Lögberg - 28.07.1949, Blaðsíða 1

Lögberg - 28.07.1949, Blaðsíða 1
eim/MST HEILIR A GIMLI GI3ILI ER VAGGA LAADNAMSINS WINNIPEG, FIMTUDAGINN 28. JÚLÍ, 1949 NÚMER 30 Sálsýki aðalumræðuefni Prestafélagsfundarins Prestafélag Islands hélt 31. aðalfund sinn í gær, og var fundur- inn haldinn í Háskólakapellunni og hátíðasal Háskólans. —: Hófst hann kl. 10 árdegis með ritningarlestri og bæn, er séra Halldór Jónsson að Reynivöllum annaðist. — Sungnir voru sálmarnir: „Þann signaða dag vér sjáum enn“, og „Víst ert þú, Jesús, kóngur klár“. Ávarp formanns. Frá Háskólakapelunni var gengið í hátíðasal Háskólans sem var skrýddur fánum allra Norð- urlanda vegna norræna stúdenta mótsins þessa dagana. — Form. Prestafélags Islands próf. Ás- mundur Guðmundsson hóf ávarp sitt til prestanna með því að minnast á, að 10 ár væru um þessar mundir liðin frá því að núverandi biskup tók við em- bætti sínu. — Fór hann viður- kenningarorðum um störf bisk- ups, sem bæði hefðu verið marg- þætt og mikil á þessum árum. — M. a. gat próf. Ásmundur þess, að líklega hafi enginn biskup unnið meir fyrir kirkjusöng í CONGRATULATIONS! To the Icelandic People on the Occasion oí their Sixtieth National Celebration at Gimli, Monday, August lst, 1949. Canadian Pacific Hotel SELKIRK MANITOBA Staðurinn þar sem kátir piltar mætast. W. G. PAULTER, eigamdi. Verið að endurnýja Hótelið frá toppi til táar. VERUM SAMTAKA Beztu óskir til íslendinga á sextugustu þjóðminningarhátíð þeirra á Gimli 1. ágúst 1949. H. R. Tergesen Druggisi GIMLI MANITOBA Eg óska Islendinginn til heilla og hamingju á Sextíu ára aldurs afmæli jDjóðminning- ardags þeirra á Gimli, I. ágúst l 949. J. M. Gislason Forstjóri og eigandi FLOTHOLTA VERKSMIÐJUNNAR Á lundar manitoba, canada landinu síðan Jón Ögmundsson leið. Baráttutímar framundan. 1 ávarpi sínu komst próf. Ás- mundur svo að orði: „Þess er nú síst að dyljast, að miklir baráttu- tímar munu vera framundan fyr- ir þjóð okkar. Já, innbyrðis bar- átta er þegar hafin, — hörð og hatrammleg eins og atburðirnir sorglegu 30. mars bera ljósast vitni um.“ Síðan minnti hann á, að nú þyrftum við að standa sameiginlega vörð um sjálfstæði tungu og þjóðerni, allt hið dýr- asta og besta, sem feður okkar og mæður hefðu unnið fyrir með lífi sínu og starfi. “Þú veist allt . . . “ Próf. Ásmundur fór nokkrum orðum um hlutverk kirkjunnar á öld sundrunga og flokkadrátta, en það hlutverk væri að bera á milli friðarorð og kærleika, sætta og sameina, og auka þjóðina þannig að innra þrótti. — Hvatti hann prestana til þess að láta friimtón Kristindómsins óma í hjörtunum, en sá frumtónn væri kœrleikur Krists. — Minnti hann á orð Páls: Hvað mun geta gjört oss viðskila við kærleika Krists, — og játningu Péturs frammi fyrir Kristi: Þú veist allt, þú veist að ég elska þig. Kennslubók í kristnum frœðum fyrir gagnfræðaskóla. 1 skýrslu félagsstjórnar, sem próf. Ásmundur flutti, var frá því sagt, að séra Árelíus Níelsson hefði tekið að sér f.h. félags- stjórnarinnar að semja námsbók í kristnum fræðum fyrir gagn- fræðaskóla. — Væri mikil þörf slíkrar bókar, þar sem margir biðu nú eftir þeirri bók til þess að geta hafið kenslu í kristnum fræðum við framhaldsskólana.— Ingimar Jóhannesson kennari mun aðstoða við samningu bókar innar í samráði við Prestafélags- stjórnina. Um réttindi og skyldur embættismanna. Kl. 11 f.h. var rætt um réttindi og skyldur embættismanna. Það gerði séra Björn Magnússon dó- sent, og skýrði hann frá frum- varpi til laga, sem fram er komið um það atriði. — Rakti hann frv. í einstökum liðum og gerði grein fyrir þýðingu þess. Nauðsyn á menntun guðfrœði- nema varðandi sálsýki. Kl. 2. e.h. var rætt um nauðsyn á fræðslu presta varðandi sál- sýki. — Voru tveir framsögu menn: Dr. Helgi Tómasson og séra Jakob Jónson. Séra Jakob talaði frá sjónarmiði prestsins um þennan þátt í starfi fyrir hina sjúku, og lagði áherslu á hve nauðsynlegt það væri prestinum í starfi hans að vera á verði hvað gera bæri fyrir þá sem á ein- hvern hátt væru, sálarlega van- heilir og þyrftu lækningar við. Dr. Helgi Tómason talaði um málið frá sjónarmiði læknisins og vísindamannsins. — Sagði hann að heppilegt væri að guð- fræðinemar ynnu einhvern tíma á geðveikrahæli til þess að öðl- ast raunhæfa þekkingu á þessum sjúkdómi. — Einnig væri það æskilegt að fyrirlestrar í sál- sýkisfræði yrðu fluttir sem einn liður í námi þeirra. — Hvöttu báðir ræðumenn til samvinnu milli presta og lækna í þessu máli. Heimsóknir kennimanna frá N orðurlöndum. Kl. 5 e.h. flutti próf. Ásm. Guðmundsson vísindalegan fyr- irlestur er hann nefndi: Þættir úr ævi Jesú frá Nasaret.—Þökk- uðu fundarmenn erindið með því að rísa úr sætum. Séra Páll Þorleifsson að Skinn astað form. allsherjarnefndar bar fram till. er borist höfðu m. a. varðandi Kirkjuritið, till. dr. Helga Tómassonar um verklega og fræðilega kennslu í sálsýki við Guðfræðideild Háskólans, og heimsóknir kennimanna frá Norðurlöndum og voru þær sam- þykktar. S t j órnarkosning. Samkv. hinum nýju félagsl. áttu tveir menn að ganga úr stjórninni, próf. Ásm. Guðmunds son, og séra Sveinbjörn Högna- son. Voru þeir báðir endurkosn- ir. Varamenn voru einnig endur- kosnir: séra Hálfdán Helgason prófastur, séra Sigurbjörn Ein- arsson dósent. Endurskoðendur voru einnig endurkosnir; Séra Friðrik Hallgrímsson, séra Þor- steinn Briem og séra Sigurjón Árnason. — Heillakveðja barst frá séra Ragnari Benediktssyni og var kveðjan þökkuð með lófa- taki. Þessum aðalfundi Prestafé- lagsins lauk svo í kapellunni með guðræknisstund um kl. 7:30 e.h. — Var þessi aðalfundur fræð- andi og örafandi til starfa fyrir kirkju Krists, og til ánægju fyrir þá sem hann sóttu. P. Mbl. 24. j.úní JOHN J. ARKLIE Optometnst a nd Opturutn (Eye* Examlned) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD PORTAGK AT HARGRAV* 1,000 BUDIR TIL AFNOTA 1 SLETTUFYLKJUM Það er sannleikur að til séu 1000 sölu- búðir, sem fullnægi daglegum þörfum þús- unda heimila hvað mat viðvíkur. Þeir, sem eru innan við búðarborðið eiga þessar búðir, og þeir finna til metnaðar yfir því, hve hreinar og vistlegar þær jafnan eru. Hafið þér gætt yður á hinu fræga Red and White kaffi; það er viðurkent fyrir hve hressandi og ljúffengt það er. Vér mælum með því að þér kaupið pund til reynslu á morgun. Verðlag hjá Red and White er ávalt sann- gjarnt. Þér þurfið ekki að bíða eftir kjör- kaupum í vikulokin. Verzlið og sparið hjá Red and White RED and WHITE FOOD STORES St. John’s College Scnool WINNIPEG Founded 1820 DAY AND BOARDING SCHOOL FOR BOYS Offering complete courses from Preparatory Grades to Honor Matriculation (Grade XII). LARGE GYMNASIUM INDOOR RINK CADET CORPS Physical Training and Oganized Games, Instruction in Manual Training OPENING CLASSES - SEPT. 14tK BOARDERS . SEPT. 13th For Calendar and information apply to the Head- master, St. John's College School, Winnipeg. nriB'«i mumu m VERUM SAMTAKA Hamingjuóskir til íslendinga á sextíu ára afmæli þjóðminningardags þeirra á Gimli 1. ágúst 1949. GEO. D. SIMPSON Box Company Limited MAIN and PARTRIDGE WEST KILDONAN PHONE 54 339 United Church of Canada United College in afíiliation with THE UNIVERSITY OF MANITOBA Students are offered courses in FACULTY OF ARTS AND SCIENCE— A complete liberal Arts course leading to the B.A. degree Junior Division Science courses. First and Second Year Pre-Medicine. Preparatory courses for Architecture, Engineering, Pharmacy, Law, Commerce, Dentistry, etc. COLLEGIATE SUPPLEMENTAL SUMMER SCHOOL— Grades XI and XII. Commences August 3, 1949. COLLEGIATE WINTER SESSION— First year of the new two-year Grade XI—General Course. Accelerated Grade XI General Course for Matriculation. Grade XII—Entrance to Second Year and Normal School. FACULTY OF THEOLOGY—Diploma and B.D. Courses. RESIDENCES for men and women Session 1949-50 Registration Dates Opening Dates Collegiate Division Sept. 8. 9 Sept. 12 Faculty of Arts and Science New students Sept. 14, 15 Sept. 21 Former students Sept. 16, 17, 19,20 Sept. 21 Faculty of Theology Sept. 26 Sepí. 27 Write to the Registrar UNITED COLLEGE, Portage at Balmoral. WINNIPEG Phone 722 291 or 30 476

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.