sem hafa það, séu ekki ævinlega jafn ánægðir með hlutskipti sitt. Flestum finnst grátt hár tilheyra ellinni, og það séu örugg ellimörk þegar fyrstu gráu hárin koma í ljós. Þetta er alls ekki svo. Háskalegur misskilningur Aldur, eða öllu heldur aldurs- mörk og útlit konunnar fer eft- ir því, hve ung hún er í anda, hvernig lífsviðhorf hennar er, og því, hvernig hún fylgist með. Margar konur grána fyrir ald- ' ur fram, en sé litarhátturinn hraustlegur, vöxturinn grannur og hreyfingarnar unglegar, eyk- ur gráa hárið aðeins á yndis- þokka þeirra og virðuleik. Minna er nú um það, að konur liti grátt hár sitt, heldur en var fyrir styrjöldina. Sennilegt er, að orsök þess sé sú, að konur höfðu yfirleitt lítinn tíma aflögu á styrjaldarárunum til þess arna og hafa síðan vanizt því og sætt sig við gráa litinn. Þegar konan er tekin að eldast og drættir eru komnir í andlitið, mildar gráa hájrið svip hennar og eykur fegurð andlitisins. Það er enn að ýmsu leyti óráð- in gáta, af hverju menn hærast. Sumir telja, að átfrumur gleypi litarkornin og flytji þau burtu, aðrir telja, að smáar lofbólur myndist í hárinu, aðallega hárs- mergnum, en um orsakir þeirra og uppruna eru skiptar skoðanir. Enn aðrir telja, að orsökin kunni að vera sú, að steinefni og ýmis bætiefni vanti í fæðuna. — Ákaf- ar geðshræringar, sorgir og áhyggjur valda því stundum, að oienn hærast skyndilega eða fyr- ir aldur fram. Til athugunar fyrir foreldra Er barn ykkar fölt og veiku- legt? Nöldrar það á morgnana þegar það vaknar í stað þess að vera kátt og hresst? Er það kenj- ótt við matarborðið óg lystar- lítið? Gengur því treglega í skólan- um og er það latt við íþróttir og leiki? Ef eitthvað af þessu kynni að gera vart við sig hjá barni ykk- arJ þá spyrjið ykkur sjálf: Fær barnið nægan svefn? Börn þurfa: 4 ára gömul 12 tíma svefn. 5—7 ára gömul 11—12 tíma svefn. JOHN J. ARKLIE Ojrtometrirt and Ovtician (Eyes Examtned) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD PORTAGE AT HARGRAVE 8—11 ára gömul 10—11 tíma 12—14 ára gömul 9—10 tíma svefn. Börn vaxa aðallega meðan á svefni og hvíld stendur. Langar ykkur til að bam ykk- ar verði heilsulaus væskill? Þreytt börn sitja og standa illa, hafa litlar framfarir í skólanum og verða oft aftur úr í bekknum. Langar ykkur til barnið verði fákunnandi kjáni, er það vex upp? Þegar börn fara seint að hátta, er svefn þeirra oft truflaður af draumum og þau fá ekki full- komna hvíld. Langar ykkur til að barnið sofi illa og verði taugaveiklað? Nægur svefn hjálpar barninu áfram og upp á við í skólanum. ónógur svefn hindrar það og dregur niður. Hvaða leið óskið þið barninu ykkar? Þreytandi börn eru oft aðeins þerytt börn. Viljið þið sjálf sanna að þetta sé rétt? Lengri tími á fótum þýðir meira slit á skóm og fötum. Hvers vegna ekki nota þennan sparnaðarmöguleika ? Þreytt móðir myndi geta feng- ið rólega kvöldstund, ef barnið kæmist í ró kl. 6:30 e.h. Veitir móðurinni af því? Þótt barn nágrannans fari seint að hátta, er engin ástæða til þess að barn ykkar fari of seint í rúmið líka. Einn villa réttlætir ekki aðra. Of seinn háttatími getur orðið að slæmum vana, sem ef til vill verður erfitt að lækna. Ef þannig er komið á þínu heimili, viltu þá ekki leggja fram krafta þína til að lækna meinið? Þessi heilræði og athugasemd- ir fyrir foreldra barna á skóla- aldri eru athyglisverður boð- skapur sem vert er að gefa gaum og festa sér í minni. Boðskapurinn er prentaður á laus blöð, sem dreift er út til foreldra á margvíslegan hátt, en hann er gefinn út af “Heilbrigð- is og umferðaráði barna” (Nat- ional Baby Welfare Council) í Bretlandi. Þetta eru því engar bábiljur eða getgátur um málefnið, held- ur sannfæring sérfræðinga sem vinna á vísindalegan hátt að vel- farnaði barna og bættum upp- eldisaðferðum og heilbrigðishátt- um. ALT, SEM ÞÉR BAKIÐ I HEIMAHUSUM ER SVO BRAGÐGOTT OG FALLEGT ef það er úr . . . (Frh. af bls. 2) eru hröðum skrefum að verða Kanadamenn; þeir eru orðnir Kanadamenn. Þó eru þeir þessa stundina svo að segja staddir á krossgötum. Þeir hafa því tvö- falda ástœðu til að spyrja: Hvar stöndum vér? Við, Kanadamenn af íslenzk- um uppruna, megum þar úr flokki tala. Við höfum verið hér rúma þrjá mannsaldra. Flestir brautryðjendurnir eru látnir, fórnir þeirra og þrekraunir lifa enn i hjörtum okkar. En við horfum í aðra átt, áttina til okk- ar eigin lands, áttina til Kan- ada . . . ” Það er engum vafa undirorpið, að þannig hugsar meginhluti þess þjóðarbrots í vesturheimi, sem við höfum talið íslenzkt. Og þó að mörg okkar kunni að svíða þetta sárt, þá höfum við engan rétt til að áfellast neinn fyrir það. Ef við ætlum að viðhalda þeim tengslum og þeirri vináttu, sem okkur er svo mikils virði, þá verðum við að reyna að átta okk- ur til fulls á því, hvernig í þessu liggur. Fæst þetta fólk hefur séð Is- land öðruvísi en gegnum syrgj- andi augu annarra. I brjóst margra þeirra hefur í barnæsku verið sáð aðdáun og óljósri þrá eftir óþekktu, fjarlægu landi, og oft á tíðum endist sú kennd til æviloka. En hitt er sjálfsagt held- ur ekki fátítt, að hinn eilífi lof- söngur eldra fólksins um dá- semdir hins horfna lands og fast- heldnin við erlenda tungu og minningar, hafi orðið til þess að vekja andúð og uppreisnaranda unglinganna, enda bendir sumt í margnefndu riti til þess að svo sé. (Sjá t. d. grein dr. Jóns Jó- hannessonar í 2. hefti Syrpu 1947.) Og þurfum við að undrast það? Ef við lítum í eigin barm, skiljum við þetta strax. Hér á landi er margt fólk af erlendum uppruna, og við gerum skilyrðis- laust þá kröfu til þess, þegar eft- ir 10 til 20 ára dvöl, að það hugsi, tali og finni til eins og Islend- ingar, — hvað þá annar ættlegg- urinn, að ekki sé minnzt á þann þriðja. Þó að Thor Jensen væri danskur maður og flyttist ekki til íslands fyrr en á unglings- aldri, þá litum við á hann eins og Islending, og engum lifandi manni dettur í hug, að börn hans séu dönsk eða telji sig það. Þessa tiltrú okkar höfum við sannað eins og frekast má verða með því að fela syni hans tímum saman æðstu völdin í landinu og hafa hann framarlega í fylkingu í síð- ustu átökum okkar við Dani; ég veit ekki til, að honum hafi nokk- urn tíma verið brigzlað um það, jafnvel í hinum illvígustu deil- um, að hann drægi taum Dan- merkur í þeirri viðureign. Og hvað sem annars má um þá ráð- stöfun segja, að meginið af utan- ríkismálum okkar skuli nú beint eða óbeint vera í höndum þessar- ar f jölskyldu, þá bendir það ekki til þess, að við teljum hana út- lenda. Þó er hér aðeins um fyrsta ættlegginn að ræða. En úr því að við erum svo kröfuhörð gagn- vart þeim útlendingum, sem setj- ast að í okkar landi, nær þá nokkurri átt að ætlazt til þess, að Kanadaþjóðin geri engar kröfur til þriðju og fjórðu kyn- slóðar þess fólks, sem leitað hef- ur hælis þar í landi? Hvernig hefðum við t. d. tek- ið því, ef heyrzt hefðu frá Dan- mörku raddir um það, að Ólafur Thors væri að svíkja föðurland sitt, Danmörku, með því að vinna að skilnaði ríkjanna og afnámi hins sameinginlega kon- ungdóms? Það er malað úr besta Canada hveitl. Minnist BCTCL í erfðaskrám yðar Ég þekki trúan og tryggan Is- lending, sem fór vestur um haf fullvaxta maður og þjáðist af óyndi í meira en fjörutíu ár. Staka þessi , sem hann kastaði eitt sinn fram eftir hér um bil tuttugu ára dvöl, sýnir nokkuð inn í huga hans: Nýjum vitum braut ég brýt, breyti lítið högum. Út ég slít við enskan skít einskinýtum dögum. Þessi maður hefur jafnan átt heima í íslendingahverfinu í Winnipeg, og hér um bil ein- vörðungu umgengizt íslenzkt fólk; hann er kvæntur íslenzkri konu, sem fluttist vestur beina leið úr íslenzku sveitahéraði, þegar hún var um tvítugt, og talar enn í dag miklu fremur ís- lenzku en ensku. Hann elskar og dáir íslenzka tungu og íslenzkan skáldskap og hefur öll þessi ár lesið allt það, sem hann hefur getað höndum undir komizt af íslenzkum fræðum, enda hafa ís- lenzkar bækur jafnan verið á takteinum á heimili hans. Eigi að síður fór það svo, að af fimm börnum þeirra geta aðeins tvö hin elztu talað Winnipegíslenzk- una nokkurn veginn lýtalaust, hið þriðja getur dálítið talað, en ekkert skrifað, og tvö hin yngstu hvorki talað né skrifað. Framan af ætlaði þessi íslenzki útlagi að halda því til streitu, að íslenzka væri eingöngu töluð á heimilinu og banna börnunum að láta sér enskt orð um munn fara þar; en þegar þau fóru að ganga á énskan skóla og eignast ensku- mælandi stallsystkini, þá gerði hann sér ljóst, að slíkur tvískinn- ungur hlyti að verða börnunum þvingun og kvöl, honum skild- ist, að hann hafði engan rétt til að svipta þau þeirri hamingju að eiga sér föðurland heil og óskipt. Þess vegna fómaði hann eigin tilfinningum og gaf börnum sín- um af fúsum vilja það frelsi til að velja og hafna, sem þeim bar. Vonleysi heillar ævi hafði kennt honum ,að enginn getur átt nema eitt föðurland. En er nokkur ástæða til þess að vera að rifja þetta upp nú? Getur það nokkuð sakað, þó að við höldum áfram að lifa í fallegum draumi? Já, það getur sakað og hefur sakað. Málum er nú svo komið fyrir okkur íslendingum, að ekki er annað sýnt, en að ný herseta geti skollið yfir hvenær sem er. Það er ekkert annað en óvita fleipur að halda því fram, að Bandarík- in hefðu gert þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu að skil- yrði fyrir hlutdeild sinni í því, eingöngu til þess að tryggja samúð þeirra 130 þúsund sálna, sem við þetta útvígi loða. Það, sem þau sækjast eftir, eru full- komin og frjáls afnota af landinu handa þeim her og undir þau hergögn, sem herfræðingarnir telja að á þessum púnkti í hern- aðarkerfinu þurfi að vera á hverjum tíma. Orðalag samn- ingsins eða hinar óviðurkvæmi- legu skýringar talsmanna hans á honum blekkja engan mann, heilan á sönsum. Og þó að við vonumst auðvitað eftir því í lengstu lög, að eitthvert krafta- verk eigi sér stað til þess að bjarga okkur, einhver skyndileg breyting verði á hernaðartækn- inni, sem dragi úr hinni hernað- arlegu þýðingu landsin, þá væri það óðs manns æði að gera ekki ráð fyrir voðanum og búa sig undir að verjast honum að því leyti, sem hugsanlegt er, að í okkar valdi standi. Að vísu get- um við ekkert gert til þess að bægja frá okkur þeim skelfing- um, sem ógna lífi og limum, ef hér verður her- “vernd” á meðan kjarnorkustyrjöld geisar, en ým- islegt er aftur á móti hægt að gera til að draga úr þeirri hættu, sem siðgæði þjóðarinnar, sjálf- (Frh. á bls. 4) Business and Professional Cards SELKIRK METAL PROOUCTS LTD. , Reykháfar, öruggasta eldsvörn. og ávalt hreinir. Hitaeining, ný uppíynding, sparar eldivifi. heldur hita. KKTjTjV svkinsson Slml 64 358. 187 Sutherljtnd Ave., Winnápeg. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith Sl. Winnipeg Phone 924 624 Ofíice Ph, 925 668 Res, 404 S19 M0RMAN S. BERGMAN, B.A., LLF Barristcr, Solidtor, etc. 411 Chllda Bldg, WINNIPEG CANADA KDÖSIHll JEWELLERS 447 Portage Ave, ADo 123 TENTH ST. BRAND0N Ph, 926 886 Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. H. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repatrs 632 Simcoe St. Wlnnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUIL.DING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talalml 926 826 Helmllls 53 893 DR. K. J. AUSTMANN BérfrœOtnour i auona, evma, nef oo kverka ijúkdámum. 209 Medlc&l Arta Bldg. Stofutlmi: 2.00 tll 6.00 e. h. DR. ROBERT BLACK BérfrœOinour i atipnq, eyrna, nef ao hdUsjúkdómum. 401 MEDICAX ARTS BLDO Grabam and Kennedy St. Skrlfstofustml 923 851 HetmaMml 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenekur lyfsali Fölk getur pantaC meöul og annaö meö póstL Fljót afgreiösla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkklstur og annast um Ot- f&rlr. Allur (ltbúnaöur s& beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsiml 27 824 Keimilis talsfmi 26 444 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CI.IN1C SL Mary’s and Vaughan, Wpg. Phone 926 441 Phone 924 981 H. J. H. PALMASON and Company Ohartered Accountants 21» Mo INTJRE BLOCK Winnipegfl, Canada Phone 49 469 Radio Service Speclallsts ELECTRONIC LABS B THORKm.BON, Prop The most up-to-date Sound Eouipment Svstem 592 ERIN St. WINNIPEG PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrislers - Solicilors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561 JOHN A. HILLSMAN. M.D., Ch. M. (27 Medlcal Arta. Bldg. OFFICE 929 349 Home 408 2*8 Phone 724 944 Dr. S. J. lóhannesson SUITE 6 - - 652 HOME ST, 694 Agnes St. ViOtaletími 3—6 eftlr há.defrl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offlce hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Offlce 26 — Res. 230 Office Phone Res Phono 924 762 72« 115 Dr; L. A. Sigurdson 628 MEDICAL ARTS BLDQ. Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO QEN. TRUST8 BtTH,DIÍÍ(3 Cor. Portage Ave. og Smlth Bt. Phone 926 952 WINNIPBO Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointments Phone 924 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO OEN. TRUST8 BUIL.DINQ 283 PORTACHP AVE Winnlpeg, Man. SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUICTK RKLIABUK SERVICB J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDO WPQ. Fasteignasalar. Ledgja hQs. Ot- vega penlngalán og elds&byrgö bifreiÖaAbýrgö, o. s. frv. Phone 927 638 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Löofrœðinoar 209B/.NK OF NOVA SCOTIA BO. Portage og Qarry Si. Phone 928 291 GUNDRY PYMORE Limited British QuaUty Fish Nettino 68 VICTORIA ST„ WINNIPBO Phone 98 211 Manaoer T. R. THORVAL.DBON Your patronage wlll be appreclated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. B. PAQE, Manaoino Director Wholesale Distrlbutors of Frjeh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREEJ Office Ph. 26 328 Res. Ph. TÍ 917 Q. F. Jonasson, Pres. A Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, 81 ml »26 Í*T Wholesale Distributors of FRESH AND FRQZBK FI8H

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.