Lögberg - 17.11.1949, Blaðsíða 6
6
UDGBERG, FÍMTUDAGLNN, 17. NÓVEMBER, 1949.
FORRÉTTINDI
Eftir GILBERT PARKER
J. J. Bildfell þýddi. — LjóOin í þeaaari aögu eru
þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni.
Charley Steele hlustaði á þessa
skrípamynd af sjálfum sér. Með fyrstu
orðum þessa ribbaldakvæðis greip vín-
nautnaþrá hans hann heljartaki. Hver
einasta taug í líkama hans titraði af
þrá, af reiði, af óbeit og af fyrirlitningu;
þarna var Jón Brown að herma eftir
honum og fólkið að húrra fyrir honum,
— að stæla málróm hans og tilburði.
Hann tók nokkur skref áfram, en ungi
bóndinn drukkni féll þá rétt fyrir fram-
an hann og brennivínsflaska hrökk úr
vasa hans og valt að fótum Charley.
„Ég heiti Kampavíns Charley“, söng
skottulæknirinn. Allt hið fyrra líf Char-
ley flæddi nú um huga hans eins og ár-
straumur. Yfir hann kom ástríða, sem
hann réði ekki við. Eins og þegar hungr-
að dýr hrifsar hina fyrstu matarglypsu,
sem það sér, eins greip hann til flösk-
unnar, dróg úr henni tappann, setti
hana á munn sér og drakk — drakk —
drakk. \
Svo snéri hann sér við og hélt inn
í skóginn og ómurinn frá skottulæknin-
um og fólkinu fylgdi honum eftir — síð-
asta endurtekningin hljómaði honum í
eyrum og hlátur fólksins, þegar að Jón
Brown var að stæla málróm hans eins
og hann hafði verið, en hann hafði nú
verið breyttur síðasta árið. Hann snéri
við með ákveðinni fyrirætlun og þegar
síðustu nótur söngsins og hlátur fólks-
ins, sem fylgdi honum dóu út, rétti hann
úr sér, kastaði höfðinu aftur og söng
inn í myrkviði skógarins:
„Kampavíns Charley er mitt nafn—“
Svo hló hann hátt, sem líkarar var þó
veini hálfviltrar og glataðrar sálar, en
hlátri, og flýtti sér lengra inn í skóginn.
Það sló í þögn. Fólkið leit hálf hlæj-
andi til skógarins. En áhrifin sem þetta
hafði á Jón Brown voru átakanleg.
Hann varð náfölur í framan, í augum
hans var ótti og munnurinn á honum
opnaðist í ósköpunum, sem yfir hann
kom. Charley Steele lá á botni árinnar
miklu, þar sem bein hans höfðu rotnað
í heilt ár, en þarna var málrómurinn
hans, sem barst til þeirra út úr dimmu
næturinirar, sem svar upp á hans eigin
ankanalegu stælingu á honum, og at-
burðum hins dauða. Þegar fólkið tók
eftir ástandi því, sem Jón Brown var
kominn í, fölnuðu konurnar í framan
og mennirnir skulfu á beinunum,
ímyndunarafl fólksins jók á kuldahroll-
inn sem að því setti. Þögnin varði dá-
litla stund. Svo rétti Jón Brown út hend
ina og sagði í hásum rómi:
„Það er málrómurinn hans — mál-
rómurinn hans Charley og hann hefir
verið dauður í heilt ár“.
Innan hálfs klukkutíma, yfirkominn
af hræðslu og angist, voru tveir bændur,
sem hann hafði leigt til að flytja sig,
komnir á stað með hann og allt hans
góss til næstu sveitar.
XXVII. KAPÍTULI
Á gömlu brautinni
Það var einn maður í mannþvög-
unni, sem var í kringum skottulæknir-
inn og vagn hans, er hjátrúarspenning-
urinn, sem skipt hafði fólkinu í smá-
hópa, og sem síðar fylgdi tveimur og
tveimur, er þeir héldu heim til sín. Það
var Jó Portugais, sem undir eins hafði
þekkt málróm Charley Steele, lögfræð-
ingsins, sem hafði frelsað hann frá
gálganum fyrir mörgum árum. Hann
var þó ekki líkur málrómi hans eins og
hann átti að sér að vera. Það var ein-
hver hreimur í honum sem hann lirædd
ist. Hann beið unz að hann sá skottu-
læknirinn leggja af stað í burtu úr þorp-
inu, svo gekk hann í hægðum sínum
ofan götuna. Fólkið var enn á ferli, svo
að hann hélt áfram ofan að ánni. Þeg-
ar að hann kom til baka var umferðin
hætt og fólkið farið heim til sín. Hann
hélt sig í skugga trjánna, þar til að hann
kom að heimili Charley Steele. Hann
sá ljós í glugganum og gekk að bakdyr-
um hússins, þær voru opnar svo hann
gekk inn í eldhúsið án þess að gjöra
vart við sig. Það var ekkert ljós í eld-
húsinu, svo hann gekk inn í ganginn,
sem lá úr því inn í skraddarabúðina, og
að litlu herbergi, sem gengið var inn í
úr búðinni. Hann drap þar á dyr, en
þegar enginn svaraði opnaði hann hurð
ina og gekk inn.
Charley stóð þar fyrir framan spegil
með skæri í hendinni. Hann sneri sér
snöggt við og sagði önugur:
„Ég er að raka mig;“
Svo snéri hann sér aftur að spegl-
inum, ypti öxlum, og bar skærin upp að
skegginu. Áður en honum vanst tími
til að nota skærin greip Jó um hand-
legginn á honum og sagði:
„Hættu við þetta, monsieur!“
Charley hafði drukkið allt úr flösk-
unni, sem illa tilbúið brennivín var í, á
einum klukkutíma. Hann var ölvaður,
en eins og alltaf hafði átt sér stað með
hann, að þó að hann væri drukkinn, þá
var hugsun hans skörp og skýr, og hönd
hans stöðug; hann var í nokkurskonar
draumvökuástandi, sem fyrr meir hafði
stöku sinnum sýnt honum lífið í sönn-
um myndum, sem hann þá hafði sjald-
an tíma til að veita eftirtekt, eða hon-
um fanst að hann væri upp úr því vax-
inn að veita eftirtekt. Hann horfði á Jó
í svipuðu ástandi og hann var í kveldið
síðasta á Cóte Dorion hótelinu.
En nú, með hið óhugnanlega sjálfs-
álit sitt útskafið, tilfinningarnar opnar
og meðvitundina að krefjast viðurkenn-
ingar, eftir nálega þrjátíu ára draum-
dvala, var hann eins og tveir persónu-
eiginleikar í einni og sömu persónu,
með tveimur lífsstefnum og óskyldu
andans atgjörfi, en þó óaðskiljanlegum
raunum, eins og harðstjórar fórnuðu
píslarvættunum frönsku, sem bundnir
voru saman á bökunum og svo kastað
í Seine ána. Það, sem Jó sagði svo á-
kveðið og einarðlega, vakti hjá Charley
einhverjar gamlar endurminningar svo
hann lét skærin síga.
„Hví skyldi ég hika? spurði hann ró-
lega og brosti sama brosinu, sem espað
hafði skógarhöggs og vatnaflutnins-
mennina í Cóte Dorion.
„Ætlar þú að fara til baka, monsi-
eur?“
„Til baka hvert?“ Charley hvessti
augun á Jó með gegnumsmjúandi augna
ráði og sýndist ekki aðeins stara á Jó,
heldur eitthvað langt í burtu.
Jó svaraði ekki spurningunni beint.
— „Það kom maður í dag — hann er
farinn aftur; það getur einhver komið
á morgun, — sem ekki fer aftur“, sagði
hann alvarlega.
Charley gekk yfir að eldstæðinu og
settist á bekkinn, sem þar stóð, með
skærin, sem hann opnaði og lokaði á
víxl. Jó var í birtunni, og virti Charley
hann nákvæmlega fyrir sér og hugur
hans var að leita í liðinni tíð.
„Segjum að einhver hefði komið og
staðnæmst?“ sagði Charley rólega.
„Þú þekktist máske ef þú rakaðir
af þér skeggið“.
„Hvaða mismun mundi það gjöra?“
Hugsanir Charley voru að nálgast leynd
armálið sjálft — þær voru að leita —
leita að lyklinum.
„Þú veist það bezt sjálfur, monsi-
eur“, sagði Jó.
„Hvað veist þú?“ spurði Charley al-
varlega og vætti varirnar á sér með
tungunni.
„Það, sem að hann Jón Brown veit,
monsieur“, svaraði Jó.
Charley mundi allt í einu eftir blaða-
fréttinni, sem hann las daginn, sem
hann ránkaði við sér á Vadróme fjöll-
unum. Hann mundi að hann hafði kast-
að blaðinu á eldinn. En það var ekki ó-
hugsandi að Jó hefði lesið það áður en
hann hafði látið það á borðið, eða jafn-
til þess að hann læsi það. En hvaða á-
stæðu gat Jó haft til að þegja — til að
halda leyndarmáli hans leyndu?
Það ríkti drjúp þögn dálitla stund.
Augu Charley voru eins og hreyfingar-
lausir blikandi stáloddar. Hann sá ekki
andlitið á Jó — það var eins og í þoku —
hann var að hugsa, — leita og leita í
huga sér. Allt í einu greiddist fram úr
hugsunum hans; hann sá í anda réttar-
sal, dómara, kviðdómara og hundruð
yfirspentra andlita og sjálfan sig
standa á meðal þeirra. Hann sá tólf
menn taka sæti sín, alla nema einn,
sem stóð kyrr á sínum stað og sagði:
„Ekki sekur herra!“ Hann sá fangann
ganga út úr salnum frjálsan mann.
Hann sá sjálfan sig ganga út úr sama
salnum út í sólskin sumarsins. Hann
heyrði manninn frjálsa koma til sín,
snerta handlegginn á sér og heyrði
hann aftur segja: „Þakka þér fyrir, mon
sieur, þú hefir bjargað lífi mínu“. Hann
sá sjálfan sig snúa sér að þessum
manni. Hann vaknaði eins og af draumi,
reis á fætur, skærin, sem hann hélt á
duttu á gólfið. Hann rauk að Jó Portu-
gais, greip um kverkar honum og sagði:
„Farðu í burt frá augum mér, þú
ert sekari en fjandinn“. Hann herti á
takinu um hálsinn á Jó, sem hreyföi sig
ekki þó hann blánaði í framan. Allt í
einu sleppti Charley takinu, fölnaði í
framan og hneig niður á gólfið áður en
Jó gat náð til hans.
Alla þá nótt, barðist morðinginn við
dauðann, sem sótti að manninum, er
frelsaði líf hans.
XXVIII. KAPÍTULI
Signorinn aðvarar
í fimm daga hafði Rósalie vaktað
dyrnar á skraddarabúðinni, án þess að
sjá þær opnast og manninn, sem hún
unni hugástum ganga inn og út um þær.
Morguninn eftir minningardag Jóhann-
, esar skírara hafði hún beðið eftir að
dyr skraddarabúðarinnar væru opnað,
ar, en þær höfðu alltaf verið harðlæst-
ar. Hún beið óróleg, og svo hafði Jó
Portugais sagt henni að monsieur hefði
verið mjög veikur — nær dauða en lífi.
Henni hafði verið sagt um hinar ein-
kennilegu athafnir skottulæknisins og
röddina draugslegu, sem heyrðist úr
skóginum, og án þess að hafa nokkra
ástæðu til, tók hún þessa viðburði, sem
að vonum sertu hana illa, og setti þá í
samband við manninn, sem átti heima
hinu megin í götunni. Sjálf var hún í
ætt við hjátrúarfullt fólk, og svo hafði
hún sjálf heyrt og séð hluti, sem hún
aldrei hafði mátt minnast á. — Fóta-
takið í kirkjunni um kveldið þegar að
hún var að festa krossinn á kirkjudyrn-
ar aftur; litla kringlótta ljósið við kirkju
dyrnar; og hettuna, sem hún hafði mist
og var með öllu horfin. Henni virtist að
einhver vandræða hætta vofði yfir; og
hún tók ekki augun af skraddarabúð-
inni allan daginn.
Dauður — ef að hann skyldi deyja!
Ef monsieur skyldi deyja — hún varð
að taka á öllu viljaþreki sínu til þess að
neita sér um að fara til hans, hjúkra
honum, annast hann, lifa fyrir hann. En
hvað um skylduverkin — skyldan henn-
ar við stjórnina, og við föður sinn? í
hjarta sínu fannst henni að skyldur
hennar lægju við þann punkt, sem allt
líf hennar stefndi að. En hvað mundi
heimurinn segja? Hann mátti segja allt,
sem hann vildi. Henni lá það í léttu
rúmi, nema að því leyti, sem það kynni
að snerta hann. En hvað mundi hann
sjálfur segja? Hana setti hljóða við þá
spurningu. Það sem hann hafði sagt við
hana daginn áður, hafði vakið það öldu-
rót í sál hennar, sem bar hana út á haf
tilfinningana, þar sem dómgreind og
venjur missa vald sitt, og ástin hömlu-
laust -og hugdjarft heldur út á haffið
mikla.
„Ef að ég gæti aðeins verið nálægt
honum;“ sagði hún við sjálfa sig hvað
eftir annað. Það er skylda mín. Ég
skyldi helga honum sál mína og allt
mitt líf. Ég annaðist hann áður, þegar
líf hans var í háska. Það var mín um-
önnun, sem bjargaði lífi hans þá. Mín
ást, sem vakti yfir honum. Sál mín, sem
varðveitti leyndarmálið hans og bænir
mínar, sem töluðu máli hans, hjarta
mitt, sem fann til með honum. Það
hjarta mitt, sem finnur til með honum
nú sárarar en hjarta nokkurrar annar-
ar manneskju í víðri veröld. Það getur
enginn unnað unnað eins og ég unni.
„Hver gæti gjört það?“
Það var eins og hvíslað væri að
henni, „Kathleen!“ Nafnið gjörði hana
órólega, eins og krossinn litli hafði
gjört. Hún varð bæði hrygg og reið, og
barðist við hugarstríð sitt, þegar aðrir
nutu svefns og værðar.
Þannig liðu fjórir dagar, þangað til
að vagni var ekið upp að dyrum skradd-
arabúðarinnar pg monsieur Mallard
steig út úr honum og studdi sig við
handlegginn á Jó Portugais. Það voru
nokkrir menn á götunni, þegar að hann
kom og þeir fóru að pískra um, að mon-
sieur hefði verið við dyr dauðans. Hann
var fölur í andlitinu, veiklulegur og með
dökkar rákir undir augunum. Vagninn
stansaði litla stund og rétt í því að mon-
sieur steig upp í hann aftur bar prest-
inn þar að, þeir heilsuðust með handa-
bandi, presturinn leit alvarlega á mon-
sieur Mallard og það hreyfðust á hon-
um varirnar, en enginn vissi hvað hann
sagði. Þegar vagninum var aftur ekið
á stað leit Charley yfir að pósthúsinu.
Rósalie stóð lítið eitt inn frá dyrum póst
hússins, en gekk nú út í dyrnar. Augu
þeirra mættust og hjarta hennar sló
örara við að sjá augnaráð hans, því í
því var eitthvað, sem hún hafði ekki
séð þar áður — kvíði og vonleysi. Hún
vissi að það augnaráð var bundið við
hana, og aðeins hana. Hún treysti sér
ekki til að fara út og tala við hann. Hún
var hrædd um að hún mundi fara að
gráta. Svo með vorkunsemi í huga
og sálarkvöl, horfði hún á þá aka í vagn-
inum ofan götuna.
Eitt, tvö, þrjú, fjögur högg, barði
Signor Rossignol með gullbúna stafn-
um sínum á framdyrnar á skraddara-
búðinni. Það leyndi sér svo sem ekki að
hann átti brýnt erindi.
Frú Dauphin kom hlaupandi frá
pósthúsinu og Maximillian Cour og Fili-
on Lacasse á hælunum á henni.
„Það er ekki til neins að berja, mon-
sieur, skraddarinn er víst ekki heima —
ekki til nokkurs hlutar, herraRossignol.
Hann svarar ekki“, sagði frúin.
Signorinn hvessti augun á frú frið
dómarans, en þó með glettnisglampa í
þeim, því að hann hafði ekkert uppá-
hald á frú Dauphin. Honum fannst hún
vera ósanngjörn í garð M. Dauphin,
sem hún hafði lítið uppáhald á, en sem
var mesti sómamaður.
„Hvernig getur frúin vitað, hvort að
skraddarinn er heima eða ekki? Máske
að hún sé í leynivitorði með honum“,
sagði sifenorinn. Frúin svaraði ekki
strax. Hún snéri sér að söðlasmiðnum
og bakaranum og sagði: „Ég vona að
þið lærið af þessu. Ég hef ekki alltaf
haldið því fram, að skraddarinn væri
göfugmenni; en nú heyrðuð þið hvað
þeir, sem ykkur eru æðri halda um
hann! Nei, monsieur; göfugmennið ætl-
ar ekki að svara þér, signor!“
„Hann er ekki kominn á fætur enn
þá, frú“.
„Rúmið hans er tómt, monsieur“,
sagði hún hreikin og benti á gluggann
á svefnherbergi hans.
„Ég býst við að ég ætti að trúa þér
í þessu efni, því að þú ættir líklega að
vita um það. En Dauphin, hvað segir
hann um þetta?“
Söðlasmiðurinn fór að skellihlæja,
en Maximillian kafroðnaði í framan til
samlætis við frú Dauphin, sem skyldi
nú hvað signorinn meinti og var auð-
sjáanlega komin í allmikla gerðshrær-
ingu, eins og signorinn hafði ætlast til
að hún gerði. Hafði hún ekki snúið veg-
lyndi Dauphin upp í glæpsamlega
hneigð, þegar að hann hafði hjálpað
signor Rossignol til að hlynna að Paul-
ette Dubois; og gjört honum lífið eins
erfitt og hún gat? Frúin svaraði þessu
engu, því að hún sá sér engan feng í,
að reita signorinn til reiði.
„Það vita allir í þorpinu, að skradd-
arinn hefir ekki verið heima hjá sér að
undanförnu”, sagði hún og kreisti sam-
an varirnar.
„Ég er þá ekki talinn með þorpsbú-
unum“, sagði signorinn þurlega.
„Þú hefir ekki verið heima nú í fimm
daga —“
„Hvernig vissir þú það?“
„Það vita allir. Þú fórst í burtu með
hermönnunum og sveitarhöfðingjanum
eftir Jóhannesar skírara hátíðina og
síðan hefir skraddarinn verið veikur.
Ég átti von á að frú Flynn myndi segja
þér það, monsieur“.
„Svo! Hefðir þú gjört það? Jæja,
frú Flynn hefir verið í burtu líka, og þú
vissir ekki um það! Hvað gengur að
monsieur Mallard?“
Einhverslags hitaveiki. Á Jóhannes-
ar skírarahátíðinni, og svínið hann Jó
Portugais vakti yfir honum alla nótt-
ina — ég skil ekkert í því hvernig að
skraddarinn getur haft ræfil í kringum
sig! Nóttin eftir Jóhannesar skírara há
tíðina var hræðileg. „Hefurðu heyrt um
það, sem ágekk, monsieur? Draugana
og öll ósköpin, sem á gengu—“
„Sussu, sussu. Ég vil fá að heyra um
skraddarann, en enga drauga“, sagði
signor Rossignol önugur.
„Já monsieur, skraddarinn var veik-
ur í þrjá daga og hann lét engan koma
nærri sér nema prstinn og Jó Portu-
gais. Ég fór sjálf til að þrífa til hjá hon-
um og elda handa honum súpu, eða eitt-
hvað handa honum til að nærast á, en
skriðdýrið hann Jó Portugais lokaði dyr
unum rétt við andlitið á mér. Prestur-
inn sagði okkur að fara heim og skilja
monsieur Mallard eftir hjá Jó Portu-
gais. Hann hlýtur að vera mikið veikur
að hafa þann svarta sauð hjá sér — en
engan læknir“.