Lögberg - 05.01.1950, Qupperneq 5
5
/4H UGAMAL
IWENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. JANÚAR, 1950
Her Royal Highness Princess Elizabeth, Duchess of
Edinburgh, and her one-year-old son, Prince Charles
A new portrait of Her Royal Highness Princess Elizabeth,
Duchess of Edinburgh, with her infant son, Prince Charles, who
was one year old on 14th November, 1949. At IIV2 months the*
Prince weighed 24Ú2 pounds, had six teeth, and was tall for his
age. A special point of interest in this portrait is that it was taken
by Marcus Adams, who had the honour of taking the first photo-
graph of Princess Elizabeth in 1926.
Upphaf siglinga
ÁRAMÓTIN
Um hátíðirnar óska menn vin-
um sínum gleðilegra jóla og far-
sæls nýárs; með hverju nýju ári
gera mennirnir að einhverju
leyti reikningsskil, kveðja það
sem liðið er, ýmist með sorg eða
fögnuði, og búa sig undir að
veita því, sem framundan er við-
töku með hugprýði og kjarki.
„Enginn veit hvað átt hefir
fyrr en mist hefir“. Á liðnu ári
hafa margir átt um sárt að binda
og margir notið ósegjanlegrar
lífshamingju; þannig skiptast að
stæður mannanna jafnan í tvö
horn.
Nýbyrjað ár er jafnan óráðin
gáta; enginn veit hvað það felur
eða kann að fela í skauti sér; en
vegna þess hve vonin, verndar-
engill lífsins, er dyggur föru-
nautur, göngum við fagnandi
framtíðinni á hönd.
Ritstjóri kvennasíðunnar í Lög
bergi árnar íslenzka mannfélag-
inu góðs og gæfuríks nýárs, og
þakkar ástúðina og góðvildina á
árinu sem leið.
Hagsýni við heimilisstörfin
Hagsýni í vinnubrögðum til-
heyrir ekki aðeins skrifstofum,
verksmiðjum og á öðrum slíkum
vinnustöðum, segir í nýlegum
húsmæðradálki í dönsku blaði.
Hagsýni í störfum á alls staðar
við og líka á heimilinu.
Ef menn verða þreyttir, verð-
ur nokkur tími að líða unz
þreytutilfinningin er horfin, og
vitaskuld þarf lengri tíma eftir
því sem maður er þreyttari. Það
er mikilvægt fyrir húsmóðurina
að hún hagi þannig störfum sín-
um, að þreytutilfinningin verði
ekki svo mikil, að hún geti ekki
hvílzt út áður en hún tekur fyr-
ir nýtt verkefni.
Allir þekkja, að þegar maður
er dálítið þreyttur, en þarf að
byrja á einhverju starfi, grípur
mann nokkurs konar ólyst á
starfinu, og jafnframt starfa
menn þá hægar en ella. Þarna
er ekki hagsýni í starfi, og marg-
ar húsmæður mundu hressari og
unglegri ef þær gættu þess jafn
an, að vera hagsýnar í störfum
sínum, hagsýnar til þess að
halda líkamlegum og andlegum
kröftum.
Strauning 'með hvíldum
Straudagurinn er dágott sýn-
ishom. Flestar húsmæður vilja
straua í lotunni og hvíla sig svo
á eftir. Stundum standa þær
3—4 tíma við straubrettið. Til-
raunir hafa sýnt og sannað, að
þetta eru óhagkvæm vinnu-
brögð.
Ef maður strauar 4 tíma í lot-
unni, tekur það a. m. k. IV2 klst.
að hvílast á eftir. Ef maður strau
ar aftur á móti í klukkutíma í
lotu og hvílir sig í fimm mínút-
ur — og það verður að vera al-
gjör hvíld og afslöppun, — strau
ar svo annan tíma, og hvílist í
fimm mín., þriðja tímann og
hvílir sig svo í 10 mín. og fjórða
tímann og hvílir sig þá í 15 mín.,
fær maður á 35 mínútum þá
hvíld, se mtekur ll/z klst. með
því að standa í lotu.
Það er ekki oft, sem húsmóð-
ir getur leyft sér að hvíla sig í
1% klst. samfleytt. Oftast verð-
ur hún að byrja á einhverju
starfi áður en hvíldin er fengin,
og fyrir bragðið ofþreytist hún.
En oft er mögulegt að raða deg-
inum niður í smáhvíldartíma og
taka svo til við störfin á ný,
betur undir þau búin en áður.
Þetta er það, sem kalla má hag-
sýni í verkum, segir í þessu
danska blaði, og konunum er ein
dregið ráðlagt að reyna þetta
kerfi.
Ráð
Smjör, smjörlíki, feiti eða olía
má aldrei standa ólokað. Feit-
meti hvers konar er mjög mót-
tækilegt fyrir alls konar lykt og
eyðilegst fljótt af bakteríum
loftsins ef það stendur opið.
Smjör á að geyma á köldum og
dimmum stað.
Látið smjör aldrei sjóða, það
tapar bragði við það.
GOTT ER að hreinsa hakka-
vél með því að hakka hráar kar-
töflur að lokum.
Gullin regla
Það er gullin regla, sem hver
húsmóðir ætti að reyna að koma
á í heimili sínu, að hver heimilis-
meðlimur eða yfirleitt að hver,
sem notar þvottaskál, þvoi hana
að innan að lokinni notkun.
Verði þetta föst regla, er lítil
hætta á blettum, sem skapast af
langvarandi óhreinindum, né
nokkurs konar skemmdum á
glerunginum.
Sama gildir um baðkerið, og
er góð regla að hafa ávalt bursta
eða klút við hendina, sem ætl-
aður er til þess arna. Ekki væri
heldur úr vegi, að festa á vegg-
inn litla áminningu um að skilja
vel við.
Þetta á þó að sjálfsögðu að-
eins við þar, sem börn eru í
heimili, fullorðna fólkið ætti
ekki að þurfa að minna á jafn
sjálfsagðan hlut og að ganga
hreinlega um.
Munið:
— að silfurmuni má hreinsa
með því að þvo þá vel úr vatni
af soðnum kartöflum.
— Að smábarnaskór með
mjúkum sólum verða oft hálir,
svo að barnið hrasar á þeim. Er
þá gott að nudda sólana með
sandpappír.
Skær augu
Ef augun eru þreytt og döpur
eftir langan og erfiðan dag, og
mann langar til að hressa ögn
upp á útlitið, er mesta heillaráð
að bleyta t. d. bómull í ísköldu
vatni og leggja hana á lokuð
augun í ca. 10 mínútur. Að því
búnu á að depla hvoru auga 20
sinnum. Þetta eykur starfshæfni
augnavöðvanna og gerir augun
skærari.
Ráð
Þegar verið er að þvo upp um
veggi eða loft, er hætt við að
vatn renni úr þvottaklútnum nið
ur handleggi þess er á heldur og
alla leið upp í handarkrika og
þaðan niður á síðu. Þetta er ó-
þægilegt, en það má forðast með
því að binda klút um ulfliðinn.
Þegar þú ert að mála eitthvað
heima hjá þér, er hætt við að
fara vilji utan hjá málninga-
krúsinni. Flestir setja því dag-
blöð eða eitthvað þess háttar
undir krúsina. Betra ráð er að
líma allstórt pappaspjald við
botninn á krúsinni. — Þá get-
urðu flutt hana með þér hvert
sem þú vilt, og öryggið fylgir
henni.
Hrœðsla
í fornöld var það talið hetju-
merki að kunna ekki að hræð-
ast. — Hugdjarfir menn voru að
skapi sagnfræðinganna, en þeir
þó helzt, sem ekki kunnu að
hræðast. Haraldur konungur
Sigurðsson sagði Halldóri Snorra
syni það til hróss að honum
brygði manna síst við váveif-
kga hluti. Fræg er lýsing Þor-
gils á Reykjahólum á fóstbræðr-
um og Gretti, er hann var spurð
ur hvernig þeir væri skapi farn-
ir. Hann sagði að Þormóður
væri guðhræddur, Grettir myrk
hræddur, en Þorgils frænda sinn
kvað hann ekki hræðast kunna.
En hvort sem þetta eru ýkju-
(Frh. af bls. 4)
þessum voru ekki ætlaðar ferð-
ir á hafi úti, því naumast er hægt
að róa standandi þar sem öldu-
gangur er að ráði.
Skipunum var stýrt með breið
um árum eða stýrum, sem kom-
ið var fyrir aftarlega á stjórn-
borðshlið. Eitthvað skýli mun
hafa verið frammi í stafni þess-
ara skipa, að minnsta kosti hinna
stærri.
Skip Egyptana voru allmis-
munandi að stærð. Flest þeirra
voru lítil, en kunnað hafa þeir
að gera býsna stór skip. Sagnir
herma, að þegar flytja þurfti
stærstu granítbjörgin, hafi verið
smíðaðir sérstakir prammar,
geysistórir, sem 30 róðrarbátar
voru látnir draga eftir fljótinu.
Er mönnum það enn í dag hulin
ráðgáta, hvernig Egyptar hafa
lyft margra smálesta björgum
af skipi og á.
Þótt skipum Egypta hafi eink-
um verið það hlutverk ætlað, að
halda uppi siglingum á Níl, virð
ast hin stærstu þeirra hafa verið
nothæf til meiri háttar sæfara.
Egyptar sigldu að minnsta kosti
tvisvar sinnum til landsins Punt,
en það er nú kallað Somailland.
Fyrri ferðin var farin árið 2750
fyrir Krists burð. Þegar foringi
leiðangursins kom heim eftir
giftusamlega för, var nafn hans
höggvið á klett einn mikinn, á-
samt stuttri skýrslu um ferðina.
Hefir hvorttveggja varðveitzt
fram á þennan dag. Ferðin var
farin að tilhlutan konungsins,
til að sækja kryddvörur, og tókst
hún í alla staði vel. Leiðangurs-
sögur, eða að mönnum hefir far
ið aftur með kjark, þá er það
víst, að engin hetja nú á dögum
er svo, að hún kunni ekki að
hræðast. Þeir, sem bezt og
hraustlegast gengu fram í stríð-
inu, játa allir, að þeir hafi orðið
hræddir og stundum óstjórnlega
hræddir.
Amerískur sálfræðingur, Law-
rance F. Shaffer, prófessor við
Columbía háskólann, hefir rann-
sakað þetta og hefir hann sér-
staklega átt tal við flugmenn.
Þeir játuðu það allir, að þeir
hafi verið hræddir í hverri ein-
ustu árásarferð. Hræðslan lýsti
sér þannig að þeir fengu ákafan
hjartslátt, það stríkkaði á öllum
taugum, köldum svita sló út um
þá, tungan skrælnaði í munnin-
um og svo var þetta „tóm“ í
maganum, sem margir kannast
við. Hvorki metnaður, von um
heiðursmerki né hatur á óvin-
unum megnaði að vinna bug á
hræðslunni.
menn komu aftur með hlaðin
skip af myrru, fögrum steinum
og dýrmætum viði. Frásögnin á
klettinum endar með þeim orð-
um, að aldrei fyrr hafi mannleg-
ar verur unnið þvílíkt siglinga-
afrek.
Síðari leiðangurinn til Punt
var farinn um 1200 árum síðar.
Frásagnir og myndir frá þeim
leiðangri voru höggnar á veggi
hofs nokkurs. Segir þar, að
Egyptar hafi hlaðið skip sín í
þessu landi auðæfanna, og flutt
þaðan reykelsi, gull fílabein,
augnsmyrsl, apa og þræla.
Þegar fram liðu stundir, urðu
Egyptar mjög íhaldssöm þjóð,
næstum því eins og Kínverjar.
Allt stóð í stað, hjakkaði í gömlu
fari. Svo var einnig um skipin,
enda fór svo fyr en varði, að
framsæknari þjóði'r komust
langt fram úr Egyptum í skipa-
smíðum og siglingum öllum.
Fyrsta siglingaþjóðin við Mið-
jarðarhafið, sem verulegar sög-
ur fara af, eru Kríteyingar. Þar
reis tiltölulega snemma á fót
merkilegt menningarríki, og
voru siglingarnar ein af megin-
stoðum þess. Kríteyingar héldu
snemma uppi miklum siglingum
til Egyptalands, verzluðu við
Egypta, lærðu af menningu
þeirra og endurbættu margt,
einkum í hagnýtum efnum. Um
2000 árum fyrir Krists burð, virð
ast leirvörur Kríteyinga hafa
verið algengar orðnar í Egypta-
landi. Síðar komust Kríteyingar
alllangt 'suður með Afríku-
ströndum og ráku þar verzlun.
Þeir sigldu einnig vestur á bóg-
inn, til Sikileyjar og ítalíu. Hafa
fundizt í löndum þessum gaml-
ar myntir Kríteyinga, sumar frá
því um 1200 fyrir Krists burð.
Loks er vitað, að Kríteyingar
sigldu gegnum Messínasund.
Sumir telja, að þeir hafi komizt
fyrir Gíbraltar, út úr Miðjarð-
arhafi, allt til vesturstrandar
Spánar.
En röskum 1000 árum fyrir
Krists burð hrundi ríki Krítey-
inga í rústir. Hellenskir þjóð-
flokkar lögðu það undir sig og
tileinkuðu sér menningu þess og
tækni. Þar með var lokið sögu
Kríteyinga sem sjálfstæðrar og
merkilegrar siglingaþjóðar.
Heimildir um skip Kríteyinga
eru af heldur skornum skammti.
Þau hafa eflaust verið miklum
mun fullkomnari en fljótabátar
Egypta og sennilega líkari skipa
kosti Fönikíumanna, sem brátt
mun lýst.
Langmesta siglingaþjóð forn-
aldar voru Fönikíumenn. Hafa
fáar þjóðir lagt jafnmikinn skerf
og þeir til þróunar siglinga og
skipagerðar.
Fönikíumenn bjuggu fyrir
botni Miðjarðarhafs, milli þess
og Líbanonsfjalla. Þeir mæltu
á semítiska tungu og voru vafa-
laust komnir sunnan og austan
úr Arabíu, eins og aðrar Semíta
þjóðir. Fönikíumenn voru svo
vel í sveit settir, að þeir bjuggu
í þjóðbraut milli tveggja gam-
alla menningarríkja, Egypta-
lands og Mesapótaníu. Því
fylgdi ágæt aðstaða til að læra
af þessum þjóðum og nytja þær
uppgötvanir og framfarir, sem
þróuðust hjá þeim. Og Fönikíu-
menn voru bæði gáfaðir og nám
fúsir. Þeir hagnýttu sér tækni-
lega menningu nágranna sinna
og endurbættu margar uppgötv-
anir þeirra. Þeir tóku upp ó-
brotið og auðvelt stafróf. Þeir
hófu að nota silfur og síðar gull
sem gjaldmiðil. Skipagerðarlist
ina lærðu þeir af Egyptum. En
þeim nægði það ekki, að smíða
hina sömu gerð skipa og Egypt-
ar höfðu notað um margra alda
skeið. Á tiltölulega skömmum
tíma gjörbreyttu þeir skipalag-
inu og komu sér upp góðum haf
skipum, sem hægt var að sigla á
til fjarlægra landa. Skip þeirra
voru löng, mjó og rennileg, ó-
likt hraðskreiðari og betri í sjó
að leggja en stamparnir, sem ná-
grannar þeirra, Egyptar og
Babylohíumenn, hjökkuðu í við
bakka stórfljótanna.
Til eru öruggar heimildir fyr-
ir þvi, að Fönikíumenn héldu
uppi stöðugum siglingum um allt
Miðjarðarhaf, komu sér þar víða
upp nýlendum og reistu borg-
ir þar sem hafnarskilyrði voru
bezt. Varð Karþagó þeirra lang-
samlega voldugust og frægust.
Á 12. öld fyrir Krists burð sigldu
þessir djörfu garpar gegnum
Njörvasund og þar með vestur
á Miðjarðarhaf. Um 1100 reistu
þeir borg á vesturströnd Spán-
ar, en þangað var í lok fornald-
ar talin 80 sólarhringa sigling
austan frá Tyros. Og þeir létu
ekki þar við sitja. Nokkru síðar
brutust þeir alla leið norður að
ströndum Englands, og sóttu
þangað tin og aðra málma. Þá
eru ýmsar líkur til þess, að Föni-
kíumenn hafi siglt til hafna við
Norðursjó sunnanverðan og jafn
vel allt inn í Eystrasalt. Sögur
herma, að þangað hafi þeir sótt
hið dýrmæta raf, sem ákaflega
mikilsvert þótti á þeim tímum.
Loks eru til frásagnir um sigl-
ingu Fönikíumanna í kringum
Afríku. Ýmsir hafa viljað vé-
fengja þær frásagnir, en ferða-
sagan er svo greinileg og sann-
færandi, að maður freistast ó-
neitanlega til að trúa henni.
Menn þeir, er förina fóru, lögðu
af stað eftir Rauða hafinu og
sigldu suður á bóginn. Þegar vist
ir þraut, fóru þeir í land, sáðu
korni og biðu eftir uppskeru. Að
því búnu sigldu þeir áfram, unz
þeir að þrem árum liðnum komu
aftur úr svaðilför þessari, eftir
að hafa farið hringinn, og héldu
þá um Njörfasund og Miðjarðar
haf.
Fönikíumenn stofna fyrsta
sjóveldið, sem um getur í ver-
aldarsögunni. Margt sannar það,
að sjóveldi þessarar harðduglegu
þjóðar var meira en nafnið tómt.
Greinilegar frásagnir og óvé-
fengjanlegar eru til um gífur-
legan skipaflota Karþagóborgar.
Við Karþagó gerðu Fönikíu-
menn stórfelldar hafnarbætur
fyrir skipastól sinn. Voru þar
tvær hafnir afgirtar, önnur fyr-
ir kaupför en hin var herskipa-
lægi. Svipað, en nokkru smærra,
hefir þetta verið í öðrum hafnar
borgum Fönikíumanna til og frá
við Miðjarðarhaf, vestur á Spán
arströndum og suður með allri
vesturströnd Afríku.
Skip Fönikíumanna munu að-
allega hafa verið af tveimur
gerðum, herskip og kaupskip.
Voru herskipin rennileg og hrað
skreið, en kaupförin breiðari,
borðhærri og betur undir það
búin að velkjast lengi í hafi.
Minnir þessi skipting mjör greini
lega á þróun norrænna skipa um
Bjarni Eggertson
Word has been received in
Winnipeg of the death of Bjarni
Eggertson, co-owner of the Bur-
lington Brush a n d Machine
Works, who died December 15th
at his home at 340 N. Winooski
Ave., Burlington, Vermont.
Mr. Eggertson was born at
Tantallon, Sask., in 1903, and
farmed for a number of years on
the home farm before going east,
where he entered the brush busi-
ness. He attended First Congre-
gational Church, and was a
member of the Burlington
Masonic Lodge and the Lions
Club.
He is survived by his widow,
Nora (Goodman) Eggertson;
three daughters, Sheila, Jona
and Marsha; three sisters, Mrs.
E. Symons, Rocanville, Sask.;
Mrs. M. Watts, Regina, Sask.;
Mrs. C. H. Smith, Winnipeg; a
brother, Wilfred, Burlington.
Funeral service was held Dec.
20, in the First Congregational
Church, with Rev. Charles Stan-
ley Jones officiating. A delega-
tion from the Masons and Lions
Club attended the service.
Pall-bearers were: Carl Wil-
liams, Seth Bruce, Judge Clarke
A. Gravel, John French, Nicholas
A. Morwood, Earl Denicore.
—Winnipeg Tribune, Dec. 29.
og fyrir víkingaöld, en sú þróun
hefir orðið með furðu svipuðum
hætti.
Ekki verður margt sagt með
öruggri vissu um seglbúnað á
skipum Fönikíumanna. Helzt er
svo að sjá, sem þeir hafi í upp-
hafi notazt við hina einkennilegu
trönusiglu. Egypta. En síðar
hafa þeir lagt niður tvímastrið
og tekið upp einfalda siglu í
miðju skipi. Þeir notuðu einung-
is rásegl, og hefir það verið all-
stórt. Sum yngstu skip Fönikíu-
manna virðast hafa verið tví-
sigld. Stórsiglan var þá aftur í
miðju skipi, en önnur sigla minni
mjög framarlega í skipinu. Var
sitt ráseglið á hvorri siglu.
Sægarpar þessir notuðu akk-
eri, og gátu legið við þau á
grunnsævi þegar veður var ekki
mjög illt. Akkeri þessi voru þó
ekki úr járni. í þess stað not-
uðu þeir þunga steina eða húð-
poka fyllta með grjóti.
Þegar fram liðu stundir, eign-
uðust Fönikíumenn skæða keppi
nauta á höfunum, sem náðu
smám saman frá þeim verzlun
og siglingum.. Voru það Hell-
enar og síðar Rómverjar. Fyrsta
sjóveldi veraldarsögunnar leið
undir lok, en siglingaafrek Föni
kíumanna munu varðveitast í
sögn og sögu, svo lengi sem nokk
urt skip fer um sæinn.
Sjómannablaðið VÍKINGUR
Minnist
í erfðaskrám yðar