Lögberg - 28.07.1949, Side 6

Lögberg - 28.07.1949, Side 6
30 LiöGBERG, FÍMTUDAGINN, 28. JÚLÍ, 1949 FORRÉTTINDI Ejtir GILBERT PARKER /. J. Bildfell þýddi. — Ljóöin i þesaari sögu eru þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. Meðvitundarlaus í sjö mánuði — sjö mánaða þögn, — sjö mánuðir, sem hann hvorki sá né heyrði, sjö mánuðir, sem hann hafði verið útilokaður frá um heiminum í ómerktri gröf svívirðingar- innar! Sjö mánuðir og Kathleen var gift aftur, manninum, sem hún hafði allt- af unnað. Sjálfur bar hann fants- og þjófsnafn. Billy hafði ekki sagt neitt — Billy, sem hann hafði haldið hlífiskyldi yfir, en hlotið fyrirlitningu og útskúfun góðra manna í staðinn. Hér stóð það sem heimurinn sagði um hann — hann las aftur línurnar: „Voveiflegt dauðs- fall“, „stolna geymsluféð“, „innsigli sví virðingarinnar á afvegaleiddan ævi- feril!“ Þetta var grafskriftin, sem honum var valin. Þetta minningin, sem yfir hon um átti að standa dauðum og fyrirlitn- um og þegar enginn myndi hann fram- ar, öðrum til aðvörunar, gömul fyrir- mynd grafin upp úr ösku aldanna af siðferðilegum kamarmokurum, til þess að festa á alla, sem gáleysislega gengu eftir vegi lífsins. Hvað átti hann að gera? Fara til baka? Fara til baka og berja að dyrum hjá Kathleen, eins og Enoc Arden og segja: „Ég er kominn til að krefjast þess, sem ég á“. „Komdu til mín aftur og segðu Tom Fairing að fara sinn veg og sýna sig ekki framar“. Sundra þess- um tveimur persónum, hvorri frá ann- ari og eyðileggja kærleikssamband það, sem knýtti þau saman? Krefjast reikn- ingsskapar af Kathleen fyrir ólöglega sambúð við mann, sem hafði reynst henni trúr öll þessi ár? Hvað var unnið? Hvað hafði hann gjört fyrir hana, sem gæfi honum rétt til að eyðileggja líf hennar nú? Hvaða réttlæti var í því, að hún, er lotið hafði kringumstæðunum og sem hafði verið þræll bands, sem hann hafði aldrei fundið til, en sem voru henni lög, skyldi nú vera særð því hel sári sem aldrei gæti gróið. Hvað hafði hún gert til að gefa honum rétt til að snerta eitt einasta hár á höfði hennar? Farðu til baka og dragðu Bill fyrir lög og dóm og hreinsaðu nafn þitt? Farðu til baka og sendu bróðir Kathleen ar, sem falsað hefir nafn þitt, í fang elsi? Hvaða réttlætisafrek! Mundi heimurinn ekki hafa rétt til að segja, að það eina, sem hann gæti gjört, ef hann ætti yfir nokkrum ærleg- heitum að ráða, væri að skipta sér ekk- ert af þessu. Hvaða fengur var það hon um við síðasta reikningshald, þó að hann gæti talist saklaus af þessu eina atriði og til þess að sanna það þá yrði hann að eyðileggja líf konu og drengs? Og hvað væri unnið? Það væri eins og maður, sem hefði verið hengdur gengi aftur til að hefna sín fyrir að vera hengd ur! Segjum að hann færi til baka og horfði upp á alla ógæfuna, sem sú heim- koma hlyti að hafa í för me ðsér — hvað mundi bíða hans þar á eftir, eða nokkra þeirra, sem honum voru áhangandi? Að kaupa lífið slíku verði? Að deyja og binda enda á allt þetta, hverfa burt úr þessu vesæla lífi, sem hann hafði gjört svo lítið í og það litla illa? Að deyja? Nei. Því eftir allt leyndist einhver neisti af forlagatrú með honum. Ef honum hefði ekki verið ætlaður lengri aldur því hafði hann þá ekki druknað, þegar honum var kastað í ána hjá Cóte Dorion? Hvers vegna hafði þessi skóg- armaður, sem sat þarna við eldinn, slætt hann upp úr ánni og flutt hann í þennan fjallakofa, þar sem hann hafði verið umvafinn þögninni og heiminum týndur? Hvers vegna hafði hann legið meðvitundarlaus alla þessa mánuði? Voru það örlög? Sýndist það ekki lík- legt að hinn mikli máttur hefði skotið honum aftur upp á f jörur tímans, vegna þess, að dauðastundin var enn ekki komin? Honum var ljóst, að það var þýð- ingarlaust fyrir hann að taka sitt eigið líf og ef að dauðastundin væri ákveðin, þá væri réttast að bíða þangað til hana bæri að höndum, samkvæmt ráði og vilja valdhafans mikla. Hvað hann ætti að gjöra — hvernig að hann ætti að lifa — hvar hann ætti að vera? Hann stóð seinlega á fætur og tók eitt spor áfram eins og hann væri í leiðslu. Jó ókyrrðist í sæti sínu. Charley gekk til hans og lagði hendina á öxlina á honum og sagði: „Dragðu blæjuna frá glugganum, vinur“. Jó Portogais stóð upp undir eins og án þess að líta framan í Charley fór og tók dýrskinnsblæjuna frá glugganum og birta vetrarsólarinnar skein í gegn um hann og inn í kofann til þeirra. Char ley snéri sér við og slökkti ljósið á borð- inu, svo gekk hann út að glugga kofans, sem stóð á fjallsbrúninni, og leit út um hann niður fjallshlíðina, þar sem veg- ur hafði verið ruddur og veggir trjáa á báða vegu. Útsýnið var dásamlegt. Grænt og hélað lim sytrus og grenitrjánna, frost- rósirnar mættu auganu allsstaðar; frostblikið í sólskininu; hæðirnar með silfur emerald lit hallandi ofan í dalinn í margra mílna fjarlægð þar sem þorp- ið stóð allt í kringum kirkjuna, og reyk- urinn rauðlitur stóð beint í loft upp úr reykháfum húsanna í logni og vetrar- kyrrð. Charley setti glerið á auga sér, stóð kyrr og lagði hendurnar á gluggakist- una og horfði og horfði út í hinn nýja heim. Að síðustu snéri hann sér við. „Get ég nokkuð gert fyrir þig, mon- sieur?“ spurði Jó hálf kjökrandi. Chariey rétti út hendina og tók fast í hendina á Jó. „Segðu mér hvað komið hefir fyrir á öllum þessum mánuðum“, sagði hann. XII. KAPÍTULI Rósalie kemur til sögunnar Charley sá sig nú sjálfur eins og hann hafði komið öðrum fyrir sjónir. Hann sá verkið, sem hann hafði verið að vinna, en sem hann mundi ekkert eftir. Hinn virkilegri Charley hafði dval ið í djúpi gleymskunnar í sjö mánuði. Hann hafði allan þann tíma gengið um í einhverju dáleiðslu móki, með opin augu, en andlega sofandi, og sérkenni öll lögð til síðu og venjur. Hann hafði lifað lífi barnsins nýfædda, sem aðeins sér það, sem fyrir augun ber, en fær ekki skilið það. Nú þegar hinn upprunalegi Char- ley Steele naut sín aftur og móðan féll af sálarsjón hans, sá hann fyrir sér hið undursamlega og margbrotna líf nátt- úrunnar, sem hin marglita menning mannanna hafði sett mark sitt á, og inn í þá sýn hvarf tímabil það, sem hann hafði gengið í gegnum í draumi dáleiðsl unnar og Charley sjálfur eins og hann átti að sér að vera, mundi ekkert eftir hinu fyrra ástandi sínu, fann held ur ekki til þess, nema eins og í draumi, sem er gleymdur, en skilur þó eftir var- andi áhrif. Hann sá það, sem hann hafði ver- ið að gjöra, hlutina, sem hann hafði smíðað, en ekkert af því kannaðist hann við nema lyktina af trélíminu, sem'á einhvern óskiljanlegan hátt vakti hjá honum einkennilegar endurminn- ingar. Sjón, hljómur, hreyfing, leið í gegn um huga hans í ógreinanlegum rugl- ingi, eins og þefurinn af trélíminu í gegn um nasirnar, og hann reyndi allt sem, hann gat til að gjöra þetta skýrt fyrir sér, en árangurslaust. Þessir sjö mán- uðir úr lífi hans voru algjörlega tapaðir og týndir. Hann fann og vissi um breytinguna. sem á honum var orðin. Á meðan sálin hafði sofið, en líkaminn smátt og smátt verið að styrkjast og náttúran sjálf lagt líknar hendur á hið sjúka sál- arlíf hans og hugsun. Styrkjandi friður, svefn og holl og þægileg vinna voru að endurnæra hann, þá hafði hann sjálfur verið að breytast, endurskapast, hreins ast af óregluóráði sínu, án þess þó að þurfa að bergja á hinum beiska bikar samvizkubitsins. Charley stóð upp og leit í kringum sig í skemmunni, þegar Jó kom inn, stappaði af sér snjóinn og sagði: „Séra Loisel er kominn, monsieur“. Charley snéri sér við og fór með .Jó, án þess að segja orð, inn í húsið, þar sem presturinn stóð út við glugg- ann og horfði yfir þorpið ofan í dalnum. Þegar Charley kom inn, kom prestur- inn á móti honum með útrétta hendina. Mér þykir vænt um að þú ert orðinn frískur aftur, monsieur“, sagði hann um leið og hann tók í hendina á Char- ley og leit glaðlega framan í hann. Með óljósu hugboði um það, hvern- ig að hann framvegis yrði að haga sér, svaraði Charley blátt áfram og lét augnagler sitt falla niður, er hann mætti hinu hreina og vingjarnlega augnaráði prestsins — sem var svo mannúðlegt og vingjarnlegt, að hann hafði aldrei áður séð neitt líkt því, og það krafðist hreinleika og hreinskilni, og því lét Charley augnaglerið falla, þó að jafnvel með því, að hreinleiki augna ráðs hans gæti naumast staðist saman- burð. „ Það er fallegt af þér, að hugsa þannig og koma og segja mér það“, svaraði Charley rólega. „Ég veit að ég hefi gjört mikið ónæði og aukið á erfið- leika ykkar“. í fari hans þegar hann sagði þetta, var ekkert af hinu fyrra yfirlæti né huldum meiningum í orðum hans. „Okkur er ant um það þín vegna, og vegna vina þinna, Monsieur“. Charley svaraði ekki þessari hálf- gerðu upplýsingar umleitan en sagði: „Ég get ekki auðveldlega endurgoldið þér vinahótin, sem þú hefir sýnt mér, eða honum Jó, vini mínum, þarna“. „Monsieur“, svaraði Jó, leit undan og ýtti með fætinum brenni á eldinn: „Þú ert búinn að borga það“. Charley hristi höfuðið: „Ég er í hönd um manna, sem eru samtaka í að sýna mér velvild“, sagði hann. „Það er mér leyndardómur. Því hvers vegna ætti maður að geta vonast eftir slíku við- móti frá ókunnum mönnum, þegar þeir ofan á allt annað geta aldrei átt von á neinni borgun, ekki einu sinni fyrir fæði og húsaskjól;“ „Ég var gestur, og þið hýstuð mig“, sagði presturinn og brosti innilega og bætti við, sagði vinur mannanna“. Charley horfði lengi á prestinn. Hann var að hugsa um hve látlaust og blátt áfram hann hefði sagt þetta, eins og orðin hefðu verið hans eigin orð og hugsunin partur af honum sjálfum. Hann fann til gömlu hneigðarinnar að spyrja og spyrja, og setti upp augna- glerið, en orðin vöfðust honum um tungu, og augnaglerið féll aftur af auga hans. Hann hafði heyrt menn gjöra sér dælt við nöfn helgra manna og hluta, óupplýst fólk, ákafa endurreisnarpré- dikara, sem fannst í dagdraumum sín- um, að þeir væru í samræðum við sjálf- an höfund lífsins; en hann hafði aldrei heyrt nokkurn menntaðan mann tala eins og þessi prestur talaði. Að síðustu sagði Charley: „Portu- gais segir mér að bróðir þinn, læknir- inn, sé farinn í burtu. Mér hefði þótt vænt um að geta þakkað honum, þó ekki hefði verið meira“. Ég hefi skrifað honum og sagt hon- um frá hinum góða bata þínum. Ég veit að honum þykir vænt um að frétta það. En hann var í efa um réttmæti verksins fr áeinu veraldlegu sjónarmiði, sem ég var honum ekki sammála um, en skoðun hans á því var ákveðin. Marcel spurði sjálfan sig. — Hann þagnaði allt í einu og leit til Jó Portu- gais. Charley skildi undir eins að hér var um eitthvert launungarmál að ræða og sagði: „Talaðu hispurslaust, hann Portugais er vinur minn“. Jó leit til Charley, og það sýndist eins og bliki brygði fyrir í augum hans, einhverri birtu, sem líktist þeirri, er stafar frá augum rakkalegrar tryggð- ar, og gefur til kynna ótakmarkaða undirgefni og innilegt þakklæti. „Marcel spurði sjálfan sig“, hélt presturinn áfram, „hvort þú mundir verða honum þakklátur fyrir að vekja þig aftur til lífsins og endurminning- anna. Ég er hræddur um að hann hafi verið að átta sig á hvað ég ætlaði að segja — það er nú bara hugboð mitt. Marcel sagði: „Segjum að hann for- mæli mér fyrir að gjöra þetta? Hver veit til hvaða lífsaðstöðu við erum að vekja hann — hvaða þrauta og þján- inga?“ Það var þetta, sem Marcel sagði. „Hverju svaraðir þú herra prestur?“ „Ég svaraði, að eðlisupplag þitt yrði að svara þeirri spurningu, og hvort sem þér félli það vel eða illa, þá væri það skylda þín að taka lífsábyrgðina á herð ar þér og lifa lífi þínu til enda. Og svo var það heldur ekki þitt eina líf, sem um var að ræða. Það er enginn, sem lifir sjálfum sér eða deyr sjálfum sér í þess- ari veröld. Við þurftum einnig að hugsa um ættingja þína og vini“. „Og sökum þess, að ég átti hér enga kunningja, þá varðst þú að hugsa fyrir mig,“ svaraði Charley stillilega. Sann- leikurinn er sá, að hinir fornu vinir mínir áttu ekkert skylt við það, sem ég var á sjö mánuðunum sem liðnir eru, eða það sem ég er nú. Hann horfði lengi framan í gestinn án þess að segja orð, eins og hann ætl- aðist til að presturinn skildi hvað í huga hans bjó og presturinn gerði það. Hann var vanur að hlusta á leyndarmál manna, sem þei meinum er gefið, sem eiga frumhugsun sína óskaddaða eða óskemmda af hinum margvíslegu lífs- straumum, sem um hana flæða. „Það er þá eins og þú hafir ekki vakn að til lífsins aftur, monsieur“, sagði presturinn. „Já það er rétt“, svaraði Charley. Jó snéri sér snögglega við og fór út, því hann hafði heyrt fótatak í snjón um úti. „Þú verður hér áfram, monsieur“, sagði presturinn. „Ég get ekki sagt um það“. Prestinum var lánað hugrekki, sem þeim hreinhjörtuðu er aðeins lánað, er hafa hlutverk að vinna. Hann horfði alvarlega á Charley. Moniseur, er nokkur ástæða til þess, að þú getir ekki ílengst hérna? „Ég spyr þig nú eins og maður spyr mann, en ekki sem safnaðarprestur“. Charley svaraði ekki strax. Hann var að hugsa um hvað hann ætti að segja, en augnaráð hans var ákveðið og presturinn var sannfærður um ein- lægni hans. Eftir dálítinn tíma sagði hann: „Ef þú átt við hvort ég hafi framið glæp, sem varðar við lög, þá er svar níitt nei. Ef þú meinar hvort ég sé þjófur, ræningi, skjalafalsari eða að ég hafi misboðið heiðri kvenna eins og menn gera stundum, þá er svar mitt nei og býst ég við að það sé það, sem mestu varðar. Að öðru leyti megið þið hugsa eins illa um mig og þið viljið, eða eins vel og þið viljið, en það, sem ég krefst hér eftir, er það eina, sem nokkru varðar, herra prestur“. Presturinn rétti honum hendina vingjarnlega og mælti: „Þú hefir liðið mikið, monsieur“. „Aldrei, aldrei hið minnsta, prestur minn. Ekki í eina mínútu, þangað til ég datt eins og steinn úr loftinu hér. Fram að þeim tíma hafði ég kverkatök á lífinu, nú hefir lífið tekið fyrir kverk- arnar á mér“. „Þú ert ekki kaþólskur, monsieur?“ spurði presturinn mjög vingjarnlega, en þó eins og honum þætti mikið undir svarinu komið. Nei, ég er það ekki“, svaraði Char- ley. í Presturinn svaraði því engu. Ef hann var ekki kaþólskur, hvaða mis- mun gjörði það þá, hvaða trúflokki hann heyri til — gjörði ekkert til hvort að hann var Búddisti, heiðingi eða protist ant, hin persónulega aðstaða þeirra allra var sú sama. „Ég bið velvirðingar“, sagði prest- urinn þýðlega. „Ég hefði ef til vill komið þér að liði hefðirðu verið kaþólskur“. Charley bar augnaglerið skyndilega að auga sér, og fram á varir hans komu köld keksnisorð, en hann gætti sín í tíma, því þrátt fyrir allt, hafði þessi prestur sýnt honum vinarhót, þegar allir aðrir höfðu snúið við honum baki og sýnt fyrirmyndar dómgreind undir erfiðum kringumstæðum. Þetta augna- glers tiltæki Charley’s gjörði prestinn órólegan, og svipurinn, sem kom á and litið á Charley, enn órólegri, en sá óró- leiki hvarf, þegar Charley sagði eins blátt áfram og þýðlega, eins og þó prest urinn sjálfur hefði talað: „Þú getur hjálpað mér enn, eins og þú hefir þegar gjört. Ég lofa þér því líka, — hann snerti varirnar með tung- unni, eins og hann gerði forðum, þeg- ar hugur hans reikaði til vínsöluhúss- ins hans Jean Jolicoeus — „ að gjöra ekkert til þess að þú þurfir að sjá eftir góðvild þinni í minn garð og kristilegri umhygju“. Aftur leitaði tungan út á milli varanna, endurminningarnar fylltu huga hans og þorstinn gamli þvingaði hann. Og það voru máske á- hrifin frá þeirri kennd, sem kom hon- um til að bæta við með áherzlu: „Ég lofa þér því, herra prestur".

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.