Lögberg - 04.08.1949, Page 3

Lögberg - 04.08.1949, Page 3
LOGBERG, FIMTUDAGLNN, 4. ÁGÚST, 1949 3 /iHUeAyHÁL LVCNNA Ritstjóri: LNGIBJÖRG JÓNSSON ÁVARP FJALLKONUNNAR á íslendingadaginn á Gimli, 1. ágúst 1949 Hólmjríður Daníelsson Fjallkonan heilsar yður, börnum sínum, samankomnum víðs- vegar að á þessum söguríka stað til þess nú í sextugasta sinn að minnast þeirrar aríleifðar, sem þér hafið frá henni þegið og til þess að treysta bróðurböndin meðal yðar sjálfra. Lífið hefir fært henni mörg merk tímamót, en þessi dagur mun lengi sveipast dýrðarljóma í huga hennar, og engin orð fá túlkað þær tilfinningar, sem leita til yðar frá stoltu og þakklátu móðurhjarta. Hver hátíðisdagur, — jafnvel hver hugsun, sem þér hafið helgað hinni öldnu móður yðar á undanförnum árum, hefir verið henni sem dýrmæt perla, er hún hefir skoðað sem gjöf frá yður og veitt móttöku af hrærðu hjarta. Þó var henni dft þungt innan- brjósts, er hún hugleiddi þá stund, er síðasta perlan frá börnun- um í vesturheimi yrði lögð með trega á altari minninganna. En nú býr ei lengur sorg né kvíði í huga hennar. Aðefns óum- ræðileg gleði, ást og þakklæti fylla hann á þessari stundu. Þessi merki og sérstæði dagur er ekki einungis sextíu ára afmæli hins fyrsta hátíðahalds, er þér helguðuð henni á þessum slóðum. Hann er umvafinn minningum um nærfelt heillrar aldar sigursælt starf íslendinga í þessari heimsálfu, og órjúfanlega tryggð þeirra við ættland feðranna. En hann er ekki tengdur aðeins við minningar hins liðna þó þær séu margar og hugnæmar, því að hann hefir fært henni fullvissu fyrir því, að börnin fyrir handan hafið muni aldrei gleyma ætterni sínu og uppruna og er því óneitanlega forboði nýs tímabils í sameiginlegri sögu vor og samstarfi. Aldrei finnum vér eins og nú hve góð, traust og gæfurík bræðra- böndin geta orðið milli íslenzkra niðja vestan hafs og austan. Því þér hafið á þessu ári lagt traustan grundvöll að því að íslenzkum bókmenntum og tungu verði reist virðulegt sæti í menningar- kerfi þessa lands, svo að kynslóð eftir kynslóð megi njóta hinna andlegu verðmæta, sem landnemarnir gróðursettu í hjörtum barna sinna. í gegnum margra alda ánauð, þrengingar og eymdarkjör geymdu íslendingar og þroskuðu með sér óviðjafnanlegt sálar- þrek. Þegar hetjumóður, þolgæði og kjarkur virtust vera að þrot- um komin þá var sem yfirnáttúrulegur varaforði andlegs styrks streymdi um æðar þeirra og gæfi þeim máttinn til nýrra átaka og enn öflugri framsóknar. Islenzkir frumherjar í vesturheimi áttu einnig í ríkum mæli þennan dýrmæta innri þrótt, svo þeim óx ásmegin við hverja þraut og auðnaðist að yfirstíga óteljandi örðugleika. Allt vildu þeir leggja í sölurnar til þess að tryggja yður, börnum sínum, betri og bjartari framtíð. En framtíðin er ekki örugg enn! Og nú horfast börn þeirra í augu við örlagarík andleg viðfangsefni. Ægileg umbrot eiga sér stað um heim all- ann og ótti og óvissa sækja að úr öllum áttum. Sagan sýnir að voldug menningarkerfi hafa hrunið til grunna sem afleiðing af langvarandi heimsstyrjöldum, og enn leitar andleg afturför í kjölfar þeirra. Já, menningin er enn í deiglunni, og mikils er ætlast til af yður, því mikið hefir yður verið gefið; Sem niðjar íslands og sem börn þessa mikla meginlands eruð þér arftakar tveggja merkilegra menningarstofna, sem börn guðs eruð þér, ennfremur, erfingjar hinna háleitustu hugsjóna, sem heimurinn hefir eignast. Varð- veitið vel og ávaxtið þennan dýra fjársjóð! Móðirin veit og skilur veikleik barna sinna. En hún þekkir einnig þau öfl til blessunar, sem búa í sálum þeirra. Hún man að íslendingar hafa ætíð metið manndóm, vit og þekkingu meira en veraldlegan auð og metorð, og dyggilega hafa þeir starfað að uppbyggingu síns nýja kjörlands. Hún veit að, þó þeir séu „fáir og smáir“, þá muni niðjar þeirra hér enn eiga öflugán þátt í þróunarsögu sinnar ungu þjóðar. Því einn lítill hópur manna getur með göfugu líferni upphafið samtíð sína, sett aðalssvip á umhverfi sitt og gróðursett óteljandi fræ andlegs þroska í skauti framtíðarinnar. Engin fjarlægð né framandi lönd fá aðskilið yður frá hjarta móðurinnar. Hugur hennar, vonir og árnaðaróskir fylgja yður allt til enda veraldar- Hún kveður yður og biður yður blessunar drottins. Megi göfugt, gleðiríkt og farsælt starf verða yðar hlut- skipti, megið þér sækja fram í baráttu lífsins, djörf og stöðuglynd, brynjuð þeim góðu dyggðum, sem einar eru þess megnugar að leiða mannkynið fram til gæfu og sigurs: „Hreysti, ráðsnilli og hugprýði vina styðji von, sigri sannindi og samheldni, ást guðs öllum hlífi“. Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business TrainingImmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AVE., WINNIPEG lsfisksölur togaranna eru enn óhagstœðar Talsvert fiskmagn dœmt ósöluhæft Undanfarið hafa níu íslenzkir togarar selt ísvarinn fisk á mark- að í Þýzkalandi og fimm togarar á Bretlandsmarkað fyrir rúm- lega 900 þús. kr. alls. — Sölur hafa verið óhagstæðar bæði í Þýzka- landi og Bretlandi. Þar náði þó einn togaranna rúmlega 10 þús. sterlingspunda sölu. Ósöluhœfur fiskur. Nokkurt magn af afla þeirra togara er seldu í Þýzkalandi, hefir verið dæmt ósöluhæft, þó togararnir hafi yfirleitt allir ver ið með góðan fisk og nýjan eins og vant er. Lálegur ís. Það, sem valda mun þessum skemdum á fiskinum, er einkum tvennt. Isinn, sem fiskurinn er lagður í, er keyptur erléndis. Margir togaranna, sem seldu bæði í Þýzkalandi og Bretlandi, keyptu ís í sig erlendis, er Dags- brúnarverkfallið stóð yfir hér heima. Þessi ís er miklu lélagri en hinn íslenzki og á því sinn þátt í að eyðileggja fiskinn. Einnig mun það hafa nokkur áhrif, að miklir hitar hafa verið ir um dreifingu fisksins inn í í Þýzkalandi og gert erfiðar fyr landið. Togararnir. Togararnir, sem lönduðu í Þýzkalandi eru: Ján Þorláksson 68 smál. af fiski, Helgafell RE 230 smál., Þórólfur 179 smál., Bjarni riddari 283 smál. Askur 264 smál., Vörður 280 smál., Elliði 297 smál., Garðar Þor- steinsson 299 smál. og ísborg með 256 smál. * 1. fl. fiskur á góðu verði. Frá Bretlandi berast þær fregnir, að markaður sé góður fyrir 1. fl. fisk. Einn hinna ís- lenzku togara náði mjög góðri sölu nú um daginn, enda var hann með prýðisgóðan fisk. — Þetta var Jón forseti frá Rvík, er seldi 2968 kit af fiski fyrir 10.851 sterlingspund. Eru nú margar vikur síðan að íslenzkur togari hefir náð jafn hagstæðri ísfisksölu í Bretlandi. — Þennan sama dag seldi Karlsefni 3142 kit af fiski fyrir 7274 pund. Bjameyjarfiskur. Júlí er nú búinn að selja Bjarneyjarfisk sinn. Hann land- aði í Aberdeen 3688 kit og seldi fyrir 3408 stpd., eða tæplega eitt pund fyrir hvert kit af fiski. — Þá seldi Geir 3909 kit fyrir 6445, Úranus 3623 kit af fiski fyrir 6695 pund og Bjarni Ólafsson, sem var með 2157 kit af fiski og seldi fyrir 4723 stpd. Mbl. 19. júlí Stórfellt tjón í eldsvoða í Reykjavík í gœrdag Trésmiðja og bílaverkstæði Almenna byggingar félagsins brann til kaldra kola ásamt miklu af efni og vinnuvélum I gær varð stórbruni í Reykjavík. Brann trésmiðja og verk- stæði Almenna byggingarfélagsins við Borgartún og þar inni mikið af dýrmætum vinnuvelum og efni til bygginga og smíða. Eldurinn magnaðist á skammri stundu og gat slökkviliðið ekki við neitt ráðið í verkstæðisbyggingunni, sem brann til kaldra kola. Átti slökkviliðið fullt í fangi með að verja næstu hús og það að eldur kæmist í olíutank við gafl verkstæðisbyggingarinnar og má það teljast vel gert að það tókst, þegar tekið er tillit til þess hve eldurinn var orðinn magnaður strax og slökkviliðið kom á vettvang. I gærmorgun um kl. 10,30 urðu menn þess varir að eldur var laus í verkstæðisbyggingu Almenna byggingafélagsins við Borgartún en bygging þessi er mjög stór að flatar máli ein hæð og lágt ris. Var þar áður til húsa aðalbækistöð Almenna bygginga félagsins, en skrifstofa og af- greiðsla er fyrir nokkru flutt í stórhýsi það, sem félagið hefir byggt austar með götunni. I þess ari byggingu voru því nú smíða verkstæði, bifreiðaverkstæði og geymslur fyrir efni og vinnu- vélar. Þegar eldurinn kom upp var geymt þar mikið af timbri og öðru byggingarefni svo sem einangrunarefni og fleira. Brann það allt að heita má. Auk þess var í húsinu allmikið af stórum vinnuvélum, jarðýtum skrani. Tókst að ná þessum verk færum út úr húsinu en hins veg ar brunnu inni mikið af verk- stæðisvélum, sem tilfinnanlegt tjón er að missa. Slökkviliðið kom á brunastað- inn nokkru fyrir klukkan ellefu og var eldurinn þegar orðinn mjög magnaður. Logaði að heita má öll byggingin að innan og eldtungurnar lagði út um glugg ana. Eldurinn hafði þá breiðzt út um allt verkstæðisgólfið enda var mikið af eldfimu efni þar svo sem timbur og annað sem álíka er eldfimt eða eld- fimara. Stór timburhlaði var á einum stað á verkstæðisgólfinu og magnaðist eldurinn til mik- illa muna er hann komst í hlað- ann. Slökkviliðsmennirnir lögðu strax til uppgöngu á þak húss- ins þó að því fylgdi mikil hætta þar sem það var úr asbesti, sem að vísu brennur ekki en spring- ur sundur og fellur niður við hinn mikla hita. Varð brátt séð að við ekkert varð ráðið inn í sjálfri verksmiðjunni og því lögð aðaláhrezla á að verja nýja húsið en gaflinn sem snýr að verksmiðjunni er úr timbri og mikil hætta á ferðum, kæmist eldurinn í hann. Sneru slökkvi- liðsmennirnir því niður af þak- inu enda mátti það ekki seinna vera, því skömmu eftir það fór asbestið að springa og þakið að falla niður í eldhafið og hefði hverjum þeim, sem þar hefði nið ur fallið verið bráður bani bú- inn. Asbestbrot úr þakinu þeytt ust af hitanum langt í loft yfir austurbæinn, þegar bálið var sem mest. Féll sótið yfir ná- grennið svo að þeir sem á ferð voru í túnahverfinu fengu sót- flyksur framan í sig. Veður var stillt en hægur andvari af norðri. Eftir að þakið féll var lögð áherzla á það, að dæla á það, sem verja þurfti og næst hús- inu var og tókst það giftusam- lega. Það var ekki fyrr en klukk an var nokkuð farin að ganga eitt að slökkviliðsmönnum var unnt að ráðast til atlögu gegn eldinum í rústunum sjálfum og tók það mestan hluta dagsins í gær að slökkva eldinn í þeim. Síðasti slökkviliðsbíllinn kom aftur heim á stöðina um klukk- an hálf fjögur e. h. en lengi eftir það unnu slökkviliðsmenn að því að dæla vatni í rústirnar og drepa í glóðunum. Eldsvoði þessi er með meiri eldsvoðum í Reykjavík og eitt mesta bál, sem hér hefir sézt. Þarna fórust verðmæti svo hundruðum þúsunda nemur. Eldsupptök voru ekki kunn í gærkvöldi en eldurinn kom upp í saggeymslu. TIMINN, 13. júlí Business and Professional Cards SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinlr. Hitaeiningj ný uppfynding, sparar eldiviS, heldur hita. IÍELLY SVKINSSON Slmi 54 358. 187 Suthcrland Ave., Wlnnipeg. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith Sl. Winnípeg Phone 924 624 Office Ph, 925 668 Res, 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A..LL.B. Barrlster, Solicltor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA AUo 123 TENTH ST. BRANDON i 447 Portage Ave, Ph, 926 885 KH)SlTOl JEWELLE RS Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Slding; — Repalrs 632 Simcoe St. Winnipeg, Man * DR. A. V. JOHNSON Dentist 606 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Horne Telephone 202 398 Talsfml 925 826 Heimllls 63 893 DR. K. J. AUSTMANN BérfrœOinyur i augna, cyrna, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutlmi: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK BérfræOlngur < augna. eyma, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofuslml 923 861 Helmaslmi 408 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenzkur lyfsali Fölk getur pantað meBul og annaB meB pöstl. Fljöt afgreiBsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur tlkklstur og annast um Ot- farir. Allur OtbflnaBur sá heztl. Ennfremur selur hann allskonar minnl8varBa og legsteina. Skrifstofu talslml 27 324 HeimlUs talslmi 26 444 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Wpg. Phone 926 441 Phone 927 025 'H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 305 Confederatlon Llfe Bldg. Winnipeg Manitoba Phone 49 469 Radio Service Specialiets ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Eciuipment System. 692 ERIN St. WINNIPEG PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrislers - Solicitors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561 JOHN A. HILLSMAN. M.D., Ch. M. 332 Medical Arts. Bldg. OFFICE 929 349 Home 403 288 Phone 724 944 i Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6 — 652 HOME ST, ViBtalstlml 3—5 eftir hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selklrk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Offlce 26.s— Res. 230 Offlce Phone Res Phone 924 762 726 116 Dr. L. A. Sigurdson 628 MEDICAL ARTS BLDQ. Office Hours: 4 p.m.—6 pjn. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO QEN. TRUST8 BUÍLDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 952 WINNIPHQ Cars Bought and Sold SQUARE DEAL MOTOR SALES "The Working Man’s Friend" Ph: 26464 297 Princbss Strsdt Half Block N. Logam SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUICK RELIABLE SERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDQ WPG. Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgB. blfreiBaábyrgB, o. s. fry. Phone 927 638 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BO Portage og Garry 8t. Phone 928 291 ____________________ GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDBON íour patronage will be appreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAQE, Managing Director Wholesale Distrlbutors of Fraah and Frozen Flsh. 811 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Slmi #26 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.