Lögberg - 28.07.1949, Qupperneq 4

Lögberg - 28.07.1949, Qupperneq 4
28 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. JÚLÍ, 1949 Góður gestur í heimsókn á Islandi Frú Regina Eiríksson frá Minneapolis kom hingað með „Geysi“ s. I. sunnudag Á styrjaldarárunum lögðu margir íslenzkir námsmenn leið sína til borgarinnar Minneapolis í Minnesotafylki í Bandaríkjun- um. Veran þar mun hafa verið þeim flestum ánægjuleg, og er það ekki sízt að þakka því, hve vel Vestur-íslendingar þeir, er búsettir voru í borginni, tóku á móti hinum ungu löndum sínum. Heimagangar Einkum munu það þó hafa verið þrjú heimili, sem íslenzku stúdentarnir voru heimagangar á þar sem þeir gátu gengið út og inn og haít alla sína henti- semi, rétt eins og þeir væru heima hjá sér. Það var hjá Gunn ari og Ingibjörgu Björnsson, Tryggva og Svönu Athelstan og Vilhjálmi (Bill) og Regínu Ei- ríksson. Og gestrisni og hjálp semi þessa fólks var óspart not- uð. „Fóstur“ Nú eru tvær af þessum „fóstr- um“ íslenzkra stúdenta staddar í heimsókn hér á íslandi. Frú Athelstan kom hingað um miðj- an júní, og dvelur nú hjá for- eldrum sínum á Seyðisfirði, og frú Eiríksson kom hingað með flugvélinni „Geysi“ s.l. sunnu- dag. Svoleiðis er það hjá góðu fólki Allt frá því að fyrstu stúdent- arnir komu til Minneapolis, bjuggu einn eða fleiri af þeim hjá Bill og Reginu, og eru þeir nú orðnir býsna margir land- arnir, sem þau hafa skotið skjóls húsi yfir. Manni fannst húsið þeirra ekkert mjög stórt. Samt var alltaf pláss þar fyrir einn — eða kannske tvo í viðbót. Svo- leiðis er það alltaf hjá góðu fólki. Lítill þakklætisvottur Bill er nú látinn fyrir nokkr- um árum en sem örlítinn þakk- lætisvott til þeirra hjóna, á- kváðu íslenzkir námsmenn, sem verið hafa í Minneapolis, að bjóða Regínu heim til íslands í sumar.. Og nú er hún komin. Fréttamaður blaðsins hitti hana sem snöggvast í gær — svona rétt til þess að bjóða hana velkomna. Aldrei til íslands áður — Þú hefir aldrei komið til íslands áður? — N'ei, nei. Ég er fædd í Winnipeg — uppalin í Nýja-ís- landi. Foreldrar mínir Þórður Helgason frá Brúarfossi í Mýrar sýslu og Halldóra Geirsdóttir frá Raufarhöfn, voru bæði ung, er þau fluttust út. Hann var að- eins 15 ára en hún 18 ára. En aldrei var talað annað en ís- lenzka á heimili okkar. Góð í íslenzku '■ — Nú — þess vegna er það, sem þú talar íslenzkuna eins og þú sért fædd og uppalin hér. — Ojæja — en ég æfðist auð- vitað vel í málinu á því að tala við stúdentana. Annars er in- dælt að vera loksins kominn til íslands — mér fannst ég raunar vera komin hingað um leið og ég kom um borð í „Geysi“. Og mér lýst auðvitað prýðilega á mig. — Fáum meira að heyra seinna — Uss, blessuð vertu — ég ætla ekki að yfirheyra þig um hvernig þér lítist á þig, fyrr en þú ert búin að sjá eitthvað af landinu. En í haust fáum við kannske meira að heyra frá þér — er það ekki? TÍMINN, 19 júlí Sundkunnátta og hreysti bjargar mœðgum frá bana Góð sundkunnátta og frábær hreysti varð konu og þriggja ára dóttur hennar til lífs, er bát, sem þær voru í á Norðuá í Borgar- firði, rak undan straumi að Lax- fossum. Nokkru áður en bátur- inn lenti í fossinum og brotnaði þar, fleygði konan sér til sunds með dóttur sína á bakinu og tókst að ná landi. Er þetta talið frá- bært björgunarafrek. Konan heitir Aðalheiður Guðmunds- dóttir, 29 ára, til heimilis að Kópavogsbraut 179 Reykjavík. Aðalheiður er ráðskona í veiði- húsum við Norðurá í sumar. Áin í foraðsvexti Þann 17. júní fór Aðalheiður með dóttur sína í bát frá veiði- húsunum', sem eru norðanvert við ána, yfir á suðurbakkan Þar dvöldu þær mæðgur um hríð. En er á leið daginn hvesti og óx í ánni sökum leysinga þá um morguninn. Var áin í foraðsvexti er þær mæðgur ætluðu að fara aftur norður yfir ána og var vindur á móti þeim. Báturinn var ekki kominn langt út á ána er Aðalheiður varð þess vör að hann rak óðfluga að fossbrúninni og sá hún að hún gat ekki viðráðið vegna straum- hörku og hvassviðris. — Tók hún því það ráð, að kasta sér til sunds. Dóttur sína tók hún á bakið og hélt barnið sér um háls henni. Það vildi til, að Aðalheiður er sundkona góð og hafði vanið barnið á að synda með það á bakinu. Varð telpan því ekkert hrædd og þær mæðgur komust heilu og höldnu og gjörsamlega óþjakaðar að landi norðan meg- inn árinnar. En bátinn rak í fossana, þar sem hann gereyðilagðist. Aðstoð frá landi óhugsándi Um líkt leyti og Aðalheiður og dóttir hennar náðu landi, kom bóndinn á bænum Laxfossi. Ætlaði hann að fara suður yfir ána á bátnum. Fann hann ekki bátinn, en sá Aðalheiði og dótt- ur hennar á sundi í ánni. Hljóp M ANITOBA f ÞRÓUN IÐNAÐARINS SKAPAR KJÖLFESTU Hin margbreytilega þróun iðnaðarins á síðustu árum, tryggir öllum íbúum Manitobafylkis öryggi og kjölfestu. Tekjur af námum, grávöru, skógum, fiskiveiðum og ferðamannastraumnum, hafa náð hámarki undan- farin ár. Þessu til viðbótar hefir verksmiðjuframleiðsla í stórum stíl og minni, haft víðtæk áhrif á efnahags- lega kjölfestu Manitobafylkis. Deparlment ol Mines and Natural Resources hann sem skjótast að næsta bæ, en þangað er hálftíma gangur og auk þess er sá bær, Veiði- lækur, sunnan árinnar. Er bóndi kom á móts við Veiðilæk kallaði hann á ferju og fékk með sér mannafla að Laxfossum, en þá voru mæðgurnar komnar að landi. En þetta sýnir best hve gersamlega óhugsanlegt það hef- ði verið, að þeim mæðgum hefði borist hjálp frá landi í tæka tíð. Minnist CETEL í erfðaskrám yðar CONGRATULATIONS! ARTHUR S. THORFINNSON REAL ESTATE AND INSURANCE OF EVERY KIND WYNYARD SASKATCHEWAN P O WE R FOR BIG FARM JOBS! in this pair of MASSEY-HARRiS TRACTORS Xhc No. 14 Is a 3-4 plow tractor wlth 5-speed transmission, standard or row-crop design. Lugging power when you need it . . . speed when you need it . . . easy sei-vicing when you need it . . . easy handling at all times . . . that combination is the key to satisfaction in big-scale farm operations. And that’s what you get in Massey-Harris No. 44 and No. 55 tractors. The No. 44 is rated at 3-4 plow drawbar power under normal con- ditions . . . the No. 55 at 4-5 plow drawbar power. The “44” has a range of speeds from 2.34 mph. in lst to 13.1 mph. in 5th; the “55” has a range from 2.96 in lst to 12.07 in 4th. Both have slip-in cylinder sleeves for easy servicing and longer engine life. Both have self starter and velvet ride seat. Both have high compression engines, designed for maximum power delivery per gallon of fuel. Ask your Massey-Harris dealer for complete details about these two great tractors. Drive them yourself and see how easy they are to handie. You’ll soon see why they are gaining in favor with big-farm operators everywhere. For sheer brute strength and lugKing power, the No. 55 is outstanding. Economical Power for any Farm Job! The Massey-Harris line of tractors offers you a choice of five models, plus a wide range of optional equip- ment, to enable you to buy the tractor that exactly suits the kind of work you have to do. If you have a medium-size or small farm, or if you need a lighter tractor for any purpose, ask your dealer a b o u t the Massey-Harris No. 30, No. 22 or the “Pony”. All models are engineered for top per- formance and economical operation in their respect- ive power ranges. No. 22 ís a new 2-plow model witli every modern feature . . . standard or row-crop. flexibility . . . standard or row-crop. WINNIPEG, MANITOBA HON. J. S. McDIAEMID, Minister D.M. STEPHENS, Deputy Minister MASSEY HARRIS COMPANY LIMITED WINNIPEG BRANDON REGINA SASKATOON YORKTON SWIFT ^URRENT Established 1847 caigary ídmonton vancouver montreaí moncton toronto

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.