Lögberg - 29.09.1949, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGT.NN, 29. SEPTEMBER, 1949
Eogbcrg
GefiC út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and publiehed by The. Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
MIKILVÆGUR OG SÖGURÍKUR ATBURÐUR
Á næsta hausti verður landnám íslendinga við
Winnipegvatn sjötíu og fimm ára gamalt, og má víst
telja að^þess verði að makleikum minst á sem allra
veglegastan og eftirminnilegastan hátt; saga þess,
þótt henni í einu og öðru kunni að vera áfátt, hefir
verið skráð, og er slíkt óneitanlega þakkarvert; frum-
býlingsár íslendinga í þessu landi, voru stimpluð svita
og tárum; þau voru saga þeirra bitrustu eldrauna, er
íslenzkt mannfélag nokkru sinni hefir horfst í augu
við, þar sem allsleysið og plágurnar héldust í hendur;
en þau voru líka prófsteinn á íslenzkt manngildi, þar
sem hinn vígði þáttur norræns táps og stæltrar hetju-
lundar gekk sigrandi af hólmi; nú hefir eldraunasagan
umskapast í glæsilegq, sigursögu, eins og frjálsmann-
legar fylkingar manna og kvenna af íslenzkum stofni
í landnámi frumherjanna, bera glögg merki um; nú
blasa við, svo að segja í hvaða átt, sem litið er, reisu-
leg nýtízku heimili með gróðurþrungin akurlendi á all-
ar hliðar; yfir landnáminu í Nýja-íslandi hvílir fagur
og vingjarnlegur menningarbragur, sem spáir góðu
fyrir um framtíðina; fólkið er hamingjusamt Canada-
fólk, þótt það jafnframt sé minnugt uppruna síns og
ættar. Að afmælisins verði glæsilega minst, er hvorki
meira né minna, en óumflýjanleg ræktarskylda.
Íslendingadagurinn átti sextugsafmæli á líðandi
sumri, og var þess minst með afarfjölmennu og virðu-
legu hátíðahaldi þann 1. ágúst á Gimli; um undirbún-
ing allan, venju samkvæmt, annaðist íslendingadags-
nefndin, er leysti starfið af hendi með prýði, hvað sem
þökkum eða vanþökkum leið. —
Á öðrum stað hér í blaðinu er þess getið, að ís-
lendingadagsnefndin haldi ársfund í Goodtemplara-
húsinu á mánudagskvöldið þann 3. október næstkom-
andi; um mörg undanfarin ár hafa ársfundir íslend-
ingadagsnefndarinnar verið svo slælega sóttir, að til
vanvirðu má teljast; slíkt má ekki lengur svo til ganga;
sóma síns vegna, verða íslendingar nú að rakna úr
rotinu og fjölmenna svo á áminstan ársfund, að kosn-
ing stjórnarnefndar verði að minsta kosti framkvæm-
anleg.
íslendingar verða að taka höndum saman og leggj-
ast á eitt um undirbúning sjötíu og fimm ára land-
námshátíðarinnar næsta sumar, svo að hún verði í
einu og öllu samboðin minningu hinna brattsæknu og
djörfu, íslenzku frumherja, er helguðu krafta sína því
veglega hlutverki, að breyta vestrænni villimörk í
blómgaðan akurteig.
☆ ☆ ☆
ÚRVALS RÁÐUNEYTI
Hið nýja St. Laurent ráðuneyti getur lítið fært sér
til afsökunar, reynist það þess eigi umkomið, að ráða
fram úr þeim vandamálum, er það nú hefir til með-
ferðar; og víst er um það, að minsta kosti næstu tvö
til þrjú árin, stendur það drjúgum betur að vígi, en
nokkrir af fyrirrennurum þess; nú verður því eigi um
kent, að andúðaröfl frá Qubebec stemmi stigu fyrir
framgangi nýtra þingmála, né heldur að ráðuneytið
eigi í höggi við andvíga efri deild; um þingfylgi stjórn-
arirfnar í neðri málstofunni er það að segja, að er
alveg sérstætt í sinni röði
Það var ekki einasta, að núverandi forsætisráð-
herra fengi svo að segja einhliða þingfylgi ættbræðra
sinna í Quebec, heldur varð niðurstaðan nálega hin
sama alt yfir landið; aðstaða stjórnarinnar er slík, að
hún getur fyrirhafnarlítið hrundið í framkvæmd hverju
einasta áhugamáli sínu hvort heldur um innanríkis-
mál ræðir, eða meðferð hinna vandasömustu utan-
ríkismála; í þessu er hún eigi aðeins sjálfri sér nóg,
heldur getur hún hlutast til um framkvæmd og mála-
forustu að eigin vild.
Núverandi sambandsráðuneyti er skipað einvala
liði; það nýtur enn fulltingis sinna reyndustu manna,
svo sem þeirra C. D. Howe og James J. Gardiners, auk
þess sem því hafa bæzt frábærir, nýir starfskraftar,
þar sem þeir Lester B. Pearson, Mr. Lapointe og Mr.
Winter eiga í hlut; um ráðuneytið í heild, má réttilega
segja, að þar sé valinn maður í hverju rúmi, og hefir
slíkt þá jafnan þótt góð skipshöfn, er svo var ástatt.
Nú hefir stjórnin, eins og þegar er vitað tekið það
ráð, að fella canadíska dollarinn í verði, og hefir það
fram að þessu valdið litlum mótmælum; verðfellingin
nemur 10 af hundraði; þetta hefir þegar leitt til þess,
að matvara hefir hækkað í verði um 3 af hundraði, og
líkur á, að ekki verði þar við setið; það liggur í augum
uppi, að þetta hljóti að koma óþægilega við láglauna-
stéttirnar og blessað gamla fólkið, sem ekki hefir ann-
að en ellistyrkinn til að styðjast við. í þessu efni er
auðsæilegra úrbóta þörf, sem ekki ættu að dragast á
langinn.
Frá Vancouver B.C,
16. september 1949.
Hér hafa verið óvanalega
miklir hitar í seinni tíð og aftur
farnir að gjósa upp skógareldar
á ýmsum stöðum í fylkinu, og
nú lítur út fyrir að skógarhöggs-
vinnu verði hætt, þar til rignir
aftur á þeim svæðum, sem eld-
arnir ge’ysa. Það er nú kominn
sá tími árains, að haustið og vot-
viðrin eru í nánd, og þá fer öll
skógarvinna á stað aftur og taf-
arlaust.
Lögbergi frá 1. sept. var sér-
staklega vel tekið hér í Van-
couver. „Bezta blaðið, sem þeir
hafa gefið út í mörg ár“, var sagt
áf mörgum. Svona eiga blöðin að
vera fréttir frá Mountain N. D.,
Blaine Wash., Vancouver B. C.
og Glenboro Man. Nú er vonandi
að það verði framhald á þessu,
og að nokkrir fleiri úr öðrum
byggðarlögum íslendinga bætist
við. Með því eina móti geta blöð-
in verið tengiliður á milli hinna
ýmsu byggða fslendinga. Land-
ar góðir, þið sem hafið svo vel
byrjað að skrifa fréttir til blað-
anna, látið það ekki verða enda-
slept, haldið því áfram í fram-
tíðinni. Það má teljast sem rót-
tæk þjóðræknisstarfsemi.
Seinustu fréttir frá Queen
Charlotte eyjunum í British
Columbía, skýra frá því, að jarð-
skjálftinn sem þar varð nýlega,
(22. ágúst), hafi gjört mikið meiri
skaða en haldið var. Fréttir frá
Cumshews Inlet í B. C. segja að
Aero Logging Company hafi beð
ið mörg þúsund dollara skaða,
sem þessi jarðskjálfti orsakaði.
Þar hrundi að grunni sínum olíu
geymir, (Tank) og laskaðist svo,
að 14.000 gallons af olíu runnu
niður á jörðina. Líka eyðilögðust
bryggjur og hús á þeim svæðum
meira og minna. Svo féllu skrið-
ur úr fjöllunum í kring, sem
gerðu víða skemmdir.
Þann 20. ágúst var þeim Mr.
og Mrs. Rögnvaldi Sveinsson
haldið fjölment og virðulegt sam
sæti að 6130 Cypress Street. Voru
það venzlamenn og vinir þeirra
hjóna, sem stóðu fyrir því.
Komu þar saman á annað hundr-
að manns. Dr. H. Sigmar stjórn-
aði samkvæminu með sinni vel-
þekktu lægni við slík tækifæri.
Aðalræðumaðurinn var séra Al-
bert Kristjánsson frá Blaine,
Wash. Til skemmtunar var söng-
ur og hljóðfærasláttur, frumort
kvæði fluttu þeim, góðskáldin
okkar, Páll Bjamason og J. S.
frá Kaldbak, og margt fleira var
þar á dagskrá. Að endingu þakk-
aði heiðursgesturinn fyrir þann
heiður og vinfengi, sem þeim
hjónum væri sýnd, var ræða
hans krydduð fyndni og gaman-
yrðum, sem hann er velþekktur
fyrir. Allir, sem tóku þátt í þessu
samsæti, eru sammála um að það
hafi verið ánægjulegasta og
skemmtilegasta samsæti, sem
þeir hafi verið í.
Þann 4. október n.k. verður
elliheimilið „Höfn“, tveggja ára
gamalt og ætlar elliheimilis-
nefndin að minnast þess, og hefir
stofnað til þess að haldin verði
veizla og skemmtisamkoma þann
dag, í „Hastings Auditorium“,
kl. 7 síðdegis. Skemmtiskráin
verður margþætt, og vandað þar
til eftir beztu getu. Að endingu
verður stiginn dans til miðnætt-
is. Aðgöngumiðar að samkom-
unni eru á $1.50, og gengur allur
ágóði af samkomunni í Elliheim-
ilissjóðinn. Nefndin óskar að
þessi samkoma verði vel sótt.
Með því að sækja samkomuna,
skemtið þið ykkur vel og um
leið styrkið þið þessa veglegu
stofnun, elliheimilið „Höfn“.
Það mun vera ákvárðað af nefnd
inni, að þessar afmælissamkom-
ur heimilisins verði haldnar ár-
lega til ágóða fyrir heimilið.
Barnaskólarnir voru opnaðir
hér, eins og til stóð, þann 6. sept-
ember, jafnvel þó að lömunar-
veikin sé ekki mikið að réna enn
þá. 122 manns þafa verið hér á
sjúkrahúsum, sem hafa tekið
þessa veiki, þegar þetta er skrif-
að. Skólastjórn borgarinnar var-
ar fólk alvarlega við því, að
senda ekki börn á skólana, sem
eru nokkuð lasin, og kalla strax
á læknir til að gefa álit sitt um
lasleika barnsins. Það verður
gjört allt sem mögulegt er að
gjöra til að varna því, að veikin
breiðist út. Um 40.000 ungmenni
hafa innritast við skóla borgar-
innar í þetta sinn.
Nú er byrjað á að bora eftir
olíu hér á vesturströndinni í
British Columbía. Er það á Gra-
hameyjunni, einni af Queen
Charlotteeyjunum. Það er „Roy-
alite Oil Company“, sem stend-
ur fyrir því. Það félag var eitt
af þeim félögum, sem fyrst fann
olíu í Turner Valley í Alberta
og víðar í því fylki. Sagan segir,
að S. F. Heard forseti' Royalite
félagsins hafi fengið leyfi hjá
stjórninni í British Columbía til
að leita eftir olíu á 220.000 ekr-
um á Grahameyjunni. Sérfræð-
ingar, sem félagið hefir haft þar
norður frá til að leita að olíu á
þeim svæðum, þykjast vissir um
að olía sé þar í jörðu. Þeir hafa
fundið olíu fljóta ofan á sjónum
þar víðsvegar, sem þeir segja,
að hljóti að koma frá hæðunum
þar í kring, og þykir það svo lík-
legt, að svo sé, að félagið vatt
strax bráðan bug að því að fá
leyfið hjá stjórninni, og er nú
þegar farið að vinna þarna. Það
er mikilsvert fyrir British Col-
umbía ef þarna finnst olía heima
fyrir, áður hefir mikið af olíu
verið flutt inn í fylkið frá Cali-
fornía og víðar langt að. Getur
þetta orðið mikill tekjuauki fyr-
ir fylkið, og einnig veitt atvinnu
mörg hundruð manns.
Magnús Elíasson er komin til
baka úr ferðalagi til 'Toronto og
Montreal. 1 Toronto mætti hann
á ársþingi „Canadian Federation
for the Blind“, sem erindreki
þess félagsskapar í British Col-
umbía. Flutti hann þar erindi
og tók þátt í ræðuhöldum, sem
þar fóru fram. Er kosningar fóru
fram var Magnús kosinn vara-
forseti þessa félagsskapar. Frá
Toronto fór hann til Denver í
Colorado U. S. A. og mætti þar
sem erindreki frá „The Can-
adian Federation for the Blind“
á ársþingi „The National Feder-
ation for the Blind“, í Banda-
ríkjunum. Magnús stóð við einn
dag í Chicago og gisti hjá Agli
Anderson lögmanni, sem sýndi
honum borgina eins og tími
vanst til. Mr. Anderson er hálf
bróðir G. F. Gíslason hér í borg.
Dr. Nína Paulson (Dentist) frá
Bremerton Wash., auglýsti að
hún ætlaði að sýna myndir frá
íslandi á Höfn þann 27. ágúst s.l.
Rétt þegar fólk var að koma á
samkomuna, kom skeyti frá Dr.
Paulson þess efnis, að hún gæti
ekki komið á samkomuna, vegna
einhverrar, tálmunar sem hún
gat ekki ráðið bót á. Um 50
manns, auk vistmanna, voru þar
samankomin til að sjá myndirn-
ar, sem eflaust hafa orðið fyrir
vonbrigðum er það fórst fyrir,
en það rættist vel fram úr því,
er fólkið hafði rabbað saman um
stund sér til skemmtunnar, sett-
ist Mrs. H. Sigmar við hljóðfær-
ið og sló þar á nokkrar nótur,
þá flyktust allir þar að og hófst
þar glymjandi söngur, fór þessi
skemmtun fram um stund. Þá
kom þar fram 10 ára gömul
stúlka, Eunice, dóttir þeirra Mr.
og Mrs. G. G. Gíslasonar. Er hún
þó ung sé, orðin þaulæfður fim-
ieikari (Acrobat, sýndi hún ýms-
ar kúnstir um stund og þótti
það góð skemmtun. Seinast
komu konurnar með kaffi og
alslags sælgæti, sem þær höfðu
búið sig út með, eins og hvern
lysti.
Séra Albert Kristjánsson mess
aði á „Höfn“ þann 11. september.
Margt aðkomandi fólk sótti mess
una, svo það varð húsfyllir. Mrs.
Gail Johnson aðstoðaði við
hljóðfærið. Eftir messuna buðu
Guðrún Tómasdóttir Johnson
„Kona, sem er góð eiginkona,
og góð móðir, er virðingarverð-
ari persóna en nokkur önnur“.
Þessi orð Theodórs Roosevelt
forseta koma mér í hug, þegar
ég hugsa um Guðrúnu Tómásdótt
ur, því mér finnst að þau séu
vel valin, og makleg yfirskrift
yfir minningu þeirrar mætu
konu. Ég ætlaði mér ekki að
skrifa hóflaust hól, eða skjall,
um þessa konu, því að ekkert
hefði verið fjær vilja hennar
sjálfrar, en ég vildi í allri hrein-
skilni leitast við að draga fram
nokkur lífseinkenni hennar, því
þau eru hugljúf til umhugsunar
og lærdómsrík til eftirbreytni.
Guðrún var heilsteypt kona,
hugsunin hrein, viljinn fastur
og óbilandi, orðheldnin ábyggi-
leg, trúmenskan traust, tilfinn-
ingarnar næmar og skyldurækn
in óþrjótandi. Þetta voru inn-
stæðurnar, sem Guðrún átti,
byggði líf sitt á, hélt fast við,
og þroskaði alla ævi sína.
Hún var landnámskona í
þremur nýbyggðum íslendinga í
Kanada, Þingvallabyggðinni og
Qu’Apelle-byggðinni í Saskatc-
hewan og Wild Oak — nú Lang-
ruth-byggðinni í Manitoba svo
hún fékk áreiðanlega að kenna
á frumbýliserfiðleikunum, sem
Islendingar urðu að ganga í
gegnum á fyrstu árum sínum í
þessari álfu, en hún tók þeim
öllum með atorku, hugprýði og
festu. Margt var það annað, sem
kallaði að á þessum árum, en
að ná fótfestu^ og afla sér til
hnífs og skeiðar, eða það sem
beint snerti heimilið, því allt líf
íslendinga hér, verklegt og and-
legt, varð að byggjast upp frá
rótum. í athöfnum utan heim-
ilisins tók Guðrún lítinn þátt
annan en þann, að hún var með
í þeim, sem henni þótti til upp-
byggingar miða og styrkti þær
peningalega eftir megni. Heim-
Guörún Tómásdóttir Johnson
ilið var ’hennar erksvið og þar
var hún óskipt, að vaka yfir heill
þess, prýða það og sjá það vaxa,
ekki aðeins hið ytra, heldur líka
að samúð og ylríki, það var henn
ar yndi og aðaláhugamál og svo,
þegar börnin komu, að vaka yfir
velferð þeirra, yfir orðum þeirra
og athöfnum, yfir fyrirmyndun-
um, Sem fyrir augu þeirra báru,
hugsunum þeirra og heilbrigði
andlegri og líkamlegri. Slíkt var
ævistarf Guðrúnar Tómásdóttur,
og hún leysti það af hendi með
þeirri prýði, sem að heilsteypt-
um og hreinlyndum konum ein-
um í Ölfusi, í sömu sýslu.
Guðrún Tómásdóttir var fædd
á Litlamóti í Flóa í Árnessýslu
á íslandi, 26. september 1864.
Foreldrar hennar voru hjónin
Tómás Ingimundarson og Guð-
rún Eyjólfsdóttir. Hún ólst upp
hjá foreldrum sínum, fyrst á
Litlamóti og síðar á Egilsstöð-
um í Ölfusi, í sýmu sýslu.
Árið 1886, fluttist Guðrún á-
samt foreldrum sínum og syst-
kinum, Jóni, Eyjólfi, Bjarna,
Guðfinnu, Ragnheiði, Katrínu
og Guðrúnu (yngri) til Kanada
og tóku foreldrar hennar land í
konurnar, sem þar voru að kom-
andi, öllum inn í borðsalinn, þar
sem þær veittu öllum kaffi og
alslags góðgæti. Þegar því var
lokið, leið öllum svo vel, að eng-
inn bjóst til brottferðar. Mrs.
Gail Johnson settist þá við hljóð
færið, og allur hópurinn í kring
um hana. Og byrjaði þá strax
söngur, sem allir tóku þátt í,
bæði þeir sem gátu sungið og
eins hinir, sem ekki gátu sungið,
voru samt með. Svo hér hófst
nokkurskonar „Song Festival“.
Allt voru það íslenzk lög, sem
sungin voru og var það góð
skemmtun fyrir alla. Um kl.
fimm fór aðkomufólkið að leggja
af stað heimleiðis. Það lét í ljósi,
að það hefði haft hér ánægju-
lega og skemmtilega dagstund.
Kvæðið, sem J. S. frá Kald-
bak, flutti á Islendingadaginn í
Blaine, hefir verið þýtt á ensku,
og hefir það vakið nokkra eftir-
tekt á meðal enskumælandi
fólks. Hinn alkunni rithöfundur
og „Columnisti“ fyrir Vancouver
„Sun“, (Elmore Philpött), hefir
bent á þetta áhrifa mikla kvæði
í dálki sínum í „Sun“. Hann tek-
ur upp í grein sína nökkrar
fyrstu ljóðlínurnar í þessu kvæði
og óskar þess, að hann hefði get-
að birt kvæðið í heild sinni, en
rúmið leyfði sér það ekki. Þetta
er í annað sinn, sem kvæði eftir
J. S. frá Kaldbak, hefir vakið
eftirtekt, og verið tekið til um-
ræðu í dagblöðunum í Van-
couver. Þetta kvæði hefir verið
birt í Voröld og Heimskringlu.
Donald, sonur H. I. Johnson í
Haney B. C. meiddist talsvert í
bílslysi nálægt Haney nýlega.
Hann hefir verið á sjúkrahúsi
hér í borginni og er á batavegi.
Mrs. Wm. Mooney varð fyrir
því slysi að handleggsbrotna fyr-
ir nokkru síðan, er hún orðin
næstum albata.
Mr. og Mrs. Gunnlaugur Holm
eru komin heim úr ferðalagi sínu
til Winnipeg og víðsvegar í Nýja
íslandi. Þau áttu þar heimili um
langt skeið, og eiga þar marga
(Frh. á bls. 8)
Þingvallanýlendunni, en Guð-
rún ásamt systrum sínum varð
eftir í Winnipeg, þar sem hún
tókst á hendur heimilisþjón-
ustu í nokkur ár, eins og flestar
íslenzkar stúlkur gerðu á þeirri
tíð, sem nýkomnar voru að heim-
an. Árið 1890 kvæntist hún Jón-
asi Jónssyni frá Árhrauni á
Skeiðum á íslandi, mesta mynd-
ar og athafna manni. Þau áttu
eina dóttur, sem þau misstu á
fyrsta ári, og eftir tveggja ára
sambúð missti hún mann sinn,
Jónas.
Árið 1896 kvæntist Guðrún í
annað sinn Böðvari Jónssyni frá
Auðsholti í ölfusi í Árnessýslu
á Islandi, framsæknum, dugn-
aðar og drengskaparmanni og
fluttu þau hjón þá strax til Lang
ruth í Manitoba, þar sem Guðrún
hóf landnámsstörf sín í þriðja
sinn, og bjó til æviloka.
Þau Böðvar og Guðrún áttu
níu börn. Tvö þeirra misstu þau
á fyrsta ári, og einn son, Harald,
sem varð fyrir slysi í korn-
hlöðu í bænum Langruth, þar
sem að hann vann, mannvænleg-
an atorku og efnismann. Sex
börn þeirra eru á lífi hvert öðru
myndarlegra. Jónas ógiftur og
á heima í Langruth. Tómás gift-
ur íslenzkri konu í Langruth.
Archibald giftur Sveinbjörgu
Rawkelsdóttur. Ingibjrörg gift
William Lundal í Chicago, Krist
ín gift H. G. Sigurðssyni í Winni-
peg.
I Wild Oak breyttu þessi hjón,
auðninni í blómlega akra, reistu
sér heimili, sem er fyllilega sam
bærilegt við fullkomnustu
bændaheimili hér vestrá' í sveit-
um íslendinga og bjuggu rausn-
arbúi í meira en hálfa öld.
Guðrún lézt á heimili sínu 20.
ágúst 1949 og var sungin til jarð-
ar af Rev. P. C. Base, sem á
heima í Portage Laprairie, 22.
sama mánaðar í grafreit Islend-
inga í Langruth-byggð.
J. J. B.