Lögberg


Lögberg - 05.01.1950, Qupperneq 2

Lögberg - 05.01.1950, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. JANÚAR, 1950 Frá Kvöldvökufélaginu-NEMO á Gimli: SHAKESPEARE VAR EKKI MIKILL SNILLINGUR Eftir COUNT LEO TOLSTOY From The Best of The World’s Classics ERLENDUR GUÐMUNDSSON þýddi Frá Kvöldvökufélaginu NEMO á Gimli: Oheppni í bónorðum ERLENDUR GUÐMUNDSSON þyddi Jólahugleiðing Mér er í fersku minni hversu mér brá, er ég í fyrsta sinn las ritverk Shakespears. Ég hafði búist við að finna þar þróttmik- inn, fagurfræðilegan unað, en er ég hafði í röð lesið Lear konung, Romeo og Júlíu, Hamlet og Macbeth, varð ég ekki eingöngu fyrir vonbrigðum heldur ógeði svo miklu að ég efaðist um hvort heldur ég væri tilfinningarlaus fyrir fullkomleikanum á hæsta stigi, er bar hátt yfir hinn mennt aða heim, eða að höfundurinn væri almennur, jafnvel í lakara lagi, eða — hvort það sem sá menntaði heimur hafði tileinkað Shakespeare var í eðli sínu hugsunarvilla. Ég varð þó enn hræddari, er ég virti fyrir mér, að ég hafði ætíð verið glöggur á fegurð skáldskapar, hvort held ur var í bundnu máli eða ó- bundnu. Hví skyldi lista verk, er var viðurkennt af öllum heim- inum sem fyrirmynd í list svo sem Shakespeare, ekki skemta mér, heldur valda mér óánægju. Ég trúði mér ekki. Svo liðu 50 ár í sjálfsprófun. Hvað eftir annað las ég verk Shakespears á ýmsum málum, svo sem ég var hvattur til: Rússnesku, ensku, þýzku, og svo einnig þýð- ingu eftir Ichlegel. Ég marglas sorgarleikina og varð jafnan fyrir sömu óbeitinni á rugling og villum. Þrátt fyrir það, fékk ég enn að nýju löngun til að ganga undir próf, og því hefi ég sem 75 ára gamall maður lesið öll verk Shakespears, þar á með- al alla söguleikina: „Hinrik“, „Troilus“, „Crassida“, „Tem- pest“, Cymbeline“, og enn hefi ég fundið vaxandi áhrif af sömu tilfinningu og áður, og að auki óskeikulan dóm um takmarka- lausa snild þess mikla skálda- anda Shakespears og rithöf- undar hvattir til að taka hann sér til fyrirmyndar, og þar skulu lesendur og hlustendur leita að ágætum, sem þó ekki eru til, og með því rangfæra og aflaga sinn fagurfræðilega og siðferðilega skilning. Þetta er hin meinlegasta villukenning. Þó ég viti að meirihluti alþýðu- manna sé svo sanntrúaður á yfirburði Shakespeare, að þeir, er lesa dóm minn, munu ekki gefa honum gaum; en — þrátt fyrir það, ætla ég að skýra það eftir því sem kostur er á, að það er mitt álit, að Shakespeare sé enginn snillingur, jafnvel ekki meðal rithöfundur. Hversu vonlaust sem það virðist að færa sönnur á mál mitt, tek ég fyrír valinn sorgar- leik, Lear Konung; þar koma fram öll lýti á lyndiseinkunn- um manna, sem koma fyrir í öðrum sorgar- og gleðileikjum Shakespears, þar sem hvorki kemur fram list í sorgarleikn- um, né fullnægir þeim sjálf- sögðustu kröfum listarinnar, og sem allir viðurkenna. Samkvæmt leikritareglum þeirra ritdómara, sem mest lof hafa borið á Shakespeare, krefj- ast þeir að persónur þær sem taka þátt í leiknum, séu sam- kvæmir verkefni því, er þeir eiga að leysa af hendi, og þarf til að fylgja eðlilegri rás við- burða þeirra er koma fyrir, og heimti jafnvægi í baráttunni við umheiminn, þar sem þeir vita sig í andstöðu, og þar sem þeir í baráttunni sýna þeirra með- fæddu eiginleika. í Lear konungi birtast persón- urnar að vísu hið ytra sem and- stæður við heiminn, og þær heyja stríð við hann, en sú deila stafar ekki af eðlilegum straum orsaka eða þeirra eigin einkenn- um, heldur af gjöræði höfundar- ins sjálfs og getur því ekki fram- leitt þá blekkingu, sem sönn list byggist á. Lear hefir enga ástæðu til að segja af sér kóngsdæminu. Dæt- ur hans hafa alizt upp með hon- um, og ekkert kemur- það fram, er gefi honum ástæðu til þess að leggja meiri trúnað á fram- burð dætra sinna tveggja, en treysta að engu orðum þeirrar þriðju, og á þessu atriði er byggð öll sorgarsagan í ævisögu konungs. Jafn óeðlilegt — þó minna sé — er ástandið á milli Bloucestor og sona hans, sem á sama hátt og Lear leggur trúnað á þá ruddalegustu og ósæmilegustu sögu, og gerir enga tilraun til að komast eftir á hverju hún er byggð, heldur fólskast svo á augabragði, að hann biður syni sínum bölbæna og gerir hann landrækann. Skyldleiki Lears og dætra hans var sá sami og Gloucesters og sona hans, og allir munu fall- ast á, að í báðum þessum dæm- um er um algert gjörræði að tala hjá höfundinum, og á engin upptök í lyndiseinkunnum eða eðlilegum atburðum. Ólíklegt er það einnig og auð- sær uppspuni, sem gengur í gegn um allan harmleikinn, að Lear þekkir ekki Kent, gamlan hirð- mann sinn og þjón, og því hleyp ur vinátta þeirra í millum fram hjá og nær ekki til að æsa í- myndunarafl lesandans eða á- horfandans. Sama kemur fram, þó á hærra stigi sé og hampað sem raunveruleika, þegar Edgar, sem engin bar kensl á, leiðir föður sinn blindan fram á hamra brúnina, þar sem hann ætlar að kasta sér fram af, telur honum trú um að hann hafi stokkið fram af, þó hann aðeins stigi út á slétta jörðina. Þessi afstaða sem vafið er ut- an um gjörræðið er svo ónátt- úrlegt, að lesendunum eða áhorf endunum er ekki eingöngu bannað að hafa meðaumkun með þeim sem þjást, heldur tapa þeir eftirtektinni á því sjá eða heyra. í þessu liggur aðalástæðan. í öðru lagi, svo sem í öðrum harmleikjum Shakespeares er það, að allar lyndiseinkunnir í lifnaðarháttum, hugsuninni, orð um og framkvæmdum, eru í al- gerðu ósamræmi við tíma þann, sem sagt er að þeir gjörist á. Efnið á Lear konungi fer fram 800 f. K., en leikurinn sannar sjálfur að hann hlýtur að fara fram á síðari hluta miðajdanna. Þátttakendurnir í sorgarleikn- um eru: Konungar, hertogar, óskilgetin börn, hirðmenn, her- menn læknar, bændur, herfor- ingjar, herramenn og riddarar með hjálmgrímur etc, sem áttu heima á 16. og í upphafi 17. ald- ar. Á vorum dögum má ekki ætl- ast til, að hver einstaklingur fylgi með eftirtekt atburðum þeim, er hann veit að ekki gátu átt sér stað, undir þeim kring- umstæðum, er höfundurinn lýs- ir, og það sem ítarlegast í hin- um smæstu atriðum. Þessar til- búnu kringumstæður stafa held- ur ekki að eðlilegri rás atburða, eða upplagi manna, er lagi sig eftir tíma og rúmi og fremur eykst en þverrar af þessari klúru fegurð, sem stöðugt er haldið við og aukin af Shakespeare. Svo þessi óvenjulegi stormur, þegar Lear konungur er látinn flakka um heiðina, og þá grasið sem hann er látinn leggja á höfuð sér; eins er það í Ophelíu og Hamlet. Búningur Eddgars, ræður fíflsins, og Eddgar sem hjálmaði riddarinn. Allt þess háttar kemur ekki eingöngu í veg fyrir áhrifin heldur snúa öllu í andstæður, og þar sem maður ætti að fyllast ótta eða meðaumkun, tælist maður til að hlæja. 1 kvennafélaginu varð tíð- rætt um ýmsar aðferðir við bón- orð; varð þá einni konunni með- al annars að orði: Mín reynsla er sú, að karlmenn biðji sér al- drei konu á réttum stað né stund. Ég hefi að minsta kosti neitað þremur, sem ég annars hefði tekið, hefði spurningin komið á réttum tíma. Önnur kona sem sat út í horni, lét þess getið, að það hefði ekki verið hyggilegt að giftast þeim öllum, en sú konan sem fyr hafði mælt, tók athugasemdinni með fyrirlitningu, — sem maklegt var — og bætti við: ^að var t. d. karl. Hann lýsti ást sinni í leikhúsinu, þar sem hetj- an í leiknum bað sinnar hjarta- drottningar. Jafnframt hóf karl sitt bónorð með eftirfarandi orða vali. „Þetta minnir mig á að ég hafði einnig hugsað mér að biðja minnar útvöldu hjartadrottning- ar. Getið þér gizkað á hver það er? Ekki? Það eruð þér“. Ég gaf honum stórkostlegt hryggbrot. Maður nokkur, sem ég ætla að nefna Georg, valdi til þess nýst- ings kalt kvöld í febrúar og flutti þessa stuttu ræðu úti fyrir hliðinu hjá mér. Mér var sár- kalt og tennurnar glömruðu, nefið var rautt sem rúbín og ég var að ofkælast og versnaði með hverri mínútu. *Ég gaf honum hlýlega neitun. Reynsla mín er þó lakari, sagði sú þriðja. Unglingurinn, sem bað mín gerði það við miðdags- verðarborðið, og ræða hans slitn aði stöðugt meðan hann hámaði í sig fuglinn og kartöflurnar, eða neyddi mig til að nota mér réttina. Ég var orðin svo rugluð áður en hann hafði lokið máli sínu, að ég vissi ekki hvort það var hann sjálfur eða kjúklingur- inn, er hann var að reyna að þrengja að mér, minsta kosti neitaði ég þeim báðum. Ég vil að maðurinn geti stöðvað „tygg- ingarfærin, rétt á meðan hann biður sér stýlku. „Skemmtilegasta bónorðið“ — sagði sú þriðja, — sem mig hefir hent, var flutt af ungum manni, sem ekki vissi sitt rjúkandi ráð og studdist við skrifaðar minnis greinar. Ég hafði dálítið heim- boð og hafði þar af leiðandi miklar annir. Unga manninum var þetta kunnugt, og hafði því skrifað það, er hann ætlaði að segja, til að flýta fyrir. Síðar fann ég þessar missisgreinar á gólfinu, þar sem hann í sálar- uppnámi sínu, hafði hent þeim. Nú skuluð þið fá að heyra þær: „Nefna kaup, útlit, einveru mína. Nefna gleði mína yfir því að fá að vera félagi hennar. Nefna útlit fyrir að erfa Jón frænda. Nefna að þetta sé fyrsta ást-bónorðið. Nú erum við hvort öðru sem bróðir og systir“. „Þið eruð með eingöngu útá- setningar“, sagði forsetinn. — „Hvernig ætti maðurinn annars að haga sér?“ sagði ein. „Hann ætti að bíða þangað til þau væru tvö, án þess að vera rugluð af öðrum“, sagði einhver. Hann ætti að sjá um að um- hverfið væri í samræmi við kringumstæðurnar. Hann ætti að minsta kosti að gefa stúlk- unni allan tíma sinn og íhugun á meðan bónorðið stendur yfir. í þessu heyrðist sagt í skýrum og stilltum málróm af hátt- prúðri lítilli konu, sem ekkert hafði áður lagt til málanna: „Sá maður, sem ekki biður sér konu á réttum tíma er ímynd þolinmæðinnar. En hvað viljið þið segja um þá menn, sem al- dréi biðja sér konu?“ sagði hún í þýðum róm. Það var alger þögn og í svip allra kvennanna mátti lesa kæft svar. Frá Kvöldvökufélaginu NEMO á Gimli: Seinasta bónin ERLENDUR GUÐMUNDSSON þýddi Það var siður Patt að koma heim blindfullur á hverju kveldi og berja þá á Biddy konu sinni, ekki vegna þess að honum væri illa við hana, heldur hélt hann það skyldu sína. Um síðir kom þó að því, að Biddy missti þolin- mæðina og vísaði þessu til prests ins. Presturinn kom um kvöldið og Pat kom heim jafnfullur og hann var vanur. „Heyrðu, Pat“ — segir prest- ur. — „Þú ert fullur og ég er kominn til að lækna þig á auga bragði. Verðir þú aftur fullur ætla ég að breyta þér í rottu. — Ætlarðu að muna eftir því? Þó ég sjái það ekki beinlínis, þá veit ég það, sem er það sama, og þú hverfur óðara inn í rottu. Mundu eftir því!“ Pat var mjög þægur um kvöld ið. Kvöldið eftir kom hann heim jafnvel enn fyllri en nokkru sinni áður; braut hurðina og Biddy flúði bak við borðið til að verjast þaðan. „Vertu ekkert hrædd, elskan“, sagði Pat, er hann varði sig falli með því að styðja sig við stól- inn. Ég vil ekki snerta þig með mínum minnsta fingri, og óska að þú verðir mér góð í kvöld og minnist daganna úr tilhugalíf- inu, þegar þú elskaðir mig. Þú mannst hvað dagdraumamaður- inn sagði í gærkveldi, að ef ég drykki, að hann ætlaði að breyta mér í rottu. Hann hefir ekki séð mig, en hann veit að ég er full- ur, og í rottu fer ég. Þess vegna þarfnast ég þess að þú sért góð við mig, elskan og gætir mín. Þegar þú sérð að ég fer að stækka ofurlítið og hárið tek- ur að vaxa og skeggið að lengj- ast, og ef þú ávalt elskar mig, elskan, þá í guðs nafni hafðu augun á kettinum“. — < Drottinn er í nánd. Fil. 4, 5. Einu sinni enn erum vér stadd- ir í anddyri hinnar hugljúfu fæðingarhátíðar frelsarans. í anda höldum vér um handfang hurðarinnar, tilbúnir að ljúka upp höll fagnaðarins. Vér heyr- um dýrlegan söng innan dyra: „Dýrð sé Guði í upphæðum“. Vér skynjum, að þetta er helgur staður, og að heilög athöfn er að fara hér fram. Vér heyrum tilkynninguna: „Drottinn er í nánd“. Erum vér reiðubúnir að mæta honum? Að ytra hætti er klæðnaður vor sjálfsagt sæmi- legur, og samboðinn árstíðinni. En hvað um hin innri klæði sál- arinnar? 1 andlegum efnum er trúin og hugarfarið búningur- inn, klæðin, sem vér berum. Vera má, að trúarföt vor séu af ýmsri gerð, og margvísleg í sniði. Naumast mun þó unnt að ganga sér til gagns í jólahöllina, nema menn eigi óskerta barns- trú sína, þ. e. trúna á barnið, og geti sungið af hrifningu: „1 Betlehem er barn oss fætt“. Krist-laust jólahald er skrípa- leikur eingöngu, og háttur heið- inna manna. En mest er þó um vert, að vér séum hrein innan þeirra trúarklæða, sem vér ber- um, áður en til jólahalds er gengið. Jafnvel fátækleg trúar- föt geta farið oss vel, ef vér að- eins erum hrein. Það fyrsta, sem oss ber því að gera áður en vér göngum inn í höll jólafagnaðar- ins, er að lauga oss og snyrta. Hér er andlitssmurning og feg- urðarduft að engu nýtt. Drott- inn sér í gegnum rauða litinn á kinnunum, og hvíta duftið. En erum vér ef til vill alls ekki ó- hrein? Líttu í spegilinn vinur! Hvaða spegil? Horfðu í spegil boðorðanna tíu, kærleiksboð- anna tveggja, reglunnnar gullnu, fjallræðunnar fögru, og hins dá- samlega dsémis, sem Drottinn gaf og gefur. Finnst þér þú enn vera hreinn? Æ, nei, því miður. Bæði hugur vor og hönd eru saurguð af syndinni. Vér ölum oft kulda og kæruleysi í hjarta, og búum þráfaldlega yfir hroka og öfund. Vér látum gjarnan stjórnast af eigingjörnum hvöt- um, og gerumst sek um fram- ferði, sem ekki 'fær staðist í ná- vist Drottins, sem er í nánd. En óhreinastar eru hendur vorar þó ef til vill vegna þeirra góðu verka, sem vér höfum látið ó- unnin. Vér erum óhrein einnig vegna vanrækslusyndanna. En með óhreinum huga getum vér ekki haldið heilög jól. Vér hljót- um því að nema staðar, áður en inn er gengið, og biðja: „Þvo mig hreinan, líknarlind, lauga mig af allri synd“. Þar sem hug- ur fylgir máli, fáum vér bæn- heyrslu. Þegar vér erum orðin hrein í anda förum vér í jólafötin. Þau samsvara þörfum vorum dá- samlega. Fyrst er skikkja gleð- innar. „Verið ávalt glaðir vegna samfélagsins við Drottinn; ég segi aftur: verið glaðir“. Hvers þurfum vér fremur með á þess- um dögum? „Vér íslands börn, vér erum vart of kát . . . Oft er- um vér hrygg og kvíðafull, og mæðumst í mörgu. Vér leitum að einhverju tákni, sem hugur vor fái höndlað og haldið sig við, einhverju, sem votti föðurfor- sjón Guðs og handleiðslu. Vér höfum það tákn — Drottinn er í nánd. Það er yfir oss vakað, engu síður en hjarðmönnunum í Betlehem forðum. Verið því glaðir, kristnir menn, íklæðist skikkju gleðinnar á jólunum. Samfara skikkju gleðinnar er hjúpur Ijúflyndisins. „Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönn um“. Hér er eigind, sem marga á meðal vor skortir tilfinnan- lega. En æfinlega er hætt við ósamkomulagi þar sem ljúf- lyndið fær ekki að ráða á heim- ilunum og á meðal þjóðanna. í þessu sambandi er oss hollt að minnast þess, að Drottinn er oss nær með ljúflyndi sínu, bjartsýni og sigurvissu. Hann hefir í þessum efnum gefið oss fyrirmynd, að vér mættum feta í fótspor hans. Þegar vér höfum gjört eins vel og oss er unnt í hverju máli, ber oss að fela Drottni árangurinn í ljúfu trausti þess, að allt hið mót- dræga og vafasama snúist til bezta vegar. En umfram allt ber oss að klæðast krafti kœrleikans, áður en til jólahalds er gengið. Kær- leikurinn er samnefnari allra dyggða; án hans getur enginn borið skykkju gleðinnar, né hjúp ljúflyndisins. Kærleiks- lausir og kaldranalegir menn geta ekki haldið kristin jól, hvað annáð gott, sem þeir kunna að hafa til brunns að bera. Öll könnumst vér við það, hvernig fátækar mæður sníða föt handa yngri börnum sínum úr fötum þeirra eldri. Svo er einnig um oss. Vér erum yngri bræður jólabarnsins Jesú. Oss eru skor- in klæði úr kærleika hans. Það er lærdómsríkt orð, sem post- ulinn mælir: „Látið sama anda vera í yður, sem var í Jesú Kristi“. Það hygg ég að muni vera einhver fullkomnasta grein argerð trúarinnar: að vera með sama anda og Jesú Kristur var. En helzta einkunn hans var kær- leikurinn. Kærleikurinn til Guðs og manna hlýtur því að vera frumskilyrði til farsællar inn- göngu í hátíðasal jólahelginnar. 1 fagurri ferðasögu frá landinu helga, getur frægur rithöfund- ur og skáldprestur um smávax- inn, berfættan svein, með stór og alvarleg augu. Ásamt öðrum pílagrímum, og að greinarhöf- undi viðstöddum, reyndi sveinn- inn að kyssa helgan stein, þar sem munnmæli segja, að Drott- inn hafi forðum hvílzt. En steinn inn reyndist sveininum of hár. Kyssti hann þá hönd sína og þrýsti henni á steininn, og lagði þannig kærleiksoffur sitt á þetta helga altari. Margt er það vissulega í lær- dómum og leyndardómum, margt í sambandi við jólin og lífið, sem reynist oss of hátt. En laugaðir í bæninni, helgaðir af anda Guðs, íklæddir í skikkju gleðinnar, hjúp ljúflyndisins, og með koss kærleikans framrétt- an, þótt með veikri trúarhendi sé, fáum vér þó náð til helgi- dómsins, þar sem hann bíður vor, barnavinurinn mikli, vor bezti bróðir og frelsari. Guð gefi íslendingum um heim allan gleðileg jól! Valdimar J. Eylands Jólablað Kirkjuritsins 1949 JOHN J. ARKLIE Optometrijrt and Optician (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. FORTAGE AT HARGRAVE STYRK OG STALHRAUST DVERC-RUNNA JARÐARBER Avextir frá fyrsta árs fræi; auSræktuð, sterk og varanleg; Þroskast ágætlega fyrripart sumars unz þau deyja af frosU eru sérlega bragSgðS og likjast safarikum, viiltjarS- berjum; þau eru mjög falleg útlits, engu síSur en nytsöm, og prí’Sa hvaða staS sem er, P6 þau séu smærri en algeng jarðarber, sem höfS eru aS verzlunarvöru, eru þau þð stærst sinnar tegundar og skera sig úr, og skreyta garSa, Vegna þess hve fraesýnishorn eru takmörkuS, er vissara að panta snemma, (Pakki 25c) (3 pakkar — 50c) pðst frltt, „Skilja kringumstæðurnar' BIG U.S. ORDER BRITISH MOTOR CYCLES This picture shows Mr. Ralph Rogers, president of the United States Indian Motor Cycle Corporation, inspecting a British A.J.S. machine at the recent Cycle and Motor Cycle Show at Earls Court, London. Mr. Rogers is buying motor cycles from five leading British manufacturers with whom he has placed orders totalling five million dollars.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.