Lögberg - 22.09.1949, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGT.NN, 22. SEPTEMBER 1949
Hostitrg
Gefið út hvern fímtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Vtanáskrift ritstjórans'.
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd.
69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
DREGUR SIG í HLÉ? NEI!
Miklar bardagahetjur draga sig aldrei í hlé; þær
standa í fylkingarbrjósti unz yfir lýkur. —
Lögberg lét þess getið í fyrri viku, að hinn þjóð-
kunni stjórnmálaskörungur og pennavíkingur, Jónas
Jónsson frá Hriflu, yrði eigi í kjöri við kosningar þær
til alþingis, er fram fara þann 23. október næstkom-
andi; þótti þetta sem vænta mátti miklum tíðindum
sæta, því baráttuferill Jónasar Jónssonar er alveg sér-
stæður í sögu íslenzku þjóðarinnar, að minsta kosti
á yfirstandandi öld.
Jónas Jónsson hefir áratugum saman setið á al-
þingi; um hann hefir jafnan staðið styr, svo sem títt
er um boðbera hárra hugsjóna, er vita hvað þeir vilja
og hika eigi við að fylgja hugsjónum sínum fram hvern-
ig sem viðrar og hver, sem í hlut á.
Það er auðsætt, að þótt Jónas Jónsson leiti eigi end-
urkosningar að þessu sinni til alþingis, að það er síður
en svo að hann sé að draga sig í hlé af vettvangi bar-
áttumála sinna; og til þess að ganga úr skugga því við-
víkjandi, þarf eigi annað en líta yfir dálka Landvarnar,
blaðsins, sem hann nú stýrir, þar sem ein lögeggjanin
rekur aðra varðandi lausn þeirra yfirgripsmestu vanda-
mála, er íslenzka þjóðin um þessar mundir horfist í
augu við, svo sem um dýrtíðarmálin heima fyrir.
fræðslumálin og landvarnir þjóðarinnar út á við.
Enginn núlifandi íslendingur hefir verið jafn skel-
eggur í sókninni gegn kommúnistum, og í rauninni
hvaða ofbeldisstefnu, sem skaut upp höfði og Jónas
Jónsson frá Hriflu; ástin á mannfrelsinu er honum í
blóð borin og baráttunni fyrir öryggi þess hefir hann
helgað alla sína krafta; slíkt er einkenni sannra land-
varnarmanna, er gerskilja mismuninn á lífsstefnum og
helstefnum, og vilja vitka þjóðfélag sitt svo sem föng
standa bezt til.
Jónas Jónsson var ungur, er samvinnustefnan náði
yfirtökunum í lífsviðhorfi hans; hann var í mörg ár
ritstjóri Samvinnunnar, og hann stofnaði Samvinnu
skólann í Reykjavík og veitir honum forstöðu enn; hann er vatnið sv° salt að engin
er að eðlisfari mikill fræðari, eins og ritgerðir hans,
langflestar, bera svo glögg merki um; hann stofnaði
sinn eigin stjórnmálaflokk, Framsóknarflokkinn og
var um hríð dómsmálaráðherra, er sá flokkur fór með
völd í landinu undir forustu Tryggva Þórhallssonar;
þótti hann þá ærið stórhöggur og óvæginn, ef því var
að skipta; enda mun þá naumast hafa af veitt, að
stungið væri á hinum og þessum óheillakýlum, er gert
höfðu vart við sig í þjóðfélaginu; hvort dáendur Jón-
asar vegna þeirra vopnaviðskipta urðu fleiri en haturs-
menn hans, verður eigi auðveldlega skilgreínt að svo
stöddu; en víst er um það, að svo var línuskiptingin ljós,
að eigi varð um vilst.
Jónas Jónsson er óvenju frjór og mikilvirkur rit-
höfundur og hann ritar flestum samtíðarmanna sinna
fegurra og hreinna mál. Jónas Jónsson heimsótti Vest-
ur íslendinga um sumarið 1938, ferðaðist víða, flutti
mörg snjöll erindi og talaði í þá þjóðernislegan kjark;
að heimsóknum slíkra manna er hollur og varanlegur
gróði.
Vestur-íslendingar standa í mikilli þakkarskuld við
Jónas Jónsson, eigi aðeins vegna heimsóknarinnar,
heldur og engu síður vegna raunhæfrar hollustu hans
í gat;ð þeirra, svo sem með forustu hans á alþingi varð-
andi fjárhagslegan stuðning til íslenzku vikublaðanna
vestan hafs, að ógleymdri margháttaðri, annari aðstoð
og vinhlýju.
Það eru ekki allir menn, sem fá slíka kveðju frá
einum höfuðandstæðingi sínum og Jónas Jónsson fær
af hálfu Valtýs Stefánssonar ritstjóra í Morgunblaðinu
frá þeim 6. þ. m., en kveðjan er á þessa leið:
„Sagan mun að sjálfsögðu dæma Jónas Jónsson og
stjórnmálaferil hans. Hver, sem sá dómur verður, er
Sitt af hverju um saii
Á Spáni er saltfjall, nálægt
Cardona í Cataloniu. Það er um
4Y2 kílámetra ummáls og 130 —
169 metra hátt og er einn sam-
felldur saltklettur. Fólkið þarna
í nágrenninu bjó til ýmiss kon-
ar leikföng, skálar, kertastjaka
og því um líkt úr saltinu. Svip-
uð en þó minni saltfjöll eru
víða í heiminum. — í Etiopíu er
saltslétta, svo stór að maður er
fjóra daga að ganga í kringum
hana.
1 herferðinni í Indlandi not-
uðu innfædir íbúar þrjá daga til
að byggja enska setuliðskirkju
á hæsta staðnum á veginum
milli Imphal og Kohima. Þegar
þeir voru spurðir um hve mikið
þeir vildu hafa í kaup, fóru þeir
fram á eitt kg. af salti á mann.
í Rússlandi hinu forna og
enda víðar í Evrópu var það til
siðs að þegar einhver gisti á
heimili í fyrsta sinn átti hann
að hafa með sér salt og brauð.
— Víða í Englandi, sérstaklega í
Leicestershire, og líka í Skot-
landi og Irlandi, var alvanalegt
að setja disk með salti á brjóst-
ið á framliðnum mönnum. Salt-
ið var talið tákn eilífðar og ó-
dauðleika vegna þess að það rotn
ar ekki sem saltað er. Það var
fullyrt að djöflinum væri mein-
illa við salt.
Seltan í sjónum fer smávax-
andi. Vatn, sem inniheldur salt,
rennur að staðaldri í sjóinn.
Vatnið í sjónum gufar upp en
saltið lítið sem ekki. En þó er
líklegt að nokkur miljón ár
þurfi að líða til þess að munur-
inn verði verulegur frá því sem
nú er.
Á jörðinni er nægilega mikið
af salti til þess að þekja allt yfir
borð hennar 130 metra þykku
lagi. — Seltan í Saltvatni í Utah
í Bandaríkjunum, er um sex
sinnum meiri en í sjónum. Þar
skepna getur lifað þar, og vatnið
frýs aldrei.
Rómverskir hermenn fengu
nokkurn hluta af mála sínum
greiddan í salti, og frá þessum
sið er komið orðið „salær“ í al-
þjóðamálum (salt heitir sal á
latínu). Rómverjar töldu ógæfu-
merki að fleyja salti. Þessi hjá-
trú, sem er algeng enn í dag,
stafar frá því, að það var talið
treysta vináttu tveggja manna
að þeir ætu salt saman, en ef
annar hvor fleygði salti þá ruf-
ust þau bönd. — Dauðarefsing
gat legið við því hjá Rómverj-
um að selja óvinum ríkisins salt.
„Éttu minna salt, þá sefurðu
betur!“ Þetta er slagorð í U.S.A.
en þar hefir komið á daginn að
hægt var að lækna svefnleysi
með því að takmarka salt-
neyslu sjúklingsins. Dr. Michael
M. Miller hefir gert athugun á
þessu. Hann lét sjúklinga sína
aðeins fá 0,05 gr. af salti á dag
og er sannað, að af þeim 20
sjúklingum, sem hann gerði til-
raunir á voru aðeins þrír, sem
ráðið dugði ekki við, en þeir
höfðu allir notað svefnlyf lengi.
Miller segir að saltið auki við-
kvæmni ýmissa taugavefa. En
þegar saltneyslan er takmörkuð
Jón Jónsson Þorsteinsson
þegar óhætt að fullyrSa, að með honum hverfur sér- £fnasl kal].. taugavcfina og þa5
stæður stjórnmálamaður, vígfimur ritböfundur og ó
venjulega frjór gáfumaður af Alþingi íslendinga“.
Línum þessum verður samferða kafli úr grein, Bæk-
ur og listir, eftir Jónas Jónsson, sem útkom í blaði
hans, Landvörn, þann 15. ágúst síðastliðinn, og vegna
þess að vikið er þar að tveimur vestur-íslenzkum lær-
dómsmönnum, sýnist sanngjarnt, að veita íslenzkum
lesendum hér vestra aðgang að honum; en kaflinn er
á þessa leið:
„Kommúnistar eru athafnasamir um áróður við-
víkjandi bókmenntum og listum. Hafa nýlega komið
út tvær bókmenntabækur, sem runnar eru undan
þeirra rifjum. Stefán Einarsson, prófessor í Baltemore,
hefur ritað á enska tungu allstórt yfirlit um íslenzkar
bókmenntir, síðan í byrjun 19. aldar. Er þar saman-
kominn mikill fróðleikur, en líkist of mikið markaskrá.
Eru þar talin mörg skáldverk í óbundnu máli og gengið
svo nærri, að bók eftir Guðbrand Jónsson er talin með
að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Kostur við bók S. E.,
er sá, að þar er geymdur mikill fróðleikur og að höf-
undurinn vill gera verk sitt vel. ókostur er hitt, að hann
virðist hafa staðið í nánum tengslum við einhvern slysn
asta, andlega meinlætismann aldarinnar, Þórberg Þórð
arson, og hefur það áhrif á dómgreind hans. Hina bók-
er róandi.
Vesúvíus og sum önnur eld-
fjöll spúa salti þegar þau gjósa.
Saltið kemur mjög við átrún-
að ýmissa frumþjóða. Víða er
það lögmál að fólk megi alls
ekki éta salt. Þegar Pima-Indí-
áni hefir drepið Apasje-Indíána
F. 28. okt. 1856 — D. 30. júní 1949
Já, gœfa og náð fylgja mér alla œvidaga mína,
og í húsi Drottins hý ég langa ævi. Sálm. 23:6
Þessi trúverðugi íslendingur,
Jón Jónsson Þorsteinsson, and-
aðist á elliheimilinu „Höfn“ í
Vancouver, B. C., fimtudaginn
30. júní s.l., tæplega 93. ára að
aldri.
Jón var fæddur 28. október
árið 1856 að Barmi í Barða-
strandarsýslu, hann var sonur
dugnaðarhjónanna Jóns Þor-
steinssonar og Bjargar Jónsdótt
ur búandi á ofannefndum bæ.
Þegar Jón var ungur drengur
fluttist hann með foreldrum
sínum vestur til ísafjarðar og
þar dvaldi hann mesta part af
æskuárum sínum. Hann byrj-
aði snemma að stunda sjóróðra
á opnum bátum, eins og þá var
siður; hann reyndist snemma
dugnaðarmaður og harður í
sjósóknum, enda var Jón hraust
menni, sterkur og eldsnar í öll-
um handtökum.
Þegar Jón var 20 ára að aldri
réðist hann til hákarlavtiða, og
voru það aðeins hinir allra vösk
ustu ungu menn, sem þóttu hæf
ir til slíkra veiða í þá daga, sýn-
ir þetta hinn mikla framsóknar-
hug, sem bjó í þessum unga
manni.
Árið 1887 giftist jón eftirlif
andi konu sinni, þá ungfrú
Markúsínu Kristjánsdóttur, frá
myndarheimilinu Borg í Arnar-
firði, systir hins merka dugnað-
arbónda og útgerðarmanns,
Kristjáns í Stapadal. í
Þessi ungu hjón, Jón og
Markúsína, reistu sér bú á ísa-
firði og bjuggu þar til árið 1893
að Jón brá búi og flutti vestur
um haf ásamt konu sinni og
börnum.
Jón eignaðist 5 börn, þrjár
dætur og tvo syni, einnig ólu
þau hjón upp eina fósturdóttur
og naut hún allra hinna sömu
réttinda og þeirra eigin börn.
Börn Jóns voru þessi: Elzta
dóttirin Soffía, Mrs. Líndal, nú
dáin fyrir nokkru síðan, viður-
kennd fyrir að vera ein af allra
duglegustu búsýslukonum og
skörungur hinn mesti til allra
verka, enda var heimili þeirra
Líndalshjóna eitt hið allra
myndarlegasta í Lundarbyggð-
inni, Manitoba.
Þau sem lifa pabba sinn eru:
Björg, Mrs. Thomson, forstöðu-
kona á elliheimilinu „Höfn“
verður hann að gegnumganga
hreinsun og má því alls ekki
bragða salt á meðan á henni
stendur. Nicaragua-Indíánar
bragða ekki salt frá því að þeir
sá maisakrana og þangað til upp
skeran er um garð gengin. í Ind-
landi mega eldprestar bramín-
anna ekki éta salt og egypskir
prestar smökkuðu heldur aldrei
salt. Hjá Tonga-kynkvíslinni
Suður-Afríku eru eyrun á strák-
um á gelgjuskeiði götuð, og
mega þeir ekki smakka salt um
tíma á eftir. Og telpurnar mega
ekki éta salt meðan verið er að
fullgera hörundsflúrið á þeim.
í „Kennslubók í góðum sið-
um“, sem gefin var út 1577, gef-
ur höfundurinn ýmsar heil-
brigðisreglur: „Stingið ekki kjöt
bitanum ofan í saltskálina, en
takið saltið með hnífsoddinum“.
Saltskeiðar voru ekki komnar í
tízku þá.
ina hefur Kristinn Andrésson sett saman um það and-
lega horfellistímabil, síðan kommúnistar, á ríkislaun-
um fóru að fylla hillur hrekklausra manna með bókum
úr gimsteinalausu mannsorpi. En vel fer á, að hinir sjö
prófessorar og dósentar í móðurmálinu við Háskóla
íslands, minnist hins algerða aðgerðaleysis þeirrar
stofnunar í sambandi við íslenzka bókmenntasögu.
Verður þess skammt að bíða, að í Ijós komi hversu
mjög önnum kafinn maður í öðru landi getur áorkað,
og margt annað eftir samskonar skáld. Þetta er kallað þegar ekki skortir dugnaðinn. Mun Richard Beck inn
Jón Jónsson Þorsteinsson
Vancouver, mesta gæðakona og
dugleg húsfreyja, fósturdóttir-
in er Muriel, nú Mrs. Nutting
búsett í North Battleford, Sask.,
mesta myndarkona,- drengirnir
eru, Kristján búsettur að Burna
by B. C. og Þorsteinn bóndi að
White Rock, B. C., báðir giftir
menn og drengir góðir.
Einnig lifa afa sinn 39 barna-
börn og langafa sinn 25 barna-
barnabörn, er þetta hinn mynd-
arlegasti hópur glæsilegra ung-
menna, öll heilbrigð til líkama
og sálar, falleg og gjörfuleg að
vallarsýn, og mörg af börnum
og barnabörnum prýðilega
vel menntuð.
Það má því sannlega segja,
að Jón Þorsteinsson hafi hvílst
eftir langt og ávaxtaríkt ævi-
starf, enda var Jón gæfumaður
og náð Guðs fylgdi honum alla
hans ævidaga; hann var líka góð
ur félagsmaður og elskaði allt,
sem íslenzkt var. Heimili hans
var viðbrugðið fyrir • gestrisni
enda var hans góða og myndar-
lega eiginkona honum samhent
í öllu, þeirra heimili var líka
sérstaklega aðlaðandi, því þar
var þrifnaður og myndarskapur
sjáanlegur bæði úti og inni, og
eftir að Jón flutti vestur að hafi
og settist að í White Rock, B. C.
til þess að eyða elliárunum í
kyrð og ró, þá mátti sjá þar
hinn sama myndarskap, því
Þorsteinssons litla og snotra
heimilið að White Rock var við-
brugðið þar um slóðir fyrir það
hvað ánægjulegt væri að heim-
sækja þessi yndælu hjón, enda
voru þau bæði ræðin, skynsöm
og skemmtileg í tali.
Jón var lipurmenni hið mesta,
kátur og glaður í lund, hann
hafði sérstakt lag á því að koma
öðrum í gott skap, þegar hann
sagði gamansögur, sem hann
hafði allmikið af, þá kom hann
öðrum til að brosa og hló þá
hjartanlega sjálfur svo að allt
samtalið snerist til glaðværðar
og ánægjulegrar samverustund-
ar.
Eins og sjá má af áðurnefnd-
um æviatriðum Jóns, þá var
hann dugnaðarmaður með af-
brigðum til allra verka og ekk-
ert síður eftir að hann var orð-
inn aldraður, því hann var allt-
af sístarfandi og gat ekki án
þess verið.
Jón var kirkjumaður frá
vöggu til grafar, og ekkert þótti
honum ánægjulegra en að vera
við íslenzka messu í lúterskri
kirkju, því sinni barnatrú hélt
hann óskertri til hinstu stund-
ar, samt mátti hann frjálslynd-
ur kallast og aldrei talaði hann
dæmandi orð um annarra trúar-
skoðanir þó ólíkar væru hans
eigin, hann var kristinn maður,
gladdist í Guði sínum, og bjó í
húsi Drottins langa ævi.
Fyrir tveimur árum síðan
seldi Jón sitt litla heimili að
White Rock og fluttist, ásamt
konu sinni, á elliheimilið „Höfn“
í Vancouver, B. C., þar sem
sem dóttir þeirra, Björg, er for-
stöðukona, þar leið honum vel
og var við allgóða heilsu þar til
fyrir nokkrum mánuðum, að
hann veiktist og lagðist í rúmið,
var honum þá hjúkrað eins og
hægt var af dætrum hans, þó
má þar sérstaklega nefna fóstur
dóttur hans, Muriel, sem kom
alla leið frá North Battleford,
Sask., til þess að stunda fóstur-
föður sinn í feikindum hans og
gerði hún það með dáð og dyggð,
má segja bæði daga og nætur,
þar til hann andaðist, slíkt er
fallegt og yndælt til afspurnar,
og vert að minnast.
Jón var jarðsunginn þriðju-
daginn 4. júlí, frá útfararstofu
Simmons & McBride, að við-
stöddu fjölmenni, séra Guðm.
P. Johnson jarðsöng.
Með Jóni Þorsteinssyni er til
grafar genginn alíslenzkur
sæmdarmaður og drengur góð-
ur. — Blessuð sé minning hans.
G. P. J.
— í ýmsum löndum Ameríku
má víða sjá djúpar skorur í
hamrahlíðunum. Þær eru gerð-
ar af dýrum, sem sleikt hafa salt.
Vísundarnir í Ameríku voru van
ir að leggja í flakk á vissum tím
um árs til þess að leita sér að
salti. \
Plinius gamli, sem var mikill
náttúruspekingur, sagði að sól-
1 in og saltið væri það dýrmæt-
asta í veröldinni. — Eðlisfræð-
ingurinn Fahrenheit komst að
raun um að mesta frostið sem
hann gat framleitt fékk hann
með því að blanda saman klaka
mulningi og salti.
Talið er að 29 miljón tonn af
salti séu unnin í veröldinni á
ári hverju. 1 Bandaríkjunum ein
um eru notuð 4 miljón tonn til
matvælageymslu. Fjórar mil-
jónir fara í kemiskar verksmiðj-
ur.
an tíðar ljúka yfirliti sínu um íslenzka ljóðagerð, frá
Bjarna Thorarensen til yfirstandandi tíma. Er ástæða
til að fylgjast með, bæði því sem ritað er um bókmennt-
ir þjóðarinnar frá hálfu kommúnista, og þá ekki síður
hinu óafsakanlega athafnaleysi borgaralegra fræði-
manna í þessum efnum“.
Stóra-Bretland er mikið salt-
vinnsluland. Þar eru unnin
1.900.000 tonn af salti á ári, mest
í Worchestershire og Chesshire.
Á Madagaskar mátti fólk ekki
segja „salt“ þegar það fór fram
hjá ákveðnu vatni, því að fólk
trúði því að í vatninu væri andi,
sem væri illa við salt.
Um Michael Tourant, sem dó
í Frakklandi 1734, var það sagt
að hann hefði aldrei bragðað
salt. Hann varð 98 ára. En í þá
daga athugaði fólk ekki að í
ýmsum mat er salt, sem ekki er
tekið eftir, svo að Tourant gamli
hefir varla verið eins ósaltur og
af er látið.
Vegurinn milli Itacha og flug-
vallarins þar er mestmegnis úr
salti. Saltið er miklu ódýrara en
asfalt og hefir þann kost sem
ofaníburður að vegurinn verður
ekki háll né forugur.
TIL KAUPENDA
LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU
Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum
vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein-
dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á
þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en
þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði.
Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlimgur.
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
THE VIKING PRESS LIMITED