Lögberg - 17.11.1949, Blaðsíða 1
PHONE 21374
a
A Complele
Cleaning
Instilulion
PHONE 21374
»«es*s«
ieA
A Complete
Cleaning
Institution
62. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 17. NÓVEMBER, 1949.
NÚMER 45
milli þátta“ las samkomustjóri
mörg skeyti og bréf — heillaósk-
ir frá fjarlægum vinum, þar á
meðal Hon. Thor Thors, séra
Rúnólfi Marteinssyni og Dr. R.
Beck. Nú kom atriði, sem setti
sérstakan blæ á þessa gullbrúð-
Framhald á bls. 2
Samvinnustjórnin í
Manitoba eykur
þingstyrk sinn
Við nýafstaðiiar kosningar til
fylkisþingsins í Manitoba fóru
leikar þannig, að samvinnu-
stjórnin undir forustu D. L.
Campbells, gekk sigrandi af
hólmi við aukið þingfylgi; við
þingrof taldi stjórnin 37 stuðn-
Kolbeinn S. Thordarson vararœðismaður og jrú Anna Thordarson
Gullbrúðkaup í Seattle, Washington
Októbermánuður var sólblíð-
ur frá byrjun til enda í ár, hér
vestur við Puget Sound á Kyrra
hafsströndinni. Það blikaði á
skógana dag eftir dag í öllum
þeim blæbrigðum haustlitanna,
sem heilla hverja hugsandi veru.
Hvað gat verið ánægjulegra
en að halda gullbrúðkaup í stór-
um skylmenna og vinahóp, þeg-
ar haustið upp á sitt bezta lagði
til skrautið og stemninguna?
Þetta leyndi sér heldur ekki
að kvöldi þriðjud. 11. okt. þegar
yfir 200 manns víðs vegar að,
komu saman í kirkju ísl. lút.
safnaðarins, til að héiðra vísi-
konsúl íslands í Washington-
ríki, herra Kolbein S. Thorðar-
son og frú Önnu konu hans, í
tilefni af gullbrúðkaupi þeirra.
Þau voru gefin saman í hjóna-
band af séra Rúnólfi Marteins-
syni, fyrir 50 árum síðan, í
Winnipeg, Can. Helming þessa
söguríka tímabils hafa þau ver-
ið búsett í Seattle, tekið virkan
og mjög áberandi þátt í ísl. fé-
lagsskap og eignast fjölda vina.
Það var því engin furða þó hvert'
sæti væri skipað, og kirkja og
veizlusalur skreyttur sem bezt
mátti verða.
Á tilteknum tíma settist frú
Eriqka L. Eastvold við hljóðfær-
ið og lék brúðgöngulag, en Her-
mann Thorðarson leiddi móður
sína til sætis. Þar næst sungu
allir „Hve gott og fagurt“ með
mikilli hrifningu. Dr. H. Sigmar
frá Vancouver, B. C. flutti bæn,
en séra H. Sigmar, prestur í
Seattle stutta „vígsluræðu“ 'og
lagði út af orðinu „fagnið“. —
síðan tók herra K. F. Frederick,
formaður veizlunefndarinnar,
við samkomustjórn, og ávarp-
aði brúðhjónin með heillaósk-
um í tilefni dagsins. Þá voru á-
vörp flutt frá öllum þeim félög-
um, sem heiðursgestirnir til-
heyra, en á milli skemmtu með
ágætum sólósöngvum þau ung-
frú Margrét Sigmar frá Van-
couver, B. C., Tani Björnson og
Dr. Edward Pálmason. Fyrir
hönd Þjóðræknisdeildarinnar
„Vestri“, ávarpaði H. E. Magnús
son — forseti félagsins og safn-
aðarforsetinn Ray Ólason fyrir
hönd ísl. lút. safnaðarins. Frú
Sigrid Björnsson færði frú Önnu
gjöf og bar fram ávarp frá safn-
aðarkvenfélaginu, sem hún er
forseti í. — í þessum ræðum
fólst þakklæti og viðurkenning
fyrir ómetanlegt starf beggja
hjónanna í félagslegum samtök-
um íslendinga í Seattle. — „Á
Flytur ræðu um
Sameinuðu
þjóðirnar
Á opinberri samkomu, sem
Friðarvinarfélagið í Grand
Forks efndi til þann 25. október
í tilefni af fjögurra ára afmæli
Sameinuðu þjóðanna, var dr.
Richard Beck aðalræðumaður-
inn, og var ræðuefni hans:
„Sameinuðu þjóðirnar að verki“.
Stuttu áður hafði hann flutt
ræðu um sama efni í Fargo, þ.
17. oktðber, á ársfundi North
Dakota Fraternal Congress, sem
er í sambandi bræðrafélaga þar
í ríkinu, og er hann fyrrverandi
forseti þess félagsskapar.
Eins og skýrt hefir verið frá
sat, dr. Beck síðastliðið vor dag
langt fundi Sameinuðu þjóð-
anna sem gestur Thor Thors
sendiherra Islands í Bandaríkj-
unum og fulltrúa þess hjá Sam-
einuðu þjóðunum.
Kunnur rithöfundur á sjötugsafmæli
HON. J. S. MC DIARMID,
er fékk hæzta atkvæðatölu í
Suður-Winnipeg við nýajstaðn-
ar kosningar.
HON. D. L. CAMPBELL,
jorsætisráðherra Manitobafylk-
er leiddi samvinnustjómina
til sigurs þann 10. þ. m.
is
ingsmenn, en að loknum leik 43
þingfulltrúa. Liberal-Prógres-
sívar ráða yfir 30 þingsætum,
eða meira en helmingi þing-
mannatölunnar.
í Suður-Winnipeg voru kosn-
ir tveir samvinnustjórnarmenn,
þeir J. S. McDiarmid ráðherra
og Ron Turner, einn C. C. F,-
sinni, Lloyd Stinson, og einn há-
konservatívi, Dufferin Roblin. I
Mið-Winnipeg hlutu kosningu
tveir samvinnustjórnarmenn, C.
Rhodes Smith og Paul Bardal,
og tveir C. C. F.-sinnar, Swailes
og Fines. — Norður-Winnipeg
kaus einn Liberal, einn komm-
únista og tvo C. C. F.-játendur.
Er framboðsfrestur rann út,
kom það í ljós, að fjórtán fram
bjóðendur samvinnustjórnarinn
ar hlutu kosningu gagnsóknar-
laus, þar á meðal sjö ráðherrar.
C. C. F.-sinnar unnu ekki eitt
einasta og eitt sveitakjördæmi.
Þess er vænst að þing komi
saman í öndverðum janúar-
mánuði.
Biður að heilsa
Ungur og sérlega viðkynning-
argóður maður, Guðmundur
Guðjónsson úr Reykjavk, sem
dvalið hefir hér um slóðir síðan
í öndverðum júnímánuði síðast-
liðnum, og dvalið mestmegnis í
gistivináttu þeirra Sigurþórs
Sigurðssonar og Maríu Sigurðs-
son, 594 Alverstone St„ lagði af
stað áleiðis til Islands á sunnu-
daginn; frú María er móður-
systir Guðmundar; hann brá sér
vestur til Vancouver og dvaldi
þar í þriggja vikna tíma hjá
móðurbróður sínum Guðmundi
Eiríkssyni trésmíðameistara;
einnig heimsótti hann Soffanías
Thorkelsson rithöfund í Vic-
toría. Guðmundur starfar í
Reykjavík sem vélameistari hjá
hlutafélaginu Stálsmiðjan; hann
bað Lögberg að flytja Vestur-
Islendingum hjartanlegar kveðj
ur fyrir ástúðlegar viðtökur;
hann var stórhrifinn af Canada
og canadísku þjóðinni.
Meðal íslendinga í Winnipeg
bað Guðmundur Lögberg að
flytja ættmennum sínum endur
nýjaðar þakkir, svo og þeim
Steindóri S. Jakobssyni og frú,
Bergþór Emil Johnson og frú,
og ungfrú Elínu Hall.
Guðmundur ráðgerir að stað-
næmast nokkra daga í Toronto,
og eitthvað um hálfsmánaðar-
tíma í New York, en þaðan verð-
ur svo för stefnt flugleiðis heim
til ættjarðarinnar.
DONOVAN SWAILES
og GORDON FINES,
er náðu kosningu til fylkisþings
í Mið-Winnipeg kjördæmi aj
hálju C. C. F.-flokksins.
Icelandic Canadian Club
To Honor Guttormsson
Guttormur J. Guttormsson
-will be honored at the meeting
of the Icelandic Canadian Club,
Monday, November 21st, in the
First Federated Chutch Parlor.
An outstanding programme,
featuring the works of this
eminent poet, has been prepared
for the occasion. Holmfridur
Danielson will give a short ad
dress on: “The Creative Artist”
Elma Gislason and Elmer Nordal
will sing a group of duets, featur-
ing especially Jon Fridfinnsson’s
beautiful duet, composed for
Guttormsson’s poem “Ljosalfar”.
Mrs. Gislason will sing also, the
very first music composed for
the poet’s immortal poem
SANDY BAR, which she re-
ceived recently from the com-
poser Sigurdur Baldvinsson, the
post master of Reykjavik. Rag-
nar Stefansson will. give a
dramatic reading of Sandy Bar.
The program will start at 8.15
p.m., and will be open to the
public. Everyone is cordially in-
vited to attend. There will be a
silver collection in support of
the club’s cultural projects. Re
freshments will be served.
Þanp 11. yfirstandandi mán-
aðar átti skáldið og rithöfundur-
inn Þorsteinn Þ. Þorsteinsson
sjötugsafmæli, og þó um þann
atburð væri að vísu furðu hljótt,
fór hann þó ekki fram hjá öll-
um, og er það vel.
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson er
fyrir löngu víðkunnur rithöf-
undur austan hafs og vestan, er
farið hefir sínar eigin götur, og
tekið þær jafnan fram yfir hina
auðförnu alfaraleið; út í þá
sálma verður ekki farið hvar
hann sé sterkastur á svellinu á
vettvangi bókmentaiðju sinnar,
því víða ristir hann alldjúpt;
hitt mun þó sönnu nær, að ljóð
Þorsteins hafi enn eigi verið
metin sem vera bæri, því þau
eru, mörg hver, tilþrifamikil og
afar snjöll.
Þjóðræknisfélag íslendinga í
Vesturheimi mintist Þorsteins
skálds á afmælisdaginn með
þeim hætti, að forseti og ritari
heimsóttu hann, færðu honum
ávarp það, er hér fer á eftir, og
sæmdu hann gjöf fyrir hönd fé'
lagsins:
„Um leið og við undirritaðir,
í nafni Þjóðræknisfélags íslend-
inga í Vesturheimi, árnum þér
allra heilla á sjötugasta afmælis
degi þínum, þá viljum við í nafni
þess félags og í okkar eigin nafni
votta þér þökk fyrir skerf þann,
sem þú hefir lagt til íslenzkra
bókmenta, og íslenzkra menn-
ingarmála, bæði hér í Vestur-
heimi og á íslandi. Þakka þér
fyrir ljóðin þín snjöllu, ritverk
þín í óbundnu máli, málið mátt-
uga og hreina, sem þú hefir erft
frá Agli og Snorra. En einkum
og sér í lagi fyrir öryggi, einurð
og sjálfstæði anda þíns, sem
þótt stundum, einkum nú á dög-
um, þyki vera þrándur í götu er,
og verður eina sanna aðals-
merki mannanna. Fyrir þetta
allt og djarftæka þátttöku þína
í riti þínu „Saga“ og í sagnrit-
um þínum, í menningarmálum
íslendinga hér í álfu, erum við
þér þakklát og erum þess viss
að margt af því, sem þú hefir af
auði anda þíns miðlað þjóð
þinni beggja megin Atlants-
hafsins, eigi aftir að standa
óbrotgjarnt, þó árin líði.
Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags
Islendinga í Vesturheimi
P. M. PÉTURSSON, forseti
J. J. BÍLDFELL, ritari
Ef lífi þínu er til þess einhvers
eitt,
sem örvar, glæðir ljósið samtíð
hjá,
þótt lausa aura og lönd þú hafir
fá,
er lífsgjald þitt í félagssjóðinn
greitt.
Því skaltu ei hræðast heimskra
manna sköll,
né héraðsglópsins illmálgt kals
og spott.
Þær dægurflugur suða sig í hel.
En stefndu beint á hugans hæstu
fjöll,
þótt hálfnist ei sú leið, hún ber
þess vott,
ef áfram hélztu, að þú vildir vel.
Hér hefur góður drengur sett
sér háleitt mark og mið í æsku,
(Frh. á bls. 5)
PAUL BARDAL,
jorstjóri, er kosinn var þingmað
ur í Mið-Winnipeg þann 10. þ.
m., aj hálju Liberal-Prógresssíva
flokksins.
Sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar
Forseti Islands, herra
Sveinn Björnsson, hefir
nýlega sæmt hinn víð-
kunna og mikilhæfa
verkalýðsforingja Frið-
rik H. Fljozdal í Detroit,
Mich., riddarakrossi
hinnar íslenzku Fálka-
orðu. Friðrik var um
langt skeið forseti járn-
brautarþj ónasamtak-
anna í Bandaríkjunum,
og hafði þá meiri manna
forráð en nokkur annar
íslendingur nokkru sinni
hefir haft; hann var einn
af fulltrúum Bandaríkja
stjórnar á Alþingishátíð
inni 1930.
Friðrik er ættaður úr
Fljótsdal í Norðurmúla-
sýslu og fluttist á barns-
aldri til Vesturheims; hann er gáfumaður mikill, áhugasamur um
íslenzk mannfélagsmál, og í öllu hinn bezti drengur.
Friðrik H. Fljozdal
Kveðja úr jjarlœgð
Kæri Þ. Þ. Þ.!
Við hátíðlegt tækifæri — eins
og þetta sjötugsafmæli þitt —
sakna ég þess alltaf að Drottinn
skyldi svifta mig sjálfsagðri arf-
leifð Islendingsins: hagmælsk-
unni, án þess að bæta það upp
með gáfu söngsins, sem hann
hefir sumum mönnum léð í stað
inn, og það sumum sveitungum
mínum.
En þar sem svo er í pottinn
búið sé ég ekki annað ráð vænna
en að skreyta mig með lánsfjöðr
um og stela ljóði frá skáldi, sem
mér virðist hafa komið alveg ó-
venjulega vel orðum að því,
hvað fyrir þér vakti sem upp-
rennandi æskumanni og hvað
það var, sem gerði þig að þeim
merkilega sjötuga öldungi, sem
nú ert þú. Skyldir þú eða aðrir
kannast við kvæðið, verð ég,
þjófurinn, að byðjast vægðar,
en ljóðið er svohljóðandi:
Ef veiztu hvað þú vilt — ef annt
þú heift
því verki er krefst þín hugsjón,
stattu þá
sem bjargið fast, er brýtur
straum sér á
og buga lát ei tilraun þína neitt.
HON. C. RHODES SMITH,
er hlaut mest atkvœðamagn í
Mið-Winnipeg í síðustu flokks-
kosningum.
Endurkosinn
í bæjarstjórn
1 kosningunum, sem fram
fóru þann 8. nóvember, var
landi vor Paul Johnson, kaup-
sýslumaður í East Grand Forks,
Minnesota, endurkosinn í bæj-
arstjórn með miklu atkvæða-
magni. Hefir hann árum saman
tekið mikinn og góðan þátt í op-
inberum málum þar í borg; með
al annars lét hann nýlega af
störfum í skólaráði, eftir að
hafa átt þar sæti um 30 ára
skeið.
Hann er sonur landnámshjón-
anna Jakobs J. Johnson (Jóns-
sonar) og önnu Björnsson konu
hans, er búsett voru í grend við
Milton, N. Dak.
Þrjátíu og þrír Líberal-sam-
bandsþingmenn, undir forustu
Leslie Mutch, hafa borið fram
ströng mótmæli gegn hækkun
flutningsgjalda á korni, og krefj
ast þess að stjórnin skerist í leik
inn.