Lögberg - 22.09.1949, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.09.1949, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. SEPTEMBER 1949 MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Ueimili 776 Vi<?tor Street. Sími 29017. — Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15 e.h. Allir ævinlega velkomnir ★ — Lúterska kirkjan í Selkirk — Sunnud. 25. sept. Ensk messa kl., 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 á há- degi. Islenzk messa kl. 7 síðd. Kl. 8,15 síðd. að aflokinni guðs þjónustu, verður myndin „Like A Mighty Army“ sýnd í sam- komuhúsi safnaðarins. Væntum mikillar aðsóknar. — Fjölmenn- ið. — Offur tekið. — Allir boðn- ir og velkomnir. S. Ólafsson -t- — Argyle prestakall — Sunudaginn 25. sept. Grund — kl. 2. e. h. Baldur — kl. 7 e .h. ' (íslenzk og ensk messa). ♦ Arborg-Riverton prestakall 25. sept. — Hnausa, messa kl. 11 f. h. — Vídir, ensk messa kl. British Tradel Week The week of September 26th to October lst has been desig- nated as British Trade Week by the province of Manitoba, it was announced today by Premier D. L. Cámpbell. During the week onerchants and traders in co- operation with chambers of commerce will attempt to stimu- late public appreciation of the vital importance of trade be- tween Canada and the United Kingdom. Retail and depart- mental stores throughout the province intend to feature Bri- tish goods wherever they are* competitive in price and quality. Mr. Campbell stated that the fundamental importance of ex- port markets to our economy and the general prosperity of Canada has long been recogniz- ed. He stated that prairie agri- culture from its very beginning has produced for a market maný times larger than the Canadian domestic market and that a great bulk of our large surplus of agricultural products has always found markets # in the United Kingdom. Mr. Campbell pointed out that of the total United Kingdom imports last year, Canada supplied 78 per cent of the wheat, 81 per cent of the flour, 70 per cent of the bacon, 10 per cent of the cheese, 80 per cent of the dried eggs, 29 per cent of the shell eggs, 28 per cent of the timber, 32 per cent of the non ferrous metals and 45 per cent of the newsprint. Honourable J. S. McDiarmid, Minister og Industry and Com- merce, stated World War II marked the development of Can- ada into a major industrial nation and increased our de- pendence on world trade, both as outlet for products of newly developed industries and as source of essential imports. Mr., McDiarmid stated that we must all appreciate that world trade is a two-way highway and that in order to sell abroad we must buy abroad. British Trade Week, he said, was a recognition on the part of Manitobans of the im- portance of trade with the United Kingdom. He said, we must in our own self-interests take action to stimulate our im- ports from the United Kingdom if we expect to continue to ex- port in large volumes. Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Rovalzos Flower Shop Our Specialties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mrs. S. J. Rovatzos, Proprietress Formerly with Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Minnist BETCL í erfðaskrám yðar SONGS by S. K. HALL, B.Mus. “Songs of Iceland”, just published ..............$175 “Icelandic Song Miniatures” ...........$1.50 “My God, Why Hast Thou Forsaken Me?” ............50 All with piano accompaniment and lcelandic and English texts 8 SONGS IN EACH VOLUME On sále by MRS. ROSA VERNON 220 Maryland St. Or S. K. HALL Wynyard, Sask. Á íslenzku kl. 7 e. h. 8.30 e. h. B. A. Bjarnason Shick Electric Shavers Here’s good news for men who favour an electric shave! We now have the new model Schick electric shaver with two improved shearing heads for closer, smoother shaves. The motor, too, h a s been greatly speeded up and features a start-and-stop switch. Call at Eaton’s Cutlery Section for a demonstration. Each, $24.95 Jewellery Section, Main Floor, Donald. <*T. EATON C9 LIMITEO DON’T MISS . . . that step in the dark! Keep your foot on the right step! Whether your stairs go up to the second storey or down to the basement, make sure they are well lit. Put Westinghouse lamps in every socket. Then you’ll have plenty of good light with lamps that last longer—stay brighter. You can order Westinghouse lamps from your City Hydro meter reader, bill deliverer or collector. Have them sent C.O.D. or charged to your monthly light bill. CITY HYDRO Porlage and Kennedy Phone 848 131 VIÐSKIPTAVIKA BRETA — 26. SEPT. TIL 1. QKT. ATHYGLI Kaupmenn og vörumiðlarar Til þess að leiða athygli Manitobabúa að því hve mikilvægt það sé, að kaupa brezkar vörur hvar sem þær eru samkeppnisfærar að verðlagi og gæðum, hefir stjórn Manitobafylkis beitt sér fyrir um það, að gera vikuna frá 26. sept. til 1. okt., að brezkri viðskiptaviku. Búnaðarframleiðsla Sléttufylkjanna hefir á- valt verið meiri en til afnota í Canada. Bretar hafa að jafnaði keypt það, sem umfram var. Ef við ætlumst til að geta selt afgangsfram- leiðslu okkar, verðum við að auka sem framast má verða vöruinnflutning frá Bretlandi. Þess- vegna er nú farið fram á, að kaupmenn og vöru- miðlarar geri sér far um meðan brezka viðskipta- vikan stendur yfir, að kynna almenningi brezkar vörur og hvetji hann til að kaupa þær. THE PRDVINCE of MANITOBA HON. D. L. CAMPBELL, Premier of Manitoba HON. J. S. McDIARMID, Minister of Industry and Commerce VIÐSKIPTAVIKA BRETA — 26. SEPT. TIL 1. OKT. FORRÉTTINDI Eftir GILBERT PARKER J. J. Bildfell þýddi. — Ljóöin í þessari sögu eru þýdcl af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. Þar sem þau mæðginin sátu við kveldverðinn var ekki frítt við, að póst- meistarinn væri áhyggjufullur út af að- stöðu Charley. Hann ávítaði Filion La- casse fyrir það, sem hann kallaöi slúð- ursákæru manna, sem vissu ekki hvað þeir væru að segja — og þá líka, að hann sjálfur væri langt yfir slíka varmensku hafinn, og að síðustu var umhugsunin um þetta búin að ná svo miklu valdi á huga hans, að hann stakk upp á því við Rósalie, að hún færi og skyggndist á milli rimlana í hlerunum á skraddara- búðinni til þess að sjá hvað fram færi þar inni. Rósalie þverneitaði að verða við þeirri ósk föður síns, en eftir því sem meira var um þetta talað, óx óróleiki hennar. Hún hætti að svara föður sín- um, og svo fór smátt og smátt að draga niður í gamla manninum, unz samræð- urnar féllu alveg niður og hann sagðist vilja ganga til sængur. Rósalie fór með föður sinn inn í svefnherbergi hans og skyldi þar við hann í hugarróti hans, sem brátt gleymdist og snerist upp í fastan svefn, því ljótar hugsanir áttu aldrei friðland í huga hans til lengdar. Þegar Rósalie var orðin ein varð hún næsta hugsjúk. Hvað voru þeir að aðhafast í húsinu þarna á móti? Farðu og líttu í gegnum gluggann. En hún hafði aldrei á ævi sinni njósnað um fólk þannig! Væri það nú virkilega að njósna? Mundi það ekki vera fyrirgefan legt, að gjöra það í sambandi við mann- inn, sem skraddarinn hafði ætlað að ráðast á um morguninn, og, sem hafði verið ógnað með ögrun af söðlasmiðn- um og í sambandi við þær ögranir, að hún hefði séð Louis Trudel og Filion La- casse gefa merki um eitthvað, sem hún vissi ekki hvað var, eða meinti. Var það þá ekki velgjörningur að gjöra þetta? Það gæti verið heimskulegt og einkenni legt að vera að gjöra sér rellu út af þessu, en meinti hún ekki vel með því, og var það þess vegna ekki heiðarlegt? Leyndardómurinn sem öllu þessu fylgdi, æsti ímyndunarafl hennar. Þeg- ar að Louis gamli Trudel réðist að Char- ley, þá bar hann ekki hönd fyrir höfuð sér, og hann gjörði það ekki heldur þeg- ar söðlasmiðurinn ögraði honum, sem henni fannst bera vott um algjört kæru leysi fyrir allri hættu — kæruleysi manns, sem máske hefir misst alla lífs- löngun, eða lífsvon, og hluttekningar- þráin streymdi um hana alla. Monsieur, var máske ekki kaþólskur? En því meiri ástæða var til þess, að sýna honum vin- semd, ef hann var vinfár og einstak- lingur. Maður getur ekki gjört að því, þó að hann sé fæddur prótistanti, eða Englendingur það er ekki hans sök, og ætti ekki að meta áfellisdóm í þessum heimi fyrir það, þar sem hann óefað gjörði það í öðrum heimi. Geðshræring hennar óx enn meira. Það var búið að loka pósthúsinu fyrir löngu, faðir henn- ar var steinsofnaður því hún heyrði hann hrjóta. Klukkan var orðin tíu, og það var enn ljós í skraddarabúðinni, en vanalega voru ljós slökkt þar um klukkan níu. Hún gekk út í pósthús- dyrnar og leit út. Það sást enginn á ferð á götunum, og ljós sást hvergi nema í húsi friðdómarans. Niður undir ánni var einhver á ferð með sleða, því það heyrðist draghljóð í sleðameiðunum þegar þeir sörguðu á grjótinu, sem stóð upp úr snjónum, sem nú var mjög far- inn að þiðna. Einhverjir, sem seinir voru á sér, voru á heimleið frá Trois Cour- onnes-hótelinu, því þeir sungu eins hátt og þeir gátu hið alkunna kvæði: Petit Roger Bontemps „Því ég er Roger Bontemps, Glaður ávalt glaður! af víni er ég fullur, og gleðin er mín gæfa, ánægður, og í geði glaður!“ Gleðilæti þessa fólks færðust fjær, og þögnuðu á meðan Rósalie stóð í póst húsdyrunum, og enn loguðu ljósin í skraddarabúðinni hinu megin í göt- unni. Henni datt allt í einu í hug, að hún skyldi fara yfir í skraddarabúðina og heímsækja ráðskonuna þar hana Margot gömlu Patry, minnsta kosti vita um hvort hún væri enn á fótum. Það var ráðið snjallasta, sem fullnægði bæði háttprýðinni og siðvenjunum. Hún gekk hratt yfir götuna, flýtti sér fyrir hornið á skraddarabúðinni og var að ganga frm hjá glugga, sem var á hlið búðarinnar, þegar henni varð lit- ið á gluggahlera, sem var brotinn og á sama tíma heyrði hún eitthvað detta inni í búðinni. Var það hugsanlegt, að þeir væru þar enn við vinnu? Og hún gat ekki setið á sér að líta inn í gegnum brotið í hleranum. En hún hrökk bráðlega til baka, og hljóðaði upp. Inni sá hún Louis Trudel. Hann stóð við eldstæðið og var að taka eldrauðann kross úr eldinum með töng, og hélt honum upp til að horfa á hann. Hann horfði á hann með villimanns- glampa í augunum og nokkurskonar sigurhrósssvip, blönduðum lymsku- glotti á andlitinu, sem var í litlu sam- ræmi við hlutinn sem hann hélt á,' — minjagripinn helga, sem að hann stal af kirkjuhurðinni í þorpinu. Rósalie and varpaði þungt. Hún sá Louis ganga hljóðlega og lymskulega til búðardyranna, sem lágu inn í íbúðarhúsið. Hálf utan við sig stóð hún sem steini lostin ofur litla stund, svo hljóp hún til eldhúsdyranna • og lauk þeim hljóðlega upp og gekk inn í eldhúsið, þar sem hún fann Margot standandi á miðju gólfi á náttkjólnum. „Ó, Rósalie, Rósalie! hrópaði hún, það er eitthvað hér á seyði. Monsieur Trudel hefir verið eitthvað undarlegur í allan dag og í allt kvöld, ég leit í gegn- um skráargatið í búðinni rétt áðan, og —“ „Já , já, ég hefi séð það líka. Komdu! sagði Rósalie og gekk að dyrunum og opnaði hurðina og gekk inn í annað her bergi. Þar opnaði hún aðra hurð, sem laukst upp inn í ganginn, sem var á milli búðarinnar og íbúðarhússins. Þeg- ar hún kom inn í ganginn sá hún ljós- bjarma ofan af lofti íbúðarhússins. Það var glampi frá krossinum, sem var eld- rauður, og Louis hélt á með tönginni. Hún fór hljóðlega upp steintröppurnar. Hún heyrði að dyr voru opnaðar uppi á loftinu mjög hljóðlega. Hún flýtti sér nú eins mikið og hún gat, og þegar að hún kom upp, sá hún að dyrnar á her- berginu, sem Charley svaf í, voru opn- ar — allir í þorpinu vissu í hvaða her- bergi að hann svaf, og tunglsbirtan skein inn í herbergið í gegnum glugg- ann, sem var á því. Hún sá manninn sofandi í rúminu, og skraddarann standa yfir honum. Charley lá með aðra hendina á bak við höfuðið, en hin lá fram á rúmstokkinn. Hún sá hvað Louis ætlaði sér að gjöra, og hljóp inn í herbergið, en rétt í því að hún kom til þeirra lét skraddarinn krossinn eldheitan detta ofan á bert brjóstið á Charley og hrópaði, eða hvæsti um leið, „sýndu mér tákn af himni skraddari!“ Þessi hvæsirödd skraddarans drukn aði í annari, sem hljóðaði upp í angist, eigandi hennar, sem hrökk upp af svefni, settist upp í rúminu og hrópaði: „Guð! — Ó, Guð!“ Rósalie hafði gripið um handlegg- inn á Louis Trudel of seint. Hann hop- aði nú á hæl, sleit sig af henni, hló hrottalega og flýtti sér út að niðurgöng unni. „Ó, monsieur, monsieur!“ stundi * Rósalie og greip klút, sem hún hafði um hálsinn og lét hann við sárið á brjósti Charley, sem leið sárar kvalir, þó hann naumast vissi hvað fyrir hafði komið. „Hvað gerði hann?“ gat hann stun- ið upp. „Það var krossinn frá kirkjudyrun- um“, svaraði hún. „Mínútu, eina mínútu, monsieur!“ Hún þaut út úr herberginu og að uppgöngunni rétt í tíma til að sjá skraddarann steypast á höfuðið ofan stigann og ofan á gólf, þar sem Margot Patry stóð. Rósalie skipti sér ekkert um hann þar sem hann lá. „Olíu og hveiti fljótt!“ skipðai hún. Fljótt! Fljótt! sagði hún og steig yfir Louis, þar sem að hann lá, og tók í handlegginn á Mar- got og dró hana með sér fram í eld- hús. „Fljótt olíu og hveiti!“ Margot, sagði henni hvar það væri að finna, ófær sjálf til allra hluta af geðshrær- ingu. ,Hann veitti honum banatilræði“, stundi Rósalie upp. „Hann brenndi hann á brjóstið með krossinum helga!“

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.