Lögberg - 28.07.1949, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. JÚLÍ, 1949
Hogtorg
GefiB út hvern flmtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
6 95 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg" is printed and publiahed by The Columbia Presa Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ott&wa
DEMANTSAFMÆLIÐ
Samtök þau meðal íslendinga vestan hafs, er ganga
undir nafninu íslendingadagurinn, eiga demantsafmæli
í ár, og verður þessa atburðar að makleikum minnst
með mannfagnaðinum á Gimli þann 1. ágúst næstkom-
andi.
Hinn fyrsti þjóðminningardagur íslendinga í Can-
ada, var hátíðlegur haldinn í Winnipeg sumarið 188y,
og frá þeim tíma hefir hátíðin haldist óslitið við, og að-
sókn að henni farið vaxandi ár frá ári, einkum eftir að
það varð að ráði, að halda hana í félagi við íbúa Gimli-
bæjar á Gimli, þar sem varanlegt landnám íslendinga
hér um slóðir festi rætur.
Pyrsti þjóðminningardagur íslendinga á meginlandi
Norður-Ameríku var haldinn hátíðlegur í borginni
Milwaukee í Wisconsinríkinu 2. ágúst 1874 í tilefni af
stjórnarbótinni, er Kristján konungur hinn 9. þá færði
íslendingum persónulega að ÞingvöUúm við öxará;
þennan áminsta hátíðisdag í Milwaukee flutti séra Jón
Bjarnason eitt hið snjallasta og kröftugasta íslands-
minni, er sögur fara af, þótt oft hafi ættlandsins vita-
skuld síðan verið fagurlega minst báðum megin hins
breiða hafs.
Og þrátt fyrir óhjákvæmilega breyttar aðstæður,
margar eðlilegar, en sumar miður eðlilegar, verða þau
enn mörg íslandsminnin, sem flutt verða á íslenzku
í þessari álfu, og mörg mergjuð ljóð kveðin á íslend-
ingadögum okkair Vestmanna Við aríneld ,*Ástkæra,
ylhýra málsins“.
Skemmtiskrá íslendingadagsins, sem nú fer í hönd,
hefir þegar verið birt í íslenzku vikublöðunum og hefir
almenningur þegar átt þess kost að brjóta hana til
mergjar; forsæti skipar séra Valdimar J. EJylands, sem
kunnur er að orðfimi og rögg að hverju, sem hann
gengur.
Fjallkona dagsins að þessu sinni verður frú Hólm-
fríður Daníelsson, sem íslendingum er löngu kunn
vegna margþættrar starfsemi hennar í þágu íslenzkra
mannfélagsmála.
Fyrir minni íslands mælir hr. Andrés Daníelsson
frá Blaine, Washington, er um langt skeið átti sæti í
ríkisþinginu í Olympíu, maður prýðisvel máli farinn og
málafylgjumaður hinn mesti; hefir hann jafnan t.ekið
virkan þátt í íslenzkum mannfélagsmálum, og eru þau
Andrés og frú annáluð fyrir gestrisni og höfðingssskap;
um það geta þeir bezt borið, er átt hafa því láni að
fagna, að njóta risnu þeirra og alúðar í Blaine.
Hr. Böðvar H. Jakobsson bóndi í Geysisbyggð í Nýja
íslandi minnist íslands í Ijóði; er hann ljóðrænn vel og
góður íslendingur.
Verðlaunaskáldið Art Reykdal, flytur kvæði á ensku
fyrir minni Canada; eins og menn munu minnast, hét
íslendingadagsnefndin $50.00 verðlaunum fyrir bezta,
frumsamda Canadaminnið í tilefni af Demantsafmæl-
inu; fregnað hefir Lögberg það, að hr. Reykdal hafi
orðið hlutskarpastur af sjö keppinautum, og má það
kallast vel að verið.
Ung, glæsileg og vel menntuð stúlka, Constance Jó-
hannesson, minnist Canada í ræðu; var þetta ábyggi-
lega vel ráðið og þarf eigi að efa að hún geri hlutverki
sínu hin beztu skil; að öðru leyti vísast til hinnar prent-
uðu skemmtiskrár.
Það er að jafnaði ósegjanlegt ánægjuefni, að hitt-
ast á Gimli á Þjóðminningardeginum, skiptast á vina-
kveðjum og fagna sameiginlegum uppruna og sam-
eiginlegum menningarerfðum, því enn er sú taug röm,
er rekka dregur föðurtún til, og mun á því engin undan-
tekning verða að þessu sinni; við landnámið við Winni-
peg eru bundnar margar minningar, ýmist laugaðar
fögnuði eða tárum, því svo skiptust þar á ábærilega
framan' af skin og skúrir.
Allir íslendingadagar okkar eru fyrst og fremst helg
aðir minningu hinna íslenzku frumherja, er með lát-
lausri fórnarlund og óviðjafnanlegum kjarki ruddu
myrkviðinn og gerðu garðinn frægan; engir unnu ís-
landi heitar en þeir, og engir Canadaþegnar hafa enn
tekið þeim fram að trúnaði við hið nýja og fagra kjör-
land þeirra; minning þeirra er langlíf og sveipast þeim
mun fegurri ljóma sem ár og aldir líða.
Samið um breskt lán
til togarakaupa
IHambrosbakni veitir það að
upphœð 32,7 milljónir króna
Síðastliðinn föstudag 8. þ.m.
undirritaði fjármálaráðherra,
fyrir hönd ríkissjóðs, hér í
Reykjavík samning við Hambros
Bank Ltd. í London um lántöku,
að upphæð 1.250.000 sterlings-
pund, og skal fénu varið til
greiðslu upp í kaupverð hinna 10
togara, sem ríkisstjórnin hefur
fest kaup á hjá breskum skipa-
smíðastöðvum. Er gert ráð fyrir,
að smiði þeirra verði lokið á tíma
bilinu desember 1950 til septem-
ber 1951 og er heildarkaupverð
þeirra áætlað 1.500.000 sterlings-
pund, eða um 39 millj. kr. Upp-
hæð lándsins í íslenzkum kron-
um er 32.775.000.00 og er miðuð
við lagaheimild þá, sem til grund
vallar láninu liggur.
Á þessa leið segir í fréttatil-
kynningu er Mbl. barst í gær frá
ríkisstjórninni um þetta mál. —
Og í tilkynningunni segir enn-
fremur:
Ajborgunarlaust í 3 ár.
Lánið er með 4%% útboðs-
vöxtum. Það er afborgunarlaust
3 fyrstu árin, en endurgreiðist
síðan með hækkandi afborgun-
um á 17 árum. Það er tryggt með
1. veðrétti í togurunum. Ham-
bros Bank býður lánið út til
áskrifta innan fárra daga á gengi
99. Þetta, ásamt stimpilgjaldi á
skuldabréfum lánsins og ýms-
um öðrum óumflýjanlegum
kostnaði við lántökuna, gerir það
að verkum, að raunverulegir
vextir af láninu er rétt um 5%.
í byrjun síðasta stríðs bann-
aði breska stjórnin allar erlend-
ar lántökur í Bretlandi og er
þetta fyrsta erlenda lánið, sem
bresk stjórnarvöld leyfa að boðið
sé út þar í landi í meira en 9
ár.
Undirbúningur hófst s.l. vetur
Samninganefndin, sem fór til
London síðastliðinn vetur, at-
hugaði, samkvæmt ósk ríkis-
stjórnarinnar möguleika á öfl-
un lánsfjár vegna togarakaup-
anna nýju. Síðar fól ríkisstjórn-
in Jóni Árnasyni, bankastjóra,
Landsbankans málið í hendur,
og fór hann í því skyni til Lod-
on í byrjun júnímánaðar s.l. —
Tókst fljótlega að fá leyfi breskra
stjórnarvalda til lánútboðs og
jafnframt náðist samkomulag við
Hambros Bank um sjálfa lán-
tökuna. Var búið að ganga frá
skilmálum lánsins í meginattrið-
um, áður en Jón Árnason hélt
heimleiðis frá London. Ríki-
stjórn féllst á það, sem samkomu
lag hafði orðið um í London. Var
þá aðeins eftir að ganga frá ýms-
um formsatriðum og sendi Ham-
bros Bank hingað lögfræðinginn
Mr. Crostwaite til þess að ann-
ast frágang lánsskjala í samráði
við fulltrúa ríkisstjórnarinnar
og til þess að vera við undir-
skrift lánsskjalanna.
Mbl. 9. júlí
LEIÐRÉTTING
í minningargrein minni um
Sigurð Árnason byggingarmeist-
ara í síðasta blaði hefir í vélritun
fallið úr dánardægur hans. í nið-
urlagi 5. málsgreinar bætist því
við: „Hann lést þ. 24. desember
1948“.
Aðstendendur og lesendur al-
mennt eru beðnir afsökunar á
þessum mistökum.
R. BECK
VERUM SAMTAKA Hamingjuóskir til íslendinga á sextíu ára afmæli þjóðminningardags þeirra CoNGRATULATIONS
á Gimli 1. ágúst 1949. * • to the lcelandic People on their
Þess óskum við innilega öllum voru míslenzku vinum. Vér höf- National Holiday at Gimli August 1st, 1949.
um orðið þeirra forréttinda að- •
njótandi að eiga viðskipti við ís- i from
lenzka fiskimenn yfir lengsta
tímabil í sögu Manitoba-fylkis. •
Þökk fyrir drenglund alla og t # ^ /i • X)
vinsemd. JlakeAide V'uxíuuj, Ua.
• A. THORKELSON and TH. THORKELSON Deálers in
ARMSTRONG - GIMLI FISH, WOOD, COAL and General Merchandise
FISHERIES LIMITED J. M. DAVIS, forstjóri GIMLI MANITOBA, CANADA
Hefja nýja sókn
Kommúnistar í Kína hafa haf
ið grimmilega sókn á hendur
Nationalistum í Hunanfylki, og
reyna af alefli að ná á vald sitt
járnbrautinni til Canton.
★
Á matstofunni.
Náungi sat inni á kaffistofu og
sá, að á matseðlinum stóð þetta
erlenda orð: „Roast-beef“. Hann
sagði við þjóninn: „Láttu mig
hafa eina sneið af þrumara með
rosabíf“.
Móðirin: — Er það satt, sem
mér er sagt, að þú hafir kysst lög
regluþjón á tröppunum í gær-
kvöldi?
Dóttirin: — Já, en mamma,
þú veist, að það er bannað að
óhlýðnast lögreglunni.
★
— Varstu á skautum með
Siggu í gær?
— Já.
— Datt hún?
— Já, en ekki fyrr en við
þriðja kossinn.
KAUPENDUR LÖGBERGS OG
HEIMSKRINGLU Á ISLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað.
Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtima.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til min.
BJÖRN GUÐM UNDSSON
Mávahlíð 37, Reykjavík.
H>t. JPaul’ð College
minniprg, ðlanitoba
Háflkóladefld I samvlnnu met Hftskóla Manitobaíylkls.
(I) 1. 2. 3. og 4 háskólaár
(II) 1 og 2 ár í vísindum (Science)
Undirbúnings háskólakennsla fyrir nemendur í Architectur
fræði, verzlunarfræði, hærri menntun, mælingafræði,
læknisfræði og guðfræði.
Gagnfræðaskóladeild IX. X. XI. og XII. bekkur.
í XI. deildinni er auk hins vanalega námshraða veitt til-
sögn í hraðverzlunarfræði.
Aðkomandi námsfólk aðstoðað með dvalarstaði í borginni.
Skrifið eftir upplýsingum og námsskrá
Vlfl OSKUM
Islendingum til allra
heilla og hamingju
á sextíu ára aldurs
afmæli þjóðminn-
ingadags þeirra 1.
ágúst 1 949.
%
Stjórn og starfsfólk
Maple Leaf
Creamery
C. J. BRECKMAN
I
LUNDAR - MANITOBA - CANADA