Lögberg - 17.11.1949, Blaðsíða 3

Lögberg - 17.11.1949, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. NÓVEMBER, 1949. 3 Leiftur úr langferð Minningarbrot úr jerð frá Höfn til Finnlands Helsingfors í. ágúst Sumarið 1949 heíir verið sum- ar Frakklandsferðanna, ungir sem gamlir, háir og lágir flykkj- ast til Frakklands. íslendingar kljúfa bláloftin frá Reykjavík til Hafnar og síð- an aka þeir sig dauðþreytta í 30 klukkustundaferð til Frakk- lands, en vonandi flytja þeir ein hver merki sígildrar franskrar menningar með sér heim. Ég gerðist sá öfuguggi á þessu sumri, að ég hélt í allt aðra átt, ég valdi Svíþjóð, Finnland og Lappland. Mánudaginn 1. ágúst hélt ég af stað frá Kaupmannahöfn, með einni Eyrarsundsferjunni til Málmeyjar. Ferðin milli þess- ara borga tekur eina klukku og 45 mínútur en löng er leiðin í tollinum beggja megin við sund- ið. Danski tollurinn hefir þótt allóvæginn, þráfaldlega hafa friðsamir borgarar verið klædd- ir úr hverri spjör og dæmi eru til þess að kvenfólk hafi verið rannsakað með gúmmíglófum. En það þykir ekki sæmandi lengur. Batnandi tolli er bezt að lifa. Brátt var ég seztur í hraðlest- ina og síðan var brunað af stað áleiðis til Stokkhólms. Ég lenti í klefa með Finnlandssvía, Svía og Dana, en annars bar mest á Ameríkönum í lestinni. Svíinn lét vel yfir að Ameríkanar heim- sæktu Svíþjóð, þ. e a. s. honum þótti vænt um dollarana þeirra, hinsvegar kvað hann Ameríkan- ana nokkuð fyrirferðarmikla og heimtufreka. Sitt er að konunni minni hverri, stendur þar. Sví- inn kvartaði yfir að Ameríkan- ar væru fyrirferðarmiklir og Ameríkanarnir kvörtuðu yfir að Svíar væru svo hátíðlegir. Staðar numið í Stokkhólmi Klukkan 11 um kvöldið kom ég til Stokkhólms. Ég hafði ekki pantað herbergi fyrirfram og blés þá ekki sem byrlegast, því fjöldi íþróttamanna gisti bæinn sökum Lingiadenmótsins. Ég MINNINGARORÐ: Hólmfríður Helgason F. 6. okt. 1876 — D. 10. ág. 1949 „Vér sjáum hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf, og lyftir í eilífan aldingarð því öllu, sem Drottinn gaf“. í tölu vina minna, sem kvöddu á nýliðnu sumri, var Hólmfríður Helgason, er andaðist að heim- ili sínu að Gimli, 10. ágúst. s.l. Foreldrar hennar, bæði ey- firsk, voru hjónin Jósef Sigurðs- son frá Dvergastöðum í Grund- arsókn og Arnbjörg Jónsdóttir frá Dagverðareyri í Glæsibæjar sókn. Þau fluttu frá íslandi árið 1876 og settust strax að í Árnes- byggð í Nýja íslandi. Nam Jósef þar land og nefndi Skógar- strönd. Þar fæddist Hólmfríður, fimm vikur eftir að systir henn- ar tæpra tveggja ára, hafði and- ast þar á heimilinu. Varð því koma Hólmfríðar smyrsl á sár; og oft síðar auðnaðist henni að verða til þess að mýkja margs- konar sár. Haustið 1876 geysaði bólan (Small-pox) í byggð íslendinga við Winnipegvatn. Hólmfríður var aðeins fárra vikna að aldri þegar hún tók veikina; lífsþrótt- ur hins tápmikla barns sigraði í þeirri eldraun, en menjar veik- innar bar hún alla ævi. Barn að aldri fluttist hún með foreldrum sínum að Melstað, tvær mílur sunnar en Gimlibær, og ólst þar upp ásamt systkin- um sínum, er hún var ætíð tengd innilegum kærleiksböndum. Fimm þeirra eru á lífi, öll nú til heimilis að Gimli, Man. Jósefs- sons bræðurnir eru: Jón, Óli og Sigmundur; systurnar: Sigrún (Mrs. G. Gíslason) og Jósebína (Mrs. J. B. Johnson). Hólmfríður giftist ung Hró- bjarti Helgasyni — nú til heim- ilis í Geysisbyggð. — Bjuggu þau um skeið á Litlaskógi í grennd við Gimli, síðar á heim- ilisréttarlandi Hróbjartar í Geys isbyggð. Vegir þeirra skildu. Ár- ið 1911 kom hún (ásamt börnum sínum) aftur til æskustöðvanna, og átti heima á þeim slóðum eft- ir það. Þrjú elztu börn þeirra hjóna dóu mjög ung, en þrjú lifa móður sína. Þau eru: Jósef Arn- berg, kvæntur Dorothy Jóhanns son, Gimli; Guðmundur Elinór, kvæntur Alice Canleon, Rabbit Point, L. Winnipeg; og Aðal- björg Sigrún, Gimli. Barnabörnin er ástríka ömmu hafa nú misst eru sex. Síðla hausts, 1929 flutti hún á heimili Óla bróður síns, sem þá hafði orðið fyrir þeirri þungu sorg að missa konu sína frá þremur ungum börnum. Upp Hólmfríður Helgason frá því áttu þau systkinin Óli og Hólmfríður heimili saman í sam fleytt nær því nítján ár, í Min- erva-byggðinni og í Gimli-bæ. Reyndust þau hvort öðru svo vel að fyrirmynd er og ljúft þess að minnast. Tvö börn Óla ólust upp á heimilinu og var mjög kært á með þeim og fóstru þeirra. Síðasta árið háði hún þunga baráttu við sjúkdóm þann, er leiddi hana til dauða. Átti hún þá heimili hjá Aðalbjörgu dótt- ur sinni og naut þar umönnun- ar ástvinanna, sem í nágrenniu dvöldu, ásamt dótturinnar á heimilinu. Þar voru kveðjumál flutt að viðstöddum nánustu vin um og ættingjum, og einnig í Lútersku kirkjunni á Gimli, að fjölmenni viðstöddu. Séra S. Sigurgeirsson flutti kveðjumál- in á báðum stöðunum. Hólmfríður var tápmikil kona, hlýleg í viðmóti og glaðlynd: Þótt „blæddu undir, inst í lundu“, gerði hún sér ætíð far um að dylja það, jafnvel fyrir sínum nánustu. Aldrei hafði hún ráð á miklum veraldleg- um auð, en vann margt góðverk- ið í kyrþey, án þess að líta til lofs eða launa. Hún var skiln- ingsrík, fórnfús og viðkvæm móðir; minnisstæð verða mér orð dóttur hennar: „Hún var okkur börnunum svo mikið, að mér er ómögulegt að þakka það sem skyldi“. Órofa tryggð bar hún til æsku vina sinna, þó vinunum fjölg- aði mikið er árin liðu. Þökk fyrir hlýju hjálparhönd- ina, sem þú oft réttir mér, Hólm- fríður! Vinirnir gleyma þér ekki. „Þér fylgir vor blessun, þér fylgja vor tár á friðarins engilvegu“. ANNA S. EINARSSON svipaðist um eftir einhverri upp lýsingarskrifstofu og fann brátt eina niðri í djúpum kjalla. Þar sat gamall maður með gleraugu og gerði að vilja gesta eftir því sem föng voru á. Sá gamli út- vegaði mér fljótlega gott her- bergi á Kristineberggistihúsinu. það kostaði 7 s. kr. + þjórfé og var það með baði, síma, viðtæki, sem jafnframt var kalltæki, ef maður vildi líta framan í stofu- stúlkuna eða þjóninn. Allur út- búnaður herbergisins bar vott um að Svíar eru ekki á neinni niðursetningabraut. Ég þurfti að fá mér vísum til Finnlands og arkaði í finnska sendiráðið, þaðan var ég rekinn ástúðlega en öfugur út aftur og sendur til aðalræðismannsins. Vísum fékk ég eftir 5 mínútna bið, þegar ég var búinn að svara ótal spurningum, m. a. hverrar trúar ég væri. íslenzka sendiráðið er skammt frá finnsku aðalræðismannskrif- stofunni, þar hitti ég fyrst sak- lausa sýslumannsdóttur úr sveit á grónskri grund og brosti hún mjög ástúðlega til mín meðan hún svaraði öllum mögulegum og ómögulegum spurningum, sem ég lagði fyrir hana. Innan skamms birtist Gunn- laugur Pétursson deildarstjóri í utanríkismálaráðuneytinu. Hann gegndi sendifulltrúastörf- um meðan Helgi Briem var í sumarleyfi. Gunnlaugur var mér að öllu góðu kunnur frá því að við vorum báðir innilokaðir í Danmörku á stríðsárunum, énda reyndist hann nú sem fyrr drengur góður.Er okkur íslend- ingum sómi að því að hafa mann sem Gunnlaug í utanríkisþjón- ustu vorri hvar sem vera skal. ar glímu. Ekki held ég að Svíar ar glímu. Ekki hel ég að Svíar hafi skilið mikið í því tuski, en það var þeim helzt ánægjuefni, að sjá lítinn mann og stóran sækjast af miklu kappi og þann stóra liggja. Litli maðurinn varð heyranlega uppáhald áhorfend- anna og þó vantaði útvarpsmann til að rymja einhverja hjákát- lega lýsingu á honum í hátalar- ann. Seinna um kvöklið fórum við — sýslumannsdóttirin og ég — á Skansen og nutum ljósadýrðar- innar, sem er svo margbreyti- leg, fögur og hugnæm, að minn takmarkaði litaorðaforði fær ekki lýst henni sem vera bæri. Klukkan 15 mínútur yfir fimm næsta dag hélt ég af stað til Uppsala. Þar dvaldi ég rúm- lega þrjár klukkustundir. Upp- salir er gamall menningarbær og eru dómkirkjan og háskólinn miðstöðvar menningarinnar. — Kjörorð háskólans er: „Tanka fritt ar stort men tanka ratt ar större“. Á íslenzku mætti kann- ske segja: Hugsa frjálst er hátt, en hugsa rétt er hærra. Leiðin til landamœranna Klukkan 9.35 lagði ég af stað frá Uppsölum áleiðis til Hapar- anda, sem er við landamæri Sví- þjóðar og Finnlands. Ég var svo stálheppinn að fá klefa út af fyr ir mig svo að ég gat sofið í friði og ró meðan lestin brunaði í gegnum víðfeðma skóga Svía- ríkis í næturhúminu. Upp úr hádeginu komum við til Boden og fór þá lestin heldur að hægja á sér og frá larungi til Haparanda tíndi hún upp allar smástöðvar. Á þessum slóðum er ekki þéttbýlinu fyrir að fara. Á einni smástöðinni var numið staðar í 10 mínútur. Þar var lít- r ill veitingastaður og var allt til- búið handa væntanlegum gest- um. Kaffibollarnir stóðu á tár- hreinum borðunum og kökurn- ar gat hver og einn sótt í köku- binginn sem vildi. Þessar góð- gerðir kostuðu eina krónu. Stokkhólmur var nú svo undra fjarri og lýsti það sér m. a. í því, að brautarþjónninn svipaðist um í hverjum krók og kima til þess að ganga úr skugga um að enginn hefði nú verið skilinn eftir. Farið inn á finnska grund Sænsku lestinni hafði seinkað svo að ég vissi ekki gerla hvort ég myndi geta haldið áfram á- leiðis til Helsingfors undir eins. Úr því rættist þó, finnska lestin beið hinum megin við landa- mærin. Við vorum aðeins þrjú, sem ætluðum yfir, finnsk hjón og ég. Er ég kom inn í venjulegan annan farrýmisklefa sat þar ungur og laglegur maður. Ég á- varpaði hann á sænsku, en það bar heldur lítinn árangur, reyndi ég þá ensku og gekk það öllu betur. Þessi ungi maður kvaðst heita Olavi Niellinen. Svo var þá háttað fjárhag mín um að ég átti 23 mörk eða tæpa krónu í íslenzkum peningum. Auk þess hafði ég sænskar og danskar krónur og lék mér hug- ur á að breyta þeim í mörk. Ég tjáði nú Olavi hvernig á stæði og bauðst hann því til að kaupa af mér nokkrar krónur svo ég gæti keypt mér brauð og mjólk í Kemi, þar sem kommúnistar hafa nú komið á verkfalli. Olavi reyndist mér sannarleg hjálpar- hella því afgreiðslustúlkan í Kemi skildi ekkert nema finnsku. Þegar Kemimáltíðinni, sem tók tvær mínútur, var lokið, lá leiðin til Uleaborg. Ræddum við nafnarnir saman um landanna gagn og nauðsynjar eftir því, sem orðaforði hans leyfði, en hann hafði aðeins lesið ensku í tvö ár og aldrei haft tækifæri til þess að tala hana áður. Ekki allt mömmudrengir á íslandi Ég fékk svefnklefa um nóttina og skreyddist á fætur klukkan 9 næsta morgun eftir væran svefn. I klefanum mínum sat enn vinur minn Olavi og við höfðu nú bætzt tveir kátir karlar báðir sænskumælandi. Annar hét Ny- gard og var fyrrverandi farmiða sali hjá járnbrautunum og hinn hét Svanström, fyrrverandi eim- lestarstjóri. Sín á milli töluðu þessir menn finnsku en ég tal- aði ýmist sænsku eða ensku. Olavi sagði mér nú að hann ætlaði að lesa hagfræði við Hel- singforsháskóla, en eins og stendur er hann verzlunarmað-. ur og sparar sér saman náms- aura. Olavi sagðist vilja vita sem mest um ísland og spurði hvort ég gæti ekki komið sér í bréfa- samband við enskuskrifandi íslenzka stúlku á sínu reki (hann er 21 árs). Vilji einhver íslenzk blómarós fræða Olavi Niellinen um Island á enskri tungu þá er heimilisfang hans: Villman- strand, Box 8, Finnland. Karlarnir voru hinir kátustu og bar margt á góma; stríddi Svanström Nygard á því, að hann hefði lofað „mömmu“, þ.e. húsfreyju hans hans, að gæta hans í Helsingfors. Svanström kvast hafa hlustað á fyrirlestur um ísland kvöldið áður og heyrt íslenzkan karla- kór á plötu og hefði sér þótt hann ágætur. Sjálfur var Svan- ström gamall kórmaður og tók lagið. Sem formaður dauðvona Söngfélags íslendinga í Kaup- mannahöfn gat ég ekki skorast undan að taka undir og er Svan- ström heyrði að ég var ekki lag- laus vildi hann læra íslenzkan söng. Ég kenndi honum þá hús- ganginn: Oft finn ég í œðum brenna œsta þrá í gleðifund. Ég er vinur víns og kvenna og verð það fram á hinztu stund. Svanström líkaði þessi kveð- skapur vel og sagði: Ekki eruð þið allir mömmudrengir á Is- landi. Er til Helsingfors kom komu ferðafélagarnir farangri mínum til geymslu en ég fór beina leið að ná mér í nokkur mörk og þaðan til Eiríks, sem allir Finnlandsfarar þekkja, ræðismann íslands. Ólafur Gunnarsson frá Vík í Lóni. VÍSIR Business and Professional Cards SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum — Skrifið símið til KELLY SVEINSSON 187 Sutherland Ave„ Winniperj Sími 54 358 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg Phone 924 624 Office Ph, 925 668 Res, 404 31» NORMAN S.BERGMAN, B.A., LL.B. Barrister, Solicitor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisiers - Soliciiors v Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers VVinnipeg, Man. Phone 923 561 JOH3SÍ A. HILLSMAN. M.D.. Ch. M. 332 Medical Arts. Bldg. OFFICE 929 349 Home 403 388 Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6 — 652 HOME ST. ViBtalsttml 3—6 eftlr hádegi Also 447 Portage Ave, 123 TENTH ST. ,BRANDON Ph, 926 885 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selklrk. Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 280 Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUND50N Asphalt Roof. and Insulated Siding — Repairs 632 Simcoe St. Wlnnlpeg, Man. Office Phone Res Phone 924 762 728 115 Dr. L. A. Sigurdson 628 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment DR. A. V. JOHNSON Dentist 606 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talslmi 925 826 Helmilis 83 893 DR. K. J. AUSTMANN BérfrœOingur i augna, eyma, nef oo kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK BérfrœOingur i augna, eyma, nef oo hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofuslml 923 851 Heimasími 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenzkur lyfsali Fúlk getur pantað meðul og annað með pösU. Fljðt afgreiðsia. Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlasknar 406 TORONTO GEN. TRUST8 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 926 952 WINNIFEG Cars Bought and Sold SQUARE DEAL MOTOR SALES "The Workino Man’s Friend" Ph: 26464 297 Princbss Strket Balf Block N. Logan SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUICK RKLIABLE SERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. 0t- vega peningalán og eldsábyrgð. bifrelðaabyrgð, o. ■. frv. Phone 927 588 A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um ttt- farir. Ailur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslml 27 324 Heimilis talslmi 26 444 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC SL Mary’s and Vaughan, Wpg. Phone 926 441 Phone 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. 1. PALMASON & CO. Chartered Acconntants 305 Confederation Ltfe Bldg. Winnipeg Manltoba Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrccOinonr 209BANK OF NOVA 8COTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 GUNDRY PYMORE Limited Brltish Qualitv Fish Nettino 58 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Uanager T. R. THORVALDBON Four patronage will be appreclated C A N A D I A N FISH | PRODUCERS, LTD. ) J. H. PAOE, Manaoing Director Wholesale Distributors of Frssh and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELBON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 592 ERIN SL WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. A Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Slmi 926 827 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FI8H

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.