Lögberg - 05.01.1950, Side 4
4
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 5. JANÚAR, 1950.
Hogbcrg
GefiC Qt hvern fimtudag af
THE CGLUMBIA PRESS LIMITED
«9« barobnt avenue, winnipeg, manitoba
Vtandskrift ritstjórans:
EDITOR ) ÖGBERG, 696 SARGENT AVENUE. WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg” ia printed and published by The Columbia Press Ltd.
69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manltoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
ÞÁTTASKIL
Eiitt af öðru hverfa þau, árin, út í blámóðu eilífð-
anna og eiga ekki afturkvæmt, en einhverjum minnis-
merkjum skolar þó jafnan upp á fjörur tímans, og víst
er um það, að minningarnar vaka.
Árið 1949, sem nú hefir sungið sitt síðasta vers, var
viðburðarríkt um margt; í þessu fagra landi varð liið
nýliðna ár í orðsins fylztu og fegurstu merkingu, bless-
að og farsælt ár; auðæfi lands og sjávar miðluðu cana-
dísku þjóðinni ríkulega úr skauti sínu, og í landinu ríkti
atvinnufriður sem þá, er bezt gerist.
Almennar kosningar til sambandsþings fóru fram,
eins og vitað er, í júnímánuði síðastliðnum, og lauk
þeim með eftirminnilegum sigri fyrir Liberalflokkinn
undir forustu hins nýja og víðskygna leiðtoga sfns,
Louis St. Laurents; enn sem fyr sannfærðist þjóðin um
það, að Liberalstefnan væri hin sanna jafnvægisstefna,
þar sem siglt væri heilu og höldnu framhjá blindskerj-
um tveggja öfga, er báðar miðuðu að glundroða í þjóð-
félaginu; að með Liberalstjórn við völd væri þjóðein-
ingunni bezt borgið.
Þau tíðindi gerðust og á nýafstöðnu sambandsþingi,
að mikilvægri breytingu á stjórnskipulögum landsins
var hrundið í framkvæmd varðandi fullveldi þjóðarinn-
ar; hæztiréttur Canada var gerður að æðsta dómstóli
hinnar canadísku þjóðar, en með þeirri ákvörðun lýkur
áfrýjun mála héðan úr landi til hæztaréttar Breta, og
upp frá þessu getur sambandsþing á eigin ábyrgð breytt
eins og þurfa þykir stjórnskipulögum þjóðarinnar varð-
andi þau mál, er sérstaklega heyra undir verksvið sam-
bandsstjórnar; þann 10. yfirstandandi mánaðar hefst
í Ottawa fundur milli sambandsstjórnarinnar annars
vegar og stjórna hinna einstöku fylkja hins vegar, þar
sem ræddar verða tillögur og ákvarðanir teknar lút-
andi að væntanlegum stjórnskipulagabreytingum, með
hliðsjón af réttarfarslegri afstöðu fylkjanna gagnvart
æðstu stjórn landsins. Á vettvangi utanríkismálanna
lét Canada allmikið til sín taka á liðnu ári, og má meðal
annars leiða athygli að því, að á þingi sameinuðu þjóð-
anna í Lake Success, var utanríkisráðherrann, Lester
B. Pearson, kjörinn formaður hinnar pólitísku nefndar
og leysti þann vandasama starfa af hendi með slíkri
rögg og slíkri háttvísi, að aðdáun hvarvetna vakti; út
frá þessu, eins og reyndar svo mörgu öðru í athafna-
og þróunarsögu þjóðarinnar á hinu nýliðna ári, stafar
fögrum bjarma, sem þjóðin í heild fagnar yfir og ornar
sér við.-----
Hið nýhafna ár er enn eins og reifabarn í vöggu,
og svo að segja alt enn á huldu um þær brautir, er.það
kann að beinast inn á; en með hliðsjón af því liðna, er
vissulega einfalt og eðlilegt, að menn spyrji sjálfa sig:
„Höfum vér gengið til góðs
götuna frameftir veg?“
Nú um áramótin er þegar farið að brydda á ískyggi-
legu atvinnuleysi í þessu auðuga og frjósama landi, er
mest kveður að í Ontario og British Columbía eins og
sakir standa; slíkt verður ekki auðveldlega réttlætt, og
þess að vænta, að stjórnarvöld og iðjuhöldar skerist
röggsamlega í leikinn og fyrirbyggi útbreiðslu slíks ó-
fagnaðar, enda nóg verkefni fyrir hendi, sem gera má
skil til framtfðarþrifa.
Skammdegið er um garð gengið, og nú lengist hver
dagur að minsta kosti um hænufet, og senn verður bjart
um alt loft; megi hið unga ár flytja öllum börnum jarðar
iífshamingju og frelsandi frið!
★ ★ ★
Tuttugasta öldin er í þann veginn að verða hálfnuð;
hið nýbyrjaða ár, er síðasta árið af fyrra helmingi henn-
ar; margir og merkilegir atburðir gerast tíðum á
skemmri tíma en hálfri öld, er víðtæk og varanleg áhrif
hafa á þróun eða glapstigasögu mannkynsins; og víst
er um það, að þó þróunarskrefin á áminstu tímabili yrði
mikilvæg og mörg, snerist líka viðleitni mannanna í
mörgum tilfellum upp í rammagaldur og harmleik; á-
minstur aldarhelmingur hefir verið blóði drifinn og kost
að hinar átakanlegustu fórnir; á hitt ber þó jafnframt
að líta, að þær fórnir voru bornar fram til vemdunar
lýðfrelsinu í heiminum með það fyrir augum, að koma
í veg fyrir að ofbeldis og hermdarverkastfenan bæri sig-
ur úr býtum í viðureign sinni og ofsókn gegn mannúðar-
stefnunni, sjálfri lífsstefnunni; í tveimur heimsstyrjöld-
um, sem hin hálfnaða öld var vitni að, mátti svo að orði
kveða, að allar máttarstoðir siðmenningarinnar léki á
reiðiskjálfi og að slökkt yrði á flestum vitum; en svo fór
þó hér sem oftar, að hin góða dís, draumkona mann-
kynsins hiR betri, vísaði veginn og beindi mönnum, að
minsta kosti meiri hluta þeirra á þær vörður, er stefndu
frá myrkri til ljóss.
Hin tæknilega þróun, er fyrri helmingur tuttugustu
aldarinnar hleypti.af stokkum á engan sinn líka í sögu
mannkynsins, þó hún því miður yrði tvíeggjað sverð;
en margt fyrirgæfist áminstum aldarhelmingi, ef hið
síðasta ár hans svo gæti treyst stoðir sameinuðu þjóð-
anna áður en því lýkur, að trygt yrði um varanlegan
frið í mannheimi.
GILS GUÐMUNDSSON:
Upphaf
Þegar hvítir menn komu fyrst
til Ástralíu og tóku að kanna þá
heimsálfu, fundu þeir meðal
annars báta úr tréberki, sem
frumbyggjar álfunnar notuðu
mikið. Frumbyggjarnir losuðu
börkinn af stórum trjám, lok-
uðu endum barkarhólksins með
viðarspeldum, — og þá var fleyt
an fullsmíðuð. Síðan ýttu þeir
á flot, settust upp í farkostinn
og stjökuðu sér áfram rneð priki
eða réru jafnvel með höndunum.
Með þessum hætti komust þeir
yfir vötn og lygnar ár og gátu
einnig veiff skelfiska og önnur
sjávardýr uppi við landsteina.
Þarna var enn í notkun svo
frumstæð fleyta, að naumast var
hægt að kalla hana bát. Óralangt
er bilið frá barkarnökkva þess-
um og til eimdrekanna miklu,
sem nú plægja úthöfin. Og þó
má fullyrða, að sízt hafi þeir far
kostir verið veglegri, sem for-
feður okkar, hvítra manna, not-
uðust við fyrir örófi alda. Að
vísu má gera sér það í hugar-
lund, að einhvers konar flekar
hafi verið notaðir til fargreiða
áður en nokkur sú fleyta verð
til, sem bátsnafn verðskuldar.
En skammt mun þó hafa verið
komið sögu manns hins viti
gædda, þegar hann tók að hola
innan trjábút og ýta honum eða
damla eftir ám og vötnum.
Frumstæðir þjóðflokkar á eyj-
um ýmsum í Kyrrahafi, Borneo,
Sumatra og Java, notast enn í
dag við mjög einfalda og auð-
smíðaða báta, sem eru þó svo
gerðir, að þejr þykja ótrúlega
traustir og góðir í sjó að leggja.
Aðalhluti bátsins er trjábútur,
holaður innan, en samsíða bátn-
um, í fimm til sex feta fjarlægð,
er komið fyrir á bæði borð tveim
öðrum trjábútum, álíka löngum,
en grennri, til að koma í veg
fyrir að báturinn velti. Þessi ein
faldi útbúnaður gerir eintrján-
inginn furðu stöðugan og góðan
í sjó að leggja. Á slíkum bát má
fara allra sinna ferða þótt mikil
ylgja sé og jafnvel krappur sjór.
Maður, sem kann að stjórna þess
konar fleytu, er jafnöruggur og
Eskimói í húðkeip sínum, því
að viðarbútarnir, sem festir eru
samsíða bátnum, mynda jafn-
vægi og koma í veg fyrir að
hvolfi. Bát þessum er auðstýrt
siglinga
með árum og hægðarleikur að
sigla honum undan vindi. Að
vísu er ekki hægt að koma þar
fyrir margbrotnum seglabúnaði,
en þurrkað skinn eða jafnvel
strigamotta fest við krosstré,
tekur nógu mikið á sig til þess,
að báturinn skríði undan vindi.
Það mun nú skoðun margra
fræðimanna, að vagga skipagerð
ar hafi staðið við strendur Asíu,
en ekki við Níl eða Miðjarðar-
haf, eins og löngum var talið.
Víst er það, að Kínverjar kunnu
til siglinga löngu á undan for-
feðrum okkar, Evrópumanna.
Fleyta Kínverjanna, sem junka
nefnist er harla ólík vestrænum
skipum. Sú skipagerð mun vera
firnagömul, og er raunar líklegt,
að junkan hafi engum höfuð-
breytingum tekið um óralangt
skeið. Og þessum sérkennilegu
skipum, sem að stofni til eru
aftan úr grárri forneskju, hefir
á síðari tímum verið siglt yfir
úthöf, jafnvel umhverfis jörðina,
með strádúk í segla stað.
Miklar siglingar Asíuþjóða
löngu áður en Evrópumenn
koma fram í birtu sögunnar, eru
óvéfengjanleg staðreynd. Frá
Suðurlöndum kom áttavitinn,
sem gjörbreytti siglingum Ev-
rópumanna á 14. öld. Með
nokkru öryggi má benda til þess,
þótt ekki sé það fullsannað, að
hann sé kominn frá Kínverjum.
En þótt sennilegt sé, að fyrstu
skipagerðarmennirnir, sem það
nafn eiga skilið, hafi átt heima
við suður- og austurstrendur
Asíu, eru heimilidir um þá og
afrek þeirra nær engar til. Raun
veruleg saga skipasmíða og sigl
inga hefst því ekki fyrr en með
Egyptum, Kríteyingum og Föni-
kíumönnum. En frá Egyptum
má rekja þessa merkissögu með
allmiklum sannindum um ná-
lega átta þúsund ára bil, þótt
raunar verði að geta nokkuð í
eyðurnar. Átta þúsund ár er
langur tími. Hann er langur mið
að við sögu mannkynsins, því
reyndar vitum við harla fátt um
mannskepnuna allan fyrri helm
ing þess tímabils. En átta þús-
und ár geta ekki heitið langur
tími í hlutfalli við aldur manns-
ins á jörðinni. Það er líka óefað,
að menn hafa getað fleytt sér
yfir ár og vötn á einhvers kon-
ar farkosti, þúsundum ára áður
en elztu heimildir greina frá.
Ýmsir hafa gert sér það til
gamans, að geta í þá eyðuna,
hvernig manninum hafi fyrst
dottið í hug að gera sér bát.
Lengi vel var þeirri skoðun mjög
á lofti haldið, að útþrá og ævin-
týralöngun hafi þar miklu ráð-
ið þar miklu um. Skáldlega sinn
aðir menn lýstu því með inn-
fjálgum orðum, hversu eyjarn-
ar úti fyrir ströndunum hafi
heillað og seitt. Það er sagan um
Ódyseif og Iþöku, draumalandið
úti í sænum, sem sögð hefir ver-
ið í óteljandi myndum. En ýmsir
hyggja, að veruleikinn hafi verið
öllu hversdagslegri og hvergi
nærri eins rómantískur og skáld
in vilja vera láta.
Saga mannkynsins kann frá
því að greina, að flestar eða all-
ar þær uppgötvanir, sem snilli-
legastar voru og ollu aldahvörf-
um, urðu til vegna brýnnar nauð
synjar, til að auðvelda barátt-
una fyrir lífinu. Rómantík og
idealismi áttu þar harla lítinn
hlut að máli. Jafnvel stafrófið,
sem ritlistin og löngu síðar
prentlistin byggja á, og raunar
undirstaða allrar æðri menning-
ar, var fundið upp af duglegum
verzlunarþjóðum, vafalaust til
þess eins, að létta og auðvelda
kaupskap og viðskipti. Það voru
hagrænar ástæður, sem mestu
ollu, en ekki ást á fögrum list-
um og vísindum. Svipað mun
mega segja um upphaf sigling-
anna. Það var fyrst og fremst
þörfin, sem beindi frummannin-
um út á sjóinn. Hann sá trjá-
stofna fljóta á vötnum og ber-
ast niður ár. Ár og vötn voru
honum farartálmi. Oft þurfti
hann að flýja skyndilega undan
aðsteðjandi hættu, óvinum, villi
dýrum, sumum í mannsmynd.
Stundum gat hann synt eða
svamlað yfir ána sjálfur, jafnvel
með afkvæmi sitt á bakinu, en
ósjaldan var yfirkoman vonlaus
án farkostar. Hann þurfti líka
að veiða seli, smáhveli og önnur
sævardýr. Af þeim fékk hann
ekki aðeins fæði handa sér og
hyski sínu, heldur skinn, og
hörð, verðmæt bein, sem höfðu
hliðstætt gildi fyrir frummann-
inn og stálið fyrir afkomanda
hans á vorum dögum. Þörfin
kenndi honum að nota heilann
og búa til farkost, sem gæti
fleytt fjölskyldu hans yfir ár og
vötn, ásamt spjótum, öxum,
veiðinetum og öðrum frumstæð
um tækjum, sem hann átti af-
komu sína undir. Það þurfti ekki
mikið hugvit til að setjast á
trjábol, láta berast niður eftir
fljóti og stjaka sér yfir með
stöng. Næsta skrefið var að
binda saman nokkra trjáboli og
gera úr þeim fleka, sem ýta
mátti áfram með stöngum. Síð-
an datt einhverjum það snjall-
ræði í hug, að kljúfa trjádrumb
og hola hann innan, bæði með
rauðglóandi steinum og hníf eða
exi úr beini. Það var stórum
þægilegra að sitja í slíkum far-
kosti og ýta sér áfram, en að
standa á fleka og stjaka honum.
Síðan hefir einhver Edison
þeirra frummannanna fundið
það af hugviti sínu eða lært af
reynslunni, að núningsmótstað-
an í vatninu varð minni og fleyt
an gangbetri með því að ydda
hana til endanna. Loks hefir ein
hver tekið eftir því, sennilega
af tilviljun, að vindurinn jók á
hraðann, einkum ef dýrshúð eða
strámottu var tyllt yfir nökkv-
ann. Þar með var fyrsti vísirinn
að segli kominn til sögunnar.
Hinir holuðu trjádrumbar
voru mjög þunglamaleg farar-
tæki og burðarmagn þeirra sára-
lítið. Þróun skipagerðar með
þessum hætti voru ákaflega
þröngar skorður settar. Það var
því ekki lítið framfaraspor, sem
þeir forfeður okkar stigu, sem
fyrstir hófu raunverulega að
smíða báta, lyftu skipagerðinni
yfir eintrjáningsstigið, ef svo
mætti að orði kveða. Löngu fyrr
hefir þetta orðið, en mannkind-
in kom fram í birtu sögunnar,
Séu einhverjir okkar á meðal í vafa um það um
áramótin hvert stefni, eða beri að stefna, gæti komið
að nokkru haldi, að rif ja upp fyrir sér fyrstu grein þjóð-
ræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, sem er í þremur
liðum og hljóðar á þessa leið:
„Að stuðla að því af fremsta megni, að íslendingar
megi verða sem beztir borgarar í hérlendu þjóðlífi.
Að styðja og styrkja íslenzka tungu og íslenzka bók-
vísi í Vesturheimi, bæði með bókum og öðru, eftir því
sem efni þess framast leyfa.
Að efla samúð og samvinnu millum íslendinga vest-
an hafs og austan, og kynna hérlendri þjóð hin beztu
sérkenni þeirra“.
Menn getur greint á um starfsháttu og leiðir, en um
áminst markmið hljóta allir að verða sammála.
Það væri óviðurkvæmilegt, og óafsakanlegt vaii-
þakklæti, að minnast eigi þeirrar frábæru velvildar og
þess frábæra astuðnings, er Lögberg hefir orðið aðnjót-
andi á árinu, sem nú er fyrir fáum dögum liðið í aldanna
skaut; ber það þess ljós merki hve íslendingum er það
mikið áhugamál, að blaðið geti haldist við í sem allra
lengstu lög þeim til gagns og yndis, og þjóðbroti okkar
til varanlegs vegsauka; þeim er það ljóst, að mörg
verkefni bíða enn óleyst, eða hálfleyst, sem þurfa á
stuðningi af hálfu Lögbergs að halda, verkefni, sem í
rauninni þola ekki bið, svo sem háskólastólsmálið; áður
en hið nýbyrjaða ár verður liðið í aldanna skaut, þarf
svo að verða um hnúta búið, að nægilegt fé hafi safnast
í sjóðinn, svo að unt verði að koma háskólastólnum á fót
við byrjun næsta kenslutímabils við háskólann, þetta
er lang innviðamesta menningarmál íslendinga vestan
hafs, og það málið, sem alveg vafalaust setur varanleg-
astan menningarsvip á sögu niðja okkar í þessari álfu;
með stofnun háskólastólsins verður minningu feðra okk
ar og mæðra eigi aðeins reistur hinn fegursti og var-
anlegasti minnisvarði, heldur má einnig víst telja, að
prófessorsembættið í íslenzkri tungu og bókvísi við
háskóla okkar, verði sá fræðslubrunnurj er mennta-
menn af íslenzkum stofni og öðrum þjóðernum, er
leggja vilja rækt við norræn fræði og gerkynna sér
stofnensku, bergi af í aldir fram. —
Það skal ítrekað á ný, að framtíð Lögbergs er undir
því komin, að andvirði blaðsins sé greitt reglubundið
fyrirfram.
og verður því að ráða flest af
líkum.
Fræðimenn hyggja, að næsta
skrefið eftir eintrjáningana hafi
verið gerð húðkeipa eða skinn-
báta. Frumstæðum manni var
það ekki um m^gn að leggja sam
an nokkra viðarbúta, klístra á
milli þeirra trjákvoðu eða biki,
og þekja síðan að utan með húð-
um. Skinnbátar Eskimóa eru
gott sýnishorn þess, hversu prýði
legar slíkar fleytur geta verðið.
Sjálfsagt hafa fyrstu bátarnir
af þessari gerð verið klunnaleg-
ir og óhentugir, en smám saman
hefir reynslan kennt mönnum
að sníða af þeim helztu lýtin.
Þegar smíðar skinnbáta voru
komnar á allhátt þróunarstig,
gengu bátasmiðir feti framar.
Þá voru ýmis hjálpartæki
manna, einkum eggvopn, orðin
fullkomnari en áður var. Nú.
fóru menn smám saman að
smíða báta og skip úr tré, leggja
borð við borð, planka við planka,
og telgja eða sauma saman. Þeg-
ar fyrst fara sögur af elztu menn
ingarþjóðum, er skipagerðarlist-
in komin á allhátt stig, ef miðað
er við trjádrumb frummannsins.
Er fyrst að segja frá Egyptum.
Egyptaland er, eins og flestir
vita, mjó landræma beggja meg-
in Nílar. Fljótið Níl varð
snemma lífgjafi og menningar-
gjafi milljóna manna, sem kom-
ust upp á lag með að breyta
eyðimörk í frjósama akra, með
flóknu og hugvitssamlegu áveitu
kerfi. Frá þeirri þjóð, sem þarna
bjó, höfum við nútímamenn
fyrstu raunverulegar heimildir
um skipagerð og siglingar. Elzta
mynd, sem til er af skipi, er á
egypzku leirkeri, sem geymt er
í British Museum, og þykir að
sjálfsögðu hinn mesti dýrgripur.
Mynd þessi er talin vera um 8000
ára gömul. Frá næstu árþúsund-
um þar á eftir er til f jöldi mynda
af egypzkum skipum á veggjum
grafhýsa og mustera. Lítil skips-
líkön hafa einnig fundizt í gröf-
um Egypta. Stendur það vafa-
laust í sambandi við trúarskoð-
anir þeirra. Hafa þeir ætlað hin
um látnu að sigla á skipum þess
um um höf undirheima.
Hvernig voru nú þessi skip,
sem Egyptar notuðu lífs og liðn-
ir? Gera má sér um það nokkra
hugmynd, en þó ekki glögga.
Listhneigðin er manninum í blóð
borin. Ber það sízt að lasta. Þó
myndi nú margur óska þess, að
myndhöggvarar og leturgerðar-
menn á dögum Forn-Egypta
hefðu látið listræn viðhorf þoka
nokkuð um set, er þeir gerðu
skipamyndir sínar, en nálgast
fremur vinnubrögð skipateikn-
arans. En svo er nú ekki, og þá
er að tjalda þeirri vitneskju, sem
til er.
Skip Egyptanna báru þess
glögg merki, til hvers þau voru
notuð. Það voru ekki skip mik-
illar verzlunar- og siglingaþjóð-
ar. Egyptar voru fyrst og fremst
akuryrkjumenn, bændur. Þeir
þurftu skip til þess að komast
yfir ána Níl. Þeir þurftu skip til
að flytja stórgrýtið í hofin og
pýramídana miklu. Skip þeirra
voru mjög breið, grunn og flat-
botnuð, svo að auðvelt væri að
flytja á þeim stór granít- og blá-
grýtisbjörg. Skipin voru gerð úr
smáviði, stuttum plönkum, sem
felldir voru saman og festir bæði
með trésaumi og þvengjum.
Stafnar báðir voru bogmyndaðir
og sköguðu langt fram. Var það
gert til þess, að auðveldara væri
að ferma skipin og losa, þar eð
trjónan hefir náð upp á þurrt
land þegar flatbotnað skipið
kenndi grunns.
Skip Egypta voru seglskip, en
seglaútbúnaðurinn frumstæður.
Siglan var gerð úr tveim rám,
sem stóðu gleitt að neðan, sín
út í hvorn borðstokk, en voru
festar saman í toppinn. Líktist
siglan mest trönum. Seglið var
aðeins eitt, ferhyrnt þversegl, og
hefir naumast komið að notum
nema byr væri mjög hagstæður.
Árar Egyptana voru með einu
blaði. Réru menn standandi, og
sýnir það glögglega, að skipum
(Frh. á bls. 5)