Lögberg - 19.05.1949, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.05.1949, Blaðsíða 2
2 >4 HosbErg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED B95 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Vtanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Ciass Mail, Post Office Department, Ottawa VIÐ ÞJÓÐVEGINN Þegar kosningar eru í aðsigi hagar oft þannig til, að þær línur, er skipta eiga meginmálum eru svo litdauf- ar, eða óskýrar, að örðugt er að greina sauðina frá höfr- unum og þar fram eftir götunum; slík jafnslétta leiðir tíðum til þess, að kjósendur láti sér nokkurnveginn á sama standa hvernig kaupin gerist á eyrinni og kylfu ráða kasti um atkvæði sín, telji þeir það þá á annaðborð ómaksins vert að koma á kjörstað og greiða atkvæði; í kosningum þeim til sambandsþings, sem nú fara í hönd, er engu slíku til að dreifa; stefnuskrá hins alþjóð- lega flokks, Liberal flokksins ,er máluð svo glöggum dráttum, og sker sig svo afdráttarlaust úr við loforða- þoku hinna flokanna, að þar kemst ekkert annað til jafns við; hinn spaki og víðsýni forustumaður Liberal flokksins, St. Laurent forsætisráðherra er ekki eitt í dag og annað á morgun; hann er ávalt og allsstaðar samur við sig, hvort heldur sem hann ræðir við ættbræð- ur sína í Quebec eða fólkið í Victoria eða Vancouver; boðskapur hans er ávalt hinn sami, boðskapur canad- ískrar þjóðeiningar, boðskapur almennra mannréttinda, boðskapur þeirra kjarnviða, er ósýkt, lýðræðislegt þjóð- skipulag grundvallast á. Svo má segja, að Liberaflokkurinn hafi haldið um stjórnartauma í þessu landi síðan að fyrri heimsstyrj- öldinni lauk, að undanskildum hundadögum Arthurs Meighen og hinum eftirminnilega vandræðakafla R. B. Bennetts frá 1930 til 1935. Liberal flokkurinn hefir jafn- an notið forustu hinna ágætustu manna, og nýtur enn, þar sem St. Laurent á hlut, sem á skömmum tíma hefir svo aukið á hróður sinn, að hann er viðurkendur sem heimsborgari. Yfir íhaldsflokknum grúfir miðaldamyrkur, sem svo er dyggilega varðveitt af sérhagsmunastefnunni, að þar má engin skíma komast að. C.C.F.-sinnar eru þornaðir upp og gera ekki betur en hjakka í sama farinu, en Social Credit fylkingin er einskorðuð við olíubrunn- ana í Alberta; áhrif hennar ná nú ekki lengra en það. Liberalflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem eitthvað raunhæft hefir upp á að bjóða, eitthvað það, sem allar stéttir þjóðfélagsihs varðar jafnt, enda er hann í raun og veru eini flokkurinn, sem styðst við al- þjóðlegt markmið. Þegar Liberalstjórnin í Ottawa hratt í framkvæmd löggjöfinni um fjölskyldustyrkinn eða framfærslustyrk barna, voru henni bornar mútur á brýn úr hópi sumra þeirra, er nú sækjast eftir völdum; nú mun það þó nokk- urnveginn alment viðurkent, að sjaldan hafi í landinu heillavænlegri lögjöf komið til framkvæmda, þó ljósast verði það vitaskuld vanefnuðum fjölskyldum, er stóran barnahóp hafa fram að færa; nú eru börn slíkra fjol- skyldna fædd og klædd engu síður en börn hinna, sem betur stóðu að vígi frá efnalegu sjónarmiði séð, og betur undir skyldur sínar við þjóðfélagið búin þegar lengra kemur út í lífið, en ella myndi verið hafa; að tryggja öllum þegnum þjóðfélagsins sem jafnasta aðstöðu í lífsbaráttunni, hefir jafn verið kjörorð Liberalflokksins og er það enn þann dag í dag. Eins og gefur að skilja hefir mörgum manninum runnið til rifja hve óverulega, og jafnvel ómannlega var búið að blessuðu gamals fólkinu í þessu fagra og auðuga landi, fólkinu, sem dyggilega hafði fórnað starfskröft- um langrar æfi í þágu þjóðfélagsins, en svo lítið fengið í aðra hönd þegar að kvölda tók og á daginn leið, að það varð að sætta sig við til að fleyta fram lífinu á fáeinum náðarmolum, er féllu af borðum drottna þeirra; napurt og kaldhæðnislegt reiptog um ábyrgðina í þessu efni, varð þess valdandi, að sáralitlum úrbótum varð komið við. Það skal sagt C.C.F.-sinnum til verðugs hróss, að þingmenn þeirra í Ottawa börðust kappsamlega þing eftir þing fyrir hækkun elhstyrksins, þó þeir fengi eigi miklu áorkað vegna misklíðar um ábyrgð mihi sam- bandsstjórnar og stjórnarvalda hinna einstöku fylkja; en að lokum gerðist þó þau tíðindi, eins og nú er komið á daginn, að núverandl sambandstjórn skarst í leikinn og fékk samþykta á þinginu tíu dollara hækkun á mán- uið; en þótt hækkunin hefði vitaksuld mátt vera nokkuð meiri, bætir hún þó mikið úr frá því, sem áður var; þetta má þakka hinum góðgjarna og mannúðlega forsætis- ráðherra þjóðarinnar, St. Laurent, er lagði persónulegt kapp á að hækkun ellistyrksins fengi framgang á þingi. Á þinginu, sem nýlega var rofið, hlaut Atlants- hafssáttmálinn samþykki; fyrir framgangi hans barðist St. Laurent forsætisráðherra eins og hetja án tillits til þess hvernig ýmsum ættbræðrum hans, einangrunar- postulunum í Quebec, kynni að lítast á blikuna; hann brýndi það fyrir þingheimi, að einangrun Canada væri fyrir fult og alt úr sögunni; að á vettvangi heimsmál- anna yrðu skyldur og réttindi að haldast í hendur og að þar yrðu allar þjóðir að vera jafnar fyrir lögunum; og þessu hefir forsætisráðherra kröftuglega haldið fram á hverjum einasta ræðupalli það, sem af er kosninga- hríðinni og mun svo gera unz yfir lýkur. Sigur Liberalflokksins í næstu kosningum og canadísk þjóðeining, er eitt og hið sama. LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 19. MAÍ, 1949 JÓHANNA KNUDSEN: Háskalegur misskilningur Skáleturskaflinn sem hér fer á eftir er þýðing á grein eftir skáldkonuna Laura Goodman Salverson, en hún er fyrsti ritstjóri tímarits, sem gefið er út í Winnipeg og nefnist “The Icelandic Canadian” (íslenzki Kanadamaðurinn). Rit þetta hóf göngu sína árið 1942 og er málgagn íslenzkakanadíska félagsins (The Icelandic Canadian Club). Kaflinn er meginhluti fyrstu ritstjórnargreinar- innar í fyrsta hefti ritsins og má því líta á hann sem stefnuskrá þess. “Allar þjóðir tileinka sér ein- hver sérstök verðmœti, einhverja ódauðlega dyggð, sem þær trúa jastlega, að sé ómetanlegur arfur fyrri tíma. íslenzka þjóðin er engin undantekning. Við eigum okkar gullöld, okkar fornu, sígildu rithöfunda, og við stær- um okkur af forfeðrunum, sem elskuðu frelsið meir en jarðeign- ir sínar og auðæfi. Okkur þykir gaman að sveipa dýrðarljýma hina harðgeru Norðmenn, er námu fyrstir land okkar og stofnuðu þar athyglisvert lýð- veldi og komu á fót fyrsta stjórn- arskipulagi, sem reist var á meginreglum lýðrœðis. Það er ekki nema gott eitt um það að segja, að við gerum gæl- ur við þessa arfleifð, og við ætt- um að muna fremur í aúðmýkt en stolti, að við erum gœzlumenn menningarlegrar erfðavenju, að við erum synir og dœtur hetju- legar þrautir gátu sveigt til að hvorki harðstjórn eða ósegjan- legra þrautir gátu sveigt til að hvika frá bjargfastri trú sinni á megindyggðir frelsis og réttlæt- is og virðuleik mannlífsins. En viðkvæmnisleg væntumþykja er ekki nóg. Það er ekki nóg að vera hreykinn af forfeðrum okkar. Við verðum að byrja að gera okkur Ijósa þá óumflýjanlegu staðreynd, að fortíðin lifir í okk- ur og deyr í okkur. öllum arfi, hvort heldur efnislegum eða and- legum, er hægt að sóa og glata, og þetta bruðl og þessi eyðing getur farið fram í hjarta og vit- und hvers einstaklings. Við skuldum forfeðrum okkar ekki tilbeiðslu, heldur starf. Ekki utanaðlærðar lofgerðarþulur um hugrekki og djörfung, um draum, sem er orðinn að mold, heldur okkar eigin drauma, upprisna úr þeirri mold, til að sýna að draumsýn þeirra lifi í okkur enn. Þegar langskip Norðmanna sneru trjónum sínum út á hin ókunnu höf, en augu þeirra sjálfra beindust að fjarlægum markmiðum, þá fólst í þessum verknaði einum hvöt, sem aldrei fyrnist, til niðja þeirra og til allra hugsjónamanna alls staðar. Hið þekkta var ekki mark þeirra, heldur hið ókunna, þeir leituðu ekki fortíðarinnar, framtíðin gagntók og átti hug þeirra allan. Með ákafri þrá eftir auðugra og fyllra lífi buðu þessir óforbetran- legu æfintýramenn þúsund hætt- um byrginn, og með áræði sínu slitu þeir í eitt skipti fyrir öll vanahelsi fortíðarinnar. Kon- ungsríki þau, sem þeir smiðuðu sér, voru ekki gerð eftir neinni gamalli fyrirmynd, þau stigu upp úr vaxandi straumi mannlegrar vitundar, og í samræmi við hann; þessi þjóðfélagslíkami nærðist á nýjum hugmyndum, sem sóttar voru í óteljandi framandi lindir, en gróðurmoldin var hjarta Norðmannsins og eðli. Er ekki allt þetta eins konar sjálfsögð hvöt til okkar allra, sem höfum víkingsblóð í æðum? Er það ekki Ijósara nú heldur en e.t.v. nokkru sinni fyrr í þess- um vandræða heimi, að það sem oss skortir fyrst og fremst eru æfintýramenn með nýjar hug- sjónir og kjark og hreysti til að leita nýrra landa? Rétt er það, að 'efnisheimurinn fer minnkandi. Tími og rúm hafa stytzt svo, að hið lægsta hvísl berst umhverfis hnöttinn með hraða eldingarinnar. Það er ekki til nein hindrun á jörðu, engin ókunn, dúlarfull lönd, því að þjóðir jarðarinnar eru sem óðast að verða sama stagl í sömu flík, og hver maður á að gæta bróður sins. Og enn eru til ný markmið, ó- endanleg, eilíf víðátta fyrir hina leitandi vitund mannsins. Hin eina hindrun, sem enn er til, er í ríki hugans. Og hvílíkt óráð og villa! Hvílíkur frumskógur and- legs illgresis og misskilnings verður á vegi landnámsmcmns- ins! Kynþáttahatur og -hroki, fáfræði, hjátrú, kr e ddur og þræsni. Þetta eru þau blindsker, sem æfintýramaðurinn verður að sigla fram hjá eða farast ella. Og samt er þetta helzta œfintýri og meginögrun vorra tíma, og höfð- ar til sjálfrar lífhæfni okkar og björgunargetu. Letrið á veggn- um er skýrt. Hið gamla lag villu dýrslegs ofbeldis, heimskulegs arðráns og hatrammrar andlegr- ar kúgunar er í dauðateygjunum. Þeir, sem bjargast og lifa, verða þær þjóðir, er eiga nægan sveigj- anleik og andlega snilligáfu til að vera verkfœri þróunarinnar, brautryðjendur nýrra og betri mannfélagshátta, æfintýramenn framtíðar, en ekki fortíðar. Með þetta í huga hrindir Islenzk-kanadíska félagið sínum litla, bartsýna ritknerri út á hið úfna haf nútímahugsunar. Það er sannfæring okkar, að tími sé nú kominn til að drepa okkur úr dróma þeirrar tálhyggju, að skyldur okkar við fortíðina ríg- skorði okkur við gamla, íslenzka mótið. Við teljum okkar aðal- skyldur vera við Kanada og ver- öld framtíðarinnar. í þeim nýja heirhi mega þjóðernisleg sér- kenni ekki verða jafnmikils ráð- andi og fram að þessu. Við verð- um að fórna með örlæti andlegri menningu þjóðarbrotanna til þess að smíða samræmda og fúll- komnari siðmenningu, sem er í alvöru og skynsemd helguð al- þjóðarhagsmunum þessa lands. Samvinna en ekki andóf verður að vera kjörorð morgundagsins. Við munum ekki glata neinum verðmætum, heldur þvert á móti öðlast margt, sem stuðlar að betra og frjórra þjóðlífi. ísland mun samt lifa í hjört- um okkar og það sem meira er um vert: allt sem er gott og dýr- mætt í hinni fornu erfðamenn- ingu þess mun breytast í lifandi veruleika. Sem Kanadamönnum, og einungis sem Kanadamönn- um, verður okkur unnt að finna hinni norrænu arfleifð stað í hinum nýja heimi framtíðarinn- ar . . .” í fljótu bragði fer varla hjá því, að mörgum hér á landi komi sumt af orðum skáldkonunnar á óvart. Við erum vön að skoða frændurna vestan hafs eins og brot af þjóð okkar, hugsa um þá með trega og finna til með þeim eins og útlögum, er ill og óvið- ráðanleg örlög neyddu til að yfir- gefa ástfólgið föðurland, og litu síðan ekki glaðan dag vegna ó- yndis og heimþrár. Það er held- ur engum vafa bundið, að þetta hefur orðið hlutskipti margra vesturfaranna, þjáningar þeirra og erfiðleikar taka ekki tárum. En okkur hættir við að gleyma því, að meginþorri þeirra, er við nú nefnum Vestur-lslendinga, eru synir og dætur annars lands, önnur tunga er þeirra móðurmál, Island er í hjörtum þeirra í hæsta lagi fjarlægt draumaland, hjúpað minningum og þrá pabba eða mömmu, afa eða ömmu. Það, sem hér fer á eftir, er ekki ritað til þess að særa tilfinningar þeirra öldruðu landa minna, sem enn eiga um sárt að binda af þessum völdum. Ég bið þá um að setja sig í spor hinnar ungu kyn- slóðar og reyna af fremsta megni að skilja, að það er hvorki ó- tryggð né ódyggð, sem rekur hana út á hinar nýju brautir, heldur eðlileg og djúpstæð þörf og skylda. Og ég bið þá einnig um að reyna að átta sig á sjónar- miði okkar, sem óttumst nú um framtíð hinnar íslenzku þjóðar og alls þess, sem okkur og þeim sjálfum er kærast. Ef til vill finn- ið þér einmitt í þessu sambandi tækifæri til hinztu þjónustu við það land, sem þér hafið misst og harmað. Tímaritið, sem að ofan getur, hljóp af stokkunum skömmu eft- ir að Kanada fór í stríðið með Englandi, og markmið þess virð- ist vera þrefalt: 1. Að hvetja fólk af íslenzku bergi brotið til þess að átta sig á því, að það sé Kunadamenn, en ekki íslendingar. 2. Að uppörfa æskulýðinn til að færa sönnur á hollustu sína og ættjarðarást með því að ganga í herinn. 3. Að vinna að því að varð- veita hinn íslenzka menningar- arf. Önnur höfuðgreinin í þessu fyrsta tölublaði er eftir W. J- Lindal, dómara, og heitir “Hvar stöndum vér?” Þar segir m. a.: “ Á þessum tímum (þ. e. þeg- ar nazisminn ógnar pílu mann- kyni) verður hver sú þjóð, er þráir sjálfstjórn af einhverju tagi, og hver einstaklingur, sem hafa vill að einhverju leyti sjálf- ur hönd i bagga með lífi sínu og örlögum, að spyrja sjálfan sig: Hvar stöndum vér? Og vera má, að sumir þeirra sona þessa lands, sem hvorki eru af frönskum né engilsaxneskum uppruna, hafi meiri en eina ástæðu til þess að velta þessari spurningu fyrir sér. Feður þeirra og mæður fluttust hingað til Kanada úr ýmsum þjóðlöndum Evrópu. Fyrir þá er það ekki sársaukalaust að sjá margt af því, sem þeim er hjartfólgið, hverfa algerlega eða renna inn í hið kanadíska þjóðarhaf. Þeir (Frh. á bls. 3) Fyrsta ATTHAGAFLUGIÐ TIL ÍSLANDS (ef nœgileg þátttaka fæst) FRÁ WINNIPEG 2. JÚLÍ, 1949 (til baka frá Reykjavík 23. júlí) Opinberar móttökur í Reykjavík ráðgerðar. Karlakór Reykjavíkur syngur, og fl. FARARSTJÓRI OG KVIKMYNDARI MEÐ 1 FÖRINNI Fjöldi þátttakenda takmarkaður Flugfarið fram og aftur aðeins $550.00 á mann Þeir sem taka vilja þátt í för þessari eru vinsamlegast beðnir að gera oss aðvart hið fyrsta, og greiða helm- ing farsins, en síðari hlutinn greiðist eigi síðar enn 15. JÚNÍ, n.k. VIKING TRAVEL SERVICE 165 Broadway, New York 6, N.Y. picture n ■ | r FRAMING 0 H L L 20% Off sS' Bring all your pictures. Original designs — experl workmanship. SPECIAL 1.000 ready-made box frames, 3" x 3" to 10" x 12". HALF PRICE lo $1.95 LIVING ROOM PICTURES V2 price and less. Regular $35.00 14.95 anc* 17.50 • 500 CLOSE-OUTS — 25c and UP , “It's Our Birthday’’ THE LITTLE GALLERY 317 Kennedy Slreel Phone 924 620 AVOID WIRING WORRIES in your new home! USE RED SEAL Wirirtg Specifications For safe, dependable wiring in your new home, insist on Red Seal Wiring. Red Seal is the standard set by the electrical industry at large. It assures you of plenty of outlets to meet all your electrical needs, conveniently and safely. Call City Hydro, 848 124, or Red Seal Headquarters, 927 187, for free information on Red Seal. At the same time install City Hydro’s dependable, low cost electric service in your home. CITY HYDRO Owned and operaled by fhe Cilizens of Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.