Lögberg - 28.07.1949, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.07.1949, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. JÚLÍ, 1949 Rætt við Bjarna Bjarnason, skólastjóra á Laugarvatni: 1 héraðsskólanum aS Laugarvatni stunduðu 209 nem. nám s.l. vetur þrátt fyrir þrengslin f tveim efstu bekkjum skólans var stundað mennta- skólanám og nemendur þeirra luku allir sömu bekkjar- prófum og við menntaskólann í Reykjavík — 20 nem- endur stóðust landspróf. Umbœtur veröa gerðar á hita- og vatnsveitu skólans í sumar og reynt að halda ájram með nýju bygginguna, ef byggingarlán verður fáanlegt. Vestrarstarfi héraðsskólans að Laugarvatni er nú nýlega lokið. Þar dvöldu rúmlega 200 nemendur í vetur í fimm bekkjum. Starfi 1. og 2. bekkjar var lokið í apríllok, en hinna bekkjanna 1. júní. Starf skólans er þannig orðið mjög umfangsmikið og fjölþætt, en skólinn á við ótrúleg þrengsli og vandkvæði í starfi sínu að etja vegna húsnæðiseklu eftir hinn mikla bruna, er þar varð fyrir nærfellt tveim árum. Hús það, sem nú er í byggingu, er ekki svo langt komið enn, að not séu af, en meðan svo er eru starfsskilyrði skólans að verulegu leyti skert. Tíðindamaður Tímans hefir hitt Bjarna Bjarnason, skólastjóra, að máli nýlega um starf skólans á s.l. vetri og horfurnar í byggingamálum hans. Skólinn hófst seint. — Starfaði héraðsskólinn full an tíma í vetur, þrátt fyrir hús- næðisvandræðin og byggingar- framkvæmdirnar, sem þar áttu sér stað? — Hann hófst nokkuð seint í haust. Byggingarvinna stóð til loka október og verkameniy þrengdu nokkuð að. — 1. og 2. bekkur skólans komu ekki fyrr en í byrjun nóvember, en eldri bekkirnir hófu nám síðast í sept ember. Erfiðleikarnir í skóla- starfinu voru með mesta móti í vetur. Mikil veikindi í skólanum. — Var heilsufar nemenda ekki gott í vetur? — Nei, veikindi voru mikil, og einnig olli samgönguteppa vikum saman miklum erfiðleik- um. Seinni hluta vetrar gekk bæði hettusótt og innflúenza og hlutust af miklar tafir. Eitt mesta vandamál heimavistar- skólanna er það, hvernig mæta skuli smitandi sjúkdómum. Sam göngur eru oftast örar í allar átt ir, og nemendur eins og aðrir á stöðugum ferðalögum. Enginn fær við slíkt ráðið. Alls konar kvillar, sem alltaf eru að ganga einhvers staðar, hljóta því að berast inn í þessi stóru heimili. Hættulegast er þó jólafríið, en um það tjáir ekki að tala, því að allir eru samtaka — nemend- ur um að fara og foreldrar og vinir um að fá þá heim til sín. — Þá má nefna ýmis ferðalög vegna sjúkleika og alls konar kvilla.' Ósjaldan er beðið um fararleyfi vegna ferminga, gift- inga og afmæla í fjölskyldunni. Stundum eru félagssamkomur í nágrannasveitum. Þannig safn- ast þegar saman kemur og marg ir leggjast á eitt. Sé amazt við þessum óskum, síma foreldr- arnir oft og styðja óskir barna sinna. Þegar fyrsta hettusóttarsjúkl- ings varð vart hér eftir nýárið tjáði hann okkur, að hann hefði heimsótt hettusóttarsjúkling í Reykjavík í jólaleyfinu en at- hugaði ekki þá hættu, sem af slíkri heimsókn gæti stafað. Mér ógnar líka, hvað æskan gengur með margs konar líkams veilur. Ég skal nefna dæmi: í 3. bekk hér voru 35 nemendur. 13 þeirra máttu ekki æfa sund, og 10 þoldu ekki að vera í leik- fimi. Alls voru þetta 15 einstakl ingar eða nærfellt annar hver nemandi, sem varð að sneiða hjá annarri eða báðum þessum í- þróttagreinum. Stúlkurnar eru þarna í meirihluta eða þrjár á móti hverjum einum pilti. Allir hafa þessir nemendur læknis- vottorð og það er síður en svo að um uppgerð sé að ræða. Eigi að síður er þetta alvarlegt og næstum ótrúlegt. 209 nemendur í skólanum. — Hvað voru nemendurnir margir, og hvernig skiptust þeir í bekki? — Nemendur voru flestir 209 og var skipt í fimm bekki. 1. og 2. bekk var lokið í apríllok, en 3., 4. og 5. bekk lauk 1. júní. í 3. bekk luku 34 prófi. Af þeim gengu 20 undir landspróf og stóðust allir það að dómi próf- dómara, séra Sigurðar Einars- sonar í Holti. 14 nemendur luku gagnfræðaprófi. Hæstu einkunn í landsprófinu hlaut Margrét Sig valdadóttir frá Ausu í Borgar- firði, 8.71, en í gagnfræðaprófi Magnea Halldórsdóttir frá Vind- heimum í Árnessýslu, 7.55. Hæstu einkunn í öllum skólan- um hlaut Leifur Guðjónsson frá Selfossi, 9.35. Hann var í öðr- um bekk. Menntaskólanám í tveim efstu bekkjunum. — En í hvaða bekkjum skól- ans er menntaskólanám stund- að? — Tveir efstu bekkirnir svara til 3. og 4. bekkjar menntaskól- ans í Reykjavík. Farið er ná- kvæmlega eftir námstilhögun þar, og kennarar menntaskólans senda okkur sömu verkefni og þeir prófa sína nemendur í. Öll verkefnin eru send innsigluð og úrlausnir sendar á sama hátt til baka. Menntaskólakennarar hafa bæði ónæði og aukavinnu vegna þessa, en þeir hafa án undantekningar sýnt þessari við leitni hér mikinn velvilja og ágæta fyrirgreiðslu á allan hátt. Rektorinn hefir ávalt leyst úr öllu varðandi okkar deildir eins og um hans eigin skóla væri að ræða. Séð mun nú, að allir þeir nemendur, sem menntaskóla- nám stunduðu hér, hafa náð sómasamlegu prófi, en einkunn ir í sumum greinum eru enn ó- komnar í bækur. — En hver er tilgangur ykkar með því að gefa nemendum kost á menntaskólanámi við héraðs- skólann? — Tingangurinn með þessu kennslustarfi er sá, að koma í veg fyrir, að þeir unglingar, sem ljúka landsprófi til og frá á land inu, séu dæmdir til að fara til bæjanna, ef þá langar til að stunda menntaskólanám. Kennslukostnaður er sízt hærri hér, en dvalarkostnaður hvers nemanda verulega lægri en í Reykjavík að minnsta kosti. Fjárhagslega græðir þjóðin því væna fúlgu á hverjum nem- anda. Efna'lítið fólk í sveitum á því miklu auðveldara með að kosta sig við slíkt nám á Laug- arvatni, og auk þess er oft erfitt um húsnæði í Reykjavík. Máske er öðru máli að gegna með Akur eyri. Þetta gæti líka orðið til þess, að fleiri af embættismönn um okkar þekktu sveitina betur að loknu námi en nú tíðkast. Gæti ekki hugazt, að ungir kandídatar, sem eru úr sveit og numið hafa að talsverðu leyti í sveitaskóla, yrðu fúsari til að gerast embættismenn í sveit en þeir, sem aldrei hafa þar verið? Fjölda prestakalla og læknis- héraða vantar nú embættis- menn. Er rétt að leggja hend- ur í skaut án þess að leita úr- ræða? Væri ekki hugsanlegt, að sú æska, sem alin er upp í sveit og fengi stúdentsmenntun í sveitaskóla, vildi hverfa þangað aftur að loknu háskólanámi og gerast þar embættismenn? Mér finnst skynsamlegt að hlynna að svona tilraun og sjá til, hver árangurinn verður. I Þrír skólar aðrir á Laugarvatni. — Starfa ekki fleiri skólar en héraðsskólinn á Laugarvatni? — Jú, auk héraðsskólans eru hér tveir sjálfstæðir framhalds- skólar, Húsmæðraskóli Suður- lands og íþróttakennaraskóli Is- lands. Einnig var barnaskóli sveitarinnar hér í vetur. Tala nemenda á staðnum var því alls 265, auk nokkurra iðn- nema. Einn þeirra er nú að ljúka prófi sem húsasmiður, Benjamín Halldórsson frá Skaftholti í Ár- nessýslu. Hann er fyrsti nem- andinn, sem útskrifast héðan sem fullnuma iðnaðarmaður. Tveir smiðir aðrir hafa stundað hér nám, en vegna lokkandi at- vinnu hafa þeir ekki komið því í verk enn að ljúka prófi. Einn piltur stundar nú nám í hús- gagnasmíði. Þórarinn Stefánsson kennir húsgagnasmíði en Jón Jóhann- Blne Rlbbon Quality Products COFFEE A rich and flavory blend of freshly roasted, moderalely priced coffee. Always a favorile because íl is always so delicious. BAKING POWDER Pure and Wholesome. Ensures Baking Success. TEA Anderson Bros. . . . Samfagna íslenzka mannfélaginu vestan hafs í tilefni af sex- tugsafmæli Islendingadagsins, sem haldið verður hátíðlegt á Gimli þann 1. ágúst næstkomandi. „fslendingar viljum vér allir vera“. Fari eitthvað úr lagi varðandi farþega- eða flutningabíla yðar, erum vér ávalt við því búnír, að leysa fljótt og vel af hendi hverskonar aðgerðir, auk þess sem vér höfum fyrir- liggjandi til sölu Chrysler- og Plymouth farþegabíla og Fargo flutningabíla. ANDERSON BROS. BALDUR, MANITOBA PHONE 8 Our Greetings and Success to Your 60th Anniversary .of Icelandic National Celebration in Canada LISGAR HOTEL a SELKIRK MAN. Pool Kornhlöðurnar beiðast viðskifta yðar Canadaborgarar af íslenzkum ættstofni eru ekki allir bændur, sumir þeirra eru dómarar, læknar, lögfræðingar, kaupmenn, trésmiðir, blikksmiðir og menn, sem stunda margar atvinnu greinar. Fyrir þá sem landbúnað stunda, eru margar ástæður hvers vegna að þeim er hagkvæmast að selja korn sitt til POOL kornhlaðanna. íslendingar, sem til Canada koma flytja með sér heilbrigða samvinnuhneigð, sem byggð er á sögulegum grundvelli. ís- lenzka fólkið er vingjarnlegt og það er í eðli þess, að taka höndum saman við nágranna sína í sameiginlegum framtökum. Þeir eiga yfir að ráða næmu verzlunarviti, og þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu, að þeir mega treysta réttlátri ráðsmensku POOL kornhlaðanna í sambandi við sölu, geymslu og með- höndlun á korni þeirra og þeir verða aðnjótandi, eða þátttak- endur í hagnaði kornhlaðanna, það er að segja, þeir, sem í samtaka kornhlöðufélagið ganga, og munið, að því meiri og ákveðnari sem þátttaka bændanna er, því meiri verður hagn- aðurinn. Fólk um allan heim er að efla* og auka samvinnu-verzlunar- fyrirkomulagið. íslendingar eru framfaramenn. Bf að þú ert ekki enn félagi í Sambandskornhiöðufélaginu, þá talaðu við umboðsmann þess, sem að næstur þér býr og gerstu félagi í framfaramesta bændafélagi heimsins. Canadian Co-Operative Wheat Producers LIMITED Winnipeg Canada MANITOBA POOL ELEVATORS SASKATCHEWAN ALBERTA WHEAT POOL Winnipeg Manitoba CO - OPERATIVE PRODUCERS Calgary Alberta Limiled Regina Saskatchewan

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.