Lögberg - 22.12.1949, Blaðsíða 5

Lögberg - 22.12.1949, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. DESEMBER, 1949 5 ÁH UCAMAL KVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON KONA SKIPUÐ ÞINGFORSETI í FYRSTA SKIPTI í SÖGU BREZKA HEIMSVELDISINS Mrs. Nancy Hodges Eini forsœtisráðherrann utan íslands íslenzkur í báðar œttir, Byron Johnson, skipar konu í mikla virðingarstöðu. Þann tíunda þessa mánaðar tilkynnti Byron Johnson, sem er íslenzkur í báðar ættir, að næsti þingforseti þingsins í British Columbia yrði kona, 61 árs að aldri, sem helgað hefir alt sitt líf heimilisstörfum og blaða- mensku. Mrs. Hodges var fædd í Lon- don á Englandi, fluttist til Can- ada 1912, tveimur árum eftir að hún giftist H. B. Hodges, núver- andi aðalritstjóra Victoria Times. Hugur hennar stefndi snema til blaðamensku og nú hafa þau hjónin bæði unnið sér aðdáun og virðingu fyrir blaða- menskuferil sinn og þátttöku í opinberum málum. Mrs. Hodges hefir þrisvar sinn um verið kosin á fylkisþing British Columbia í Victoria, sem Liberal frambjóðandi — í kosn- ingunum 1941, 1945 og 1949. Hún er formaður Liberalsam- takanna meðal kvenna í þessu landi og hefir tekið virkan þátt í ýmsum öðrum félagssamtök- um kvenna. Mrs. Hodges flytur aldrei langar ræður á þingi, en þegar hún tekur til máls hlusta allir. Byron Johnson, forsætisráð- herra, komst þannig að orði, er hann kunngerði val Mrs. Hod- ges til þingforseta: „Mrs. Hodges er með ágætum fær um að takast á hendur þessa stöðu, sem ég hefi nú mælt með. Hún hefir óbilandi vinnuþrek eins og nefndarstörf hennar á þingi hafa sannað, og hún er þaulkunnug brezkum þingræðis reglum. Hin langa æfing hennar á vettvangi blaðamennskunnar, bæði í þessu landi og á Bretlandi, hefir veitt henni ótakmarkað tækifæri að kynnast þingræðis- reglum og störfum innan brezku veldisheildarinnar“. Það var hlutverk Mrs. Hodges að mæla með því, á fylkisþingi Liberalflokksins fyrir tveimur árum síðan, að Byron Johnson yrði kosinn til foringja, sú uppá- stunga var á meir en algengum rökum byggð, eins og nú er kom ið á daginn. Gleðjið munaðarleysingjana Jólin eru hátíð barnanna, og við reynum að gera þeim börn- um, sem næst okkur eru, jólin eins gleðileg og föng eru á, en oftast gleymast þau börn, sem fjær eru, og þarfnast hjálpar; börnin, sem urðu munaðarlaus af völdum styrjaldarinnar. Mörg hundruð þúsunda barna í Evrópu lifa við skort og sárustu neyð. Þau hlakka ekki til jól- ana; þau kvíða hverjum kom- andi degi, kuldanum og hungr- inu, sem sífelt sækir að þeim. Stofnunin „Save the Children Fund“ hefir það að takmarki að hjálpa þessum hrjáðu börnum og veita þeim aðhlynningu. Ný- lega hafa verið send út bréf til almennings, þar sem farið er fram á að foreldrar og aðrir bæti einu munaðarlausu barni á gjafa lista sinn um jólin; sendi stofn- uninni fjártillag. Bréfið er í um- slagi, sem má endursenda með tillaginu, póstfrítt. Það er því fyrirhafnarlítið að leggja seðil í umslagið og stinga því í póst- kassann. — „Þú munt njóta jólagleðinnar með börnunum þínum betur, hafir þú lagt eitthvað fram til þess að barni, sem er ekki eins lánsamt og þín börn, megi líða vel“. Hafj einhver ekki fengið bréf- ið þá er utanáskriftin þessi: Canadian Save the Children Fund c/o Canada Permanent Trust Co., 298 Garry Street, Winnipeg, Man. Bœnavers Himneski faðir höndin þtn heimsmyrkri frá mig leiði, uns frelsissólin fögur skín i friðar og kœrleiks heiði. Veit mér þá æðstu andans þrá orð þín að nema og skilja. Lífsfegurð alla lát mig sjá, leið mig að þínum vilja. Kristján S. Pálsson Guðrún Helgadóttir Walterson Fædd 20. maí, 1851 —látin 26. september, 1949 Þessi háaldraða merkiskona andaðist að heimili barna sinna í Selkirk, Man. þann 26. sept. eftir 3ja mánaða rúmlegu. Hún var af merkum ættum komin. Fædd var hún á Jörfa í Helga- fellssveit 20. maí 1851, dóttir séra Helga Sigurðssonar Cand. phil., er síðar var prestur að Set- bergi í Eyrarsveit, en síðast á Melum í Melasveit. Séra Helgi var sonur Sigurðar bónda á Jörfa, er var héraðskunnur hag- yrðingur, listasmiður og afburða stjórnari á sjó talinn. Séra Helgi stundaði nám í guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla, var einkar listrænn maður, er lagði einnig stund á önnur fræði, þar á meðal dráttlist og málaralist. Var hann talinn maður fjöl- menntaður. Hann mun hafa ver- ið einn af frumstofnendum nátt- úrugripasafnsins á íslandi. Kona séra Helga, en móðir Guðrúnar, var Valgerður dóttir séra Páls prófasts Pálssonar í Hörgsdal Vestur-Skaftafellssýslu, hins merkasta manns. Meðal margra systkina Valgerðar var séra Páll Pálsson, málleysingjakennari, síðast prestur í Þingmúla. Eitt skyldmenna Guðrúnar var Dr. Jón Þorkelsson (yngri), voru þau systrabörn. Sökum ókunn- ugleika þess, er þetta ritar, er ættin ekki rakin nánar, en í þess ari ætt — sem og báðum ættum Guðrúnar, er mikið af þrótt- miklu gáfufólki með sérstæðum og frumlegum hæfileikum. Dr. Guðbrandur Jónsson prófessor í Reykjavík er einn þeirra. — Guðrún ólst upp hjá foreldr- um sínum og naut góðrar ment- unar, eftir því sem þá tíðkaðist. Vestur um haf fluttist hún 1882, og settist að í Selkirk. Hingað vestur var þá kominn Jóhannes bróðir hennar, er mjög ungur varð skipstjóri á stærri skipum á Winnipegvatni; var hann í hópi fyrstu íslendinga er þá stöðu hlutu. Jóhannes dó fyrir allmörgum árum í California, eftir að hafa dvalið langdvölum á Kyrrahafsströnd. Annar bróð- ir Guðrúnar, Lárus að nafni, einkar efnilegur maður, kom einnig vestur um haf — og dó í Selkirk á unga aldri. Guðrún kom vestur um haf með tvo unga sonu sína Helga og Sigurð Sturlaugssonu. Helgi kvæntist Ingunni Jóhannesson; látinn 1936. — Sigurður ókvæntur, fasteigna maður í Selkirk. Hér vestra giftist Guðrún Kristjáni Walterson, Börn þeirra eru: Lára, Mrs. Foster, nú ekkja búsett í Brandon, Man.; Kristinn Geraldon, Ont. Kvæntur Hönnu Jóhannesson. Clara, ekkja Oliv- er Johnson, er býr í Selkirk, með Sigurði bróður sínum. Á heimilinu ólst einnig upp Elinora (Mrs. Gilbert Ásmund- son dóttir Mrs. Clöru Johnson; var hún sérstaklega hjartfólgin ömmu sinni og henni mikil gleði í elli hennar. Barnabörn Guð- rúnar eru 14, en baranbarna- börnin eru 9 að tölu. Guðrún bjó með börnum sín- um, reyndust þau henni traust athvarf. Sigurður sonur hennar dvaldi aldrei langdvölum frá heimilinu og skildi aldrei við móður sína. Eftir lát manns síns hvarf Clara dóttir hennar heim á ný og stóð fyrir heimilinu það- an af. Var bjart og hlýtt um hina öldruðu konu í umönnun og fágætri alúð barna hennar. í sjúkdómi hennar hjúkraði Lára dóttir hennar deyjandi móður sinni. öllum þeim er Guðrúnu kynt- ust gat ekki dulist hversu mik- ið líkamsþrek hún hafði að vöggugjöf þegið, entist það henni lengi og vel. Tíguleg á velli og óbeygð gekk hún meðan hún hafði fótavist. Gáfur hennar voru miklar, minnið traust og skapgerðin öll mjög styrk. Segja ist henni engu síður en hinn lík- amlegi; fylgdist hún með því er var að gerast með fágætri glögg- skyggni. Sjaldan hefi ég kynnst jafn víðtækri þekkingu á íslenzk um bókmenntum, einkum þó ís- lenzkum ljóðum, eins og hjá henni. — Henni léku á vörum trúarljóð Hallgríms Pétursson- ar, Hávamálin fornu, snilliyrði úr sögum og sögnum er hún kryddaði viðræður sínar með svo að óvenjulega vel fór á, sök- um þess hve orðhög hún var og glögg á gildi íslenzks máls; sam- fara djúpri reynslu og þekk- ingu á mannlífinu, því að hún var þjálfuð kona í reynsluskóla lífsins. Eins og saga hennar með sér ber var Guðrún í hópi fyrstu frumbyggjanna íslenzku í Sel- kirk, og ein af frummeðlimum Selkirk-safnaðar, er hún jafnan unni. Þá tók hún snemma þátt í störfum Kvenfélags Selkirk- safnaðar og studdi það ávalt eft- ir megni — og bar hag þess fyrir brjósti, eins og hag safnaðarins allann. Hún var kona trygglynd þar sem hún tók því og traustur vinur vina sinna, að fornum ís- lenzkum hætti. Samband henn- ar og barna hennar allra var traust og byggt á djúpum skiln- ingi af hálfu beggja — hennar og þeirra. Guðrún var alvarlega hugs- andi og trúuð kona. Margar vandaspurningar þessarar til- veru, sem vér lifum í, bar hún í huga og hugsaði mikið um. Af sjónarhól langrar ævi horfði hún sjónfráum augum yfir mannlíf- ið og var hrifin af því hversu margt var þar fagurt að sjá, þrátt fyrir alla skugga, sorgir og ósvaraðar spurningar er á hugann sækja. Trúði hún því að vizka Guðs og náð væri því valdandi að leyndarmál tilver- unnar — og vorrar eigin reynslu eru oss eigi opinberaðir eins og vér þó oft eftir þráum. Jm elliheimilið ,,Höfn“ Vancouver, 7. desember 1949. Herra ritstjóri! síðasta nefndarfundi ís- lenzka gamalmennahælisins hér Vancouver, B.C. benti einhver á það, að þeir mörgu vinir þess- stofnunar á víð og dreif, 1 þessu sambandi vil ég ljúka arar stotnunar a sem með svo kærleiksriku hug- arfari hafa stuðlað að stofnun minningarorðunum um hana, með tilvitnun í samtal, er ég átti við hana, fyrir nokkrum ár- um síðan. Hún var jafnan afar hrifin af margbreytilegri fegurð er blasti við augum á bernsku- heimilinu, Setbergi í Eyrarsveit við Breiðafjörð á ógleymanlega fögrum sumardögum. Hinn breið feðmi fjörður, fjölsettur eyjum; fjöll í hæfilegum fjarska brostu við sjónum. En stundum huldi morgunþokan útsýnið. Svo út- málaði hún fegurðina þegar þok- unni létti, og sólin ljómaði og vermdi allt með ylgeislum sín- um. „Og þannig hugsa ég mér að það verði“, sagði hún, „þegar við fáum að sjá dýrð dagsins hinu megin. Þá fæst svar við vanda- spurningunum er að þrengdu — og græðihendur Guðs lækna all an trega og sorg er hjörtun mn þjáðu — og hugann hreldu“. Nú er hún gengin inn í þá tilveru, þar sem öllum þokum mannlífs ins er aflétt, er sól Guðs náðar skín í dýrðarfegurð, er ekkert nær til að skyggja á. Guðrún var kvödd í kirkju Selkirksafnaðar 1. okt. að við- stöddum nánustu ástvinum og miklum fjölda fólks. Hvil i eilífum friði'. S. ÓLAFSSON MINNINGARORÐ Ágúst Jónsson í Winnipegosis, Man. Dáinn aðfaranótt 29. nóvember þessa árs. Fréttin um andlát þitt gamli nágranni, hefir kunngert mér, að þú hefir runnið æviskeið þitt til hinsta spors. Safnast til feðra þinna og sitjir nú á bekk með þeim í sólskinsblettinum mikla, hinu megin hafsins. Ágúst var fæddur á Hvann- eyri í Borgarfjarðarsýslu 17. ágúst 1870. Foreldrar hans voru þau hjónin, Jón Þórðarson og Guðbjörg Halldórsdóttir þá bú- andi á Hvanneyri. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum til 12 ára aldrurs, fór þá að Hálsum í Skorradal, til Jónatans bónda Þorsteinssonar og var þar 2 ár. Þaðan fór hann að Syðstu-Foss- um í Andakílshrepp, sömu sýslu til Ara Jónssonar og var þar vinnumaður 15 ár. Þaðan fór hann að Varmalæk í sömu sveit til Jakobs bónda Jónssonar. Þar var hann vinnumaður 4 ár og vann bæði að sjómannstörfum og landbúnaði, öll þau ár sem hann var vinnumaður heima á íslandi. Ágúst fluttist til þessa lands árið 1903 . Hann var eitt ár í Brandon, Man. En fluttist það- an til bæjarþorpsins Winnipeg- osis hér í fylkinu, haustið 1904 og vann þann vetur við fiskveið- ar þar á vatninu. 1905 vistaðist hann sem ráðsmaður að búi Ól- afar Jónsdóttur, sem þar bjó í íslenzku byggðinni á Red Deer Point, ekkja eftir merkismann- inn, Aðaljón Guðmundsson frá Skoruvík á Langanesi í Norður- Þingeyjarsýslu. 17. marzmánaðar 1906 giftist Ágúst áðurnefndri ekkju, Ólöfu, sem þá hafði í búi sínu fjögur hálfvaxin börn sín og gamla móð ur. Þessu skylduliði konu sinnar reyndist Ágúst mjög mannlega. Börnin ólust upp undir hans stjúpföður umsjá til fullorðins ára, eins og þau væru hans skyld getin afkvæmi. Þessi hjón, Ágúst og Ólöf bjuggu snotru búi um nokkurra ára skeið í áðurnefndri sveit, fyrst að landnámsjörðinni þar, Hóli. En fluttust þaðan að öðru frumbýli, sem hét Lundur. Búnaðarannir þeirra á báðum mátti að andlegi styrkurinn ent- j þessum stöðum voru griparækt og fiskveiði. Frá Lundi fluttu þau til bæjarins Winnipegosis Keyptu þar spildu af landi reistu þar góð húsakynni og bjuggu þar til hinstu stundar. Eftir að þau settust að í bænum var atvinna hans daglaunavinna og lítilsháttar fiskveiði, því griparæktina varð hann að af- rækja. Stjúpbörn hans voru þá flest að verða fullorðin og vildu fara að spila upp á sínar eigin spýtur hvað atvinnu þeirra snerti, sem í alla staði er sjálf- S3gt og eðlilegt. En við það smá minnkaði um lið heimilisins sjálfs, svo síðast urðu gömlu hjónin, Ágúst og Ólöf, að mestu leyti ein um heimilisstörf sín, eins og oft vill verða þegar dreg- ur að vertíðarlokum starfs og aldurs. öll stjúpbörn Ágústar heitins reyndust honum að öllu leyti eins og hann væri faðir þeirra. Þau verða talin hér eftir aldursröð: Guðjón Aðaljónsson, nefnir sig Goodman. Giftur Elísabet Björnsdóttur Crowford, þau búa vestur á Kyrrahafs- strönd; Emilía Laufey, nú ekkja eftir $lbert Stefánsson, Steven- son býr nú með börnum sínum í Winnipegosis. Á hennar heimili létust þau gömlu hjónin, Ágúst og Ólöf; Kári Vilbert, dáinn fyr- ir nokkrum árum; Þrúður Mar- grét kona Sigurbjörns Pálsson- ar trésmíðameistara hér í borg- inni Winnipeg. Kristín Soffía, kona Gunn- laugs Jóhannssonar Schalde- mose, var eitt af stjúpbörnum Ágústs heitins, þá farin af heim- ili móður sinnar, þegar Ágúst tók þar við búforráðum. Ágúst lifa tvö systkini hans í þessu landi, Gunnar Jónsson og Mrs. Guðbjörg Friðriksson, til heimilis í borginni Vancou'- ver. Ágúst var að eðlisfari góður búmaður; hann var röskur starfs maður, hvort sem hann vann að sínum eigin heimilisverkum eða hjá öðrum. Hann var sérlega hirðusamur og umgengnisgóður á heimili sínu. Gestrisin voru þau hjón bæði að íslenzkum hefð arsið. Kona hans dó fyrir þrem- >ess og viðhaldi, mundu æskja eftir fréttum um ástand og líð- an gömlu vinanna. Og af því mér var falið á hendur að geta um það með fáeinum línum til íslenzku blaðanna, leyfi ég mér að lýsa því með ánægju og einni setningu: „Allt gengur eftir von og ósk, og ekkert útlit fyrir svart sýni á næstkomandi tímabili. Það ástand er aðallega öllum >eim að þakka, sem svo dásam- lega hafa verið og eru stöðugt að rétta hjálparhönd. Ef nokk- ur lítur svo á elliheimilisástand sem einræni og döpur endalok, vil ég benda á að mörg af okkar gamalmennum eru enn ung í anda. Það fyrsta sem gestir verða varir við, þegar þeir koma í forstofuna, eru spilaborð, umkringd af körlum og konum að spila íslenzka „Vist“, upp á gamla mátann. Aðrir una sér við lestur þeirra úrvalsbóka, sem tilheyra heimilinu og þjóðrækn- isdeildinni. Þar fyrir utan koma oft og tíðum úrvals nefndir frá íslenzku kvenfélögunum með ýmislegt til gleði og upplífgun- ar. Nú sem stendur munu vera 28 gamalmenni á hælinu, en síðan það var stofnað hafa orðið þrjú dauðsföll: Jón Thorsteinsson, Benedikt Hjálmsson og Stefán Kristjánsson. Ég varast að ætt- fræða þessu látnu öldunga af því að ég er þeirra ættum að öllu ókunnur. Það hefir verið mikið hlynt að heimilinu á síð- astliðnu sumri, bæði með máln- ingu og innréttingu, innan húss og utan, sem hefir borið með sér töluverðan kostnað, en um leið sett nýtt og fágað snið á þessa traustu íbúð. Sú ákvörðun, sem nefndin samþykkti í byrjun þessa árs með stækkun heimil- isins, eins og ég gat um í grein minni 15. júní s.l., stendur í stað, því ekki er enn þá nægileg upp- hæð komin í þann sjóð. Von- andi samt að vinsamleg hjálp aukist svo í vetur að hægt verði að koma því í verk með vorinu. Ef til þess kemur, verður hægt að bæta við 10 eða fleiri gest- um á heimilið. Við nefndarmenn vonumst stað fastlega eftir heimsókn gamla Kláusar á sinni hringferð um jólaleytið, og í því skyni höfum við ákvarðað hans móttöku 21. þ. m. Vonandi að sú stund inni- bindi einlægt vinarþel sem flestra. Munið gamla máltækið: „Tvisvar verður gamall maður barn“. Það máltæki á sérstak- lega heima hjá öldruðu vinun- um okkar um jólin. Vinsamlegast, Fyrir hönd nefndarinnar H. J. HALLDÓRSSON ur árum, hátt á áttræðisaldri. Þau eignuðust ekki börn. Um nokkur ár var hann fulltrúi ís- lenzka lúterska safnaðarins í Winnipegosis. Ágúst minn! Þú varst fæddur og fermdur undir lúterskum trú- arskoðunum, unnir þeim og dóst undir þeirra merkjum. Verði þér langdvölin í safni feðra þinna heilög. Ágúst var jarðsunginn annan desember af enskum presti, Rev. Davidson. Finnbogi Hjálmarsson HAGBORG FUILA^y PHONE 2ISSI J--

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.