Lögberg - 28.07.1949, Blaðsíða 7

Lögberg - 28.07.1949, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINM, 28. JÚLÍ, 1949 31 Frá Vancouver, B.C. 20. júlí, 1949 Tíðarfarið hér hefir verið hið ákjósanlegasta í sumar, flestir dagar, sólskinsdagar. Óvanalega miklir hitar hafa verið hér í seinni tíð, mestur hefir hitinn verið 82 gráður, hér á sjávar- ströndini, en talsvert meiri hitar er út frá ströndinni dregur. Or- sakar það of mikla þurka í skóg um víðsvegar og hafa eldar gos ið upp hér og þar, bæði á Van- couver-eyjunni og á meginland inu, sem hafa valdið miklum skaða bæði á standandi skógi og eins á loggum, sem búið var að höggva og biðu í búnkum eftir því, að þeir væru fluttir til sjávar, þar sem flekar eru byggð ir úr þeim, og togarar látnir draga þá til sögunarmillnanna. Til dæmis brunnu fimm mill- jón „board feet“, í loggum í Cowichan Lake, á Vancouver- eyjunni og víða hafa eldar gjört meiri og minni skaða. Þann 14. og 15. júlí kom talsverð rigning, en ekki nóg til að slökkva eld- ana, svo að nú er hætt við alla vinnu í skógunum, þar til kemur nægilegt regn og öll umferð ferðafólks stranglega bönnuð um skógana, en öll umferð held ur áfram óhindruð eftir öllum þjóðvegum. Straumurinn af ferðafólki (Tourist) hefir verið hér mikið meiri en áður hefir átt sér stað. öll hótel og Tourist Camps eru troðfull af ferðafólki. Umferðin yfir Pattullo-brúna í New West minester B. C. sem er á aðal- þjóðveginum frá Bandaríkjun- um til Vancouver voru fyrsta júlí 25.000 bílar, annan júlí 19.000 og þriðja júlí 25.000. Fyrsta júlí var strollan af bíl um, sem biðu eftir að verða af- greiddir á landamærunum tvær og hálf míla á lengd og tók 3 til 4 klukkutíma að fá sig af greidda til að komast yfir landa- mærin. Blöðin segja að mörg hundruð bílar hafi snúið við aftur heldur en að bíða allan þann tíma til að geta komist á- fram. Það eru nú orðin alltof lít il húsakynni og of fáir embætt- ismenn þar, til að geta afgreitt ferðafólk eins fljótt og nauðsyn- legt er. Nú hafa stjórnarvöldin í British Columbía heimtað af sambandsstjórninni í Ottawa, að hún ráði bót á þessu og það tafarlaust. Er útlit fyrir það, að stjórnin láti strax byrja á nýrri byggingu í viðbót við það sem nú er, sem kosti um $300.000, og fjölgi um helming embættis- mönnum við tollhúsið, verður þá allt greiðara með að fá af- greiðslu við landamærin fyrir ferðafólk, þegar búið er að koma því ölu í lag. Þessi Tourista straumur hing að árlega gefur fylkisbúum auka inntektir, sem nema mill- jónum dollara árlega, svo þeim er annt um að missa ekki neitt af því. Þann 29. júní lést að gamal- mennaheimilinu „Höfn“, Jón Thorsteinsson á þriðja árinu yfir nírætt. Útförin fór fram frá útfararstofu Simmons og Mc Bride 4. júlí og var hin virðu- legasta. Hann var jarðsettur í „Forest Lawn Memmorial Park“ grafreitnum. Séra G. P. Johnson frá Bellingham, Wash. þjónustaði við útförina. Þessa aldraða frumherja verður nánar getiði síðar. Hinn látna lifa ekkj- an, tveir synir, Christian í Burna by B. C. og Stanley í White C0NGRATULATI0NS! To Ihe Icelandic People on Ihe Occasion of Iheir Sixtielh National Celebraiion at Gimli, Monday, Augusl lst, 1949. ★ Selkirk Fisheries Ltd. 228 Curry Building WINNIPEG MANITOBA Hugheilar árnaðaróskir til íslend- inga á sextíu ára afmæli þjóðminn- ingardags þeirra á Gimli 1. ágúst 1949. — Þökk fyrir viðskiptin og viðkynninguna, sem hefir verið ljúf, ánægjuleg og trygg. TRIMBLE & SON Umbodsmenn fyrir IMPERIAL OIL. GENERAL MOTORS, MASSEY HARRIS GLENBORO MANITOBA Rock B. C., tvær dætur Mrs. B. Thomson, forstöðukona á Höfn og Mrs. Sam F. Samson í Van- couver og ein fósturdóttir Mrs- Earl Nutting í North Battleford Sask. The Scandinavian Central Committee hélt sína árlegu skemmtisamkomu (Mid-Summ- er Festival) 26. júní í Seymour Park. Þessi félagsskapur saman stendur af fimm Scandinava þjóðunum, sem hér hafa tekið sér bólfestu, þeir eru: Danir, ís- lendingar, Norðmenn, Svíar og Finnar. Veðrið var hið ákjósan- legasta þann dag og er talið að um fimm þúsund manns hafi sótt þetta hátíðahald. Eins og áður var það einn liðurinn á dag skránni að þar komu fram fimm drotningar, sem voru kjörnar, ein frá hverjum þjóðflokki og voru þær klæddar þjóðbúning- um sínum. íslenzka drotningin í þetta sinn var Joyce Sumar- liðason. Voru þarna til skemmt- unar ræðuhöld, söngvar og hljóð færasláttur. Einna mest þótti koma til á dagskránni söngur „Bellmans Male Chorus“ yfir 30 manns, sem skemmti þar með söng. Mr. S. Sölvason var söng- stjóri þess félagsskapar. íslend- ingar sækja ekki þessar samkom ur þeirra eins vel og skyldi. Hin ar árlegu samkomur þessa félags skapar er með því bezta, sem Scandinavar hafa að bjóða og eru vel þess virði að þær séu vel sóttar. v Þann 2. maí síðastliðinn út- skrifaðist við University of British Columbía, James Alex- ander McNeal „með láði“. Sér- staklega fékk hann háa einkunn í þýzku og fleiri tungumálum. Fyrsta júlí fór hann til Univer- sity of Virginia U. S. A. til frek- ara náms í tungumálum um tveggja mánaða skeið. I septem ber fer hann til „The University of Berkley“ í California, þar sem hann hefir fengið prófessors embætti og kennir þar aðallega þýzku og svo önnur tungumál. Mr. McNeal er íslenzkur í móður Framhald á bls. 32 I Bern Framhald af bls. 27 urspár, járnbrautarferðir o. s. frv. Að gamni mínu hringdi ég rétt áðan og spurði, hvort hægt væri að gefa mér upplýsingar um, hvernig viðraði úti á Is- landi. Mér var svarað — kur- teislega — að þetta væri dálítið óvenjuleg spurning, en ef ég vildi hafa dálitla biðlund, þá skyldi veðurlýsingar aflað það- an. Það yrði hringt til mín, jafn skjótt og upplýsingar væru fyrir hendi. Ef hringt verður, áður en ég lýk þessum pistli, ætla ég að skeyta veðurlýsingunni hér aft- an við, svo að lesendur geti geng ið úr skugga um, hvort rétt var frá skýrt. Það er líka hægt að halda allt að 18 manna fund með aðstoð símans hér. Fundarmenn mega vera á mismunandi stöðum í landinu eða öðrum löndum auk Sviss. Gerir ekkert til — síma- tæki þeirra eru öll tengd þann- ig, að einn heyrir til allra og all- ir í einum, rétt eins og þeir sætu allir í sama herbergi. Hugsum okkur, að Islending- ur, sem hér er staddur, þyrfti nauðsynlega að skjóta á fundi með 10 löndum sínum, sem staddir væru út um hvippinn og hvappinn hér á meginlandinu — þeir væru á ítalíu, Frakklandi, Bretlandi, Niðurlöndum og Norð urlöndum. Hann hringdi bara á símann, tilkynnti nöfn og dvalar staði fundarmanna og eftir nokkra stund væri allt klappað og klárt. „Ég segi hér með þenn an fund settan ?-------“ Svisslendingar eru ekki ánægðir. Ég hefi hér talið upp fátt eitt af því, sem Islendingur getur kynnzt á skammri dvöl hér og þjóð hans lært af Svisslending- um. Við mundum vitanlega verða harðánægðir, ef við fengj um að njóta þess, sem hér hefií verið talið og er hitt þó marg- falt fleira, sem ótalið er. En Svisslendingar gagnrýna þó stjórn sína og stofnanir rétt eins og þeir, sem við miklu verri kjör búa. Mér hefir þó verið sagt, að þeir skammi Veðurstofuna sína mest af öllu og haldi því fram, að hún sé vitlausasta veðurstofa í heimi. Ekki veit ég hvað satt er í því, en hún afsakar sig með því, að Alpafjöllin geri henni á- kaflega erfitt fyrir um allar spár. Það kann vel að vera. Slík- ur fjallgarður hlýtur að gera vart við sig með einhverju móti. Annars var spáð góðu veðri í dag, en það eru horfur á því, að hann gangi á með skúrum við og við. Það er dumbungur eins og á haustdegi heima. Berklaskoðun og skattamál. Á sunnudaginn fór hér fram þjóðaratkvæðagreiðsla um tvenn lög, sem sambandsþingið hafði samþykkt. Önnur voru um skyldu manna til að láta gegnum lýsa sig, hin fjölluðu um skatta álagningu á hlutafélögum, þar sem hlutabréf eru ekki skráð á nafn. Stjórnarskrá landsins mælir svo fyrir, að ef 30.000 kjósendur og fulltrúar 8 kan- tóna krefjast þjóðaratkvæðis um einhver frumvörp, sem þing ið hefir samþykkt, þá skuli það fram fara. Bæði lögin sem að framan getur, voru felld af þjóð inni með miklum atkvæðamun. Þeir, sem börðust gegn berkla skoðuninni bentu á að þar væri um þvingun að ræða og allt, sem á nokkuð skylt við þvingun er eitur í beinum Svisslendinga. Andstæðingar hinna laganna bentu á, að tekjuafgangur ríkis- sjóðs á síðasta ári hefði numið fimm til sex milljónum franka, svo að það ætti að lækka skatt- ana en ekki að leggja á nýja. Þjóðin samþykkti hvorttveggja rökin. Nokkru eftir stríðið fór og fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Til drögin voru þau, að hér er ein sykurverksmiðja í landi, sem getur þó ekki keppt við sykur- framleiðslulönd heimsins og nýt ur því ríkisstyrks. Á stríðsárun um bjuggu Svisslendingar við sykurskort og vildu því ýmsir vera betur undir annað stríð búnir að þessu leyti — vildu láta reisa aðra verksmiðju til sykur gerðar. Þetta varð að bera und ir atkvæði þjóðarinnar, því að ríkið má ekki stofna fyrirtæki án heimildar hennar. Úrskurður þjóðarinnar var sá, að hún vildi heldur búa við sykurskort aftur, ef til annars stríðs kæmi, en bera hallann af óarðbæru fyrirtæki. För til Rómaveldis. Hér verður látið staðar num- ið að sinni. Það er uppstigningar dagur í dag og sjálfsagt að nota hann til að skoða sig um. Veður lýsingin að heiman er enn ókom in og veðurhorfur hér eru ekki sem beztar. En ekki er til setu boðið. Einu íslenzku hjónin, sem búsett eru hér í Basel, Anna Ás- geirsdóttir og Ingólfur Árnason, hafa boðið konu minni og mér að skoða merka staði hér í grenndinni, meðal annars menj ar frá dögum Sesars og Ágúst- usar, er Rómaveldi stóð með mestum blóma. Þegar slíkt er að skoða, situr .enginn heima, jafnvel þótt veðurstofunni hafi skjátlast í spá sinni. H. P. VÍSIR, 9 júní Skardal Motros Árnar íslendingum til heilla og hamingju á sex tíu ára afmæli þjóðminn ingardags þeirra á Gimli 1. ágúst 1949 og minnir íslendinga á sem í grend við Baldur búa, eða til Baldur koma, að það fé- lag verzlar með FORD OG MONARCH BIFREIÐAR Ford flutningsbifreiðar og Ford dráttarvélar (tractors) Imperial Benzin, og eru umboðsmenn fyrir hið nýja gas til heimilisþarfa, sem innan skamms verður til sölu í könnum og brúsum, og nothæft til að matreiða og húsa hitunar. Skardal Motors Baldur Manitoba Islendináadaáurinn í Gimli Park MANUDAGINN 1. AGUST, 1949 Forseti, Séra V. J. Eylands. — — Fjallkona, Mrs. HÓLMFRÍÐUR DANIELSON Miss Canada Miss Dorothy Kristjánsson Miss Ameríka, Miss Emily Sigurdson Skemmtiskráin hefst kl. 2 e. h. Daylight Saving time SKEMMTISKRA: Iþróttir byrja kl. 11 f. h. 1. O Canada 2. Ó, Guð vors lands 3. Forseti, Séra V. J. Eylands, setur hátíðina 4. Ávarp Fjallkonunnar, Mrs. Hólmfríður Daníelson. 5. Ávarp gesta 6. La Verandrye Hljómsveitin 7. Minni íslands, Mr. Andrew Daníelson, ræða. 8. Blandaður kór, undir stjórn Paul Bardal: x Þótt þú langförull legðir, S. K. Hall. Vögguljóð, J. Friðfinnsson Við börn þín, ísland, B. Guðmundsson (Cantata 1930) Rís íslands Fáni--- B. Guðmundsson (Cantata 1930) 9. Minni Islands, kvæði, Dr. Sig .Júl. Jóhannesson 10. Hljómsveitin 11. Minni Canada, Miss Constance Jóhannesson, ræða. 12. Minni Canada, kvæði, Art Reykdal 13. Minni landnemanna, Mr. Böðvar Jakobsson 14. GOD SAVE THE KING Skrúðganga, Fjallkonan leggur blómsveig á landnema minnisvarðann. Community singing, kl. 8, undir stjórn Paul Bardal. Kl. 9 dans í Gimli Pavilion. O. Thorsteinson, Old Time Orchechtra spilar fyrir dansinum. Aðgangur í garðinn 50 cent fyrir full- orðna, frítt fyrir börn innan 12 ára. Gjallarhorn góð. Járnbrautarlest fer sérstök kl. 9.00 að morgninum til Gimli og frá Gimli kl. 12 á miðnætti, Winnipeg time.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.