Lögberg - 22.12.1949, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.12.1949, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. DESEMBER, 1949 FORRÉTTINDI Eftir GILBERT PARKER J. J. Bildfell þýddx. — Ljóðin í þesaari aögu eru þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. „Monsieur“, sagði presturinn í mjúk um rómi: ,,Ég hefi leyft mér að koma með signorinn í Chaudiere. Signorinn stóð á fætur og hneigði sig — og bróð- ir hans Rossignol ábóta, sem vill tala við þig um prívat efni — hann mintist ekki á lögregluþjónana. Charley hneigði sig fyrir signornum og ábótanum, og snéri sér forvitnislega að lögregluþjónunum. „Þeir eru vinir bróður míns, ábót- ans“, sagði signorinn illkvittnislega. „Hvað heita þeir, monsieur?" spurði Charley. „Þeir eru númeraðir“, svaraði sign- orinn glettnislega, — sem að prestinum mislíkaði, því honum fanst, að það væri ekkert gaman sem hér var á ferðinni. „Númer á nöfnum eru grunsamleg í augum laganna, númer í stað nafna eru grunsamleg lögum samkvæmt“, svaraði Charley. „Þú hefir rofið grímu ókurteisinn- ar“, sagði signorinn og komst sam- stundis að þeirri niðurstöðu, að hvað svo sem að þessi skraddari væri, þá krefðist framkoma hans virðingar. „Þú átt prívat erindi við mig, mon- sieur“, sagði Charley við ábótann. Á- bótinn hristi höfuðið. „Erindið er ekki prívat frá einu sjónarmiði. Þessir þjón- ar laganna, sem þú sérð, eru komnir til þess að kæra þig fyrir að brjótast inn í dómkirkjuna í Quebec og stela gull- kerum af altarinu, og einnig fyrir að hafa gjört tilraun til að brenna upp bú- stað fylkisstjórans“. Annar lögregluþjónanna rétti stefnu skjalið að Charley. Hann tók við skjal- inu og brosti einkennilega. Þetta var í senn svo eðlilegt og þó óeðlilegt, að vera aftur tengdur við venjur liðinnar tíðar. „Á hvaða upplýsingum er þessi stefna bygð?“ spurði Charley. „Lögin sýna það, þegar þar að kem- ur“, svaraði ábótinn. „Fyrirgefðu, lögin eru skyld til að sýna það nú. Ég á rétt á að fá að vita það“. Lögregluþjónarnir spígsporuðu, litu hvor á annan og þreifuðu til vopna sinna. „Ég held“, sagði signorinn stillilega að —“ Ábótinn greip fram í og sagði: „Hann getur fengið upplýsingarnar þeg ar að hann mætir fyrir réttinum“. „Fyrirgefðu, en stefnan hefir ekki öðlast mitt fulltingi“, sagði signorinn og þar eð ég er dómarinn sem þetta kemur mest við, þá skal ég gefa hinum kærða allar réttlátar upplýsingar. Hann bandaði hendinni að ábótanum eins og hann væri að benda óstýrilátum krakka, og sneri sér kurteislega að Charley. „Monsieur", sagði hann, „tíunda á- gúst síðastliðinn var brotist inn í dóm- kirkjuna í Quebec og gullkerum, sem voru á altarinu stolið. Þú ert grunaður um þann stuld. Sama daginn varð gerð tilraun til að sprengja hús landstjórans upp. Þú ert grunaður um það líka“. „Hvaða ástæður eru færðar fram fyrir þeim grun, monsieur?” „Þú komst hingað þremur dögum eftir að þjófnaðurinn í Quebec var fram inn, með sár á höfðinu. Maðurinn, sem reyndi að kveikja í húsi landstjórans fékk allmikið höfuðhögg, sem þjónn landstjórans greiddi honum. Þú sérð sambandið, monsieur“. „Hvar er þessi þjónn landstjórans?“ „Dauður, því miður. Hann sagði sögu þessa svo oft og með svo miklum ákafa, að hann misti fótanna á fjalla- strætiströppunum — þú máske manst eftir fjallastrætinu, monsieur? — og steinrotaðist á síðustu tröppunni“. Það varð þögn um stund. Ef að hlut- irnir hefðu ekki verið eins og þeir í raun og veru voru, þá hefði Charley skelli- hlegið. Eíf hann hefði sagt til sín hver hann var, þá hefði verið innan handar fyrir hann að hreinsa sig af þessari heimskulegu ákæru! Hann svaraði ekki strax, en leit alvarlega til ábótans. Sign orinn rauf þögnina og sagði: „Ég gleymdi að segja frá, að maðurinn hafði jarpt skegg. Þú hefir jarpt skegg, mon- sieur“. „Ég hafði það ekki þegar að ég kom hingað“, svaraði Charley. Jó Portugais tók undir og sagði: „Það er satt, man- sieur, og það sem meira er, ég sé þegar maður er nýrakaður og monsieur sól- dökkur í framan. Þetta er mesta heimska!“ „Hér er ekki pláss til að vitna í þessu máli“, sagði ábótinn hastur. „Fyrirgefðu ábóti“, sagði bróðir hans; „ef að hinn ákærði óskar eftir að bráðabyrgðar yfirheyrsla fari fram hér þá skal það veitt. Hann er hér í mínu dómsumdæmi og hann er leigu- liði kirkjunnar hér —“ „Það er alvarlegt afbrot, að trúleys- ingi, sem enginn veit havan er hingað kominn — viðurkendur heiðingi, skuli vera leiguliði kirkjunnar!“ „Djöfullinn er leiguliði Guðs almátt- ugs, ef það er satt, að Guð hafi skapað alla hluti“, sagði Charley. „Fjandinn er fangi“, svaraði ábót- inn önugur. „í víðáttumiklu ríki til að leika sér í“, svaraði Charley, og í sigursælli mót- stöðu við kirkjuna. Ef að það er satt, að maðurinn sem að þú ákærir sé vantrúar maður. Hvaða rétt gefur það til ásök- unar?“ „Aðrir þjófnaðir hafa verið frarnd- ir“, svaraði ábótinn. Helgum járnkrossi var stolið af kirkjudyrunum í Chaudiere og ég er ekki í minsta vafa um, að það er sami þjófurinn sem tók hann, og stal gullkerunum úr dómkirkjunni”. „Það er ekki satt“, tók Jó Portugais fram í kurteislega. Charley veifaði hendinni til Jó, til merkis um að hann skyldi hafa sig hæg- ann. „Ég ætla ekki að kalla á Jó Portu- gais til að bera vitni“, sagði hann. „Þú stendur fyrir þínu eigin máli?“ spurði signorinn og brosti hörkulega. Mér finnst það vera varasamt. „Ég ætla mér að eiga það á hættu“, svaraði Char ley. „Viltu segja mér í hvaða augnamiði að glæpamaðurinn stal þessum gullker- um úr kirkjunni?“ bætti Charley við og leit á ábótann. „Þau voru úr gulli“. „En hver var ástæða hans fyrir að taka krossinn af kirkjudyrunum í Chau- diere?“ „Hann var helgur hlutur, en hann vantrúarmaður, og hataði hann“. „Ég sé ekki rökfræðina í þessu. Hann stal gullkerunum, sökum þess að þau voru verðmæt, en járnkrossinum af því að hann var vantrúaður!“ „Hvernig veistu, monsieur, að maðurinn sem þú grunar um glæpinn sé vantrúaður“. „Það er á almanna vitorði“. „Hefir hann viðurkent það sjálfur?“ „Hann neitar því ekki“. „Ef að þú værir kærður um að taka ópíum, er það þá sjálfsagt að þú gjörir það, ef þú neitar því ekki? Það var einu sinni maður sem sagður var vera Guð- lastari — að vera djöfulóður — var það skylda hans að bera á móti því? Segj- um að þú værir sakaður um að vera ræn ingi, væri það nokkur afsönnun, þó að þú neitaðir því? Eða væri sekt þín minni þó *að þú neitaðir því?“ „Það kemur þessu máli ekkert við“, sagði ábótinn. „Mér finnst það vera málið sjálft“, sagði signorinn og ánægjan skein frá andliti hans. „En heldur þú því virkilega fram, að engir aðrir en vantrúarmenn steli úr kirkjum?“ „Ég kom ekki hingað til að láta rekja úr mér garnirnar“, svaraði ábót- inn hörkulega. Þú ert kærður um að hafa stolið úr dómkirkjunni, og að gjöra tilraun til að kveikja í húsi landstjórans. Takið þið hann fastan!“ bætti hann við og leit til lögregluþjónanna. „Standið þið kyrrir menn, þar sem þið eruð! hvein í signornum. Hér skal ekkert nauðungarvaldboð í frammi haft Francois“, bætti hann við hörkulega og leit til bróður síns. „Ef að það er einkafreisni fyrir van- trúarmenn að stela úr kirkjum, hafa þeir þá líka meðfædda þrá til að kveikja í húsum? Eru það álög? Hversvegna var vantrúarmaðurinn að sprengja upp hús landstjórans?” spurði Charley. „Hann sprengdi það ekki upp. Hann reyndi aðeins til þess“, sagði prestur- inn rólega. „Ó, ég varaði mig ekki á því“, sagði Charley. „Jæja gjörði maðurinn það, sem stal patenunum af altarinu —“ „Það var Kaleikar“, tók presturinn aftur fram í og brosti. „Ó, ég varaði mig ekki á því“, sagði Charley aftur. „Ég endurtek, — hvaða ástæðu hafði persónan, sem stal kal- eikunum til þess að reyna að sprengja hús landstjórans í loft upp? Er það van trúarmerki, eða—“ „Þú getur svarað því sjálfur“, greip ábótinn fram í reiður, því þetta þóf var farið að hafa áhrif á taugar hans. „Það er sanngjarnt að gefa ástæðu fyrir þessari grunsemd, því að eins og ég sagði áðan, Francois þá erum við nú aftur á fimtándu öld“, sagði signorinn með nístingskulda. „Hann hataði ensku stjórnina“, sagði ábótinn. „Ég skil þetta ekki“, svaraði Char- ley. „Á ég þá að ganga út frá því, að þessi ímyndaði glæpamaður hafi verið franskur í ofanálag á það, að vera van- trúarmaður?“ Það varð steinhljóð, svo Charley hélt áfram. „Ég verð að segja, að það sé óvenjulegt að franskur ábóti láti sér svo ant um velferð og óhultleik ensks prótistanta — já, það er hugarþel, sem gengur næst því að vera kristilegt — eða tilheyrandi þúsund ára ríkinu“. Ábótinn sneri sér að bróður sínum og spurði: „Ætlar þú að halda áfram lengur, að tefja fyrir framgang lag- anna?“ „Ég held að monsieur hafi ekki al- veg lokið við rökræður sínar enn“, svaraði signorinn og gretti sig í framan. „Ef að þessi maður, sem glæpinn framdi var franskur, hversvegna feldir þú þá grun á skraddarann í Chaudi- ere? spurði Charley ísmeigilega. Ég reyndar skil ástæðuna fyrir öllu þessu. Þú hefir heyrt að skraddarinn væri van- trúarmaður, þú hefir klagað hann fyrir prestinum, en presturinn er maður sem er gæddur réttlætistilfinningu og er ófús á að reka fátækan mann burt úr sveitinni fyrir enga aðra ástæðu, en of- sóknir kristinna manna. Af því að viss- um líkum ber saman, og tilhneiging þín býður, þá fellir þú grun á skraddarann í Chaudiere. Eftir hugsanagangi þínum þá verður maður, sem stelur heilögum kaleikum að vera vantrúarmaður; og þessvegna á skraddari, sem heima á í Chaudiere og grunaður er um að vera vantrúaður, að hafa stolið hinum helgu kaleikum. Þetta gæti sýnst góður mál- staður frammi fyrir prestarétti. En sum staðar er hann götóttur. Glæpamaður- inn ykkar er franskur, en skraddarinn í Chaudiere er Englendingur“. Óróleika og einbeittni mátti sjá á svip ábótans, þó að hann sæti á sér og gætti orða sinna. „Neitar þú, að þú sért franskur?“ spurði hann þurlega. „Ég gæti næstum þolað þennan grun, sökum hróss þess, sem ég nýt hjá ykkur fyrir kunnáttu mína á hinu fagra máli ykkar“. „Sannaðu að þú sért Englendingur. Það veit enginn hvaðan að þú komst, enginn veit hver þú ert. Það er ekkert ónáttúrlegt þó að grunur falli á þig, þeg ar ekki er tekið til greina hvað hér hefir verið sagt“, sagði ábótinn og reyndi að vera eins kurteis og skraddarinn. „Þetta er frelsisins land, eins lengi og lögum þess er hlýtt, menn geta farið fram og til baka um það, að vild, og spursmálslaust eftir því sem ég skil“. „Það eru lög gegn förulýð“. „Ég er húshaldari og borga leigu til kirkjunnar og er því ekki förumaður". „Monsieur, þú getur átt kost á að sanna þetta fyrir rétti hér, eða í Que- bec“, sagði ábótinn ergelsislega „Það er ekki víst að þið getið neytt mig til að sanna nokkuð. Það er lag- anna skylda að sanna á mig glæpsam- legt athæfi". „Þú er mjög einkennilegur skradd- ari“, sagði ábótinn biturlega. „Ég held að ég hafi ekki einu sinni haft heiður af að búa þér til klerka- kirtil. Ég held að presturinn sé ánægð- ur með þá„ sem ég hefi búið til fyrir hann. Hann er fallega vaxinn samt“. „Þú neitar að segja til hver þú ert“, sagði ábótinn hranalega. „Ég veit ekki til að þú hafir nokkurn rétt til að biðja mig um að gjöra það“. Ábótinn þrýsti saman vörunum. Hann sneri sér aftur að lögregluþjón- unum. „Það mundi greiða fyrir, ef að mon- sieur sæi sér fært að verða við tilmæl- u mábótans“, sagði signorinn. Charley hneigði sig fyrir signornum. „Ég skil ekki hvernig að á því stendur, að þeir skuli halda að ég sé franskur, eða vantrúarmaður. Ég tala frönsku ekki illa býst ég við, en ég hefi talað hana síðan að ég var í vöggu. Ég tala ensku engu síður“, bætti hann við og brosti lítillega, því að þessi viðureign var uppörfandi, jafnvel þó hann ætti all mikið á hættu í sambandi við klögun- ina ógeðslegu sem yfir honum hékk og gat orðið til þess, að opna gleymda gröf, að dauður maður gengi aftur, hræða fólk út af lífinu, og svifta það ró og friði, eilíflega. En hann var samt kaldur oð rólegur og hugsun hans skýr. Hann virti ábótann nákvæmlega fyrir sér, rannsakaði skapgerð hans út í ystu æsarí huganum og komst niður á þann eina blett í sálarlífi hans, sem hægt var að ná til í gegnum yl mannlegra tilfinn- inga. Hann lagði hendina á hornið á strompi hússins, þar sem að hann stóð og sagði í lágum róm: „Monsieur ábóti, það er stundum ógæfa réttlátra manna, að beita hinu grimmasta óréttlæti. Því réttlætistil- finningin er annað heiti fordómanna — sökum þessara andstæðna, sem eru okk ur eðlilegar, verða áform okkar oft að okkar eigin fótakefli. Þú monsieur hef- ir róttæka andúð til þeirra manna, sem ekki geta fundið, eða séð það, sem þér var lánuð gáfa til að sjá og finna í æsku. Þú veist, að þér skeikar ekki. Heldur þú, að þeir, sem ekki fá séð hlutina í sama Ijósi og þú, séu vondir, sökum þess, að þeim var ekki lánað það, sem þér var lánað? Ef aðstaða þín er sú sanna og rétta, er þá ekki hugsanlegt, að þeir vesalingarnir! sjái eða skilji ekki betur — komi ekki auga á myrkrið, sem þeir máske meðtóku í vöggu, né heldur á ógæfuna, sem þeirra bíður? Réttlæt- isins vegna vilt þú útrýma því illa. Frá þínu sjónarmiði er vantrúarmaðurinn svonefndi — illgjörðamaður — voði, sem friði Guðs stafar hætta frá, og þú rekur hann úr samfélagi hinna trúuðu. Þú hefir heyrt að skraddarinn í Chau- diere væri vantrúaður. Þú hefir ekki sannað að hann væri það, en frá rétt- lætisins sjónarmiði ertu að reyna að verða af með hann, með því að klemma á hann glæp, sem með litlum líkum má gruna hann um. En má ég spyrja? Hefð ir þú látið þér eins annt um að siga lög- unum á þennan grunaða mann, ef að þú hefðir ekki haldið að hann væri van- trúarmaður?“ Charley þagnaði. Ábótinn svaraði ekki. Presturinn beygði sig áfram fullur athygli. Signorinn sat með hendurnar á handfanginu á staf sínum, hvíldi hök- una á höndunum og tók ekki augun af Charley, nema til að skjóta þeim að bróður sínum við og við. Jó Portugais húkti á bekknum og horfði í kring. „Ég veit ekki hvað útheimtist til að vera vantrúarmaður“, hélt Charley á- fram. „Er það ráðvönd hugsun, heiðar- legt líf. strangir lifnaðarhættir, eins strangir og nokkur prestur býður sér, nágranna viðskipti, sem taka og gefa réttlátlega —“ „Nei, nei, nei“, tók presturinn fram í alvarlega. „Þannig hefir þú lifað síðan að þú komst hingað, um það get ég bor- ið. Gjafmildi og gott hjartalag hafa alt af verið þínir förunautar“. „Meinarðu að maður sé vantrúar- maður sökum þess að hann getur ekki sagt það sem Louis Trudel sagði við mig: „Trúir þú á Guð?“ og ég svaraði: „Guð einn veit það“. Er það að vera vantrúarmaður? Ef að Guð er Guð. Þá er það hann einn sem veit hvenær að hugur eða tunga, getur í einlægni svar- að til þeirrar spurningar trúar þinnar. Hann veit betur, en við sjálfir vitum — hvort að Guð er til. Ákallar maður Guð, ef að hann trúir ekki á Guð. „Guð einn veit það“, en ekki málfæri þeirra van- trúuðu. Hjá mér var það aðeins orð- tæki — ekkert meira. Þú krefst af mér, að ég opinberi leyndustu hugsanir mín- ar. Ég hefi aldrei lært að skrifta. Þú krefst að ég opinberi fortíð mína til að sanna hver ég er — þú krefst þess í nafni réttlætisins, og í nafni réttlætis- ins neita ég að gjöra það, monsieur. Þegar þú vígðist til prestsembættis þíns, þá skyldir þú allt hið liðna eftir, að baki þér. Það var gleymt og dautt að eilífu — allar gjörðir hugsanir, þrár, villur, og — syndir. Ég hefi gengist inn á lífslögmál hér, sem er mér eins mikil nýjung, og að prestsdæmið var þér. Á ég ekki rétt á að segja, að hinn nýi lífs- gróður minn skuli ekki verða eyðilagð- ur, eða upp með rótum rifinn? Hefi ég ekki rétt til að segja. Látið þið mig í friði. Ég er ábyrgðarfullur fyrir því, sem liðið er, svara ég aðeins í liðinni tíð, en fyrir verknað minn í nútíð svara ég nú.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.