Lögberg - 22.12.1949, Blaðsíða 8
8
LOGBEKG, FIMTUDAGINN, 22. DESEMBER, 1949
Hollenskur guðfrœðiprófessor
flytur fyrirlestra við Háskólann
Síðastliðinn fimmtudag kom
hingað flugleiðis frá Hollandi
C. J. Bleeker guðfræðingur, pró
fessor við háskólann í Amster-
dam. Mun hann flytja hér fyrir-
lestra á vegum Háskóla Islands,
þann fyrsta 30. nóvember, á af-
mælisdegi séra Haraldar Níels-
sonar. Efni fyrirlestursins verð-
ur: Endurvakning nýrrar guð-
fræði.
Bleeker er fæddur 1898 í hér-
aðinu Friesland í Hollandi. Þar
talar fólkið sitt eigið tungumál,
sem skylt er Norðurlandamál-
unum.
Bleeker stundaði guðfræði-
nám við háskólann í Leiden,
sótti og skóla í Berlín, en lauk
doktorsprófi í heimalandi sínu.
Hann giftist sænskri konu, sem
hann kynntist í Englandi, og
gegndi prestsstarfi í 20 ár í þrem
ur kirkjusóknum. Samtímis
þessu hélt hann áfram rannsókn
um sínum á sviði guðfræðinnar
og ritaði meðal annars þrjár
bækur guðfræðilegs efnis.
Árið 1930 var Bleeker pró-
fessor kjörinn meðlimur í mið-
stjórn Alþjóðasambandsins fyr-
ir frjálsum kristindómi og trú-
frelsi, en í júlí í ár varð hann
varaformaður sambandsins.
Hann tók við prófessorsembætti
við háskólann í Amsterdam 1946.
Bleeker var í Hollandi er Þjóð
verjar réðust inn í landið. Hann
skýrir svo frá, að enda þótt hann
hafi alla tíð verið fráhverfur
stjórnmálum, hafi ekki verið
hjá komist, að skoðanir hans á
nazismanum kæmu ljóslega
fram í stólræðum hans. Afleið-
ingin var sú, að Þjóðverjar hand
tóku hann 1941 og settu hann í
fangabúðir, þar sem geymdir
voru gislar innrásarhersins. Tel
ur prófessorinn líklegt, að org-
anisti kirkju hans, en hann var
nazisti, hafi hér átt hlut að máli.
Nokkru áður en þetta gerðist,
voru sum af sóknarbörnum
Bleekers handtekin, meðal ann-
ars einn bezti vinur hans, sem
sendur var í fangabúðir í Þýzka
landi og lét þar lífið.
„Hann var hugrakkur maður“,
segir Bleeker.
Bleeker prófessor tekur fram,
að meðferð fanganna í gisla-
búðunum hafi ekki verið slæm.
En tvívegis kom það fyrir að
fangar voru skotnir.
Bleeker var látinn laus úr
búðunum 1942.
Auk fyrirlestursins, sem pró-
fessorinn flytur 30. þ. m. í há-
tíðasal Háskólans, mun hann
flytja nokkra fyrir guðfræði-
nemendur skólans. Hann býst
við að dvelja hér í einn mánuð,
segist þegar kunna vel við sig,
enda sé veðurfarið og andrúms-
loftið „skandinaviskt“.
Bleeker, sem hér er nú í fyrsta
skipti, hefir komið til annara
Norðurlanda, meðal annars oft
til Svíþjóðar. Á leið sinni hingað
kom hann við í Kaupmannahöfn
og flutti þar fyrirlestur.
Mbl. 20. nóv.
Ur borg og bygð
Dánarjregn
— Pabbi, hvað hét tengda-
mamma Adams?
— Ekki neitt. Það var engin
tengdamamma til í Paradís.
Ðeautiful Pendants!
This year’s styles call
for lovely necklets—give
a pendant she’ll cherish
for years! Lovely choice
here in richly coloured
simulated stones or real
cameos — set in lOkt.
yellow gold settings with
lOkt. yellow gold chains.
Each,
$10.0010 $32.50
Jewellery Section, Main Floor, DonalcL.
<*T. EATON C9,
LIMITEP
NANIT0BA BIRD5
PURPLE MARTIN
Progne subis
Adult male, solid black, with steely blue and purple
reflections. Female, dark, ashy brown above, lightening
across breast, and dirty white below.
Disíinctions—The largest of our swallows. Black and
highly iridescent.
Field Marks—Síze, colour, strong swallow flight. Often
seen about business sections of cities.
Nesiing—Originally in holes and hollows of trees. Often
in cavities in the cornices of buildings, etc. They are
sociable nesters and prefer to build in communities of
their own species.
Dislribulion—North and South America. In Canada,
across the southern part of the Dominion, excepting the
interior of British Columbia. Common in eastern and
central Manitoba.
During the day the birds scatter over the country,
returning at frequent intervals with food for their young.
At evening all return to the house they occupy for the
night. The young remain for a considerable time in tne
nest even after their first flight.
Economic Status—The Martin is a bird with no bad habits,
and with many good ones.
This space contributed by
SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD.
MD-245
SIGURÐUR INDRIÐASON, 86
ára að aldri, andaðist að heimili
sínu í Selkirk, þann 25. nóv.
Ættir hans eru úr Húnavatns-
sýslu og Skagafirði, en fæddur
var hann á Marbæli í Óslands-
hlíð 14. júlí 1863. Ungur að aldri
kom hann til Bandaríkjanna og
átti þar 10 ára dvöl, en hvarf
þá heim til Islands og dvaldi
þar nokkur ár. Hann kom til
Canada 1903, settist að í Selkirk
og átti hér 45 ára dvöl.
Hann er syrgður af eftirlif-
andi eiginkonu, Guðrúnu Sig-
ríði Pálsdóttur Jónssonar frá
Kjarna í Geysisbygð í Nýja-ls-
landi, 6 mannvænlegum börn-
um og 6 barnabörnum. Tvær
systur hans eru á lífi: Mrs. Ingi-
björg (Thórarinson) Thorson í
Vancouver, B.C. og Sigurlaug
Indriðadóttir á Islandi. Sigurð-
ur var merkur maður, þjálfaður
í margbreytilegum reynsluskóla
lífsins. Útför hans, afar fjölmenn
fór fram frá sóknarkirkju Sel-
kirksafnaðar, 30. nóv.
S. Ólafsson
☆
At the Federated Church Tea
held last Wednesday at the T.
Eaton Auditorium, the winner
of the Draw for Linen Bridge
set was Mrs. B. S. Benson on
Ticket No 480.
☆
Ársritið H LÍN, sem fröken
Halldóra Bjarnadóttir er rit-
stjóri að, er nú nýkomið vestur,
fróðlegt og fjölbreytt að vanda,
rit þetta verðskuldar góða út-
breiðslu vestan hafs.
Sendið áskriftargjöld ykkar
til Mrs. J. B. Skaptason, 378
Maryland Street, Winnipeg.
☆
Þakkarávarp
Við undirrituð, ekkja og börn
Eyjólfs Sveinssonar, vottum hér
með hjartans þakklæti til allra
vina, vandamanna og kunningja,
fyrir hjálpsemi og samúð okkur
auðsýnda í veikindum og við frá
fall okkar elskaða föður, og svo
við útför hans.
Ennfremur viljum við þakka
séra Valdimar J. Eylands, Dr.
Sigurði Júlíusi Jóhannessyni,
Magnúsi Johnson, Sigríði Sig-
urðsson og djáknanefnd Fyrsta
lúterska safnaðar fyrir góðvild
og aðstoð.
Með endurteknum þökkum
Sveinsson, Elliston, Clementson
☆
Eg kaupi
hæzta verði gamla íslenzka
muni, svo sem tóbaksdósir og
pontur, hornspæni, útskornar
bríkur, einkum af Austurlandi,
og væri þá æskilegt, ef unt væri,
að gerð yrði grein fyrir aldri
munanna og hverjir hefðu
smíðað þá.
HALLDÓR M. SWAN,
912 Jessie Avenue,
Winnipeg — Sími 46 958
☆
Dánarfregn
Aðfaranótt sunnudagsins 4.
des. andaðist að heimili sínu í
Selkirk, Man., Jóhannes Andrés
Walterson, eftir stutta legu.
Hann var landnámsmaður og
um langa hríð bóndi við Cypress
River, Man., en flutti til Selkirk
á síðastliðnu hausti eftir óslitna
60 ára dvöl í Argyle-bygð. Jó-
hannes var Þingeyingur að ætt
og uppruna. Styrkur maður og
sjálfstæður, er barðist jafnan
sigrandi lífsbaráttu. Nánustu
ættingjar hans eftirskildir eru:
Ekkja hans, Guðbjörg Oliver, 5
mannvænlegir synir og 7 barna-
börn, Páll bróðir hans í Glen-
boro og Mrs. Karólína Jóhannes
son á Baldur, og stór hópur
tengdafólks og vina. Útförin fór
fram frá íslenzku sóknarkirkj-
unni í Selkirk þann 7. des. Þessa
merka manns verður sennilega
minnst nánar síðar.
S. Ólafsson
☆
Fréttir frá Betel
Um nokkrar undanfarnar vik-
ur hefi ég skroppið til Gimli á
fimtudögum og flutt guðsþjón-
ustur á Gamalmennaheimilinu
Betel, og þá rætt og rabbað um
hríð við vistfólkið þar. Við guðs-
þjónustuna þar síðastliðinn
fimtudag, 8. des., var í fyrsta
sinni notað Amplifying System“
sem komið hefir verið fyrir í
setustofu og borðsal heimilisins.
Nú geta allir vistmenn hvar sem
þeir eru í byggingunni, notið
þess sem fram fer í setustofunni,
hvort heldur það eru morgun-
bænir, guðsþjónustur, eða
skemtisamkomur. En þetta er
mikið gleðiefni þeim, sem eru
rúmliggjandi, og ýmsum öðr-
um, sem erfitt eiga með göngur
upp og ofan stiga. Þetta „Am-
lifying System“ er gjöf frá Mr.
Halldóri Sigurðssyni í Winnipeg.
Var mér, af Mrs. Tallman, hús-
fólki þar, falið að tjá gefandan-
móður heimilisins og öllu vist-
um innilegustu hjartans þökk,
er ég vil af alhug túlka með
þessum fáu línum.
Líðan vistfólksins á Betel er
yfirleitt mjög góð, og heilsufar
framar öllum vonum, þegar til-
lit er tekið til þess, hversu marg
ir þar eru háaldraðir og þrotnir
að kröftum. Á heimilinu ríkir
hlýr og góður andi; dáist ég að
því, hve fúst að vistfólkið, sem
þess er megnugt, er að hjálpa
þeim sem blindir eru eða hjálp-
arþurfandi, á einn eða annan
hátt. Af hálfu hjúkrunar- og
þjónustukvenna og vinnumanns
heimilisins er mikil og góð þjón-
usta í þarfir hinna öldruðu og
hjálparþurfa í kyrþey af hendi
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylands.
Heimili 776 Victor Street. Sími
29017. —
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóli kl. 12:15 e. h.
☆
Séra Jóhann Friðriksson flyt-
ur tvær jólaguðsþjónustur í Lút-
ersku kirkjunni á Lundar 25.
desember, á íslenzku kl. 2.30 e.h.
og á ensku kl. 7.30 e.h.
Allir velkomnir.
☆
Jólamessur í Vatnabygðum
25. des. — Að Foam Lake, kl.
2 e. h. Að Leslie, kl. 3.30 e. h.;
bæði málin verða notuð við þess
ar messur.
Ensk messa á Elfros, kl. 7.30
e. h.
26. des. Messa á Mozart, kl. 2
e. h. Guðþjónustan fer fram á
báðum málunum.
Allir boðnir og velkomnir.
Skúli Sigurgeirsson
leyst, undir hagkvæmri og ljúfri
stjórn húsmóðurinnar, Mrs. J.
Augustu Tallman.
S. Ólafsson
“MENSTREX”
Ladles! Use full strength "Menstrex”
to help alleviate paln, distress and
nervous tension associated with
monthly periods Ladies, o r d e r
genulne “Menstrex” today. $5.00.
Hushed Alrmail postpald. GOLDEN
DRUGS. St. Mary’s at Hargrave,
Wlnnlpeg.
Fjögur tilboð í byggingavinnuna, mörg í vélar
STEINGRÍMUR JÓNSSON rafmagnsstjóri kom vestan um haf
flugleiðis í gær. Hann hefir verið mánaðartíma í burtu. Fór vestur
í erindum Rafveitunnar. — Firmu í Bandaríkjunum, sem höfðu í
hyggju að gera tilboð í rafvélar og rafbúnað hinnar nýju Sogs-
virkjunnar, óskuðu eftir því, að einhver erindreki Rafveitunnar
kæmi vestur, til þess að gera grein fyrir ýmsum tæknilegum at-
riðum, viðvíkjandi hinni fyrirhuguðu virkjun.
Eiríkur Briem verkfræðingur
fór með Steingrími vestur, til
þess að greiða fyrir því, að til-
boð yrðu gerð í hina fyrirhug-
uðu Laxárvirkjun.
Steingrímur rafmagnsstjóri
lætur vel yfir erindislokum sín
um vestra. Þrjú stærstu raf-
magnsfirmu þar, gera tilboð í
vélar hinnar fyririrhuguðu virkj
unar. Er búist við tilboðunum í
þessari viku. En auk stóru firm
ana, sem munu gera tilboð í all-
an rafbúnað, munu koma tilboð
frá fleirum í túrbínurnar. Auk
tilboðanna að vestan eru að
koma tilboð í rafvélarnar frá
ýmsum löndum í Evrópu, svo
sem frá Englandi, Frakklandi,
Sviss, ítalíu, Belgíu, Þýzkalandi
og Svíþjóð.
Erfitt verður að gera réttan
samanburð á tilboðum þessum
m. a. vegna þess, að afgreiðslu-
tíminn er mismunandi langur.
Því hlýtur það að dragast nokk-
uð að málið verði afgreitt.
Eins og kunnugt er nemur á-
ætlun sú, sem gerð hefir verið
um kostnað við virkjun þessa,
um 74 miljónum. En af því er
áætlað, að byggingarvinnan
nemi helming þessarar upphæð-
ar.
Rafvélar og línur nemi hinum
helmningnum. En vélar þær
sem nú er vænst tilboða í, eru
kostnaðaráætluninni reiknað-
ar tæplega 20 miljónir króna, og
von um að tilboð verði nálægt
því.
Tilboðin í byggingarvinnuna
áttu að vera komin fyrir 30. nóv.
Útboðin voru send til 11 eða 12
firma, og bjóst Steingrímur við,
að upp úr því myndu koma 4
tilboð í verkið. Hafa þrjú tilboð
verið send til Berdals verkfræð-
ings í Noregi, sem er ráðunaut-
ur rafveitunnar í þessum mál-
um. Meðal þeirra er Höjgaard
tilboð. En þar hafa sex firmu
slegið sér saman tvö og tvö, um
sem gert hefir tilboð, í sambandi
við annað firma. Og Kaj Lang-
vad, sem vann hér við hitaveit-
una, og sænskt firma sem er með
honum. Og svo hefir Almenna
byggingarfélagið hér gert tilboð.
Er þess vænst að Berdal komi
hingað flugleiðis eftir nokkra
daga, og þá verði farið að bera
saman þau tilboð sem gerð hafa
verið í byggingarvinnuna. Raf-
magnsstjóri gerir sér vonir um
að tilboðin verði í nokkurnveg-
inn samræmi við kostnaðaráætl-
unina.
Á þessu stigi málsins vildi
rafmagnsstjóri ekki segja neitt
ákveðið um horfur á fjárútveg-
un til virkjunarinnar, en hann
kvaðst telja þær eftir atvikum
góðar. Efnahagsstofnunin í París
mun t. d. hafa mælt með því, að
Marshallfé fáist til greiðslu á
vélakostnaðinum.
Hefir ríkisstjórnin unnið að
því, að fjármagn til greiðslu
innlenda kostnaðarins fengist
hér. — Mbl. 13. des.
Steingrímur Arason
SJÖTUGUR
Óþarfi er að skrifa um Stein-
grím Arason langt mál, að
minnsta kosti getur það þá beðið
til þess er hann verður áttræð-
ur eða níræður, því vonandi læt-
ur forsjónin að óskum okkar
mörgu vina hans, sem viljum
að hann lifi lengi og eldist hægt.
Steingrímur er svo þekktur
maður, að öll mælgi um hann
er óþörf. Hann hefir mestan
hluta langrar og farsællar ævi
fengist við nám, kennslu og
mannbætandi menningarstörf.
Hann er í þjónustu alvörunnar,
en ævinlega hress í anda, glað-
ur og reyfur. Hann lifir fyrir hin
góðu málefni, trúir á sigur hins
góða, ræktar hið góða í sjálfum
sér og öðrum og er því góður
maður. Hann ykir hugnæm og
elskuleg ljóð, og hefir verið mik-
ilvirkur við alls konar ritstörf.
Hann hefir skrifað mikið fyrir
börnin og „Sólskin“ hans hefir
lýst upp í hugum þeirra, og bæk-
ur hans handa fullorðnum stefna
að því eina marki, sem vert er
að keppa að; batnandi mönnum
og batnandi heimi. 1 þeim er
göfugur og mannbætandi andi,
leiðsögn góð og bjartsýni hins
trúaða manns.
Líkast til er það oft þannig
með menn, sem hefja nám seint
og sleppa við þreytandi náms-
bókastagl á barnsárunum, að
þeir eru óseðjandi námsgarpar
alla ævina. Steingrímur Arason
hóf nám í Möðruvallaskóla, er
hann var 16 ára. Að því loknu
stundar hann nám 1 Flensborg-
arskóla, og hefir síðan verið rið-
inn við skólamál, nám, kennslu
og margt þar að lútandi, kenndi
t. d. um 20 ára skeið við Kenn-
araskóla Islands. — Eftir 1915
fór hann til Ameríku og stund-
aði nám við Columbia-háskól-
ann og tók þar fyrstu háskóla-
gráðu um vorið 1920. (Frá þessu
er ekki rétt sagt í „Hver er mað-
ur“). Til náms og kennslustarfa
hefir svo Steingrímur farið, hvað
eftir annað, til Vesturheims, og
er nýkominn heim úr einni slíkri
för. ..
Steingrímur fer ekki ómaks-
ferðir. Hans leitandi andi finn-
ur, finnur hið góða og gagnlega,
sem hann leitar að. Afstaða
Steingríms til mannlífsins gerir
honum alla brattgöngu létta og
allt er vinnandi til þess að finna
þá auðlegð eina, sem gert getur
menn andlega ríka og farsæla.
Steingrímur Arason dregur út
á djúpið mikla og aflar til þess
að gefa og auðga.
Það þýðir ekkert að vera að
ættfæra Steingrím að þessu
sinni. Hann er af góðu eyfirzku
fólki kominn, fæddur 26. ágúst
1879 að Víðigerði. „Það gefur ei
dvergnum gildi manns, þótt
Goliat sé afi hans“. Ekki er nóg
að ættfæra sig við kyngott fólk,
meira heimtar lífið af hverjum
einum, og hversu göfugir, sem
ættmenn Steingríms kunna að
hafa verið, þarf enginn þeirra
að láta illa í gröf sinni vegna
hans. Hann er enginn ættleri.
Hann hefir lifað sér og sínum
til frama og þjóð sinni til bless-
unar og sóma. Þökk sé honum,
og verði ævidagar hans enn
margir og bjartir.
Pétur SigurÖsson
Látið ættingja yðar komatil Canada
BY B0AC SPEEDBIRD
1000 Rovtes
around
the World
BOAC
Þér getið hlutast til um að
vinir yðar og ættingjar í Ev-
rópu heimsæki Canada gegn
fyrirfram greiddu B. O. A. C.-
fari. — Losið þá við áhyggjur
og umsvif. British European
Loftleiðir tengja allar helztu
borgir í Evrópu við London.
Upplýsingar og farbréfakaup hjá
ferCaumboOsmannl yCar eCa hjá
BOAC. Tlcket Offlce. Laurentlen
Hotel, Montreal, Tel. LA. 4212; eOa
11 Klng St., Toronto, Tel. AD. 4323.
... over the AHanHe::: ané acrost the World
l SPEEDBIRD SERVICE
BRITISH OVERSEAS AIRWAYS CORPORATION