Lögberg - 12.01.1950, Blaðsíða 3

Lögberg - 12.01.1950, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. JANÚAR, 1950 3 JÓN STEFANSSON Listmálari Þjóðverjinn Georg Gretar, sem skrifaði fyrir 20 árum lítið bókarkver um menningu, og þá fyrst og fremst um málaralist íslendinga, segir að Jón Stefánsson listmálari, sé mestur og beztur íslenzkra málara. ~ Gretar segir ennfremur, að enda þótt ýms málverk Jóns Stefánsonar séu.misheppnuð, þá verði manni samt ljóst af heild- arsvip þeirra, að í listamannin- um búi listrænn persónuleiki, sem vegna gáfna sinna, kyngi- máttar og sköpunargleði sé lík- legur til þess að ná langt á braut listarinnar. Á hrífandi hátt—segir Gretar —tekst Jóni Stefássyni í mynd- um sínum að sýna hina geig- vænlegu og dulúðugu náttúru heimalands síns. Aðall listar hans er fólginn í gagnhugsaðri byggingu og næmri tilfinningu fyrir listaverkinu, djarfri flatar- verkun og dæmalaust áræðnum sem þó mynda fullkomið sam- ræmi. Eitthvað á þessa leið fórust hinum þýzka listfræðingi orð fyrir 20 árum, en frá þeim tíma hefir list Jóns ekki breytzt í neinum verulegum atriðum, að- eins þróazt gegnum árin, fengið á sig festumeiri blæ og ýmsir vankantar æskuáranna þurrkazt út. Jón Stefánsson er fæddur á Sauðárkróki 22. febrúar 1881, sonur Stefáns Jónssonar verzl- unarstjóra þar og konu hans, Ólafar Hallgrímsdóttur. I föður- ætt er hann í skyldleika við Jón- as skáld Hallgrímsson. Strax sem barn að aldri hafði Jón yndi af að teikna myndir og hafði í því efni myndir úr dönskum blöðum til hliðsjónar og fyrirmyndar. Ekki datt Jóni þá samt í hug að hann myndi ganga listabrautina og verða síðar talinn í hópi helztu braut- ryðjenda íslenzkrar nútíma mál- aralistar. Æviskeið hans var þá enn óráðin gáta, að undanskyldu því einu að hann skyldi ganga menntaveginn. Þegar Jón var enn barn að aldri, eða aðeins þrettán ára gamall, henti hann það slys að handleggsbrotna. Brotið geri illa og seint og hlupu í það berklar. Fyrir bragðið varð Jón árum saman að ganga með hendina í fatla og öll þau ár gat hann ekk- ert teiknað. Aldamótaárið lauk Jón stúd- entsprófi við Menntaskólann í Reykjavík. Sama árið sigldi hann til Khafnar og hóf verk- fræðinám við tækniháskólann þar. Ekki festi Jón yndi við verk- fræðina, fannst hún vera sér utan garna og ákvað að hætta við hana. Sneri. hann þá við blaðinu og tók að mála. Gekk hann í skóla til hins þekkta danska málara Zahrtmanns og var hjá honum um margra ára skeið. Það mun hafa verið sumarið 1908, að Jón fór til Noregs og dvaldi sumarlangt með norsk- um og sænskum málurum í Lillehammer. Einn þessara fé- laga Jóns hafði stundað listnám í París hjá franska málaranum Matisse, en hann hafði um þær mundir ekki aðeins djúptæk á- hrif á málaralist Frakka, heldur og allrar álfunnar og þótt víðar væri leitað. Þessi nemandi Mat- isse, en hann var norskur, lét svo mjög af list hans og kennslu hæfileikum, að flestir hinna ungu málara sem héldu sig í Lillehammer ákváðu að fara suður til Parísar á fund hins franska snillings. Næstu fjóra veturna dvaldi Jón í París og stundaði nám hjá Matisse, en á sumrin fór Jón oft ast heim til íslands og dvaldi hér heima yfir sumarmánuðina. Á þessum árum naut Jón styrks frá föður sínum og má telja skilning hans á atferli son- arins virðingarverðan, því þá þótti listamannsbrautin vera sannkallaður ógæfuvegur og þeim fáu mönnum, sem gerðust svo djarfir að helga sig listinni, var helzt líkt við fáráðlinga. En Jón naut líka andlegs styrks frá móður sinni, er hvatti hann ein- dregið til þessað læra að teikna þegar hún varð þess vör, hvað í drengnum bjó. Mun þetta hafa verið næsta einstæður skilning- ur meðal foreldra á þeim árum, og þeim mun aðdáunarverðari sem þau eiga heima fjarri heims menningunni — í litlu afskektu sjávarþorpi á norðurströnd Is- lands. Árið 1912 kemur Jón heim frá París til ársdvalar og voru for- eldrar hans þá bæði látin. Ekki dvaldist hann samt lengi hér heima það skiptið og flutti árið eftir til Danmerkur, þar sem hann var samfleytt í 6 ár, eða þar til 1919. Mun heimsstyrjöldin fyrri einnig hafa ráðið nokkuru um að hann kom ekki heim á þessu árabili. En 1919 kemur Jón heim í stutta kynnisför, en átti samt heima næstu árin á eftir í Kaupmannahöfn. Kom þó jafnan heim á sumrin og málaði hér. Fram að þessum tíma eru helztu viðfangsefni Jóns andlits myndir og samstillingar, en eftir að hann kemur heim tekur hann óspart til við landlagsmyndír og hefir upp frá því málað mikið ís- lenzkt landslag. Um viðhorf sitt til íslenzks lands og íslenzkrar náttúru hefir Jón sjálfur skrif- að: „Heimskauta- og eldfjalla- náttúra íslands er erfitt við- fangsefni, sem freistar mín stöð- ugt. Mér finnst íslenzkt landslag vera í samanburði við landslag meginlandsins eins og nakinn líkami, samanborið við líkami, sem hjúpaður er klæðum. Og einmitt af því að náttúran er nakin er hún svo undarlega fög- ur.“ . Jón Stefánsson fluttist alkom- inn heim árið 1923 og var bú- settur hér til ársins 1937. Þá sigldi hann enn til Kaupmanna- hafnar og sat þar fastur í stríð- inu á svipaðan hátt og hann sat fastur í hinni fyrrri heimstyrj öld. En 1946 kom Jón heim með konu sína og búslóð og býr nú að Bergstaðastræti 74A. Eins og áður er tekið fram, hafði Jón strax, barn að aldri, hneigzt til dráttlistar. í sveit- Látið ættingja yðar komatil Canada BY BOAC SPEEDBIRD Þér getið hlutast til um að vinir yðar og ættingjar í Ev- rópu heimsæki Canada gegn fyrirfram greiddu B. O. A. C.- fari. — Losið þá við áhyggjur og umsvif. British European Loftleiðir tengja allar helztu borgir í Evrópu við London. Upplýsingar og farbréfakaup hj& ferCaumboösmanni yðar eBa hjá BOAC. Ticket Office, Laurentlen Hotel, Montreal, Tel. LA. 4212; e8a 11 King St., Toronto, Tel. AD. 4323. 1000 Routes around the World BOAC . ovtr the Atlantlc::: aná ocrott tha World SPEEDBIRD SERVICE BRITISH OVERSEAS AIRWAYS CORPORATION inni hafði hann dönsk mynda- blöð til fyrirmyndar, en þegar hann kemur í Latínuskólann gafst honum tækifæri til að skoða myndir þær, sem mál- verkasafn ríkisins átti geymdar í Alþingishúsinu. En þegar Jón kemur til Danmerkur getur hann skoðað mörg ágæt lista- söfn og sýningar. Áhrifin gagn- taka hann með svo miklum ofur þunga að hann fær ekkirönd við reist. Hann langar til að reyna sjálfur, hann skeytir ekki um námsferil þann, sem hann hefir að baki sér og varpar fyrir borð öruggri framtíðaratvinnu, sem honum stóð opin að loknu há- skólanámi. örlög hans eru ákveð in í einu vetfangi, en þeirri úrs- litastund hefir Jón aldrei séð eftir. Hver einasti listamaður, á hvaða sviði sem er, verður fyrir meiri eða minni utanaðkomandi áhrifum .Hjá þeim verður ekki komizt hversu mikill persónu- leiki sem í manninum býr. Og að sjálfsögðu varð Jón Stefáns- son fyrir margháttuðum áhrif- umá listamannaferli sínum. Áhrifa þessara gætir frá hinum gömlu meisturum endurvakn- ingartímabilsins, frá grískri, egypzkri og austurlenzkri list og I þannig allar götur aftru úr. En mestra áhrif agætir frá franskri seinni tíma ilst, og umfram allt frá Matisse, hinum heimskunna franksa málara og kennara Jóns. Samt er ekki hægt að segja að list Jóns líkist list Matisse. Mennirnir eru fyrst og fremst um marga hluti ólíkir, en við- fangsefnin þó fremur öðru. Enda þótt Jón sé ekki við eina fjölina felldur í list sinni og hafi á margt lagt gjörva hönd, svo sem uppstillingar, mannamyndir dýramyndir, sjávarmyndir, og hugdettur allskonar, er uppi- staða listar hans sótt í íslenzka náttúru. „Eg er og verð íslend- ingur“, segir Jón sjálfar, „ég get ekki annað — það er mér í blóð borið og í hug ofið, hvað sem ég geri, og hvað sem aðrir segja.“ Sama máli gegnir um list hans. Þó að hún hafi orðið fyrir marg- háttuðum áhrifum, frönskum og hollenzkum, ítölskum og grísk- um og jafnvel langt austan úr austurlenzkri forneskju, hefir Jón í gegnum persónuleik sinn, skaplyndi og hæfni gert list sína íslenzka — og íslenzk verður hún, hvað sem hver segir. Þ.J. Jólablað Vísir, 1949 DÆMISAGA Eftir JAMES RUSSEL LOWELL „Ég fer“, mælti Kristur við sjálfan sig: „að sjá hvernig mennirnir skilja mig“. Hann þurfti ekki’ að fæðast í þetta sinn: hann þekti og dýrkaði heiminn. En valdhafar klerkar, og konungar þá klæddust í skrúða hátignar: „Sjá, gjafarinn allra gæða er hér vor gestur!“ — Þeir sögðu — „hann tigna her. Við leiðum hann inn í vorn œðsta sal. Nú öllu því dýrasta tjaldað skal; og hvar sem hann gengur, sé glœst og skreytt, og gullofið klæði á veginn breitt. þeir leiddu’ hann í dýrðlegan dvalarstað — og drottinn þeir héldu að gleddi það — og fjölradda söngur frá hvelfing hvein, þar hljómskálinn allur í Ijóma skein. Sú hátíð fæst aldrei með orðum skýrð: Þeir allsstaðar sungu honum lof og dýrð. Sem kærleikans merki hvers kristins lands í kirkju og dómsal var myndin hans. En hvar sem þeir leiddu hann um bygð og borg, þá beygði hann höfuðið þungt af sorg, því bak við hvern einn og einasta stein frá undirstöðum heyrði hann kvein. Sem kærleikans merki hvers kristins lands í kirkju og dómsal var myndin hans. — En stöðugt hann veggina starði á: Þar stóra og geigvæna bresti sá. Og brestirnir stækkuðu meir og meir: frá mannlegum hörmungurri sögðu þeir, sem enginn að lýsa með orðum kann: og enginn þá skynjaði nema hann: „Hvort byggið þið hástól og altari’ enn hér ofan á skynbæra, lifandi menn? þið haldið að varanleg verði smíð, sem voldugum skýlir, en þjakar lýð? Þið sveltið í hel mína sönnu hjörð í silfur- og gullkvíum hér á jörð. Og duglega heyrði ég hrynja tár frá himninum þessi tvö þúsund ár“. „Ó, drottinn! Það er ekki okkar synd: Við áttum þar stöðuga fyrirmynd: — Og sjá þú hvar uppi’ yfir öllu skín og allsstaðar dýrkuð myndin þín. Sjá: köllun okkar er heimtuhörð: að haldist óbreytt á þinni jörð það alt, sem þar var og öll þín hjörð: Með eldi’ og sverði er sú skylda gjörð“. Þá benti þeim Gristur á kreptan mann, og kyrkingslegan, sem þreyttur vann og stúlkubarn móður- og munaðarlaust, er máttvana gegnum lífið brauzt. Hjá heldra fólkinu sá hann sess og setti þau bæði meðal þess. — Það færði sig — var það viðsjá brýn að vanhelga ekki fötin sín: „Sko, sjáið þið bræður“, sagði hann: „1 sætum hjá ykkur konu’ og mann: — Og þannig breyttuð þið minni mynd. — Þið máluðuð hana- í böli- böli og synd“. SIG. JÚL. JÓHANNESSON, þýddi Business and Professional Cards SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, örug'gasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum — Skrifið símið til KELLY SVEINSSON 187 Sutherland Ave., Winnipeo Slmi 54 358 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORFORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg Phone 924 624 PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisiers - Soliciiors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers YVinnipeg, Man. Phone 923 561 JOHN A. HILLSMAN. M.D.. Ch. M. 332 Medical Arts. Bldg. OFFICE 929 349 Home 408 288 Office Ph, 925 668 Res, 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A..LL.B. Barrister, Solicitor, etc. 411 Chtlds Bldg, WINNIPEG CANADA Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6 — 652 HOME ST, Viðtalstlmi 3—6 eftlr hádegl —/jkshmmmIV . auo ÍEIDSTÍÍí] tenthst. BRANDON 447 Portage Ave, Ph, 926 885 DR. E. JOHNSON 804 EVELINE STREE7 Selkirk. Man. Offlee hra. 2.30—6 p.m. Phones: Office 28 — Ret. 280 Phone 21 101 ESTTMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs 832 Slmcoe St. Wlnnlpeg, Man. Offlce Phone Ree Phone 924 762 726 116 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment DR. A. V. JOHNSON Dentist 606 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRU8TS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth 8t. Phone 926 952 WINNIPIDO Talslml 925 826 Helmllis 53 898 DR. K. J. AUSTMANN BérfrœOinour i auona, eyma, nef oo kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg, Stofutimi: 2.00 til 5.00 e. h. Cars Bought and Sold SQUARE DEAL MOTOR SALES “The Working Man’s Friend" nU.tLAH 297 Pbincbss Strkkt Hn. Z0404 Haif Biocjc ixipon M w DR. ROBERT BLACK BérfrœOlnour i augna, eyrna, nef oo hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofustmi 923 851 Heimasfml 403 794 SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUICK RELIABLE SERVICE EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER. N. DAK. islenzkur lyfsaU Fölk getur pantað meðul og annað með pósU. Fljöt afgreiðsla. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ct- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. •. trv. Phone 927 518 A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkklstur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezU. Ennfremur selur hann allskonar mTnnisvarða og legstelna. Skrifstofu talslml 27 324 HeímíUs talslml 26 444 Andrews, Andrews, Thorvaldson anð Eggertson LögfrœOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BQ. Portage og Garry St. Phone 928 891 | Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC 8L Mary's and Vaughan, Wpg. Phone 926 441 GUNDRY PYMORE Limited British Quaiity Fish Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPBG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDBON Your patronage will be appreciated Phone 927 025 H. J. H. Palmason. C.A. B. í. PALMASON « CO. Chartered Acconntantt 305 Coníederatlon Llfe Bldg. Wlnnlpeg Manltoba CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Frseh and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Ree. Ph. 73 917 * Phone 49 469 Radio Servlce Speclallste ELECTRONIC LABS. H. THORKELBON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 592 ERIN St. WINNIPEG O. P. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Slml »25 »87 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FI8H

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.